Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

NeuroBloc (botulinum toxin type B) – Samantekt á eiginleikum lyfs - M03AX01

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNeuroBloc
ATC-kóðiM03AX01
Efnibotulinum toxin type B
FramleiðandiEisai Ltd.

1.HEITI LYFS

NeuroBloc 5000 ein./ml stungulyf, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml inniheldur 5000 ein. af botulínum toxíni-B.

Hvert 0,5 ml hettuglas inniheldur 2500 ein. af botulínum toxíni-B

Hvert 1,0 ml hettuglas inniheldur 5000 ein. af botulínum toxíni-B

Hvert 2,0 ml hettuglas inniheldur 10.000 ein. af botulínum toxíni-B

Framleitt í Clostridium botulinum frumum af sermisgerð B (Bean Strain).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Tær og litlaus til ljósgul lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

NeuroBloc er ætlað til meðferðar á spastískum hallinkjamma (cervical dystonia (torticollis)) hjá fullorðnum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Aðeins læknir sem hefur þekkingu á og reynslu af meðferð á spastískum hallinkjamma og notkun botulínumtoxína má gefa NeuroBloc.

Eingöngu til notkunar á sjúkrahúsum.

Skammtar

Upphafsskammtur er 10.000 ein. og skal skipta honum á milli þeirra tveggja til fjögurra vöðva sem verst eru haldnir. Upplýsingar úr klínískum rannsóknum benda til þess að virkni sé skammtaháð, en vegna lítils umfangs rannsóknanna sýndu þær ekki marktækan mun á 5000 ein. og 10.000 ein. Þess vegna má einnig íhuga 5000 ein. upphafsskammt þótt 10.000 ein. skammtur auki líkur á klínískum ávinningi.

Lyfjagjöf á að endurtaka eftir því sem þarf til að viðhalda góðri virkni og til að draga úr verkjum. Í klínískum langtímarannsóknum voru um það bil 12 vikur á milli lyfjagjafa, en það getur engu að síður verið breytilegt milli einstaklinga og hluti sjúklinga sýndi marktækan viðvarandi bata, miðað við upphafsástand, í 16 vikur eða lengur. Því skal ákveða tíðni skammta á grundvelli mats á klínísku ástandi/klínískri svörun hvers sjúklings.

Fyrir sjúklinga með skertan vöðvamassa skal stilla skammtinn að þörfum viðkomandi sjúklings.

Virkni þessa lyfs er gefin upp í NeuroBloc 5000 ein./ml. Þessar einingar eru ekki jafngildar þeim einingum sem notaðar eru til að gefa upp virkni annarra botulínumtoxínlyfja (sjá kafla 4.4).

Eldra fólk

Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir eldra fólk ≥ 65 ára.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Hins vegar benda lyfjafræðilegir eiginleikar ekki til þess að þörf sé á aðlögun skammta.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun NeuroBloc hjá börnum á aldrinum 0-18 ára. Ekki er mælt með notkun NeuroBloc fyrir börn á aldrinum 0-18 ára þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

NeuroBloc er eingöngu til inndælingar í vöðva. Þess skal sérstaklega gætt að lyfið sé ekki gefið í æð.

Upphafsskammtinum 10.000 ein. skal skipta á milli þeirra tveggja til fjögurra vöðva sem verst eru haldnir.

Til þess að hægt sé að skipta heildarskammtinum í nokkrar inndælingar má þynna NeuroBloc með natríumklóríði 9 mg/ml (0,9%) lausn til inndælingar og gefa lausnina strax. Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um þynningu lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

NeuroBloc má ekki gefa einstaklingum með þekkta tauga- og vöðvasjúkdóma (t.d. blandaða hreyfitaugahrörnun (amyotrophic lateral sclerosis) eða úttaugakvilla) eða þekkta kvilla í taugavöðvamótum (t.d. vöðvaslensfár eða Lambert-Eaton heilkenni).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Aðeins er mælt með því að NeuroBloc sé gefið í vöðva.

Öryggi notkunar NeuroBloc við öðru en samþykktri ábendingu hefur ekki verið staðfest. Þessi varnaðarorð eiga einnig við um notkun hjá börnum og allar aðrar ábendingar fyrir utan spastískan hallinkjamma. Áhættan, sem getur falið í sér dauða, getur vegið þyngra en ávinningurinn.

Mótefnamyndun

Eins og við á um mörg lífræn prótein/líftækniprótein sem notuð eru sem lyf, geta ítrekaðar gjafir NeuroBloc leitt til myndunar mótefna gegn botulínum toxíni-B hjá sumum sjúklingum. Niðurstöður þriggja klínískra langtímarannsókna á ónæmismyndun sýna að um það bil þriðjungur sjúklinga myndar mótefni, samkvæmt hlutleysingar-/verndarprófi hjá músum, en það er háð tímalengd útsetningar (sjá kafla 5.1).

Rannsókn á afleiðingum mótefnamyndunar sýndi að þó að mótefni séu til staðar er ekki þar með sagt að ekki sé um klíníska svörun að ræða og þau höfðu ekki áhrif á heildaröryggi notkunar lyfsins. Hins vegar er klínískt mikilvægi þess að mótefni séu til staðar, samkvæmt hlutleysingar-/verndarprófi hjá músum, ekki þekkt.

Sýna verður varkárni hjá sjúklingum sem eru með blæðingarsjúkdóma eða eru á blóðþynningarmeðferð.

Útbreiðsla áhrifa toxínsins

Greint hefur verið frá áhrifum á taugar og vöðva sem tengjast dreifingu toxínsins fjarri íkomustað (sjá kafla 4.8). Þar á meðal eru kyngingartregða og öndunarerfiðleikar.

Tauga- og vöðvasjúkdómar

Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með meðferðarskömmtum getur orðið vart yfirdrifins vöðvaslappleika. Sjúklingar með tauga- og vöðvasjúkdóma geta verið í aukinni hættu á að verða fyrir klínískum áhrifum sem skipta máli, þ.m.t. verulegri kyngingartregðu og öndunarbælingu, af venjulegum skömmtum af NeuroBloc (sjá kafla 4.3).

Utan klínískra rannsókna hafa borist tilkynningar um kyngingartregðu, lungnabólgu vegna ásvelgingar og/eða hugsanlega banvæna öndunarfærasjúkdóma eftir meðferð með botulínum toxíni-A/B.

Börn (ósamþykkt notkun) og sjúklingar með undirliggjandi tauga- og vöðvasjúkdóma, þ.m.t. kyngingartruflanir, eru í aukinni hættu á að fá þessar aukaverkanir. Hjá sjúklingum með tauga- og vöðvasjúkdóma eða sögu um kyngingartregðu og ásvelgingu ber einungis að nota botulínum toxín undir nánu eftirliti læknis.

Eftir meðferð með NeuroBloc ber að ráðleggja öllum sjúklingum og umönnunaraðilum að leita læknishjálpar í tilvikum þegar sjúklingur á erfitt með öndun, honum liggur við köfnun eða vart verður nýrrar eða versnandi kyngingartregðu.

Tilkynnt hefur verið um kyngingartregðu eftir að sprautað hefur verið í aðra staði en hálsvöðva.

Skortur á jafngildi milli lyfja með botulinum toxíni

Upphafsskammturinn 10.000 ein. (eða 5000 ein.) á aðeins við um NeuroBloc (botulínum toxín-B). Þessar skammtaeiningar gilda aðeins um NeuroBloc og eiga ekki við um lyfjablöndur með botulínum toxíni-A. Skammtaeiningar sem mælt er með þegar botulínum toxín-A er notað eru marktækt minni en skammtaeiningar fyrir NeuroBloc og ef gefinn er sami skammtur af botulínum toxíni-A og mælt er með fyrir NeuroBloc getur það valdið almennum eitrunum og lífshættulegum afleiðingum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Áhrif þess að gefa botulínum taugatoxín af mismunandi sermisgerð samtímis eru ekki þekkt. Í klínískum rannsóknum var NeuroBloc hins vegar gefið 16 vikum eftir innspýtingu botulínum toxíns-A.

Sýna verður varkárni ef íhugað er að gefa NeuroBloc um leið og amínóglýkósíða eða lyf sem trufla taugavöðvaboð (t.d. kurare-lík efnasambönd).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Fyrirliggjandi upplýsingar úr dýrarannsóknum á æxlun nægja ekki til að segja fyrir um áhrif lyfsins á meðgöngu og þroska fósturvísis/fósturs. Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki má nota NeuroBloc á meðgöngu nema meðferð með botulínum toxíni-B sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort botulínum toxín-B skilst út í brjóstamjólk. Útskilnaður botulínum toxíns-B í mjólk hefur ekki verið rannsakaður hjá dýrum. Ákvörðun um hvort halda skuli áfram/hætta brjóstagjöf eða halda áfram/hætta meðferð með NeuroBloc verður að taka með tilliti til gagnseminnar af brjóstagjöf fyrir barnið og gagnseminnar af meðferð með NeuroBloc fyrir konuna.

Frjósemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á frjósemi og ekki er vitað hvort NeuroBloc hefur áhrif á æxlun.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknar hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. NeuroBloc gæti skert hæfni til aksturs eða notkunar véla ef um aukaverkanir er að ræða svo sem vöðvamáttleysi og áhrif á augu (þokusýn, lokbrá).

4.8Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanirnar sem greint hefur verið frá í tengslum við meðferð með NeuroBloc voru munnþurrkur, kyngingartregða, meltingartruflanir og verkur á stungustað.

Greint hefur verið frá aukaverkunum sem tengjast dreifingu toxínsins til svæða fjarri inndælingarstaðnum: verulegt vöðvamáttleysi, kyngingartregða, mæði og lungnabólga vegna ásvelgingar sem í sumum tilvikum hefur valdið dauðsföllum (sjá kafla 4.4).

Aukaverkanir sem sáust í öllum klínískum rannsóknum eru skráðar hér á eftir samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum og í röð eftir minnkandi tíðni, sem er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar (>1/10); Algengar (>1/100 til <1/10); Sjaldgæfar (>1/1000 til <1/100).

Flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Taugakerfi

munnþurrkur,

hallinkjammi (torticollis,

 

höfuðverkur

versnun frá grunngildi),

 

 

brenglað bragðskyn

Augu

 

óskýr sjón

Öndunarfæri, brjósthol og

 

raddtruflun

miðmæti

 

 

Meltingarfæri

kyngingartregða

meltingartruflanir

Stoðkerfi og stoðvefur

 

vöðvaslen

Almennar aukaverkanir og

verkur á stungustað

hálsverkur

aukaverkanir á íkomustað

 

inflúensulík einkenni

Eins og hjá botulínum toxíni-A getur fundist raflífeðlisfræðileg taugaspenna í fjarlægum vöðum, sem ekki tengist klínískum slappleika eða öðrum raflífeðlisfræðilegum afbrigðileika.

Reynsla eftir markaðssetningu

Tilkynnt hefur verið um aukaverkanir sem tengjast því að toxínið berst fjarri íkomustað (yfirdrifinn vöðvaslappleiki, kyngingartregða, mæði, lungnabólga vegna ásvelgingar sem getur í sumum tilvikum leitt til dauða) (sjá kafla 4.4).

Einnig hefur verið tilkynnt um eftirfarandi aukaverkanir við notkun lyfsins eftir markaðssetningu: óeðlileg sjónstilling, lokbrá, uppköst, hægðatregða, flensueinkenni, þróttleysi, ofsabjúgur, útbrot, ofsakláði og kláði.

Tilkynningarnar sem liggja fyrir benda til þess að lyfið hafi verið notað hjá börnum. Tilkynningar um tilvik hjá börnum eru líklegri til að vera alvarleg (40%) miðað við tilvik hjá fullorðnum og eldra fólki (12%) mögulega vegna notkunar of stórra skammta hjá börnum (sjá kafla 4.9).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Tilkynnt hefur verið um ofskömmtunartilfelli (sum með merki um víðtæk eitrunareinkenni). Ef ofskömmtun á sér stað skal grípa til almennra stuðningsaðgerða. Skammtar sem eru allt að 15.000 ein. hafa í einstaka tilfellum valdið almennum eitrunaráhrifum, sem hafa klíníska þýðingu, hjá fullorðnum. Ef klínískur grunur leikur á sperðileitrun (botulismus) er hugsanlega þörf á að leggja viðkomandi sjúkling inn og fylgjast með öndun (byrjandi öndunarbilun).

Ef ofskömmtun kemur fyrir eða lyfinu er sprautað í vöðva sem venjulega heldur á móti spastískum hallinkjamma er möguleiki á að vöðvaspennutruflunin versni. Eins og á við um önnur botulínumtoxín lagast það af sjálfu sér eftir nokkurn tíma.

Notkun hjá börnum (lyfið er ekki ætlað til notkunar hjá börnum): Komið hafa fram altæk eituráhrif, sem hafa klíníska þýðingu, hjá börnum við skammta sem eru samþykktir fyrir fullorðna. Hættan á útbreiðslu áhrifanna er meiri en hjá fullorðnum og oftar alvarleg. Möguleg ástæða er notkun stórra skammta í þessum aldurshópi.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: vöðvaslakandi lyf, sem hafa útlæg áhrif, ATC-flokkur: M03AX01

NeuroBloc er tauga-vöðvablokkandi lyf. Verkunarháttur NeuroBloc við blokkun tauga-vöðvaboða er í þremur þrepum:

1.Utanfrumubinding toxínsins við sértæka viðtaka á hreyfitaugaendum.

2.Upptaka og losun toxínsins í frymisvökva taugaenda.

3.Hindrun á losun acetýlkólíns frá taugaendum við tauga-vöðvamót.

Þegar NeuroBloc er dælt beint í vöðva veldur það staðbundinni lömun sem gengur til baka smám saman með tímanum. Ekki er vitað hvað það er sem veldur því að lömunin gengur til baka en það getur tengst innantaugarumsetningu viðkomandi prótína og/eða nývexti taugaenda.

Fjöldi klínískra rannsókna hefur verið gerður til að meta verkun og öryggi NeuroBloc við meðferð á spastískum hallinkjamma. Þessar rannsóknir hafa sýnt virkni NeuroBloc bæði hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður og hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð með botulínum toxíni-A, þ.m.t. þeim sem voru taldir klínískt ónæmir fyrir botulínum toxíni-A.

Tvær III. stigs slembaðar, tvíblindar, fjölsetra, lyfleysusamanburðar rannsóknir voru gerðar á sjúklingum með spastískan hallinkjamma. Í báðum rannsóknunum voru fullorðnir sjúklingar ( 18 ára) sem höfðu áður fengið botulínum toxín-A. Í fyrri rannsókninni voru sjúklingar sem höfðu klínískt þol fyrir toxíni-A (A-þolnir) sem var staðfest með Frontalis prófi af A gerð. Í seinni rannsókninni voru sjúklingar sem sýndu áfram svörun við toxíni-A (A-næmir). Í fyrri rannsókninni voru sjúklingar með þol fyrir toxíni-A (A-þolnir) handahófsvaldir á lyfleysu eða 10.000 ein. af NeuroBloc og í þeirri seinni voru sjúklingar sem sýndu svörun við toxíni-A (A-næmir) handahófsvaldir á lyfleysu, 5000 ein. eða 10.000 ein. af toxíni. Lyfinu var sprautað í eitt skipti í 2-4 af eftirfarandi vöðvum: höfuðfeðming (splenius capitus), höfuðvendi (sternocleidomastoid), herðablaðslétti (levator scapulae), sjalvöðva (trapezius), hálftinging höfuðs (semispinalis capitus) og rifjalétti (scalene). Heildarskammtinum var deilt milli valinna vöðva og 1 til 5 sprautur voru gefnar í hvern vöðva sem var meðhöndlaður.

77 þátttakendur voru í fyrri rannsókninni og 109 í þeirri seinni. Fylgst var með sjúklingum í 16 vikur eftir sprautun.

Einn aðalmælikvarði á virkni var heildarstigagjöf á TWSTRS (Toronto Western Spasmodic Torticollis Rating Scale) kvarða (stigagjöf er frá 0-87) í viku 4. Hinn mælikvarðinn sem var stuðst við var s.k. sjónrænn kvarði (Visual Analogue Scales (VAS)) til að fá mat sjúklingsins og læknisins á heildarframför frá upphafi og að fjórðu viku. Á þessum mælikvörðum merkir 50 engin breyting, 0 mikil versnun og 100 mikil framför. Niðurstöður úr samanburði á frumvirkni og síðkominni virkni eru teknar saman í töflu 1. Greining á TWSTRS undirkvörðunum sýndi marktæk áhrif á verstu einkenni spastísks hallinkjamma og á þann sársauka og bæklun sem fylgir.

Tafla 1:

Virkniniðurstöður úr III. stigs NeuroBloc rannsóknum

 

RANNSÓKN 1

 

RANNSÓKN 2

 

(A-þolnir sjúklingar)

(A-næmir sjúklingar)

Próf

Lyfleysa

10.000 ein

Lyfleysa

 

5000 ein

10.000 ein

 

n = 38

n = 39

n = 36

 

n = 36

n = 37

TWSTRS-Alls

 

 

 

 

 

 

Meðaltal við grunnlínu

51,2

52,8

43,6

 

46,4

46,9

Meðaltal í viku 4

49,2

41,8

39,3

 

37,1

35,2

Breyting frá grunnlínu

-2,0

-11,1

-4,3

 

-9,3

-11,7

P-gildi*

 

0,0001

 

 

0,0115

0,0004

Sjúklingur-alls

 

 

 

 

 

 

Meðaltal í viku 4

39,5

60,2

43,6

 

60,6

64,6

P-gildi*

 

0,0001

 

 

0,0010

0,0001

Læknir-alls

 

 

 

 

 

 

Meðaltal í viku 4

47,9

60,6

52,0

 

65,3

64,2

P-gildi*

 

0,0001

 

 

0,0011

0,0038

* Greining á samviki, tveggja hendinga próf, = 0,05

Önnur slembiröðuð, fjölsetra, tvíblind rannsókn var gerð til að bera saman verkun NeuroBloc (10.000 ein.) og botulínum toxíns-A (150 ein.) á sjúklinga með spastískan hallinkjamma, sem höfðu aldrei áður fengið lyf með botulínum toxíni. Grundvallarmat á verkun var heildarstigagjöf á TWSTRS-kvarða, en annað mat á verkun var mat á breytingu af hálfu sjúklings og rannsóknarlæknis samkvæmt VAS kvarða, sem gert var 4, 8 og 12 vikum eftir meðferð. Fyrirfram skilgreindum skilyrðum fyrir því að NeuroBloc væri ekki síðra (non-inferior) en botulínum toxín-A var náð í rannsókninni, annars vegar með tilliti til meðalgilda heildarstigagjafar TWSTRS 4 vikum eftir fyrstu og aðra meðferðarlotu og hins vegar með tilliti til tímalengdar verkunarinnar.

Greining á hlutfalli sjúklinga sem svaraði meðferð styður einnig þá niðurstöðu að NeuroBloc sé í engu síðra en botulínum toxín-A, en svipað hundraðshlutfall sjúklinga sýndi batamerki í TWSTRS-stigagjöf í 4. viku 1. lotu (86% NeuroBloc og 85% Botox) og hjá svipuðu hlutfalli einstaklinga varð að minnsta kosti 20% lækkun frá grunngildi í TWSTRS-stigagjöf í 4. viku

1. lotu (51% NeuroBloc, 47% Botox).

Frekari klínískar rannsóknir og opin eftirfylgni hafa sýnt að einstaklingar geta haldið áfram að svara meðferð með NeuroBloc í langan tíma, en sumir sjúklingar hafa fengið meira en

14 meðferðarlotur á meira en 3,5 ára tímabili. Til viðbótar aukinnar virkni einstaklingsins, sem fram kemur með lækkun á heildarstigagjöf á TWSTRS-kvarða, hefur meðferð með NeuroBloc tengst marktækri fækkun sársaukastiga á TWRST-sársaukakvarðanum og VAS kvarðanum, í 4., 8. og 12. viku hverrar meðferðarlotu miðað við upphaf meðferðar. Í þessum rannsóknum var tímalengd á milli skammta um það bil 12 vikur.

Ónæmismyndun af völdum NeuroBloc hefur verið metin í tveimur klínískum rannsóknum og opinni framhaldsrannsókn. Verndarpróf hjá músum (einnig nefnt hlutleysingarpróf hjá músum (Mouse Neutralization Assay, MNA) var notað til að meta hvort mótefni væru til staðar.

Niðurstöður þriggja klínískra langtímarannsókna á ónæmismyndun sýna að um það bil þriðjungur sjúklinga myndar mótefni, samkvæmt hlutleysingar-/verndarprófi hjá músum, en það er háð tímalengd útsetningar. Nánar tiltekið sýndu þessar rannsóknir að um það bil 19-25% mynduðu mótefni innan 18 mánaða frá upphafi meðferðar og það jókst í 33-44% með allt að 45 mánaða meðferð. Rannsókn á afleiðingum mótefnamyndunar sýndi að þó að mótefni séu til staðar er ekki þar með sagt að ekki sé um klíníska svörun að ræða og engin áhrif komu fram á heildaröryggi notkunar lyfsins. Hins vegar er klínískt mikilvægi þess að mótefni séu til staðar, eins og það er ákvarðað með hlutleysingar-/verndarprófi hjá músum, ekki þekkt.

Magn mótefna sem myndaðist og tímalengd fram að mótefnamyndun var svipuð hjá sjúklingum sem áður höfðu fengið meðferð með toxíni-A og þeim sem ekki höfðu fengið meðferð með toxíni-A sem og hjá þeim sem voru ónæmir fyrir toxíni-A og þeim sem voru næmir fyrir toxíni-A.

5.2Lyfjahvörf

NeuroBloc sem gefið er í vöðva veldur staðbundnum vöðvaslappleika með efnafræðilegri aftaugun. Í 12% tilvika um aukaverkanir eftir staðbundna gjöf NeuroBloc í vöðva sem tilkynnt hefur verið um eftir markaðssetningu lyfsins komu fram alvarlegar aukaverkanir sem gætu hafa stafað af almennum verkunum af botulínum toxíni-B (þ. á m. munnþurrkur, kyngingartregða og þokusýn). Hins vegar hafa ekki verið gerðar rannsóknir á lyfjahvörfum, frásogi, dreifingu, umbroti og útskilnaði.

5.3Forklínískar upplýsingar

Stakskammtarannsóknir á cynomolgusöpum sýndu engin önnur áhrif en þá skammtaháðu lömun sem búist var við í vöðvum sem sprautað var í ásamt einhverri dreifingu toxíns þegar skammtar voru stórir, sem hafði svipuð áhrif á nálæga vöðva, sem ekki var sprautað í.

Stakskammtarannsóknir á eituráhrifum í vöðva voru gerðar á cynomolgusöpum. NOEL-stigið (engin greinanleg áhrif) reyndist vera um 960 ein./kg. Banvænn skammtur var 2400 ein./kg.

Vegna eðlis lyfsins hafa engar rannsóknir verið gerðar á dýrum til að komast að því hvort NeuroBloc sé krabbameinsvaldandi. Staðalprófanir til að rannsaka hvort NeuroBloc valdi stökkbreytingum hafa ekki verið gerðar.

Þroskarannsóknir í rottum og kanínum benda ekki til neinna vanskapandi áhrifa eða breytinga á frjósemi. Í þroskarannsóknum á rottum voru mörk um engin skaðleg áhrif (NOAEL) 1000 ein./kg/dag fyrir áhrif á móður og 3000 ein./kg/dag fyrir áhrif á fóstur. Í kanínum voru mörk um engin skaðleg áhrif (NOAEL, No Observed Adverse Effect Dose Level) 0,1 ein./kg/dag fyrir áhrif á móður og

0,3 ein./kg/dag fyrir áhrif á fóstur. Í rannsóknum á frjósemi voru mörk um engin skaðleg áhrif (NOAEL) 300 ein./kg/dag fyrir almenn eituráhrif á bæði karldýr og kvendýr og 1000 ein./kg/dag fyrir frjósemi og æxlunargetu.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Tvínatríum succinat

Natríumklóríð

Albúmín úr sermi manna

Saltsýra (til að stilla sýrustig – pH)

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

5 ár, í söluumbúðum.

Þynnt lyf skal nota strax (sjá kafla 4.2 og kafla 6.6).

Frá örverufræðilegu sjónarmiði, að því undanskildu að opnunar-/þynningaraðferð útiloki hættu á örverumengun, ber að nota lyfið samstundis.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2oC - 8oC).

Má ekki frjósa.

Geymið ílátið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Innan fyrningardagsetningarinnar má taka lyfið úr kæli í eitt skipti í allt að 3 mánuði og geyma það við hita sem fer ekki yfir 25°C, án þess að setja það aftur í kæli. Að þeim tíma liðnum má ekki setja lyfið aftur í kæli heldur verður að fleygja því.

Geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

0,5 ml, 1 ml eða 2 ml af lausn í 3,5 ml hettuglasi af glergerð I með sílikonhúðuðum bútýlgúmmítappa innsigluðum með bylgjuáli.

Pakkningastærð: 1 hettuglas.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

NeuroBloc er afgreitt í einnota hettuglösum.

Lyfið er tilbúið til notkunar og ekki er þörf fyrir blöndun. Má ekki hrista.

Til þess að hægt sé að skipta skammtinum í nokkrar inndælingar má þynna NeuroBloc með natríumklóríði 9 mg/ml (0,9%) lausn til inndælingar (sjá kafla 4.2). Þynna skal lyfið með natríumklóríði í sprautu, með því að draga NeuroBloc skammtinn fyrst upp í sprautuna og bæta síðan natríumklóríði í sprautuna. Í forklínískum rannsóknum hefur NeuroBloc lausn verið þynnt allt að 6-falt án nokkurra breytinga á virkni. Þegar lyfið hefur verið þynnt verður að nota það strax þar sem lausnin inniheldur engin rotvarnarefni.

Ónotaða lausn, öll hettuglös með fyrndu NeuroBloc sem og búnaði sem notaður hefur verið til lyfjagjafar skal farga með varúð sem hættulegum lífrænum úrgangi í samræmi við gildandi reglur. Skoða skal hettuglösin fyrir notkun. Ef NeuroBloc lausnin er ekki tær og litlaus/ljósgul eða ef hettuglasið virðist skemmt, skal ekki nota lyfið heldur farga því sem hættulegum lífrænum úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Ef lyfið hellist niður skal hreinsa eitrið með 10% ætandi lausn eða natríumhýpóklórítlausn (heimilisklórbleikiefni – 2 ml (0,5%): 1 lítri vatn). Notið gúmmíhanska og hreinsið vökvann upp með viðeigandi ísogsefni og hendið því í sæfingarpoka og farið með sem hættulegan lífrænan úrgang í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Eisai Limited

European Knowledge Centre

Mosquito Way

Hatfield

Hertfordshire

AL10 9SN

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/00/166/001 – 2500 ein.

EU/1/00/166/002 – 5000 ein.

EU/1/00/166/003 – 10.000 ein.

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 22. janúar 2001

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf