Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Osseor (strontium ranelate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - M05BX03

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsOsseor
ATC-kóðiM05BX03
Efnistrontium ranelate
FramleiðandiLes Laboratoires Servier

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

OSSEOR 2 g mixtúrukyrni, dreifa.

2.INNIHALDSLÝSING

Íhverjum skammtapoka eru 2 g af strontíumranelati.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver poki inniheldur einnig 20 mg af aspartam (E951).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Mixtúrukyrni, dreifa

Gult kyrni

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við alvarlegri beinþynningu:

-hjá konum eftir tíðahvörf

-hjá fullorðnum körlum

sem eru í mikilli hættu á beinbrotum og þar sem meðferð með öðrum lyfjum sem samþykkt eru til meðferðar við beinþynningu er ekki möguleg, t.d. vegna frábendinga eða óþols. Strontíumranelat dregur úr hættu á hryggjar- og mjaðmabrotum hjá konum eftir tíðahvörf (sjá kafla 5.1).

Ákvörðun um að ávísa strontíumranelati á að byggja á mati á heildaráhættu viðkomandi sjúklings (sjá kafla 4.3 og 4.4).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Eingöngu læknar með reynslu af meðferð við beinþynningu eiga að hefja meðferð.

Skammtar

Ráðlagður skammtur er einn 2 g skammtapoki einu sinni á dag til inntöku.

Vegna eðlis sjúkdómsins er strontíumranelat ætlað til langtímanotkunar.

Matur, mjólk og mjólkurafurðir draga úr frásogi strontíumranelats og því ætti að gefa OSSEOR á milli máltíða. Vegna þess hve hægt frásogið er ætti að taka OSSEOR fyrir háttinn, helst að minnsta kosti tveimur klst. eftir málsverð (sjá kafla 4.5 og 5.2).

Sjúklingar sem fá meðferð með strontíumranelati ættu að fá D-vítamín- og kalkuppbót nema mataræði geri slíkt óþarft.

Aldraðir

Verkun og öryggi strontíumranelats hefur verið sannreynt á breiðu aldursbili (allt að 100 ára í upphafi þátttöku í rannsókn) fullorðinna karla og kvenna eftir tíðahvörf með beinþynningu. Ekki þarf að laga skammta að aldri.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er mælt með notkun strontíumranelats handa sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (úthreinsun kreatíníns innan við 30 ml/mín) (sjá kafla 4.4 og 5.2). Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi (úthreinsun kreatíníns 30-70 ml/mín.) (sjá kafla 4.4. og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta fyrir sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun OSSEOR hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf Til inntöku.

Kyrnið í pokunum verður að taka inn sem dreifu í glasi af vatni sem inniheldur að minnsta kosti 30 ml (um það bil einn þriðji af venjulegu glasi) af vatni. Þó að rannsóknir á lyfinu eftir blöndun hafi sýnt að strontíumranelat er stöðugt í dreifu í 24 klst. eftir blöndun, að drekka dreifuna strax eftir blöndun.

4.3

Frábendingar

-

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-

Bláæðasegarek eða saga um slíkt, þ.m.t. segamyndun í djúpbláæðum og lungnasegarek.

-

Tímabundin eða viðvarandi kyrrsetning, svo sem í kjölfar skurðaðgerðar eða vegna langvinnrar

 

rúmlegu.

-

Staðfestur blóðþurrðarsjúkdómur í hjartavöðva, útlægur slagæðakvilli og/eða kvilli í heilaæðum

 

eða saga um slíka sjúkdóma.

-

Ómeðhöndlaður háþrýstingur.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Blóðþurrð í hjartavöðva

Í samsöfnuðum gögnum úr slembiröðuðum rannsóknum með samanburði við lyfleysu hjá sjúklingum með beinþynningu eftir tíðahvörf hefur sést marktæk aukning á tíðni hjartadreps (myocardial infarction) hjá sjúklingum sem fengu OSSEOR, borið saman við sjúklinga sem fengu lyfleysu (sjá kafla 4.8).

Meta á sjúklinga með tilliti til hættu á hjarta- og æðakvillum áður en meðferð hefst og reglulega meðan á henni stendur.

Ekki á að meðhöndla sjúklinga með verulega áhættuþætti vegna hjarta- og æðakvilla (t.d. háþrýsting, blóðfituhækkun, sykursýki, reykingar) með strontíumranelati nema að vel athuguðu máli (sjá kafla 4.3 og 4.8).

Meta á áhættuþætti vegna hjarta- og æðakvilla reglulega meðan á meðferð með OSSEOR stendur, yfirleitt á 6 til 12 mánaða fresti.

Hætta á meðferð ef fram kemur blóðþurrðarkvilli í hjartavöðva, útlægur slagæðakvilli, kvilli í heilaæðum eða ef ekki næst stjórn á háþrýstingi (sjá kafla 4.3).

Bláæðasegarek

Í III. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysu tengdist meðferð með strontíumranelati aukinni tíðni bláæðasegareks á ársgrundvelli, þar með talið lungnablóðrek (sjá kafla 4.8). Orsök þessa er óþekkt. Ekki má nota OSSEOR hjá sjúklingum með sögu um bláæðasegarek (sjá kafla 4.3) og ber að gæta varúðar við notkun lyfsins hjá sjúklingum sem eiga á hættu að fá bláæðasegarek.

Við meðhöndlun sjúklinga eldri en 80 ára, sem eiga á hættu að fá bláæðasegarek, á að endurmeta þörf fyrir áframhaldandi meðferð með OSSEOR. Hætta á meðferð með OSSEOR eins fljótt og kostur er ef upp koma veikindi eða annað ástand sem leiðir til kyrrsetningar (sjá kafla 4.3) og gera viðeigandi fyrirbyggjandi ráðstafanir. Ekki á að hefja meðferð á ný fyrr en ástandið sem olli því að meðferð var hætt hefur batnað og sjúklingurinn hefur endurheimt fullan hreyfanleika. Ef vart verður við bláæðasegarek á að hætta meðferð með OSSEOR.

Notkun fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi

Vegna þess að ekki eru til gögn um öryggi hvað varðar bein hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi sem fá strontíumranelat, er ekki mælt með notkun OSSEOR handa sjúklingum með kreatínín úthreinsun undir 30 ml/mín (sjá kafla 5.2). Í samræmi við góða starfshætti læknisfræðinnar er mælt með reglulegu mati á nýrnastarfsemi hjá sjúklingum með langvarandi skerta nýrnastarfsemi. Framhald meðferðar með OSSEOR hjá sjúklingum sem fá alvarlega skerta nýrnastarfsemi skal íhuga einstaklingsbundið.

Húð

Tilkynnt hefur verið um lífshættuleg húðviðbrögð (Stevens-Johnson heilkenni (Stevens-Johnson heilkenni; SJS), eitrunardreplos húðþekju (toxic epidermal necrolysis; TEN) og ofnæmisútbrot með eósínfíklafjöld og almennum einkennum (drug rash with eosinophilia and systemic symptoms; DRESS) við notkun OSSEOR.

Upplýsa á sjúklinga um þessi einkenni og fylgjast vel með þeim með tilliti til húðviðbragða. Mest hætta er á að Stevens-Johnson heilkenni eða drep í húðþekju komi upp á fyrstu vikum meðferðar, en ef ofnæmisútbrot með eósínfíklafjöld og almennum einkennum (DRESS) kemur upp gerist það yfirleitt eftir 3-6 vikur.

Ef einkenni Stevens-Johnsons heilkennis eða eitrunardreplos húðþekju (t.d. versnandi húðútbrot, oft með blöðrum eða sárum á slímhúð) eða ofnæmisútbrot með eósínfíklafjöld og almennum einkennum (t.d. útbrot, hiti, eósínfíklafjöld og altæk áhrif (t.d. eitlastækkun, lifrarbólga, millivefsbólga í nýrum, millivefsbólga í lungum)) eru til staðar á að hætta meðferð með OSSEOR tafarlaust.

Bestur árangur næst í meðhöndlun Stevens-Johnson heilkenni, eitrunardreplos húðþekju eða DRESS ef ástandið er greint snemma og notkun lyfja sem gætu valdið því hætt tafarlaust. Betri batahorfur tengjast því að hætta notkun lyfsins fljótt. DRESS batnar yfirleitt þegar notkun OSSEOR er hætt og gjöf barkstera hafin, ef það reynist nauðsynlegt. Bati getur verið hægur og í einstaka tilfellum hefur verið tilkynnt um að sjúkdómurinn hafi blossað upp aftur þegar gjöf barkstera var hætt.

Ef sjúklingur hefur fengið Stevens-Johnson heilkenni, eitrunardreplos húðþekju eða DRESS við notkun OSSEOR má aldrei gefa honum OSSEOR aftur.

Mjög sjaldan hefur verið tilkynnt um ofnæmisviðbrögð þar með talin útbrot í húð, Stevens-Johnson heilkenni (SJS) eða eitrunardreplos húðþekju (Toxic epidermal necrolysis (TEN)) hjá sjúklingum af asískum uppruna(sjá kafla 4.8).

HLA-A*33:03 og HLA-B*58:01 genasamsætur hafa verið skilgreindar sem mögulegir erfðafræðilegir áhættuþættir fyrir Steven-Johnson heilkenni eða eitrunardreplos húðþekju í tengslum við notkun strontíumranelats hjá kínverskum sjúklingum í afturvirkri tilfellaviðmiðaðri (case control) lyfjaerfðafræðilegri rannsókn. Ef mögulegt er ætti að íhuga að skima fyrir HLA-A*33:03 og HLA- B*58:01 genasamsætum áður en hafin er meðferð með OSSEOR hjá kínverskum sjúklingum. Ef próf eru jákvæð fyrir annarri eða báðum genasamsætunum skal ekki hefja meðferð með OSSEOR. Ef genasamsæturnar eru ekki til staðar við arfgerðargreiningu útilokar það hinsvegar ekki að Steven- Johnson heilkenni eða eitrunardreplos húðþekju geti komið fram.

Áhrif á rannsóknarpróf

Strontíum hefur áhrif á litgreiningaraðferðir til mælinga á þéttni kalks í blóði og þvagi. Þess vegna skal nota atómútgeislunarmælingu í plasma (inductively coupled plasma atomic emission spectrometry) eða atómgleypnimælingu (atomic absorption spectrometry) til að tryggja nákvæmt mat á þéttni kalks í blóði og þvagi.

Hjálparefni

OSSEOR inniheldur aspartam, fenýlalaníngjafa sem getur verið skaðlegur fólki með fenýlketónmigu.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Matur, mjólk og mjólkurafurðir, svo og lyf sem innihalda kalsíum, geta dregið úr aðgengi strontíum- ranelats um u.þ.b. 60-70%. Því ættu að minnsta kosti tvær klukkustundir að líða á milli notkunar OSSEOR og framangreinds (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Vegna þess að tvígildar katjónir geta myndað fléttur (complexes) í meltingarvegi með sýklalyfjum af flokki tetrasýklína (t.d. doxycyclin) og kínólóna (t.d. ciprofloxacin) til inntöku og þar með dregið úr frásogi þeirra, er ekki mælt með að strontíumranelat sé gefið samtímis þessum lyfjum. Til öryggis ætti að hætta meðferð með OSSEOR meðan á meðferð með sýklalyfjum af flokki tetrasýklína og kínólóna stendur.

Klínísk milliverkanarannsókn in vivo sýndi að ál- og magnesíumhýdroxíð sem gefið er tveimur klst. fyrir eða samtímis strontíumranelati dró lítið eitt úr frásogi strontíumranelats (20-25% minnkun AUC) en frásog hélst svo til óbreytt þegar sýrubindandi lyfið var gefið tveimur klst. á eftir strontíumranelati. Því er æskilegt að taka sýrubindandi lyf að minnsta kosti tveimur klst. á eftir OSSEOR. Hins vegar er samtímis notkun ásættanleg þegar skömmtun er óhentug þar sem mælt er með notkun OSSEOR á háttatíma.

Engar milliverkanir komu fram þegar D-vítamínuppbót var gefin með inntöku.

Klínískar rannsóknir hafa ekki gefið til kynna neinar milliverkanir eða marktæka hækkun á þéttni strontíums í blóði við samhliða notkun lyfja sem gera má ráð fyrir að oft séu notuð samhliða OSSEOR hjá markhópnum. Um var að ræða: Bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (þar á meðal asetýlsalisýlsýra), anílíð (t.d. parasetamól), H2 blokkar og prótónpumpuhemlar, þvagræsilyf, dígoxín og hjartaglýkósíðar, lífræn nítröt og önnur æðavíkkandi lyf við hjartasjúkdómum, kalsíumgangalokar, betablokkar, ACE hemlar, angiotensín II blokkar, sértækir beta-2 adrenvirkir örvar, segavarnarlyf til inntöku, lyf sem hamla samloðun blóðflagna, statín, fíbröt og benzódíazepínafleiður.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun strontíumranelats á meðgöngu.

Við stóra skammta hafa dýrarannsóknir sýnt afturkræf áhrif á bein hjá afkvæmum rottna og kanína sem fengu meðferð á meðgöngu (sjá kafla 5.3). Ef OSSEOR er óvart notað á meðgöngu skal hætta meðferðinni.

Brjóstagjöf

Eðlisefnafræðilegar upplýsingar benda til þess að strontíumranelat skiljist út í brjóstamjólk. Ekki á að nota OSSEOR á meðan brjóstagjöf stendur.

Frjósemi

Dýrarannsóknir sýndu ekki fram á áhrif á frjósemi karl- og kvendýra.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Strontíumranelat hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

OSSEOR hefur verið rannsakað í klínískum rannsóknum með rúmlega 8.000 þátttakendum. Öryggi til langs tíma hefur verið metið hjá konum eftir tíðahvörf sem eru með beinþynningu og hafa fengið meðferð í allt að 60 mánuði með strontíumranelati 2 g/dag (n = 3.352) eða lyfleysu (n = 3.317) í

III. stigs rannsóknum. Meðalaldur var 75 ár í upphafi þátttöku í rannsókn og 23% sjúklinga sem þátt tóku voru á aldrinum 80 til 100 ára.

Algengustu aukaverkanir í samantektargreiningu á slembuðum samanburðarrannsóknum við lyfleysu hjá sjúklingum með beinþynningu eftir tíðahvörf voru ógleði og niðurgangur sem var yfirleitt tilkynnt um í upphafi meðferðar síðar var ekki greinanlegur munur á milli hópa. Ógleði var helsta ástæða þess að meðferð var hætt.

Enginn munur var á eðli aukaverkana á milli meðferðarhópanna óháð því hvort sjúklingar voru yfir eða undir 80 ára aldri þegar þeir hófu þátttöku í rannsókn.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirfarandi aukaverkanir hafa verið tilkynntar í klínískum rannsóknum og/eða við notkun strontíumranelats eftir markaðssetningu lyfsins.

Aukaverkanir eru taldar upp hér á eftir á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffæraflokkur

Tíðni

Aukaverkun

Blóð og eitlar

Sjaldgæfar

Eitlastækkun (í tengslum við

 

 

ofnæmisviðbrögð í húð)

 

Mjög sjaldgæfar

Beinmergsbilun#

 

 

Eósínfíklafjöld (í tengslum við

 

 

ofnæmisviðbrögð í húð)

Efnaskipti og næring

Algengar

Kólesterólhækkun

Geðræn vandamál

Algengar

Svefnleysi

 

Sjaldgæfar

Rugl

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

 

 

Truflanir á meðvitund

 

 

Minnisleysi

 

 

Sundl

 

 

Náladofi

 

Sjaldgæfar

Flog

Eyru og völundarhús

Algengar

Svimi

Hjarta

Algengar

Hjartadrep (myocardial infarction)

Æðar

Algengar

Bláæðasegarek

Öndunarfæri, brjósthol og

Algengar

Berkjuauðreitni

miðmæti

 

 

Meltingarfæri

Algengar

Ógleði

 

 

Niðurgangur og linar hægðir

 

 

Uppköst

 

 

Kviðverkur

 

 

Verkur í meltingarvegi

 

 

Vélindabakflæði

 

 

Meltingartruflanir

 

 

Hægðatregða

 

 

Vindgangur

 

Sjaldgæfar

Erting í munnslímhúð (munnbólga og/eða

 

 

sár í munni)

 

 

Munnþurrkur

Lifur og gall

Algengar

Lifrarbólga

 

Sjaldgæfar

Hækkuð gildi transamínasa (í tengslum við

 

 

ofnæmisviðbrögð í húð)

Húð og undirhúð

Mjög algengar

Ofnæmisviðbrögð í húð (útbrot, kláði,

 

 

ofsakláði, ofsabjúgur)§

 

Algengar

Exem

 

Sjaldgæfar

Húðbólga

 

 

Hárlos

 

 

 

Mjög sjaldgæfar

DRESS (sjá kafla 4.4) #

 

Koma örsjaldan fyrir

Alvarlegar aukaverkanir á húð: Stevens-

 

 

Johnson heilkenni og drep í húðþekju* (sjá

 

 

kafla 4.4) #

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar

Stoðkerfisverkir (vöðvakrampar,

 

 

vöðvaverkir, beinverkir, liðverkir og verkir í

 

 

útlimum)§

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Bjúgur á útlimum

aukaverkanir á íkomustað

Sjaldgæfar

Sótthiti (í tengslum við ofnæmisviðbrögð í

 

 

húð)

 

 

Lasleiki

Rannsóknaniðurstöður

Algengar

Hækkaður kreatínkínasi í blóðia

§ Tíðni var svipuð hjá þeim sem fengu lyfið og þeim sem fengu lyfleysu í klínískum rannsóknum. * Mjög sjaldgæf aukaverkun í Asíu

# Fyrir aukaverkanir sem ekki komu fram í klínískum rannsóknum eru efri mörk 95% öryggisbilsins ekki hærri en 3/X, þar sem X er heildarstærð þýðisins í öllum klínískum rannsóknum sem máli skipta. a Magn frá beinagrindarvöðvum >3 sinnum efri mörk viðmiðunargilda. Í flestum tilfellum gengu þessi gildi til baka af sjálfu sér án breytingar á meðferð.

Lýsing valinna aukaverkana

Bláæðasegarek

Í III stigs rannsóknum var tíðni bláæðasegareks á ársgrundvelli á 5 ára tímabili u.þ.b. 0,7%, með hlutfallslegri áhættu 1,4 (95% CI = [1,0 ; 2,0]) hjá sjúklingum sem fá meðferð með strontíumranelati samanborið við lyfleysuhópinn (sjá kafla 4.4).

Hjartadrep (myocardial infarction)

Í samsöfnuðum gögnum úr slembiröðuðum rannsóknum með samanburði við lyfleysu hjá sjúklingum með beinþynningu eftir tíðahvörf hefur sést marktæk aukning á tíðni hjartadreps (myocardial infarction) hjá sjúklingum sem fengu strontíumranelat, borið saman við sjúklinga sem fengu lyfleysu (1,7% borið saman við 1,1%), hlutfallsleg áhætta er 1,6 (95% öryggismörk = [1,07; 2,38]).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Klínísk rannsókn sem gerð var til að kanna endurtekna gjöf 4 g af strontíumranelati á dag í 25 daga sýndi að heilbrigðar konur eftir tíðahvörf þoldu lyfið vel. Einstakir skammtar allt að 11 g, sem gefnir voru heilbrigðum kvenkyns sjálfboðaliðum, ollu ekki neinum sérstökum einkennum.

Meðhöndlun

Eftir ofskömmtun í klínískum rannsóknum (allt að 4 g/dag í mest 147 daga) komu ekki fram nein atvik sem skipta klínísku máli.

Gagnlegt getur verið að gefa mjólk eða sýrubindandi lyf til að draga úr frásogi virka innihaldsefnisins. Ef mikil ofskömmtun á sér stað má íhuga að framkalla uppköst til að fjarlægja virkt efni sem ekki hefur frásogast.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við sjúkdómum í beinum - önnur lyf, sem hafa áhrif á beinmyndun, ATC flokkur: M05BX03.

Verkunarháttur

Strontíumranelat in vitro:

-eykur beinmyndun í beinvefsræktun svo og fjölgun beinkímforfrumna og nýmyndun kollagens í beinfrumuræktun.

-dregur úr beineyðingu með því að hægja á umbreytingu í fullþroska beinætur og með því að

draga úr beineyðandi verkun beinæta.

Þetta leiðir til þess að beinamyndun gerir meira en að hafa undan beinþynningunni.

Virkni strontíumranelats var rannsökuð í ýmsum líkönum sem ekki voru klínísk. Einkum jók strontíumranelat bjálkabeinvefsmassa hjá óbreyttum (intact) rottum, sem og fjölda og þykkt bjálka. Þetta hefur í för með sér aukinn styrk beina.

Í beinvef dýra og manna sem fá meðferð er ásogað strontíum aðallega á kristallayfirborði og kemur aðeins að litlu leyti í staðinn fyrir kalk í apatít-kristalli nýmyndaðs beins. Strontíumranelat breytir ekki eiginleikum beinkristallsins. Í III. stigs rannsóknum komu ekki fram skaðleg áhrif á beingæði eða steinefnaútfellingu í vefjasýnum úr mjaðmarspaða sem tekin voru eftir allt að 60 mánaða meðferð með strontíumranelati 2 g/dag.

Samanlögð áhrif strontíumdreifingar í beini (sjá kafla 5.2) og aukin röntgengeislagleypni strontíums miðað við kalk leiðir til þess að beinþéttni (bone mineral density [BMD]) mælist meiri í DXA (dual- photon X-ray absorptiometry). Fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að þessir þættir valdi u.þ.b. 50% af mælanlegri breytingu á BMD eftir 3 ára meðferð með OSSEOR 2 g/dag. Þetta ætti að hafa í huga við túlkun á breytingum á BMD meðan á meðferð með OSSEOR stendur. Í III. stigs rannsóknum sem sýndu fram á virkni OSSEOR til að koma í veg fyrir beinbrot, hækkaði meðaltal BMD, miðað við upphafsgildi, við notkun OSSEOR, um u.þ.b. 4% á ári í lendahluta hryggjar og um 2% á ári í lærleggshálsi, og náði 13% til 15% í fyrra tilvikinu og 5% til 6% í því seinna eftir 3 ár, eftir rannsóknum.

Í III. stigs rannsóknum, með samanburði við lyfleysu, hækkuðu lífefnafræðilegar breytur á beinmyndun (alkalískur fosfatasi frá beinum og C-terminal forpetíð af gerð I forkollagen) og gildi beinætingar (C-telopeptíð í sermi og N-telopeptíð víxltengi í þvagi) minnkuðu frá þriðja meðferðarmánuði í allt að 3 ár.

Auk lyfjafræðilegra áhrifa strontíumranelats kom fram smávægileg lækkun á sermisþéttni kalks og kalkkirtlahormóns (PTH), hækkun fosfórs í blóði og heildarvirkni alkalísks fosfatasa, án þess að þetta hefði nokkra sjáanlega klíníska afleiðingu.

Verkun

Beinþynning er skilgreind sem BMD í hrygg eða mjöðm, 2,5 SD eða minna en meðalgildi hjá heilbrigðu ungu fólki. Fjöldi áhættuþátta tengist beinþynningu eftir tíðahvörf, þar á meðal lítill beinmassi, lág BMD í beinum, snemmkomin tíðahvörf, saga um reykingar og fjölskyldusaga um beinþynningu. Klínískar afleiðingar beinþynningar eru beinbrot. Hætta á beinbrotum eykst með fjölda áhættuþátta.

Meðferð við beinþynningu eftir tíðahvörf:

Rannsóknaráætlun OSSEOR hvað varðar fyrirbyggjandi verkun gegn beinbrotum samanstóð af tveimur III. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysu: SOTI rannsókn og TROPOS rannsókn. SOTI náði til 1.649 kvenna eftir tíðahvörf með staðfesta beinþynningu (lágt BMD á lendasvæði og algeng hryggjarliðabrot) og meðalaldur 70 ára. TROPOS náði til 5.091 konu sem komin var yfir tíðahvörf og var með beinþynningu (lág BMD í lærleggshálsi og beinbrot voru algeng hjá yfir helmingi þeirra) og meðalaldur 77 ára. Samanlagt náðu SOTI og TROPOS til 1.556 sjúklinga yfir 80 ára aldri við upphaf þátttöku í rannsókn (23,1% af rannsóknarþýðinu). Auk meðferðar (2 g/dag af strontíumranelati eða lyfleysu) fengu sjúklingarnir kalk- og D-vítamínuppbót við hæfi í báðum rannsóknunum.

OSSEOR minnkaði hlutfallslega hættu á nýju hryggjarliðabroti um rúmlega 41% á þeim 3 árum sem SOTI rannsóknin stóð yfir (Tafla 1). Áhrifin voru marktæk allt frá fyrsta ári. Sýnt var fram á sambærilegan ávinning hjá konum sem í upphafi rannsóknar áttu fleiri en eitt beinbrot að baki. Með tilliti til klínískra hryggjarliðabrota (skilgreind sem beinbrot sem tengjast bakverkjum og/eða líkamshæðartapi um a.m.k. 1 cm) minnkaði hlutfallsleg áhætta um 38%. OSSEOR fækkaði einnig sjúklingum með líkamshæðartap um a.m.k. 1 cm samanborið við lyfleysu. Lífsgæðamat samkvæmt sérstökum QUALIOST kvarða og skor eigin mats á almennu heilsufari á almenna SF36 kvarðanum, sýndi ávinning meðferðar með OSSEOR samanborið við lyfleysu.

Verkun OSSEOR í þá veru að draga úr hættu á nýjum hryggjarliðabrotum var staðfest í TROPOS rannsókninni, þar með talið fyrir sjúklinga með beinþynningu sem höfðu í upphafi ekki orðið fyrir beinbroti vegna beinþynningar.

Tafla 1: Tíðni sjúklinga með hryggjarliðabrot og hlutfallsleg minnkun áhættu

Rannsókn

Lyfleysa

OSSEOR

Hlutfallsleg minnkun áhættu samanborið

 

við lyfleysu (95%CI), p gildi

 

 

 

SOTI

N = 723

N = 719

 

Ný hryggjarliðabrot á 3 árum

32,8%

20,9%

41% (27-52), p<0,001

Ný hryggjarliðabrot á fyrsta

11,8%

6,1%

49% (26-64), p<0,001

árinu

 

 

 

Ný klínísk hryggjarliðabrot á

17,4%

11,3%

38% (17-53), p<0,001

3 árum

 

 

 

 

 

 

 

TROPOS

N = 1823

N = 1817

 

Ný hryggjarliðabrot á 3 árum

20,0%

12,5%

39% (27-49), p<0,001

Hjá sjúklingum yfir 80 ára aldri við upphaf þátttöku í rannsókn sýndi samantektargreining á SOTI og TROPOS rannsóknunum að OSSEOR minnkaði hlutfallslega hættu á nýjum hryggjarliðabrotum um 32% á 3 árum (tíðni nýrra hryggjarliðabrota 19,1% með strontíumranelati samanborið 26,5% fyrir lyfleysu).

Í a-posteriori greiningu sjúklinga úr sameinuðum SOTI og TROPOS rannsóknunum með upphafsgildi BMD fyrir hryggjarliði á lendasvæðinu og/eða lærleggsháls, á beinþynningarbilinu og ekki með algeng beinbrot en með að minnsta kosti einn viðbótar áhættuþátt beinbrots (N = 176), dró OSSEOR úr hættu á fyrsta hryggjarliðabroti um 72% á 3 árum (3,6% tíðni hryggjarliðabrota með strontíumranelati samanborið við 12,0% fyrir lyfleysu).

Gerð var a-posteriori greining á undirhópi sjúklinga í TROPOS rannsókninni sem voru sérstaklega athyglisverðir í læknisfræðilegu tilliti og í mikilli hættu á beinbroti [skilgreint með BMD

T-skor-3 SD í lærleggshálsi (bil framleiðanda samsvarandi -2,4 SD með NHANES III) og á aldrinum ≥ 74 ára (n = 1.977, þ.e. 40% af TROPOS þýðinu]. Hjá þessum hópi, á 3 ára meðferðartímabili, minnkaði OSSEOR hættuna á mjaðmabroti um 36% samanborið við lyfleysuhópinn (Tafla 2).

Tafla 2: Tíðni sjúklinga með mjaðmabrot og hlutfallsleg minnkun áhættu hjá sjúklingum með

BMD ≤ -2,4 SD (NHANES III) og á aldrinum ≥ 74 ára

Rannsókn

 

Lyfleysa

OSSEOR

Hlutfallsleg minnkun áhættu samanborið

 

 

 

 

við lyfleysu (95%CI), p gildi

TROPOS

 

N = 995

N = 982

 

Mjaðmabrot á 3

árum

6,4%

4,3%

36% (0-59), p = 0,046

Meðferð við beinþynningu hjá körlum:

Sýnt var fram á virkni OSSEOR hjá körlum með beinþynningu í 2 ára tvíblindri rannsókn með samanburði við lyfleysu, þar sem aðalgreining var framkvæmd eftir eitt ár. Þátttakendur voru 243 (þýði sem fyrirhugað var að meðhöndla, 161 sjúklingur fékk strontíum ranelat) og í mikilli hættu á beinbroti (meðalaldur 72,7 ár; meðal T-skor fyrir beinþéttni í lend var -2.6; 28% voru með algeng hryggjarliðabrot).

Allir sjúklingar fengu kalsíum (1000 mg) og D-vítamín (800 einingar) daglega.

Tölfræðilega marktæk aukning beinþéttni hjá þeim sem fengu OSSEOR meðferð umfram þá sem fengu lyfleysu kom fram svo fljótt sem 6 mánuðum eftir upphaf meðferðar.

Eftir 12 mánuði sást tölfræðilega marktæk aukning meðalbeinþéttni í lend, sem var aðal virknibreytan (E (SE) = 5,32% (0,75); 95% CI = [3,86 ; 6,79]; p<0,001), svipað og sást í III. stigs lykilrannsókn á meðferð gegn beinbrotum, sem gerð var hjá konum eftir tíðahvörf.

Tölfræðilega marktæk aukning beinþéttni í lærleggshálsi og heildar beinþéttni í mjöðmum (p<0,001) sást eftir 12 mánuði.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á OSSEOR hjá öllum undirhópum barna við beinþynningu (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Strontíum ranelat samanstendur af 2 frumeindum stöðugs strontíums og 1 ranelsýrusameind, lífræna hlutanum sem gefur bestu samsetningu með tilliti til sameindarþyngdar, lyfjahvarfa og samrýmanleika (accepability) lyfsins. Lyfjahvörf strontíums og ranelsýru hafa verið metin hjá heilbrigðum ungum körlum og heilbrigðum konum eftir tíðahvörf, svo og við langvarandi notkun hjá körlum með beinþynningu og konum í meðferð vegna beinþynningar eftir tíðahvörf, þar með talið hjá öldruðum konum.

Vegna mikillar skautunar er frásog, dreifing og binding ranelsýru við plasmaprótein lág. Ranelsýra safnast ekki upp og engar vísbendingar eru um umbrot hjá dýrum og mönnum. Brotthvarf frásogaðrar ranelsýru er hratt og á óbreyttri mynd um nýru.

Frásog

Heildaraðgengi strontíums er um 25% (á bilinu 19-27%) eftir inntöku 2 g af strontíumranelati. Hámarksþéttni í blóði næst 3-5 klst. eftir stakan 2 g skammt. Jafnvægi næst eftir 2 vikna meðferð. Inntaka strontíumranelats með kalki eða mat dregur úr aðgengi strontíums um u.þ.b. 60-70%, samanborið við inntöku 3 klst. eftir máltíð. Vegna hlutfallslega hægs frásogs strontíums, ætti að forðast að neyta matar og kalks bæði fyrir og eftir inntöku OSSEOR.. Inntaka D-vítamínuppbótar hefur ekki áhrif á útsetningu (exposure) strontíums.

Dreifing

Dreifingarrúmmál strontíums er u.þ.b. 1 l/kg. Binding strontíums við plasmaprótein hjá mönnum er lág (25%) og strontíum hefur mikla sækni í beinvef. Mælingar á þéttni strontíums í vefjasýnum úr mjaðmarspaða hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð í allt að 60 mánuði með 2 g/dag af strontíum- ranelati sýna að þéttni strontíums í beinum getur náð jafnvægi (plateau) eftir um 3 ára meðferð. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um sjúklinga sem að sýna fram á brotthvarf strontíums úr beini eftir að meðferð er hætt.

Umbrot

Strontíum er tvígild katjón og umbrotnar því ekki. Strontíumranelat hamlar ekki cýtókróm P450 ensímum.

Brotthvarf

Brotthvarf strontíums er óháð tíma og skammti. Raunverulegur helmingunartími strontíums er um 60 klst. Útskilnaður strontíums verður um nýru og meltingarveg. Úthreinsun þess úr plasma er um 12 ml/mín. (CV 22%) og úthreinsun þess um nýru er um 7 ml/mín. (CV 28%).

Lyfjahvörf hjá sérstökum hópum

Aldraðir

Þýðisupplýsingar um lyfjahvörf sýndu engin tengsl milli aldurs og raunverulegrar úthreinsunar strontíums hjá markhópnum.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi (úthreinsun kreatíníns 30-70 ml/mín.) minnkar úthreinsun strontíums eftir því sem úthreinsun kreatíníns minnkar (u.þ.b. 30% minnkun þegar úthreinsun kreatíníns er á bilinu 30 til 70 ml/mín.) sem hefur í för með sér aukna plasmaþéttni strontíums. Í III. stigs rannsóknum voru 85% sjúklinga með úthreinsun kreatíníns á bilinu 30 til

70 ml/mín. og 6% undir 30 ml/mín. við upphaf þátttöku í rannsókn og úthreinsun kreatíníns var að meðaltali um 50 ml/mín. Ekki er því þörf á aðlögun skammta hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi.

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um lyfjahvörf hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (úthreinsun kreatíníns minni en 30 ml/mín.).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki liggja fyrir nein gögn um lyfjahvörf hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Vegna lyfjahvarfafræðilegra eiginleika strontíums er ekki búist við neinum áhrifum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum.

Langvarandi notkun strontíumranelats til inntöku, í stórum skömmtum hjá nagdýrum, hafði í för með sér afbrigðileika í beinum og tönnum, aðallega sjálfsprottin beinbrot og síðbúna steinefnasöfnun í beinum (mineralisation) sem gekk til baka þegar meðferð var hætt. Greint var frá þessum áhrifum við beinþéttni strontíums sem var 2-3 sinnum hærri en beinþéttni strontíums hjá mönnum eftir meðferð í allt að 3 ár. Takmörkuð gögn liggja fyrir um uppsöfnun strontíum ranelats í beinum eftir lengri meðferð.

Rannsóknir á eiturhrifum á þroska hjá músum og kanínum sýndu afbrigðileika í beinum og tönnum (t.d. bogin löng bein og öldótt rifbein) hjá afkvæmum. Hjá rottum gengu þessi áhrif til baka 8 vikum eftir að meðferð var hætt.

Mat á áhættu fyrir lífríkið

Framkvæmt hefur verið mat á áhættu fyrir lífríkið fyrir strontíumranelat samkvæmt Evrópskum leiðbeiningum (ERA).

Strontíumranelat skapar ekki hættu fyrir lífríkið.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Aspartam (E951)

Maltodextrín

Mannitól (E421)

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

-

3 ár.

-

Mixtúran er stöðug í 24 klukkustundir eftir að hafa verið leyst upp í vatni. Hinsvegar er mælt

 

með að drekka mixtúruna strax að blöndun lokinni (sjá kafla 4.2).

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

 

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Pappír/pólýetýlen/ál/pólýetýlen skammtapokar.

Pakkningastærðir

Öskjur sem innihalda 7, 14, 28, 56, 84 eða 100 skammtapoka. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

LES LABORATOIRES SERVIER 50, rue Carnot

92284 Suresnes cedex Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/04/287/001

EU/1/04/287/002

EU/1/04/287/003

EU/1/04/287/004

EU/1/04/287/005

EU/1/04/287/006

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 21.09.2004

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 22.05.2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu. http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf