Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Palonosetron Accord (palonosetron) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A04AA05

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPalonosetron Accord
ATC-kóðiA04AA05
Efnipalonosetron
FramleiðandiAccord Healthcare Ltd

1.HEITI LYFS

Palonosetron Accord 250 míkrógrömm stungulyf, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml af lausn inniheldur 50 míkrógrömm af palonósetróni (sem hýdróklóríð).

Hvert hettuglas með 5 ml af lausn inniheldur 250 míkrógrömm af palonósetróni (sem hýdróklóríð).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Glær, litlaus lausn.

pH : Á bilinu 3,0 til 3,9

Osmólstyrkur: 260-320 mOsm/l

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Palonosetron Accord er ætlað fullorðnum til:

að koma í veg fyrir bráða ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem veldur miklum uppköstum.

að koma í veg fyrir ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem veldur meðalmiklum uppköstum.

Palonosetron Accord er ætlað til meðferðar hjá börnum 1 mánaðar og eldri til:

að koma í veg fyrir bráða ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem veldur miklum uppköstum og til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem veldur meðalmiklum uppköstum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Palonosetron Accord skal eingöngu nota áður en gefa skal krabbameinslyf. Lyfið skal gefið af heilbrigðisstarfsmanni undir viðeigandi lækniseftirliti.

Skammtar

Fullorðnir

250 míkrógrömm af palonósetróni gefin sem ein inndæling u.þ.b. 30 mínútum fyrir upphaf krabbameinslyfjameðferðar. Palonosetron Accord ætti að dæla inn á 30 sekúndum.

Áhrif palonósetróns til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst af völdum krabbameinslyfjameðferðar, sem veldur miklum uppköstum, má auka með því að bæta við barkstera sem er gefinn áður en krabbameinslyfjameðferð hefst.

Aldraðir

Ekki er þörf fyrir að aðlaga skammta handa öldruðum.

Börn

Börn og unglingar (á aldrinum 1 mánaðar til 17 ára):

20 míkrógrömm/kg af palonósetróni (hámarksheildarskammtur má ekki fara yfir 1.500 míkrógrömm) eru gefin í einni 15 mínútna innrennslisgjöf sem á að hefja um það bil 30 mínútum áður en krabbameinslyfjameðferð hefst.

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun palonósetróns hjá börnum yngri en 1 mánaðar að aldri. Engar upplýsingar liggja fyrir. Þessar takmörkuðu upplýsingar liggja fyrir um notkun palonósetróns til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst hjá börnum yngri en 2 ára.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er þörf fyrir aðlögun skammta handa sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er þörf fyrir aðlögun skammta handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Engin gögn eru fyrir hendi varðandi sjúklinga með nýrnabilun á lokastigi sem eru í blóðskilun.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þar sem palonósetrón kann að lengja umferðartíma um ristil ætti að fylgjast með sjúklingum með sögu um hægðatregðu eða merki um meðalbráða garnastíflu eftir inngjöf. Tvö dæmi eru um hægðatregðu ásamt saurstíflu í tengslum við palonósetrón 750 míkrógrömm sem hefur gert sjúkrahúsinnlögn nauðsynlega.

Við enga skammtastærð, sem prófuð var, olli palonósetrón klínískt marktækri lengingu Q-Tc-bilsins. Sérstök ítarleg rannsókn á QT/QTc bilinu var gerð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum til þess að sýna á óyggjandi hátt fram á verkun palonósetróns á QT/QTc bilið (sjá kafla 5.1).

Hins vegar, eins og varðandi aðra 5-HT3-viðtakablokka, skyldi viðhafa varúð við notkun palonósetróns hjá sjúklingum sem hafa eða eru líklegir til að fá lengingu á QT-bilinu. Þetta á við um sjúklinga sem hafa sögu eða fjölskyldusögu um QT-lengingu, truflanir á jafnvægi blóðsalta, hjartabilun, hægan óreglulegan hjartslátt eða leiðnitruflanir og sjúklinga sem taka lyf við hjartsláttaróreglu eða önnur lyf sem valda QT-lengingu eða truflun á jafnvægi blóðsalta. Leiðrétta verður blóðkalíumlækkun og blóðmagnesíumlækkun áður en 5-HT3-viðtakablokkar eru gefnir. Tilkynnt hefur verið um serótónínheilkenni við notkun 5-HT3-viðtakablokka ýmist einum sér eða í samsettri meðferð með öðrum serótónvirkum lyfjum (þ.m.t. sértækum serótónín endurupptökuhemlum og serótónín noradrenalín endurupptökuhemlum). Mælt er með viðeigandi eftirliti með sjúklingum m.t.t. einkenna sem líkjast serótónínheilkenni.

Palonosetron Accord á ekki að nota til að koma í veg fyrir eða veita meðferð við ógleði og uppköstum dagana eftir krabbameinslyfjameðferð ef það er ekki í tengslum við gjöf annarrar krabbameinslyfjameðferðar.

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverju hettuglasi og er því í raun „natríumfrítt“.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Palonósetrón umbrotnar einkum af völdum CYP2D6 ásamt minni háttar aðkomu CYP3A4- og CYP1A2 ísóensíma. Samkvæmt niðurstöðum in vitro rannsókna dregur palonósetrón hvorki úr né eykur cýtókróm P450-ísóensím í klínískt marktæku magni.

Krabbameinslyf

Í forklínískum rannsóknum dró palonósetrón ekki úr æxlishemjandi áhrifum fimm krabbameinslyfja sem prófuð voru (cisplatín, cýklófosfamíð, cýtarabín, doxorúbísín og mítómysín C).

Metóklópramíð

Í klínískri rannsókn kom ekki fram nein marktæk milliverkun af völdum lyfjahvarfa milli eins skammts af palonósetróni, sem gefinn var í bláæð, og gjafar metóklópramíðs við stöðuga þéttni, sem er CYP2D6 hemill.

CYP2D6 hvatar og hemlar

Í almennri lyfjahvarfagreiningu hefur verið sýnt fram á að ekki var um að ræða nein marktæk áhrif á útskilnað palonósetróns þegar það var gefið um leið og CYP2D6 hvatar (dexametasón og rifampisín) og -hemlar (þ.m.t. amíódarón, celekoxíb, klórprómasín, címetidín, doxórúbisín, flúoxetín, halóperídól, paroxetín, kínidín, ranitidín, rítónavír, sertralín eða terbinafín).

Barksterar

Palonósetrón hefur verið gefið án vandamála ásamt barksterum.

Serótónvirk lyf (t.d. sértækir serótónín endurupptökuhemlar og serótónín noradrenalín endurupptökuhemlar)

Tilkynnt hefur verið um serótónínheilkenni eftir samhliða notkun 5-HT3-viðtakablokka og annarra serótónvirkra lyfja (þ.m.t. sértækra serótónín endurupptökuhemla og serótónín noradrenalín endurupptökuhemla).

Önnur lyf

Palonósetrón hefur verið gefið án vandamála ásamt verkjalyfjum, lyfjum gegn uppköstum og ógleði, krampalyfjum og andkólínvirkum lyfjum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun palonósetróns á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Aðeins liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar úr dýrarannsóknum varðandi efnisflutning um fylgju (sjá kafla 5.3).

Ekki hefur fengist nein reynsla af notkun palonósetróns á meðgöngu. Því ætti ekki að nota palonósetrón handa þunguðum konum nema læknir telji slíkt nauðsynlegt.

Brjóstagjöf

Þar sem ekki eru fyrir hendi nein gögn um útskilnað palonósetróns í brjóstamjólk ætti kona ekki að hafa barn á brjósti meðan á meðferð stendur.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif palonósetróns á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Þar sem palonósetrón getur valdið sundli, svefnhöfga eða þreytu ætti að vara sjúklinga við að aka bíl eða stjórna vélum.

4.8Aukaverkanir

Íklínískum rannsóknum hjá fullorðnum með skammtinn 250 míkrógrömm (samtals 633 sjúklingar) reyndust algengustu aukaverkanir, sem a.m.k. hugsanlega tengdust palonósetróni, höfuðverkur (9%) og hægðatregða (5%).

Íklínískum rannsóknum komu fram eftirtaldar aukaverkanir, sem hugsanlega eða líklega tengdust palonósetróni. Þær töldust vera algengar (≥1/100 til <1/10) eða sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100). Eftir markaðssetningu var einnig greint frá aukaverkunum sem komu örsjaldan fyrir (<1/10.000).

Innan hvers tíðniflokks er aukaverkunum sem taldar eru upp hér að neðan raðað eftir lækkandi tíðni.

Flokkun eftir líffærum

Algengar

Sjaldgæfar aukaverkanir

Aukaverkanir sem

 

aukaverkanir

(≥1/1.000 til <1/100)

koma örsjaldan

 

(≥1/100 til <1/10)

 

fyrir° (<1/10.000)

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi,

 

 

 

bráðaofnæmi,

 

 

 

bráðofnæmis-/

 

 

 

bráðaofnæmislík

 

 

 

viðbrögð og lost

Efnaskipti og næring

 

Blóðkalíumhækkun,

 

 

 

efnaskiptakvillar,

 

 

 

kalsíumlækkun í blóði,

 

 

 

kalíumlækkun í blóði,

 

 

 

lystarleysi,

 

 

 

blóðsykurshækkun, skert

 

 

 

matarlyst

 

Geðræn vandamál

 

Kvíði, sældarvilla

 

Taugakerfi

Höfuðverkur

Svefnhöfgi, svefnleysi,

 

 

Sundl

náladofi, svefnsækni, kvillar

 

 

 

í skyntaugum úttaugakerfis

 

Augu

 

Erting í augum, sjóndepra

 

Eyru og völundarhús

 

Ferðaveiki, eyrnasuð

 

Hjarta

 

Hraðsláttur, hægsláttur,

 

 

 

aukaslög, blóðþurrð í

 

 

 

hjartavöðva,

 

 

 

hjartahraðsláttur,

 

 

 

hjartsláttarglöp

 

 

 

aukaslög ofan slegils

 

Æðar

 

Lágþrýstingur, háþrýstingur,

 

 

 

aflitun bláæða, bláæðaþensla

 

Öndunarfæri, brjósthol og

 

Hiksti

 

miðmæti

 

 

 

Meltingarfæri

Hægðatregða

Meltingartruflun,

 

 

Niðurgangur

kviðverkur, verkur í efri

 

 

 

hluta kviðarhols,

 

 

 

munnþurrkur, vindgangur

 

Lifur og gall

 

Gallrauðadreyri

 

Húð og undirhúð

 

Ofnæmishúðbólga,

 

 

 

kláðaútbrot

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Liðverkur

 

Nýru og þvagfæri

 

Þvagteppa, sykur í þvagi

 

Almennar aukaverkanir og

 

Þróttleysi, sótthiti, þreyta,

Viðbrögð á

ástand tengt íkomuleið

 

hitatilfinning, sjúkdómur

stungustað*

 

 

sem líkist inflúensu

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Auknir transamínasar, lengt

 

 

 

Q-T-bil hjartalínurits

 

° Reynsla eftir markaðssetningu.

 

 

 

* Felur í sér eftirfarandi: sviði, herslismyndun, óþægindi og verkur.

 

Börn

Í klínískum rannsóknum á fyrirbyggjandi meðferð gegn ógleði og uppköstum í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem veldur meðalmiklum eða miklum uppköstum hjá börnum, fengu 402 sjúklingar stakan skammt af palonósetróni (3, 10 eða 20 míkróg/kg). Eftirfarandi algengar eða

sjaldgæfar aukaverkanir voru skráðar af völdum palonósetróns, en engar þeirra voru skráðar af tíðni >1%.

Flokkun eftir líffærum

Algengar aukaverkanir

Sjaldgæfar aukaverkanir

 

( 1/100 til<1/10)

( 1/1.000 til <1/100)

Taugakerfi

Höfuðverkur

Sundl, hreyfingatregða

Hjarta

 

QT-lenging á hjartalínuriti,

 

 

leiðslutruflanir, sínus hraðtaktur

Öndunarfæri, brjósthol og

 

Hósti, mæði, blóðnasir

miðmæti

 

 

Húð og undirhúð

 

Ofnæmishúðbólga, kláði,

 

 

húðsjúkdómur, ofsakláði

Almennar aukaverkanir og

 

Sótthiti, verkur á stungustað,

aukaverkanir á íkomustað

 

viðbrögð á stungustað, verkur

Aukaverkanir voru metnar hjá börnum sem fengu palonósetrón í allt að 4 krabbameinslyfjalotum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun.

Allt að 6 mg skammtar hafa verið notaðir í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum. Hæsti skammtaflokkurinn olli svipaðri tíðni aukaverkana miðað við aðra skammtaflokka og komu ekki fram nein skammtatengd viðbrögð. Ef svo ólíklega vildi til að palonósetrón yrði ofskammtað ætti að beita stuðningsmeðferð. Engar rannsóknir á skilun hafa farið fram, hinsvegar, vegna mikils dreifingarrúmmáls er ólíklegt að skilun skili árangri við meðferð ofskömmtunar palonósetróns.

Börn

Engin tilvik ofskömmtunar hafa verið tilkynnt í klínískum rannsóknum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við uppköstum og lyf við ógleði, serótónín (5HT3) viðtakablokkar. ATC-flokkur: A04AA05

Palonósetrón er sértækur og mjög sækinn viðtaka blokki 5HT3-viðtaka.

Ítveim tvíblindum slembiprófunum hjá samtals 1.132 sjúklingum í krabbameinslyfjameðferð, sem olli ógleði í meðallagi, m.a. cisplatín ≤50 mg/m2, karbóplatín, cýklófosfamíð 1.500 mg/m2 og doxórúbísín 25 mg/m2, var gerður samanburður á palonósetrón 250 míkrógrömm og

750 míkrógrömm, við ondansetrón 32 mg (helmingunartími 4 klst.) eða dólasetrón 100 mg (helmingunartími 7,3 klst.) sem gefið var í bláæð á 1. degi án dexametasóns.

Ítvíblindri slembiprófun hjá samtals 667 sjúklingum í krabbameinslyfjameðferð, sem olli mjög mikilli ógleði, m.a. císplatín ≥60 mg/m2, cýklófosfamíð > 1.500 mg/m2 og dakarbasín, var gerður samanburður á palonósetrón 250 míkrógrömm og 750 míkrógrömm, við ondansetrón 32 mg sem gefið

var í bláæð á 1. degi. Dexametasón var gefið í forvarnarskyni á undan krabbameinslyfjameðferð hjá 67% sjúklinga.

Lykilrannsóknunum var ekki ætlað að meta virkni palonósetróns þegar um var að ræða síðkomið upphaf ógleði og uppkasta. Verkun gegn ógleði var könnuð á tímabilinu 0-24 klst., 24-120 klst. og 0- 120 klst. Niðurstöður rannsókna á krabbameinslyfjameðferð, sem olli ógleði í meðallagi, og rannsóknar á krabbameinslyfjameðferð, sem olli mikilli ógleði, eru teknar saman í eftirfarandi töflum.

Áhrif palonósetróns reyndust ekki síðri, miðað við samanburðarlyfin, í bráðum ógleðifasa, bæði þegar um var að ræða ógleðiáhrif í meðallagi og mikil ógleðiáhrif.

Þótt ekki hafi verið gerður samanburður á virkni palonósetróns við endurteknar gjafir í klínískum samanburðarrannsóknum voru 875 sjúklingar, sem tóku þátt í þremur þriðja stigs prófunum, fengnir til að taka þátt í opinni öryggisrannsókn og voru gefin 750 míkrógrömm í allt að 9 viðbótarlotum krabbameinslyfjameðferðar. Heildaröryggis var gætt í öllum lotunum.

Tafla 1: Hundraðshluti sjúklingaa sem sýndu svörun eftir meðferðarhópi og stigi rannsóknar á krabbameinslyfjameðferð sem olli meðalmiklum uppköstum í samanburði við ondansetrón

 

Palonósetrón

Ondansetrón

 

 

 

250 míkrógrömm

32 millígrömm

 

 

 

(n= 189)

(n= 185)

Delta

 

 

%

%

%

 

Fullkomin svörun (engin uppköst og engin hjálparlyf)

 

97,5% CI b

0-24 klst.

81,0

68,6

12,4

[1,8%, 22,8%]

24-120 klst.

74,1

55,1

19,0

[7,5%, 30.3%]

0-120 klst.

69,3

50,3

19,0

[7,4%, 30,7%]

 

 

 

Fullkomin stjórnun (fullkomin svörun og aðeins væg ógleði)

 

p-gildi c

0-24 klst.

76,2

65,4

10,8

NS

24-120 klst.

66,7

50,3

16,4

0,001

0-120 klst.

63,0

44,9

18,1

0,001

 

 

 

 

Engin ógleði (Likert-kvarði)

 

 

p-gildi c

0-24 klst.

60,3

56,8

3,5

NS

24-120 klst.

51,9

39,5

12.4

NS

0-120 klst.

45,0

36,2

8,8

NS

aRannsóknarþýði sem ætlunin var að taka til meðferðar.

bRannsóknin var hönnuð til að leiða fram að lyfið verkaði ekki síður. Lægri mörk yfir -15% sýna að palonósetrón verkar ekki síður en samanburðarlyfið.

cKí-kvaðratprófun. Marktæknimörk α =0,05.

Tafla 2: Hundraðshluti sjúklingaa sem sýndi svörun eftir meðferðarhópi og stigi rannsóknar á krabbameinslyfjameðferð sem olli meðalmiklum uppköstum í samanburði við dólasetrón

 

Palonósetrón

Dólasetrón

 

 

 

250 míkrógrömm

100 millígrömm

 

 

 

(n= 185)

(n= 191)

Delta

 

 

%

%

%

 

Fullkomin svörun (engin uppköst og engin hjálparlyf)

 

97,5% CI b

0-24 klst.

63,0

52,9

10,1

[-1,7%, 21,9%]

24-120 klst.

54,0

38,7

15,3

[3,4%, 27,1%]

0-120 klst.

46,0

34,0

12,0

[0,3%, 23,7%]

 

 

 

Fullkomin stjórnun (fullkomin svörun og aðeins væg ógleði)

 

p-gildi c

0-24 klst.

57,1

47,6

9,5

NS

24-120 klst.

48,1

36,1

12,0

0,018

0-120 klst.

41,8

30,9

10,9

0,027

 

 

 

 

Engin ógleði (Likert-kvarði)

 

 

p-gildi c

0-24 klst.

48,7

41,4

7,3

NS

24-120 klst.

41,8

26,2

15,6

0,001

0-120 klst.

33,9

22,5

11,4

0,014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

aRannsóknarþýði sem ætlunin var að taka til meðferðar.

bRannsóknirnar voru hannaðar til að leiða fram að lyfið verkaði ekki síður. Lægri mörk yfir -15% sýna að palonósetrón verkar ekki síður en samanburðarlyfið.

cKí-kvaðratprófun. Marktæknimörk α =0,05.

Tafla 3:

Hundraðshluti sjúklingaa sem sýndi svörun eftir meðferðarhópi og stigi rannsóknar

 

á krabbameinslyfjameðferð sem olli miklum uppköstum í samanburði við

 

ondansetrón

 

 

 

 

 

 

Palonósetrón

Ondansetrón

 

 

 

 

 

250 míkrógrömm

32 millígrömm

 

 

 

 

 

(n= 223)

(n= 221)

Delta

 

 

 

 

%

%

%

 

 

Fullkomin svörun (engin uppköst og engin hjálparlyf)

 

97,5% CI b

0-24 klst.

59,2

57,0

2,2

[-8,8%, 13,1%]

 

24-120 klst.

45,3

38,9

6,4

[-4,6%, 17,3%]

 

0-120 klst.

40,8

33,0

7,8

[-2,9%, 18,5%]

 

 

 

 

 

Fullkomin stjórnun (fullkomin svörun og aðeins væg ógleði)

 

p-gildi c

 

0-24 klst.

56,5

51,6

4,9

NS

24-120 klst.

40,8

35,3

5,5

NS

0-120 klst.

37,7

29,0

8,7

NS

 

 

 

 

 

Engin ógleði (Likert-kvarði)

 

 

p-gildi c

 

0-24 klst.

53,8

49,3

4,5

NS

24-120 klst.

35,4

32,1

3,3

NS

0-120 klst.

33,6

32,1

1,5

NS

aRannsóknarþýði sem ætlunin var að taka til meðferðar.

bRannsóknirnar voru hannaðar til að leiða fram að lyfið verkaði ekki síður. Lægri mörk yfir -15% sýna að palonósetrón verkar ekki síður en samanburðarlyfið.

cKí-kvaðratprófun. Marktæknimörk α =0,05.

Áhrif palonósetróns á blóðþrýsting, hjartsláttartíðni og útslög á hjartalínuriti, þ.á m. QTc voru sambærileg við ondansetrón og dólasetrón í klínískum rannsóknum á ógleði og uppköstum af völdum krabbameinslyfjameðferðar. Í rannsóknum sem ekki eru klínískar hefur palonósetrón getu til að loka jónagöngum sem taka þátt í skautun og afskautun slegla og til að lengja hrifspennu.

Áhrif palonósetróns á QTc bilið voru metin í tvíblindri, slembaðri, samhliða samanburðarrannsókn með lyfleysu og virku lyfi (moxifloxacíni) hjá körlum og konum. Markmiðið var að meta áhrif palonósetróns á hjartalínurit þegar það var gefið 221 heilbrigðum sjálfboðaliða í stökum 0,25; 0,75 og 2,25 mg skömmtum í bláæð. Rannsóknin sýndi hvorki áhrif á lengd QT/QTc bilsins né nein önnur bil á hjartalínuriti af skömmtum sem voru allt að 2,25 mg. Engar klínískt marktækar breytingar komu fram á hjartsláttartíðni, leiðni milli gátta og slegla eða endurskautun í hjarta.

Börn

Fyrirbyggjandi meðferð við ógleði og uppköstum af völdum krabbameinslyfjameðferðar (CINV): Öryggi og verkun palonósetróns til notkunar í bláæð í stökum skömmtum sem voru 3 míkróg/kg og 10 míkróg/kg voru rannsökuð í fyrstu klínísku rannsókninni hjá 72 sjúklingum í eftirfarandi aldurshópum: >28 daga til 23 mánaða (12 sjúklingar), 2 til 11 ára (31 sjúklingur) og 12 til 17 ára (29 sjúklingar), sem fengu krabbameinslyfjameðferð sem veldur meðalmiklum eða miklum uppköstum. Ekkert kom fram, hjá hvorugum skammtinum, sem benti til skorts á öryggi. Aðalbreytan með tilliti til verkunar var það hlutfall sjúklinga sem náði fullkominni svörun (skilgreint sem engin uppköst og engin notkun hjálparlyfja (rescue medication)) fyrstu 24 klst. eftir að meðferð með

krabbameinslyfjum var hafin. Verkun eftir gjöf 10 míkróg/kg af palonósetróni var 54,1% samanborið við 37,1% verkun eftir gjöf 3 míkróg/kg.

Í annarri meginrannsókn á jafngildi (e. non-inferiority) var sýnt fram á verkun palonósetróns til fyrirbyggjandi meðferðar við ógleði og uppköstum af völdum krabbameinslyfjameðferðar hjá börnum með krabbamein, en samanburður var gerður á stakri innrennslisgjöf palonósetróns og gjöf ondansetróns í bláæð samkvæmt skammtaáætlun. Alls fengu 493 börn á aldrinum 64 daga til 16,9 ára krabbameinslyfjameðferð sem olli miðlungsmiklum (69,2%) eða mjög miklum (30,8%) uppköstum 10 míkróg/kg (að hámarki 0,75 mg) af palonósetróni, 20 míkróg/kg (að hámarki 1,5 mg) af palonósetróni eða ondansetrón (3 x 0,15 mg/kg, heildarskammt að hámarki 32 mg) 30 mínútum fyrir upphaf uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferðar í lotu 1. Flestir sjúklinganna í öllum meðferðarhópunum höfðu fengið krabbameinslyfjameðferð áður (78,5%). Uppsöluvaldandi krabbameinslyfin sem voru gefin voru doxórúbisín, cýklófosfamíð (<1.500 mg/m2), ífosfamíð, cisplatín, daktinómýsín, karbóplatín og daunorúbísín. Viðbótarmeðferð með barksterum, þ.m.t. dexametasóni, var gefin með krabbameinslyfjunum hjá 55% sjúklinga. Aðalendapunktur verkunar var fullkomin svörun (e. Complete Response (CR)) í bráðafasa í fyrstu lotu krabbameinslyfjameðferðar, sem var skilgreind sem engin uppköst, barnið kúgast ekki og engin notkun hjálparlyfja á fyrstu 24 klst. eftir að krabbameinslyfjameðferð hefst. Verkun byggðist á að sýna fram á jafngildi palonósetróns til notkunar í bláæð og ondansetróns til notkunar í bláæð. Skilyrðum fyrir jafngildi var fullnægt ef lægri mörk 97,5% öryggisbils fyrir mismuninn á tíðni fullkominnar svörunar við palonósetróni til notkunar í bláæð mínus ondansetróni til notkunar í bláæð var stærri en -15%. Í hópunum sem fengu

10 míkróg/kg, 20 míkróg/kg af palonósetróni eða ondansetrón var hlutfall sjúklinga með CR0-24klst. 54,2%, 59,4% og 58,6%. Vegna þess að 97,5% öryggisbilið (Mantel-Haenszel próf aðlagað að

lagskiptingu) fyrir mismun á CR0-24klst. milli palonosetróns 20 míkróg/kg og ondansetróns var [-11,7%; 12,4%], var 20 míkróg/kg skammturinn af palonósetróni jafngildur ondansetróni.

Þó að þessi rannsókn hafi sýnt að börn þurfi stærri skammt af palonósetróni en fullorðnir til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst af völdum krabbameinslyfja er öryggi notkunar lyfsins í samræmi við staðfest öryggi hjá fullorðnum (sjá kafla 4.8). Upplýsingar um lyfjahvörf eru í kafla 5.2.

Fyrirbyggjandi meðferð við ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerð:

Tvær rannsóknir voru gerðar hjá börnum. Gerður var samanburður á öryggi og verkun palonósetróns til notkunar í bláæð í stökum skömmtum sem voru annars vegar 1 míkróg/kg og hins vegar

3 míkróg/kg í fyrstu klínísku rannsókninni sem tók til 150 sjúklinga í eftirfarandi aldurshópum:

>28 daga til 23 mánaða (7 sjúklingar), 2 til 11 ára (96 sjúklingar) og 12 til 16 ára (47 sjúklingar), sem gengust undir fyrirfram áætlaða aðgerð. Ekkert kom fram, af hvorugum skammtinum, sem benti til skorts á öryggi. Hlutfall sjúklinga án uppkasta 0–72 klst. eftir aðgerð var svipað eftir gjöf 1 míkróg/kg og eftir gjöf 3 míkróg/kg af palonósetróni (88% samanborið við 84%).

Hin rannsóknin var fjölsetra, tvíblinduð, slembiröðuð samanburðarrannsókn, gerð á samhliða hópum með stökum skömmtum af virku samanburðarlyfi og tveimur lyfleysum til að meta jafngildi. Samanburður var gerður á palonósetróni til notkunar í bláæð (1 µg/kg, að hámarki 0,075 mg) og ondansetróni til notkunar í bláæð. Alls tóku 670 börn sem gengust undir skurðaðgerð þátt í rannsókninni. Þau voru á aldrinum 30 daga til 16,9 ára. Aðalendapunktur verkunar, fullkomin svörun (fullkomin svörun: engin uppköst, barnið kúgast ekki, og engin hjálparlyf við ógleði og uppköstum) á fyrstu 24 klukkustundunum eftir aðgerð, náðist hjá 78,2% sjúklinga í hópnum sem fékk palonósetrón og 82,7% í hópnum sem fékk ondansetrón. Með tilliti til fyrirfram skilgreindra marka fyrir jafngildi -10% var tölfræðilegt öryggisbil fyrir jafngildi samkvæmt Mantel-Haenszel prófi aðlöguðu að lagskiptingu, fyrir mismun á aðalendapunktinum, fullkominni svörun, [-10,5; 1,7%] og því var ekki sýnt fram á jafngildi. Engar nýjar aukaverkanir komu fram í meðferðarhópunum.

Sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun hjá börnum.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Eftir gjöf í bláæð dregur í byrjun úr styrkleika í plasma og síðan verður hægur útskilnaður úr líkamanum með meðalhelmingunartíma loka útskilnaðar u.þ.b. 40 klst. Meðal hámarks

plasmastyrkleiki (Cmax) og flatarmál undir blóðþéttniferli (AUC0-) fara að jafnaði eftir skammtastærð miðað við skammtastærðina 0,3-90 míkróg/kg hjá heilbrigðum mönnum og krabbameinssjúklingum.

Eftir gjöf 0,25 mg af palonósetróni í bláæð annan hvern dag í 3 skipti hjá 11 sjúklingum með krabbamein í eistum var meðalhækkun (± staðalfrávik) á plasmaþéttni frá 1. degi fram á 5. dag 42 ± 34%. Eftir gjöf 0,25 mg af palonósetróni í bláæð einu sinni á dag í 3 daga hjá 12 heilbrigðum

einstaklingum var meðalhækkun (± staðalfrávik) á plasmaþéttni palonósetróns frá 1. degi fram á 3. dag 110 ± 45%.

Lyfjahvarfalíkön sýndu að heildarútsetning (AUC0- ) af 0,25 mg af palonósetróni í bláæð gefnu einu sinni á dag í 3 daga samfleytt var svipuð og af einum stökum 0,75 mg skammti í æð enda þótt Cmax af 0,75 mg skammtinum væri hærri.

Dreifing

Palonósetrón í ráðlögðum skammti dreifist mikið um líkamann og er dreifingarrúmmálið u.þ.b. 6,9- 7,9 l/kg. U.þ.b. 62% af palonósetróni binst við plasmaprótín.

Umbrot

Palonósetrón útskilst eftir tveimur leiðum, u.þ.b. 40% útskiljast um nýrun og u.þ.b. 50% mynda tvö meginumbrotsefni sem hafa minna en 1% af 5HT3-viðtakablokkandi verkun palonósetróns. In vitro rannsóknir á umbrotum hafa leitt í ljós að CYP2D6, og í minna mæli CYP3A4 og CYP1A2 ísóensím, taka þátt í umbrotum palonósetróns. Hins vegar eru klínískar lyfjahvarfabreytur ekki verulega frábrugðnar milli dræmra og mikilla umbrota CYP2D6-hvarfefna. Palonósetrón hvorki heftir né eflir cýtrókróm P450 ísóensím í klínískt marktækum styrkleika.

Brotthvarf

Eftir einn skammt af [14C]-palonósetróni, 10 míkrógrömm/kg, hafði u.þ.b. 80% af skammtinum borist í þvagið innan 144 klst. og voru u.þ.b. 40% af gefnu palonósetróni endurheimt sem óbreytt virkt efni. Eftir eina inndælingu í bláæð hjá heilbrigðum mönnum var heildarúthreinsun palonósetróns úr

líkamanum 173 73 ml/mín og úthreinsun um nýru var 53±29 ml/mín. Lítill heildarúthreinsun líkamans og stórt dreifingarrúmmál leiddi til helmingunartíma lokaútskilnaðar úr plasma á u.þ.b. 40 klst. Hjá 10% sjúklinga var meðalhelmingunartími fullkomins útskilnaðar lengri en 100 klst.

Lyfjahvörf í afmörkuðu þýði

Aldraðir

Aldur hefur ekki áhrif á lyfjahvörf palonósetróns. Ekki er þörf fyrir neina aðlögun skammta handa öldruðum sjúklingum.

Kynferði

Kynferði hefur ekki áhrif á lyfjahvörf palonósetróns. Ekki er þörf fyrir neina aðlögun skammta vegna kynferðis.

Börn

Lyfjahvarfafræðilegar upplýsingar um staka skammta af palonósetróni til notkunar í bláæð fengust hjá undirhópi barna með krabbamein (n=280) sem fengu 10 míkróg/kg eða 20 míkróg/kg. Þegar skammturinn var aukinn úr 10 míkróg/kg í 20 míkróg/kg hækkaði AUC-gildi í réttu hlutfalli við skammtinn. Eftir gjöf staks 20 míkróg/kg skammts af palonósetróni sem gefinn var með innrennsli í bláæð var hámarksþéttni í plasma (CT), sem mæld var í lok 15 mínútna innrennslisgjafar, mjög breytileg hjá öllum aldurshópum en hafði tilhneigingu til að vera lægri hjá sjúklingum <6 ára en hjá

eldri börnum. Miðgildi helmingunartíma var 29,5 klst. í öllum aldurshópum í heild og var á bilinu 20 til 30 klst. í öllum aldurshópum eftir gjöf 20 míkróg/kg.

Heildarúthreinsun úr líkamanum (l/klst./kg) hjá sjúklingum 12 til 17 ára var svipuð og hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum. Enginn sýnilegur munur er á dreifingarrúmmáli þegar það er gefið upp í l/kg.

Tafla 4: Lyfjahvarfabreytur hjá börnum með krabbamein eftir gjöf 20 míkróg/kg af palonósetróni með innrennsli í bláæð á 15 mínútum og hjá fullorðnum sjúklingum með krabbamein sem fengu 3 míkróg/kg og 10 míkróg/kg skammta af palonósetróni með inndælingu í bláæð (e. bolus).

 

 

 

 

 

Fullorðnir

 

 

Börn með krabbameina

krabbameins-

 

 

 

 

 

sjúklingarb

 

<2 ára

2 til

6 til

12 til

3,0 míkr

10 míkró

 

 

<6 ára

<12 ára

<17 ára

óg /kg

g /kg

 

 

 

 

 

 

 

 

N=3

N=5

N=7

N=10

N=6

N=5

 

 

 

 

 

 

 

AUC0-∞, klst.·míkróg/l

69,0

103,5

98,7

124,5

35,8

81,8

 

(49,5)

(40,4)

(47,7)

(19,1)

(20,9)

(23,9)

 

 

 

 

 

 

 

t½, klst.

24,0

23,3

30,5

56,4

49,8

 

(5,81)

(14,4)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

N=6

N=14

N=13

N=19

N=6

N=5

 

 

 

 

 

 

 

Úthreinsunc, l/klst./kg

0,31

0,23

0,19

0,16

0,10

0,13

 

(34,7)

(51,3)

(46,8)

(27,8)

(0,04)

(0,05)

 

 

 

 

 

 

 

Dreifingarrúmmálc, d, l/kg

6,08

5,29

6,26

6,20

7,91

9,56

 

(36,5)

(57,8)

(40,0)

(29,0)

(2,53)

(4,21)

aLyfjahvarfabreytur eru gefnar upp sem rúmfræðilegt meðaltal (breytileikastuðull) nema t½ sem er gefinn upp sem miðgildi.

bLyfjahvarfabreytur eru gefnar upp sem meðaltal (SD).

cÚthreinsun og dreifingarrúmmál hjá börnum var reiknað út frá þyngd hjá báðum hópunum í sameiningu, hópnum sem fékk 10 míkróg/kg og hópnum sem fékk 20 míkróg/kg. Hjá fullorðnum eru mismunandi skammtastærðir gefnar upp í yfirskrift hvers dálks.

dDreifingarrúmmál við jafnvægi (Vss) er gefið upp fyrir krabbameinssjúk börn, en dreifingarrúmmál (Vz) er gefið upp fyrir fullorðna.

Skert nýrnastarfsemi

Væg til meðalvæg skerðing á nýrnastarfsemi hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf palonósetróns. Alvarleg skerðing nýrnastarfsemi dregur úr útskilnaði um nýrun, en þó er heildarútskilnaður úr líkamanum hjá slíkum sjúklingum svipaður og hjá heilbrigðum mönnum. Ekki er þörf fyrir neina aðlögun skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Engin gögn um lyfjahvörf eru fyrir hendi um sjúklinga sem undirgangast blóðskilun.

Skert lifrarstarfsemi

Skerðing á lifrarstarfsemi hefur ekki marktæk áhrif á heildarlíkamsúthreinsun palonósetróns miðað við heilbrigða einstaklinga. Þótt helmingunartími loka útskilnaðar og meðaldreifing palonósetróns um líkamann aukist hjá sjúklingum með alvarlega skerta starfsemi lifrar réttlætir það ekki minnkun skammts.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í forklínískum rannsóknum komu eiturverkanir einungis fram við skömmtun sem talin er vera það langt yfir hámarksskömmtun fyrir menn að litlu skipti fyrir klíníska notkun.

Forklínískar rannsóknir benda til þess að palonósetrón, en þó aðeins ef styrkleikinn er mjög mikill, kunni að hamla jónagöngum sem tengjast afskautun og endurskautun og lengja hrifspennutímann.

Rannsóknir á dýrum benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa varðandi þungun, fósturvísis- /fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu. Aðeins eru fyrir hendi takmörkuð gögn um dýrarannsóknir varðandi efnisflutning um fylgju (sjá kafla 4.6).

Palonósetrón veldur ekki stökkbreytingum. Stórir skammtar af palonósetróni (þar sem hver skammtur olli a.m.k. 30 sinnum meiri útsetningu en í mönnum), sem gefnir voru daglega í tvö ár ollu aukinni tíðni lifraræxla, innkirtlaæxla (í skjaldkirtli, heiladingli, briskirtli og nýrnahettumerg) og húðæxlum hjá rottum en ekki hjá músum. Hvað liggur að baki er ekki vitað en vegna þess að stórir skammtar voru notaðir og þar sem palonósetrón er ætlað til notkunar í einstök skipti hjá mönnum teljast þessar niðurstöður ekki marktækar varðandi klíníska notkun.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól,

Tvínatríumedetat,

Natríumsítrat,

Sítrónsýrueinhýdrat, Natríumhýdroxíð (til að stilla pH), Óblönduð saltsýra (til að stilla pH), Vatn fyrir stungulyf.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár

Þegar hettuglasið hefur verið opnað ber að nota lyfið strax og farga ónotaðri lausn.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

6 ml pípulaga hettuglas úr glæru gleri af gerð I með klóróbútýl-gúmmítappa og innsiglað með smelluinnsigli úr áli.

Fáanlegt í pökkum með 1 hettuglasi sem inniheldur 5 ml af lausn.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Aðeins til notkunar einu sinni. Farga ber ónotaðri lausn.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Accord Healthcare Limited

Sage House

319, Pinner Road

North Harrow

Middlesex HA1 4HF

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/16/1104/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf