Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Palonosetron Hospira (palonosetron hydrochloride) – Fylgiseðill - A04AA05

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsPalonosetron Hospira
ATC-kóðiA04AA05
Efnipalonosetron hydrochloride
FramleiðandiHospira UK Limited

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Palonosetron Hospira 250 míkrógrömm stungulyf, lausn

Palonósetrón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Palonosetron Hospira og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Palonosetron Hospira

3.Hvernig nota á Palonosetron Hospira

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Palonosetron Hospira

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Palonosetron Hospira og við hverju það er notað

Palonosetron Hospira tilheyrir flokki lyfja sem nefnast serótónín (5HT3) hemlar.

Þau geta hamlað virkni efnisins serótóníns, sem getur valdið ógleði og uppköstum.

Palonosetron Hospira er notað til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð hjá fullorðnum, unglingum og börnum eldri en 1 mánaðar að aldri.

2. Áður en byrjað er að nota Palonosetron Hospira

Ekki má nota Palonosetron Hospira:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir palonósetróni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Palonosetron Hospira er notað

Ef þú ert haldin/n bráðri þarmastíflu eða hefur sögu um endurtekna hægðatregðu.

Ef þú notar Palonosetron Hospira ásamt öðrum lyfjum sem geta valdið óeðlilegum hjartslætti svo sem amiodaron, nicardipin, quinidine, moxifloxacin, erytromycin, haloperidol, chlorpromazin, quetiapin, tioridazin eða domperidon.

Ef þú eða fjölskylda þín hefur sögu um breytingar á hjartsláttartakti (QT lengingu).

Ef þú hefur aðra hjartasjúkdóma.

Ef um er að ræða truflun á jafnvægi blóðsalta svo sem kalíums og magnesíums, sem þú hefur ekki fengið meðferð við.

Ekki er mælt með því að taka Palonosetron Hospira dagana eftir krabbameinslyfjameðferð nema þú fáir aðra lotu af krabbameinslyfjameðferð.

Notkun annarra lyfja samhliða Palonosetron Hospira

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þ.m.t.:

Sértækir serótónín endurupptökuhemlar sem notaðir eru til meðferðar við þunglyndi og/eða kvíða þ.m.t. flúoxetín, paroxetín, sertralín, flúvoxamín, cítalópram og escítalópram.

Sértækir serótónín noradrenalín endurupptökuhemlar sem notaðir eru til meðferðar við þunglyndi og/eða kvíða þ.m.t. venlafaxín og duloxetín.

Meðganga

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ef þú ert eða telur að þú gætir verið þunguð gefur læknirinn þér ekki Palonosetron Hospira nema hann telji augljósa nauðsyn á því.

Ekki er vitað hvort Palonosetron Hospira hefur skaðleg áhrif á meðgöngu.

Ekki er vitað hvort Palonosetron Hospira skilst út í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Palonosetron Hospira getur valdið sundli eða þreytu. Ef það á við um þig áttu ekki að nota tæki eða vélar.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Palonosetron Hospira

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverju hettuglasi og er því í raun „natríumfrítt“.

3. Hvernig nota á Palonosetron Hospira

Að jafnaði dælir læknir eða hjúkrunarfræðingur Palonosetron Hospira í bláæð 30 mínútum áður en krabbameinslyfjameðferð er gefin.

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur af Palonosetron Hospira er 250 míkrógrömm sem gefinn er með hraðri inndælingu í bláæð.

Börn og unglingar (á aldrinum 1 mánaðar til 17 ára)

Læknirinn ákveður skammtinn með tilliti til líkamsþyngdar, en hámarksskammtur er 1.500 míkrógrömm.

Palonosetron Hospira verður gefið með hægri inndælingu í bláæð.

Leitaðu til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Fullorðnir:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

höfuðverkur

sundl

hægðatregða

niðurgangur

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Hár eða lágur blóðþrýstingur

óeðlileg hjartsláttartíðni eða ófullnægjandi blóðflæði til hjartans

litabreytingar eða útvíkkun bláæða

óeðlilega há eða lág gildi kalíums í blóði

hár blóðsykur eða sykur í þvagi

lág kalsíumgildi í blóði

há gildi litarefnisins bílirúbíns í blóði

há gildi ákveðinna lifrarensíma

andleg vellíðan eða kvíðatilfinning

syfja eða erfiðleikar með svefn

minnkuð matarlyst eða lystarleysi

máttleysi, þreyta, hiti eða flensulík einkenni

dofi, sviði, eða náladofi í húð

húðútbrot með kláða

sjónskerðing eða erting í augum

ferðaveiki

suð fyrir eyrum

hiksti, vindgangur, munnþurrkur eða meltingartruflanir

kviðverkir (magaverkir)

erfiðleikar við þvaglát

liðverkir

breytingar á hjartalínuriti (QT lenging).

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000):

Ofnæmisviðbrögð við Palonosetron Hospira. Einkennin geta m.a. verið þroti í vörum, andliti, tungu eða koki, erfiðleikar við öndun eða yfirlið, einnig geta komið fram upphleypt húðútbrot með kláða (ofsakláði)), sviði eða verkir á stungustað.

Börn og unglingar

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Höfuðverkur.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Sundl

rykkjóttar líkamshreyfingar

óeðlilegur hjartsláttur

hósti eða mæði

blóðnasir

húðútbrot með kláða eða ofsakláði

hiti

verkur á innrennslisstað.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Palonosetron Hospira

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á hettuglasinu og öskjunni á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Notist aðeins einu sinni. Farga ber ónotaðri lausn.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Palonosetron Hospira inniheldur

Virka innihaldsefnið er palonósetrón (sem hýdróklóríð). Hver ml af lausn inniheldur 50 míkrógrömm af palonósetróni. Í hverju hettuglasi með 5 ml af lausn eru 250 míkrógrömm af palonósetróni.

Önnur innihaldsefni eru mannitól, tvínatríumedetat, natríumsítrat, sítrónsýrueinhýdrat, vatn fyrir stungulyf, natríumhýdroxíð og saltsýra (til að stilla pH).

Lýsing á útliti Palonosetron Hospira og pakkningastærðir

Palonosetron Hospira stungulyf, lausn, er tær, litlaus lausn í pakkningu með einu hettuglasi úr gleri af gerð I með klóróbútýl-gúmmítappa og álloki, sem inniheldur 5 ml af lausn. Í hverju hettuglasi er einn skammtur.

Hver pakkning inniheldur 1 hettuglas með 5 ml af lausn.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Hospira UK Limited, Horizon, Honey Lane, Hurley, Maidenhead, SL6 6RJ, United Kingdom

HOSPIRA Enterprises B.V., Randstad 22-11, 1316 BN Almere, The Netherlands

Hospira S.P.A., Via Fosse Ardeatine, 2-20060 Liscate, Italy

For any information about this medicine, please contact the local representative of the Marketing Authorisation Holder:

BE / LU / NL

CY

Pfizer S.A. / N.V.

Pharmaceutical Trading Co Ltd

Tél/Tel: +32 2 554 62 11

Tel: 24656165

BG / EL / MT / PL / RO / UK

LV

Hospira UK Limited

Pfizer Luxembourg SARL filiāle Latvijā

Tel: + 44 (0) 1628 515500

Tel.: + 371 670 35 775

CZ

LT

Pfizer, spol. s r.o.

Pfizer Luxembourg SARL filialas Lietuvoje

Tel: +420-283-004-111

Tel. + 370 52 51 4000

DK

HU

Pfizer ApS

Pfizer Kft.

Tlf: + 45 44 20 11 00

Tel: + 36 1 488 37 00

DE

NO

Pfizer Pharma PFE GmbH

Pfizer AS

Tel: + 49 (0)800 8535555

Tlf: +47 67 52 61 00

EE

AT

Pfizer Luxembourg SARL Eesti filiaal

Pfizer Corporation Austria Ges.m.b.H

Tel: +372 666 7500

ES

PT

Pfizer GEP, S.L.

Hospira Portugal Lda

Tel: +34 91 490 99 00

Tel: + 351 214857434

FR

SI

Pfizer PFE France

Pfizer Luxembourg SARL

Tél: + 33 (0)1 58 07 34 40

Pfizer, podružnica za svetovanje s področja

 

farmacevtske dejavnosti, Ljubljana

 

Tel: +386 (0)1 52 11 400

HR

SK

Pfizer Croatia d.o.o.

Pfizer Luxembourg SARL, organizačná zložka

Tel: +385 1 3908 777

Tel: +421–2–3355 5500

IE

FI

Hospira Ireland Sales Limited

Pfizer PFE Finland Oy

Tel: 1800 633 363 (toll free)

Puh/Tel: +358 (0)9 430 040

+44 (0) 1304 616161

 

IS

SE

Icepharma hf.

Pfizer AB

Sími: +354 540 8000

Tel: +46 (0)8 550 520 00

IT

 

Pfizer Italia Srl

 

Tel: +39 06 33 18 21

 

 

 

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf