Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Qutenza (capsaicin) – Fylgiseðill - N01BX04

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsQutenza
ATC-kóðiN01BX04
Efnicapsaicin
FramleiðandiGrunenthal GmbH

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Qutenza 179 mg húðplástur capsaicin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.Upplýsingar um Qutenza og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Qutenza

3.Hvernig nota á Qutenza

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Qutenza

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Qutenza og við hverju það er notað

Qutenza inniheldur capsaicin og tilheyrir flokki lyfja sem kallast staðdeyfilyf.

Qutenza er ætlað til meðferðar við verkjum vegna úttaugakvilla hjá fullorðnum sjúklingum, annaðhvort eitt sér eða í samsettri meðferð með öðrum verkjalyfjum.

Qutenza er notað við verkjum hjá einstaklingum sem hafa taugaverki vegna skaddaðra tauga í húðinni. Taugaskemmdir í húð geta átt sér stað af völdum ýmissa sjúkdóma svo sem ristils, HIV sýkingar, sykursýki, ákveðinna lyfja og af öðrum ástæðum. Verkjastilling getur komið fram á milli fyrstu og þriðju viku meðferðar.

2. Áður en byrjað er að nota Qutenza

Ekki má nota Qutenza

ef þú ert með ofnæmi fyrir capsaicini, chilipipar eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Qutenza er notað.

Notaðu ekki Qutenza neins staðar á höfði eða á andlit.

Notaðu ekki Qutenza á húð sem ekki er heil eða á opin sár.

Snertu ekki Qutenza eða annað sem komist hefur í snertingu við meðferðarsvæði þar sem það getur valdið brunatilfinningu eða sviða. Snertu ekki augun, munninn eða önnur viðkvæm svæði þar sem það getur valdið ertingu og sársauka. Ef þefað er af Qutenza plástrinum eða andað að sér nálægt honum getur það valdið hósta, ertingu í hálsi eða hnerra.

Algengt er að finna fyrir sviða eða roða í húðinni og brunatilfinningu meðan á Qutenza meðferð stendur og í stuttan tíma eftir að henni er lokið. Vegna verkjanna getur blóðþrýstingurinn hækkað og því mun læknirinn mæla blóðþrýstinginn nokkrum sinnum meðan á meðferðinni stendur. Ef þú finnur fyrir miklum sársauka, mun læknirinn nota kalda bakstra eða gefa þér verkjalyf. Ef þú finnur fyrir verulegum sársauka skaltu biðja lækninn um að fjarlægja plásturinn.

Vægar, tímabundnar breytingar á hæfni til að skynja að eitthvað sé heitt eða beitt hafa komið fram eftir notkun capsaicins.

Ef þú hefur óstöðugan blóðþrýsting eða ekki hefur náðst fullnægjandi stjórn á blóðþrýstingnum eða þú hefur haft einkenni frá hjarta, mun læknirinn íhuga hættuna á aukaverkunum á hjarta og blóðþrýsting vegna hugsanlegs álags af meðferðinni áður en hann veitir þér Qutenza meðferð.

Ef þú notar stóra skammta af ópíóíðum getur verið að ópíóíð verkjalyf til inntöku hafi ekki nægileg áhrif séu þau notuð við bráðum verkjum meðan á meðferðinni stendur og eftir að henni er lokið. Ef svo er, mun læknirinn nota aðrar leiðir til að draga úr verkum hjá þér eftir Qutenza meðferð.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Qutenza til meðferðar fyrir sjúklinga yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Qutenza

Qutenza hefur staðbundna verkun á húðina og ekki er gert ráð fyrir að það hafi áhrif á önnur lyf. Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Notkun Qutenza með mat eða drykk

Ekki er gert ráð fyrir að matur eða drykkur hafi áhrif á Qutenza þar sem það verkar staðbundið á húðina.

Meðganga og brjóstagjöf

Gæta skal varúðar við notkun Qutenza hjá þunguðum konum og konum með barn á brjósti. Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif Qutenza á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Þegar Qutenza er notað er einungis örlítið magn af virka efninu í blóðrásinni í mjög skamman tíma. Því er ólíklegt að Qutenza hafi nokkur bein áhrif á hæfni til einbeitingar eða hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hreinsihlaupið fyrir Qutenza inniheldur bútýlhýdroxýanísól

Hreinsihlaupið fyrir Qutenza inniheldur bútýlhýdroxýanísól sem getur valdið staðbundnum viðbrögðum í húð (t.d. snertihúðbólgu) eða ertingu í augum og slímhúðum.

3.Hvernig nota á Qutenza

Ekki skal nota fleiri en 4 plástra í einu.

Aðeins læknir eða hjúkrunarfræðingur undir umsjón læknis setur Qutenza plástur á húðina.

Qutenza er til notkunar á húð.

Læknirinn mun merkja sársaukafyllstu svæðin á húðinni með merkipenna.

Áður en Qutenza plástrarnir eru settir á húðina, er meðferðarsvæðið eða meðferðarsvæðin þvegin með vatni og sápu og þurrkuð. Hár á meðferðarsvæðum verður klippt.

Áður en Qutenza plástrarnir eru settir á húðina má vera að læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn láti deyfihlaup eða deyfikrem á húðina eða gefi þér verkjalyf til inntöku til að draga úr mögulegum sviða. Fjarlægja skal deyfihlaupið eða deyfikremið, þvo húðina og þurrka vandlega áður en Qutenza er sett á húðina.

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn notar hugsanlega hanska, og stundum hlífðargrímu og hlífðargleraugu, við meðhöndlun Qutenza plástranna. Ekki þefa af Qutenza plástrunum eða anda að þér nálægt þeim þar sem það getur valdið hósta eða hnerra.

Qutenza má klippa í minni hluta í samræmi við stærð meðferðarsvæðis. Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn mun fjarlægja plástrana eftir 30 mínútur ef þú ert að fá meðferð vegna taugaverkja í fótum, en 60 mínútur ef þú ert að fá meðferð vegna taugaverkja annars staðar á líkamanum. Snertu ekki plástrana með höndunum þar sem það getur valdið brunatilfinningu og sviða.

Það getur tekið 1-3 vikur áður en þú finnur fyrir verkjastillingu með Qutenza. Ef þú hefur enn mikla verki eftir þann tíma, vinsamlegast hafðu þá samband við lækninn.

Qutenza meðferð má endurtaka á 90 daga fresti ef nauðsyn krefur.

Þér verða ef til vill gefin verkjalyf vegna verkja sem hljótast af Qutenza meðferð.

Sviði eða roði og brunatilfinning eru algeng viðbrögð í húðinni meðan á Qutenza meðferð stendur.

Nota má einnota sokka yfir Qutenza plástrana ef meðferðin er á fótum.

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn setur stundum sárabindi yfir Qutenza plásturinn til þess að halda plástrinum þétt að húðinni.

Þegar Qutenza meðferðinni er lokið munu læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn hreinsa meðferðarsvæðið á húðinni með hreinsihlaupi úr túpu sem fylgir með í meðferðarsettinu. Hreinsihlaupið er haft á húðinni í eina mínútu og síðan þurrkað af til þess að fjarlægja allt lyf sem gæti enn verið á húðinni eftir meðferðina. Eftir að hreinsihlaupið hefur verið þurrkað af er svæðið þvegið varlega með vatni og sápu.

Snertu ekki augun, munninn eða önnur viðkvæm svæði. Ef þú snertir Qutenza plástur eða meðferðarsvæðið fyrir slysni, áður en hreinsihlaupið hefur verið borið á, getur það valdið brunatilfinningu og/eða sviða. Láttu lækninn vita án tafar.

Reyndu ekki að fjarlægja plásturinn sjálf/-ur. Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn fjarlægir hann fyrir þig.

Taktu Qutenza plástra ekki út af læknastofunni.

Notaðu ekki Qutenza plástra heima.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Ef Qutenza er notað lengur en mælt er fyrir um

Ólíklegt að ofskömmtun eigi sér stað. Ef Qutenza er notað lengur en mælt er fyrir um gæti það samt valdið verulegum viðbrögðum á meðferðarsvæði, t.d. sársauka, roða og kláða.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef vart verður við eftirfarandi aukaverkanir:

Ef þér finnst eins og hjartsláttur sé of hraður, of hægur eða óreglulegur.

oSjaldgæft: getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Mikill roði á svæðinu sem plásturinn var settur á, blöðru/vessamyndun í húð, húð verður mjög viðkvæm fyrir snertingu, bólgin, rök eða glansandi. Í fáeinum tilfellum geta þetta verið einkenni annars stigs bruna og þarfnast tafarlausrar umönnunar.

oTíðni ekki þekkt: ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Látið lækninn vita ef eftirfarandi aukaverkanir koma fram eða versna:

Roði eða sársauki á svæðinu sem plásturinn var settur á, sem varir lengur en í einn sólarhring. o Mjög algengar aukaverkanir: geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum

10 einstaklingum

Kláði, ójöfnur, blöðrur, þroti, þurrkur á svæðinu sem plásturinn var settur á, sviðatilfinning, verkur í útlimum.

o Algengar aukaverkanir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

Kláðablettir, náladofi, bólga, aukið eða minnkað næmi húðar, viðbrögð í húð, erting, mar á svæðinu sem plásturinn var settur á.

o Sjaldgæfar aukaverkanir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Minnkað bragðskyn, minnkuð skynjun í útlimum, erting í augum, hósti, erting í hálsi, ógleði, kláði, vöðvakrampar, ristill, þroti á útlimum.

o Sjaldgæfar aukaverkanir: getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Útsetning fyrir lyfinu fyrir slysni (þar á meðal sársauki í augum, erting í augum og hálsi og hósti).

o Tíðni ekki þekkt: ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Qutenza

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Qutenza húðplástur: Geymið í upprunalegum poka og öskju og látið plásturinn liggja flatan. Geymið við lægri hita en 25°C.

Hreinsihlaup: Geymið við lægri hita en 25°C.

Eftir opnun pokans skal nota Qutenza innan 2 klukkustunda.

Förgun notaðra og ónotaðra Qutenza plástra.

Þessir hlutir geta valdið sviða í fingrum við snertingu. Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn mun setja þá í polyetylenpoka áður en þeim er fargað á öruggan hátt. Farga skal Qutenza plástrum og öðrum úrgangi vegna meðferðarinnar á viðeigandi hátt.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Qutenza inniheldur

Virka innihaldsefnið er capsaicin. Hver 280 cm2 plástur inniheldur alls 179 mg af capsaicini eða 640 míkrógrömm af capsaicini í hverjum cm2 plásturs (8%w/w).

Önnur innihaldsefni Qutenza húðplástursins eru:

Sjálflímandi lag: sílikonlím díetýlenglýkólmónóetýleter sílikonolía

etýlsellulósi N50 (E462)

Ytra hlífðarlag: pólýesterhlífðarlag

prentblek sem inniheldur hvítt litarefni 6

Hlífðarhimna sem auðvelt er að fjarlægja: pólýesterhlífðarhimna

Qutenza plásturinn kemur ásamt túpu af hreinsihlaupi sem inniheldur engin virk efni.

Hreinsihlaupið inniheldur:

makrógól 300 karbomer hreinsað vatn

natríumhýdroxíð (E524) tvínatríumedetat bútýlhýdroxýanísól (E320)

Útlit Qutenza og pakkningastærðir

Qutenza er húðplástur til notkunar á húð.

Hver plástur er 14 cm x 20 cm (280 cm2) og samanstendur af sjálflímandi lagi sem inniheldur virka efnið og ytra hlífðarlagi. Á sjálflímandi laginu er hlífðarhimna sem auðvelt er að fjarlægja, en hún er glær, skáskorin og án áletrunar. Á yfirborði ytra hlífðarlagsins er áletrunin „capsaicin 8%“.

Hver askja af Qutenza inniheldur 1 eða 2 poka og 1 túpu af hreinsihlaupi (50 g). Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Grünenthal GmbH Zieglerstraße 6 52078 Aachen Þýskalandi

Framleiðandi

GP Grenzach Produktions GmbH (GP) Emil-Barell-Strasse 7

D-79639 Grenzach-Wyhlen Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

S.A. Grünenthal N.V.

Astellas Pharma a/s

Lenneke Marelaan 8

Danija

1932 Sint-Stevens-Woluwe

Tel: + 45 43 430355

België/Belgique/Belgien

 

Tél/Tel: + 32 (0)2 290 52 00

 

beinfo@grunenthal.com

 

България

Luxembourg/Luxemburg

Астелас Фарма ЕООД

S.A. Grünenthal N.V.

Teл.: + 359 2 862 53 72

Lenneke Marelaan 8

 

1932 Sint-Stevens-Woluwe

 

België/Belgique/Belgien

 

Tél/Tel: + 32 (0)2 290 52 00

 

beinfo@grunenthal.com

Česká republika

Magyarország

Astellas Pharma s.r.o.

Astellas Pharma Kft.

Tel: +420 236 080300

Tel.: + 36 1 577 8200

Danmark

Malta

Grünenthal Denmark ApS

E.J. Busuttil Ltd.

Tlf: +45 8888 3200

Tel: +356 21447184

Deutschland

Nederland

Grünenthal GmbH

Grünenthal B.V.

Zieglerstr. 6

De Corridor 21K

DE-52078 Aachen

NL-3621 ZA Breukelen

Tel: + 49 241 569-1111

Tel:+31 (0)30 6046370

service@grunenthal.com

info.nl@grunenthal.com

Eesti

Norge

Astellas Pharma a/s

Grünenthal Norway AS

Taani

Tlf: +47 22 99 60 54

Tel: + 45 43 430355

 

Ελλάδα

Österreich

Astellas Pharmaceuticals AEBE

Grünenthal GmbH

Τηλ: +30 210 8189900

Campus 21, Liebermannstraße A01/501

 

2345 Brunn am Gebirge

 

España

Polska

Grünenthal Pharma, S.A.

Astellas Pharma Sp.z.o.o.

C/Dr. Zamenhof, 36

Tel.: + 48 225451 111

E-28027 Madrid

 

Tel: +34 (91) 301 93 00

 

France

Portugal

Laboratoires Grünenthal SAS

Grünenthal, S.A.

Immeuble Eurêka

Alameda Fernão Lopes, 12-8.º A

19 rue Ernest Renan

P-1495 - 190 Algés

CS 90001

Tel: +351 / 214 72 63 00

F- 92024 Nanterre Cedex

 

Tél: + 33 (0)1 41 49 45 80

 

Hrvatska

România

Astellas d.o.o.

S.C.Astellas Pharma SRL

Tel: + 385 1 670 01 02

Tel: +40 (0)21 361 04 95/96/92

Ireland

Slovenija

Grünenthal Pharma Ltd

Astellas Pharma d.o.o.

4045 Kingswood Road,

Tel: +386 (0)14011400

Citywest Business Park

 

IRL – Citywest Co., Dublin

 

Tel: +44 (0)870 351 8960

 

medicalinformationie@grunenthal.com

 

Ísland

Slovenská republika

Grünenthal Denmark ApS

Astellas Pharma s.r.o.,

Danmörk

Tel: +421 2 4444 2157

Sími: +45 8888 3200

 

Italia

Suomi/Finland

Grünenthal Italia S.r.l.

Grünenthal Finland Oy

Tel: +39 02 4305 1

Puh/Tel: +358 9 50991

Κύπρος

Sverige

Astellas Pharmaceuticals AEBE

Grunenthal Sweden AB

Ελλάδα

Tel: +46 (0)8 643 40 60

Τηλ: +30 210 8189900

 

Latvija

United Kingdom

Astellas Pharma a/s

Grünenthal Ltd

Dānija

1 Stokenchurch Business Park

Tel: + 45 43 430355

Ibstone Road, HP14 3FE – UK

 

Tel: +44 (0)870 351 8960

 

medicalinformationuk@grunenthal.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Samantekt á eiginleikum lyfs (SPC) er meðfylgjandi þessum fylgiseðli.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf