Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ravicti (glycerol phenylbutyrate) – Fylgiseðill - A16AX09

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsRavicti
ATC-kóðiA16AX09
Efniglycerol phenylbutyrate
FramleiðandiHorizon Pharma Ireland Limited

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

RAVICTI 1,1 g/ml vökvi til inntöku

Glýseról fenýlbútýrat

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um RAVICTI og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota RAVICTI

3.Hvernig nota á RAVICTI

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á RAVICTI

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um RAVICTI og við hverju það er notað

RAVICTI inniheldur virka efnið glýseról fenýlbútýrat sem er notað til meðferðar við sex þekktum „röskunum á þvagefnishring“ (UCD) hjá fullorðnum og börnum 2 mánaða og eldri. Þessar raskanir á þvagefnishring (UCD) eru skortur á karbamoylfosfat-syntasa –I (CPS), orniþínkarbamoyltransferasa, (OTC), argininosuccinat synthetasa (ASS) ensímum, arginínósúkkínatlýasa (ASL) arginasa I, (ARG) og orniþíntranslókasa (hyperornithinaemia-hyperammonaemia homocitrullinuria syndrome) eða HHH heilkenni.

Um raskanir á þvagefnishring

Við raskanir á þvagefnishring getur líkaminn ekki fjarlægt köfnunarefni úr próteini sem við borðum.

Venjulega breytir líkaminn aukaköfnunarefni í próteininu í úrgangsefnasamband sem nefnist „ammoníak“. Lifrin fjarlægir ammoníak úr líkamanum gegnum hringrás sem nefnist „þvagefnishringur“.

Við raskanir á þvagefnishring getur líkaminn ekki framleitt nægilegt magn lifrarensíma til að fjarlægja aukaköfnunarefnið.

Það þýðir að ammoníak safnast upp í líkamanum. Ef ammoníak er ekki fjarlægt úr líkamanum getur það skaðað heilann og afleiðingin orðið minni háttar meðvitundarleysi eða dá.

Raskanir á þvagefnishring eru mjög sjaldgæfar.

Hvernig RAVICTI starfar

RAVICTI aðstoðar líkamann við að eyða úrgangs köfnunarefni. Þannig minnkar ammoníakmagn í líkamanum.

2. Áður en byrjað er að nota RAVICTI

Ekki má nota RAVICTI:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir glýseról fenýlbútýrati

ef þú ert með bráða hækkun ammoníaks, sem þarf að grípa hraðar inn í.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af framangreindu eigi við um þig skaltu leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en byrjað er að nota RAVICTI.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en RAVICTI er notað:

ef upp koma vandamál vegna nýrna eða lifrar er það vegna þess að glýseról fenýlbútýrat er fjarlægt úr líkamanum gegnum nýru og lifur

ef upp koma vandamál með bris, maga eða garnir. Þessi líffæri sjá um frásog glýseról fenýlbútýrats inn í líkamann.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af framangreindu eigi við um þig skaltu leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en byrjað er að nota RAVICTI.

Ísumum tilvikum, svo sem við sýkingar eða eftir aðgerðir, getur magn ammoníaks hækkað þrátt fyrir meðferð með þessu lyfi og getur skemmt heilann (heilakvilli vegna of mikils ammoníaks).

Íöðrum tilvikum hækkar magn ammoníaks í blóði hratt. Í því tilviki kemur glýseról fenýlbútýrat ekki í veg fyrir að ammoníaksmagn í blóði verði hættulega hátt.

Hátt ammoníaksmagn leiðir til ógleði, uppkasta eða ruglástands. Látið lækninn vita eða farið á sjúkrahús þegar í stað ef vart verður við einhver þessara einkenna.

RAVICTI verður taka með sérstöku lágpróteinmataræði.

-Þetta mataræði verður útfært af lækni þínum og næringarfræðingi.

-Þú verður að fara vandlega eftir leiðbeiningum um mataræðið.

-Þú munt þurfa meðferð og fara að leiðbeiningum um mataræðið allt þitt líf, nema að þú gangist undir lifrarígræðslu sem heppnast.

Börn

Ekki er mælt með að nota RAVICTI hjá börnum undir 2 mánaða aldri.

Notkun annarra lyfja samhliða RAVICTI

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita, einkanlega ef þú notar eftirfarandi lyf en verkun þeirra getur minnkað ef þau eru notuð með glýseról fenýlbútýrati. Ef þú notar þessi lyf geturðu þurft á að halda reglulegum blóðprófum:

mídazólam og barbítúröt - notuð sem róandi lyf, við svefnvandamálum eða flogaveiki

getnaðarvarnir

Láttu lækninn vita ef þú notar einhver af eftirfarandi lyfjum því að þau geta aukið magn ammoníaks í líkamanum eða breytt því hvernig glýseról fenýlbútýrat vinnur:

barksterar - notaðir til að meðhöndla bólgusvæði í líkamanum

valpróat - lyf við flogaveiki

halóperídól - notað til að meðhöndla sum geðheilbrigðisvandamál

próbenesíð - til að meðhöndla mikið magn þvagsýru í blóði sem getur valdið þvagsýrugigt.

lípasahemlar - notaðir til að meðhöndla offitu

lípasi í uppbótarmeðferð í tengslum við bris

Ef eitthvað af framangreindu á við um þig (eða þú ert ekki viss) skaltu leita ráða hjá lækninum áður en byrjað er að nota RAVICTI.

Meðganga, getnaðarvörn og brjóstagjöf

ef þú ert þunguð, skaltu láta lækninn vita áður en þú byrjar að nota RAVICTI. Ef þú verður þunguð á meðan þú tekur RAVICTI, skaltu leita til læknisins. Það er vegna þess að það getur skaðað ófætt barnið.

ef þú ert kona sem getur orðið þunguð verður þú að nota örugga getnaðarvörn á meðan á meðferð með RAVICTI stendur. Ræddu við lækninn um bestu gerð getnaðarvarnar fyrir þig.

ekki ætti að taka RAVICTI ef þú ert með barn á brjósti. Það er vegna þess að lyfið getur borist í brjóstamjólk og skaðað barnið.

Akstur og notkun véla

RAVICTI getur haft mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Taka glýseról fenýlbútýrats getur valdið þér svima eða höfuðverk. Ekki aka eða nota vélar á meðan þessar aukaverkanir standa yfir.

3.Hvernig nota á RAVICTI

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fylgja verður sérstöku lágpróteinmataræði á meðan meðferð með glýseról fenýlbútýrats stendur.

Ráðlagður skammtur

Læknirinn segir þér hve mikið af RAVICTI þú skulir nota á dag.

Daglegur skammtur fer eftir stærð og þyngd, magni af próteini í mataræðinu og hve miklar raskanir eru á þvagefnahringnum.

Læknirinn gefur hugsanlega lægri skammt ef um er að ræða nýrna- eða lifrarvandamál.

Það þarf að fara reglulega í blóðpróf svo að læknirinn geti ákvarðað réttan skammt fyrir þig.

Læknirinn gæti sagt þér að taka RAVICTI oftar en 3 sinnum á dag. Hjá ungum börnum gæti það þýtt 4 til 6 sinnum á dag. Það verða að líða a.m.k. 3 klst. á milli skammta.

Notkun lyfsins

Læknirinn segir þér hvernig eigi að taka inn RAVICTI vökvann. Það má gera með eftirfarandi hætti:

um munn

gegnum slöngu sem fer í gegnum kviðvegginn inn í magann - nefnist magafistill (magaraufun).

gegnum slöngu sem þrædd er um nefið niður í maga og nefnist sonda.

RAVICTI er til inntöku um munn nema læknirinn taki annað fram.

RAVICTI með máltíðum

Taka skal RAVICTI með máltíð eða strax eftir hana. Ungum börnum ætti að gefa lyfið með fæðu eða strax á eftir.

Skammtamæling

Notið munngjafarsprautu til að mæla skammtinn.

• Þú ættir að hafa lyfið með endurlokanlega glasahettustykkinu ásamt munngjafarsprautu til að gefa rétt magn glýseról fenýlbútýrats.

1. Opnaðu glasið af RAVICTI með því að þrýsta hettunni niður og snúa til vinstri.

2.Snúðu endurlokanlega glasahettustykkinu ofan á glasið.

3.Stingdu oddi munngjafarsprautunnar í endurlokanlega glasahettustykkið.

4.Snúðu glasinu á hvolf með munngjafarsprautuna ístungna.

5.Fylltu munngjafarsprautuna með því að draga bulluna út þar til sprautan er fyllt af því magni af glýseról fenýlbútýrati sem læknirinn sagði þér að taka.

Aths.: Ef mögulegt er skal nota þá sprautu sem er næst (en ekki minni en) ráðlögðum skammti (t.d. ef skammturinn er 0,8 ml skal nota 1 ml munngjafarsprautu).

6.Bankið létt á munngjafarsprautuna til að fjarlægja loftbólur til að tryggja að hún sé með réttu magni af vökva.

7.Kyngið vökvanum úr munngjafarsprautunni eða festið sprautuna við magafistil (gastrostomy) eða sondu (slöngu sem þrædd er um nefið niður í maga).

8.Ekki blanda eða hræra RAVICTI út í meira vökvamagn svo sem vatn eða safa. Ef RAVICTI er blandað í vatn verður vökvinn skýjaður og ekki er víst að náist fullur skammtur.

9.RAVICTI er hægt að blanda í lítið magn af mjúkri fæðu, s.s tómatsósu, næringarblöndur, eplamauk eða kúrbítsafa.

10.Ef rúmtak munngjafarsprautunnar er minna en ávísaður skammtur þarf að endurtaka þessi skref til að ná fullum skammti. Nota skal eina munngjafarsprautu fyrir alla skammta sem teknir eru daglega.

11.Eftir að tekinn hefur verið fullur skammtur skal fá sér vatnssopa til að tryggja að ekkert lyf sé eftir í munninum eða skola magafistilinn eða sonduna með 10 ml af vatni með því að nota nýja munngjafarsprautu.

12.Lokaðu hettunni á endurlokanlega glasahettustykkinu.

13.Ekki skola endurlokanlega glasahettustykkið eða munngjafarsprautuna á milli skammta því að vatnið gefur glýseról fenýlbútýrat skýjað útlit. Geymdu glasið og munngjafarsprautuna á hreinum og þurrum stað á milli skammta.

14.Eftir síðasta skammt dagsins skaltu farga munngjafarsprautunni. Hægt er að nota endurlokanlega glasahettustykkið þar til glasið er tómt. Nota skal nýtt endurlokanlegt glasahettustykki þegar nýtt glas er opnað.

15.Lagðar eru til aukalegar munngjafarsprautur í byrjunarpakkningunni ef fleiri en ein sprauta er nauðsynleg á dag. Aukalegu sprauturnar ætti að geyma til notkunar síðar með öðru glasi. Farga ætti hverju glasi að 3 dögum liðnum.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef tekinn er stærri skammtur af lyfinu en mælt er fyrir um skal ræða við lækni.

Ef vart verður við einhver eftirfarandi einkenni skal þegar í stað leita til læknis eða fara á sjúkrahús því að þetta geta verið merki um ofskömmtun eða of hátt magn ammoníaks:

syfjutilfinning, þreyta, svimatilfinning eða stundum ruglástand

höfuðverkur

breytingar á bragðskyni

heyrnarvandamál

vera illa áttaður/áttuð

minnkuð minnisgeta

taugasjúkdómsástand getur versnað

Ef gleymist að taka RAVICTI

Ef gleymist að taka skammt skal taka hann strax og munað er eftir. Ef næsti skammtur er eftir minna en 2 klst. hjá fullorðnum skal sleppa honum og taka næsta skammt eins og venjulega.

Fyrir börn: Ef næsti skammtur er eftir minna en 30 mín. skal sleppa honum og gefa næsta skammt eins og venjulega.

• Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Ef hætt er að nota RAVICTI

Þú þarft að taka lyfið og fylgja sérstöku lágpróteinmataræði alla ævi. Ekki má hætta að taka glýseról fenýlbútýrat án þess að ræða við lækninn áður.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Lyfið getur valdið eftirfarandi aukaverkunum:

Alvarlegar aukaverkanir

Látið lækninn vita þegar í stað ef:

þú ert með uppköst, sem eru algengar aukaverkanir, oftar en einu sinni og þau hætta ekki.

Aðrar aukaverkanir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við einhver af eftirfarandi aukaverkunum:

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

magaþemba eða -verkur, hægðateppa, niðurgangur, brjóstsviði, vindgangur, ógleði eða uppköst, verkur í munni, uppsölur

bólgur á höndum og fótum

þreytutilfinning, svimatilfinning, höfuðverkur og skjálfti

minnkuð eða aukin matarlyst, ekki löngun í að borða mat

blæðingar á milli tíða, þrymlabólur, óeðlileg lykt af húð

próf sýna hækkuð gildi lifrarensíma, ójafnvægi í blóðsöltum, lág gildi fyrir sum hvít blóðkorn (eitilfrumur) eða D vítamín

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

munnþurrkur, breytt bragðskyn

ropi, magaverkur, breytingar á hægðum t.d. olíukenndar, bráð hægðaþörf, sársaukafull hægðalosun

hungurtilfinning, þyngdartap eða -aukning

hækkaður hiti, hitakóf

gallblöðru-, þvagblöðru- eða bakverkur

bólgin liðamót, vöðvakrampar, verkir í höndum og fótum, verkur í hæl

veirusýking í þörmum

náladofi, óeirð, erfitt að vakna, syfja, talvandamál, ruglástand, þunglyndi

blæðingar stöðvast eða eru óreglulegar, hæsi, blóðnasir, stíflað nef, sár eða aumur háls, hárlos, svitnar meira en venjulega, kláðaútbrot, ójafn hjartsláttur, minnkuð skjaldkirtilsstarfsemi

blóðsýni sýna hækkað eða lækkað kalíum í blóðinu

próf sýna hækkuð þríglíseríð, lágþéttni fituprótein eða hvítar frumur í blóðinu

próf sýna óeðlilegt hjartalínurit (hjartarafrit, EKG)

próf sýna lengri próþrombíntíma

próf sýna lágt albúmín í blóði

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á RAVICTI

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota RAVICTI eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og merkimiða glassins á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins. Þegar búið er að opna glasið verður að nota lyfið innan 3 daga frá því að það var opnað. Farga ætti glasinu þótt það hafi ekki tæmst.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

RAVICTI inniheldur

Virka innihaldsefnið er glýseról fenýlbútýrat.

Hver ml af vökva inniheldur 1,1 g af glýseról fenýlbútýrati. Eðlisþyngd þess samsvarar 1,1 g/ml

Ekki eru nein önnur innihaldsefni.

Lýsing á útliti RAVICTI og pakkningastærðir

Vökvinn er settur á 25 ml glært glerglas og settur á það tappi úr plasti með barnalæsingu.

Í upphafi meðferðar mun lyfsalan leggja til byrjunarpakkningu sem inniheldur 1 glas RAVICTI, endurlokanlegt glasahettustykki og 7 munngjafarsprautur af viðeigandi stærð. Stærð sprauta (1 ml,

3 ml eða 5 ml) verður skráð á lyfseðilinn þinn. Viðbótarsprautur eru lagðar til ef um það er að ræða að þörf er á fleiri en einni sprautu á dag. Aukasprautur ætti að geyma til notkunar með öðrum glösum. Hverju glasi ætti að farga eftir 3 daga. Í kjölfarið á byrjunarmeðferð munt þú fá venjulega pakkningu sem inniheldur 1 glas af RAVICTI og endurlokanlegt glasahettustykki. Fá má viðbótarsprautur hjá lyfsölunni.

Markaðsleyfishafi

Horizon Pharma Ireland Limited Connaught House, 1st Floor,

1 Burlington Road,

Dublin 4, D04C5Y6 Írland

Framleiðandi

AndersonBrecon (UK) Limited

Units 2-7,

Wye Valley Business Park,

Brecon Road,

Hay-on-Wye,

Hereford, Herefordshire, HR3 5PG

Bretland

Horizon Pharma GmbH Joseph-Meyer-Str. 13-15 68167 Mannheim Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Swedish Orphan Biovitrum BVBA

Oy Swedish Orphan Biovitrum Ab

Tél/Tel: + 32 2880 6119

c/o UAB CentralPharma Communications

e-mail: benelux@sobi.com

Tel: +370 5 2430444

 

e-mail: centralpharma@centralpharma.lt

България

Luxembourg/Luxemburg

Cyидиш Орфан Биовитрум

Swedish Orphan Biovitrum BVBA

Клон България ООД

Tél/Tel: + 32 2880 6119

Тел.: +420 257 222 034

e-mail: benelux@sobi.com

e-mail: mail.bg@sobi.com

 

Česká republika

Magyarország

Swedish Orphan Biovitrum s.r.o.

Swedish Orphan Biovitrum s.r.o. Magyarországi

Tel: +420 257 222 034

Fióktelepe

e-mail: mail.cz@sobi.com

Tel: +420 257 222 034

 

e-mail: mail.hu@sobi.com

Danmark

Malta

Swedish Orphan Biovitrum A/S

Swedish Orphan Biovitrum S.r.l.

Tlf: + 45 32 96 68 69

Τel: +39 0521 19 111

e-mail: mail.dk@sobi.com

e-mail: mail.it@sobi.com

Deutschland

Nederland

Swedish Orphan Biovitrum GmbH

Swedish Orphan Biovitrum BVBA

Tel: +49 89 55066760

Tel: + 32 2880 6119

e-mail: mail.de@sobi.com

e-mail: benelux@sobi.com

Eesti

Norge

Oy Swedish Orphan Biovitrum Ab

Swedish Orphan Biovitrum AS

c/o CentralPharma Communications OÜ

Tlf: +47 66 82 34 00

Tel. +372 6 015 540

e-mail: mail.no@sobi.com

e-mail: centralpharma@centralpharma.ee

 

Ελλάδα

Österreich

Swedish Orphan Biovitrum S.r.l.

Swedish Orphan Biovitrum GmbH

Τηλ: +39 0521 19 111

Tel: +43 1 253 91 5584

e-mail: mail.it@sobi.com

e-mail: mail.de@sobi.com

España

Polska

Swedish Orphan Biovitrum S.L

Swedish Orphan Biovitrum Sp. z o.o. Oddział w

Tel: + 34 913 91 35 80

Polsce

e-mail: mail.es@sobi.com

Tel: +420 257 222 034

 

e-mail: mail.pl@sobi.com

France

Portugal

Swedish Orphan Biovitrum SARL

Swedish Orphan Biovitrum S.L

Tél: +33 1 85 78 03 40

Tel: + 34 913 91 35 80

e-mail: mail.fr@sobi.com

e-mail: mail.es@sobi.com

Hrvatska

România

SWEDISH ORPHAN BIOVITRUM, Glavna

Swedish Orphan Biovitrum s.r.o. Praga - Sucursala

Podružnica Zagreb

Bucuresti

Tel: +420 257 222 034

Tel: +420 257 222 034

e-mail: mail.hr@sobi.com

e-mail: mail.ro@sobi.com

Ireland

Slovenija

Swedish Orphan Biovitrum Ltd

Swedish Orphan Biovitrum s.r.o. - Podružnica v

Tel: + 44 1223 891854

Sloveniji

e-mail: mail.uk@sobi.com

Tel: +420 257 222 034

 

e-mail : mail.si@sobi.com

Ísland

Slovenská republika

Swedish Orphan Biovitrum A/S

Swedish Orphan Biovitrum o.z.

Tlf: + 45 32 96 68 69

Tel: +420 257 222 034

e-mail: mail.dk@sobi.com

e-mail: mail.sk@sobi.com

Italia

Suomi/Finland

Swedish Orphan Biovitrum S.r.l.

Oy Swedish Orphan Biovitrum Ab

Tel: +39 0521 19 111

Puh/Tel: +358 201 558 840

e-mail: mail.it@sobi.com

e-mail: mail.fi@sobi.com

Κύπρος

Sverige

Swedish Orphan Biovitrum S.r.l.

Swedish Orphan Biovitrum AB (publ)

Τηλ: +39 0521 19 111

Tel: +46 8 697 20 00

e-mail: mail.it@sobi.com

e-mail: mail.se@sobi.com

Latvija

United Kingdom

Oy Swedish Orphan Biovitrum Ab

Swedish Orphan Biovitrum Ltd

c/o CentralPharma Communications SIA

Tel: + 44 1223 891854

Tel. +371 67 450 497

e-mail: mail.uk@sobi.com

e-mail: centralpharma@centralpharma.lv

 

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf