Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Repatha (evolocumab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C10

Updated on site: 09-Oct-2017

Nafn lyfsRepatha
ATC-kóðiC10
Efnievolocumab
FramleiðandiAmgen Europe B.V.

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Repatha 420 mg stungulyf, lausn í rörlykju

2.INNIHALDSLÝSING

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Hver áfyllt sprauta inniheldur 140 mg af evolocumabi í 1 ml af lausn.

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 140 mg af evolocumabi í 1 ml af lausn.

Repatha 420 mg stungulyf, lausn í rörlykju

Hver rörlykja inniheldur 420 mg af evolocumabi í 3,5 ml af lausn (120 mg/ml).

Repatha er einstofna IgG2 mannamótefni sem framleitt er með DNA raðbrigðaerfðatækni í eggjastokkafrumum kínverskra hamstra.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn.

Stungulyf, lausn (SureClick).

Stungulyf, lausn (sjálfvirkur smáskammtari).

Lausnin er tær til ópallýsandi, litlaus til fölgul og nánast laus við agnir.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Kólesterólhækkun og blönduð blóðfituröskun

Repatha er ætlað, til viðbótar við sérstakt mataræði, til notkunar hjá fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun (arfblendna ættgenga kólesterólhækkun og kólesterólhækkun sem ekki er arfgeng) eða blandaða blóðfituröskun:

í samhliðameðferð með statíni eða statíni með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ná ekki viðmiðunarmörkum LDL-kólesteróls við hámarksþolskammt statína eða

í einlyfjameðferð eða samhliða öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín.

Arfhrein ættgeng kólesterólhækkun

Repatha er ætlað til notkunar hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun samhliða öðrum blóðfitulækkandi meðferðum.

Ekki hefur verið sýnt fram á áhrif Repatha á hjarta-og æðasjúkdóma og dauðsföll vegna þeirra.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Áður en meðferð með Repatha er hafin skal útiloka að blóðfituhækkun eða blönduð blóðfituröskun sé einkenni um aðra undirliggjandi sjúkdóma (nýrungaheilkenni, vanstarfsemi skjaldkirtils).

Skammtar

Frumkomin kólesterólhækkun og blönduð blóðfituröskun hjá fullorðnum

Ráðlagður skammtur af Repatha er annaðhvort 140 mg á tveggja vikna fresti eða 420 mg einu sinni í mánuði; báðir skammtar eru klínískt jafngildir.

Arfhrein ættgeng kólesterólhækkun hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri

Ráðlagður upphafsskammtur er 420 mg einu sinni í mánuði. Að lokinni 12 vikna meðferð má auka tíðni skammta í 420 mg á 2 vikna fresti hafi ekki náðst klínískt mikilvæg svörun. Sjúklingar sem gangast undir blóðfrumuskiljun geta hafið meðferð með 420 mg á 2 vikna fresti til samræmis við tímasetningar blóðfrumuskiljunar.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með væga til í meðallagi mikla skerðingu á nýrnastarfsemi, sjá kafla 4.4 um sjúklinga með verulega skerta nýrnastarfsemi (metinn gaukulsíunarhraði (eGFR) < 30 ml/mín/1,73 m2).

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi, sjá kafla 4.4 um sjúklinga með í meðallagi og verulega skerta lifrarstarfsemi.

Aldraðir (aldur ≥ 65 ára)

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá öldruðum sjúklingum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Repatha hjá börnum yngri en 18 ára við ábendingunni frumkomin kólesterólhækkun og blönduð blóðfituröskun. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Repatha hjá börnum yngri en 12 ára við ábendingunni arfhrein ættgeng kólesterólhækkun. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Til notkunar undir húð.

Repatha á að sprauta undir húð í kvið, læri eða upphandlegg. Skipta þarf um stungustaði og ekki má sprauta í svæði þar sem húð er aum, marin, rauð eða hörð. Repatha má hvorki gefa í bláæð né í vöðva.

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Þegar gefinn er 420 mg skammtur einu sinni í mánuði eða á tveggja vikna fresti á að nota 3 áfylltar sprautur sem gefnar eru samfellt innan 30 mínútna.

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Þegar gefinn er 420 mg skammtur einu sinni í mánuði eða á tveggja vikna fresti á að nota 3 áfyllta lyfjapenna sem gefnir eru samfellt innan 30 mínútna.

Repatha 420 mg stungulyf, lausn í rörlykju

Þegar gefinn er 420 mg skammtur einu sinni í mánuði eða á tveggja vikna fresti á að nota eina rörlykju í sjálfvirka smáskammtarann.

Repatha er ætlað til sjálfsmeðhöndlunar sjúklings að lokinni viðeigandi þjálfun. Einstaklingur sem hefur verið þjálfaður í að gefa lyfið getur einnig gefið Repatha.

Einnota.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um gjöf lyfsins og notkunarleiðbeiningar sem eru í öskjunni.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Skert nýrnastarfsemi

Notkun lyfsins hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (skilgreint sem metinn gaukulsíunarhraði (eGFR) < 30 ml/mín/1,73 m2) hefur ekki verið rannsökuð (sjá kafla 5.3). Repatha á að nota með varúð hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi kom fram minnkuð heildarútsetning fyrir evolocumabi sem getur leitt til minnkaðra áhrifa til lækkunar LDL-kólesteróls. Því getur verið tilefni til að fylgjast náið með þessum sjúklingum.

Notkun lyfsins hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh C) hefur ekki verið rannsökuð (sjá kafla 5.2). Repatha á að nota með varúð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi.

Þurrt náttúrlegt gúmmí

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Nálarhlífin á áfylltu glersprautunni er gerð úr þurru náttúrulegu gúmmí (latexafleiða) sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Nálarhlífin á áfyllta lyfjapennanum er gerð úr þurru náttúrulegu gúmmí (latexafleiða) sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Natríuminnihald

Þetta lyf inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e.a.s. það er nær natríumfrítt.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum fyrir Repatha.

Milliverkun vegna lyfjahvarfa milli statína og evolocumabs var metin í klínískum rannsóknum fyrir Repatha. Úthreinsun evolocumabs jókst um 20% hjá sjúklingum sem fengu statín samhliða. Þessi aukning á úthreinsun er að hluta til vegna þess að statín auka þéttni PCSK9 (Proprotein-Convertase- Subtilisin/Kexin Type 9) sem hafði ekki neikvæð áhrif á lyfhrif evolocumabs á blóðfitur. Ekki er þörf á skammtaaðlögun fyrir statín við samhliða notkun með Repatha.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á milliverkunum vegna lyfjahvarfa og lyfhrifa milli Repatha og blóðfitulækkandi lyfja annarra en statína og ezetimibs.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Repatha á meðgöngu.

Dýrarannsóknir benda ekki til beinna eða óbeinna eiturverkana á æxlun (sjá kafla 5.3).

Ekki á að nota Repatha á meðgöngu nema meðferð með evolocumabi sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort evolocumab skilst út í brjóstamjólk.

Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti.

Taka verður ákvörðun um hvort brjóstagjöf verði hætt eða hvort meðferð með Repatha verði hætt eða gert hlé á henni út frá ávinningi brjóstagjafar fyrri barnið og ávinningi meðferðarinnar fyrir móðurina.

Frjósemi

Engin gögn liggja fyrir um áhrif evolocumabs á frjósemi hjá mönnum. Áhrif á frjósemi komu ekki fram í dýratilraunum við endapunkt með flatarmál undir tímaferils (AUC) útsetningargildi mun hærri en hjá sjúklingum sem fá 420 mg af evolocumabi einu sinni í mánuði (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Repatha hefur engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi notkunar lyfsins

Algengustu aukaverkanir sem greint var frá í lykilrannsóknum á frumkominni kólesterólhækkun og blandaðri blóðfituröskun við ráðlagða skammta voru nefkoksbólga (4,8%), sýking í efri öndunarvegi (3,2%), bakverkir (3,1%), liðverkir (2,2%), inflúensa (2,3%) og ógleði (2,1%). Öryggisþættir hjá hópnum sem var með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun voru í samræmi við þá sem komu fram hjá hópnum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun.

Samantekinn listi aukaverkana

Aukaverkanir sem greint hefur verið frá í klínískum lykilrannssóknum með samanburðarhópi hjá sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun og arfhreina ættgenga kólesterólhækkun eru sýndar í töflu 1 flokkaðar eftir líffærakerfum og tíðni samkvæmt eftirfarandi skilgreiningu: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000).

Tafla 1: Aukaverkanir vegna Repatha

MedDRA flokkun eftir líffærum

Aukaverkun

Tíðniflokkun

Sýkingar af völdum sýkla og

Inflúensa

Algengar

sníkjudýra

Nefkoksbólga

Algengar

 

Sýking í efri öndunarvegi

Algengar

Ónæmiskerfi

Útbrot

Algengar

 

Ofsakláði

Sjaldgæfar

MedDRA flokkun eftir líffærum

Aukaverkun

Tíðniflokkun

Meltingarfæri

Ógleði

Algengar

Stoðkerfi og stoðvefur

Bakverkir

Algengar

 

Liðverkir

Algengar

Almennar aukaverkanir og

Viðbrögð á stungustað1

Algengar

aukaverkanir á íkomustað

 

 

1Sjá kaflann Lýsingar á völdum aukaverkunum

 

Lýsingar á völdum aukaverkunum

Viðbrögð á stungustað

Algengustu viðbrögð á stungustað voru roðaþot á stungustað, verkur á stungustað og mar á stungustað.

Börn

Takmörkuð reynsla er af notkun Repatha hjá börnum. Fjórtán sjúklingar á aldrinum ≥ 12 til < 18 ára með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun voru með í klínískum rannsóknum. Engin munur sást á öryggisþáttum milli unglinga og fullorðinna sjúklinga með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun.

Öryggi og verkun Repatha hefur ekki verið metið hjá börnum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun.

Aldraðir

Þótt ekki hafi komið fram vandamál tengd öryggi hjá sjúklingum eldri en 75 ára liggja takmarkaðar upplýsingar fyrir hjá þessum undirhópi.

Af samtals 6.026 sjúklingum sem tóku þátt í klínískum rannsóknum á Repatha voru 1.779 (30%) ≥ 65 ára og 223 (4%) voru ≥ 75 ára. Enginn heildarmunur á öryggi eða verkun sást milli þessara sjúklinga og yngri sjúklinga.

Mótefnamyndun

Í klínískum rannsóknum mældist jákvæð svörun á myndun mótefna hjá 0,1% sjúklinga (7 af 4.846 sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun og 0 af 80 sjúklingum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun), sem fengið höfðu að minnsta kosti einn skammt af Repatha

(4 af þessum sjúklingum höfðu skammvinn mótefni). Sjúklingar, með jákvæða svörun í sermi fyrir bindandi mótefnum, gengust undir frekara skoðun m.t.t. hluteysandi mótefna og reyndist enginn sjúklinganna vera með jákvæða svörun fyrir hlutleysandi mótefnum. Lyfjahvarfafræðilegir þættir, svörun og öryggi Repatha breyttist ekki þótt til staðar væru and-evolucumab bindandi mótefni.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar aukaverkanir sáust í dýratilraunum við útsetningu allt að 300 falt hærri en hjá sjúklingum sem fá Repatha 420 mg einu sinni í mánuði.

Engin sértæk meðferð er til við ofskömmtun Repatha. Komi til ofskömmtunar á að meðhöndla sjúkling með tilliti til einkenna og veita viðeigandi stuðningsmeðferð eftir þörfum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur blóðfitulækkandi lyf, ATC-flokkur: C10AX13

Verkunarháttur

Evolocumab binst sértækt við PCSK9 og hindrar PCSK9 í blóðrás í að bindast LDL-viðtökum á yfirborði lifrarfrumu, og hindrar þannig niðurbrot LDL-viðtaka fyrir tilstilli PCSK9. Aukning á LDL-viðtökum í lifur veldur tengdri lækkun LDL-kólesteróls í sermi.

Lyfhrif

Í klínískum rannsóknum lækkaði Repatha óbundið PCSK9, LDL-kólesteról, heildarkólesteról (total cholesterol TC) apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1, VLDL-kólesteról, þríglýseríð og lípóprótein (a) og jók HDL-kólesteról og apólípóprótein A1 hjá sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun.

Gjöf Repatha 140 mg eða 420 mg einu sinni undir húð leiddi til hámarks bælingar á óbundnu PCSK9 í blóði eftir 4 klst og lækkaði LDL-kólesteról í kjölfarið og náði meðaltals lággildi (nadir) svörunar eftir 14 og 21 dag, í þeirri röð. Breytingar á óbundnu PCSK9 og lípópróteinum í sermi gengu til baka þegar meðferð með Repatha var hætt. Ekki sást aukning á óbundnu PCSK9 eða LDL-kólesteróli upp fyrir grunngildi á meðan evolocumab var að hreinsast út sem bendir til þess að uppbótarkerfi til að auka framleiðslu PCSK9 og LDL-kólesteróls fari ekki í gang á meðan á meðferð stendur.

Gjöf 140 mg á 2 vikna fresti og 420 mg einu sinni í mánuði undir húð var jafngild hvað varðar meðallækkun LDL-kólesteróls (meðaltal í 10. og 12. viku) sem leiddi til -72 til -57% frá upphafsgildi borið saman við lyfleysu. Meðferð með Repatha leiddi til sambærilegrar lækkunar á LDL-kólesteróli þegar það var notað eitt og þegar það var notað með annarri blóðfitulækkandi meðferð. Áhrifin til lækkunar LDL-kólesteróls eru langvarandi, lengsta mælda tímabilið var 112 vikur.

Verkun við frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun

Lækkun á LDL-kólesteróli um u.þ.b. 55%-75% náðist með Repatha í viku 1 og hélst meðan á langtíma meðferð stóð. Hámarkssvörun náðist yfirleitt innan 1 til 2 vikna við skammta 140 mg á 2 vikna fresti og 420 mg einu sinni í mánuði.

Hjá 80-85% allra sjúklinga sem fengu meðferð með Repatha, báðum skammtastærðum, sást ≥ 50% lækkun á LDL-kólesteróli að meðaltali viku 10 og 12. Allt að 99% sjúklinga sem fengu Repatha, báðar skammtastærðir, náðu styrk LDL-kólesteróls < 2,6 mmól/l og allt að 95% náðu styrk LDL-kólesteróls < 1,8 mmól/l að meðaltali í viku 10 og 12.

Repatha, í báðum skammtastærðum, verkaði hjá öllum undirhópum borið saman við lyfleysu og ezetimib og sást enginn marktækur munur milli undirhópa svo sem aldurs, kyns, kynþáttar, landsvæðis, líkamsþyngdarstuðuls (BMI), fræðsluáætlun um áhættu kólesteróls (National Cholesterol Education Program risk), reykinga, kransæðasjúkdóma í upphafi, áhættuþátta, ættarsögu um ótímabæra kransæðasjúkdóma, sykurþols (þ.e. sykursýki af tegund 2, efnaskiptaröskun eða hvorugt), háþrýstings, skammta og styrk statína, óbundins PCSK9 í upphafi, LDL-kólesteról í upphafi og þríglýseríða í upphafi.

Repatha lækkaði LDL-kólesteról, kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, apólípóprótein B (ApoB), heildarkólesteról (TC), lípóprótein (a), VLDL-kólesteról, þríglýseríð, heildarkólesteról/HDL-kólesteról og apólípóprótein B/apólípóprótein A1, og jók HDL-kólesteról hjá sjúklingum með blandaða blóðfituröskun.

Repatha reyndist betra en ezetimib í að lækka LDL-kólesteról, heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, lípóprótein (a), heildarkólesteról/HDL-kólesteról og apólípóprótein B/apólípóprótein A1.

Samsett meðferð með statíni og statín ásamt annarri blóðfitulækkandi meðferð

LAPLACE-2 var alþjóðleg, fjölsetra, tvíblind, slembiröðuð rannsókn sem stóð yfir í 12 vikur hjá 1.896 sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun eða blandaða blóðfituröskun. Sjúklingum var slembiraðað til að fá Repatha samhliða statíni (rosuvastatin, simvastatin eða atorvastatin). Repatha var borið saman við lyfleysu í hópunum sem fengu rosuvastatin og simvastatin og borið saman við lyfleysu og ezetimib hjá hópnum sem fékk atorvastatin.

Repatha lækkaði LDL-kólesteról marktækt frá upphafsgildi til meðaltals í vikum 10 og 12 borið saman við lyfleysu í hópunum með rosuvastatini og simvastatini og borið saman við lyfleysu og ezetimib í hópnum með atorvastatini (p < 0,001). Repatha lækkaði marktækt heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1, VLDL-kólesteról, þríglýseríð og lípóprótein (a) og jók HDL-kólesteról frá upphafsgildum að meðaltali í vikum 10 og 12 samanborið við lyfleysu í hópunum sem fengu rosuvastatin og simvastatin (p < 0,05) og lækkaði marktækt heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1og lípóprótein (a) samanborið við lyfleysu og ezetimib í hópnum sem fékk atorvastatin (p < 0,001) (sjá töflur 2 og 3).

RUTHERFORD-2 var alþjóðleg, fjölsetra, tvíblind, slembiröðuð samanburðarrannsókn með lyfleysu sem stóð yfir í 12 vikur hjá 329 sjúklingum með arfblendna ættgenga kólesterólhækkun á blóðfitulækkandi meðferð. Repatha minnkaði marktækt LDL-kólesteról frá upphafsgildi að meðtali í vikum 10 og 12 samanborið við lyfleysu (p < 0,001). Repatha minnkaði marktækt heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1, VLDL-kólesteról, þrýglýseríð og lípóprótein (a) og jók HDL-kólesteról og apólípóprótein A1 frá upphafsgildi til meðaltals í vikum 10 og 12 borið saman við lyfleysu (p <0,05) (sjá töflu 2).

Tafla 2: Áhrif meðferðar Repatha samanborið við lyfleysu hjá sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun – meðaltals breyting í prósentum frá upphafsgildi til meðaltals í vikum 10 og 12 (%, CI 95%)

Rannsókn

Skammta-

LDL-

Ekki-

Apo TC Lp(a)

VLDL- HDL- Þrí-

ApoA1

TC/

ApoB/

 

stærðir

kólesteról

HDL-

B

(%) (%) kólesteról kólesterólglýseríð

(%)

HDL-

ApoA1

 

 

(%)

kólesteról (%)

 

(%)

(%)

(%)

 

kólesteról Hlutfall

 

 

 

(%)

 

 

 

 

 

 

Hlutfall

%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

%

 

LAPLACE-2

140 mg

-72b

-60b

-56

b

-41

b

-30

b

-18b

6b

-17

b

3b

-45b

-56

b

 

 

 

 

 

(HMD)

Q2W

 

 

 

 

 

(-75,-69) (-63,-58)

(-58, (-43,

(-35,

(-23,-14)

(4,8)

(-22,

(1,5)

(-47,-42)

(-59,

(saman rosuvastatin,

(N = 555)

-53)

-39)

-25)

-13)

-53)

 

 

 

 

 

 

simvastatin, &

420 mg

-69b

-60b

-56

b

-40

b

-27

b

-22b

8b

-23

b

5b

-46b

-58

b

atorvastatin hópar)

 

 

 

 

 

QM

 

 

 

 

 

 

(-73,-65)

(-63,-57)

(-58, (-42,

(-31,

(-28,-17)

(6,10)

(-28,

(3,7)

(-48,-43)

(-60,

 

(N = 562)

-53) -37)

-24)

-17)

-55)

 

 

 

 

 

 

 

RUTHERFORD-

140 mg

-61b

-56b

-49

b

-42

b

-31

b

-23b

8b

-22

b

7a

-47b

-53

 

 

 

 

Q2W

 

 

 

 

(-67,-55) (-61,-51)

(-54, (-46,

(-38,

(-29,-16)

(4,12)

(-29,

(3,12)

(-51,-42)

(-58,

(HeFH)

(N = 110)

-44) -38)

-24)

-15)

-48)

 

 

 

 

 

 

 

420 mg

-66b

-60b

-55

b

-44

b

-31

b

-16b

9b

-17b

5a

-49b

-56

b

 

 

 

 

 

 

QM

 

 

 

 

 

(-72,-61)

(-65,-55)

(-60, (-48,

(-38,

(-23,-8)

(5,14)

(-24, -9)

(1,9)

(-54,-44)

(-61,

 

(N = 110)

-50) -40)

-24)

-50)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammstafanir: Q2W = einu sinni á 2 vikna fresti, QM = einu sinni í mánuði, HMD = Frumkomin kólesterólhækkun og blönduð blóðfituröskun (primary hypercholesterolaemia and mixed dyslipidaemia); HeFH = arfblendin ættgeng kólesterólhækkun (heterozygous familial hypercholesterolaemia); a p gildi < 0,05 borið saman við lyfleysu. b p gildi < 0,001 borið saman við lyfleysu.

Sjúklingar sem ekki þola statín

GAUSS-2 var alþjóðleg, fjölsetra, tvíblind, slembiröðuð, samanburðarrannsókn með ezetimibi sem stóð yfir í 12 vikur hjá 307 sjúklingum sem ekki þoldu statín eða gátu ekki þolað virkan skammt af statíni. Repatha lækkaði marktækt LDL-kólesteról samanborið við ezetimib (p < 0,001). Repatha lækkaði marktækt heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1 og lípóprótein (a) frá upphafsgildi til meðaltals í vikum 10 og 12 borið saman við ezetimib (p < 0,001) (sjá töflu 3).

Meðferð þegar statín er ekki til staðar

MENDEL-2 var alþjóðleg, fjölsetra, tvíblind, slembiröðuð, samanburðarrannsókn á Repatha með lyfleysu og ezetimibi sem stóð yfir í 12 vikur hjá 614 sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun. Repatha lækkaði marktækt LDL-kólesteról frá upphafsgildi til meðaltals í vikum 10 og 12 samanborið við bæði ezetimib og lyfleysu (p < 0,001). Repatha lækkaði marktækt heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1 og lípóprótein (a) frá upphafsgildi til meðaltals í vikum 10 og 12 borið saman við bæði lyfleysu og ezetimib (p < 0,001) (sjá töflu 3).

Tafla 3: Áhrif meðferðar Repatha samanborið við ezetimib hjá sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun – meðaltals breyting í prósentum frá upphafsgildi til meðaltals í vikum 10 og 12 (%, CI 95%)

Rannsókn

 

Skammta-

 

 

LDL-

 

 

Ekki-

 

Apo

TC

Lp(a)

VLDL-

HDL-

Þrí-

ApoA1

TC/

ApoB/

 

 

 

 

 

 

 

 

stærðir

 

 

kólesteról

 

 

HDL-

 

B

 

(%)

(%)

 

kólesteról

kólesteról

glýseríð

(%)

HDL-

ApoA1

 

 

 

 

 

(%)

 

 

kólesteról

 

(%)

 

 

 

 

(%)

(%)

(%)

 

kólesteról

Hlutfall

 

 

 

 

 

 

 

 

(%)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hlutfall

%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

%

 

 

LAPLACE-

 

140 mg

 

 

 

 

 

 

 

c

 

c

 

c

 

 

 

 

 

 

c

 

 

-43c

 

-34c

-34

-23

-30

 

-1

7c

-2

7c

-27c

-38

 

 

Q2W

 

 

 

 

 

(-50, -37)

 

(-39, -30)

 

(-38,

(-26,

(-35,

(-7, 5)

(4, 10)

(-9, 5)

(4, 9)

(-30, -23)

(-42,

(HMD)

 

(N = 219)

 

 

-30)

-19)

-25)

-34)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(sameinað

 

420 mg

 

-46c

 

-39c

-40

c

-25

c

-33

c

-7

8c

-8

7c

-30c

-42

c

atorvastatin

 

QM

 

 

 

 

 

 

hópar)

 

(-51, -40)

 

(-43, -34)

 

(-44,

(-29,

(-41,

(-20, 6)

(5, 12)

(-21, 5)

(2, 11)

(-34, -26)

(-47,

 

(N = 220)

 

 

-36)

-22)

-26)

-38)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

GAUSS-2

 

140 mg

 

 

 

 

 

 

 

b

 

b

 

b

 

 

 

 

 

 

b

 

 

-38b

 

-32b

-32

-24

-24

 

-2

-3

5a

-27b

-35

 

(statín þolist

 

Q2W

 

 

 

 

 

(-44, -33)

 

(-36, -27)

 

(-37,

(-28,

(-31,

(-10, 7)

(1, 10)

(-11, 6)

(2, 9)

(-32, -23)

(-40,

ekki)

 

(N = 103)

 

 

-27)

-20)

-17)

-30)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

420 mg

 

 

 

 

 

 

 

b

 

b

 

b

 

 

 

 

 

 

b

 

 

 

-39b

 

-35b

-35

-26

-25

 

-4

-6

-30b

-36

 

 

 

QM

 

 

 

 

 

 

(-44, -35)

 

(-39, -31)

 

(-40,

(-30,

(-34,

(-13, 6)

(1, 10)

(-17, 4)

(-1, 7)

(-35, -25)

(-42,

 

 

(N = 102)

 

 

-30)

-23)

-17)

-31)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MENDEL-

 

140 mg

 

 

 

 

 

 

 

b

 

b

 

b

 

 

 

 

 

 

b

 

 

-40b

 

-36b

-34

-25

-22

 

-7

6a

-9

-29b

-35

 

 

Q2W

 

 

 

 

 

(-44, -37)

 

(-39, -32)

 

(-37,

(-28,

(-29,

(-14, 1)

(3, 9)

(-16, -1)

(0, 6)

(-32, -26)

(-39,

(meðferð án

 

(N = 153)

 

 

-30)

-22)

-16)

-31)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

statíns)

 

420 mg

 

-41b

 

-35b

-35

b

-25

b

-20

b

-10

-9

4a

-28b

-37

b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

QM

 

 

 

 

 

 

 

 

(-44, -37)

 

(-38, -33)

 

(-38,

(-28,

(-27,

(-19, -1)

(1, 7)

(-18, 0)

(1, 7)

(-31, -24)

(-41,

 

 

(N = 153)

 

 

-31)

-23)

-13)

-32)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammstafanir: Q2W = einu sinni á 2 vikna fresti, QM = einu sinni í mánuði, HMD = Frumkomin kólesterólhækkun og blönduð blóðfituröskun (primary hypercholesterolaemia and mixed dyslipidaemia),

a p gildi < 0,05 borið saman við ezetimib, b p gildi < 0.001 borið saman við ezetimib, c tölulegt p gildi < 0,001 borið saman við ezetimib.

Langtíma verkun við frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun

DESCARTES var alþjóðleg, fjölsetra, tvíblind, slembiröðuð, samanburðarrannsókn með lyfleysu sem stóð yfir í 52 vikur hjá 901 sjúklingi með blóðfituhækkun sem fengu eingöngu sérstakt matarræði, atorvastatin eða samsetta meðferð með atorvastatini og ezetimibi. Repatha 420 mg einu sinni í mánuði lækkaði marktækt LDL-kólesteról frá upphafsgildi að 52. viku samanborið við lyfleysu (p < 0,001). Meðferðaráhrif héldust í 1 ár eins og sást á lækkun á LDL-kólesteróli frá viku 12 til viku 52. Lækkun á

LDL-kólesteróli frá upphafsgildi að viku 52 samanborið við lyfleysu var sambærileg milli blóðfitulækkandi meðferða sem voru hámarkaðar fyrir LDL-kólesteról og hættu á hjarta-og æðasjúkdómum.

Repatha lækkaði marktækt heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1, VLDL-kólesteról, þríglýseríð og lípóprótein (a) og jók HDL-kólesteról og apólípóprótein A1 í viku 52 borið saman við lyfleysu (p < 0,001) (sjá töflu 4).

Tafla 4: Áhrif meðferðar Repatha samanborið við lyfleysu hjá sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun og blandaða blóðfituröskun – meðaltals breyting í prósentum frá upphafsgildi til meðaltals í viku 52 (%, CI 95%)

Rannsókn

Skammt

LDL-

Ekki-

Apo B TC Lp(a) VLDL-

HDL-

Þrí-

ApoA TC/

ApoB/

 

a-

kóleste

HDL-

(%)

(%) (%)

kólesteró kólester glýser 1

HDL-

ApoA

 

stærðir

ról

kóleste

 

 

l

ól

íð

(%)

kólester 1

 

 

(%)

ról

 

 

(%)

(%)

(%)

 

ól

Hlutfa

 

 

 

(%)

 

 

 

 

 

 

Hlutfall ll

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

%

%

DESCART

420 mg

-59b

-50b

-44b

-33b

-22b

-29b

5b

-12b

3a

-37b

-46

b

ES

QM

(-64, -55)

(-54, -46)

(-48,

(-36,

(-26,

(-40, -18)

(3, 8)

(-17, -6)

(1, 5)

 

(-40, -34)

(-50,

 

(N = 599)

 

 

-41)

-31)

-19)

 

 

 

 

-43)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammstafanir: QM = einu sinni í mánuði, gildi < 0,001 borið saman við lyfleysu.

a tölulegt p gildi < 0,001 borið saman við lyfleysu. b p

OSLER og OSLER-2 eru tvær slembiraðaðar, opnar, framhaldsrannsóknir með samanburðarhópi, sem eru nú í gangi, til að meta öryggi og verkun Repatha til langs tíma hjá sjúklingum sem lokið hafa meðferð í fyrri rannsókn. Í hvorri framhaldsrannsókn var sjúklingum slembiraðað 2:1 til að fá annaðhvort Repatha auk staðlaðar meðferðar (evolocumab hópur) eða eingöngu staðlaða meðferð (samanburðarhópur) á fyrsta ári rannsóknarinnar. Við lok fyrsta árs (vika 52 í OSLER og vika 48 í OSLER-2) höfðu sjúklingar möguleika á að fara í Repatha tímabil en þá fá allir sjúklingar Repatha í annaðhvort 4 ár til viðbótar (OSLER) eða 1 ár (OSLER-2).

Samtals 1.324 sjúklingar voru skráðir í OSLER. Repatha 420 mg einu sinni í mánuði lækkaði marktækt LDL-kólesteról frá upphafsgildi að viku 12 og viku 52 borið saman við samanburðarhópinn (tölulegt p < 0,001). Áhrif meðferðar héldust í 124 vikur eins og sást með lækkun LDL-kólesteróls frá viku 12 í upphafsrannsókninni að viku 112 í opnu framhaldsrannsókninni. Samtals 2.928 sjúklingar voru skráðir í OSLER-2. Repatha lækkaði marktækt LDL-kólesteról frá upphafsgildi að viku 12 borið saman við samanburðarhópinn (tölulegt p < 0,001). Áhrif meðferðar héldust eins og sást með lækkun á LDL-kólesteróli frá viku 12 til viku 24 í opnu framhaldsrannsókninni. Repatha lækkaði marktækt heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1, VLDL-kólesteról, þríglýseríð og lípóprótein (a) og jók HDL-kólesteról og apólípóprótein A1 frá upphafsgildum að viku 52 í OSLER og viku 24 í OSLER-2 borið saman við samanburðarhópinn (tölulegt p < 0,001). LDL-kólesteról og aðrir mælikvarðar blóðfitu náðu upphafsgildum innan 12 vikna eftir að Repatha meðferð var hætt í upphafi OSLER eða OSLER 2 án einkenna um afturkast.

TAUSSIG er opin, fjölsetra, 5 ára framhaldsrannsókn, sem er nú í gangi, til að meta öryggi og verkun Repatha til langs tíma sem viðbótarmeðferð við aðra blóðfitulækkandi meðferð hjá sjúklingum með alvarlega ættgenga kólesterólhækkun, þ.m.t. arfhreina ættgenga kólesterólhækkun. Samtals 102 sjúklingar með alvarlega ættgenga kólesterólhækkun og 96 sjúklingar með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun voru skráðir í TAUSSIG. Allir sjúklingarnir í rannsókninni fengu í upphafi meðferð með Repatha 420 mg einu sinni í mánuði nema þeir sem voru í blóðfrumuskiljun í upphafi en þeir fengu Repatha 420 mg á 2 vikna fresti. Tíðni skammta hjá sjúklingum sem ekki voru í blóðfrumuskiljun var hægt að auka upp að 420 mg á tveggja vikna fresti samkvæmt LDL-kólesteról svörun og PCSK9 gildum. Langtímameðferð með Repatha leiddi í ljós að meðferðaráhrif héldust eins og kom í ljós með lækkun LDL-kólesteróls hjá sjúklingum með alvarlega ættgenga kólesterólhækkun (tafla 5).

Breytingar á öðrum mælistærðum blóðfitu (heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B (ApoB), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról og

apólípóprótein B/apólípóprótein A1) sýndu einnig fram á að meðferðaráhrif héldust við gjöf Repatha til lengri tíma hjá sjúklingum með alvarlega ættgenga kólesterólhækkun.

Tafla 5: Áhrif Repatha á LDL-kólesteról hjá sjúklingum með alvarlega ættgenga kólesterólhækkun – miðgildi breytingar frá upphafsgildi að viku 36 í OLE í prósentum

Sjúklingaþýði

OLE vika 12

OLE vika 24

OLE vika 36

(N)

(n = 16)

(n = 8)

(n = 5)

 

 

 

 

Alvarleg FH (N = 102)

-47

-45

-48

Skammstafanir: OLE = opin framhaldsrannsókn, N (n) = Fjöldi sjúklinga sem hægt var að meta (N) og sjúklingar sem komu í fyrirfram tímasettar skoðanir og hægt var að sjá LDL-kólesteról gildi hjá (n) í milligreiningarhlutanum hjá hópnum með alvarlega ættgenga kólesterólhækkun = FH (familial hypercholesterolaemia).

Ekki hefur enn verið sýnt fram á klínískt mikilvægi þess, þ.m.t. öryggi til lengri tíma, að viðhalda mjög lágum gildum af LDL-kólesteróli (þ.e.< 0,65 mmól/l [< 25 mg/dl]). Fyrirliggjandi gögn sýna að ekki er mikilvægur klínískur munur á öryggi hjá sjúklingum með gildi LDL-kólesteróls < 0,65 mmól/l og þeirra sem hæfa hærri gildi LDL-kólesteróls, sjá kafla 4.8.

Klínísk verkun við arfhreina ættgenga kólesterólhækkun

TESLA var alþjóðleg, fjölsetra, tvíblind, slembiröðuð, samanburðarrannsókn með lyfleysu sem stóð yfir í 12 vikur hjá 49 sjúklingum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun á aldrinum 12 til 65 ára. Repatha 420 mg einu sinni í mánuði sem viðbót við aðra blóðfitulækkandi meðferðir (t.d. statín, gallsýrubindandi lyf) lækkaði marktækt LDL-kólesteról og apólípóprótein B (ApoB) í viku 12 borið saman við lyfleysu (p < 0,001) (tafla 6). Breytingar á öðrum mælistærðum blóðfitu (heildarkólesteról (TC), kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról og

apólípóprótein B/apólípóprótein A1) sýndu einnig fram á meðferðaráhrif við gjöf Repatha hjá sjúklingum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun.

Tafla 6: Áhrif meðferðar Repatha samanborið við lyfleysu hjá sjúklingum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun – meðaltals breyting í prósentum frá upphafsgildi til meðaltals í viku 12 (%, CI 95%)

Rannsókn Skammta-

LDL-

Ekki -

Apo TC Lp(a)

VLDL-

HDL-

Þrí-

TC/

ApoB/

stærðir

kólesteról

HDL-

B

(%) (%) kólesteról kólesterólglýseríð

HDL-

ApoA1

 

(%)

kólesteról

(%)

 

(%)

(%)

(%)

kólesteról Hlutfall

 

 

(%)

 

 

 

 

 

Hlutfall

%

 

 

 

 

 

 

 

 

%

 

TESLA

420 mg

-32b

-30a

-23b -27a

-12

-44

-0.1

0.3

-26a

-28a

(HoFH)

QM

(-45, -19)

(-42, -18)

(-35, (-38,

(-25,

(-128, 40)

(-9, 9)

(-15, 16)

(-38, -14)

(-39,

 

(N = 33)

 

 

-11) -16)

2)

 

 

 

 

-17)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammstafanir: HoFH = arfhrein ættgeng kólesterólhækkun (homozygous familial hypercholesterolaemia); QM = einu sinni í mánuði; a tölulegt p gildi < 0,001 borið saman við lyfleysu; b p gildi < 0,001 borið saman við lyfleysu.

Langtímaverkun við arfhreinni ættgengri kólesterólhækkun

Í TAUSSIG rannsókninni kom í ljós að við langtíma notkun Repatha héldust meðferðaráhrif eins og sást með lækkun LDL-kólesteróls um u.þ.b. 20% til 30% hjá sjúklingum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun, sem ekki fengu blóðfrumuskiljun og u.þ.b. 15% til 25% hjá sjúklingum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun, sem fengu blóðfrumuskiljun (tafla 7). Breytingar á öðrum mælistærðum blóðfitu (heildarkólesteról (TC), apólípóprótein B, kólesteról sem ekki er HDL-kólesteról, heildarkólesteról/HDL-kólesteról, apólípóprótein B/apólípóprótein A1) sýndu einnig fram á meðferðaráhrif við gjöf Repatha til lengri tíma hjá sjúklingum með arfhreina ættgenga

kólesterólhækkun. Lækkun LDL-kólesteróls og breytingar á öðrum mælistærðum blóðfitu hjá 13 sjúklingum á unglingsaldri (aldur ≥ 12 til < 18 ára) með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun eru sambærilegar við breytingar hjá öllu sjúklingaþýði með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun.

Tafla 7: Áhrif Repatha á LDL-kólesteról hjá sjúklingum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun – meðaltals breyting í prósentum frá upphafsgildi að viku 36 í OLE

Sjúklingaþýði

OLE vika 12

OLE vika 24

OLE vika 36

(N)

 

 

 

HoFH

-20

-23

-24

(N = 96)

(n = 70)

(n = 46)

(n = 30)

Ekki blóðfrumuskiljun

-22

-24

-24

(N = 65)

(n = 46)

(n = 33)

(n = 27)

Blóðfrumuskiljun

-17

-20

-21

(N = 31)

(n = 24)

(n = 13)

(n = 3)

Skammstafanir: OLE = opin framhaldsrannsókn, N (n) = Fjöldi sjúklinga sem hægt var að meta (N) og sjúklingar sem komu í fyrirfram tímasettar skoðanir og hægt var að sjá LDL-kólesteról gildi hjá (n) í milligreiningarhlutanum hjá hópnum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun = HoFH (homozygous familial hypercholesterolaemia).

Ekki hefur verið sýnt fram á áhrif Repatha á hjarta-og æðasjúkdóma og dauðsföll vegna þeirra.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Repatha hjá öllum undirhópum barna við blandaðri blóðfituröskun.

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Repatha hjá einum eða fleiri undirhópum barna á meðferð við hækkuðu kólesteróli.

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Repatha hjá börnum. Fjórtán unglingar á aldrinum ≥ 12 til < 18 ára með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun hafa tekið þátt í klínískum rannsóknum. Enginn munur sást á öryggi og verkun hjá unglingunum og fullorðnum með arfhreina ættgenga kólesterólhækkun.

Sjá kafla 4.2 varðandi upplýsingar um notkun hjá börnum.

5.2Lyfjahvörf

Frásog og dreifing

Miðgildi hámarksþéttni í sermi náðist 3 til 4 dögum eftir að einn skammtur af 140 mg eða 420 mg af Repatha var gefinn undir húð hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum. Gjöf á einum skammti af 140 mg undir húð leiddi til Cmax meðaltals (staðalfrávik (SD)) 13,0 (10,4) míkróg/ml og AUClast meðaltals (SD) 96,5 (78,7) dagur•míkróg/ml. Gjöf á einum skammti af 420 mg undir húð leiddi til Cmax meðaltals (SD) 46,0 (17,2) míkróg/ml og AUClast meðaltals (SD) 842 (333) dagur•míkróg/ml. Þrír 140 mg skammtar gefnir undir húð voru jafngildir einum 420 mg skammti gefnum undir húð. Heildaraðgengi eftir lyfjagjöf undir húð var ákvarðað 72% út frá lyfjahvarfalíkönum.

Eftir gjöf eins 420 mg skammts af Repatha í bláæð var meðaltal (SD) dreifingarrúmmáls við jafnvægi metið sem 3,3 (0,5) l sem bendir til takmarkaðrar dreifingar evolocumabs í vefi.

Umbrot

Repatha er eingöngu samsett úr amínósýrum og kolvetnum sem eðlileg immúnóglóbúlín og er ólíklegt að brotthvarf verði eftir umbrotsleiðum í lifur. Líklegt er að umbrot og brotthvarf fylgi úthreinsunarleiðum immúnóglóbúlíns, sem leiða til niðurbrots í lítil peptíð og einstakar amínósýrur.

Brotthvarf

Virkur helmingunartími evolocumabs var metinn 11 til 17 dagar.

Hjá sjúklingum með frumkomna kólesterólhækkun eða blandaða blóðfituröskun á háum skömmtum af statíni er heildarútsetning fyrir evolocumabi aðeins lægri en hjá sjúklingum sem fá lága til í meðallagi lága skammta af statíni (hlutfall AUClast 0,74 [90% CI 0,29; 1,9]). Aukning á úthreinsun um u.þ.b.

20% er að hluta til vegna þess að statín auka þéttni PCSK9 sem hafði ekki neikvæð áhrif á lyfhrif evolocumabs á blóðfitur. Greiningar á lyfjahvörfum þýðis bentu ekki til þess að marktækur munur væri á þéttni evolocumabs í sermi hjá sjúklingum sem voru með kólesterólhækkun (kólesterólhækkun sem ekki er arfgeng eða arfgeng kólesterólhækkun) sem tóku statín samhliða.

Línulegt/ólínulegt samband

Eftir staka gjöf á 420 mg í bláæð var meðaltals (SD) úthreinsun áætluð 12 (2) ml/klst. Í klínískum rannsóknum með endurtekna skammta undir húð yfir 12 vikna tímabil sást aukning í útsetningu í hlutfalli við skammta við skammta 140 mg eða hærri. Um tvö- til þreföld uppsöfnun sást á lággildum í þéttni í sermi (Cmin (SD) 7,21 (6,6)) eftir 140 mg skammta á 2 vikna fresti eða eftir 420 mg skammt gefinn mánaðarlega (Cmin (SD) 11,2 (10,8)) og lággildi þéttni í sermi nálgaðist jafnvægi eftir 12 vikna lyfjagjöf.

Ekki sáust tímaháðar breytingar á þéttni í sermi á 124 vikna tímabili.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga til í meðallagi mikla skerðingu á nýrnastarfsemi. Greiningar á lyfjahvörfum þýðis með samþættum gögnum úr klínískum rannsóknum á Repatha leiddi ekki í ljós mun á lyfjahvörfum evolocumabs hjá sjúklingum með væga til í meðallagi mikla skerðingu á nýrnastarfsemi borið saman við sjúklinga sem ekki áttu við nýrnasjúkdóma að stríða. Repatha hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur A). Gjöf á stökum 140 mg skömmtum undir húð var rannsökuð hjá 8 sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi, 8 sjúklingum með í meðallagi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi og

8 heilbrigðum einstaklingum. Útsetningin fyrir evolocumabi reyndist vera u.þ.b. 40-50% minni borið saman við heilbrigða einstaklinga. Hins vegar reyndust upphafsgildi PCSK9 og tímalengd og magn hlutleysingar á PCSK9 vera svipuð hjá sjúklingum með væga til í meðallagi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi og hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Þetta leiddi til þess að tími og magn heildar LDL-kólesteróllækkunar var sambærilegt. Repatha hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur C) (sjá kafla 4.4).

Líkamsþyngd

Líkamsþyngd var marktæk skýribreyta sem hafði áhrif á lággildi þéttni evolocumabs í rannsóknum á lyfjahvörfum í þýði, hins vegar voru engin áhrif á lækkun LDL-kólesteróls. Eftir endurtekna gjöf 140 mg undir húð á 2 vikna fresti var 12 vikna lággildi þéttni 147% hærri og 70% lægri hjá 69 kg og 93 kg sjúklingum, í þeirri röð, en hjá dæmigerðum 81 kg sjúklingi. Líkamsþyngd hafði minni áhrif þegar gefnir voru endurteknir 420 mg skammtar undir húð einu sinni í mánuði.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Greiningar á lyfjahvörfum þýðis benda til þess að ekki þurfi að aðlaga skammta með tilliti til aldurs, kyns eða kynþáttar. Lyfjahvörf evolocumabs urðu fyrir áhrifum vegna líkamsþyngdar án greinanlegra áhrifa á lækkun LDL-kólesteróls. Því er ekki þörf á að aðlaga skammta með tilliti til líkamsþyngdar.

5.3Forklínískar upplýsingar

Evolocumab hafði ekki krabbameinsvaldandi áhrif hjá hömstrum við skammta mun hærri en hjá sjúklingum sem fá 420 mg af evolocumabi einu sinni í mánuði. Möguleg stökkbreytandi áhrif evolocumabs hafa ekki verið metin.

Hjá hömstrum og cynomolgus öpum sáust engin áhrif á frjósemi karldýra né kvendýra við mun hærri útsetningu en hjá sjúklingum sem fá 420 mg af evolocumabi einu sinni í mánuði.

Hjá cynomolgus öpum sáust engin áhrif á þroska fósturvísis, fósturs eða nýbura (að 6 mánaða aldri) við mun hærri útsetningu en hjá sjúklingum sem fá 420 mg af evolocumabi einu sinni í mánuði.

Fyrir utan T eitilfrumnaháða mótefnasvörun hjá cynomolgus öpum sem voru bólusettir með KLH-próteini (keyhole limpet hembláma) eftir 3 mánaða eftir meðferð með evolocumab sáust engar aukaverkanir hjá hömstrum (að 3 mánaða aldri) og cynomolgus öpum (að 6 mánaða aldri) við mun hærri útsetningu en hjá sjúklingum sem fá 420 mg af evolocumabi einu sinni í mánuði. Tilætluð lyfjafræðileg áhrif til lækkunar LDL-kólesteróls og heildarkólesteróls í sermi sáust í þessum rannsóknum og gengu til baka þegar meðferð var hætt.

Við samsetta meðferð með rosuvastatini í 3 mánuði komu engar aukaverkanir fram hjá cynomolgus öpum við mun hærri útsetningu en hjá sjúklingum sem fá 420 mg af evolocumabi einu sinni í mánuði. Lækkun á gildum LDL-kólesteróls og heildarkólesteróls í sermi var meira áberandi en hafði sést fyrr með evolocumabi einu og sér og gekk til baka þegar meðferð var hætt.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Prólín

Ísediksýra Pólýsorbat 80

Natríum hýdroxíð (til að stilla pH) Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Gæmið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa.

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Repatha 420 mg stungulyf, lausn í rörlykju

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og raka.

Ef Repatha er tekið úr kæli má geyma lyfið við stofuhita (að 25°C) í upprunalegum umbúðum og þarf að nota lyfið innan 1 mánaðar.

6.5Gerð íláts og innihald

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Einn ml af lausn í einnota áfylltri sprautu úr gleri af gerð I með 27 gauge nál úr ryðfríu stáli.

Nálarhlífin á áfylltu sprautunni er gerð úr þurru náttúrulegu gúmmí (latexafleiða, sjá kafla 4.4).

Pakkningastærð með einni áfylltri sprautu.

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Einn ml af lausn í einnota áfylltum lyfjapenna úr gleri af gerð I með 27 gauge nál úr ryðfríu stáli.

Nálarhlífin á áfyllta lyfjapennanum er gerð úr þurru náttúrulegu gúmmí (latexafleiða, sjá kafla 4.4).

Pakkningastærðir með einum, tveimur, þremur eða fjölpakkningu með sex (3x2) áfylltum lyfjapennum.

Repatha 420 mg stungulyf, lausn í rörlykju

3,5 ml af lausn í einnota rörlykju úr hringlaga olefinfjölliðu með skilrúmi og stimpli úr teygjanlegri fjölliðu sem eru efnin sem komast í snertingu við lyfið og hettu úr resini. Áfyllta rörlykjan er samsett úr skrúfanlegum hlutum sem ganga inn í hvern annan. Samsettu rörlykjunni er pakkað með skömmtunartæki. Sá hluti tækisins sem vökvi flæðir um er úr ryðfríu stáli og polyvinylklóríði án DEHP og með 29 gauge nál úr ryðfríu stáli. Skömmtunartækið inniheldur rafhlöður úr silfri-oxíði- sinki og því fylgir plástur með lími úr polyester borða með acrylat lími. Skömmtunartækið er einungis hannað til notkunar með 3,5 ml áfylltu samsettu rörlykjunni sem fylgir.

Pakkningastærðir með einni rörlykju/sjálfvirkum smáskammtara eða fjölpakkningu með þremur (3x1) rörlykjum/sjálfvirkum smáskömmturum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Skoða á lausnina áður en hún er gefin. Ekki má gefa lausnina ef hún inniheldur agnir eða er skýjuð eða mislituð. Til að forðast óþægindi á stungustað á að leyfa lyfinu að ná stofuhita (að 25°C) áður en sprautað er. Sprauta á öllu innihaldinu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Amgen Europe B.V.

Minervum 7061

4817 ZK Breda

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

EU/1/15/1016/001 – 1 áfyllt sprauta

Repatha 140 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

EU/1/15/1016/002 - 1 áfylltur lyfjapenni

EU/1/15/1016/003 - 2 áfylltir lyfjapennar

EU/1/15/1016/004 - 3 áfylltir lyfjapennar

EU/1/15/1016/005 - 6 (3x2) áfylltir lyfjapennar (fjölpakkning)

Repatha 420 mg stungulyf, lausn í rörlykju

EU/1/15/1016/006 - 1 rörlykja með sjálfvirkum smáskammtara í sömu pakkningu EU/1/15/1016/007 – 3 (3x1) rörlykjur með sjálfvirkum smáskömmturum í sömu pakkningu (fjölpakkning)

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 17. júlí 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf