Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Sancuso (granisetron) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A04AA02

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsSancuso
ATC-kóðiA04AA02
Efnigranisetron
FramleiðandiKyowa Kirin Limited

1.HEITI LYFS

SANCUSO 3,1 mg/24 klst. forðaplástur

2.INNIHALDSLÝSING

Hver 52 cm2 forðaplástur inniheldur 34,3 mg af granísetróni og losar 3,1 mg af granísetróni á 24 klst. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Forðaplástur.

Þunnur, glær forðaplástur af stoðlagsgerð (e. matrix-type), ferkantaður með bogadregnum hornum.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

SANCUSO forðaplástur er ætlaður fyrir fullorðna til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð sem veldur miðlungsmikilli eða mikill ógleði og uppköstum, sem er áætluð í 3 til 5 daga samfleytt og þar sem gjöf ógleðistillandi lyfja til inntöku hentar ekki vegna kyngingarerfiðleika (sjá kafla 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir

Notið einn forðaplástur 24 til 48 klst. áður en krabbameinslyfjameðferð hefst, eftir því sem við á.

Plasmaþéttni granísetróns eykst smám saman eftir að forðaplásturinn er settur á og því tekur lengri tíma að ná fullri verkun samanborið við 2 mg af granísetróni til inntöku við upphaf krabbameins- lyfjameðferðar og því skal setja plásturinn á 24–48 klukkustundum áður en krabbameinslyfjameðferð hefst.

Forðaplásturinn á að fjarlægja þegar a.m.k. 24 klukkustundir hafa liðið frá því að krabbameinslyfjameðferð er lokið. Forðaplásturinn má hafa á húðinni í allt að 7 daga, en það er háð tímalengd krabbameinslyfjameðferðarinnar.

Eftir venjubundið eftirlit með blóðmynd á eingöngu að setja forðaplásturinn á hjá þeim sjúklingum þar sem ólíklegt er að krabbameinslyfjameðferð verði frestað, til þess að draga úr líkum á ónauðsynlegri útsetningu fyrir granísetróni.

Samhliða notkun barkstera

Í leiðbeiningum MASCC (The Multinational Association of Supportive Care in Cancer) er mælt með gjöf dexametasóns með 5-HT3-viðtakablokka áður en krabbameinslyfjameðferð er gefin. Í lykilrannsókninni á SANCUSO var samhliða notkun barkstera, t.d. dexametasóns, leyfð að því gefnu að hún væri hluti af krabbameinslyfjameðferðinni. Aukin notkun barkstera meðan á meðferðinni stóð var skráð sem notkun hjálparlyfja (e. rescue treatment).

Sérstakir hópar

Aldraðir

Skammtar fyrir aldraða (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á aðlögun skammta. Skammtar þeir sömu og fyrir fullorðna (sjá kafla 4.4 og 5.2). Þó að ekkert bendi til þess að tíðni aukaverkana sé aukin hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi sem fá granísetrón til inntöku eða í bláæð. Með tilliti til lyfjahvarfa granísetróns, skal gæta varúðar við notkun lyfsins hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi þó að ekkert bendi til þess að tíðni aukaverkana sé aukin hjá þannig sjúklingum sem fá granisetrón til inntöku eða í bláæð.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun SANCUSO hjá börnum á aldrinum 0 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Forðaplásturinn skal setja á hreina, þurra, heila og heilbrigða húð utanvert á upphandlegg. Ef ekki er mögulegt að setja forðaplásturinn á handlegg má setja hann á kvið. Forðaplásturinn má ekki setja á húð þar sem er roði eða erting og ekki á skaddaða húð.

Hverjum og einum forðaplástri er pakkað inn sérstaklega og skal nota hann strax eftir að umbúðirnar hafa verið opnaðar. Taka skal filmuna sem er yfir stoðlaginu af áður en plásturinn er settur á húðina.

Ekki má klippa forðaplásturinn í sundur.

Ef svo vill til að forðaplásturinn losni að hluta til eða alveg af skal setja sama forðaplásturinn aftur á og líma hann með heftiplástri (ef nauðsyn krefur). Ef ekki er mögulegt að setja forðaplásturinn aftur á eða forðaplásturinn hefur skemmst á að setja nýjan forðaplástur á sama stað og upprunalegi forðaplásturinn var á. Ef það er ekki mögulegt á að setja nýjan forðaplástur á hinn handlegginn.

Fjarlægja skal nýja forðaplásturinn samkvæmt leiðbeiningunum um tímalengd hér að framan.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum 5–HT3-viðtakablokkum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Viðbrögð í húð vegna plástursins

Greint var frá viðbrögðum í húð vegna plástursins í klínskum rannsóknum á SANCUSO, en þau voru almennt væg og leiddu ekki til þess að notkun plástursins væri hætt. Ef veruleg viðbrögð í húð koma fram eða almenn húðviðbrögð eiga sér stað (t.d. ofnæmisútbrot, þ.m.t. roði, dröfnuörðuútbrot eða kláði) verður að fjarlægja forðaplásturinn.

Meltingarfæri

Þar sem granísetrón getur dregið úr ristilhreyfingum skal hafa eftirlit með sjúklingum sem hafa vísbendingar um tiltölulega skyndilega fyrirstöðu í meltingarvegi, eftir að plásturinn er settur á.

Hjartasjúkdómar

Hjartsláttaróregla eða óeðlilegar niðurstöður á hjartalínuriti gætu tengst 5–HT3-viðtakablokkum, svo sem granísetróni. Þetta gæti mögulega haft klínískt mikilvæg áhrif hjá sjúklingum sem þegar hafa hjartsláttaróreglu eða leiðnitruflanir í hjarta og hjá sjúklingum sem eru á meðferð með lyfjum við hjartsláttaróreglu eða betablokkum. Engin klínískt mikilvæg áhrif hafa komið fram í klínískum rannsóknum á SANCUSO.

Útsetning fyrir sólarljósi

Granísetrón getur orðið fyrir áhrifum af beinu sólarljósi, náttúrulegu eða tilbúnu, sjá nánari upplýsingar í kafla 5.3. Ráðleggja verður sjúklingum að hylja svæðið þar sem plásturinn er, t.d. með fatnaði, ef hætta er á útsetningu fyrir sólarljósi, allan þann tíma sem forðaplásturinn er hafður á og í 10 daga eftir að hann er tekinn af.

Sturta eða bað

Nota má sturtu, þ.e. þvo sér eins og venjulega, meðan SANCUSO forðaplásturinn er hafður á. Forðast skal sund, erfiðar líkamsæfingar og notkun gufubaða.

Hitabakstrar

Hitabakstra (til dæmis hitapoka eða hitapúða) á ekki að setja á svæðið þar sem forðaplásturinn er.

Sérstakir hópar

Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða eða sjúklinga með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Með tilliti til lyfjahvarfa granísetróns, skal gæta varúðar við notkun lyfsins hjá þessum sjúklingum þó að ekkert bendi til þess að tíðni aukaverkana sé aukin hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi sem fá granísetrón til inntöku eða í bláæð.

Serótónínheilkenni

Tilkynningar hafa borist um serótónínheilkenni við notkun 5–HT3-viðtakablokka, annað hvort einna sér en aðallega í samsettri meðferð með öðrum serótónvirkum lyfjum (þ.m.t. sérhæfðum serótónín endurupptökuhemlum (SSRI-lyfjum) og serótónín noradrenalín endurupptökuhemlum (SNRI-lyfjum)). Ráðlagt er að fylgjast á viðeigandi hátt með einkennum sem líkjast serótónínheilkenni hjá sjúklingum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fyrir serótónvirk lyf (t.d. SSRI- og SNRI-lyf) hefur verið tilkynnt um serótónínheilkenni eftir samtímis notkun 5–HT3-viðtakablokka og annarra serótónvirkra lyfja (þ.m.t. sérhæfðra serótónín endurupptökuhemla (SSRI-lyfja) og sérhæfðra noradrenalín endurupptökuhemla (SNRI-lyfja)).

Greint hefur verið frá því að hjá mönnum hafi samhliða gjöf 5-HT3-viðtakablokka í bláæð og parasetamóls til inntöku leitt til hömlunar á lyfhrifum verkjastillandi verkunar.

Þar sem granísetrón umbrotnar fyrir tilstilli cýtókróm P450 lyfjaumbrotsensíma í lifur (CYP1A1 og CYP3A4) geta lyf sem hafa örvandi eða hamlandi áhrif á þessi ensím breytt úthreinsun og þar með helmingunartíma granísetróns.

Hjá mönnum hefur örvun lifrarensíma af völdum fenóbarbítals leitt til aukinnar heildarúthreinsunar úr plasma (um það bil 25%) eftir gjöf granísetróns í bláæð.

In vitro rannsóknir hafa sýnt að ketókónazól getur hamlað umbrotum granísetróns sem verða fyrir tilstilli cýtókróm P450 3A ísóensímanna. Klínískt mikilvægi þessa er óþekkt.

In vitro rannsóknir á lifrarmíkrósómum úr mönnum sýna að granísetrón örvar hvorki né hamlar cýtókróm P450 ensímkerfinu.

Í rannsóknum hjá heilbrigðum einstaklingum hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að milliverkanir eigi sér stað milli granísetróns og benzódíazepína (lórazepams), geðrofslyfja (halóperidóls) eða lyfja við magasári (címetidíns).

Engar klínískt mikilvægar lyfjamilliverkanir milli SANCUSO og krabbameinslyfjameðferða sem valda ógleði og uppköstum hafa komið fram. Enn fremur hafa engar milliverkanir komið fram milli granísetróns og annarra krabbameinslyfjameðferða. Í samræmi við þessar niðurstöður hefur ekki verið greint frá neinum klínískt mikilvægum lyfjamilliverkunum í klínískum rannsóknum á SANCUSO. Í klínískum rannsóknum á milliverkunum hafði aprepitant engin klínískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf granísetróns.

Börn

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun granísetróns á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3). Til öryggis á að forðast notkun SANCUSO á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort granísetrón/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Hætta á brjóstagjöf meðan á meðferð með SANCUSO stendur.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif granísetróns á frjósemi hjá mönnum. Þegar rottum var gefið granísetrón hafði það engin áhrif á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

SANCUSO hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á upplýsingum um öryggi notkunar lyfsins

Upplýsingar um öryggi notkunar SANCUSO eru fengnar úr klínískum samanburðarrannsóknum og af reynslu eftir markaðssetningu. Algengasta aukaverkunin sem greint var frá í klínískum rannsóknum var hægðatregða, sem kom fyrir hjá 8,7% sjúklinga. Aukaverkanir voru oftast vægar eða miðlungsmiklar.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir SANCUSO sem greint var frá í klínískum rannsóknum og í aukaverkanatilkynningum eftir markaðssetningu eru taldar upp í töflunni hér að neðan.

Aukaverkanirnar eru taldar upp eftir líffærum og er tíðnin skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1:

Aukaverkanir af SANCUSO sem greint hefur verið frá

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkun

Tíðni

Efnaskipti og næring

Minnkuð matarlyst

Sjaldgæfar

Taugakerfi

 

Höfuðverkur

Sjaldgæfar

 

 

Vöðvaspennutruflanir

Mjög sjaldgæfar

 

 

Hreyfitruflanir

Mjög sjaldgæfar

Eyru og völundarhús

Svimi

Sjaldgæfar

Æðar

 

Andlitsroði

Sjaldgæfar

Meltingarfæri

 

Hægðatregða

Algengar

 

 

Munnþurrkur, ógleði, að kúgast

Sjaldgæfar

 

 

 

 

Lifur og gall

 

Hækkun alanín

Sjaldgæfar

 

 

amínótransferasa, hækkun

 

 

 

aspartat amínótransferasa,

 

 

 

hækkun gamma-

 

 

 

glútamýltransferasa

 

Húð og undirhúð

Erting á plástursstað

Sjaldgæfar

 

Viðbrögð í húð á plástursstað

Tíðni ekki þekkt

 

(verkur á plástursstað, kláði á

 

 

plástursstað, roði á plástursstað,

 

 

útbrot á plástursstað, erting á

 

 

plástursstað)*

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Liðverkir

Sjaldgæfar

Almennar aukaverkanir og

Almennur bjúgur

Sjaldgæfar

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð

Tíðni ekki þekkt

*Aukaverkanatilkynningar eftir markaðssetningu

Lýsing á völdum aukaverkunum

Sjúklingar sem fá krabbameinslyfjameðferð sem veldur miðlungsmikilli eða verulegri ógleði og uppköstum geta áfram kastað upp þrátt fyrir meðferð með ógleðistillandi lyfjum, þ.m.t. SANCUSO.

Áhrif lyfja í þessum lyfjaflokki

Áhrif lyfja í þessum lyfjaflokki sem einnig koma fram af öðrum lyfjaformum granísetróns (til inntöku og til notkunar í bláæð) eru m.a. eftirfarandi:

-Ofnæmisviðbrögð, t.d. bráðaofnæmi, ofsakláði

-Svefnleysi

-Höfuðverkur

-Utanstrýtuviðbrögð

-Svefnhöfgi

-Sundl

-QT lenging

-Hægðatregða

-Niðurgangur

-Hækkun lifrartransamínasa

-Útbrot

-Þróttleysi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekkert sértækt mótefni er til fyrir granísetrón. Ef ofskömmtun á sér stað skal fjarlægja forðaplásturinn. Veita skal meðferð við einkennum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við uppköstum og lyf við ógleði, serótónín 5-HT3-viðtakablokkar, ATC-flokkur: A04AA02.

Granísetrón er er öflugt ógleðistillandi lyf og mjög sértækur blokki á 5–hýdroxýtryptamín (5-HT3-viðtaka). Rannsóknir á lyfjahvörfum hafa sýnt að granísetrón er virkt gegn ógleði og uppköstum af völdum frumuhemjandi lyfjameðferðar. Rannsóknir á bindingu geislavirkra bindla hafa sýnt að granísetrón hefur hverfandi sækni í aðra viðtaka, þ.m.t. 5-HT1, 5-HT2, 5-HT4 og dópamín D2 bindistaði.

Íslembiraðaðri, tvíblindri, tvílyfleysu-, fjölþjóðlegri, 3. stigs lykilrannsókn var verkun, þolanleiki og öryggi SANCUSO borið saman við 2 mg af granísetróni til inntöku, einu sinni á sólarhring, til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst hjá alls 641 sjúklingi sem fékk krabbameinslyfjameðferð í nokkra daga samfleytt. Rannsókninni var ætlað að sýna fram á að SANCUSO væri ekki síðra en granísetrón til inntöku.

Íhópnum sem var slembiraðað í rannsóknina voru 48% karlar og 52% konur á aldrinum 16 til 86 ára sem fengu í tvo eða fleiri daga samfleytt krabbameinslyfjameðferð, sem olli miðlungsmikilli ógleði og uppköstum (moderately emetogenic (ME)) eða mikilli ógleði og uppköstum (highly emetogenic (HE)). 78% sjúklinganna voru af hvítum kynstofni, 12% af asískum uppruna og 10% upprunnin frá Rómönsku Ameríku.

Granísetrón forðaplásturinn var settur á 24 til 48 klst. áður en fyrsti skammturinn af krabbameinslyfja- meðferðinni var gefinn og hafður á í 7 daga. Granísetrón til inntöku var gefið daglega í þann tíma sem krabbameinslyfjameðferðin stóð, einni klukkustund fyrir hvern skammt af krabbameinslyfjameðferð. Verkun gegn uppköstum var metin frá fyrsta skammti krabbameinslyfjameðferðar þar til 24 klukkustundum eftir upphaf síðustu gjafar krabbameinslyfjameðferðar sem olli miðlungsmikilli ógleði og uppköstum (moderately emetogenic (ME)) eða mikilli ógleði og uppköstum (highly emetogenic (HE)).

Staðfest var að SANCUSO er ekki síðra en granísetrón til inntöku, en fullkomin stjórn (complete control (CC)) náðist hjá 60,2% sjúklinga í SANCUSO armi rannsóknarinnar og hjá 64,8% þeirra sjúklinga sem fengu granísetrón til inntöku samkvæmt rannsóknaráætluninni (mismunur -4,89%; 95% öryggismörk –12,91% til +3,13%; n=284 fyrir forðaplástur, n=298 fyrir lyf til inntöku). Fullkomin stjórn var skilgreind sem engin uppköst og/eða að viðkomandi kúgaðist ekki, eingöngu væg ógleði og engin hjálparlyf frá fyrstu lyfjagjöf þar til 24 klukkustundum eftir að síðasta lyfjagjöf krabbameinslyfjameðferðar sem stóð í nokkra daga samfleytt hófst.

Plasmaþéttni granísetróns eykst smám saman eftir að forðaplásturinn er settur á og því getur plasmaþéttni við upphaf krabbameinslyfjameðferðar verið lægri en af 2 mg af granísetróni til inntöku og þar með getur tekið lengri tíma að fá fram verkun. Af þessum sökum er SANCUSO ætlað til notkunar hjá sjúklingum þar sem gjöf ógleðistillandi lyfja til inntöku hentar ekki vegna kyngingarerfiðleika.

Fullkomin stjórn með tilliti til daga er sýnd hér fyrir neðan.

Í klínísku rannsóknunum á SANCUSO voru engin meðferðartengd áhrif á hjartsláttartíðni eða blóðþrýsting. Mat á endurteknum hjartalínuritum hjá sjúklingum sýndi enga QT-lengingu og engar breytingar á formgerð hjartalínurits. Áhrif SANCUSO á QTc-bil voru metin sérstaklega í blindaðri, slembiraðaðri, nákvæmri QTc samanburðarrannsókn með lyfleysu og virku lyfi (moxifloxasíni), sem gerð var hjá samhliða hópum, 240 fullorðnum körlum og konum. SANCUSO hafði engin marktæk áhrif til QTc-lengingar.

Mat á viðloðun forðaplásturs hjá 621 sjúklingi sem fékk forðaplástur sem annaðhvort innihélt virkt lyf eða lyfleysu sýndi að innan við 1% forðaplástra losnaði á 7 daga tímabilinu sem húðplásturinn var hafður á húðinni.

Engin reynsla er fyrir hendi úr klínískum rannsóknum af notkun SANCUSO hjá sjúklingum á krabbameinslyfjameðferð sem stóð styttra en í 3 daga samfleytt, sjúklingum sem fengu endurteknar meðferðarlotur krabbameinslyfja eða sjúklingum sem fengu háskammtameðferð með krabbameinslyfjum fyrir stofnfrumugjöf.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Granísetrón frásogast um heilbrigða húð í blóðrásina með flæði. Eftir að SANCUSO forðaplásturinn er settur á frásogast granísetrón hægt og næst hámarksþéttni eftir 24 til 48 klukkustundir.

Samkvæmt mælingum á lyfjainnihaldi forðaplástursins eftir að hann hefur verið fjarlægður frásogast um það bil 65% granísetróns, en það gefur daglegan skammt sem er að meðaltali 3,1 mg/sólarhring.

Samhliða gjöf eins staks 0,01 mg/kg skammts í bláæð (að hámarki 1 mg) af granísetróni á sama tíma og SANCUSO forðaplástur er settur á húðina var rannsökuð hjá heilbrigðum einstaklingum. Hámarksþéttni granísetróns sem rekja má til þess skammts sem gefinn var í bláæð náðist 10 mínútum eftir lyfjagjöfina. Þekkt lyfjahvörf lyfsins við notkun forðaplástursins yfir það tímabil sem hann er hafður á húðinni (7 daga) voru óbreytt.

Eftir notkun tveggja SANCUSO forðaplástra í röð í sjö daga með hvorum plástri fyrir sig, hjá heilbrigðum einstaklingum, hélst þéttni granísetróns meðan á rannsókninni stóð og var uppsöfnun í lágmarki.

Írannsókn sem var hönnuð til þess að meta áhrif hita á frásog granísetróns um húð úr SANCUSO hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var settur hitapúði sem gaf að meðaltali 42°C hita yfir forðaplásturinn í 4 klukkustundir á hverjum degi í þá 5 daga sem plásturinn var hafður á húðinni. Þrátt fyrir að notkun hitapúðans hafi tengst smávægilegri og tímabundinni aukningu á flæði frá forðaplástrinum kom ekki fram nein heildaraukning á útsetningu fyrir granísetróni samanborið við samanburðarhóp.

Írannsókn á lyfjahvörfum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var SANCUSO haft á húðinni í 7 daga.

Heildarútsetning (AUC0-óendanlegt) var að meðaltali 416 ng klst./ml (á bilinu 55–1192 ng klst./ml), með 89% breytileika milli einstaklinga. Cmax var að meðaltali 3,9 ng/ml (á bilinu 0,7–9,5 ng/ml) með 77%

breytileika milli einstaklinga. Þessi breytileiki er svipaður þeim þekkta mikla breytileika sem lyfjahvörf granísetróns eru háð eftir inntöku eða gjöf í bláæð.

Dreifing

Dreifingarrúmmál granísetróns er að meðaltali um það bil 3 l/kg. Próteinbinding í plasma er um það bil 65%. Granísetrón dreifist óhindrað milli plasma og rauðra blóðkorna.

Umbrot

Enginn munur kom fram á umbrotum granísetróns til inntöku og granísetróns í forðaplástri.

Granísetrón umbrotnar aðallega yfir í 7–hýdroxýgranísetrón og 9’N–desmetýlgranísetrón. In vitro rannsóknir á lifrarmíkrósómum úr mönnum sýna að CYP1A1 er aðalensímið sem veldur 7-hýdroxýleringu granísetróns, en CYP3A4 tekur þátt í 9’afmetýleringu.

Brotthvarf

Granísetrón umbrotnar aðallega í lifur. Eftir gjöf í bláæð var meðalúthreinsun úr plasma á bilinu 33,4 til 75,7 l/klst. hjá heilbrigðum einstaklingum og á bilinu 14,7 til 33,6 l/klst. hjá sjúklingum með mikinn einstaklingsbundinn breytileika. Helmingunartími í plasma var að meðaltali 4 til 6 klst. hjá

heilbrigðum einstaklingum og 9 til 12 klst. hjá sjúklingum. Eftir að forðaplásturinn var settur á lengdist sýnilegur helmingunartími granísetróns í plasma hjá heilbrigðum einstaklingum um hér um bil 36 klst. vegna þess hve hægt granísetrón frásogast um húð.

Í klínískum rannsóknum sem gerðar voru á SANCUSO kom fram að úthreinsun hjá sjúklingum með krabbamein var um það bil helmingi minni en hjá heilbrigðum einstaklingum.

Eftir gjöf í bláæð skiljast um það bil 12% af skammtinum óbreytt út í þvagi hjá heilbrigðum einstaklingum á 48 klst. Það sem eftir er af skammtinum skilst út á formi umbrotsefna, 49% í þvagi og 34% í hægðum.

Lyfjahvörf hjá sérstökum hópum

Kynjabundin áhrif á lyfjahvörf SANCUSO hafa ekki verið rannsökuð sérstaklega. Engin kynjabundin áhrif á lyfjahvörf komu fram í klínískum rannsóknum á SANCUSO og var einstaklingsbundinn breytileiki mikill hjá báðum kynjum. Lyfjahvarfalíkön hafa staðfest að ekki sé um kynjabundin áhrif á lyfjahvörf SANCUSO að ræða.

Aldraðir

Í klínískri rannsókn kom ekki fram neinn munur á lyfjahvörfum SANCUSO í plasma hjá öldruðum körlum og konum (≥ 65 ára) samanborið við yngri einstaklinga (á aldrinum 18–45 ára, að báðum aldursárum meðtöldum).

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Engar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar sérstaklega til að rannsaka lyfjahvörf SANCUSO hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Engin skýr tengsl komu fram milli nýrnastarfsemi (samkvæmt mælingum á kreatínínúthreinsun) og úthreinsunar granísetróns í lyfjahvarfalíkönum. Hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi voru lyfjahvörf granísetróns ákvörðuð eftir einn stakan 40 µg/kg skammt í bláæð af granísetrón hýdróklóríði.

Skert lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi vegna æxlisvaxtar í lifur var heildarúthreinsun úr plasma um það bil helmingi minni samanborið við sjúklinga sem ekki höfðu skerta lifrarstarfsemi. Með tilliti til mikils breytileika lyfjahvarfabreyta granísetróns og mikils þols fyrir lyfinu við skammta sem eru vel yfir ráðlögðum skömmtum er ekki nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

Engin fylgni kom fram milli kreatínínúthreinsunar og heildarúthreinsunar hjá sjúklingum með krabbamein, sem sýnir að skert nýrnastarfsemi hefur engin áhrif á lyfjahvörf granísetróns.

Líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index (BMI))

Í klínískri rannsókn sem var hönnuð til þess að meta útsetningu fyrir granísetróni úr SANCUSO hjá einstaklingum með mismunandi mikla líkamsfitu, þar sem líkamsþyngdarstuðull var notaður til viðmiðunar í stað mælingar á líkamsfitu, kom ekki fram neinn munur á lyfjahvörfum SANCUSO í plasma hjá körlum og konum með lágan líkamsþyngdarstuðul [<19,5 kg/m2 (karlar), <18,5 kg/m2 (konur)] eða háan líkamsþyngdarstuðul (30,0 til 39,9 kg/m2 að báðum gildum meðtöldum) samanborið við samanburðarhóp (líkamsþyngdarstuðull 20,0 til 24,9 kg/m2 að báðum gildum meðtöldum).

Börn

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á lyfjahvörfum SANCUSO hjá börnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á æxlun og eiturverkunum á erfðaefni. Rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum sýndu enga sérstaka hættu fyrir menn þegar notaðir eru ráðlagðir skammtar. Hins vegar, ef lyfið er gefið í stærri skömmtum og í lengri tíma, er ekki hægt að útiloka hættu á krabbameinsvaldandi áhrifum en þar sem sá tími sem ráðlagt er að hafa forðaplásturinn á húðinni er stuttur er ekki búist við að hætta sé á krabbameinsvaldandi áhrifum.

SANCUSO forðaplástrar höfðu enga tilhneigingu til að valda ljósertingu eða ljósnæmi þegar þeir voru prófaðir in vivo á marsvínum. Granísetrón olli ekki ljóseitrunarsvörun (phototoxicity) þegar það var prófað in vitro á bandvefsfrumum úr músum. Þegar granísetrón var prófað m.t.t. mögulegra eiturverkana á erfðaefni vegna útsetningar fyrir ljósi (photogenotoxicity) á frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra in vitro jók það hlutfall frumna með litningaskemmdir eftir ljósgeislun. Þó að klínskt mikilvægi þessara niðurstaðna sé ekki að fullu ljóst skal ráðleggja sjúklingum að hylja staðinn sem forðaplásturinn er á ef hætta er á útsetningu fyrir sólarjósi, allan þann tíma sem forðaplásturinn er á húðinni og í 10 daga eftir að hann hefur verið fjarlægður (sjá kafla 4.4). Þegar prófað var hvort SANCUSO eykur næmi húðar hjá marsvínum kom fram að það hefur litla tilhneigingu til að valda ertingu.

Rannsókn á klónuðum hjartajónagöngum manna hefur sýnt að granísetrón getur haft áhrif á endurskautun í hjarta með lokun hERG kalíumganga. Sýnt hefur verið fram á að granísetrón lokar bæði natríum- og kalíumgöngum, en það gæti haft áhrif á afskautun og endurskautun og þar með PR-, QRS- og QT-bil. Þessar niðurstöður eiga þátt í að skýra verkunarhátt ákveðinna breytinga sem fram koma á hjartalínuriti (sérstaklega QT- og QRS-lengingu) í tengslum við lyf í þessum lyfjaflokki. Hins vegar hafa ekki komið fram nein klínískt mikilvæg áhrif á hjartalínuriti í klínískum rannsóknum á SANCUSO, þ.m.t. í QT-rannsókn sem gerð var hjá 240 heilbrigðum einstaklingum (sjá kafla 5.1).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hlífðarhimna

Pólýester

Stoðlag

Akrýlat-vínýlasetat samfjölliða

Filma yfir stoðlaginu

Kísilerað pólýester

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Hver forðaplástur er í hitainnsigluðum skammtapoka sem er gerður úr pólýesterhúðuðum pappír/áli/LLDPE.

Hver askja inniheldur 1 forðaplástur.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Forðaplásturinn inniheldur ennþá virkt efni eftir notkun. Eftir að forðaplásturinn er fjarlægður á að brjóta hann þétt í tvennt með límhliðina inn á við og fleygja honum þar sem börn ná ekki til.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Kyowa Kirin Limited

Galabank Business Park

Galashiels

TD1 1QH

Bretland

Sími: +44 (0)1896 664000

Fax: +44 (0)1896 664001

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/12/766/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. apríl 2012

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 9 janúar 2017

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf