Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Somavert (pegvisomant) – Fylgiseðill - H01AX01

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsSomavert
ATC-kóðiH01AX01
Efnipegvisomant
FramleiðandiPfizer Limited

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

SOMAVERT 10 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

SOMAVERT 15 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

SOMAVERT 20 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

SOMAVERT 25 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

SOMAVERT 30 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn

Pegvisomant

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um SOMAVERT og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota SOMAVERT

3.Hvernig nota á SOMAVERT

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á SOMAVERT

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um SOMAVERT og við hverju það er notað

SOMAVERT er notað til meðferðar við æsavexti (acromegaly), en það er innkirtlasjúkdómur sem stafar af aukinni seytingu vaxtarhormóns og IGF-I (insúlín-líkur vaxtarþáttur) og einkennist af ofvexti beina, þrota í mjúkvefjum, hjartasjúkdómi og tengdum röskunum.

Virka efnið í SOMAVERT er pegvisomant og kallast vaxtarhormónsviðtakablokki. Slík efni draga úr áhrifum vaxtarhormóns og minnka blóðþéttni IGF-I.

2. Áður en byrjað er að nota SOMAVERT

Ekki má nota SOMAVERT

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir pegvisomanti eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en SOMAVERT er notað.

Hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú finnur fyrir sjóntruflunum eða höfuðverk þann tíma sem SOMAVERT er notað.

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur mun fylgjast með magni IGF-I (insúlín-líkur vaxtarþáttur) í blóðrásinni og aðlaga SOMAVERT skammta ef nauðsynlegt reynist.

Læknirinn ætti einnig fylgjast með kirtilæxlinu (góðkynja æxli).

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur mun mæla hjá þér lifrarensím á 4-6 vikna fresti fyrstu sex mánuði meðferðar með SOMAVERT. Hætta á notkun SOMAVERT ef vísbendingar um lifrarsjúkdóm eru viðvarandi.

Ef þú ert með sykursýki getur verið að læknirinn þurfi að breyta skömmtum insúlíns eða annarra lyfja sem notuð eru.

Konur eiga að nota fullnægjandi getnaðarvarnir þar sem frjósemi getur aukist. Sjá einnig kafla um Meðgöngu hér fyrir neðan.

Notkun annarra lyfja samhliða SOMAVERT

Þú verður að segja lækninum frá því ef áður hafa verið notuð önnur lyf til meðferðar við æsavexti eða sykursýkilyf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð.

Vera má að þú notir önnur lyf til meðferðar við sjúkdómnum. Mikilvægt er að halda áfram að nota öll lyfin, ásamt SOMAVERT, nema læknirinn, lyfjafræðingurinn eða hjúkrunarfræðingurinn ráðleggi annað.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Áhrif SOMAVERT á þungaðar konur eru ekki þekkt og því er ekki mælt með notkun lyfsins handa þunguðum konum. Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki er vitað hvort pegvisomant berst í brjóstamjólk. Þú skalt ekki hafa barn á brjósti á meðan SOMAVERT er notað nema læknirinn hafi rætt um það við þig.

Akstur og notkun véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs og notkunar véla.

SOMAVERT inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mg af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

3.Hvernig nota á SOMAVERT

Alltaf skal gefa lyfið með inndælingu nákvæmlega eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn mun gefa 80 mg upphafsskammt af pegvisomanti undir húð (rétt undir húðina). Eftir það er venjulegur skammtur af pegvisomanti 10 mg undir húð (rétt undir húðina).

Á fjögurra til sex vikna fresti mun læknirinn breyta skammtinum eftir því sem við á, í 5 mg pegvisomant/sólarhring þrepum, á grundvelli svonefndrar sermisþéttni IGF-I, til að viðhalda hámarksárangri meðferðarinnar.

Aðferð við lyfjagjöf og íkomuleiðir

SOMAVERT er gefið undir húð. Þú getur annast inndælinguna sjálfur/sjálf en einhver annar, til dæmis læknirinn eða aðstoðarfólk hans, getur einnig annast inndælinguna. Í lok þessa fylgiseðils eru ítarlegar upplýsingar um hvernig standa á að inndælingunni og þeim á að fylgja nákvæmlega. Halda skal áfram að nota lyfið með inndælingu, svo lengi sem læknirinn segir til um.

Leysa verður lyfið upp fyrir notkun. Ekki má blanda þetta lyf með öðrum lyfjum í sömu sprautu eða hettuglasi.

Fituhnúður í húð getur myndast á stungustað. Hægt er að komast hjá þessu með því að gefa lyfið á mismunandi stöðum, eins og lýst er í skrefi 2 í „Leiðbeiningar um blöndun og inndælingu Somavert“ í fylgiseðlinum. Þannig nær húðin og svæðið undir húðinni tíma til að jafna sig eftir inndælingu, áður en önnur inndæling er gefin á sama stað.

Leitaðu til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þér finnst áhrifin af lyfinu vera of mikil eða of lítil.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ósennilegt er að það hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér þótt af slysni sé gefið meira af SOMAVERT með inndælingu en læknirinn mælti fyrir um, en tafarlaust skal hafa samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn.

Ef gleymist að nota SOMAVERT

Ef gleymist að gefa SOMAVERT með inndælingu skal gefa næsta skammt svo fljótt sem eftir því er munað og notkun SOMAVERT síðan haldið áfram í samræmi við fyrirmæli læknisins. Ekki má nota tvöfaldan skammt til að bæta upp skammt sem gleymdist.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tilkynnt hefur verið um væg til alvarleg ofnæmisviðbrögð hjá sumum sjúklingum sem hafa tekið SOMAVERT. Meðal einkenna alvarlegra ofnæmisviðbragða geta verið einhver eftirtalinna einkenna: Þroti í andliti, tungu, vörum eða hálsi; soghljóð við öndun eða öndunarerfiðleikar (krampi í barkakýli); almenn húðútbrot, ofsakláði/kláði eða svimi. Hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú finnur fyrir einhverjum þessara einkenna.

Mjög algengar: geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum:

Höfuðverkur.

Niðurgangur.

Liðverkir.

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

Mæði.

Aukið magn efna sem segja til um lifrarstarfsemi. Koma fram á niðurstöðum blóðrannsókna.

Blóð í þvagi.

Hækkaður blóðþrýstingur.

Hægðatregða, ógleði, uppköst, uppþemba, meltingartruflanir, vindgangur.

Sundl, syfja, óviðráðanlegur skjálfti, minnkað snertiskyn.

Mar eða blæðing á stungustað, eymsli eða bólga á stungustað, uppsöfnun fitu undir húðinni á stungustað, bólga í útlimum, slappleiki, hiti.

Aukin svitamyndun, kláði, útbrot, aukin tilhneiging til mars.

Vöðvaverkur, liðbólga.

Hækkað kólesteról í blóði, þyngdaraukning, hækkaður blóðsykur, lækkaður blóðsykur.

Flensulík einkenni, þreyta.

Óeðlilegir draumar.

Augnverkur.

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum:

Ofnæmisviðbrögð eftir lyfjagjöf (hiti, útbrot, kláði og, í alvarlegum tilvikum, öndunarerfiðleikar, bráð bólga í húð sem krefst tafarlausrar læknisaðstoðar). Geta komið fram strax eða nokkrum dögum eftir lyfjagjöf.

Prótein í þvagi, aukin þvagmyndun, nýrnasjúkdómur.

Áhugaleysi, ringlun, aukin kynhvöt, skelfing, minnistap, svefnerfiðleikar.

Fækkun blóðflagna í blóði, aukning eða fækkun hvítra blóðfrumna í blóði, blæðingartilhneiging.

Óeðlileg líðan, hægur gróandi.

Augnþreyta, vandamál í innra eyra.

Bólga í andliti, húðþurrkur, nætursviti, roði í húð, upphleyptar kláðabólur í húð (ofsakláði).

Aukning á fituefnum í blóði, aukin matarlyst.

Munnþurrkur, aukið munnvatn, vandamál í tönnum, gyllinæð.

Óeðlilegt bragðskyn, mígreni.

Tíðni ekki þekkt: ekki hægt að áætla út frá fyrirliggjandi gögnum

Reiði.

Alvarleg mæði (raddbandakrampi).

Bráð bólga í húð og undirliggjandi vef og slímhúð í líffærum (ofsabjúgur).

U.þ.b. 17% sjúklinga mynda mótefni við vaxtarhormóni á meðferðartímanum. Mótefni virðast ekki hindra virkni lyfsins.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á SOMAVERT

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á hettuglasinu og öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Geymið hettuglösin og áfylltu sprauturnar í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Nota á SOMAVERT lausnina strax eftir blöndun.

Notið ekki lyfið ef lausnin er skýjuð eða ef í henni eru agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

SOMAVERT inniheldur

-Virka innihaldsefnið er pegvisomant.

-SOMAVERT 10 mg: Eitt hettuglas af stungulyfsstofni inniheldur 10 mg af pegvisomanti. Eftir blöndun með 1 ml af leysi inniheldur 1 ml af lausninni 10 mg af pegvisomanti.

-SOMAVERT 15 mg: Eitt hettuglas af stungulyfsstofni inniheldur 15 mg af pegvisomanti. Eftir blöndun með 1 ml af leysi inniheldur 1 ml af lausninni 15 mg af pegvisomanti.

-SOMAVERT 20 mg: Eitt hettuglas af stungulyfsstofni inniheldur 20 mg af pegvisomanti. Eftir blöndun með 1 ml af leysi inniheldur 1 ml af lausninni 20 mg af pegvisomanti.

-SOMAVERT 25 mg: Eitt hettuglas af stungulyfsstofni inniheldur 25 mg af pegvisomanti. Eftir blöndun með 1 ml af leysi inniheldur 1 ml af lausninni 25 mg af pegvisomanti.

-SOMAVERT 30 mg: Eitt hettuglas af stungulyfsstofni inniheldur 30 mg af pegvisomanti. Eftir blöndun með 1 ml af leysi inniheldur 1 ml af lausninni 30 mg af pegvisomanti.

-Önnur innihaldsefni eru glýsín, mannitól (E421), vatnsfrítt tvínatríumfosfat og natríumtvíhýdrógenfosfat einhýdrat.

-Leysirinn er vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti SOMAVERT og pakkningastærðir

SOMAVERT kemur sem duft (stungulyfsstofn) og leysir fyrir stungulyf (annaðhvort 10 mg, 15 mg, 20 mg, 25 mg eða 30 mg pegvisomant í hettuglasi og 1 ml leysir í áfylltri sprautu). Pakkningar með 1 og 30 stk. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar. Stungulyfsstofninn er hvítur og leysirinn er tær og litlaus.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi:

Markaðsleyfishafi:

Pfizer Limited

Ramsgate Road

Sandwich

Kent CT13 9NJ

Bretland

Framleiðandi:

Pfizer Manufacturing Belgium NV

Rijksweg 12

2870 Puurs

Belgía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

België /Belgique / Belgien

Luxembourg/Luxemburg

Pfizer S.A./N.V.

Pfizer S.A.

Tél/Tel: +32 (0)2 554 62 11

Tél/Tel:: +32 (0)2 554 62 11

България

Magyarország

Пфайзер Люксембург САРЛ, Клон България

PFIZER Kft.

Тел.: +359 2 970 4333

Tel. + 36 1 488 37 00

Česká republika

Malta

Pfizer PFE. spol. s r.o.

V.J. Salomone Pharma Ltd.

Tel: +420 283 004 111

Tel : + 356 21 22 01 74

Danmark

Pfizer ApS

Tlf: +45 44 20 11 00

Deutschland

Pfizer Pharma GmbH

Tel: +49 (0)30 550055 51000

Eesti

Pfizer Luxembourg SARL Eesti filiaal Tel: +372 666 7500

Ελλάδα

PFIZER ΕΛΛΑΣ Α.Ε. Τηλ: +30 210 6785800

España

Pfizer S.L.

Tel: +34 91 490 99 00

France

Pfizer

Tél: +33 (0)1 58 07 34 40

Hrvatska

Pfizer Croatia d.o.o.

Tel: + 385 1 3908 777

Ireland

Pfizer Healthcare Ireland Tel: 1 800 633 363 (toll free) +44 (0)1304 616161

Ísland

Icepharma hf.

Sími: + 354 540 8000

Italia

Pfizer S.r.l.

Tel: +39 06 33 18 21

Κύπρος

PFIZER ΕΛΛΑΣ Α.Ε. (Cyprus Branch) Τηλ: +357 22 817690

Latvija

Pfizer Luxembourg SARL filiale Lativija Tel: +371 670 35 775

Lietuva

Pfizer Luxembourg SARL filialas Lietuvoje Tel. +3705 2514000

Nederland

Pfizer bv

Tel: +31 (0)10 406 43 01

Norge

Pfizer Norge AS

Tlf: +47 67 52 61 00

Österreich

Polska

Pfizer Polska Sp. z o.o.

Tel.: +48 2 335 61 00

Portugal

Pfizer Biofarmacêutica, Sociedade Unipessoal Lda

Tel: +351 21 423 5500

România

Pfizer România S.R.L.

Tel: +40 (0)21 207 28 00

Slovenija

Pfizer Luxembourg SARL, Pfizer, podružnica za svetovanje s podrocja farmacevtske dejavnosti, Ljubljana

Tel: + 386 (0)1 52 11 400

Slovenská republika

Pfizer Luxembourg SARL, organizačná zložka Tel: +421-2-3355 5500

Suomi/Finland

Pfizer Oy

Puh/Tel: +358 (0)9 43 00 40

Sverige

Pfizer Innovations AB

Tel: +46 (0)8 55052000

United Kingdom

Pfizer Limited

Tel: +44 (0)1304 616161

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is. Þar eru líka tenglar á aðrar vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Somavert stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu

pegvisomant til inndælingar Aðeins til notkunar undir húð hettuglas með einum skammti

Somavert er í hettuglasi sem hvítt duft (stungulyfsstofn). Blanda verður Somavert við vökva (leysi) áður en lyfið er notað.

Vökvinn er í áfylltri sprautu merktri „Leysir fyrir SOMAVERT“. Ekki nota neinn annan vökva til blöndunar við Somavert.

Mikilvægt er að þú reynir ekki sjálf(ur) að gefa þér eða öðrum lyfið áður en þú færð þjálfun við slíkt hjá heilbrigðisstarfsmanni.

Geymið ílátið í ytri umbúðum í kæli við 2°C til 8°C til varnar gegn ljósi. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

1.Undirbúningur, hlutir sem til þarf

Ein pakkning af Somavert sem inniheldur:

Hettuglas með Somavert stungulyfsstofni (duft).

Áfyllta sprautu með leysi.

Öryggisnál.

Einnig þarf:

Bómullarhnoðra.

Sprittþurrku.

Hentugt nálarbox.

 

 

tappi á hettuglasi

lok

Hettuglas

(búið er að taka lokið af)

 

 

fyrningardagsetning

 

 

 

 

bil á tappa

bolur

sprautulok

nálarvörn

stimpill

Sprauta vængir

Nálarhlíf

Öryggisnál

millistykki

 

 

2.Undirbúningur

Áður en inndæling hefst:

Einungis skal blanda Somavert og leysinum saman þegar inndæling á að eiga sér stað.

Takið einn pakka af Somavert úr kæli og leyfið lyfinu að ná stofuhita á öruggum stað.

Þvoið hendurnar með sápu og vatni og þurrkið hendurnar vandlega.

Opnið pakkann sem inniheldur sprautuna og öryggisnálina til að allt sé innan seilingar á meðan inndæling er undirbúin.

Ekki skal nota sprautuna eða hettuglasið ef eftirfarandi kemur í ljós:

ef sjáanlegar skemmdir eða gallar eru til staðar;

ef komið er fram yfir fyrningardagsetningu;

ef sprautan hefur frosið, jafnvel þó hún hafi þiðnað aftur.

3.Val á stungustað

Val á stungustað

Handleggir eða neðra bak:

Aftan á upphandleggjum (aðeins heilbrigðis- starfsmaður eða umönnunaraðili.

Kviður:

Að minnsta kosti 5cm frá naflanum.

Læri

Velja skal mismunandi stungustað innan hvers svæðis fyrir hverja inndælingu.

Forðist svæði þar sem bein eru útistandandi eða svæði þar sem er mar, roði, eymsli eða hnúðar, eða svæði þar sem eru ör eða húðkvillar.

Hreinsið stungustaðinn með sprittþurrku samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisstarfsmanns.

Leyfið stungustaðnum að þorna.

4.Fjarlægið lok á hettuglasi

Fjarlægið lok

Takið lokið af hettuglasinu.

Fargið lokinu, ekki þarf að nota það aftur.

Varúð: Ekki leyfa neinu að koma við tappann á hettuglasinu.

5.Fjarlægið sprautulok

Fjarlægið sprautulok

smellur

Smellið sprautulokinu af. Mögulega þarf meira afl til en búast má við.

Fargið sprautulokinu, ekki þarf að nota það aftur.

Haldið sprautunni uppréttri svo ekki leki úr henni.

Varúð: Ekki leyfa neinu að koma við endann á sprautunni þegar búið er að fjarlægja sprautulokið.

6.Festið öryggisnálina

Festið öryggisnálina

Snúið öryggisnálinni þéttingsfast á sprautuna eins langt og hún kemst.

7.Fjarlægið nálarhlífina

Fjarlægið nálarhlífina

Fellið nálarvörnina frá nálarhlífinni.

Togið nálarhlífina varlega af.

Fargið nálarhlífinni, ekki þarf að nota hana aftur. Varúð: Gætið þess að ekkert komi við nálina.

8.Nálinni stungið inn

Nálinni stungið inn

Stingið nálinni í gegnum miðju tappans á hettuglasinu, eins og sýnt er hér að ofan.

Haldið við sprautuna á meðan nálin er í tappanum á hettuglasinu svo nálin bogni ekki.

9.Vökva bætt við

Vökva bætt við

Hallið bæði hettuglasinu og sprautunni eins og sýnt er á myndinni hér að ofan.

Ýtið stimplinum hægt niður þar til allur vökvinn hefur tæmst í hettuglasið.

Varúð: Ekki sprauta vökvanum beint á duftið, slíkt býr til froðu. Froða gerir lyfið ónothæft.

Ekki draga nálina út strax.

10.Snúið hettuglasinu

Snúið hettuglasinu

Styðjið við sprautuna og hettuglasið með einni hendi eins og sýnt er á myndinni hér að ofan.

Þyrlið vökvanum varlega með því að snúa hettuglasinu í hringi á flötu undirlagi.

Þyrlið vökvanum áfram þar til allt duftið hefur leysts upp. Athugið: Þetta getur tekið allt að 5 mínútur.

11.Skoðið lyfið

Skoðið lyfið

Haldið nálinni í hettuglasinu og skoðið lyfið gaumgæfilega. Lyfið skal vera tært og laust við agnir.

Notið ekki:

ef lyfið er skýjað eða þokukennt;

ef lyfið er ekki litarlaust með öllu;

ef agnir eru til staðar eða froða hefur myndast í hettuglasinu.

12.Endurstaðsetning nálarinnar

Stillið nálina af

Snúið hettuglasinu þannig að gatið á tappanum sé sýnilegt eins og sýnt er á myndinni hér að ofan.

Togið nálina niður þannig að nálaroddurinn sé á lægsta stað í vökvanum. Slíkt hjálpar til við að ná að draga upp eins mikinn vökva og kostur er á.

Gætið þess að stimpillinn hafi ekki hreyfst til — ef hann hefur hreyfst til, skal ýta honum alla leið inn í sprautuna. Slíkt tryggir að allt loft sé tæmt úr sprautunni áður en skammturinn er dreginn upp.

13.Skammtur dreginn upp

Skammtur dreginn upp

Dragið stimpilinn hægt tilbaka til að draga upp eins mikið af lyfinu úr hettuglasinu og hægt er.

Athugið: Ef loftbólur myndast í sprautunni, skal slá laust á bol sprautunnar til að lofbólurnar stígi upp í fremsta hluta hennar og síðan skal ýta loftbólunum gætilega aftur inn í hettuglasið.

Dragið nálina úr hettuglasinu.

14.Nálinni stungið inn

Nálinni stungið inn

Klípið gætilega í húðina á stungustaðnum.

Stingið nálinn á kaf í húðina sem klipið er í.

15.Inndæling á lyfinu

Inndæling á lyfinu

Ýtið stimplinum hægt niður þar til sprautan er tæmd. Athugið: Gætið þess að nálin sé á kafi í húðinni.

Sleppið húðinni og dragið nálina beint út.

16.Nálarvörnin sett á

Nálarvörnin sett á

Flettið nálarvörninni yfir nálina.

Ýtið varlega niður á flötu yfirborði til að nálarvörnin læsist á sinn stað. Athugið: Smellur heyrist þegar nálarvörnin læsist á sinn stað.

17.Förgun

Förgun

ALDREI má nota sprautu og nál aftur. Fargið nálinni og sprautunni samkvæmt leiðbeiningum læknisins, hjúkrunarfræðings eða lyfjafræðings og í samræmi við gildandi öryggisreglur.

18.Eftir inndælingu

Eftir inndælingu

Ef þörf krefur, skal nota hreinan bómullarhnoðra og þrýsta gætilega á stungustaðinn.

Nuddið ekki stungustaðinn.

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvað skal gera ef eitthvað komst í snertingu við tappann á hettuglasinu?

Þrífið tappann á hettuglasinu með hreinni sprittþurrku og látið þorna alveg. Ef ekki reynist unnt að þrífa tappann skal ekki nota hettuglasið.

Hvað skal gera ef sprautan dettur í gólfið?

Ekki nota sprautuna —þó hún líti út fyrir að vera óskemmd. Fargið sprautunni á sama hátt og notaðri sprautu er fargað. Nota verður nýja sprautu í staðinn.

Hversu oft má stinga nálinni í tappann á hettuglasinu?

Aðeins einu sinni. Þegar nálin er dregin út og stungið inn aftur eykur það hættuna á að nálin skemmist og hún verður bitlaus. Slíkt getur valdið óþægindum og aukið líkurna á húðskemmdum og sýkingum. Einnig er hætta á að hluti af lyfinu glatist.

Er í lagi að hrista hettuglasið ef duftið leysist ekki upp?

Nei — aldrei má hrista hettuglasið. Ef hettuglasið er hrist getur það eyðilagt lyfið og myndað froðu. Það getur tekið nokkrar mínútur þar til duftið leysist upp að öllu leyti, þannig að halda skal áfram að snúa hettuglasinu varlega í hringi þar til vökvinn er orðinn alveg tær.

Hvernig er hægt að sjá hvort froða sé til staðar í hettuglasinu?

Froðan lítur út eins og fjöldi lítilla loftbóla sem flýtur sem lag upp á yfirborð vökvans. Ekki skal hefja inndælingu á Somavert ef lyfið inniheldur froðu.

Litlar loftbólur eru ásættanlegar

Froðulag er ekki ásættanlegt

Hvernig er hægt að koma í veg fyrir froðumyndun í lyfinu?

Ýtið stimplinum mjög hægt inn þannig að vökvinn renni varlega niður innanvert hettuglasið. Ekki skal sprauta vökvanum beint á duftið, því þá myndast froða. Þessi aðferð dregur úr tímanum sem þarf að þyrla lyfinu auk þess að hægt er að draga upp meira af lyfinu.

Loftbólur eru til staðar í sprautunni, er slíkt í lagi?

Eðlilegt er að örlitlar loftbólur séu til staðar og þeim má sprauta inn. Hins vegar er hætta á að draga upp loft í sprautuna fyrir slysni og fjarlægja verður slíkt loft áður en inndæling á sér stað. Loftbólur eða loftbil sem fljóta upp á yfirborð vökvans skal ýta aftur inn í hettuglasið.

Hvers vegna er ekki hægt að draga allt lyfið úr hettuglasinu?

Lögun hettuglasins þýðir að það verður örlítið magn af lyfinu eftir í hettuglasinu. Slíkt er eðlilegt. Gætið þess að nálaroddurinn sé eins neðarlega og hægt er í hettuglasinu þegar skammturinn er dreginn upp til að tryggja að aðeins lítilsháttar magn verði eftir af lyfinu.

Hvað skal gera ef spurningar vakna varðandi lyfið?

Öllum fyrirspurnum skal beina til læknis, hjúkrunarfræðings eða lyfjafræðings sem þekkja til SOMAVERT.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf