Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Sprycel (dasatinib) – Fylgiseðill - L01XE06

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsSprycel
ATC-kóðiL01XE06
Efnidasatinib
FramleiðandiBristol-Myers Squibb Pharma EEIG

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

SPRYCEL 20 mg filmuhúðaðar töflur SPRYCEL 50 mg filmuhúðaðar töflur SPRYCEL 70 mg filmuhúðaðar töflur SPRYCEL 80 mg filmuhúðaðar töflur SPRYCEL 100 mg filmuhúðaðar töflur SPRYCEL 140 mg filmuhúðaðar töflur

dasatinib

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um SPRYCEL og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota SPRYCEL

3.Hvernig nota á SPRYCEL

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á SPRYCEL

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um SPRYCEL og við hverju það er notað

SPRYCEL inniheldur virka efnið dasatinib. Þetta lyf er notað til að meðhöndla langvinnt kyrningahvítblæði (CML) hjá fullorðnum. Hvítblæði er krabbamein í hvítum blóðfrumum. Þessar hvítfrumur hjálpa líkamanum yfirleitt að berjast gegn sýkingum. Hjá sjúklingum með langvinnt kyrningahvítblæði byrja hvítfrumur sem nefnast kyrningar að fjölga sér stjórnlaust. SPRYCEL hindrar fjölgun þessara hvítblæðifrumna.

SPRYCEL er einnig notað til meðferðar á Philadelfíu litnings jákvæðu (Ph+) bráðu hvítblæði í eitilfrumum (ALL) og langvinnu kyrningahvítblæði (CML) í eitilfrumufasa (lymphoid blast) hjá fullorðnum, sem ekki hafa haft gagn af fyrri meðferðum. Hjá sjúklingum með ALL fjölga hvítfrumur sem kallaðar eru eitilfrumur sér of hratt og þær lifa of lengi. SPRYCEL hindrar fjölgun þessara hvítblæðifrumna.

Hafir þú einhverjar spurningar varðandi verkunarmáta SPRYCEL eða hvers vegna þér hefur verið ávísað þessu lyfi, skaltu spyrja lækninn.

2. Áður en byrjað er að nota SPRYCEL

Ekki má nota SPRYCEL

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Ef hugsanlegt er að þú sért með ofnæmi, skaltu ráðfæra þig við lækninn.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en SPRYCEL er notað

ef þú tekur lyf til blóðþynningar eða til að koma í veg fyrir blóðtappa (sjá „Notkun annarra lyfja samhliða SPRYCEL“)

ef þú ert með lifrar- eða hjartakvilla eða hefur einhvern tímann átt við slíkt að stríða

ef þú finnur fyrir öndunarerfiðleikum, brjóstverk eða færð hósta þegar þú tekur SPRYCEL: þetta getur bent til vökvasöfnunar í lungum eða brjóstholi (sem getur verið algengara hjá sjúklingum 65 ára og eldri) eða verið vegna breytinga á æðum sem flytja blóð til lungna

ef þú hefur nokkurn tíma fengið eða gætir núna verið með lifrarbólgu B sýkingu. Þetta er vegna þess að SPRYCEL gæti endurvirkjað lifrarbólgu B sýkingu, sem getur í sumum tilvikum orðið banvæn. Áður en meðferð er hafin mun læknirinn skoða sjúklinga vandlega með tilliti til einkenna sýkingarinnar.

Læknirinn mun fylgjast reglulega með heilsufari þínu til að athuga hvort SPRYCEL hafi tilætluð áhrif. Einnig verða blóðpróf tekin reglulega meðan á töku SPRYCEL stendur.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun SPRYCEL handa sjúklingum yngri en 18 ára. Takmörkuð reynsla er af notkun SPRYCEL hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða SPRYCEL

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

SPRYCEL umbrotnar að mestu leyti í lifur. Tiltekin lyf geta truflað áhrif SPRYCEL við samhliða notkun.

Þessi lyf má ekki nota samhliða SPRYCEL:

ketoconazol, itraconazol - þetta eru sveppalyf

erythromycin, clarithromycin, telithromycin - þetta eru sýklalyf

ritonavir - þetta er veirusýkingalyf

dexametason - sem er barksteri

fenytoin, carbamazepin, fenobarbital - þau eru notuð til meðferðar á flogaveiki

rifampicin - sem notað er til meðferðar við berklum

famotidin, omeprazol - sem eru lyf sem hamla myndun magasýru

jóhannesarjurt - náttúrulyf sem er ekki lyfseðilsskylt og er notað til að meðhöndla þunglyndi og aðra kvilla (einnig þekkt sem Hypericum perforatum).

Ekki má nota lyf sem binda magasýrur (sýrubindandi lyf svo sem álhýdroxíð/eða magnesíumhýdroxíð) 2 tímum fyrir og 2 tímum eftir töku SPRYCEL.

Látið lækninn vita ef notuð eru lyf til blóðþynningar eða til að koma í veg fyrir blóðtappa.

Notkun Sprycel með mat eða drykk

Ekki skal taka SPRYCEL með greipaldini eða greipaldinsafa.

Meðganga og brjóstagjöf

Upplýsa skal lækninn tafarlaust um þungun eða ef grunur leikur á þungun. SPRYCEL má ekki nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Læknirinn mun ræða við þig um hugsanlega áhættu við notkun SPRYCEL á meðgöngu.

Bæði konum og körlum sem nota SPRYCEL er ráðlagt að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur.

Ef þú ert með barn á brjósti skaltu segja lækninum frá því. Hætta skal brjóstagjöf meðan á notkun SPRYCEL stendur.

Akstur og notkun véla

Þeir sem finna fyrir aukaverkunum á borð við svima og þokusýn eiga að gæta sérstakrar varúðar við akstur og notkun véla. Ekki er vitað hvort SPRYCEL hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

SPRYCEL inniheldur mjólkursykur

Ef óþol fyrir einhverjum sykurtegundum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækninn áður en lyfið er tekið inn.

3.Hvernig nota á SPRYCEL

Aðeins læknir með reynslu í meðferð á hvítblæði ávísar SPRYCEL. Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. SPRYCEL er ávísað handa fullorðnum.

Ráðlagður byrjunarskammtur fyrir sjúklinga með CML í stöðugum fasa er 100 mg einu sinni á dag.

Ráðlagður byrjunarskammtur fyrir sjúklinga með CML í hröðunarfasa eða bráðafasa, eða Ph+ALL er 140 mg einu sinni á dag.

Töflurnar á að taka á sama tíma á hverjum degi.

Læknirinn getur ráðlagt stærri eða minni skammt eða stöðvað meðferðina tímabundið, í samræmi við meðferðarsvörun. Til að fá stærri eða minni skammt getur þurft að nota mismunandi styrkleika taflnanna.

Hugsanlegt er að töflurnar séu í pakkningu með dagatalsþynnum. Þetta eru þynnur sem sýna vikudagana. Örvar vísa á næstu töflu sem á að taka samkvæmt skammtaáætlun þinni.

Hvernig taka á SPRYCEL

Töflurnar á að gleypa heilar. Þær má ekki mylja. Þær má taka með mat eða án.

Sérstakar leiðbeiningar um meðhöndlun SPRYCEL

Ólíklegt er að SPRYCEL töflur brotni. Ef það gerist er öðrum en sjúklingnum ráðlagt að nota hanska þegar SPRYCEL er handleikið.

Hve lengi á að nota SPRYCEL

SPRYCEL á að nota daglega þar til læknirinn ákveður að notkuninni skuli hætt. Þess skal gætt að SPRYCEL sé notað eins lengi og læknirinn hefur mælt fyrir um.

Ef stærri skammtur af SPRYCEL en mælt er fyrir um er tekinn

Hafa skal tafarlaust samband við lækninn ef of margar töflur hafa verið teknar fyrir slysni. Hugsanlega þarf að veita læknishjálp.

Ef gleymist að taka SPRYCEL

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Taka skal næsta skammt samkvæmt áætlun á sama tíma og venjulega.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi getur verið merki um alvarlegar aukaverkanir:

brjóstverkur, öndunarerfiðleikar, hósti eða yfirlið

óvæntar blæðingar eða mar án þess að hafa orðið fyrir áverka

blóðug uppköst, blóð í hægðum eða þvagi eða hægðir eru svartar

merki um sýkingar, svo sem hiti og mikill hrollur

hiti, særindi í munni eða hálsi, blöðrumyndun á húð eða flögnun húðar og/eða slímhúðar Látið lækninn tafarlaust vita ef eitthvað af ofangreindu kemur fram.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Sýkingar (bakteríu-, veiru- og sveppasýkingar)

Hjarta og lungu: mæði

Meltingarfæri: niðurgangur, ógleði eða uppköst

Húð, hár, augu og almennar aukaverkanir: útbrot, hiti, bjúgur í andliti, höndum og fótum, höfuðverkur, þreytu- eða máttleysistilfinning, blæðingar

Verkir: vöðvaverkir, kviðverkir

Rannsóknir leiða hugsanlega í ljós: blóðflagnafæð, hvítfrumnafæð (daufkyrningafæð), blóðleysi, vökva í lungum.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Sýkingar: lungnabólga, veirusýking af völdum herpes, sýking í efri öndunarvegi, alvarleg sýking í blóði og vefjum (þar með talið sjaldgæf tilfelli sem geta verið banvæn)

Hjarta og lungu: hjartsláttarónot, óreglulegur hjartsláttur, hjartabilun, slappur hjartavöðvi, hár blóðþrýstingur, hækkaður blóðþrýstingur í lungum, hósti

Meltingartruflanir: breyting á matarlyst, breyting á bragðskyni, uppþemba eða þaninn kviður, ristilbólga, hægðatregða, brjóstsviði, sár í munni, þyngdaraukning, þyngdartap, magabólga

Húð, hár, augu, almennar aukaverkanir: náladofi, kláði, húðþurrkur, þrymlabólur, bólga í húð, viðvarandi hávaði í eyrum, hármissir, mikil svitamyndun, sjónvandamál (m.a. þokusýn, sjóntruflanir), augnþurrkur, mar, þunglyndi, svefnleysi, hitakóf, sundl, mar, lystarleysi, svefndrungi, almennur bjúgur.

Verkir: liðverkir, vöðvamáttleysi, brjóstverkur, dreifðir verkir í höndum og fótum, hrollur, stífleiki í vöðvum og liðum, vöðvakrampar

Hugsanlegar rannsóknaniðurstöður: vökvi í kringum hjartað, vökvi í lungum, hjartsláttaróregla, daufkyrningafæð með hita, blæðingar í meltingarvegi, mikið magn þvagsýru í blóði.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Hjarta og lungu: hjartaáfall (þar með talið banvænt), bólga í himnunni (gollurshúsi) sem umlykur hjartað, óreglulegur hjartsláttur, brjóstverkur vegna ónógs blóðflæðis til hjartans (hjartaöng), þrenging í loftvegi sem getur valdið öndunarerfiðleikum, astmi, hækkaður blóðþrýstingur í lungnaslagæðum.

Meltingartruflanir: brisbólga, sár í meltingarvegi, bólga í vélinda, þaninn kviður (magi), rofin húð í endaþarmi, kyngingarerfiðleikar, bólga í gallblöðru, stífla í gallgöngum, vélindabakflæði (ástand þar sem sýra og annað innihald magans berst til baka upp í hálsinn).

Húð, hár, augu, almennar aukaverkanir: ofnæmisviðbrögð þar á meðal rauðir hnútar í húðinni (þrymlaroði), kvíði, ringlun, skapsveiflur, minnkuð kynhvöt, yfirlið, skjálfti, bólga í auga sem veldur roða eða sársauka, húðsjúkdómur sem einkennist af viðkvæmum, rauðum vel afmörkuðum blettum með skyndilegum hita og fjölgun hvítra blóðkorna (daufkyrninga húðsjúkdómur), heyrnarleysi, viðkvæmni fyrir ljósi, sjónskerðing, aukið tárarennsli úr augum, litarbreytingar í húð, bólga í fituvef undir húð, sár á húð, húðvörtur, naglakvillar, breyting á hári, handa- og fótaheilkenni, nýrnabilun, tíð þvaglát, brjóstastækkun hjá karlmönnum, tíðatruflanir, almennur slappleiki og óþægindi, skert starfsemi skjaldkirtils, jafnvægisleysi við gang, beindrep (sjúkdómur með skertu blóðflæði til beina, sem getur orsakað rýrnun beina og beindauða), liðbólga, bólgin húð hvar sem er á líkamanum

Verkir: bólga í bláæð sem getur valdið roða, eymslum og bólgu, sinarbólga.

Heili: minnistap.

Rannsóknarniðurstöður geta sýnt: óeðlilegar niðurstöður blóðrannsókna og hugsanlega skerta nýrnastarfsemi sem orsakast af úrgangsefnum sem fylgja deyjandi æxlisfrumum (æxlislýsuheilkenni), lág gildi albúmíns í blóðinu, lág gildi eitilfrumna (ein tegund hvítra blóðkorna) í blóði, há gildi kólesteróls í blóði, bólgna eitla, heilablæðingu, óeðlilega rafvirkni í hjarta, hjartastækkun, lifrarbólgu, eggjahvítu í þvagi, hækkun keratínínfosfatkínasa (ensím sem aðallega er að finna í hjarta, heila og beinagrindarvöðvum), hækkun trópóníns (ensím sem finnst

fyrst og fremst í hjarta og beinagrindarvöðvum), hækkun gamma-glútamýltransferasa (ensím sem finnst fyrst og fremst í lifrinni)

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Hjarta og lungu: stækkun hægri slegils í hjartanu, bólga í hjartavöðva, ýmsir kvillar sem orsakast af hindrun blóðflæðis til hjartavöðvans (brátt kransæðaheilkenni), hjartastopp (blóðflæði frá hjarta stöðvast), kransæðasjúkdómur, bólga í vefnum sem umlykur hjarta og lungu, blóðkekkir, blóðkekkir í lungum.

Meltingartruflanir: tap lífsnauðsynlegra næringarefna úr meltingarvegi, garnastífla, bakraufarfistill (óeðlileg opin rauf frá endaþarmsopi að húðinni umhverfis endaþarmsopið), skert nýrnastarfsemi, sykursýki.

Húð, hár, augu, almennar aukaverkanir: krampar, sjóntaugarbólga sem getur valdið sjónskerðingu að einhverju leyti eða blindu, bláir-fjólubláir dröfnóttir flekkir á húð, óeðlilega mikil starfsemi skjaldkirtils, bólga í skjaldkirtli, slingur (ástand sem lýsir sér með skertri vöðvasamhæfingu), erfiðleikar við gang, fósturlát, bólga í æðum í húð, bandvefsmyndun í húð.

Heili: heilaslag, tímabundin truflun á taugastarfsemi vegna skerts blóðflæðis, andlitstaugarlömun, vitglöp.

Aðrar aukaverkanir sem greint hefur verið frá (tíðni ekki þekkt) eru m.a.:

Lungnabólga

Blæðing í kvið eða þörmum sem getur orsakað dauða

Endurkoma (endurvirkjun) lifrarbólgu B sýkingar ef þú hefur áður verið með lifrarbólgu B (sýking í lifur)

Viðbrögð með hita, blöðrum á húð og sáramyndun á slímhúð

Sjúkdómur í nýrum með einkennum eins og bjúg og óeðlilegum rannsóknarniðurstöðum eins og eggjahvíta í þvagi og lág gildi próteina í blóði

Læknirinn mun skoða þig með tilliti til sumra þessara aukaverkana meðan á meðferðinni stendur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á SPRYCEL

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á glasamiðanum, þynnunni eða öskjunni á eftir fyrnist eða EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

SPRYCEL inniheldur

Virka innihaldsefnið er dasatinib. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg, 50 mg, 70 mg, 80 mg, 100 mg eða 140 mg af dasatinib (sem einhýdrat).

Önnur innihaldsefni eru:

töflukjarni: mjólkursykureinhýdrat (sjá kafla 2 ,,Áður en byrjað er að nota SPRYCEL“), örkristallaður sellulósi, croscaramellos natríum, hýdroxýprópýlsellulósi, magnesíumsterat

filmuhúð:Hýprómellósa, títantvíoxíð, makrógól 400

Lýsing á útliti SPRYCEL og pakkningastærðir

SPRYCEL 20 mg filmuhúðaða taflan er hvít til beinhvít, kúpt á báðum hliðum, kringlótt með „BMS“ greypt í aðra hliðina og „527“ í hina.

SPRYCEL 50 mg filmuhúðaða taflan er hvít til beinhvít, kúpt á báðum hliðum, sporöskjulaga með „BMS“ greypt í aðra hliðina og „528“ í hina.

SPRYCEL 70 mg filmuhúðaða taflan er hvít til beinhvít, kúpt á báðum hliðum, kringlótt með „BMS“ greypt í aðra hliðina og „524“ í hina.

SPRYCEL 80 mg filmuhúðaða taflan er hvít til beinhvít, kúpt á báðum hliðum, þríhyrnd með „BMS 80“ greypt í aðra hliðina og „855“ í hina.

SPRYCEL 100 mg filmuhúðaða taflan er hvít til beinhvít, kúpt á báðum hliðum, sporöskjulaga með „BMS 100“ greypt í aðra hliðina og „852“ í hina.

SPRYCEL 140 mg filmuhúðaða taflan er hvít til beinhvít, kúpt á báðum hliðum, kringlótt með „BMS 140“ greypt í aðra hliðina og „857“ í hina.

SPRYCEL 20 mg, 50 mg eða 70 mg filmuhúðaðar töflur eru fáanlegar í öskjum með 56 filmuhúðuðum töflum í 4 dagatalsþynnum og 14 töflur í hverri þynnu og í öskjum með

60 filmuhúðuðum töflum í rifgötuðum stakskammtaþynnum. Þær eru einnig fáanlegar í glösum með öryggisloki með 60 filmuhúðuðum töflum. Hver askja inniheldur eitt glas.

SPRYCEL 80 mg, 100 mg eða 140 mg filmuhúðaðar töflur eru fáanlegar í öskjum með

30 filmuhúðuðum töflum í rifgötuðum stakskammtaþynnum. Þær eru einnig fáanlegar í glösum með öryggisloki með 30 filmuhúðuðum töflum. Hver askja inniheldur eitt glas.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

BRISTOL-MYERS SQUIBB PHARMA EEIG

Uxbridge Business Park

Sanderson Road

Uxbridge UB8 1DH

Bretland

Framleiðandi

Bristol-Myers Squibb S.r.l. Contrada Fontana del Ceraso 03012 Anagni (FR)

Ítalía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Belgique/België/Belgien

Lietuva

N.V. Bristol-Myers Squibb Belgium S.A.

Bristol-Myers Squibb Gyógyszerkereskedelmi Kft.

Tél/Tel: + 32 2 352 76 11

Tel: +370 52 369140

България

Luxembourg/Luxemburg

Bristol-Myers Squibb Gyógyszerkereskedelmi Kft. N.V. Bristol-Myers Squibb Belgium S.A.

Teл.: + 359 800 12 400

Tél/Tel: + 32 2 352 76 11

Česká republika

Magyarország

Bristol-Myers Squibb spol. s r.o.

Bristol-Myers Squibb Gyógyszerkereskedelmi Kft.

Tel: + 420 221 016 111

Tel.: + 36 1 301 9700

Danmark

Malta

Bristol-Myers Squibb

BRISTOL-MYERS SQUIBB S.R.L.

Tlf: + 45 45 93 05 06

Tel: + 39 06 50 39 61

Deutschland

Nederland

Bristol-Myers Squibb GmbH & Co. KGaA

Bristol-Myers Squibb B.V.

Tel: + 31 (0)30 300 2222

Eesti

Norge

Bristol-Myers Squibb Gyógyszerkereskedelmi Kft. Bristol-Myers Squibb Norway Ltd

Tel: +372 640 1030

Tlf: + 47 67 55 53 50

Ελλάδα

Österreich

BRISTOL-MYERS SQUIBB A.E.

Bristol-Myers Squibb GesmbH

Τηλ: + 30 210 6074300

Tel: + 43 1 60 14 30

España

Polska

BRISTOL-MYERS SQUIBB, S.A.

BRISTOL-MYERS SQUIBB POLSKA SP. Z O.O.

Tel: + 34 91 456 53 00

Tel.: + 48 22 5796666

France

Portugal

Bristol-Myers Squibb SARL

Bristol-Myers Squibb Farmacêutica Portuguesa,

Tél: + 33 (0)1 58 83 84 96

S.A.

 

Tel: + 351 21 440 70 00

Hrvatska

România

Bristol-Myers Squibb spol. s r.o.

Bristol-Myers Squibb Gyógyszerkereskedelmi Kft.

TEL: +385 1 2078 508

Tel: + 40 (0)21 272 16 00

Ireland

Slovenija

Bristol-Myers Squibb Pharmaceuticals

Bristol-Myers Squibb spol. s r.o.

Tel: + 353 (1 800) 749 749

Tel: +386 1 2355 100

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

Bristol-Myers Squibb spol. s r.o.

Sími: + 354 535 7000

Tel: + 421 2 59298411

Italia

Suomi/Finland

BRISTOL-MYERS SQUIBB S.R.L.

Oy Bristol-Myers Squibb (Finland) Ab

Tel: + 39 06 50 39 61

Puh/Tel: + 358 9 251 21 230

Κύπρος

Sverige

BRISTOL-MYERS SQUIBB A.E.

Bristol-Myers Squibb AB

Τηλ: + 357 800 92666

Tel: + 46 8 704 71 00

Latvija

United Kingdom

Bristol-Myers Squibb Gyógyszerkereskedelmi Kft. Bristol-Myers Squibb Pharmaceuticals Ltd

Tel: +371 67708347

Tel: + 44 (0800) 731 1736

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf