Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Tasermity (sevelamer hydrochloride) – Samantekt á eiginleikum lyfs - V03AE02

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTasermity
ATC-kóðiV03AE02
Efnisevelamer hydrochloride
FramleiðandiGenzyme Europe BV

1.HEITI LYFS

Tasermity 800 mg filmuhúðaðar töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 800 mg sevelamerhýdróklóríð.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla (tafla).

Á aðra hlið beinhvítra, sporöskjulaga taflnanna er letrað „SH800“.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Tasermity er ætlað til að hafa hemil á blóðfosfathækkun hjá fullorðnum sjúklingum sem eru í blóðskilun eða kviðskilun. Nota á sevelamerhýdróklóríð sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-dihydroxy D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að hafa hemil á framgangi nýrnabilunar beinasjúkdóms.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Upphafsskammtur

Ráðlagður upphafsskammtur af sevelamerhýdróklóríð er 2,4 g eða 4,8 g á sólarhring eftir klínískum þörfum og sermisþéttni fosfórs. Taka skal sevelamerhýdróklóríð töflur þrisvar sinnum á sólarhring með máltíðum.

Sermisþéttni fosfats, hjá sjúklingum sem

Upphafsskammtur

ekki nota fosfatbindandi lyf

sevelamerhýdróklóríð 800 mg

 

taflna

1,76 - 2,42 mmól/l (5,5 - 7,5 mg/dl)

1 tafla 3 sinnum á sólarhring

> 2,42 mmól/l (> 7,5 mg/dl)

2 töflur 3 sinnum á sólarhring

Um sjúklinga sem nota fosfatbindandi lyf gildir að gefa skal 1 gramm af sevelamerhýdróklóríði í stað hvers gramms af því lyfi, samhliða því sem fylgjast skal með sermisþéttni fosfórs til að tryggja viðeigandi sólarhringsskammt.

Skammtastilling og viðhaldsmeðferð

Fylgjast á náið með sermisþéttni fosfats og auka á skammt sevelamerhýdróklóríð um 0,8 g þrisvar sinnum á sólarhring (2,4 g/sólarhring) með það að leiðarljósi að lækka sermisþéttni fosfats niður í eða niður fyrir 1,76 mmól/l (5,5 mg/dl). Mæla skal sermisþéttni fosfats á tveggja til þriggja vikna fresti þangað til sermisþéttni fosfats er orðin stöðug og eftir það skal mæla hana með reglubundnu millibili.

Skammtar geta verið á bilinu 1 til 5 töflur af 800 mg með hverri máltíð. Að meðaltali var notaður 7 g skammtur af sevelamerhýdróklóríði á dag í langvarandi hluta (chronic phase) klínískrar rannsóknar sem stóð í eitt ár.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins hjá sjúklingum yngri en 18 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun lyfsins hjá sjúklingum sem ekki eru byrjaðir í skilun.

Lyfjagjöf Til inntöku.

Sjúklingar eiga að taka sevelamerhýdróklóríð með máltíðum og fara eftir fyrirmælum um mataræði. Gleypa verður töflurnar í heilu lagi. Hvorki má mala, tyggja né brjóta þær áður en þær eru teknar inn.

4.3

Frábendingar

 

Ofnæmi fyrir sevelameri eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

 

Blóðfosfatskortur

 

Teppa í görnum.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Verkun og öryggi sevelamerhýdróklóríð hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með:

kyngingarkvilla

virkan bólgusjúkdóm í þörmum

maga- og þarmahreyfingaraskanir, þ.m.t. ómeðhöndlaða eða alvarlega magalömun, ristilpoka (diverticulosis), magatæmingartregðu og óeðlilegar eða óreglulegar þarmahreyfingar

sögu um meiriháttar uppskurð á maga og/eða þörmum.

Því skal gæta varúðar þegar sevelamerhýdróklóríð er notað hjá sjúklingum með þessi einkenni.

Garnateppa og garnastífla/garnastífluvottur

Örsjaldan hefur garnateppa (intestinal obstruction) og garnastífla/garnastífluvottur (ileus/subileus) sést hjá sjúklingum í meðferð með sevelamerhýdróklóríð. Hægðatregða getur verið undanfarandi einkenni. Fylgjast skal náið með sjúklingum með hægðatregðu þann tíma sem þeir eru í meðferð með sevelamerhýdróklóríð. Endurskoða skal meðferð hjá sjúklingum sem fá alvarlega hægðatregðu eða önnur alvarleg einkenni í meltingarvegi.

Fituleysanleg vítamín

A, D, E, og K-vítamínskortur getur komið fram hjá sjúklingum í skilun, en það fer eftir matarræði og eðli nýrnabilunar á lokastigi. Ekki er hægt að útiloka að sevelamerhýdróklóríð geti bundið fituleysanleg vítamín í mat sem sjúklingur neytir. Hjá sjúklingum sem taka ekki þessi vítamín þarf því að íhuga eftirlit með þéttni A-, D- og E-vítamína og mat á K-vítamínstöðu með því að mæla thrombóplastíntíma og gefa skal vítamínuppbót sé þess þörf. Mælt er með viðbótareftirliti með vítamínum og fólínsýru hjá sjúklingum í kviðskilun þar sem þéttni A-, D-, E- og K-vítamína var ekki mælt hjá þessum sjúklingum í klínísku rannsókninni.

Fólínsýruskortur

Sem stendur liggja ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar til að unnt sé að útiloka hugsanlegan fólínsýruskort við langtíma meðferð með sevelamerhýdróklóríði.

Blóðkalsíumlækkun/blóðkalsíumhækkun

Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi getur komið fram blóðkalsíumlækkun eða blóðkalsíumhækkun. Sevelamerhýdróklóríð inniheldur ekki kalsíum. Fylgjast skal með sermisþéttni kalsíums eins og gert er við venjulega eftirfylgni hjá sjúklingum í skilun. Gefa skal kalsíumuppbót ef blóðkalsíumlækkun kemur fram.

Efnaskiptablóðsýring

Sjúklingar með langvinna nýrnabilun eiga á hættu að fá efnaskiptablóðsýringu. Tilkynnt hefur verið um versnandi blóðsýringu við að skipta úr öðrum fosfatbindandi lyfjum í sevelamer í nokkrum rannsóknum þar sem bíkarbónatþéttni reyndist minni hjá sjúklingum sem fengu meðferð með sevelamer en sjúklingum sem fengu meðferð með fosfatbindandi lyfjum sem byggjast á kalsíum. Því er mælt með nánara eftirliti með sermisþéttni bíkarbónats.

Lífhimnubólga

Sjúklingar í skilun eru í ákveðinni hættu á sýkingu sem tengist skilunarmeðferðinni. Lífhimnubólga er þekktur fylgikvilli hjá sjúklingum í kviðskilun og í klínískri rannsókn á sevelamerhýdróklóríð komu fram nokkur slík tilfelli. Því skal hafa náið eftirlit með sjúklingum í kviðskilun til að tryggja áreiðanlega og viðeigandi smitgát og að hugsanleg einkenni um lífhimnubólgu séu greind og meðhöndluð hratt.

Kyngingarörðugleikar og vandamál vegna ásvelgingar

Greint hefur verið frá sjaldgæfum tilvikum um erfiðleika við að kyngja sevelamerhýdróklóríð töflunni. Í mörgum þeirra tilvika voru sjúklingar jafnframt með aðra sjúkdóma, þ.m.t. sjúkdóma sem fylgja kyngingarerfiðleikar eða afbrigðilegt vélinda. Gæta skal varúðar þegar sevelamerhýdróklóríð er gefið sjúklingum sem eiga í erfiðleikum með að kyngja.

Skjaldvakabrestur

Mælt er með nánara eftirliti með sjúklingum með skjaldvakabrest sem nota sevelamerhýdróklóríð og samhliða levótýroxíni (sjá kafla 4.5).

Meðferð til lengri tíma

Þar sem ekki liggja ennþá fyrir upplýsingar um langtíma notkun sevelamerhýdróklóríðs í meira en eitt ár, er ekki hægt að útiloka alveg hugsanlegt frásog og uppsöfnun sevelamers meðan á meðferð til lengri tíma stendur (sjá kafla 5.2)

Kalkvakaofseyting

Sevelamerhýdróklóríð eitt og sér er ekki ætlað til meðferðar við kalkvakaofseytingu (hyperparathyroidism). Hjá sjúklingum með síðkomna (secondary) kalkvakaofseytingu skal nota sevelamerhýdróklóríð sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-dihydroxy D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að lækka þéttni óumbreytts kalkvaka (iPTH).

Klóríð í sermi

Klóríð í sermi getur aukist við meðferð með sevelamerhýdróklóríði þar sem í garnaholinu geta orðið skipti á klóríði og fosfór. Þótt að ekki hafi komið fram klínískt marktæk hækkun á klóríði í sermi í klínískum rannsóknum ætti að fylgjast með klóríði í sermi svo sem almennt er gert í reglubundnu eftirliti hjá sjúklingum í skilun. Í hverju grammi af sevelamerhýdróklóríði eru um 180 mg (5,1 mEq) af klóríði.

Bólgusjúkdómar í meltingarvegi

Í birtum fræðigreinum hefur verið greint frá tilvikum alvarlegra bólgusjúkdóma á mismunandi stöðum í meltingarvegi (m.a. með alvarlegum fylgikvillum eins og blæðingu, rofi, sáramyndun, drepi, ristilbólgu, ...) tengt því að sevelamer kristallar hafa verið til staðar. Ekki hefur þó verið sýnt fram á að sevelamer kristallarnir hafi komið ferlinu af stað. Endurmeta skal meðferð með sevelamerhýdróklóríði hjá sjúklingum sem sýna alvarleg einkenni frá meltingarvegi.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Skilun

Milliverkanarannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá sjúklingum í skilun.

Ciprofloxacin

Í milliverkanarannsóknum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum minnkaði sevelamerhýdróklóríð aðgengi ciprofloxacins um það bil 50% þegar það var notað samhliða sevelamerhýdróklóríði í rannsókn þar sem gefinn var einn skammtur. Þess vegna á ekki að nota sevelamerhýdróklóríð samhliða ciprofloxacini.

Lyf við hjartsláttartruflunum eða flogaveiki

Sjúklingar sem notuðu lyf við hjartsláttartruflunum eða flogaveiki voru útilokaðir frá klínískum rannsóknum. Gæta skal varúðar þegar sevelamerhýdróklóríð er notað hjá sjúklingum sem einnig nota slík lyf.

Levótýroxín

Eftir markaðssetningu lyfsins hefur örsjaldan verið greint frá auknum styrk skjaldkirtilsörvandi hormóns (TSH) hjá sjúklingum sem nota sevelamerhýdróklóríð samhliða levótýroxín. Því er mælt með nánara eftirliti með TSH-gildum hjá sjúklingum sem fá bæði lyfin.

Ciclosporin, mycofenolatmofetil og tacrolimus hjá líffæraþegum

Greint hefur verið frá lægri þéttni ciclosporins, mycofenolatmofetils og tacrolimus hjá líffæraþegum við samhliða notkun með sevelamerhýdróklóríð, án nokkurra klínískra afleiðinga (t.d. höfnun ígrædds líffæris). Ekki er unnt að útiloka að um milliverkun sé að ræða og íhuga skal náið eftirlit með blóðþéttni mycofenolatmofetils, ciclosporins og tacrolimus þann tíma sem þessi lyf eru notuð samhliða sevelamerhýdróklóríði og eftir að slíkri samhliða notkun er hætt.

Digoxin, warfarin, enalapril eða metopropol

Í rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum einstaklingum hafði sevelamerhýdróklóríð engin áhrif á aðgengi digoxins, warfarins, enalaprils eða metopropols.

Prótónpumpuhemlar

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá tilvikum um hækkuð fosfatgildi, sem koma örsjaldan fyrir, hjá sjúklingum sem nota prótónpumpuhemla samhliða sevelamerhýdróklóríði.

Aðgengi

Sevelamerhýdróklóríð frásogast ekki og getur haft áhrif á aðgengi annarra lyfja. Við notkun hvaða lyfs sem er, þegar minnkað aðgengi gæti haft klínískt mikilvæg áhrif á öryggi eða verkun, skal gefa lyfið minnst einni klst. á undan eða þremur klst. á eftir sevelamerhýdróklóríði, eða læknirinn skal íhuga mælingar á blóðþéttni.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Öryggi sevelamerhýdróklóríðs hefur ekki verið staðfest hjá þunguðum konum. Dýrarannsóknir benda ekki til þess að sevelamer hafi neinar eiturverkanir á fósturvísa eða fóstur. Ekki skal nota sevelamerhýdróklóríð á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til og að undangengnu nákvæmu mati á áhættu og ávinningi bæði fyrir móður og fóstur (sjá kafla 5.3).

Brjóstagjöf

Öryggi sevelamerhýdróklóríðs hefur ekki verið staðfest hjá konum með barn á brjósti. Einungis má gefa konum með barn á brjósti sevelamerhýdróklóríð ef brýn ástæða er fyrir hendi og eftir að nákvæmt mat á áhættu og ávinningi hefur farið fram, bæði fyrir móður og brjóstmylking (sjá kafla 5.3).

Frjósemi

Ekki liggja fyrir nein gögn um áhrif sevelamers á frjósemi í mönnum. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt að sevelamer hafði ekki skerðandi áhrif á frjósemi í karlkyns eða kvenkyns rottum þegar útsetning jafngildir tvöföldum hámarksskammti fyrir menn í klínískum rannsóknum, sem er 13 g á dag, byggt á samanburði á hlutfalli líkamsyfirborðsflatarmáls.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sevelamerhýdróklóríð hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins

Algengustu (≥ 5% sjúklinga) aukaverkanirnar voru allar vegna meltingarfæra.

Tafla yfir aukaverkanir

Rannsóknir með samhliða tilraunarhögun (parallel design studies) voru gerðar, á 244 sjúklingum sem voru í blóðskilunarmeðferð, sem stóð yfir í allt að 54 vikur, og á 97 sjúklingum í kviðskilunarmeðferð, sem stóð yfir í 12 vikur.

Aukaverkanir sem komu fram í þessum rannsóknum (299 sjúklingar), klínískri rannsókn án samanburðar (384 sjúklingar) og greint var frá eftir markaðssetningu, eru tilgreindar eftir tíðni í töflunni hér á eftir. Tíðni tilvika er flokkuð sem mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000til 1/1.000), koma örsjaldan fyrir

(< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Koma örsjaldan

Tíðni ekki þekkt

 

algengar

 

 

fyrir

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Ofnæmi*

 

Efnaskipti og

 

 

Blóðsýring,

 

 

næring

 

 

aukin

 

 

 

 

 

sermisþéttni

 

 

 

 

 

klóríðs

 

 

Meltingarfæri

Ógleði,

Niðurgangur,

 

 

Kviðverkur,

 

uppköst

meltingartruflun,

 

 

stífla í

 

 

vindgangur,

 

 

meltingarvegi,

 

 

verkir í efri hluta

 

 

garnastífla/

 

 

kviðarhols,

 

 

yfirvofandi

 

 

hægðatregða

 

 

garnastífla,

 

 

 

 

 

sarpbólga, rof í

 

 

 

 

 

meltingarvegi

Húð og

 

 

 

 

Kláði, útbrot

undirhúð

 

 

 

 

 

*reynsla eftir

markaðssetningu

 

 

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Heilbrigðum sjálfboðaliðum hefur verið gefið sevelamerhýdróklóríð í allt að 14 gramma skömmtum, sem samsvarar sautján 800 mg töflum á dag, í átta daga, án nokkurra aukaverkana.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við hýperfosfatemíu. ATC flokkur: V03AE02.

Tasermity inniheldur sevelamer sem er fosfatbindandi fjöl(allylamin hýdróklóríð) fjölliða, án málms og kalsíums og frásogast ekki. Það inniheldur margar amínur, sem eru aðskildar frá meginkeðju fjölliðunnar með einu kolefnisatómi. Þessar amínur verða að hluta til prótónubundnar í þörmunum og

tengjast fosfatsameindum með jónískum tengjum eða vetnistengjum. Með því að binda fosfat í meltingarveginum lækkar sevelamer sermisþéttni fosfats.

Í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á virkni sevelamerhýdróklóríðs við að draga sermisþéttni fosfórs hjá sjúklingum í blóðskilun eða kviðskilun.

Sevelamer dregur úr tíðni blóðkalsíumhækkunarlota samanborið við sjúklinga sem nota fosfatbindandi lyf sem eingöngu byggjast á kalsíumi, líklega vegna þess að lyfið sjálft inniheldur ekkert kalsíum. Sýnt var fram á að áhrif á fosfat og kalsíum héldust, í rannsókn sem fylgt var eftir í eitt ár.

Ídýralíkönum hefur verið sýnt fram á að sevelamer bindur gallsýrur in vitro og in vivo. Gallsýrubinding með jónskiptiresínum er vel þekkt aðferð til að minnka kólesteról í blóði. Í klínískum rannsóknum lækkaði meðalgildi heildar og LDL kólesteróls um 15-31%. Þessi áhrif koma fram eftir 2 vikur og haldast við langtíma meðferð. Engin breyting varð hvað varðar þríglýseríð, HDL kólesteról og albumin.

Íklínískum rannsóknum hjá sjúklingum í blóðskilun hafði sevelamerhýdróklóríð eitt og sér ekki viðvarandi og klínískt marktæk áhrif á óumbreyttan kalkvaka (iPTH). Í 12 vikna rannsókninni, sem í tóku þátt sjúklingar í kviðskilun, kom þó fram álíka mikil lækkun á iPTH og hjá sjúklingum sem fá kalsíumacetat. Hjá sjúklingum með síðkomna (secondary) kalkvakaofseytingu skal nota sevelamerhýdróklóríð sem hluta af fjölþættri meðferð, ef til vill með kalsíumuppbót, 1,25-dihydroxy D3 vítamíni eða einni af afleiðum þess, til að lækka þéttni iPTH.

Íklínískri rannsókn, sem stóð yfir í eitt ár, hafði sevelamerhýdróklóríð engin óæskileg áhrif á umsetningu beina og steinefnaútfellingu í beinum, umfram áhrif kalsíum karbónats.

5.2Lyfjahvörf

Samkvæmt rannsókn á lyfjahvörfum eftir stakan skammt, sem gerð var hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, frásogast sevelamerhýdróklóríð ekki úr meltingarveginum. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á lyfjahvörfum hjá sjúklingum með nýrnabilun (sjá kafla 4.4).

5.3Forklínískar upplýsingar

Íforklínískum rannsóknum á rottum og hundum dró úr frásogi fituleysanlegra D, E og K-vítamína og fólínsýru þegar sevelamer var gefið í skammti sem var 10-faldur ráðlagður hámarksskammtur handa mönnum.

Írannsókn á rottum greindist aukning á kopar í sermi þegar gefinn var 15-30 faldur sá skammtur sevelamers sem ætlaður er mönnum. Þetta var hvorki staðfest í rannsóknum á hundum né í klínískum rannsóknum.

Ekki liggja fyrir neinar formlegar upplýsingar um krabbameinsvaldandi áhrif. Hins vegar hafa in vitro og in vivo rannsóknir bent til þess að sevelamer hafi ekki eiturverkanir á erfðaefni. Sömuleiðis frásogast lyfið ekki úr meltingarveginum.

Í rannsóknum á æxlun sáust engar vísbendingar um að sevelamer valdi fósturvísisdauða, fóstureitrun eða vansköpun við þá skammta sem notaðir voru (allt að 1 g/kg/sólarhring handa kanínum og allt að 4,5 g/kg/sólarhring handa rottum). Beinmyndunargallar í beinagrind sáust á nokkrum stöðum í rottufóstrum þegar mæðurnar fengu 8-20 faldan þann 200 mg/kg hámarksskammt af sevelamer sem ætlaður er mönnum. Vera má að þessi áhrif séu afleiðing D og/eða K-vítamínskorts við svo stóra skammta.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni:

Vatnsfrí kísilkvoða

Sterínsýra

Filmuhúð:

Hýprómellósa (E464)

Diacetyltengd mónóglýseríð

Prentblek:

Svart járnoxíð (E172)

Própýlenglýkól

Hýprómellósa (E464)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25 C.

Geymið glasið vel lokað til varnar gegn raka.

6.5Gerð íláts og innihald

HDPE-glös, með barnaöryggisloki úr pólýprópýleni og með þynnuinnsigli. Hvert glas inniheldur 180 filmuhúðaðar töflur.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Genzyme Europe B.V., Gooimeer 10, 1411 DD Naarden, Holland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/14/953/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: DD. mánuður ÁÁÁÁ

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf