Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Taxotere (docetaxel) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L01CD02

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTaxotere
ATC-kóðiL01CD02
Efnidocetaxel
FramleiðandiAventis Pharma S.A.

1.HEITI LYFS

TAXOTERE 20 mg/0,5 ml innrennslisþykkni og leysir, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert stakskammta hettuglas af TAXOTERE 20 mg/0,5 ml innrennslisþykkni inniheldur dócetaxel (sem þríhýdrat), samsvarandi 20 mg af dócetaxeli (vatnsfríu). Lausnin, sem er seigfljótandi, inniheldur 40 mg/ml af dócetaxeli (vatnsfríu).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert stakskammta hettuglas með leysi inniheldur 13% (w/w) 95% etanól v/v í vatni fyrir stungulyf (252 mg af 95% etanóli v/v).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innrennslisþykkni og leysir, lausn.

Þykknið er tær, seigfljótandi, gul til gulbrún lausn. Leysirinn er litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Brjóstakrabbamein

TAXOTERE ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum með:

skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla (node-positive)

skurðtækt brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (node-negative)

Þegar um er að ræða sjúklinga með skurðtækt brjóstakrabbamein án meins í eitlum ætti að takmarka viðbótarmeðferð við sjúklinga sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá krabbameinslyfjameðferð samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum staðli varðandi fyrstu meðferð við brjóstakrabbameini sem greinst hefur á frumstigi (sjá kafla 5.1).TAXOTERE ásamt doxórúbisíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið (locally advanced) eða með meinvörpum og hafa ekki áður fengið meðferð með frumudrepandi lyfjum við þessum sjúkdómi.

TAXOTERE eitt sér er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð. Antrasýklín eða alkýlerandi lyf ættu að hafa verið meðal lyfja í fyrri krabbameinslyfjameðferð.

TAXOTERE ásamt trastuzumabi er ætlað til meðferðar á sjúklingum með brjóstakrabbamein með meinvörpum þegar æxlin yfirtjá HER2 og þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum.

TAXOTERE ásamt capecítabíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð. Antrasýklín ætti að hafa verið meðal lyfja í fyrri lyfjameðferð.

Lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð

TAXOTERE er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, sem er staðbundið eða með meinvörpum og er ekki af smáfrumugerð, þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð.

TAXOTERE ásamt cisplatíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með óskurðtækt, langt gengið lungnakrabbamein, sem er staðbundið eða með meinvörpum og er ekki af smáfrumugerð, þegar þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við þessum sjúkdómi.

Blöðruhálskirtilskrabbamein

TAXOTERE ásamt prednisóni eða prednisólóni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum, sem svara ekki andhormón meðferð (hormone refractory metastatic cancer).

Kirtilkrabbamein í maga

TAXOTERE ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli er ætlað til meðferðar á sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga með meinvörpum, þar með talið kirtilkrabbamein á mótum maga og vélindis, sem ekki hafa áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum.

Krabbamein á höfði og hálsi

TAXOTERE ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli er ætlað til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Notkun dócetaxels skal bundin við krabbameinsdeildir þar sem sérþekking á notkun krabbameinslyfja er fyrir hendi og á aðeins að gefa lyfið undir yfirumsjón lækna, sem hafa sérstaka þjálfun í krabbameinslyfjameðferð (sjá kafla 6.6).

Ráðlagður skammtur

Við meðferð á brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð, krabbameini í maga og krabbameini á höfði og hálsi, má beita lyfjaforgjöf með barkstera til inntöku, t.d. dexametasón 16 mg á dag (t.d. 8 mg tvisvar sinnum á dag) í 3 daga og byrja einum degi fyrir gjöf dócetaxels, svo fremi að lyfjaforgjöfin sé ekki frábending (sjá kafla 4.4). Nota má hvítkornavaxtarþátt G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð.

Við meðferð á blöðruhálskirtilskrabbameini, þar sem samtímis er gefið prednisón eða prednisólón, er mælt með lyfjaforgjöf með 8 mg af dexametasóni til inntöku 12 klst., 3 klst. og 1 klst. fyrir dócetaxelinnrennslið (sjá kafla 4.4).

Dócetaxel er gefið með innrennsli á einni klst. á þriggja vikna fresti.

Brjóstakrabbamein

Sem viðbótarmeðferð við skurðtæku brjóstakrabbameini sem breiðst hefur til eitla og brjóstakrabbameini sem ekki hefur breiðst út til eitla er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m² sem gefinn er 1 klst. eftir gjöf 50 mg/m² af doxórúbisíni og 500 mg/m² af cýklófosfamíði á þriggja vikna fresti í 6 meðferðalotum (TAC-samsett meðferð) (sjá einnig Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur).

Við meðferð hjá sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 100 mg/m2 í eins lyfs meðferð. Þegar lyfið er notað sem fyrsti valkostur eru 75 mg/m² af dócetaxeli gefin ásamt doxórúbisíni (50 mg/m2).

Þegar lyfið er gefið ásamt trastuzumabi er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 100 mg/m2 á þriggja vikna fresti og er trastuzumab gefið einu sinni í viku. Í grundvallarrannsókn var dócetaxel fyrst gefið með innrennsli daginn eftir að fyrsti skammturinn af trastuzumabi var gefinn. Síðari dócetaxel skammtarnir voru gefnir strax að trastuzumabinnrennsli loknu, ef sá skammtur af trastuzumabi þoldist vel. Um skammta trastuzumabs og lyfjagjöf, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir trastuzumab.

Þegar lyfið er gefið ásamt capecítabíni, er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m² á þriggja vikna fresti ásamt 1.250 mg/m² af capecítabíni tvisvar sinnum á dag (innan 30 mínútna eftir að máltíð lýkur) í 2 vikur og síðan skal taka einnar viku hvíld. Skammtar af capecítabíni eru ákvarðaðir samkvæmt líkamsyfirborði, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín.

Lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð

Hjá sjúklingum sem eru í meðferð við lungnakrabbameini, sem ekki er af smáfrumugerð og hafa ekki fengið krabbameinslyfjameðferð áður, er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2, sem skal strax fylgt eftir með cisplatíni, 75 mg/m2 gefið á 30-60 mínútum. Hjá sjúklingum þar sem fyrri meðferð með platínusamböndum hefur brugðist, er ráðlagður skammtur 75 mg/m2, gefinn einn sér.

Blöðruhálskirtilskrabbamein

Ráðlagður skammtur af dócetaxeli er 75 mg/m2. Samtímis eru 5 mg af prednisóni eða prednisólóni gefin til inntöku tvisvar sinnum á dag samfellt (sjá kafla 5.1).

Kirtilkrabbamein í maga

Ráðlagður skammtur af dócetaxeli er 75 mg/m2 sem gefinn er með innrennsli á 1 klst. og í kjölfar þess eru 75 mg/m2 af cisplatíni gefin með innrennsli á 1-til 3 klst. (bæði lyfin eru aðeins gefin á degi 1), síðan eru 750 mg/m2 af 5-flúoróúrasíli gefin á dag með 24 klst. stöðugu innrennsli í 5 daga og er byrjað að gefa það þegar innrennsli cisplatíns er lokið. Meðferð er endurtekin á þriggja vikna fresti. Gefa verður sjúklingum lyfjaforgjöf með ógleðistillandi lyfjum og viðeigandi vökvagjöf áður en cisplatíngjöf hefst. Nota má G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð (sjá einnig Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur).

Krabbamein á höfði og hálsi

Gefa verður sjúklingum lyfjaforgjöf með ógleðistillandi lyfjum og viðeigandi vökvun (fyrir og eftir cisplatíngjöf). Nota má G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð. Allir sjúklingarnir sem fengu dócetaxel í TAX 323 og TAX 324 rannsóknunum fengu fyrirbyggjandi sýklalyf.

Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

Til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með óskurðtækt, staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2 sem gefinn er með innrennsli á 1 klst. og síðan er gefið 75 mg/m2 af cisplatíni með innrennsli á 1 klst., á fyrsta degi. Síðan er fylgt á eftir með 750 mg/m2 af 5-flúoróúrasíli á sólarhring gefið með stöðugu innrennsli í fimm daga samfleytt. Þessi meðferðarháttur er hafður á, þriðju hverja viku í fjórum lotum. Eftir að krabbameinslyfjameðferð lýkur eiga sjúklingar að fara í geislameðferð.

Upphafskrabbameinslyfjameðferð og krabbameinslyfja- og geislameðferð í kjölfarið (TAX 324) Til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið (tæknilega óskurðtækt, litlar líkur á bata eftir skurðaðgerð og stefnt að varðveislu líffæra) flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2 gefinn sem innrennsli á 1 klst. á degi 1, fylgt eftir með gjöf 100 mg/m2 af císplatíni sem innrennsli á 30 mínútum til 3 klst. og síðan er 1000 mg/m2/sólarhring af 5-flúoróúrasíli gefið með stöðugu innrennsli frá degi 1 til 4. Sami meðferðarháttur er hafður á, þriðju hverju viku í 3 lotur. Eftir að krabbameinslyfjameðferð lýkur eiga sjúklingar að fara í geislameðferð.

Varðandi skammtabreytingar á císplatíni og 5-flúoróúrasíli, sjá samsvarandi samantektir á eiginleikum lyfjanna.

Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur

Almennt

Dócetaxel á að gefa þegar fjöldi daufkyrninga (neutrophils) er 1.500 frumur/mm3.

Hjá sjúklingum sem hafa í fyrri dócetaxel meðferð fengið hita ásamt daufkyrningafæð, þar sem fjöldinn er < 500 frumur/mm3 lengur en í eina viku, alvarlegar eða uppsafnaðar (cumulative) húðbreytingar eða alvarlegan úttaugakvilla (peripheral neuropathy) ætti að minnka skammt dócetaxels úr 100 mg/m2 í 75 mg/m2 og/eða úr 75 í 60 mg/m². Finni sjúklingurinn enn fyrir þessum verkunum við 60 mg/m2 ætti að hætta meðferðinni.

Viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini

Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF ætti að íhuga hjá sjúklingum sem fá dócetaxel, doxórúbisín og cýklófosfamíð (TAC) viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini. Hjá sjúklingum sem fá daufkyrningafæð með hita og/eða sýkingu ætti að minnka dócetaxel skammtinn í 60 mg/m2 í öllum síðari meðferðarlotum (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Hjá sjúklingum sem fá munnbólgu af gráðu 3 eða 4 á að minnka skammt í 60 mg/m2.

Gefið ásamt cisplatíni:

Hjá sjúklingum sem fengu upphaflega dócetaxel 75 mg/m2 ásamt cisplatíni og lágmarksfjöldi blóðflagna í fyrri meðferð var < 25.000 frumur/mm3, hjá sjúklingum sem fá daufkyrningafæð með hita (febrile neutropenia) eða hjá sjúklingum með alvarleg eitrunareinkenni sem tengjast ekki breytingum á blóðmynd, ætti að minnka skammt dócetaxels í 65 mg/m2 í seinni meðferðarlotum. Varðandi breytingar á skömmtum cisplatíns, sjá samsvarandi samantekt á eiginleikum lyfsins.

Gefið ásamt capecítabíni

 

Um breytingar á skömmtum capecítabíns, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín.

 

Þegar eituráhrif af gráðu 2 koma í fyrsta skipti fram hjá sjúklingum og eru enn til staðar við

 

næstu dócetaxel/capecítabín meðferð, á að fresta meðferð þar til einkennin eru komin niður í

 

gráðu 0-1 og halda meðferð áfram með 100% af byrjunarskammti.

 

Þegar eituráhrif af gráðu 2 koma í annað skipti fram hjá sjúklingum eða eituráhrif af gráðu 3

 

koma í fyrsta skipti fram einhvern tímann á meðferðarlotunni, á að fresta meðferð þar til

 

einkennin eru komin niður í gráðu 0-1, og þá á að halda meðferð áfram með 55 mg/m² skammti

 

af dócetaxeli.

 

Komi einhver eituráhrif síðar fram eða ef eituráhrif af gráðu 4 koma fram á að hætta að gefa

 

dócetaxel.

Um breytingar á skömmtum trastuzumabs, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir trastuzumab.

Gefið ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli

Komi fram daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýking í tengslum við daufkyrningafæð þrátt fyrir notkun G-CSF, ætti að minnka skammt dócetaxels úr 75 í 60 mg/m2. Ef síðar koma fram vandamál vegna daufkyrningafæðar ætti að minnka skammt dócetaxels úr 60 í

45 mg/m2. Komi 4. gráðu blóðflagnafæð fram ætti að minnka skammt dócetaxels úr 75 í 60 mg/m2. Ekki á að gefa sjúklingum næstu meðferðarlotu með dócetaxeli fyrr en fjöldi daufkyrninga er aftur orðinn > 1.500 frumur/mm3 og fjöldi blóðflagna er aftur

orðinn > 100.000 frumur/mm3. Hætta á meðferð ef þessar eiturverkanir halda áfram. (sjá kafla 4.4). Skammtabreytingar, sem mælt er með vegna eiturverkana á meltingarfæri hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (5-FU):

Eiturvirkni

Breyting á skömmtun

Niðurgangur gráða 3

Í fyrsta skipti: lækka 5-FU skammt um 20%.

 

Í annað skipti: þá á að lækka dócetaxel skammt um 20%.

Niðurgangur gráða 4

Í fyrsta skipti: lækka dócetaxel og 5-FU skammta um

 

20%.

 

Í annað skipti: hætta meðferð.

Munnbólga/slímbólga

Í fyrsta skipti: lækka 5-FU skammt um 20%.

 

gráða 3

Í annað skipti: hætta eingöngu gjöf 5-FU í öllum

 

eftirfarandi meðferðarlotum.

 

Í þriðja skipti: lækka dócetaxel skammt um 20%.

Munnbólga/slímbólga

Fyrsta skipti: hætta eingöngu gjöf 5-FU í öllum

gráða 4

eftirfarandi meðferðarlotum.

 

Í annað skipti: lækka dócetaxel skammt um 20%.

Um breytingar á skömmtum cisplatíns og 5-flúoróúrasíls, sjá samsvarandi samantektir á eiginleikum lyfjanna.

Í grundvallarrannsóknunum (SCCHN) hjá sjúklingum sem fengu alvarlega daufkyrningafæð (þ.m.t. langvinna daufkyrningafæð, daufkyrningafæð sem fylgdi hiti, eða sýkingu), var ráðlagt að nota G-CSF til forvarnar (t.d. daga 6-15) í öllum seinni meðferðarlotum.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Með hliðsjón af upplýsingum um lyfjahvörf þar sem dócetaxel 100 mg/m2 hefur verið gefið eitt sér, er ráðlagður skammtur dócetaxels 75 mg/m2 hjá sjúklingum með bæði 1,5 falda eða meiri hækkun efri marka eðlilegra gilda (ULN) transamínasa (ALT og/eða AST) og 2,5 falda eða meiri hækkun efri marka eðlilegra gilda alkalísks fosfatasa (sjá kafla 4.4 og 5.2). Hjá sjúklingum með bilirúbín í sermi meira en sem nemur efri mörkum eðlilegra gilda og/eða gildi ALT og AST er hærra en sem nemur 3,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa er hærra en sem nemur sexföldum efri mörkum eðlilegra gilda, er ekki mælt með skammtaminnkun og á þá ekki að nota dócetaxel nema mjög brýnar ástæður séu fyrir hendi.

Við notkun ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga voru sjúklingar með ALT og/eða AST yfir 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda auk alkalísks fosfatasa yfir 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og bilirúbíns yfir efri mörkum eðlilegra gilda útilokaðir frá þátttöku í grundvallar klínískum rannsóknum; hjá þessum sjúklingum er ekki hægt að mæla með lækkun skammta og ekki á að nota dócetaxel nema brýnar ástæður séu fyrir hendi. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli ásamt öðru lyfi hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi við hinum ábendingunum.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun TAXOTERE við nefkokskrabbameini hjá börnum á aldrinum 1 mánaðar til allt að 18 ára.

Meðferð með TAXOTERE er ekki viðeigandi hjá börnum með brjóstakrabbamein, lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð, blöðruhálskirtilskrabbamein, magakrabbamein og krabbamein á höfði og hálsi að undanskildu minna þroskuðu nefkokskrabbameini af tegund II og III.

Aldraðir

Engar sérstakar leiðbeiningar byggðar á rannsóknum á lyfjahvörfum liggja fyrir varðandi notkun lyfsins hjá öldruðum.

Hjá sjúklingum, sem eru 60 ára eða eldri, er mælt er með því að upphafsskammtur capecítabíns sé minnkaður í 75%, þegar það er gefið ásamt dócetaxeli (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Dócetaxel má ekki nota handa sjúklingum sem í upphafi (baseline) hafa færri daufkyrninga (neutrophil blóðkorn) en 1.500 frumur/mm³.

Dócetaxel má ekki gefa sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi, þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um notkun þess hjá þessum sjúklingahópi (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Frábendingar sem eiga við önnur lyf eiga einnig við þegar þau eru gefin ásamt dócetaxeli.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Við brjóstakrabbameini og lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð, er lyfjaforgjöf með barkstera til inntöku, t.d. dexametasón 16 mg á dag (t.d. 8 mg tvisvar sinnum á dag) í 3 daga og byrjað einum degi fyrir gjöf dócetaxels, svo fremi að lyfjaforgjöfin sé ekki frábending og getur hún dregið úr tíðni og alvarleika vökvasöfnunar sem og alvarleika ofnæmis. Við blöðruhálskirtilskrabbameini er lyfjaforgjöf 8 mg af dexametasóni til inntöku 12 klst., 3 klst. og 1 klst. fyrir dócetaxelinnrennslið (sjá kafla 4.2).

Blóðmynd

Daufkyrningafæð er algengasta aukaverkunin af völdum dócetaxels. Miðgildi lágmarksfjölda daufkyrninga var 7 dagar en þessi tími getur verið styttri hjá sjúklingum sem áður hafa fengið mikilvirka meðferð. Fylgjast skal jafnt og þétt með blóðhag hjá öllum sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með dócetaxeli. Endurtaka má meðferð með dócetaxeli þegar fjöldi daufkyrninga er aftur orðinn1.500 frumur/mm³ (sjá kafla 4.2).

Komi fram alvarleg daufkyrningafæð (< 500 frumur/mm³ í sjö daga eða lengur) meðan á meðferð með dócetaxel stendur, er mælt með því að minnka skammta lyfsins við næstu lyfjagjafir eða grípa til annarra viðeigandi ráðstafana við einkennum (sjá kafla 4.2).

Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (TCF) kom daufkyrningafæð með hita og sýking í tengslum við daufkyrningafæð sjaldnar fram þegar sjúklingar höfðu fengið G-CSF í fyrirbyggjandi augnamiði. Sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með TCF á að gefa G-CSF í fyrirbyggjandi augnamiði til að draga úr hættu á vandamálum vegna daufkyrningafæðar (daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýking í tengslum við daufkyrningafæð). Fylgjast skal grannt með sjúklingum sem gefið er TCF (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC) var tíðni daufkyrningafæðar með hita og/eða sýkingu lægri þegar sjúklingarnir fengu fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF. Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF ætti að íhuga hjá sjúklingum sem fá viðbótarmeðferð með TAC við brjóstakrabbameini til að draga úr hættu á alvarlegri daufkyrningafæð (daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða daufkyrningafæð með sýkingu). Fylgjast á náið með sjúklingum sem fá TAC samsetta meðferð (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Ofnæmi

Fylgjast þarf mjög grannt með sjúklingum með tilliti til ofnæmis (hypersensitivity), einkum við fyrsta og annað innrennsli. Ofnæmi getur komið fram innan nokkurra mínútna eftir að innrennsli dócetaxels hefst og því þarf búnaður til að meðhöndla lágan blóðþrýsting og berkjukrampa (bronchospasm) að vera til staðar. Ef einkenni ofnæmis eru væg, til dæmis roði í húð eða staðbundnar húðbreytingar, þarf ekki að stöðva lyfjagjöf. Hins vegar þarf þegar í stað að stöðva dócetaxel innrennsli og beita viðeigandi meðferð ef alvarlegt ofnæmi eins og mikil lækkun á blóðþrýstingi, berkjukrampar eða útbreidd útbrot/hörundsroði (erythema) kemur fram. Sjúklinga, sem fengið hafa alvarlegt ofnæmi, á ekki að meðhöndla aftur með dócetaxeli.

Húðbreytingar

Staðbundinn hörundsroði á útlimum (í lófum og á iljum) ásamt bjúg, sem endar með húðflögnun hefur sést. Greint hefur verið frá alvarlegum einkennum eins og útþoti (eruptions), sem endaði með húðflögnun og leiddi til þess að stöðva varð tímabundið eða hætta varð við meðferð með dócetaxeli (sjá kafla 4.2).

Vökvasöfnun

Fylgjast skal grannt með sjúklingum með mikla vökvasöfnun eins og vökvasöfnun í brjóstholi (pleural effusion), gollurshúsi (pericardial effusion) og í kviðarholi (ascites).

Sjúkdómar í öndunarfærum

Skýrt hefur verið frá bráðu andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome), millivefslungnabólgu/lungnabólgu, millivefslungnasjúkdómi (interstitial lung disease), bandvefsmyndun í lungum (pulmanory fibrosis) og öndunarbilun sem getur tengst dauðsföllum. Greint hefur verið frá tilvikum geislunarlungnabólgu hjá sjúklingum sem voru samtímis í geislameðferð.

Ef einkenni frá öndunarfærum versna eða ný einkenni koma fram, skal fylgjast náið með sjúklingi, rannsaka tafarlaust og meðhöndla eftir því sem við á. Mælt er með því að hætta meðhöndlun með dócetaxeli þar til sjúkdómsgreining liggur fyrir. Stuðningsmeðferð sem hafin er snemma getur hjálpað til við að bæta ástandið. Meta skal vandlega ávinning þess að hefja dócetaxel meðferð að nýju.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum, sem meðhöndlaðir eru með 100 mg/m2 skammti af dócetaxeli einu sér, er aukin hætta á alvarlegum aukaverkunum eins og dauðsföllum af völdum eitrunar, þar á meðal sýklasótt (sepsis) og blæðingum í meltingarvegi sem geta leitt til dauða, daufkyrningafæð með hita (febrile neutropenia), sýkingum, blóðflagnafæð, munnbólgu (stomatitis) og þróttleysi, ef gildi transamínasa í sermi (ALT og/eða AST) eru hærri en sem nemur 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa í sermi eru samtímis hærri en sem nemur 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda. Vegna þessa er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2 hjá þeim sjúklingum sem eru með hækkuð lifrarpróf og skulu prófanir á lifrarstarfsemi gerðar við upphaf meðferðar og auk þess fyrir hverja meðferðarlotu (sjá kafla 4.2).

Hjá sjúklingum með bilirúbíni í sermi meira en sem nemur efri mörkum eðlilegra gilda og/eða gildi ALT og AST eru hærri en sem nemur 3,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa er hærra en sem nemur sexföldum efri mörkum eðlilegra gilda er ekki hægt að mæla með skammtaminnkun og á þá ekki að nota dócetaxel nema mjög brýnar ástæður séu fyrir hendi.

Við notkun ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga voru sjúklingar með ALT og/eða AST yfir 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda auk alkalísks fosfatasa yfir 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og bilirúbíns yfir efri mörkum eðlilegra gilda útilokaðir frá þátttöku í grundvallar klínískum rannsóknum; hjá þessum sjúklingum er ekki hægt að mæla með lækkun skammta og ekki á að nota dócetaxel nema brýnar ástæður séu fyrir hendi. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli ásamt öðru lyfi hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi við hinum ábendingunum.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

Taugakerfi

Þróist alvarleg úttaugaeitrun (peripheral neurotoxicity) þarf að minnka skammt (sjá kafla 4.2).

Eiturverkanir á hjarta

Hjartabilun hefur sést hjá sjúklingum sem hafa fengið dócetaxel ásamt trastuzumabi, einkum og sér í lagi eftir krabbameinslyfjagjöf með antrasýklíni (doxórúbisíni eða epírúbisíni). Þetta getur verið í meðallagi alvarlegt til alvarlegt ástand og jafnvel leitt til dauða (sjá kafla 4.8).

Þegar meðhöndla á sjúklinga með dócetaxeli ásamt trastuzumabi, á að leggja mat á hjartastarfsemi þeirra áður en meðferð hefst. Hafa á eftirlit með hjartastarfsemi meðan á meðferð stendur (t.d. á

þriggja mánaða fresti) í þeim tilgangi að finna þá sjúklinga sem vanstarfsemi hjartans gæti þróast hjá. Sjá frekari upplýsingar í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir trastuzumabs.

Augu

Greint hefur verið frá blöðrublettabjúgi (cystoid macular oedema) hjá sjúklingum meðhöndluðum með dócetaxel. Sjúklingar með skerta sjón ættu tafarlaust að gangast undir ítarlega skoðun hjá augnlækni. Ef blöðrublettabjúgur greinist, skal hætta meðferð með dócetaxel og hefja viðeigandi meðferð (sjá kafla 4.8).

Annað

Bæði karlar og konur verða að nota getnaðarvarnir meðan á lyfjameðferð stendur og karlar í að minnsta kosti í 6 mánuði eftir að meðferð lýkur (sjá kafla 4.6).

Forðast á samhliða notkun dócetaxels og öflugra CYP3A4 hemla (t.d. ketókónazól, itrakónazól, claritrómýcín, indinavír, nefazodon, nelfinavír, ritónavír, saquinavír, telitrómýcin og vorikónazól) (sjá kafla 4.5).

Viðbótar varúðarreglur við notkun sem viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini

Alvarleg daufkyrningafæð

Hjá sjúklingum sem fá alvarlega daufkyrningafæð (langvarandi daufkyrningafæð, daufkyrningafæð með hita eða sýkingu) skal íhuga gjöf G-CSF og minnka skammt (sjá kafla 4.2).

Aukaverkanir í meltingarfærum

Einkenni eins og snemmkomnir verkir og eymsli í kviði, hiti, niðurgangur, með eða án daufkyrningafæðar, geta verið snemmkomin merki um alvarlegar eiturverkanir í meltingarfærum og á að meta þau og meðhöndla tafarlaust.

Hjartabilun

Fylgjast skal með einkennum um hjartabilun hjá sjúklingum meðan á meðferð stendur og við eftirfylgni eftir meðferð. Hjá sjúklingum sem fá meðferð með dócetaxeli, doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC lyfjameðferð) til meðferðar við brjóstakrabbameini, sem breiðst hefur til eitla, hefur verið sýnt fram á að hættan á hjartabilun er meiri fyrsta árið eftir að meðferð lýkur (sjá kafla 4.8 og 5.1).

Hvítblæði

Hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dócetaxeli, doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC) þarf að fylgjast með blóðmynd vegna hættu á síðkomnum mergmisþroska (myelodysplasia) eða kyrningahvítblæði.

Sjúklingar með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla

Þar sem sá ávinningur, sem kom fram hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla, var ekki tölfræðilega marktækur með tilliti til lifunar án sjúkdóms (disease-free survival) og heildarlifunar, sýndi lokagreining ekki fullkomlega fram á jákvætt hlutfall ávinnings/áhættu við TAC notkun hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla (sjá kafla 5.1).

Aldraðir

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun dócetaxels ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum >70 ára.

Af 333 sjúklingum, sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli á þriggja vikna fresti í rannsókn á blöðruhálskirtilskrabbameini, voru 209 sjúklingar 65 ára eða eldri og 68 sjúklingar voru eldri en 75 ára. Hjá sjúklingum, sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli á þriggja vikna fresti, var tíðni breytinga á nöglum ≥10% hærri hjá sjúklingum, sem voru 65 ára eða eldri samanborið við yngri

sjúklinga. Tíðni hækkaðs líkamshita, niðurgangs, lystarleysis og bjúgs á útlimum var ≥10% hærri hjá sjúklingum, sem voru 75 ára eða eldri samanborið við sjúklinga yngri en 65 ára.

Meðal 300 sjúklinga (221 sjúklingur var í 3. stigs hluta rannsóknarinnar og 79 sjúklingar í 2. stigs hluta rannsóknarinnar) sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli í magakrabbameinsrannsókninni, voru 74 sjúklingar 65 ára eða eldri og 4 sjúklingar voru 75 ára eða eldri. Tíðni alvarlegra aukaverkana var hærri hjá öldruðum samanborið við yngri sjúklinga. Tíðni eftirtalinna aukaverkana (af öllum gráðum): svefnhöfgi, munnbólga, sýking í tengslum við daufkyrningafæð var ≥10% hærri hjá sjúklingum 65 ára eða eldri samanborið við yngri sjúklinga. Fylgjast skal grannt með öldruðum sem meðhöndlaðir eru með TCF.

Hjálparefni

Lyfið inniheldur 13% (w/w) af 95% etanóli v/v (alkóhóli), þ.e. allt að 252 mg af 95% etanóli v/v í hverju hettuglasi með leysi, samsvarandi 6 ml bjórs eða 2,6 ml léttvíns í hverju hettuglasi.

Skaðlegt fyrir áfengissjúklinga.

Þungaðar konur, konur með barn á brjósti, börn og áhættuhópar, t.d. sjúklingar með lifrarsjúkdóma eða flogaveiki, þurfa að hafa í huga að lyfið inniheldur etanól.

Hafa skal í huga mögulegar aukaverkanir á miðtaugakerfið.

Magn alkóhóls í lyfinu getur haft áhrif á verkun annarra lyfja.

Magn alkóhóls í lyfinu getur haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla (sjá kafla 4.7).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir in vitro hafa leitt í ljós að umbrot dócetaxels geta breyst séu samtímis notuð lyf eða annað sem örvar, hemur, eða umbrotnar (og getur þannig hamið ensímið með samkeppni) fyrir tilstilli cýtókróm P450-3A eins og ciklósporín, ketókónazól og erýtrómýsín. Því skal gæta varúðar við samtímis meðferð með þessum lyfjum vegna hugsanlegrar hættu á marktækum milliverkunum.

Við samsetta meðferð með CYP3A4 hemlum geta aukaverkanir dócetaxels aukist vegna minnkaðra umbrota. Ef samhliða notkun öflugra CYP3A4 hemla (t.d. ketókónazól, itrakónazól, claritrómýcin, indinavír, nefazodon, nelfinavír, ritónavír, saquinavír, telitrómýcin og vorikónazól) er óhjákvæmileg þarf að hafa náið klínískt eftirlit og hugsanlega þarf að aðlaga skammta dócetaxels meðan á meðferð með öflugum CYP3A4 hemlum stendur (sjá kafla 4.4). Í rannsókn á lyfjahvörfum með 7 sjúklingum minnkaði verulega úthreinsun dócetaxels, um 49%, við samhliða gjöf ketókónazóls sem er öflugur CYP3A4 hemill.

Lyfjahvörf dócetaxels, þar sem prednisón var einnig gefið, voru rannsökuð hjá sjúklingum með blöðruhálskirtilskrabbamein með meinvörpum. Dócetaxel umbrotnar fyrir tilstilli CYP3A4 og þekkt er að prednisón örvar CYP3A4. Engin tölfræðilega marktæk áhrif prednisóns á lyfjahvörf dócetaxels komu í ljós.

Próteinbinding dócetaxels er veruleg (>95%). Enda þótt hugsanlegar milliverkanir in vivo milli dócetaxels og annarra lyfja sem eru notuð samtímis hafi ekki verið rannsakaðar með formlegum hætti, hafa rannsóknir in vitro með lyfjum sem eru mikið próteinbundin eins og erýtrómýsín, dífenhýdramín, própranólól, própafenón, fenýtóín, salisýlat, súlfametoxazól og natríumvalpróat ekki haft áhrif á próteinbindingu dócetaxels. Enn fremur hafði dexametasón ekki áhrif á próteinbindingu dócetaxels. Dócetaxel hafði ekki áhrif á próteinbindingu digitoxíns.

Samtímis notkun dócetaxels, doxórúbisíns og cýklófosfamíðs hafði ekki áhrif á lyfjahvörf þeirra. Takmarkaðar upplýsingar úr einni rannsókn, sem ekki var samanburðarrannsókn, gáfu til kynna milliverkanir milli dócetaxels og karbóplatíns. Úthreinsun karbóplatíns jókst um 50% þegar það var gefið með dócetaxeli samanborið við þau gildi sem áður hafði verið skýrt frá, þegar karbóplatín var gefið eitt sér.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun dócetaxels hjá barnshafandi konum. Í ljós hefur komið, að dócetaxel hefur eiturverkanir á bæði fósturvísa og fóstur kanína og rottna auk þess að draga úr frjósemi hjá rottum. Eins og við á um önnur frumudrepandi lyf getur dócetaxel valdið fósturskemmdum ef það er gefið barnshafandi konum. Dócetaxel á því ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Vara á konur á barneignaraldri, sem meðhöndlaðar eru með dócetaxeli, við því að verða barnshafandi og þær ættu að segja lækninum, sem annast lyfjameðferðina, þegar í stað frá því fari svo.

Brjóstagjöf

Dócetaxel er fitusækið efni, en ekki er vitað hvort það skilst út í brjóstamjólk. Vegna hugsanlegrar hættu á skaðlegum áhrifum á barnið á að stöðva brjóstagjöf meðan á meðferð með dócetaxeli stendur.

Getnaðarvarnir karla og kvenna

Sjúklingar verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

Frjósemi

Í rannsóknum, sem eru ekki klínískar, hefur dócetaxel sýnt eiturverkanir á erfðaefni og getur það haft áhrif á frjósemi karla (sjá kafla 5.3). Því er karlmönnum, sem eru í meðferð með dócetaxel, ráðlagt að geta ekki barn meðan á meðferð stendur og í allt að 6 mánuði eftir að meðferð lýkur og leita ráðgjafar varðandi varðveislu á sæði fyrir meðferð.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Magn etanóls í Taxotere getur haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla (sjá kafla 4.4).

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins fyrir allar ábendingar

Upplýsingar um aukaverkanir sem taldar eru hugsanlega eða líklega tengdar dócetaxel notkun eru fengnar frá

 

1.312 sjúklingum, sem fengu 100 mg/m2 af dócetaxeli einu sér og 121 sjúklingi, sem fékk

 

75 mg/m2 af dócetaxeli einu sér.

 

258 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt doxórúbisíni.

 

406 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt cisplatíni.

 

92 sjúklingum, sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt trastuzumabi.

 

255 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt capecítabíni.

 

322 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt prednisóni eða prednisólóni (sýndar eru

 

aukaverkanir, sem eru klínískt mikilvægar og meðferðartengdar).

 

1276 sjúklingum (744 og 532 í TAX 316 og GEICAM 9805 talið í sömu röð), sem fengu

 

dócetaxel ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði (sýndar eru aukaverkanir, sem eru klínískt

 

mikilvægar og meðferðartengdar).

 

300 sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga (221 sjúklingur var í 3. stigs hluta rannsóknarinnar

 

og 79 sjúklingar í 2. stigs hluta rannsóknarinnar) sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt

 

cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (klínískt mikilvægar aukaverkanir sem tengdust meðferð eru

 

tilgreindar).

 

174 og 251 sjúklingi með krabbamein á höfði og hálsi sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplantíni og 5-flúoróúrasíli (klínískt mikilvægar aukaverkanir sem tengdust meðferð eru tilgreindar).

Stuðst var við National Cancer Institute (NCI) Common Toxicity Criteria þegar þessum aukaverkunum var lýst (gráða 3 = G3; gráða 3-4 = G3/4; gráða 4 = G4), COSTART og MedDRA skilgreiningar. Tíðni er skilgreind sem: Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan hvers tíðniflokks eru aukaverkanir taldar upp í röð eftir alvarleika, þær alvarlegustu fyrst.

Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá við notkun dócetaxels eins sér eru fækkun daufkyrninga (sem gekk til baka og jókst ekki við endurtekna skammta; lágmark í fjölda daufkyrninga var eftir 7 daga (miðgildi) og miðgildi þess tíma sem daufkyrningafæðin var alvarleg

(<500 frumur/mm3) var 7 dagar), blóðleysi, hárlos, ógleði, uppköst, munnbólga, niðurgangur og þróttleysi. Alvarleiki aukaverkana af völdum dócetaxels getur aukist þegar það er gefið ásamt öðrum krabbameinslyfjum.

Skýrt er frá aukaverkunum (allar gráður) sem komu fram í ≥10% tilvika við notkun samtímis trastuzumabi. Aukin tíðni alvarlegra aukaverkana (40% á móti 31%) og aukaverkana af 4. gráðu (34% á móti 23%) var hjá hópnum sem fékk trastuzumab ásamt dócetaxeli samanborið við þá sem fengu dócetaxel eitt sér.

Varðandi samtímis notkun með capecítabíni er skýrt frá algengustu meðferðartengdu aukaverkununum (≥5%) sem komu fram í 3. stigs rannsókn á sjúklingum með brjóstakrabbamein, þar sem meðferð með antrasýklíni hefur ekki borið árangur (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín).

Eftirtaldar aukaverkanir sjást oft við notkun dócetaxels:

Ónæmiskerfi

Ofnæmi hefur venjulega komið fram innan nokkurra mínútna frá því að innrennsli dócetaxels hefst og var oftast vægt upp í að vera í meðallagi mikið. Algengustu einkennin sem skýrt var frá voru roði, útbrot með eða án kláða, þyngsli fyrir brjósti, bakverkir, andnauð og lyfjahiti eða kuldahrollur. Alvarlegt ofnæmi einkenndist af lágum blóðþrýstingi og/eða berkjukrömpum eða útbreiddum útbrotum/hörundsroða (sjá kafla 4.4).

Taugakerfi

Alvarlegar eiturverkanir á úttaugar leiða til þess að minnka verður skammta (sjá kafla 4.2 og 4.4). Væg til í meðallagi mikil einkenni frá skyntaugum einkennast af náladofa, tilfinningatruflunum eða verkjum, þ.m.t. brunatilfinningu. Einkenni frá hreyfitaugum eru einkum slappleiki.

Húð og undirhúð

Húðbreytingar sem ganga til baka hafa sést og voru oftast vægar til í meðallagi miklar. Einkenni voru útbrot þar með talin staðbundin útþot einkum á fótum og höndum (þar með talið alvarlegt handa- og fótaheilkenni), en einnig á handleggjum, andliti eða á brjósti og oft samfara kláða. Útþot komu venjulega fram innan einnar viku eftir dócetaxelinnrennsli. Sjaldgæfara var að greint væri frá alvarlegum einkennum eins og útþotum sem enduðu með húðflögnun sem í mjög sjaldgæfum tilfellum leiða til þess að stöðva þurfi lyfjagjöf eða hætta dócetaxelmeðferðinni (sjá kafla 4.2 og 4.4). Alvarlegar naglaskemmdir einkennast af of lítilli eða of mikilli litun og stundum verkjum og naglarlosi (onycholysis).

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Viðbrögð á innrennslisstað voru venjulega væg og var um að ræða litabreytingar í húð (hyperpigmentation), bólgu, húðroða og húðþurrk, æðabólgu eða gjöf lyfs utan æðar (extravasation) og þrota í æðinni sem lyfið var gefið í.

Vökvasöfnun, þar með talinn bjúgur á útlimum og einnig (þó sjaldnar) vökvasöfnun í brjóstholi, gollurshúsi, kviðarholi (ascites) og þyngdaraukning. Bjúgur á útlimum kemur oftast fyrst fram á fótum og getur breiðst út og þyngdaraukning orðið 3 kg eða meiri. Tíðni og alvarleiki vökvasöfnunar eykst við endurtekna skammta (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 100 mg/m², eins sér, við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýkingar (G3/4: 5,7%;

Sýkingar tengdar G4

 

sníkjudýra

þar á meðal sýklasótt

daufkyrningafæð

 

 

og lungnabólga, sem

(G3/4: 4,6%)

 

 

leiddi til dauða í 1,7%

 

 

 

tilvika)

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Blóðflagnafæð (G4:

 

 

(G4: 76,4%);

0,2%)

 

 

Blóðleysi (G3/4:

 

 

 

8,9%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 5,3%)

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

Taugakerfi

Útlægur

 

 

 

skyntaugakvilli

 

 

 

(G3: 4,1%);

 

 

 

Útlægur

 

 

 

hreyfitaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 4%)

 

 

 

Bragðtruflun (alvarleg

 

 

 

tilvik 0,07%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Hjartabilun

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Æðar

 

Lágþrýstingur;

 

 

 

Háþrýstingur;

 

 

 

Blæðingar

 

Öndunarfæri, brjósthol og

Andnauð (alvarleg

 

 

miðmæti

tilvik 2,7%)

 

 

Meltingarfæri

Munnbólga (G3/4:

Hægðatregða

Vélindisbólga

 

5,3%);

(alvarleg tilvik:

(alvarleg tilvik:

 

Niðurgangur (G3/4:

0,2%);

0,4%)

 

4%);

Kviðverkir (alvarleg

 

 

Ógleði (G3/4: 4%);

tilvik: 1%);

 

 

Uppköst (G3/4: 3%)

Blæðingar í

 

 

 

meltingarfærum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,3%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Húðbreytingar (G3/4:

 

 

 

5,9%); Breytingar á

 

 

 

nöglum (alvarleg

 

 

 

tilvik: 2,6%)

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir

Liðverkir

 

 

(alvarleg tilvik 1,4%)

 

 

Almennar aukaverkanir og

Vökvasöfnun

Viðbrögð á

 

aukaverkanir á íkomustað

(alvarleg tilvik: 6,5%)

innrennslisstað;

 

 

Þróttleysi (alvarleg

Verkir fyrir brjósti

 

 

tilvik: 11,2%);

sem ekki tengjast

 

 

Verkir

hjarta

 

 

 

(alvarleg tilvik 0,4%)

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: Hækkun

 

 

 

bilirúbíns í blóði

 

 

 

(< 5%);

 

 

 

G3/4: hækkun

 

 

 

alkalísks fosfatasa í

 

 

 

blóði (< 4%);

 

 

 

G3/4: hækkun AST

 

 

 

< 3%);

 

 

 

G3/4: hækkun ALT

 

 

 

(< 2%)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 100 mg/m², eins sér, við brjóstakrabbameini

Blóð og eitlar

Mjög sjaldgæfar: Blæðingar tengdar gráðu 3/4 blóðflagnafæð.

Taugakerfi

Gögn um hvenær eiturverkanir á taugar gengu til baka liggja fyrir um 35,3% þeirra sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með 100 mg/m² af dócetaxeli einu sér. Þessi einkenni gengu til baka af sjálfu sér innan 3 mánaða.

Húð og undirhúð

Koma örsjaldan fyrir: Við lok rannsóknarinnar gekk hármissir ekki til baka í einu tilviki. Húðbreytingar höfðu gengið til baka innan 21 dags í 73% tilvika.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Miðgildi heildarskammts í meðferðinni (cumulative dose) sem leiddi til þess að hætta varð meðferðinni var hærra en 1.000 mg/m² og miðgildi tíma þar til vökvasöfnun gekk til baka var 16,4 vikur (á bilinu 0 til 42 vikur). Miðlungi alvarleg og alvarleg vökvasöfnun kom seinna fram

(miðgildi heildarskammts: 818,9 mg/m²) hjá sjúklingum sem fengu lyfjaforgjöf samanborið við þá sem fengu ekki lyfjaforgjöf (miðgildi heildarskammts: 489,7 mg/m²), en hins vegar hefur verið skýrt frá tilvikum þar sem þetta hefur komið fram snemma í lyfjameðferðinni hjá sumum sjúklingum.

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m², eins sér, við lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýkingar (G3/4: 5%)

 

sníkjudýra

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Daufkyrningafæð samfara

 

(G4: 54,2%);

hækkuðum líkamshita

 

Blóðleysi (G3/4: 10,8%);

 

 

Blóðflagnafæð (G4: 1,7%)

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (engin alvarleg tilvik)

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

 

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

 

 

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

(G3/4: 0,8%)

(G3/4: 2,5%)

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir (engin

 

 

alvarleg tilvik);

Æðar

 

Lágþrýstingur

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 3,3%);

Hægðatregða

 

Munnbólga (G3/4: 1,7%);

 

 

Uppköst (G3/4: 0,8%);

 

 

Niðurgangur (G3/4: 1,7%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

Breytingar á nöglum

 

Húðbreytingar (G3/4: 0,8%)

(alvarleg tilvik 0,8%)

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi

 

aukaverkanir á íkomustað

(alvarleg tilvik: 12,4%);

 

 

Vökvasöfnun

 

 

(alvarleg tilvik: 0,8%);

 

 

Verkir

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4 hækkun bilirúbíns í blóði

 

 

(< 2%)

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt doxórúbisíni við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla

Sýking (G3/4: 7,8%)

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G4:

 

 

 

91,7%);

 

 

 

Blóðleysi (G3/4: 9,4%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita;

 

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

(G4: 0,8%)

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (G3/4: 1,2%)

 

Efnaskipti og næring

 

Lystarleysi

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

Útlægur

 

 

(G3: 0,4%)

hreyfitaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 0,4%)

 

Hjarta

 

Hjartabilun;

 

 

 

Hjartsláttartruflanir

 

 

 

(engin alvarleg tilvik)

 

Æðar

 

 

Lágþrýstingur

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 5%);

 

 

 

Munnbólga

 

 

 

(G3/4: 7,8%);

 

 

 

Niðurgangur (G3/4:

 

 

 

6,2%);

 

 

 

Uppköst (G3/4: 5%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,4%);

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

 

Húðbreytingar (engin

 

 

 

alvarleg tilvik)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (alvarleg

Viðbrögð á

 

aukaverkanir á íkomustað

tilvik: 8,1%);

innrennslisstað

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

 

tilvik: 1,2%);

 

 

 

Verkir

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: hækkun

G3/4 hækkun AST

 

 

bilirúbíns í blóði

(< 1%);

 

 

(< 2,5%);

G3/4 Hækkun ALT

 

 

G3/4: Hækkun

(< 1%)

 

 

alkalísks fosfatasa í

 

 

 

blóði (< 2,5%)

 

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni við lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 5,7%)

 

 

sníkjudýra

 

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G4:

Daufkyrningafæð

 

 

51,5%);

samfara hækkuðum

 

 

Blóðleysi (G3/4: 6,9%);

líkamshita

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

(G4: 0,5%)

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 2,5%)

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

 

 

 

(G3: 3,7%);

 

 

 

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 2%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Hjartabilun

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Æðar

 

Lágþrýstingur

 

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 9,6%);

Hægðatregða

 

 

Uppköst (G3/4: 7,6%);

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

(G3/4: 6,4%);

 

 

 

Munnbólga (G3/4: 2%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,7%);

 

 

 

Húðbreytingar (G3/4:

 

 

 

0,2%)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir (alvarleg

 

 

 

tilvik: 0,5%)

 

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (alvarleg

Viðbrögð á

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

aukaverkanir á íkomustað

tilvik: 9,9%);

innrennslisstað;

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

Verkir

 

 

tilvik: 0,7%);

 

 

 

Hiti (G3/4: 1,2%)

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: hækkun

G3/4 hækkun

 

 

bilirúbíns í blóði

AST (0,5%);

 

 

(2,1%);

G3/4 hækkun

 

 

G3/4: hækkun ALT

alkalísks

 

 

(1,3%)

fosfatasa í

 

 

 

blóði (0,3%)

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 100 mg/m² ásamt trastuzumabi við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

líffærum

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4: 32%);

 

 

Daufkyrningafæð samfara

 

 

hækkuðum líkamshita (nær

 

 

einnig til daufkyrningafæðar sem

 

 

tengist hita og notkun sýklalyfja)

 

 

eða sýklasótt ásamt

 

 

daufkyrningafæð

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

Geðræn vandamál

Svefnleysi

 

Taugakerfi

Náladofi; höfuðverkur;

 

 

bragðtruflun; tilfinningadofi

 

Augu

Aukin táraseyting; tárubólga

 

Hjarta

 

Hjartabilun

Æðar

Vessabjúgur

 

Öndunarfæri, brjósthol og

Blóðnasir; verkir í koki og

 

miðmæti

barkakýli; nefkoksbólga;

 

 

andnauð; hósti; nefrennsli

 

Meltingarfæri

Ógleði; niðurgangur; uppköst;

 

 

hægðatregða; munnbólga;

 

 

meltingartruflanir; kviðverkir

 

Húð og undirhúð

Hárlos; hörundsroði; útbrot;

 

 

breytingar á nöglum

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir; liðverkir; verkir í

 

 

útlimum, beinverkir; bakverkir

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi; bjúgur á útlimum; hiti;

Svefnhöfgi

aukaverkanir á íkomustað

þreyta; bólga í slímu; verkir;

 

 

inflúensulíkur lasleiki; verkur

 

 

fyrir brjósti; kuldahrollur

 

Rannsóknaniðurstöður

Þyngdaraukning

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 100 mg/m² ásamt trastuzumabi við brjóstakrabbameini

Hjarta

Skýrt var frá einkennum um hjartabilun hjá 2,2% þeirra sjúklinga sem fengu dócetaxel ásamt trastuzumab samanborið við 0% þeirra sjúklinga sem fengu dócetaxel eitt sér. Af þeim sem fengu dócetaxel auk trastuzumabs höfðu 64% þeirra fengið antrasýklín áður sem viðbótarmeðferð samanborið við 55% þeirra sem voru í þeim hópi sem fékk dócetaxel eitt sér.

Blóð og eitlar

Mjög algengar: Eiturverkanir á blóð voru tíðari hjá sjúklingum sem fengu trastuzumab og dócetaxel en hjá þeim sem fengu dócetaxel eitt sér (32% daufkyrningafæð af gráðu 3/4 á móti 22%, samkvæmt NCI-CTC mælikvarða). Athugið að þetta er sennilega vanáætlað þar sem þekkt er að dócetaxel eitt sér í 100 mg/m2 skammti veldur daufkyrningafæð hjá 97% sjúklinga, 76% af gráðu 4, á grundvelli lægstu blóðgilda. Tíðni daufkyrningafæðar samfara hækkuðum líkamshita/sýklasótt ásamt daufkyrningafæð var einnig aukin hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Herceptin ásamt dócetaxeli (23% á móti 17% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli einu sér).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt capecítabíni við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

 

Hvítsveppasýking í munni

sníkjudýra

 

(G3/4: <1%)

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4:

Blóðflagnafæð (G3/4: 3%)

 

63%);

 

 

Blóðleysi (G3/4: 10%)

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 1%);

Vessaþurrð (G3/4: 2%);

 

Minnkuð matarlyst

 

Taugakerfi

Breytingar á bragðskyni

Sundl;

 

(G3/4: < 1%)

Höfuðverkur (G3/4: < 1%);

 

Náladofi (G3/4: < 1%)

Úttaugakvilli

Augu

Aukin táraseyting

 

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Verkur í koki og barkakýli

Andnauð (G3/4: 1%);

 

(G3/4: 2%)

Hósti (G3/4: < 1%);

 

 

Blóðnasir (G3/4: < 1%)

Meltingarfæri

Munnbólga (G3/4: 18%);

Kviðverkir í efri hluta

 

Niðurgangur (G3/4: 14%);

kviðarhols;

 

Ógleði (G3/4: 6%);

Munnþurrkur

 

Uppköst (G3/4: 4%);

 

 

Hægðatregða (G3/4: 1%);

 

 

Kviðverkir (G3/4: 2%);

 

 

Meltingartruflanir

 

Húð og undirhúð

Handa- og fótaheilkenni

Húðbólga;

 

(G3/4: 24%)

Hörundsroði með útbrotum

 

Hárlos (G3/4: 6%);

(G3/4: < 1%);

 

Breytingar á nöglum (G3/4:

Mislitun á nöglum;

 

2%)

Naglarlos (G3/4: 1%)

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir (G3/4: 2%);

Verkir í útlimum (G3/4:

 

Liðverkir (G3/4: 1%)

< 1%);

 

 

Bakverkir (G3/4: 1%);

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (G3/4: 3%);

Svefnhöfgi;

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 1%);

Verkir

 

Þreyta/slappleiki (G3/4: 5%);

 

 

Bjúgur á útlimum

 

 

(G3/4: 1%);

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdartap;

 

 

G3/4 hækkun bilirúbíns í

 

 

blóði (9%)

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt prednisóni eða prednisólóni við blöðruhálskirtilskrabbameini

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 3,3%)

 

sníkjudýra

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4:

Blóðflagnafæð; (G3/4: 0,6%);

 

32%);

Daufkyrningafæð samfara

 

Blóðleysi (G3/4: 4,9%)

hækkuðum líkamshita

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (G3/4: 0,6%)

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 0,6%)

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

(G3/4: 1,2%);

(G3/4: 0%)

 

Bragðtruflun (G3/4: 0%)

 

Augu

 

Aukin táraseyting (G3/4: 0,6%)

Hjarta

 

Minnkuð starfsemi vinstri

 

 

slegils (G3/4: 0,3%)

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

Blóðnasir (G3/4: 0%);

 

 

Andnauð (G3/4: 0,6%);

 

 

Hósti (G3/4: 0%)

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 2,4%);

 

 

Niðurgangur (G3/4: 1,2%);

 

 

Munnbólga/kokbólga

 

 

(G3/4: 0,9%);

 

 

Uppköst (G3/4: 1,2%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

Útbrot/húðflögnun (G3/4: 0,3%)

 

Breytingar á nöglum (engin

 

 

alvarleg tilvik)

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir (G3/4: 0,3%);

 

 

Liðverkir (G3/4: 0,3%)

Almennar aukaverkanir og

Þreyta (G3/4: 3,9%);

 

aukaverkanir á íkomustað

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

tilvik 0,6%)

 

Tafla yfir aukaverkanir við viðbótarmeðferð með TAXOTERE 75 mg/m² í samsettri meðferð með doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum sem eru með brjóstakrabbamein sem hefur breiðst út til eitla (TAX 316) og brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (GEICAM 9805) – samanlagðar niðurstöður

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

 

Algengar aukaverkanir

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

 

 

aukaverkanir

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum

Sýking (G3/4: 2,4%);

 

 

 

sýkla og sníkjudýra

Daufkyrningafæð ásamt

 

 

 

sýkingu (G3/4: 2,6%)

 

 

 

Blóð og eitlar

Blóðleysi (G3/4: 3%);

 

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

 

(G3/4: 59,2%);

 

 

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

 

(G3/4: 1,6%);

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með

 

 

 

 

hita (G3/4: NA)

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi (G3/4: 0,6%)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

 

(G3/4:1,5%)

 

 

Taugakerfi

Bragðskynstruflun

Útlægur hreyfitaugakvilli

Yfirlið (G3/4: 0%)

 

(G3/4: 0,6%);

(G3/4: 0%);

Eiturverkanir á

 

Útlægur skyntaugakvilli

 

taugakerfi (G3/4: 0%);

 

(G3/4: <0,1%)

 

Svefnhöfgi (G3/4:0%)

 

 

 

 

Augu

Tárubólga

Aukin táraseyting

 

 

(G3/4:<0,1%)

(G3/4: <0,1%);

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttaróregla (G3/4:

 

 

 

0,2%);

 

 

 

 

 

Æðar

Hitasteypur

Lágþrýstingur

Vessabjúgur

 

(G3/4: 0,5%)

(G3/4: 0%)

(G3/4: 0%)

 

 

Bláæðabólga (G3/4:0%)

 

Öndunarfæri, brjósthol

 

Hósti (G3/4: 0%)

 

og miðmæti

 

 

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 5,0%);

Kviðverkir (G3/4: 0,4%)

 

 

Munnbólga (G3/4:

 

 

 

6,0%);

 

 

 

Uppköst (G3/4: 4,2%);

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

(G3/4: 3,4%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

 

(G3/4: 0,5%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos (viðvarandi:

 

 

 

<3%);

 

 

 

Húðbreytingar

 

 

 

(G3/4: <0,6%);

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(G3/4: 0,4%)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir

 

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

 

Liðverkir (G3/4: 0,2%)

 

 

Æxlunarfæri og brjóst

Tíðateppa (G3/4: NA)

 

 

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir

Þróttleysi (G3/4:

 

 

og aukaverkanir á

10.0%);

 

 

íkomustað

Hiti (G3/4: NA);

 

 

 

Bjúgur á útlimum

 

 

 

(G3/4: 0,2%)

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdaraukning (G3/4:

 

 

 

0%);

 

 

 

Þyngdartap (G3/4: 0,2%)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við viðbótarmeðferð með TAXOTERE 75 mg/m² í samsettri meðferð með doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum sem eru með brjóstakrabbamein sem hefur breiðst út til eitla (TAX 316) og brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (GEICAM 9805)

Taugakerfi

Í ljós kom að aukaverkanir á skyntaugar héldu áfram meðan eftirfylgni fór fram hjá 10 sjúklingum af 84 sjúklingum sem voru með aukaverkanir á skyntaugar í lok lyfjameðferðarinnar í rannsókninni á brjóstakrabbameini, sem breiðst hefur til eitla (TAX 316).

Hjarta

ÍTAX 316 rannsókninni fengu 26 sjúklingar (3,5%) í TAC hópnum og 17 sjúklingar (2,3%) í FAC hópunum hjartabilun. Allir nema einn sjúklingur í hvorum meðferðarhópi rannsóknarinnar greindust með hjartabilun meira en 30 sólarhringum eftir að meðferðartímabilinu lauk. Tveir sjúklingar í TAC hópnum og 4 sjúklingar í FAC hópnum létust vegna hjartabilunar.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni fengu 3 sjúklingar (0,6%) í TAC hópnum og 3 sjúklingar (0,6%) í FAC hópnum hjartabilun meðan á eftirfylgnitímabilinu stóð. Einn sjúklingur í TAC hópnum lést vegna hjartavíkkunarkvilla (dilated cardiomyopathy).

Húð og undirhúð

ÍTAX 316 rannsókninni var greint frá hármissi sem var viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst að lokinni krabbameinslyfjameðferð hjá 687 sjúklingum af 744 í TAC hópnum og 645 sjúklingum af 736 í FAC hópnum,.

Ílok eftirfylgnitímabilsins (miðgildi eftirfylgni 96 mánuðir) kom áframhaldandi hármissir í ljós hjá 29 sjúklingum í TAC hópnum (3,9%) og 16 sjúklingum í FAC hópnum (2,2%).

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var hármissir viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) og var enn til staðar hjá 49 sjúklingum (9,2%) í TAC hópnum og 35 sjúklingum (6,7%) í FAC hópnum.

Hármissir í tengslum við rannsóknarlyfið hófst eða jókst meðan á eftirfylgnitímabilinu stóð hjá 42 sjúklingum (7,9%) í TAC hópnum og 30 sjúklingum (5,8%) í FAC hópnum.

Æxlunarfæri og brjóst

ÍTAX 316 rannsókninni var tíðateppa viðvarandi meðan eftirfylgni fór fram hjá 121 sjúklingi af 202 sjúklingum sem voru með tíðateppu í lok lyfjameðferðarinnar.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var tíðateppa viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) og var enn til staðar hjá 18 sjúklingum (3,4%) í TAC hópnum og 5 sjúklingum (1,0%) í FAC hópnum.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

ÍTAX 316 rannsókninni var bjúgur á útlimum viðvarandi hjá 19 sjúklingum af 119 í TAC hópnum, sem fengu bjúg á útlimi og 4 sjúklingum af 23 í FAC hópnum, sem fengu bjúg á útlimi.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var vessabjúgur viðvarandi hjá 4 af 5 sjúklingum í TAC hópnum og einum af tveimur sjúklingum í FAC hópnum við lok krabbameinslyfjameðferðarinnar og gekk ekki til baka á eftirfylgnitímabilinu (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir). Þróttleysi var viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) og var enn til staðar hjá 12 sjúklingum (2,3%) í TAC hópnum og 4 sjúklingum (0,8%) í FAC hópnum.

Brátt hvítblæði / mergmisþroski (myelodysplastic syndrome)

Eftir 10 ára eftirfylgni í TAX 316 rannsókninni var greint frá bráðu hvítblæði hjá 4 af 744 sjúklingum í TAC hópnum og 1 af 736 sjúklingum í FAC hópnum. Greint var frá mergmisþroskaheilkenni hjá 2 af 744 sjúklingum í TAC hópnum og 1 af 736 sjúklingum í FAC hópnum.

Eftir 10 ára eftirfylgni í GEICAM 9805 rannsókninni kom brátt hvítblæði fram hjá 1 af

532 (0,2%) sjúklingum í TAC hópnum. Engin tilvik komu fram hjá sjúklingum í FAC hópnum. Tilvik um mergmisþroska greindust í hvorugum meðferðarhópnum.

Fylgikvillar daufkyrningafæðar

Taflan hér fyrir neðan sýnir lækkun á tíðni daufkyrningafæðar af gráðu 4, daufkyrningafæðar með hita og daufkyrningafæðar með sýkingu hjá sjúklingum sem fengu fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G- CSF eftir að skylt var að veita slíka meðferð í TAC-hluta GEICAM rannsóknarinnar.

Fylgikvillar daufkyrningafæðar hjá sjúklingum sem fengu TAC samsetta meðferð með eða án fyrirbyggjandi grunnmeðferðar með G-CSF (GEICAM 9805)

 

Án fyrirbyggjandi

Með fyrirbyggjandi

 

grunnmeðferðar með

grunnmeðferð með

 

 

G-CSF (n = 111)

G-CSF (n = 421)

 

n (%)

n (%)

 

 

 

 

Daufkyrningafæð (gráða 4)

104 (93,7)

(32,1)

 

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með hita

(25,2)

(5,5)

 

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með

(12,6)

(5,0)

sýkingu

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með

(1,8)

5 (1,2)

sýkingu (3-4 gráða)

 

 

 

 

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við kirtilkrabbameini í maga

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Daufkyrningafæð ásamt sýkingu;

 

sníkjudýra

Sýking (G3/4: 11,7%)

 

Blóð og eitlar

Blóðleysi G3/4: 20,9%);

 

 

Daufkyrningafæð (G3/4: 83,2%);

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4: 8,8%);

 

 

Daufkyrningafæð samfara

 

 

hækkuðum líkamshita

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 1,7)

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 11,7%)

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli (G3/4:

Sundl (G3/4: 2,3%);

 

8,7%)

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

 

(G3/4: 1,3%)

 

 

 

Augu

 

Aukin táraseyting

 

 

(G3/4: 0%)

Eyru og völundarhús

 

Heyrnarskerðing (G3/4:

 

 

0%)

 

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir (G3/4:

 

 

1,0%)

Meltingarfæri

Niðurgangur (G3/4: 19,7%);

Hægðatregða (G3/4: 1,0

 

Ógleði (G3/4: 16%);

%);

 

Munnbólga (G3/4: 23,7%);

Verkir í meltingarfærum

 

Uppköst (G3/4: 14,3%)

(G3/4: 1,0%);

 

 

Vélindisbólga/

 

 

kyngingartregða/

 

 

kyngingarsársauki

 

 

(G3/4: 0,7%)

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 4,0%)

Útbrot með kláða

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

Húðflögnun (G3/4: 0%)

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 19,0%);

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 2,3%);

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

tilvik/lífshættuleg: 1%)

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við kirtilkrabbameini í maga

Blóð og eitlar

17,2% sjúklinga fengu daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita og 13,5% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu óháð notkun G-CSF. G-CSF var notað sem viðbótar fyrirbyggjandi meðferð hjá 19,3% sjúklinga (í 10,7% meðferðarlotna). 12,1% sjúklinga fengu daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita og 3,4% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu þegar sjúklingunum var gefið G-CSF sem fyrirbyggjandi meðferð og 15,6% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt hækkuðum líkamshita og 12,9% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu, sem fengu ekki G-CSF sem fyrirbyggjandi meðferð (sjá kafla 4.2).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við krabbameini (á höfði og hálsi)

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 6,3%);

 

 

sníkjudýra

Daufkyrningafæð ásamt

 

 

 

sýkingu

 

 

Æxli, góðkynja og illkynja

 

Verkir vegna

 

(einnig blöðrur og separ)

 

krabbameins (G3/4:

 

 

 

0,6%)

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Daufkyrningafæð

 

 

(G3/4: 76,3%);

samfara hækkuðum

 

 

Blóðleysi (G3/4: 9,2%);

líkamshita

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4:

 

 

 

5,2%)

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (ekki alvarlegt)

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 0,6%)

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

Breyting á

Sundl

 

 

bragðskyni/breyting á

 

 

 

lyktarskyni;

 

 

 

Útlægur skyntaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 0,6%)

 

 

Augu

 

Aukin táraseyting;

 

 

 

Tárubólga

 

Eyru og völundarhús

 

Heyrnarskerðing

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Blóðþurrðarsjúkdómur í

Hjartsláttartruflanir

 

 

hjarta (G3/4: 1,7%)

(G3/4: 0,6%)

Æðar

 

Bláæðakvillar (G3/4:

 

 

 

0,6%)

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 0,6%);

Hægðatregða

 

 

Munnbólga (G3/4:

Vélindisbólga/

 

 

4,0%);

kyngingartregða/

 

 

Niðurgangur (G3/4:

kyngingarsársauki

 

 

2,9%);

(G3/4: 0,6%);

 

 

Uppköst (G3/4: 0,6%)

Kviðverkir

 

 

 

Meltingaróþægindi;

 

 

 

Blæðingar í

 

 

 

meltingarvegi

 

 

 

(G3/4: 0,6%)

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 10,9%)

Útbrot með kláða;

 

 

 

Húðþurrkur;

 

 

 

Húðflögnun (G3/4:

 

 

 

0,6%)

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaþrautir

 

 

 

(G3/4:0,6%)

 

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 3,4%)

 

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 0,6%);

 

 

 

Vökvasöfnun;

 

 

 

Bjúgur

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdaraukning

 

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og krabbameinslyfja- og geislameðferð í kjölfarið (TAX 324)

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 3,6%)

Daufkyrningafæð ásamt

 

sníkjudýra

 

sýkingu

 

Æxli, góðkynja og illkynja

 

Verkir vegna

 

æxli (einnig blöðrur og

 

krabbameins (G3/4:

 

separ)

 

1,2%)

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

 

 

 

(G3/4: 83,5%);

 

 

 

Blóðleysi (G3/4: 12,4%);

 

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4:

 

 

 

4,0%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4:

 

 

 

12,0%).

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

Breyting á

Sundl (G3/4: 2,0%);

 

 

bragðskyni/breyting á

Útlægur

 

 

lyktarskyni (G3/4: 0,4%);

hreyfitaugakvilli

 

 

Útlægur skyntaugakvilli

(G3/4: 0,4%)

 

 

(G3/4: 1,2%).

 

 

Augu

 

Aukið tárarennsli

Tárubólga

Eyru og völundarhús

Heyrnarskerðing

 

 

 

(G3/4: 1,2%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Blóðþurrð í hjarta

 

 

(G3/4: 2,0%)

 

Æðar

 

 

Bláæðakvillar

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 13,9%);

Meltingartruflanir

 

 

Munnbólga (G3/4:

(G3/4: 0,8%);

 

 

20,7%);

Meltingaróþægindi

 

 

Uppköst (G3/4: 8,4%);

(G3/4: 1,2%);

 

 

Niðurgangur (G3/4:

Blæðingar í

 

 

6,8%);

meltingarvegi

 

 

Vélindisbólga/

(G3/4: 0,4%)

 

 

kyngingartregða/

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

 

kyngingarsársauki

 

 

 

(G3/4: 12,0%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

 

(G3/4: 0,4%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 4,0%);

Húðþurrkur;

 

 

Útbrot með kláða

Húðflögnun

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaþrautir

 

 

 

(G3/4:0,4%)

 

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 4,0%);

 

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 3,6%);

 

 

 

Vökvasöfnun

 

 

 

(G3/4: 1,2%);

 

 

 

Bjúgur (G3/4: 1,2%)

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Þyngdartap

 

Þyngdaraukning

Reynsla eftir markaðssetningu

Æxli, góðkynja og illkynja (einnig blöðrur og separ)

Skýrt hefur verið frá tilvikum um brátt kyrningahvítblæði og mergmisþroska (myelodysplastic syndrome) í tengslum við dócetaxel þegar það hefur verið notað ásamt öðrum krabbameinslyfjum og/eða geislameðferð.

Blóð og eitlar

Skýrt hefur verið frá beinmergsbælingu og öðrum aukaverkunum á blóð. Skýrt hefur verið frá dreifðri blóðstorknun (DIC), oft í tengslum við sýklasótt eða víðtæka líffærabilun.

Ónæmiskerfi

Skýrt hefur verið frá nokkrum tilvikum um bráðaofnæmislost, stundum banvænu.

Taugakerfi

Í nokkrum tilvikum hefur rykkjakrampi (convulsion) eða tímabundið meðvitundarleysi komið fram við dócetaxelgjöf. Þessar verkanir koma stundum fram meðan á innrennsli lyfsins stendur.

Augu

Örsjaldan hefur verið skýrt frá tímabundnum sjóntruflunum (leiftri, ljósglömpum, sjónsviðseyðum), sem koma að jafnaði fram meðan á innrennsli lyfsins stendur og í tengslum við ofnæmi. Þessar truflanir hurfu þegar innrennsli var hætt. Stöku sinnum hefur verið skýrt frá tárarennsli ýmist með eða án tárubólgu og örsjaldan hefur verið skýrt frá stíflu í táragöngum sem hefur valdið miklu tárarennsli. Greint hefur verið frá tilvikum blöðrublettabjúgs (cystoid macular oedema) hjá sjúklingum meðhöndluðum með dócetaxel.

Eyru og völundarhús

Skýrt hefur verið frá eiturverkunum á eyru, heyrnartruflunum og/eða heyrnartapi, en það er mjög sjaldgæft.

Hjarta

Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum tilvikum um hjartadrep.

Æðar

Skýrt hefur verið frá segareki í bláæðum, en það er mjög sjaldgæft.

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Mjög sjaldan hefur verið skýrt frá bráðu andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome) og tilvikum um millivefslungnabólgu/lungnabólgu, millivefslungnasjúkdóm, bandvefsmyndun í lungum

(pulmonary fibrosis) og öndunarbilun, sem í sumum tilvikum hefur reynst banvæn. Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum tilvikum um geislunarlungnabólgu hjá sjúklingum sem eru samtímis í geislameðferð.

Meltingarfæri

Mjög sjaldan hefur verið greint frá vessaþurrð vegna vökvataps frá görnum, gatmyndun í meltingarvegi, ristilbólgu vegna blóðþurrðar, ristilbólgu og garna- og ristilbólgu af völdum daufkyrningafæðar. Skýrt hefur verið frá garnastíflu og þarmateppu, en það er mjög sjaldgæft.

Lifur og gall

Örsjaldan hefur verið greint frá lifrarbólgu, stundum banvænni, einkum hjá sjúklingum sem eru fyrir með lifrarsjúkdóm.

Húð og undirhúð

Örsjaldan hefur verið greint frá helluroða í húð (cutaneous lupus erythematosus) og útbrotum með blöðrum (bullous eruptions) í tengslum við dócetaxel eins og regnbogaroðasótt (erythema multiforme), Stevens-Johnson heilkenni, drepi í húðþekju (toxic epidermal necrolysis). Í sumum tilvikum geta aðrir samhliða þættir stuðlað að þróun þessara áhrifa. Greint hefur verið frá herslishúðlíkum breytingum vegna dócetaxels venjulega að undangengnum útlægum vessabjúg. Skýrt hefur verið frá tilvikum varanlegrar skallamyndunar (tíðni ekki þekkt).

Nýru og þvagfæri

Skýrt hefur verið frá skertri nýrnastarfsemi og nýrnabilun. Í u.þ.b. 20% þessara tilvika voru engir áhættuþættir fyrir bráðri nýrnabilun svo sem samhliða lyf sem hafa eiturverkun á nýru og sjúkdómar í meltingarvegi.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög sjaldan hefur verið greint frá endurkomu geislaáhrifa (radiation recall) fyrirbæri.

Bráð þvagþurrð (oliguria) eða lágur blóðþrýstingur hefur ekki fylgt í kjölfar vökvasöfnunar. Mjög sjaldan hefur verið skýrt frá vessaþurrð (dehydration) og lungnabjúg.

Efnaskipti og næring

Greint hefur verið frá tilvikum af ójafnvægi í vökva- og saltbúskap líkamans. Greint hefur verið frá tilvikum blóðnatríumlækkunar, aðallega tengdum ofþornun, uppköstum og lungnabólgu. Blóðkalíumlækkun, blóðmagnesíumlækkun, og blóðkalsíumlækkun hefur sést í tengslum við aukaverkanir í meltingarfærum og þá sérstaklega ef um niðurgang er að ræða.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Greint hefur verið frá nokkrum tilvikum ofskömmtunar. Ekkert þekkt mótefni er til við ofskömmtun dócetaxels. Við ofskömmtun á að leggja sjúkling inn á gjörgæslu og fylgjast grannt með mikilvægustu líkamsstarfsemi. Við ofskömmtun má búast við því að aukaverkanir versni. Þær aukaverkanir sem einkum má búast við vegna ofskömmtunar eru beinmergsbæling, eiturverkanir á úttaugar og bólga í slímu. Gefa skal sjúklingum lækningalegan skammt af G-CSF eins fljótt og auðið er þegar ljóst er að um ofskömmtun er að ræða. Veita skal viðeigandi meðferð við öðrum einkennum eins og þörf er á.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun:Taxön, ATC flokkur: L01CD 02.

Verkunarháttur

Dócetaxel er æxlishemjandi lyf, sem verkar með því að stuðla að fjölliðun túbúlíns í stöðugar örpíplur (microtubuli) og hindra klofning þeirra og dregur þannig umtalsvert úr fríu magni túbúlíns. Binding dócetaxels við örpíplur hefur engar breytingar á fjölda trefjuþráða (protofilaments) í för með sér.

Í in vitro rannsóknum hefur komið í ljós að dócetaxel eyðileggur örpíplukerfi frumunnar sem er forsenda kjarnaskiptingar og starfsemi frumunnar í millifasa.

Lyfhrif

Í ljós kom að dócetaxel hefur frumudrepandi áhrif in vitro á ýmsar frumulínur æxla úr músum og mönnum svo og á nýtekin sýni af æxlisfrumum úr mönnum í einræktunarprófum. Há þéttni dócetaxels næst í innanfrumuvökva og helst það lengi í frumunni. Enn fremur kom fram að dócetaxel er virkt gegn sumum en þó ekki öllum frumulínum, sem mynda mjög mikið af p-glýkópróteini, sem er táknað með geni sem veldur fjöllyfjamótstöðu (multidrug resistance gene). In vivo er virkni dócetaxels óháð meðferðarmynstri og í tilraunum hefur komið í ljós að það hefur breiðvirka frumudrepandi verkun gegn ígræddum langt gengnum æxlum úr músum og mönnum.

Klínísk verkun og öryggi

Brjóstakrabbamein

TAXOTERE gefið ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði: viðbótarmeðferð

Sjúklingar með skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla (TAX 316)

Upplýsingar úr fjölsetra, opinni slembivalsrannsókn styðja notkun dócetaxels sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum á aldrinum 18 til 70 ára með skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla og KPS ≥ 80%. Eftir flokkun í samræmi við fjölda jákvæðra eitla (1-3, 4+) var 1.491 sjúklingi raðað með slembivali og fengu þeir annað hvort dócetaxel 75 mg/m2, sem gefið var 1 klst. eftir gjöf 50 mg/m2 af doxórúbisíni og 500 mg/m2 af cýklófosfamíði (TAC hópur) eða 50 mg/m2 af doxórúbisíni og í kjölfar þess 500 mg/m2 af flúoróúrasíli og 500 mg/m2 af cýklófosfamíði (FAC hópur). Báðar lyfjameðferðir voru gefnar einu sinni á 3 vikna fresti í 6 meðferðarlotum. Dócetaxel var gefið með innrennsli á

1 klst., öll önnur lyf voru gefin með inndælingu í bláæð á degi 1. G-CSF var gefið sem seinni forvörn sjúklingum sem fengu alvarlega daufkyrningafæð (daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýkingu). Sjúklingum í TAC hópnum var gefið fyrirbyggjandi sýklalyf, cíprófloxacín 500 mg til inntöku tvisvar sinnum á dag í 10 daga og var lyfjagjöf hafin á degi 5 í hverri meðferðarlotu eða sambærilegt lyf. Eftir að síðustu meðferðarlotu með krabbameinslyfjum lauk var sjúklingum, sem voru með jákvæða estrógen og/eða prógesterón viðtaka, gefið 20 mg af tamoxífeni daglega í allt að 5 ár í báðum meðferðarhópunum. Til viðbótar var geislameðferð beitt í samræmi við leiðbeiningar sem voru í gildi á þeim stofnunum sem tóku þátt í

rannsókninni og var hún notuð á 69% þeirra sjúklinga, sem fengu TAC og á 72% þeirra sjúklinga, sem fengu FAC. Gerðar voru tvær milligreiningar (interim analysis) og ein lokagreining. Fyrri milligreiningin var ráðgerð 3 árum eftir þann dag sem helmingur þeirra sem skráðir voru í rannsóknina höfðu lokið þátttöku. Seinni milligreiningin var gerð eftir að greint hafði verið frá í heild 400 tilvikum sjúkdómsfrírrar lifunar, sem varð til þess að miðgildi eftirfylgni var 55 mánuðir. Lokagreiningin var gerð þegar allir sjúklingar höfðu mætt í 10 ára eftirfylgniheimsókn (nema þeir hefðu áður náð sjúkdómsfrírri lifun eða ekki hefði verið hægt að hafa upp á þeim til eftirfylgni). Sjúkdómsfrí lifun var aðalendapunktur og heildarlifun var aukaendapunktur.

Lokagreining var gerð með raunmiðgildi eftirfylgni sem var 96 mánuðir. Sýnt var fram á marktækt lengri lifun án sjúkdóms hjá TAC hópnum samanborið við FAC hópinn. Tíðni endurkomu sjúkdómsins eftir 10 ár var lægri hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (39% á móti 45%), þ.e. lækkun á raunáhættu var 6% (p = 0,0043). Heildarlifun eftir 10 ár var einnig marktækt meiri hjá þeim sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (76% á móti 69%), þ.e. lækkun á raunáhættu á dauðsfalli var 7% (p = 0,002). Þar sem ávinningurinn sem kom fram hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla var ekki tölfræðilega marktækur, með tilliti sjúkdómsfrírrar lifunar og heildarlifunar, sýndi lokagreiningin ekki fullkomlega fram á jákvætt hlutfall ávinnings/áhættu af TAC meðferð, hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla.

Í heildina sýndu niðurstöður rannsóknarinnar jákvætt hlutfall milli ávinnings og áhættu TAC meðferðar samanborið við FAC meðferð.

Gerð var greining á undirhópum sjúklinga í TAC-meðferð samkvæmt fyrirfram skilgreindum þáttum sem hafa áhrif á batahorfur:

 

 

Lifun án sjúkdóms

Heildarlifun

 

Undirhópar

Fjöldi

Áhættu-

95% CI

p =

Áhættu-

95% CI

p =

 

sjúkling

hlutfall*

 

 

hlutfall*

 

 

 

a

 

 

 

 

 

 

Fjöldi jákvæðra

 

 

 

 

 

 

 

eitla

 

 

 

 

 

 

 

Alls

0,80

0,68-0,93

0,0043

0,74

0,61-0,90

0,0020

0,72

0,58-0,91

0,0047

0,62

0,46-0,82

0,0008

4+

0,87

0,70-1,09

0,2290

0,87

0,67-1,12

0,2746

*áhættuhlutfall innan við 1 á við að TAC er tengt lengri lifun án sjúkdóms og heildarlifun í samanburði við FAC

Sjúklingar með skurðtækt brjóstakrabbamein, sem ekki hefur breiðst út til eitla, sem uppfylla skilyrði fyrir krabbameinslyfjameðferð (GEICAM 9805)

Upplýsingar úr fjölsetra, opinni rannsókn með slembivali styður notkun TAXOTERE sem viðbótarmeðferðar hjá sjúklingum með skurðtækt brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla og sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá krabbameinslyfjameðferð. Valdir voru 1.060 sjúklingar með slembivali og fengu þeir annaðhvort TAXOTERE 75 mg/m2 gefið 1 klst. eftir meðferð með doxórúbisíni 50 mg/m2 og cýklófosfamíði 500 mg/m2 (539 sjúklingar í TAC hópi) eða doxórúbisín 50 mg/m2 ásamt flúoróúrasíli 500 mg/m2 og cýklófosfamíði 500 mg/m2 í kjölfarið (521 sjúklingur í FAC hópi) sem viðbótarmeðferð við skurðtæku brjóstakrabbameini sem hafði ekki breiðst út til eitla hjá þeim sem voru í mikilli hættu á að fá bakslag samkvæmt 1998 St. Gallen viðmiðum

(æxlisstærð >2 cm og/eða ER og PR neikvæð æxli og/eða háa vefjafræði-/skimunargráðu (gráðu 2 til 3) og/eða aldur <35 ár). Báðar meðferðirnar voru gefnar á þriggja vikna fresti í 6 meðferðarlotum. TAXOTERE var gefið með 1 klst. innrennsli. Öll önnur lyf voru gefin í bláæð á 1. degi á þriggja vikna fresti. Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF var sett sem skilyrði í TAC hópnum eftir að

230 sjúklingar höfðu verið valdir með slembivali. Tíðni daufkyrningafæðar af gráðu 4, daufkyrningafæðar með hita og sýkingar í tengslum við daufkyrningafæð var lægri hjá sjúklingum sem höfðu fengið fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF (sjá kafla 4.8). Eftir síðustu meðferðarlotuna með krabbameinslyfjum fengu sjúklingar í báðum hópunum, sjúklingar með ER jákvæð og/eða PgR jákvæð æxli, tamoxifen 20 mg einu sinni á sólarhring í allt að 5 ár. Viðbótargeislameðferð var gefin samkvæmt viðurkenndum leiðbeiningum hjá viðkomandi stofnun á hverjum stað og fengu 57,3% sjúklinga sem höfðu fengið TAC og 51,2% sjúklinga sem höfðu fengið FAC viðbótargeislameðferð.

Frumgreining og uppfærð greining var gerð. Frumgreiningin var gerð þegar öllum sjúklingum hafði verið fylgt eftir í meira en 5 ár (miðgildi eftirfylgni var 77 mánuðir). Uppfærða greiningin var gerð þegar allir sjúklingar höfðu höfðu mætt í 10 ára eftirfylgniheimsókn (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) (nema þeir hefðu áður náð sjúkdómsfrírri lifun eða ekki hafði verið hægt að hafa upp á þeim til eftirfylgni). Sjúkdómsfrí lifun var aðalendapunktur og heildarlifun var aukaendapunktur.

Við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni var sýnt fram á marktækt lengri lifun án sjúkdóms hjá TAC hópnum samanborið við FAC hópinn. Líkur á bakslagi minnkuðu um 32% hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,68, 95% CI (0,49-0,93), p = 0,01). Við 10 ára og 5 mánaða miðgildi eftirfylgni var 16,5% minnkuð hætta á bakslagi hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,84, 95% CI (0,65-1,08),

p = 0,1646). Niðurstöður með tilliti til sjúkdómsfrírrar lifunar voru ekki tölfæðilega marktækar en þó var jákvæð tilhneiging TAC í hag.

Við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni var heildarlifun lengri hjá TAC hópnum, hætta á dauðsfalli 24% minni samanborið við FAC (áhættuhlutfall = 0,76, 95% CI (0,46-1,26, p = 0,29). Samt sem áður var enginn marktækur munur á dreifingu heildarlifunar á milli hópanna tveggja.

Við 10 ára og 5 mánaða miðgildi eftirfylgni, var hætta á dauðsfalli 9% minni samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,91, 95% CI (0,63-1,32)). Við 8 ára eftirfylgniheimsókn var lifunarhlutfallið 93,7% í TAC hópnum og 91,4% í FAC hópnum, og við 10 ára eftirfylgniheimsókn var það 91,3% í TAC hópnum og 89% í FAC hópnum.

Jákvætt hlutfall ávinnings og áhættu fyrir TAC samanborið við FAC hélst óbreytt.

Í frumgreiningunni (við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni) var gerð greining á undirhópum sjúklinga í TAC-meðferð samkvæmt fyrirfram skilgreindum þáttum sem hafa áhrif á batahorfur (sjá töfluna hér fyrir neðan):

Greining á undirhópum-Viðbótarmeðferð í rannsókn á sjúklingum með brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla

(Greining samkvæmt meðferðaráætlun (Intent-to-Treat Analysis))

 

 

Lifun án sjúkdóms

Undirhópar

Fjöldi sjúklinga í

Áhættuhlutfall*

95% CI

 

TAC hópi

 

 

Alls

0,68

0,49-0,93

Aldurshópur 1

 

 

 

<50 ára

0,67

0,43-1,05

≥50 ára

0,67

0,43-1,05

Aldurshópur 2

 

 

 

<35 ára

0,31

0,11-0,89

≥35 ára

0,73

0,52-1,01

Staða hormónaviðtaka

 

 

 

Neikvæð

0,7

0,45-1,1

Jákvæð

0,62

0,4-0,97

Stærð æxlis

 

 

 

2 cm

0,69

0,43-1,1

>2 cm

0,68

0,45-1,04

Vefjafræðigráða

 

 

 

Gráða 1 (þ.m.t.

0,79

0,24-2,6

óskilgreind gráða)

 

 

 

Gráða 2

0,77

0,46-1,3

Gráða 3

0,59

0,39-0,9

Staða tíðablæðinga

 

 

 

Fyrir tíðahvörf

0,64

Eftir tíðahvörf

0,72

0,47-1,12

*áhættuhlutfall (TAC/FAC) minna en 1gefur til kynna að TAC samsettri meðferð fylgi lengri lifun án sjúkdóms samanborið við FAC samsetta meðferð.

Framreiknun á lifun án sjúkdóms í undirhópum sjúklinga sem uppfylla viðmið um 2009 St. Gallen krabbameinslyfjameðferð – (ITT hópar) var framkvæmd og er birt hér fyrir neðan

 

 

 

Áhættuhlutfall

 

 

TAC

FAC

(TAC/FAC)

 

Undirhópar

(n=539)

(n=521)

(95% CI)

p-gildi

Uppfyllt skilyrði

 

 

 

 

ábendingar fyrir

 

 

 

 

krabbameinslyfjameðferða

 

 

 

 

Nei

18/214

26/227

0,796 (0,434 - 1,459)

0,4593

 

(8,4%)

(11,5%)

 

 

48/325

69/294

0,606 (0,42 - 0,877)

0,0072

 

(14,8%)

(23,5%)

 

 

TAC = dócetaxel, doxórúbisín og cýklófosfamíð FAC = 5-flúoróúrasíl, doxórúbisín og cýklófosfamíð CI =öryggisbil; ER = estrogen viðtaki

PR = progesteron viðtaki

a ER/PR-neikvæð eða Gráða 3 eða æxlisstærð >5 cm

Við áætlun áhættuhlutfalls var notast við Cox hlutfallslegt áhættulíkan með meðferðarhóp sem meginþáttinn.

TAXOTERE gefið eitt sér

Gerðar hafa verið tvær 3. stigs samanburðarrannsóknir með slembivali, þar sem ráðlagður skammtur af dócetaxeli, 100 mg/m2 líkamsyfirborðs, var gefinn á þriggja vikna fresti. Sjúklingarnir voru með brjóstakrabbamein með meinvörpum. Þátttakendur í rannsóknunum voru annars vegar 326 sjúklingar, sem höfðu áður verið meðhöndlaðir með alkýlerandi efnum án árangurs og hins vegar 392 sjúklingar, sem höfðu áður verið meðhöndlaðir með antracýklínum án árangurs.

Hjá sjúklingum, sem höfðu verið meðhöndlaðir með alkýlerandi efnum án árangurs, var gerður samanburður á dócetaxeli og doxórúbisíni (75 mg/m2 á þriggja vikna fresti). Dócetaxel hafði hvorki áhrif á heildarlíftíma (15 mánuðir fyrir dócetaxel samanborið við 14 mánuði fyrir doxórúbisín,

p = 0,38) né á þann tíma sem leið þar til sjúkdómurinn tók að versna (27 vikur fyrir dócetaxel samanborið við 23 vikur fyrir doxórúbisín, p = 0,54) en jók svörunarhlutfall (52% samanborið við 37,4%, p = 0,01) og stytti þann tíma sem leið þar til áhrif á æxlið komu fram (12 vikur samanborið við 23 vikur, p = 0,007). Þrír sjúklingar (2%) sem fengu dócetaxel urðu að hætta meðferð vegna vökvasöfnunar en 15 sjúklingar (9%) sem fengu doxórúbisín urðu að hætta meðferð vegna eiturverkana á hjarta (þrír sjúklingar dóu vegna hjartabilunar).

Hjá sjúklingum, sem höfðu verið meðhöndlaðir með antracýklínum án árangurs, var gerður samanburður á dócetaxeli og mítómýsíni C og vínblastíni (12 mg/m2 á 6 vikna fresti og 6 mg/m2 á

3 vikna fresti). Dócetaxel jók svörunartíðni (33% samanborið við 12%, p < 0,0001), lengdi tíma þar til sjúkdómurinn tók að versna (19 vikur samanborið við 11 vikur, p = 0,0004) og sjúklingar lifðu lengur (11 mánuði samanborið við 9 mánuði, p = 0,01).

Í þessum tveimur 3. stigs rannsóknum var öryggi af notkun dócetaxels í samræmi við það öryggi sem kom fram í 2. stigs rannsóknum (sjá kafla 4.8).

Opin, fjölsetra, 3. stigs rannsókn með slembivali var gerð til að bera saman meðferð með dócetaxeli einu sér og paclitaxeli við meðferð á langt gengnu brjóstakrabbameini hjá sjúklingum þar sem antracýklín hafði verið notað við fyrri meðferð. Alls var 449 sjúklingum raðað með slembivali og fengu þeir annað hvort 100 mg/m2 skammt af dócetaxeli einu sér, sem gefið var með innrennsli á

1 klst. eða 175 mg/m2 skammt af paclitaxeli, sem gefið var með innrennsli á 3 klst. Báðar meðferðir voru gefnar á 3 vikna fresti.

Án þess að hafa áhrif á aðalendapunkt, þ.e. hlutfall heildarsvörunar (32% borið saman við 25%,

p = 0,10), jók dócetaxel miðgildi þess tíma þar til sjúkdómurinn tók að versna (24,6 vikur borið saman við 15,6 vikur; p < 0,01) og miðgildi lifunar (15,3 mánuðir borið saman við 12,7 mánuði; p = 0,03). Fleiri aukaverkanir af gráðu 3/4 sáust hjá þeim, sem fengu dócetaxel eitt sér (55,4%) samanborið við þá sem fengu paclitaxel (23,0%).

TAXOTERE gefið ásamt doxórúbisíni

Gerð hefur verið ein stór 3. stigs slembivalsrannsókn á 429 sjúklingum með krabbamein með meinvörpum sem ekki höfðu áður verið meðhöndlaðir með krabbameinslyfjum. Ýmist var doxórúbisín gefið (50 mg/m2) ásamt dócetaxeli (75 mg/m2) (AT hópur) eða doxórúbisín (60 mg/m2) ásamt cýklófosfamíði (600 mg/m2) (AC hópur). Í báðum tilvikum voru lyfin gefin á degi 1 á þriggja vikna fresti.

Tími þar til sjúkdómurinn versnaði (TTP (time to progression)) var marktækt lengri hjá AT hópnum samanborið við AC hópinn, p = 0,0138. Miðgildi TTP var 37,3 vikur (95%CI :33,4-42,1) hjá AT hópnum og 31,9 vikur (95 %CI :27,4 - 36,0) hjá AC hópnum.

Heildarsvörunarhlutfall (ORR (overall response rate)) var marktækt meiri hjá AT hópnum samanborið við AC hópinn, p = 0,009. ORR var 59,3 % (95 %CI : 52,8 - 65,9) hjá AT hópnum samanborið við 46,5 % (95 %CI : 39,8 - 53,2) hjá AC hópnum.

Í þessari rannsókn var tíðni alvarlegrar daufkyrningafæðar meiri hjá AT hópnum en hjá AC hópnum (90% samanborið við 68,6%), einnig daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita (33,3% samanborið við 10%), sýking (8% samanborið við 2,4%), niðurgangur (7,5% samanborið við 1,4%), þróttleysi (8,5% samanborið við 2,4%) og verkir (2,8% samanborið við 0%). Á hinn bóginn var tíðni alvarlegs blóðleysis meiri hjá AC hópnum en hjá AT hópnum (15,8% samanborið við 8,5%) og auk þess var tíðni alvarlegra eiturverkana á hjarta meiri: Hjartabilun (3,8% samanborið við 2,8%), heildarminnkun fráfallsbrots vinstra slegils (LVEF) 20% (13,1% samanborið við 6,1%), heildar minnkun LVEF 30% (6,2% samanborið við 1,1%). Einn sjúklingur úr AT hópnum lést vegna eiturverkana (vegna hjartabilunar) og 4 sjúklingar úr AC hópnum (einn vegna sýklasóttarlosts og þrír vegna hjartabilunar).

Lífsgæði voru metin í báðum hópunum samkvæmt EORTC spurningalista og voru niðurstöður sambærilegar og stöðugar meðan á meðferð stóð svo og við eftirfylgni.

TAXOTERE gefið ásamt trastuzumabi

Notkun dócetaxels ásamt trastuzumabi var rannsökuð við meðferð hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein með meinvörpum þegar æxlin yfirtjá HER2 og þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum. Eitt hundrað áttatíu og sex sjúklingar voru valdir með slembivali og fengu dócetaxel (100 mg/m2) ásamt eða án trastuzumabs; 60% sjúklinganna fengu fyrst antrasýklín sem viðbótarmeðferð við krabbameinslyfjameðferð. Dócetaxel auk trastuzumabs var virkt hjá sjúklingum hvort sem þeir höfðu áður fengið antrasýklín sem viðbótarmeðferð eða ekki. Aðalmæliaðferð til að ákvarða HER2 jákvæðni í þessari grundvallar- rannsókn var mótefnalitun vefja (immunohistochemistry (IHC)). Lítill hluti sjúklinganna var mældur með því að nota „fluorescence in-situ hybridization” (FISH). Í þessari rannsókn höfðu

87% sjúklinganna sjúkdóm sem var IHC 3+ og 95% sjúklinganna sem voru þátttakendur voru með sjúkdóm sem var IHC 3+ og/eða FISH jákvæður. Niðurstöður um virkni eru dregnar saman í eftirfarandi töflu:

Kennistærð

Dócetaxel ásamt trastuzumabi1

Dócetaxel1

 

n = 92

 

 

 

n = 94

Hlutfall svörunar

61%

34%

(95% CI)

(50-71)

(25-45)

Miðgildi þess tíma sem svörun

 

 

varir (mánuðir)

11,4

5,1

(95% CI)

(9,2-15,0)

(4,4-6,2)

Miðgildi TTP* (mánuðir)

10,6

5,7

(95% CI)

(7,6-12,9)

(5,0-6,5)

Miðgildi lifunar (mánuðir)

30,52

22,12

(95% CI)

(26,8-ne)

(17,6-28,9)

*TTP = time to progression= tími þar til sjúkdómur versnar; „ne” táknar að ekki var hægt að meta niðurstöðu eða hún hafði ekki enn náðst.

1Greining samkvæmt meðferðaráætlun („intent-to-treat”)

2 Áætlað miðgildi lifunar

TAXOTERE gefið ásamt capecítabíni

Gögn úr einni 3. stigs klínískri, fjölsetra, samanburðarrannsókn með slembivali styður notkun dócetaxels ásamt capecítabíni til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfja- meðferð, þar með talið antrasýklíni. Í þessari rannsókn voru 255 sjúklingar, sem valdir voru með slembivali, meðhöndlaðir með dócetaxeli (75 mg/m2 voru gefin með innrennsli í bláæð á 1 klst. á

3 vikna fresti) og capecítabíni (1.250 mg/m2 tvisvar sinnum á dag í 2 vikur og síðan var 1 viku hvíld). 256 sjúklingar, sem valdir voru með slembivali, voru meðhöndlaðir með dócetaxeli einu sér

(100 mg/m2 voru gefin með innrennsli í bláæð á 1 klst. á 3 vikna fresti). Þeir sem voru í dócetaxel + capecítabín hópnum lifðu lengur (p = 0,0126). Miðgildi lifunar var 442 dagar (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 352 daga (dócetaxel eitt sér). Heildarsvörunartíðni í þýðinu sem var allt slembivalið (að mati rannsakanda) var 41,6% (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 29,7% (dócetaxel eitt sér); p = 0,0058. Sá tími sem leið þar til sjúkdómurinn versnaði var lengri hjá þeim, sem voru í dócetaxel + capecítabín hópnum (p < 0,0001). Miðgildi þess tíma þar til sjúkdómurinn versnaði var 186 dagar (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 128 daga (dócetaxel eitt sér).

Lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð (Non-Small Cell Lung Cancer)

Sjúklingar sem hafa áður verið meðhöndlaðir með krabbameinslyfjum með eða án geislameðferðar

Í 3. stigs rannsókn, sem gerð var á sjúklingum sem höfðu áður fengið meðferð, var sá tími sem leið þar til sjúkdómurinn versnaði (12,3 vikur samanborið við 7 vikur) sem og heildarlíftími marktækt lengri hjá þeim sem gefið var dócetaxel 75 mg/m2 samanborið við þá sem fengu bestu stuðningsmeðferð. Hlutfall 1 árs lifunar þeirra sem fengu dócetaxel var marktækt hærra (40%) en þeirra sem fengu bestu stuðningsmeðferð (16%). Sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með 75 mg/m2 af dócetaxeli notuðu minna af verkjalyfjum af morfínflokki (p < 0,01), öðrum verkjalyfjum en af morfínflokki (p < 0,01), öðrum sjúkdómstengdum lyfjum (p = 0,06) og geislameðferð (p < 0,01) samanborið við þá sem fengu bestu stuðningsmeðferð.

Hjá þeim sjúklingum sem hægt var að meta var heildarsvörunartíðni 6,8% og miðgildi svörunarlengdar var 26,1 vika.

TAXOTERE gefið ásamt platínusamböndum sjúklingum sem hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum

Í 3. stigs rannsókn var 1.218 sjúklingum með IIIB eða IV stigs óskurðtækt lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð og KPS 70% eða hærri og sem höfðu ekki áður fengið krabbameinslyfjameðferð við þessum sjúkdómum, skipt með slembivali og gefið dócetaxel (T)

75 mg/m2 með innrennsli á 1 klst. sem var strax fylgt eftir með cisplatíni (Cis) 75 mg/m2 gefnu á 30- 60 mínútum á þriggja vikna fresti (TCis); dócetaxel 75 mg/m2 gefið með innrennsli á 1 klst. ásamt

karbóplatíni (AUC 6 mg/ml.mín.) gefnu á 30-60 mínútum á 3 vikna fresti, eða gefið var vínórelbín (V) 25 mg/m2 á 6-10 mínútum daga 1, 8, 15, 22 og fylgt eftir með cisplatíni 100 mg/m2 sem gefið var fyrsta dag hverrar meðferðarlotu og endurtekið á 4 vikna fresti (VCis).

Upplýsingar um lifun, miðgildi tíma þar til sjúkdómurinn versnaði og svörunarhlutfall fyrir tvo hópa rannsóknarinnar sjást í töflunni hér að neðan:

 

TCis

VCis

Tölfræðileg greining

 

n = 408

n = 404

 

Heildarlifun

 

 

 

(Aðalendapunktur):

 

 

 

Miðgildi lifunar (mánuðir)

11,3

10,1

Áhættuhlutfall: 1,122

 

 

 

[97,2% CI: 0,937; 1,342]*

1-árs lifun (%)

Munur á meðferð: 5,4%

 

 

 

[95% CI: -1,1; 12,0]

2-ára lifun (%)

Munur á meðferð: 6,2%

 

 

 

[95% CI: 0,2; 12,3]

Miðgildi þess tíma þar til

 

 

 

sjúkdómurinn versnaði (vikur):

22,0

23,0

Áhættuhlutfall: 1,032

 

 

 

[95% CI: 0,876; 1,216]

Heildarsvörunarhlutfall (%):

31,6

24,5

Munur á meðferð: 7,1%

 

 

 

[95% CI: 0,7; 13,5]

*: Leiðrétt með tilliti til margfalds samanburðar og breytt vegna lagskiptingarþátta (stig sjúkdóms og meðferð), grundvallað á sjúklingum sem unnt var að leggja mat á.

Auka endapunktar náðu til breytinga á verkjum, heildarbreytinga á lífsgæðum samkvæmt EuroQoL- 5D, einkennakvarða lungnakrabbameins (Lung Cancer Symptom Scale) og breytinga á Karnosfky heilsukvarða (KPS). Niðurstöður þessara endapunkta var til stuðnings niðurstöðum aðalendapunkts.

Hvorki var hægt að sanna jafngilda verkun né að verkun með dócetaxeli og karbóplatíni sé ekki lakari í samanburði við viðmiðunarmeðferð með VCis (vínórelbín og cisplatín).

Blöðruhálskirtilskrabbamein

Öryggi og verkun dócetaxels sem gefið er ásamt prednisóni eða prednisólóni sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum, sem svara ekki andhormón meðferð, var metin í 3. stigs fjölsetra rannsókn með slembivali. Alls var 1.006 sjúklingum með KPS ≥ 60 skipt með slembivali í eftirfarandi meðferðarhópa:

Dócetaxel 75 mg/m2 gefið á 3 vikna fresti í 10 meðferðarlotur.

Dócetaxel 30 mg/m2 gefið vikulega fyrstu 5 vikurnar á 6 vikna tímabili í 5 meðferðarlotur.

Mítoxantrón 12 mg/m2 gefið á 3 vikna fresti í 10 meðferðarlotur.

Allir 3 meðferðarhóparnir fengu samtímis 5 mg af prednisóni eða prednisólóni tvisvar sinnum á dag.

Sjúklingar, sem fengu dócetaxel á þriggja vikna fresti, sýndu marktækt lengri heildarlifun samanborið við þá sem voru meðhöndlaðir með mítoxantróni. Aukning á lifun sem sást hjá þeim hópi sem fékk dócetaxel vikulega var ekki tölfræðilega marktæk í samanburði við þá sem fengu mítoxantrón. Endapunktur verkunar hjá þeim sem fengu dócetaxel í samanburði við viðmiðunarhópana er dregin saman í eftirfarandi töflu:

Endapunktur

Dócetaxel gefið á

Dócetaxel gefið

Mítoxantrón gefið

 

3 vikna fresti

vikulega

á 3 vikna fresti

Fjöldi sjúklinga

Miðgildi lifunar (mánuðir)

18,9

17,4

16,5

95% Cl

(17,0-21,2)

(15,7-19,0)

(14,4-18,6)

Áhættuhlutfall

0,761

0,912

--

95% Cl

(0,619-0,936)

(0,747-1,113)

--

p-gildi†*

0,0094

0,3624

--

Fjöldi sjúklinga

PSA**, hlutfall svörunar (%)

45,4

47,9

31,7

95% Cl

(39,5-51,3)

(41,9-53,9)

(26,4-37,3)

p-gildi*

0,0005

< 0,0001

--

Fjöldi sjúklinga

Verkir, hlutfall svörunar (%)

34,6

31,2

21,7

95% Cl

(27,1-42,7)

(24,0-39,1)

(15,5-28,9)

p-gildi*

0,0107

0,0798

--

Fjöldi sjúklinga

Æxli, hlutfall svörunar (%)

12,1

8,2

6,6

95% Cl

(17,2-18,6)

(4,2-14,2)

(3,0-12,1)

p-gildi*

0,1112

0,5853

--

†Lagskipt raðprófanaskrá

*Upphaf tölfræðilegrar marktækni = 0,0175 **Blöðruhálskirtils sértækur mótefnavaki

Í ljósi þess að vikuleg gjöf dócetaxels sýnir lítils háttar meira öryggi en gjöf dócetaxels á 3 vikna fresti, er hugsanlegt að gjöf dócetaxels vikulega sé ákjósanlegri fyrir ákveðna sjúklinga.

Enginn tölfræðilegur munur kom í ljós á milli hópanna hvað varðar lífsgæði.

Kirtilkrabbamein í maga

Fjölsetra, opin rannsókn með slembivali var gerð til að meta öryggi og verkun dócetaxels við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga með meinvörpum, þar með talið kirtilkrabbamein á mótum maga og vélindis, sem höfðu ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum. Alls voru 445 sjúklingar, sem voru með KPS > 70, meðhöndlaðir annað hvort með dócetaxeli (T) (75 mg/m2 á degi 1) ásamt cisplatíni (C) (75 mg/m2 á degi 1) og 5-flúoróúrasíli (F) (750 mg/m2 á dag í 5 daga) eða með cisplatíni (100 mg/m2 á degi 1) og 5-flúoróúrasíli (1.000 mg/m2 á dag í 5 daga). Lengd meðferðarlotu var 3 vikur fyrir þá sem fengu TCF og 4 vikur fyrir þá sem fengu CF. Miðgildi þess fjölda meðferðarlota sem gefnar voru sjúklingum var 6 (á bilinu 1-16) hjá þeim sem fengu TCF samanborið við 4 (á bilinu 1-12) hjá þeim sem fengu CF. Tíminn þar til sjúkdómurinn versnaði (TTP) var aðalendapunktur. Hættan á því að sjúkdómurinn versnaði minnkaði um 32,1% og var tengdur marktækt lengri TTP (p = 0,0004) sem var betri í TCF-hópnum. Heildarlifun var einnig marktækt lengri (p = 0,0201) sem var meiri í TCF-hópnum og hætta á dauðsfalli minnkaði um 22,7%. Niðurstöður verkunar eru dregnar saman í eftirfarandi töflu:

Verkun dócetaxels við meðferð sjúklinga með kirtilkrabbamein í maga

 

Endapunktur

TCF

 

 

CF

 

 

n = 221

 

 

n = 224

 

Miðgildi TTP (mánuðir)

5,6

 

 

3,7

 

(95% CI)

(4,86-5,91)

 

 

(3,45-4,47)

 

Áhættuhlutfall

 

1,473

 

(95% CI)

(1,189-1,825)

 

*p-gildi

 

0,0004

 

Miðgildi lifunar (mánuðir)

9,2

 

 

8,6

 

(95% CI)

(8,38-10,58)

 

 

(7,16-9,46)

 

2 ára áætlun (%)

18,4

 

 

8,8

 

Áhættuhlutfall

 

1,293

 

(95% CI)

(1,041-1,606)

 

*p-gildi

 

0,0201

 

Heildarsvörunarhlutfall (CR+PR) (%)

36,7

 

 

25,4

 

p-gildi

 

0,0106

 

Versnun sjúkdóms miðað við besta

16,7

 

25,9

 

heildarhlutfall svörunar (%)

 

 

 

 

* Ólagskipt raðprófanaskrá

 

 

 

 

Við greiningar á undirhópum miðað við aldur, kyn og kynþátt var útkoman ávallt betri hjá þeim sem voru í TCF-hópnum samanborið við þá sem voru í CF-hópnum.

Greining á lifun miðað við miðgildi þess tíma sem eftirfylgni stóð sem var 41,6 mánuðir leiddi ekki lengur í ljós tölfræðilega marktækan mun enda þótt útkoman væri ávallt betri hjá þeim sem voru í meðferð með TCF og sýndi að ávinningur af TCF umfram CF sést greinilega á milli 18 og 30 mánaða eftirfylgni.

Á heildina litið bentu lífsgæði (QoL) og klínískur ávinningur ávallt til bóta fyrir TCF-hópinn. Hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með TCF leið lengri tími að 5% greinilegri versnun almennrar heilsu miðað við spurningalista QLQ-C30 (p = 0,0121) og lengri tími leið þar til þeim hafði greinilega versnað miðað við Karnofsky heilsukvarða (KPS) (p = 0,0088) samanborið við sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með CF.

Krabbamein á höfði og hálsi

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

Öryggi og verkun dócetaxels við upphafsmeðferð hjá sjúklingum með flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) var metið í III. stigs, fjölsetra, opinni, slembivals rannsókn (TAX 323). Í þeirri rannsókn var 358 sjúklingum, með óskurðtækt, staðbundið langt gengið krabbamein á hálsi og höfði og WHO frammistöðumat 0 eða 1, skipt í tvo meðferðararma með slembivali. Sjúklingar í dócetaxel arminum fengu dócetaxel (T) 75 mg/m2, síðan cisplatíni (P) 75 mg/m2 og í kjölfarið 750 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli í 5 sólarhringa. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í 4 meðferðarlotum, svo framarlega sem það mátti að minnsta kosti merkja smá svörun (≥ 25% minnkun á tvívíddarmælingum á stærð æxlisins) eftir tvær meðferðarlotur. Í lok krabbameins- lyfjameðferðarinnar, eftir lágmark 4 vikna hlé og hámark 7 vikna hlé, fengu þeir sjúklingar sem ekki höfðu fengið versnun á sjúkdómi, geislameðferð í 7 vikur samkvæmt gildandi leiðbeiningum á viðkomandi stofnun (TPF/RT). Sjúklingar í samanburðararmi fengu 100 mg/m2 cisplatín (P) og í kjölfarið 1000 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli í 5 sólarhringa. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í 4 meðferðarlotum, svo framarlega sem það mátti að minnsta kosti merkja smá svörun (≥ 25% minnkun á tvívíddarmælingum á stærð æxlisins) eftir tvær meðferðarlotur. Í lok krabbameinslyfjameðferðarinnar, eftir lágmark 4 vikna hlé og hámark 7 vikna hlé, fengu þeir sjúklingar, sem ekki höfðu fengið versnun á sjúkdómi, geislameðferð í 7 vikur samkvæmt gildandi leiðbeiningum á viðkomandi stofnun (PF/RT). Staðbundin geislameðferð var gefin annaðhvort á venjulegan hátt (1,8 Gy-2,0 Gy, einu sinni á dag, fimm daga vikunnar þar til

heildarskammtur var 66-70 Gy) eða hraðmeðferð (accelerated) /stórir (hyperfractionated) geislaskammtar (tvisvar á dag, með að minnsta kosti 6 klst. millibili, 5 daga vikunnar). Ráðlagður heildargeislaskammtur í hraðmeðferð var 70 Gy og 74 Gy við háskammtageislameðferð. Heimilt var að fjarlægja æxli með skurðaðgerð eftir krabbameinslyfjameðferðina, hvort sem var fyrir eða eftir geislameðferð. Sjúklingarnir í TPF arminum fengu fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð með ciprófloxasíni 500 mg til inntöku tvisvar á dag í 10 daga sem byrjaði á 5. degi hverrar meðferðarlotu, eða samsvarandi sýklalyfjameðferð. Aðalendapunktur þessarar rannsóknar, lifun án versnunar sjúkdóms, var marktækt lengri í TPF arminum en PF arminum, p = 0,0042 (miðgildi lifunar án versnunar sjúkdóms: 11,4 mánuðir hjá TPF armi og 8,3 mánuðir hjá PF armi) þar sem miðgildi heildareftirfylgnitíma var 33,7 mánuðir. Miðgildi heildarlifunar var einnig marktækt hærra hjá TPF arminum en hjá PF arminum (miðgildi heildarlifunar: 18,6 mánuðir í TPF arminum á móti

14,5 mánuðum í PF arminum) með 28% lækkun á dánartíðni, p = 0,0128. Niðurstöður um verkun eru sýndar í töflunni hér fyrir neðan:

Verkun dócetaxels í upphafsmeðferð hjá sjúklingum með óskurðtækt staðbundið,

langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi. (greining samkvæmt meðferðaráætlun– (Intent-to Treat Analysis))

Endapunktur

Dócetaxel +

Cis +5-FU

 

Cis +5-FU

 

 

n = 177

n = 181

Miðgildi lifunar án versnunar sjúkdóms

11,4

8,3

(mánuðir)

(10,1-14,0)

(7,4-9,1)

(95% CI)

 

 

Aðlagað áhættuhlutfall

0,70

 

(95% CI)

(0,55-0,89)

 

*p-gildi

0,0042

 

Miðgildi lifunar (mánuðir)

18,6

14,5

(95% CI)

(15,7-24,0)

(11,6-18,7)

Áhættuhlutfall

0,72

 

(95% CI)

(0,56-0,93)

 

**p-gildi

0,0128

 

Besta heildarhlutfall svörunar við

67,8

53,6

krabbameinslyfjameðferð (%)

(60,4-74,6)

(46,0-61,0)

(95% CI)

 

 

***p-gildi

0,006

 

Besta heildarhlutfall svörunar við meðferð

 

 

samkvæmt rannsóknaráætlun

72,3

58,6

[krabbameinslyfjameðferð +/-

(65,1-78,8)

(51,0-65,8)

geislameðferð] (%)

 

 

(95% CI)

 

 

***p-gildi

0,006

 

Miðgildi tíma sem svörun við

n = 128

n = 106

krabbameinslyfjameðferð geislameðferð

15,7

11,7

varir (mánuðir)

(13,4-24,6)

(10,2-1,.4)

(95% CI)

0,72

 

Áhættuhlutfall

(0,52-0,99)

 

(95% CI)

0,0457

 

**p-gildi

 

 

Áhættuhlutfall undir 1 dócetaxel + cisplatín +5-FU meðferðinni í vil

*Cox-módel (aðlagað miðað við frumæxlisstað, klínískan mælikvarða æxlis (T) og eitla (N) og frammistöðumat á WHO kvarða

**Log rank próf

***Chi-square próf

Mælistærðir lífsgæða

Sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með TPF urðu fyrir mun minni versnun á lífsgæðum samkvæmt

„Global health score” en þeir sem meðhöndlaðir voru með PF (p = 0,01, notast var við EORT QLQ-C30 kvarðann).

Mælistærðir klínísks ávinnings

Útkoma á frammistöðumati á kvarða fyrir höfuð og háls (PSS-HN), kvarði til frekara mats, hannaður til að meta skiljanleika tals, getu til að borða innan um aðra og getu til neyslu almenns mataræðis, var marktækt betri hjá þeim sem höfðu fengið TPF meðferð en hjá þeim sem höfðu fengið PF meðferð.

Miðgildi tíma fram að fyrstu versnun á frammistöðu á WHO kvarða var marktækt lengri í TPF arminum en í PF arminum. Verkjastig á verkjastigskvarða lækkaði til muna í báðum meðferðarörmum,sem benti til viðunandi verkjameðferðar.

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og krabbameinslyfja- og geislameðferð í kjölfarið (TAX 324) Öryggi og verkun dócetaxels við upphafsmeðferð hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) var metið í III. stigs, fjölsetra, opinni, slembivals rannsókn (TAX 324). Í þessari rannsókn var 501 sjúklingi, með staðbundið langt gengið krabbamein á hálsi og höfði og WHO frammistöðumat 0 eða 1, skipt í tvo meðferðararma með slembivali. Sjúklingaþýðið samanstóð af sjúklingum með tæknilega óskurðtækan sjúkdóm, sjúklingum þar sem litlar líkur voru á bata með skurðaðgerð og sjúklingum þar sem stefnt var að varðveislu líffæra. Mat á verkun og öryggi fól eingöngu í sér lifun fram að endapunkti og ekki var haft reglulegt eftirlit með varðveislu líffæra. Sjúklingar í dócetaxel arminum fengu dócetaxel (T) 75 mg/m2 með innrennsli á degi 1, síðan cisplatín (P) 100 mg/m2, gefið sem innrennsli í 30 mínútur til 3 klst. og í kjölfarið

1000 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli frá degi 1 til 4. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í 3 meðferðarlotum. Allir sjúklingar sem höfðu ekki versnandi sjúkdóm áttu að fá krabbameinslyfja- og geislameðferð (chemoradiotherapy, CRT) samkvæmt rannsóknaráætlun (TPF/CRT). Sjúklingar í samanburðararmi fengu 100 mg/m2 cisplatín (P) gefið sem innrennsli í 30 mínútur til 3 klst. á degi 1 og í kjölfarið 1000 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli frá degi 1 til 5. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í

3 meðferðarlotum. Allir sjúklingar sem höfðu ekki versnandi sjúkdóm fengu krabbameinslyfja- og geislameðferð (CRT) samkvæmt rannsóknaráætlun (PF/CRT).

Sjúklingar í báðum meðferðarörmum áttu að fá 7 vikna meðferð með CRT í kjölfar upphafs- krabbameinslyfjameðferðar eftir að liðnar eru að lágmarki 3 vikur og að hámarki 8 vikur frá því að síðasta meðferðarlota hófst (dagur 22 til dagur 56 í síðustu meðferðarlotunni). Meðan á geislameðferð stóð var karbóplatín (AUC 1,5) gefið vikulega sem innrennsli á 1 klst., ekki voru gefnir fleiri en

7 skammtar. Geislunin var gefin með háspennutæki (megavoltage equipment) einu sinni á dag (2 Gy á dag, 5 daga vikunnar í 7 vikur, heildarskammtur 70-72 Gy). Heimilt var að skera upp á frumæxlisstað (primary site) og/eða hálsi hvenær sem var eftir CRT. Allir sjúklingarnir í dócetaxel arminum fengu fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð. Aðalendapunktur þessarar rannsóknar, heildarlifun, var marktækt lengri (log-rank próf, p = 0,0058) hjá þeim sem fengu dócetaxel en PF arminum (miðgildi heildarlifunar: 70,6 mánuðir hjá TPF armi og 30,1 mánuðir hjá PF armi) með 30% lækkun á dánartíðni borið saman við PF (áhættuhlutfall (HR) = 0,70, 95% öryggismörk (CI) = 0,54-0,90) þar sem miðgildi heildareftirfylgnitíma var 41,9 mánuðir. Annar endapunktur, lifun án versnunar, sýndi 29% lægri líkur á versnun eða dauðsfalli og 22 mánaða lengri lifun án versnunar (35 mánuðir fyrir TPF og 13,1 fyrir PF). Þetta var einnig tölfræðilega marktækt með áhættuhlutfall 0,71; 95% CI 0,56-0,90; log-rank próf p = 0,004. Niðurstöður um verkun eru sýndar í töflunni hér fyrir neðan:

Verkun dócetaxels í upphafsmeðferð hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (greining samkvæmt meðferðaráætlun - Intent-to-Treat Analysis)

Endapunktur

Dócetaxel +

 

Cis +5-FU

 

Cis +5-FU

 

 

 

n = 255

 

n = 246

Miðgildi heildarlifunar (mánuðir)

70,6

 

30,1

(95% CI)

(49,0-NA)

 

(20,9-51,5)

Áhættuhlutfall:

 

0,70

(95% CI)

(0,54-0,90)

*p-gildi

 

0,0058

Miðgildi lifunar án versnunar sjúkdóms (mánuðir)

35,5

 

13,1

(95% CI)

(19,3-NA)

 

(10,6-20,2)

Áhættuhlutfall:

 

0,71

(95% CI)

(0,56-0,90)

**p-gildi

 

0,004

Besta heildarhlutfall svörunar við

71,8

 

64,2

krabbameinslyfjameðferð (%)

(65,8-77,2)

 

(57,9-70,2)

(95% CI)

 

 

 

***p-gildi

 

0,070

Besta heildarhlutfall svörunar við meðferð samkvæmt

 

 

 

rannsóknaráætlun

76,5

 

71,5

[krabbameinslyfjameðferð +/- geislameðferð] (%)

(70,8-81,5)

 

(65,5-77,1)

(95% CI)

 

 

 

***p-gildi

 

0,209

Áhættuhlutfall undir 1 dócetaxel + cisplatín +flúoróúrasíl meðferðinni í vil

*Óleiðrétt log rank próf

**Óleiðrétt log rank próf, ekki leiðrétt fyrir endurteknum samanburðum (multiple comparions)

***Chi-square próf, ekki leiðrétt fyrir endurteknum samanburðum (multiple comparions) NA: Á ekki við

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á TAXOTERE hjá öllum undirhópum barna við brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini sem er ekki af smáfrumugerð, blöðruhálskirtilskrabbameini, magakrabbameini og krabbameini á höfði og hálsi, að undanskildu minna þroskuðu nefkokskrabbameini af tegund II og III (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Lyfjahvörf dócetaxels hafa verið rannsökuð hjá krabbameinssjúklingum eftir gjöf 20-115 mg/m2 í 1. stigs rannsóknum. Lyfjahvörf dócetaxels eru ekki skammtaháð og samrýmast þriggja hólfa

lyfjahvarfalíkani með helmingunartíma 4 mín., 36 mín. og 11,1 klst. fyrir -, - og -fasana. Síðbúni fasinn er að hluta til vegna þess hversu flæði dócetaxels frá útlægum líkamshlutum er tiltölulega hægt.

Dreifing

Eftir gjöf 100 mg/m2 dócetaxels með innrennsli á 1 klst. mældist hámarksþéttni í plasma 3,7 g/ml og var AUC 4,6 klst. g/ml. Meðalgildi fyrir heildarúthreinsun var 21 l/klst./m2 og fyrir stöðugt dreifingarrúmmál 113 l. Mismunur heildarúthreinsunar milli einstaklinga er allt að 50%. Dócetaxel er > 95% bundið plasmapróteinum.

Brotthvarf

Gerð hefur verið rannsókn með 14C-merktu dócetaxeli á þremur sjúklingum með krabbamein. Dócetaxel skildist bæði út í þvagi og hægðum eftir umbrot vegna óbeinnar ildingar tertbútýl-esterhóps fyrir tilstilli cýtókróm P450 ensímkerfisins. Innan 7 daga höfðu 6% af geislamerktu efni skilist út með þvagi og 75% með hægðum. Um 80% af geislamerktu efni höfðu skilist út í hægðum eftir 48 klst., aðallega í formi eins umbrotsefnis, sem er óvirkt og í minna mæli í formi þriggja annarra umbrotsefna, sem eru einnig óvirk. Auk þess skildist út mjög lítið magn dócetaxels á óbreyttu formi.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldur og kyn

Lyfjahvörf dócetaxels hafa verið safngreind hjá 577 sjúklingum. Lyfjahvarfastuðlar, sem áætlaðir voru í líkaninu, voru mjög svipaðir þeim, sem áætlaðir voru í 1. stigs rannsóknum. Lyfjahvörf dócetaxels eru hvorki háð aldri né kyni sjúklings.

Skert lifrarstarfsemi

Hjá örfáum sjúklingum (n = 23), þar sem klínísk efnafræðigögn bentu til þess að lifrarstarfsemi væri lítilsháttar til í meðallagi mikið skert (ALT og AST 1,5 falt yfir efri mörkum meðalgilda og alkalískur fosfatasi 2,5 falt yfir efri mörkum meðalgilda) var lækkun á heildarúthreinsun að meðaltali 27% (sjá kafla 4.2).

Vökvasöfnun

Væg til í meðallagi mikil vökvasöfnun hafði ekki áhrif á úthreinsun dócetaxels, en engar upplýsingar liggja fyrir um úthreinsun hjá sjúklingum með alvarlega vökvasöfnun.

Samsett meðferð

Doxórúbisín

Þegar doxórúbisín og dócetaxel voru gefin saman hafði dócetaxel hvorki áhrif á úthreinsun doxórúbisíns né á plasmagildi doxórúbisínóls (umbrotsefni doxórúbisíns). Samtímis notkun dócetaxels, doxórúbisíns og cýklófosfamíðs hafði ekki áhrif á lyfjahvörf þeirra.

Capecítabín

Í 1. stigs rannsókn þar sem áhrif capecítabíns á lyfjahvörf dócetaxels voru metin og öfugt komu engin áhrif capecítabíns fram á lyfjahvörf dócetaxels (Cmax og AUC) og dócetaxel hafði engin áhrif á lyfjahvörf 5’-DFUR, aðalumbrotsefnis capecítabíns.

Cisplatín

Úthreinsun dócetaxels þegar það er gefið ásamt cisplatíni er svipuð úthreinsun þegar það er gefið eitt sér. Lyfjahvörf cisplatíns þegar það er gefið stuttu eftir dócetaxel innrennsli eru svipuð lyfjahvörfum cisplatíns þegar það er gefið eitt sér.

Cisplatín og 5-flúoróúrasíl

Gjöf dócetaxels ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli hjá 12 sjúklingum með fastaæxli hafði engin áhrif á lyfjahvörf hvers lyfs fyrir sig.

Prednisón og dexametasón

Áhrif prednisóns á lyfjahvörf dócetaxels þegar það er gefið með staðlaðri dexametasón lyfjaforgjöf hafa verið rannsökuð hjá 42 sjúklingum.

Prednisón

Engin áhrif af predinsóni á lyfjahvörf dócetaxels komu í ljós.

5.3Forklínískar upplýsingar

Krabbameinsvaldandi áhrif dócetaxels hafa ekki verið rannsökuð.

Í ljós hefur komið að dócetaxel veldur stökkbreytingum in vitro í smákjarna- (micronucleus) og litningabreytingaprófum (chromosome aberration) í CHO-K1-frumum svo og í in vivo smákjarnaprófi í músum. Hins vegar leiddi það hvorki til stökkbreytinga í AMES prófi né heldur í CHO/HGPRT gena stökkbreytingaprófi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við lyfjafræðilega verkun dócetaxels.

Aukaverkanir á eistu, sem sést hafa í rannsóknum á eiturverkunum hjá nagdýrum, gefa til kynna að dócetaxel geti skert frjósemi karla.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hettuglas með þykkni:

Pólýsorbat 80

Sítrónusýra.

Hettuglas með leysi: Etanól 95%

vatn fyrir stungulyf.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Forblanda: Forblandan inniheldur dócetaxel 10 mg/ml og hana á að nota strax og hún er tilbúin. Hins vegar hefur verið sýnt fram á efnafræðilegan og eðlisfræðilegan stöðugleika forblöndunnar í 8 klst., hvort sem hún er geymd við hitastig á milli 2°C og 8°C eða við stofuhita (lægri hita en 25°C).

Innrennslislausn: Innrennslislausnina á að nota innan 4 klst. við stofuhita (lægri hita en 25°C).

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C eða lægri hita en 2°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Varðandi geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Í hverri þynnupakkningu er:

eitt stakskammta hettuglas með þykkni og

eitt stakskammta hettuglas með leysi.

TAXOTERE 20 mg/0,5 ml innrennslisþykkni, lausn í hettuglasi

7 ml glært hettuglas úr gleri gerð I með grænni hettu sem hægt er að fletta af.

Í hettuglasinu eru 0,5 ml af 40 mg/ml dócetaxel lausn í pólýsorbati 80 (áfyllingarmagn:

24,4 mg/0,61 ml). Þetta áfyllingarmagn var ákvarðað við þróun á TAXOTERE til þess að bæta upp vökvamissi við blöndun á forblöndu. Þessi missir er vegna froðumyndunar, vökva sem sest á hliðar glassins og afgangsmagns, sem ekki er hægt að losa úr glasinu. Yfirmagn tryggir að eftir blöndun með öllum meðfylgjandi leysi, fáist minnst 2 ml af forblöndu, sem inniheldur 10 mg/ml af dócetaxeli, samsvarandi því magni, sem gefið er upp á umbúðum með 20 mg/0,5 ml hettuglasinu.

Hettuglas með leysi

7 ml glært hettuglas úr gleri gerð I með glærri, litlausri hettu, sem hægt er að fletta af.

Hettuglasið með leysinum inniheldur 1,5 ml af 13% (w/w) 95% etanól lausn í vatni fyrir stungulyf (áfyllingarmagn: 1,98 ml). Blöndun alls innihaldsins úr hettuglasinu með leysinum í saman við innihaldið í hettuglasinu með TAXOTERE 20 mg/0,5 ml innrennslisþykkni tryggir 10 mg/ml dócetaxel styrkleika af forblöndu.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

TAXOTERE er frumueyðandi efni og eins og önnur lyfjaefni sem eru hugsanlega eitruð, skal gæta varúðar við meðhöndlun og blöndun TAXOTERE lausna. Mælt er með notkun hlífðarhanska.

Ef TAXOTERE innrennslisþykkni, forblanda eða innrennslislausn kemst í snertingu við húð skal samstundis þvo hana vandlega með sápu og vatni. Ef TAXOTERE innrennslisþykkni, forblanda eða innrennslislausn kemst í snertingu við slímhúð skal samstundis skola vandlega með vatni.

Blöndun innrennslislyfs

a)Forblöndun TAXOTERE (premix) (10 mg dócetaxel/ml)

Ef hettuglösin hafa verið geymd í kæli á að taka þann fjölda TAXOTERE pakkninga sem nota á úr kælinum og láta glösin standa við stofuhita (lægri hita en 25°C) í um 5 mínútur.

Notið sprautu með nál og dragið upp við smitgát allt innihald hettuglassins sem inniheldur leysinn fyrir TAXOTERE með því að halla hettuglasinu lítið eitt.

Dælið öllu innihaldi sprautunnar í tilsvarandi TAXOTERE hettuglas.

Fjarlægið sprautuna og nálina og blandið í höndunum með því að halla hettuglasinu sitt á hvað í að minnsta kosti 45 sekúndur. Hristið ekki.

Látið hettuglasið með forblöndunni standa við stofuhita (lægri hita en 25°C) í 5 mínútur og athugið síðan hvort lausnin sé einsleit og tær. (Eðlilegt er að froða sé til staðar, jafnvel eftir 5 mínútur, vegna þess að pólýsorbat 80 er í lyfinu).

Forblandan inniheldur 10 mg/ml dócetaxel og á að nota hana strax til blöndunar á innrennslislausn. Hins vegar hefur verið sýnt fram á efnafræðilegan og eðlisfræðilegan stöðugleika forblöndunnar í

8 klst., hvort sem hún er geymd við hitastig á milli 2°C og 8°C eða við stofuhita (lægri hita en 25°C).

b)Blöndun innrennslislausnar

Það getur verið nauðsynlegt að nota meira en eitt hettuglas af forblöndu til að fá þann skammt sem sjúklingur þarf. Út frá þeim skammti sem sjúklingur þarf, í mg er, við smitgát, tekið það magn af forblöndu sem inniheldur 10 mg/ml dócetaxel úr þeim fjölda hettuglasa sem þarf. Notið sprautur með kvarða og áföstum nálum. Ef til dæmis á að gefa 140 mg af dócetaxeli þarf að nota 14 ml af dócetaxel forblöndu.

Dælið því magni af forblöndu sem nota á í 250 ml innrennslispoka eða -flösku sem inniheldur annað hvort 5% glúkósalausn eða natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) til innrennslis.

Ef gefa á stærri skammt en 200 mg af dócetaxeli, þarf að nota meira magn innrennslisvökva, þannig að styrkur dócetaxels verði ekki meiri en 0,74 mg/ml.

Blandið með því að velta innrennslispokanum eða -flöskunni milli handanna.

TAXOTERE innrennslislausn á að gefa með innrennsli á 1 klst. við smitgát, stofuhita (lægri hita en 25°C) og venjulega híbýlalýsingu og innan 4 klst. eftir blöndun.

Eins og við á um öll önnur lyf sem gefin eru í æð á að skoða TAXOTERE forblöndu og innrennslislausn fyrir notkun og lausnum með útfellingum á að henda.

Farga skal öllum lyfjaleifum eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Aventis Pharma S.A., 20 avenue Raymond Aron, 92165 Antony Cedex, Frakkland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/95/002/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning þegar markaðsleyfi var fyrst veitt: 27. nóvember 1995.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis 27. nóvember 2005.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

TAXOTERE 80 mg /2 ml innrennslisþykkni og leysir, lausn.

2. INNIHALDSLÝSING

Hvert stakskammta hettuglas af TAXOTERE 80 mg/2 ml innrennslisþykkni inniheldur dócetaxel (sem þríhýdrat), samsvarandi 80 mg af dócetaxeli (vatnsfríu). Lausnin, sem er seigfljótandi, inniheldur

40 mg/ml af dócetaxeli (vatnsfríu).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert stakskammta hettuglas með leysi inniheldur 13% (w/w) 95% v/v etanól í vatni fyrir stungulyf (932 mg af 95% etanóli v/v).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Innrennslisþykkni og leysir, lausn.

Þykknið er tær, seigfljótandi, gul til gulbrún lausn. Leysirinn er litlaus lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Brjóstakrabbamein

TAXOTERE ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum með:

skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla (node-positive)

skurðtækt brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (node-negative)

Þegar um er að ræða sjúklinga með skurðtækt brjóstakrabbamein án meins í eitlum ætti að takmarka viðbótarmeðferð við sjúklinga sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá krabbameinslyfjameðferð samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum staðli varðandi fyrstu meðferð við brjóstakrabbameini sem greinst hefur á frumstigi (sjá kafla 5.1).

TAXOTERE ásamt doxórúbisíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið (locally advanced) eða með meinvörpum og hafa ekki áður fengið meðferð með frumudrepandi lyfjum við þessum sjúkdómi.

TAXOTERE eitt sér er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð. Antrasýklín eða alkýlerandi lyf ættu að hafa verið meðal lyfja í fyrri krabbameinslyfjameðferð.

TAXOTERE ásamt trastuzumabi er ætlað til meðferðar á sjúklingum með brjóstakrabbamein með meinvörpum þegar æxlin yfirtjá HER2 og þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum.

TAXOTERE ásamt capecítabíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð. Antrasýklín ætti að hafa verið meðal lyfja í fyrri lyfjameðferð.

Lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð

TAXOTERE er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, sem er staðbundið eða með meinvörpum og er ekki af smáfrumugerð, þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð.

TAXOTERE ásamt cisplatíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með óskurðtækt, langt gengið lungnakrabbamein, sem er staðbundið eða með meinvörpum og er ekki af smáfrumugerð, þegar þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við þessum sjúkdómi.

Blöðruhálskirtilskrabbamein

TAXOTERE ásamt prednisóni eða prednisólóni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum, sem svara ekki andhormón meðferð (hormone refractory metastatic cancer).

Kirtilkrabbamein í maga

TAXOTERE ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli er ætlað til meðferðar á sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga með meinvörpum, þar með talið kirtilkrabbamein á mótum maga og vélindis, sem ekki hafa áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum.

Krabbamein á höfði og hálsi

TAXOTERE ásamt cisplatíni og 5- flúoróúrasíli er ætlað til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Notkun dócetaxels skal bundin við krabbameinsdeildir þar sem sérþekking á notkun krabbameinslyfja er fyrir hendi og á aðeins að gefa lyfið undir yfirumsjón lækna, sem hafa sérstaka þjálfun í krabbameinslyfjameðferð (sjá kafla 6.6).

Ráðlagður skammtur

Við meðferð á brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð og krabbameini í maga og krabbameini á höfði og hálsi, má beita lyfjaforgjöf með barkstera til inntöku, t.d. dexametasón 16 mg á dag (t.d. 8 mg tvisvar sinnum á dag) í 3 daga og byrja einum degi fyrir gjöf dócetaxels, svo fremi að lyfjaforgjöfin sé ekki frábending (sjá kafla 4.4). Nota má hvítkornavaxtarþátt G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð.

Við meðferð á blöðruhálskirtilskrabbameini, þar sem samtímis er gefið prednisón eða prednisólón, er mælt með lyfjaforgjöf með 8 mg af dexametasóni til inntöku 12 klst., 3 klst. og 1 klst. fyrir dócetaxelinnrennslið (sjá kafla 4.4).

Dócetaxel er gefið með innrennsli á einni klst. á þriggja vikna fresti.

Brjóstakrabbamein

Sem viðbótarmeðferð við skurðtæku brjóstakrabbameini sem breiðst hefur til eitla brjóstakrabbameini sem ekki hefur breiðst út til eitla er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m² sem gefinn er 1 klst. eftir gjöf 50 mg/m² af doxórúbisíni og 500 mg/m² af cýklófosfamíði á þriggja vikna fresti í

6 meðferðalotum (TAC-samsett meðferð) (sjá einnig Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur).

Við meðferð hjá sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 100 mg/m2 í eins lyfs meðferð. Þegar lyfið er notað sem fyrsti valkostur eru 75 mg/m2 af dócetaxeli gefin ásamt doxórúbisíni (50 mg/m2).

Þegar lyfið er gefið ásamt trastuzumabi er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 100 mg/m2 á þriggja vikna fresti og er trastuzumab gefið einu sinni í viku. Í grundvallarrannsókn var dócetaxel fyrst gefið með innrennsli daginn eftir að fyrsti skammturinn af trastuzumabi var gefinn. Síðari dócetaxel skammtarnir voru gefnir strax að trastuzumabinnrennsli loknu, ef sá skammtur af trastuzumabi þoldist vel. Um skammta trastuzumabs og lyfjagjöf, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir trastuzumab.

Þegar lyfið er gefið ásamt capecítabíni, er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2 á þriggja vikna fresti ásamt 1.250 mg/m2 af capecítabíni tvisvar sinnum á dag (innan 30 mínútna eftir að máltíð lýkur) í 2 vikur og síðan skal taka einnar viku hvíld. Skammtar af capecítabíni eru ákvarðaðir samkvæmt líkamsyfirborði, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín.

Lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð

Hjá sjúklingum sem eru í meðferð við lungnakrabbameini, sem ekki er af smáfrumugerð og hafa ekki fengið krabbameinslyfjameðferð áður, er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2, sem skal strax fylgt eftir með cisplatíni, 75 mg/m2 gefið á 30-60 mínútum. Hjá sjúklingum þar sem fyrri meðferð með platínusamböndum hefur brugðist, er ráðlagður skammtur 75 mg/m2, gefinn einn sér.

Blöðruhálskirtilskrabbamein

Ráðlagður skammtur af dócetaxeli er 75 mg/m2. Samtímis eru 5 mg af prednisóni eða prednisólóni gefin til inntöku tvisvar sinnum á dag samfellt (sjá kafla 5.1).

Kirtilkrabbamein í maga

Ráðlagður skammtur af dócetaxeli er 75 mg/m2 sem gefinn er með innrennsli á 1 klst. og í kjölfar þess eru 75 mg/m2 af cisplatíni gefin með innrennsli á 1 til 3 klst. (bæði lyfin eru aðeins gefin á degi 1), síðan eru 750 mg/m2 af 5-flúoróúrasíli gefin á dag með 24 klst. stöðugu innrennsli í 5 daga og er byrjað að gefa það þegar innrennsli cisplatíns er lokið. Meðferð er endurtekin á þriggja vikna fresti. Gefa verður sjúklingum lyfjaforgjöf með ógleðistillandi lyfjum og viðeigandi vökvagjöf áður en cisplatíngjöf hefst. Nota má G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð (sjá einnig Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur).

Krabbamein á höfði og hálsi

Gefa verður sjúklingum lyfjaforgjöf með ógleðistillandi lyfjum og viðeigandi vökvun (fyrir og eftir cisplatíngjöf). Nota má G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð. Allir sjúklingarnir sem fengu dócetaxel í TAX 323 og TAX 324 rannsóknunum fengu fyrirbyggjandi sýklalyf.

Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

Til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með óskurðtækt, staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2 sem gefinn er með innrennsli á 1 klst. og síðan er gefið 75 mg/m2 af cisplatíni með innrennsli á 1 klst., á fyrsta degi. Síðan er fylgt á eftir með 750 mg/m2 af 5-flúoróúrasíli á sólarhring gefið með stöðugu innrennsli í fimm daga samfleytt. Þessi meðferðarháttur er hafður á, þriðju hverja viku í fjórum lotum. Eftir að krabbameinslyfjameðferð lýkur eiga sjúklingar að fara í geislameðferð.

Upphafskrabbameinslyfjameðferð og krabbameinslyfja- og geislameðferð í kjölfarið (TAX 324) Til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið (tæknilega óskurðtækt, litlar líkur á bata eftir skurðaðgerð og stefnt að varðveislu líffæra) flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2 gefinn sem innrennsli á 1 klst. á degi 1, fylgt eftir með gjöf 100 mg/m2 af císplatíni sem innrennsli á 30 mínútum til 3 klst. og síðan er 1000 mg/m2/sólarhring af 5-flúoróúrasíli gefið með stöðugu innrennsli frá degi 1 til 4. Sami meðferðarháttur er hafður á, þriðju hverju viku í 3 lotur. Eftir að krabbameinslyfjameðferð lýkur eiga sjúklingar að fara í geislameðferð.

Varðandi skammtabreytingar á císplatíni og 5-flúoróúrasíli, sjá samsvarandi samantektir á eiginleikum lyfjanna.

Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur:

Almennt

Dócetaxel á að gefa þegar fjöldi daufkyrninga (neutrophils) er 1.500 frumur/mm3.

Hjá sjúklingum sem hafa í fyrri dócetaxel meðferð fengið hita ásamt daufkyrningafæð, þar sem fjöldinn er < 500 frumur/mm3 lengur en í eina viku, alvarlegar eða uppsafnaðar (cumulative) húðbreytingar eða alvarlegan úttaugakvilla (peripheral neuropathy) ætti að minnka skammt dócetaxels úr 100 mg/m2 í 75 mg/m2 og/eða úr 75 í 60 mg/m². Finni sjúklingurinn enn fyrir þessum verkunum við 60 mg/m2 ætti að hætta meðferðinni.

Viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini

Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF ætti að íhuga hjá sjúklingum sem fá dócetaxel, doxórúbisín og cýklófosfamíð (TAC) viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini. Hjá sjúklingum sem fá daufkyrningafæð með hita og/eða sýkingu ætti að minnka dócetaxel skammtinn í 60 mg/m2 í öllum síðari meðferðarlotum (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Hjá sjúklingum sem fá munnbólgu af gráðu 3 eða 4 á að minnka skammt í 60 mg/m2.

Gefið ásamt cisplatíni

Hjá sjúklingum sem fengu upphaflega dócetaxel 75 mg/m2 ásamt cisplatíni og lágmarksfjöldi blóðflagna í fyrri meðferð var < 25.000 frumur/mm3, hjá sjúklingum sem fá daufkyrningafæð með hita (febrile neutropenia) eða hjá sjúklingum með alvarleg eitrunareinkenni sem tengjast ekki breytingum á blóðmynd, ætti að minnka skammt dócetaxels í 65 mg/m2 í seinni meðferðarlotum. Varðandi breytingar á skömmtum cisplatíns, sjá samsvarandi samantekt á eiginleikum lyfsins.

Gefið ásamt capecítabíni

 

Um breytingar á skömmtum capecítabíns, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín.

 

Þegar eituráhrif af gráðu 2 koma í fyrsta skipti fram hjá sjúklingum og eru enn til staðar við

 

næstu dócetaxel/capecítabín meðferð, á að fresta meðferð þar til einkennin eru komin niður í

 

gráðu 0-1 og halda meðferð áfram með 100% af byrjunarskammti.

 

Þegar eituráhrif af gráðu 2 koma í annað skipti fram hjá sjúklingum eða eituráhrif af gráðu 3

 

koma í fyrsta skipti fram einhvern tímann á meðferðarlotunni, á að fresta meðferð þar til

 

einkennin eru komin niður í gráðu 0-1 og þá á að halda meðferð áfram með 55 mg/m² skammti

 

af dócetaxeli.

 

Komi einhver eituráhrif síðar fram eða ef eituráhrif af gráðu 4 koma fram á að hætta að gefa

 

dócetaxel.

Um breytingar á skömmtum trastuzumabs, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir trastuzumab.

Gefið ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli

Komi fram daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýking í tengslum við daufkyrningafæð þrátt fyrir notkun G-CSF, ætti að minnka skammt dócetaxels úr 75 í 60 mg/m2. Ef síðar koma fram vandamál vegna daufkyrningafæðar ætti að minnka skammt dócetaxels úr 60 í

45 mg/m2. Komi 4. gráðu blóðflagnafæð fram ætti að minnka skammt dócetaxels úr 75 í 60 mg/m2. Ekki á að gefa sjúklingum næstu meðferðarlotu með dócetaxeli fyrr en fjöldi daufkyrninga er aftur orðinn > 1.500 frumur/mm3 og fjöldi blóðflagna er aftur orðinn >100.000 frumur/mm3. Hætta á meðferð ef þessar eiturverkanir halda áfram. (sjá kafla 4.4).

Skammtabreytingar, sem mælt er með vegna eiturverkana á meltingarfæri hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (5-FU):

Eiturvirkni

Breyting á skömmtun

Niðurgangur gráða 3

Í fyrsta skipti: lækka 5-FU skammt um 20%.

 

Í annað skipti: þá á að lækka dócetaxel skammt um 20%.

Niðurgangur gráða 4

Í fyrsta skipti: lækka dócetaxel og 5-FU skammta um

 

20%.

 

Í annað skipti: hætta meðferð.

Munnbólga/slímbólga

Í fyrsta skipti: lækka 5-FU skammt um 20%.

gráða 3

Í annað skipti: hætta eingöngu gjöf 5-FU í öllum

 

eftirfarandi meðferðarlotum.

 

Í þriðja skipti: lækka dócetaxel skammt um 20%.

Munnbólga/slímbólga

Fyrsta skipti: hætta eingöngu gjöf 5-FU í öllum

gráða 4

eftirfarandi meðferðarlotum.

 

Í annað skipti: lækka dócetaxel skammt um 20%.

Um breytingar á skömmtum cisplatíns og 5-flúoróúrasíls, sjá samsvarandi samantektir á eiginleikum lyfjanna.

Í grundvallarrannsóknunum (SCCHN) hjá sjúklingum sem fengu alvarlega daufkyrningafæð (þ.m.t. langvinna daufkyrningafæð, daufkyrningafæð sem fylgdi hiti, eða sýkingu), var ráðlagt að nota G-CSF til forvarnar (t.d. daga 6-15) í öllum seinni meðferðarlotum.

Sérstakir sjúklingahópar:

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Með hliðsjón af upplýsingum um lyfjahvörf þar sem dócetaxel 100 mg/m2 hefur verið gefið eitt sér, er ráðlagður skammtur dócetaxels 75 mg/m2 hjá sjúklingum með bæði 1,5 falda eða meiri hækkun efri marka eðlilegra gilda (ULN) transamínasa (ALT og/eða AST) og 2,5 falda eða meiri hækkun efri marka eðlilegra gilda alkalísks fosfatasa (sjá kafla 4.4 og 5.2). Hjá sjúklingum með bilirúbín í sermi meira en sem nemur efri mörkum eðlilegra gilda og/eða gildi ALT og AST er hærra en sem nemur 3,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa er hærra en sem nemur sexföldum efri mörkum eðlilegra gilda er ekki mælt með skammtaminnkun og á þá ekki að nota dócetaxel nema mjög brýnar ástæður séu fyrir hendi.

Við notkun ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga voru sjúklingar með ALT og/eða AST yfir 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda auk alkalísks fosfatasa yfir 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og bilirúbíns yfir efri mörkum eðlilegra gilda útilokaðir frá þátttöku í grundvallar klínískum rannsóknum; hjá þessum sjúklingum er ekki hægt að mæla með lækkun skammta og ekki á að nota dócetaxel nema brýnar ástæður séu fyrir hendi. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli ásamt öðru lyfi hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi við hinum ábendingunum.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun TAXOTERE við nefkokskrabbameini hjá börnum á aldrinum 1 mánaðar til allt að 18 ára.

Meðferð með TAXOTERE er ekki viðeigandi hjá börnum með brjóstakrabbamein, lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð, blöðruhálskirtilskrabbamein, magakrabbamein og krabbamein á höfði og hálsi að undanskildu minna þroskuðu nefkokskrabbameini af tegund II og III.

Aldraðir

Engar sérstakar leiðbeiningar byggðar á rannsóknum á lyfjahvörfum liggja fyrir varðandi notkun lyfsins hjá öldruðum.

Hjá sjúklingum, sem eru 60 ára eða eldri, er mælt er með því að upphafsskammtur capecítabíns sé minnkaður í 75%, þegar það er gefið ásamt dócetaxeli (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín).

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Dócetaxel má ekki nota handa sjúklingum sem í upphafi (baseline) hafa færri daufkyrninga (neutrophil blóðkorn) en 1.500 frumur/mm³.

Dócetaxel má ekki gefa sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi, þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um notkun þess hjá þessum sjúklingahópi (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Frábendingar sem eiga við önnur lyf eiga einnig við þegar þau eru gefin ásamt dócetaxeli.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Við brjóstakrabbameini og lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð, er lyfjaforgjöf með barkstera til inntöku, t.d. dexametasón 16 mg á dag (t.d. 8 mg tvisvar sinnum á dag) í 3 daga og byrjað einum degi fyrir gjöf dócetaxels, svo fremi að lyfjaforgjöfin sé ekki frábending og getur hún dregið úr tíðni og alvarleika vökvasöfnunar sem og alvarleika ofnæmis. Við blöðruhálskirtilskrabbameini er lyfjaforgjöf 8 mg af dexametasóni til inntöku 12 klst., 3 klst. og 1 klst. fyrir dócetaxelinnrennslið (sjá kafla 4.2).

Blóðmynd

Daufkyrningafæð er algengasta aukaverkunin af völdum dócetaxels. Miðgildi lágmarksfjölda daufkyrninga var 7 dagar en þessi tími getur verið styttri hjá sjúklingum sem áður hafa fengið mikilvirka meðferð. Fylgjast skal jafnt og þétt með blóðhag hjá öllum sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með dócetaxeli. Endurtaka má meðferð með dócetaxeli þegar fjöldi daufkyrninga er aftur orðinn1.500 frumur/mm³ (sjá kafla 4.2).

Komi fram alvarleg daufkyrningafæð (< 500 frumur/mm³ í sjö daga eða lengur) meðan á meðferð með dócetaxel stendur, er mælt með því að minnka skammta lyfsins við næstu lyfjagjafir eða grípa til annarra viðeigandi ráðstafana við einkennum (sjá kafla 4.2).

Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (TCF) kom daufkyrningafæð með hita og sýking í tengslum við daufkyrningafæð sjaldnar fram þegar sjúklingar höfðu fengið G-CSF í fyrirbyggjandi augnamiði. Sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með TCF á að gefa G-CSF í fyrirbyggjandi augnamiði til að draga úr hættu á vandamálum vegna daufkyrningafæðar (daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýking í tengslum við daufkyrningafæð). Fylgjast skal grannt með sjúklingum sem gefið er TCF (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC) var tíðni daufkyrningafæðar með hita og/eða sýkingu lægri þegar sjúklingarnir fengu fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF. Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF ætti að íhuga hjá sjúklingum sem fá viðbótarmeðferð með TAC við brjóstakrabbameini til að draga úr hættu á alvarlegri daufkyrningafæð (daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða daufkyrningafæð með sýkingu). Fylgjast á náið með sjúklingum sem fá TAC samsetta meðferð (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Ofnæmi

Fylgjast þarf mjög grannt með sjúklingum með tilliti til ofnæmis (hypersensitivity), einkum við fyrsta og annað innrennsli. Ofnæmi getur komið fram innan nokkurra mínútna eftir að innrennsli dócetaxels hefst og því þarf búnaður til að meðhöndla lágan blóðþrýsting og berkjukrampa (bronchospasm) að vera til staðar. Ef einkenni ofnæmis eru væg, til dæmis roði í húð eða staðbundnar húðbreytingar, þarf ekki að stöðva lyfjagjöf. Hins vegar þarf þegar í stað að stöðva dócetaxel innrennsli og beita viðeigandi meðferð ef alvarlegt ofnæmi eins og mikil lækkun á blóðþrýstingi, berkjukrampar eða útbreidd útbrot/hörundsroði (erythema) kemur fram. Sjúklinga, sem fengið hafa alvarlegt ofnæmi, á ekki að meðhöndla aftur með dócetaxeli.

Húðbreytingar

Staðbundinn hörundsroði á útlimum (í lófum og á iljum) ásamt bjúg, sem endar með húðflögnun hefur sést. Greint hefur verið frá alvarlegum einkennum eins og útþoti (eruptions), sem endaði með húðflögnun og leiddi til þess að stöðva varð tímabundið eða hætta varð við meðferð með dócetaxeli (sjá kafla 4.2).

Vökvasöfnun

Fylgjast skal grannt með sjúklingum með mikla vökvasöfnun eins og vökvasöfnun í brjóstholi (pleural effusion), gollurshúsi (pericardial effusion) og í kviðarholi (ascites).

Sjúkdómar í öndunarfærum

Skýrt hefur verið frá bráðu andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome), millivefslungnabólgu/lungnabólgu, millivefslungnasjúkdómi (interstitial lung disease), bandvefsmyndun í lungum (pulmanory fibrosis) og öndunarbilun sem getur tengst dauðsföllum. Greint hefur verið frá tilvikum geislunarlungnabólgu hjá sjúklingum sem voru samtímis í geislameðferð.

Ef einkenni frá öndunarfærum versna eða ný einkenni koma fram, skal fylgjast náið með sjúklingi, rannsaka tafarlaust og meðhöndla eftir því sem við á. Mælt er með því að hætta meðhöndlun með dócetaxeli þar til sjúkdómsgreining liggur fyrir. Stuðningsmeðferð sem hafin er snemma getur hjálpað til við að bæta ástandið. Meta skal vandlega ávinning þess að hefja dócetaxel meðferð að nýju.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum, sem meðhöndlaðir eru með 100 mg/m² skammti af dócetaxeli einu sér, er aukin hætta á alvarlegum aukaverkunum eins og dauðsföllum af völdum eitrunar, þar á meðal sýklasótt (sepsis) og blæðingum í meltingarvegi sem geta leitt til dauða, daufkyrningafæð með hita (febrile neutropenia), sýkingum, blóðflagnafæð, munnbólgu (stomatitis) og þróttleysi, ef gildi transamínasa í sermi (ALT og/eða AST) eru hærri en sem nemur 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa í sermi eru samtímis hærri en sem nemur 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda. Vegna þessa er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m² hjá þeim sjúklingum sem eru með hækkuð lifrarpróf og skulu prófanir á lifrarstarfsemi gerðar við upphaf meðferðar og auk þess fyrir hverja meðferðarlotu (sjá kafla 4.2).

Hjá sjúklingum með bilirúbíni í sermi meira en sem nemur efri mörkum eðlilegra gilda og/eða gildi ALT og AST eru hærri en sem nemur 3,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa er hærra en sem nemur sexföldum efri mörkum eðlilegra gilda er ekki hægt að mæla með skammtaminnkun og á þá ekki að nota dócetaxel nema mjög brýnar ástæður séu fyrir hendi.

Við notkun ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga voru sjúklingar með ALT og/eða AST yfir 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda auk alkalísks fosfatasa yfir 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og bilirúbíns yfir efri mörkum eðlilegra gilda útilokaðir frá þátttöku í grundvallar klínískum rannsóknum; hjá þessum sjúklingum er ekki hægt að mæla með lækkun skammta og ekki á að nota dócetaxel nema brýnar ástæður séu fyrir hendi. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli ásamt öðru lyfi hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi við hinum ábendingunum.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

Taugakerfi

Þróist alvarleg úttaugaeitrun (peripheral neurotoxicity) þarf að minnka skammt (sjá kafla 4.2).

Eiturverkanir á hjarta

Hjartabilun hefur sést hjá sjúklingum sem hafa fengið dócetaxel ásamt trastuzumabi, einkum og sér í lagi eftir krabbameinslyfjagjöf með antrasýklíni (doxórúbisíni eða epírúbisíni). Þetta getur verið í meðallagi alvarlegt til alvarlegt ástand og jafnvel leitt til dauða (sjá kafla 4.8).

Þegar meðhöndla á sjúklinga með dócetaxeli ásamt trastuzumabi, á að leggja mat á hjartastarfsemi þeirra áður en meðferð hefst. Hafa á eftirlit með hjartastarfsemi meðan á meðferð stendur (t.d. á þriggja mánaða fresti) í þeim tilgangi að finna þá sjúklinga sem vanstarfsemi hjartans gæti þróast hjá. Sjá frekari upplýsingar í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir trastuzumab.

Augu

Greint hefur verið frá blöðrublettabjúgi (cystoid macular oedema) hjá sjúklingum meðhöndluðum með dócetaxel. Sjúklingar með skerta sjón ættu tafarlaust að gangast undir ítarlega skoðun hjá augnlækni. Ef blöðrublettabjúgur greinist, skal hætta meðferð með dócetaxel og hefja viðeigandi meðferð (sjá kafla 4.8).

Annað

Bæði karlar og konur verða að nota getnaðarvarnir meðan á lyfjameðferð stendur og karlar í að minnsta kosti í 6 mánuði eftir að meðferð lýkur (sjá kafla 4.6).

Forðast á samhliða notkun dócetaxels og öflugra CYP3A4 hemla (t.d. ketókónazól, itrakónazól, claritrómýcín, indinavír, nefazodon, nelfinavír, ritónavír, saquinavír, telitrómýcin og vorikónazól) (sjá kafla 4.5).

Viðbótar varúðarreglur við notkun sem viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini

Alvarleg daufkyrningafæð

Hjá sjúklingum sem fá alvarlega daufkyrningafæð (langvarandi daufkyrningafæð, daufkyrningafæð með hita eða sýkingu) skal íhuga gjöf G-CSF og minnka skammt (sjá kafla 4.2)

Aukaverkanir í meltingarfærum

Einkenni eins og snemmkomnir verkir og eymsli í kviði, hiti, niðurgangur, með eða án daufkyrningafæðar, geta verið snemmkomin merki um alvarlegar eiturverkanir í meltingarfærum og á að meta þau og meðhöndla tafarlaust.

Hjartabilun

Fylgjast skal með einkennum um hjartabilun hjá sjúklingum meðan á meðferð stendur og við eftirfylgni eftir meðferð. Hjá sjúklingum sem fá meðferð með dócetaxeli, doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC lyfjameðferð) til meðferðar við brjóstakrabbameini, sem breiðst hefur til eitla, hefur verið sýnt fram á að hættan á hjartabilun er meiri fyrsta árið eftir að meðferð lýkur (sjá kafla 4.8 og 5.1).

Hvítblæði

Hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dócetaxeli, doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC) þarf að fylgjast með blóðmynd vegna hættu á síðkomnum mergmisþroska (myelodysplasia) eða kyrningahvítblæði.

Sjúklingar með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla

Þar sem sá ávinningur, sem kom fram hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla, var ekki tölfræðilega marktækur með tilliti til lifunar án sjúkdóms (disease-free survival) og heildarlifunar, sýndi lokagreining ekki fullkomlega fram á jákvætt hlutfall ávinnings/áhættu við TAC notkun hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla.

Aldraðir

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun dócetaxels ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum >70.

Af 333 sjúklingum, sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli á þriggja vikna fresti í rannsókn á blöðruhálskirtilskrabbameini, voru 209 sjúklingar 65 ára eða eldri og 68 sjúklingar voru eldri en 75 ára. Hjá sjúklingum, sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli á þriggja vikna fresti, var tíðni breytinga á nöglum ≥ 10% hærri hjá sjúklingum, sem voru 65 ára eða eldri samanborið við yngri

sjúklinga. Tíðni hækkaðs líkamshita, niðurgangs, lystarleysis og bjúgs á útlimum var ≥10% hærri hjá sjúklingum, sem voru 75 ára eða eldri samanborið við sjúklinga yngri en 65 ára.

Meðal 300 sjúklinga (221 sjúklingur var í 3. stigs hluta rannsóknarinnar og 79 sjúklingar í 2. stigs hluta rannsóknarinnar) sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli í magakrabbameinsrannsókninni, voru 74 sjúklingar 65 ára eða eldri og 4 sjúklingar voru 75 ára eða eldri. Tíðni alvarlegra aukaverkana var hærri hjá öldruðum samanborið við yngri sjúklinga. Tíðni eftirtalinna aukaverkana (af öllum gráðum): svefnhöfgi, munnbólga, sýking í tengslum við daufkyrningafæð var ≥ 10% hærri hjá sjúklingum 65 ára eða eldri samanborið við yngri sjúklinga. Fylgjast skal grannt með öldruðum sem meðhöndlaðir eru með TCF.

Hjálparefni

Lyfið inniheldur 13% (w/w) af 95% etanóli v/v (alkóhóli), þ.e. allt að 932 mg af 95% etanóli v/v í hverju hettuglasi með leysi, samsvarandi 23 ml bjórs eða 9,5 ml léttvíns í hverju hettuglasi.

Skaðlegt fyrir áfengissjúklinga.

Þungaðar konur, konur með barn á brjósti, börn og áhættuhópar, t.d. sjúklingar með lifrarsjúkdóma eða flogaveiki, þurfa að hafa í huga að lyfið inniheldur etanól.

Hafa skal í huga mögulegar aukaverkanir á miðtaugakerfið.

Magn alkóhóls í lyfinu getur haft áhrif á verkun annarra lyfja.

Magn alkóhóls í lyfinu getur haft áhrif hæfni til aksturs eða notkunar véla (sjá kafla 4.7).

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir in vitro hafa leitt í ljós að umbrot dócetaxels geta breyst séu samtímis notuð lyf eða annað sem örvar, hemur, eða umbrotnar (og getur þannig hamið ensímið með samkeppni) fyrir tilstilli cýtókróm P450-3A eins og ciklósporín, ketókónazól og erýtrómýsín. Því skal gæta varúðar við samtímis meðferð með þessum lyfjum vegna hugsanlegrar hættu á marktækum milliverkunum.

Við samsetta meðferð með CYP3A4 hemlum geta aukaverkanir dócetaxels aukist vegna minnkaðra umbrota. Ef samhliða notkun öflugra CYP3A4 hemla (t.d. ketókónazól, itrakónazól, claritrómýcin, indinavír, nefazodon, nelfinavír, ritónavír, saquinavír, telitrómýcin og vorikónazól) er óhjákvæmileg þarf að hafa náið klínískt eftirlit og hugsanlega þarf að aðlaga skammta dócetaxels meðan á meðferð með öflugum CYP3A4 hemlum stendur (sjá kafla 4.4). Í rannsókn á lyfjahvörfum með 7 sjúklingum minnkaði verulega úthreinsun dócetaxels, um 49%, við samhliða gjöf ketókónazóls sem er öflugur CYP3A4 hemill.

Lyfjahvörf dócetaxels, þar sem prednisón var einnig gefið, voru rannsökuð hjá sjúklingum með blöðruhálskirtilskrabbamein með meinvörpum. Dócetaxel umbrotnar fyrir tilstilli CYP3A4 og þekkt er að prednisón örvar CYP3A4. Engin tölfræðilega marktæk áhrif prednisóns á lyfjahvörf dócetaxels komu í ljós.

Próteinbinding dócetaxels er veruleg (>95%). Enda þótt hugsanlegar milliverkanir in vivo milli dócetaxels og annarra lyfja sem eru notuð samtímis hafi ekki verið rannsakaðar með formlegum hætti, hafa rannsóknir in vitro með lyfjum sem eru mikið próteinbundin eins og erýtrómýsín, dífenhýdramín, própranólól, própafenón, fenýtóín, salisýlat, súlfametoxazól og natríumvalpróat ekki haft áhrif á

próteinbindingu dócetaxels. Enn fremur hafði dexametasón ekki áhrif á próteinbindingu dócetaxels. Dócetaxel hafði ekki áhrif á próteinbindingu digitoxíns.

Samtímis notkun dócetaxels, doxórúbisíns og cýklófosfamíðs hafði ekki áhrif á lyfjahvörf þeirra. Takmarkaðar upplýsingar úr einni rannsókn, sem ekki var samanburðarrannsókn, gáfu til kynna milliverkanir milli dócetaxels og karbóplatíns. Úthreinsun karbóplatíns jókst um 50% þegar það var gefið með dócetaxeli samanborið við þau gildi sem áður hafði verið skýrt frá, þegar karbóplatín var gefið eitt sér.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun dócetaxels hjá barnshafandi konum. Í ljós hefur komið, að dócetaxel hefur eiturverkanir á bæði fósturvísa og fóstur kanína og rottna auk þess að draga úr frjósemi hjá rottum. Eins og við á um önnur frumudrepandi lyf getur dócetaxel valdið fósturskemmdum ef það er gefið barnshafandi konum. Dócetaxel á því ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Vara á konur á barneignaraldri, sem meðhöndlaðar eru með dócetaxeli, við því að verða barnshafandi og þær ættu að segja lækninum, sem annast lyfjameðferðina, þegar í stað frá því fari svo.

Brjóstagjöf

Dócetaxel er fitusækið efni, en ekki er vitað hvort það skilst út í brjóstamjólk. Vegna hugsanlegrar hættu á skaðlegum áhrifum á barnið á að stöðva brjóstagjöf meðan á meðferð með dócetaxeli stendur.

Getnaðarvarnir karla og kvenna

Sjúklingar verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

Frjósemi

Í rannsóknum, sem eru ekki klínískar, hefur dócetaxel sýnt eiturverkanir á erfðaefni og getur það haft áhrif á frjósemi karla (sjá kafla 5.3). Því er karlmönnum, sem eru í meðferð með dócetaxel, ráðlagt að geta ekki barn meðan á meðferð stendur og í allt að 6 mánuði eftir að meðferð lýkur og leita ráðgjafar varðandi varðveislu á sæði fyrir meðferð.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Magn etanóls í Taxotere getur haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla (sjá kafla 4.4).

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins fyrir allar ábendingar

Upplýsingar um aukaverkanir sem taldar eru hugsanlega eða líklega tengdar dócetaxel notkun eru fengnar frá

 

1.312 sjúklingum, sem fengu 100 mg/m2 af dócetaxeli einu sér og 121 sjúklingi, sem fékk

 

75 mg/m2 af dócetaxeli einu sér.

 

258 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt doxórúbisíni.

 

406 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt cisplatíni.

 

92 sjúklingum, sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt trastuzumabi,

 

255 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt capecítabíni.

 

 

322 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt prednisóni eða prednisólóni (sýndar eru

 

aukaverkanir, sem eru klínískt mikilvægar og meðferðartengdar).

 

1276 sjúklingum (744 og 532 í TAX 316 og GEICAM 9805 talið í sömu röð), sem fengu

 

dócetaxel ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði (sýndar eru aukaverkanir, sem eru klínískt

 

mikilvægar og meðferðartengdar).

 

300 sjúklingum með kitilkrabbamein í maga (221 sjúklingur var í 3. stigs hluta rannsóknarinnar

 

og 79 sjúklingar í 2. stigs hluta rannsóknarinnar) sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt

 

cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (klínískt mikilvægar aukaverkanir sem tengdust meðferð eru

 

tilgreindar).

174 og 251 sjúklingi með krabbamein á höfði og hálsi sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplantíni og 5-flúoróúrasíli (klínískt mikilvægar aukaverkanir sem tengdust meðferð eru tilgreindar).

Stuðst var við National Cancer Institute (NCI) Common Toxicity Criteria þegar þessum aukaverkunum var lýst (gráða 3 = G3; gráða 3-4 = G3/4; gráða 4 = G4), COSTART og MedDRA skilgreiningar. Tíðni er skilgreind sem: Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan hvers tíðniflokks eru aukaverkanir taldar upp í röð eftir alvarleika, þær alvarlegustu fyrst.

Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá við notkun dócetaxels eins sér eru fækkun daufkyrninga (sem gekk til baka og jókst ekki við endurtekna skammta; lágmark í fjölda daufkyrninga var eftir 7 daga (miðgildi) og miðgildi þess tíma sem daufkyrningafæðin var alvarleg

(<500 frumur/mm3) var 7 dagar), blóðleysi, hárlos, ógleði, uppköst, munnbólga, niðurgangur og þróttleysi. Alvarleiki aukaverkana af völdum dócetaxels getur aukist þegar það er gefið ásamt öðrum krabbameinslyfjum.

Skýrt er frá aukaverkunum (allar gráður) sem komu fram í ≥10% tilvika við notkun samtímis trastuzumabi. Aukin tíðni alvarlegra aukaverkana (40% á móti 31%) og aukaverkana af 4. gráðu (34% á móti 23%) var hjá hópnum sem fékk trastuzumab ásamt dócetaxeli samanborið við þá sem fengu dócetaxel eitt sér.

Varðandi samtímis notkun með capecítabíni er skýrt frá algengustu meðferðartengdu aukaverkununum (≥5%) sem komu fram í 3. stigs rannsókn á sjúklingum með brjóstakrabbamein, þar sem meðferð með antrasýklíni hefur ekki borið árangur (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín).

Eftirtaldar aukaverkanir sjást oft við notkun dócetaxels:

Ónæmiskerfi

Ofnæmi hefur venjulega komið fram innan nokkurra mínútna frá því að innrennsli dócetaxels hefst og var oftast vægt upp í að vera í meðallagi mikið. Algengustu einkennin sem skýrt var frá voru roði, útbrot með eða án kláða, þyngsli fyrir brjósti, bakverkir, andnauð og lyfjahiti eða kuldahrollur. Alvarlegt ofnæmi einkenndist af lágum blóðþrýstingi og/eða berkjukrömpum eða útbreiddum útbrotum/hörundsroða (sjá kafla 4.4).

Taugakerfi

Alvarlegar eiturverkanir á úttaugar leiða til þess að minnka verður skammta (sjá kafla 4.2 og 4.4). Væg til í meðallagi mikil einkenni frá skyntaugum einkennast af náladofa, tilfinningatruflunum eða verkjum, þ.m.t. brunatilfinningu. Einkenni frá hreyfitaugum eru einkum slappleiki.

Húð og undirhúð

Húðbreytingar sem ganga til baka hafa sést og voru oftast vægar til í meðallagi miklar. Einkenni voru útbrot þar með talin staðbundin útþot einkum á fótum og höndum (þar með talið alvarlegt handa- og fótaheilkenni), en einnig á handleggjum, andliti eða á brjósti og oft samfara kláða. Útþot komu

venjulega fram innan einnar viku eftir dócetaxelinnrennsli. Sjaldgæfara var að greint væri frá alvarlegum einkennum eins og útþotum sem enduðu með húðflögnun sem í mjög sjaldgæfum tilfellum leiða til þess að stöðva þurfi lyfjagjöf eða hætta dócetaxelmeðferðinni (sjá kafla 4.2 og 4.4). Alvarlegar naglaskemmdir einkennast af of lítilli eða of mikilli litun og stundum verkjum og naglarlosi (onycholysis).

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Viðbrögð á innrennslisstað voru venjulega væg og var um að ræða litabreytingar í húð (hyperpigmentation), bólgu, húðroða og húðþurrk, æðabólgu eða gjöf lyfs utan æðar (extravasation) og þrota í æðinni sem lyfið var gefið í.

Vökvasöfnun, þar með talinn bjúgur á útlimum og einnig (þó sjaldnar) vökvasöfnun í brjóstholi, gollurshúsi, kviðarholi (ascites) og þyngdaraukning. Bjúgur á útlimum kemur oftast fyrst fram á fótum og getur breiðst út og þyngdaraukning orðið 3 kg eða meiri. Tíðni og alvarleiki vökvasöfnunar eykst við endurtekna skammta (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 100 mg/m², eins sér, við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýkingar (G3/4: 5,7%;

Sýkingar tengdar G4

 

sníkjudýra

þar á meðal sýklasótt

daufkyrningafæð

 

 

og lungnabólga, sem

(G3/4: 4,6%)

 

 

leiddi til dauða í 1,7%

 

 

 

tilvika)

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Blóðflagnafæð (G4:

 

 

(G4: 76,4%);

0,2%)

 

 

Blóðleysi (G3/4:

 

 

 

8,9%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 5,3%)

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

Taugakerfi

Útlægur

 

 

 

skyntaugakvilli

 

 

 

(G3: 4,1%);

 

 

 

Útlægur

 

 

 

hreyfitaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 4%)

 

 

 

Bragðtruflun (alvarleg

 

 

 

tilvik 0,07%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Hjartabilun

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Æðar

 

Lágþrýstingur;

 

 

 

Háþrýstingur;

 

 

 

Blæðingar

 

Öndunarfæri, brjósthol og

Andnauð (alvarleg

 

 

miðmæti

tilvik 2,7%)

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Meltingarfæri

Munnbólga (G3/4:

Hægðatregða

Vélindisbólga

 

5,3%);

(alvarleg tilvik:

(alvarleg tilvik:

 

Niðurgangur (G3/4:

0,2%);

0,4%)

 

4%);

Kviðverkir (alvarleg

 

 

Ógleði (G3/4: 4%);

tilvik: 1%);

 

 

Uppköst (G3/4: 3%)

Blæðingar í

 

 

 

meltingarfærum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,3%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Húðbreytingar (G3/4:

 

 

 

5,9%); Breytingar á

 

 

 

nöglum (alvarleg

 

 

 

tilvik: 2,6%)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir

Liðverkir

 

 

(alvarleg tilvik 1,4%)

 

 

Almennar aukaverkanir og

Vökvasöfnun

Viðbrögð á

 

aukaverkanir á íkomustað

(alvarleg tilvik: 6,5%)

innrennslisstað;

 

 

Þróttleysi (alvarleg

Verkir fyrir brjósti

 

 

tilvik: 11,2%);

sem ekki tengjast

 

 

Verkir

hjarta

 

 

 

(alvarleg tilvik 0,4%)

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: Hækkun

 

 

 

bilirúbíns í blóði

 

 

 

(< 5%);

 

 

 

G3/4: hækkun

 

 

 

alkalísks fosfatasa í

 

 

 

blóði (< 4%);

 

 

 

G3/4: hækkun AST

 

 

 

< 3%);

 

 

 

G3/4: hækkun ALT

 

 

 

(< 2%)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 100 mg/m², eins sér, við brjóstakrabbameini

Blóð og eitlar

Mjög sjaldgæfar: Blæðingar tengdar gráðu 3/4 blóðflagnafæð.

Taugakerfi

Gögn um hvenær eiturverkanir á taugar gengu til baka liggja fyrir um 35,3% þeirra sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með 100 mg/m² af dócetaxeli einu sér. Þessi einkenni gengu til baka af sjálfu sér innan 3 mánaða.

Húð og undirhúð

Koma örsjaldan fyrir: Við lok rannsóknarinnar gekk hármissir ekki til baka í einu tilviki. Húðbreytingar höfðu gengið til baka innan 21 dags í 73% tilvika.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Miðgildi heildarskammts í meðferðinni (cumulative dose) sem leiddi til þess að hætta varð meðferðinni var hærra en 1.000 mg/m² og miðgildi tíma þar til vökvasöfnun gekk til baka var 16,4 vikur (á bilinu 0 til 42 vikur). Miðlungi alvarleg og alvarleg vökvasöfnun kom seinna fram

(miðgildi heildarskammts: 818,9 mg/m²) hjá sjúklingum sem fengu lyfjaforgjöf samanborið við þá sem fengu ekki lyfjaforgjöf (miðgildi heildarskammts: 489,7 mg/m²), en hins vegar hefur verið skýrt frá tilvikum þar sem þetta hefur komið fram snemma í lyfjameðferðinni hjá sumum sjúklingum.

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m², eins sér, við lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýkingar (G3/4: 5%)

 

sníkjudýra

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Daufkyrningafæð samfara

 

(G4: 54,2%);

hækkuðum líkamshita

 

Blóðleysi (G3/4: 10,8%);

 

 

Blóðflagnafæð (G4: 1,7%)

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (engin alvarleg tilvik)

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

(G3/4: 0,8%)

(G3/4: 2,5%)

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir (engin

 

 

alvarleg tilvik);

Æðar

 

Lágþrýstingur

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 3,3%);

Hægðatregða

 

Munnbólga (G3/4: 1,7%);

 

 

Uppköst (G3/4: 0,8%);

 

 

Niðurgangur (G3/4: 1,7%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

Breytingar á nöglum

 

Húðbreytingar (G3/4: 0,8%)

(alvarleg tilvik 0,8%)

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi

 

aukaverkanir á íkomustað

(alvarleg tilvik: 12,4%);

 

 

Vökvasöfnun

 

 

(alvarleg tilvik: 0,8%);

 

 

Verkir

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4 hækkun bilirúbíns í blóði

 

 

(< 2%)

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt doxórúbisíni við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla

Sýking (G3/4: 7,8%)

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G4:

 

 

 

91,7%);

 

 

 

Blóðleysi (G3/4: 9,4%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita;

 

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

(G4: 0,8%)

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (G3/4: 1,2%)

 

Efnaskipti og næring

 

Lystarleysi

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

Útlægur

 

 

(G3: 0,4%)

hreyfitaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 0,4%)

 

Hjarta

 

Hjartabilun;

 

 

 

Hjartsláttartruflanir

 

 

 

(engin alvarleg tilvik)

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Æðar

 

 

Lágþrýstingur

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 5%);

 

 

 

Munnbólga

 

 

 

(G3/4: 7,8%);

 

 

 

Niðurgangur (G3/4:

 

 

 

6,2%);

 

 

 

Uppköst (G3/4: 5%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,4%);

 

 

 

Húðbreytingar (engin

 

 

 

alvarleg tilvik)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (alvarleg

Viðbrögð á

 

aukaverkanir á íkomustað

tilvik: 8,1%);

innrennslisstað

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

 

tilvik: 1,2%);

 

 

 

Verkir

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: hækkun

G3/4 hækkun AST

 

 

bilirúbíns í blóði

(< 1%);

 

 

(< 2,5%);

G3/4 Hækkun ALT

 

 

G3/4: Hækkun

(< 1%)

 

 

alkalísks fosfatasa í

 

 

 

blóði (< 2,5%)

 

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni við lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 5,7%)

 

 

sníkjudýra

 

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G4:

Daufkyrningafæð

 

 

51,5%);

samfara hækkuðum

 

 

Blóðleysi (G3/4: 6,9%);

líkamshita

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

(G4: 0,5%)

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 2,5%)

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

 

 

 

(G3: 3,7%);

 

 

 

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 2%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Hjartabilun

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Æðar

 

Lágþrýstingur

 

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 9,6%);

Hægðatregða

 

 

Uppköst (G3/4: 7,6%);

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

(G3/4: 6,4%);

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

 

Munnbólga (G3/4: 2%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,7%);

 

 

 

Húðbreytingar (G3/4:

 

 

 

0,2%)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir (alvarleg

 

 

 

tilvik: 0,5%)

 

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (alvarleg

Viðbrögð á

 

aukaverkanir á íkomustað

tilvik: 9,9%);

innrennslisstað;

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

Verkir

 

 

tilvik: 0,7%);

 

 

 

Hiti (G3/4: 1,2%)

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: hækkun

G3/4 hækkun

 

 

bilirúbíns í blóði

AST (0,5%);

 

 

(2,1%);

G3/4 hækkun

 

 

G3/4: hækkun ALT

alkalísks

 

 

(1,3%)

fosfatasa í

 

 

 

blóði (0,3%)

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 100 mg/m² ásamt trastuzumabi við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

líffærum

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4: 32%);

 

 

Daufkyrningafæð samfara

 

 

hækkuðum líkamshita (nær

 

 

einnig til daufkyrningafæðar sem

 

 

tengist hita og notkun sýklalyfja)

 

 

eða sýklasótt ásamt

 

 

daufkyrningafæð

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

Geðræn vandamál

Svefnleysi

 

Taugakerfi

Náladofi; höfuðverkur;

 

 

bragðtruflun; tilfinningadofi

 

Augu

Aukin táraseyting; tárubólga

 

Hjarta

 

Hjartabilun

Æðar

Vessabjúgur

 

Öndunarfæri, brjósthol og

Blóðnasir; verkir í koki og

 

miðmæti

barkakýli; nefkoksbólga;

 

 

andnauð; hósti; nefrennsli

 

Meltingarfæri

Ógleði; niðurgangur; uppköst;

 

 

hægðatregða; munnbólga;

 

 

meltingartruflanir; kviðverkir

 

Húð og undirhúð

Hárlos; hörundsroði; útbrot;

 

 

breytingar á nöglum

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir; liðverkir; verkir í

 

 

útlimum, beinverkir; bakverkir

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi; bjúgur á útlimum; hiti;

Svefnhöfgi

aukaverkanir á íkomustað

þreyta; bólga í slímu; verkir;

 

 

inflúensulíkur lasleiki; verkur

 

 

fyrir brjósti; kuldahrollur

 

Rannsóknaniðurstöður

Þyngdaraukning

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 100 mg/m² ásamt trastuzumabi við brjóstakrabbameini

Hjarta

Skýrt var frá einkennum um hjartabilun hjá 2,2% þeirra sjúklinga sem fengu dócetaxel ásamt trastuzumab samanborið við 0% þeirra sjúklinga sem fengu dócetaxel eitt sér. Af þeim sem fengu dócetaxel auk trastuzumabs höfðu 64% þeirra fengið antrasýklín áður sem viðbótarmeðferð samanborið við 55% þeirra sem voru í þeim hópi sem fékk dócetaxel eitt sér.

Blóð og eitlar

Mjög algengar: Eiturverkanir á blóð voru tíðari hjá sjúklingum sem fengu trastuzumab og dócetaxel en hjá þeim sem fengu dócetaxel eitt sér (32% daufkyrningafæð af gráðu 3/4 á móti 22%, samkvæmt NCI-CTC mælikvarða). Athugið að þetta er sennilega vanáætlað þar sem þekkt er að dócetaxel eitt sér í 100 mg/m2 skammti veldur daufkyrningafæð hjá 97% sjúklinga, 76% af gráðu 4, á grundvelli lægstu blóðgilda. Tíðni daufkyrningafæðar samfara hækkuðum líkamshita/sýklasótt ásamt daufkyrningafæð var einnig aukin hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Herceptin ásamt dócetaxeli (23% á móti 17% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli einu sér).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt capecítabíni við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

 

Hvítsveppasýking í munni

sníkjudýra

 

(G3/4: <1%)

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4:

Blóðflagnafæð (G3/4: 3%)

 

63%);

 

 

Blóðleysi (G3/4: 10%)

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 1%);

Vessaþurrð (G3/4: 2%);

 

Minnkuð matarlyst

 

Taugakerfi

Breytingar á bragðskyni

Sundl;

 

(G3/4: < 1%)

Höfuðverkur (G3/4: < 1%);

 

Náladofi (G3/4: < 1%)

Úttaugakvilli

Augu

Aukin táraseyting

 

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Verkur í koki og barkakýli

Andnauð (G3/4: 1%);

 

(G3/4: 2%)

Hósti (G3/4: < 1%);

 

 

Blóðnasir (G3/4: < 1%)

Meltingarfæri

Munnbólga (G3/4: 18%);

Kviðverkir í efri hluta

 

Niðurgangur (G3/4: 14%);

kviðarhols;

 

Ógleði (G3/4: 6%);

Munnþurrkur

 

Uppköst (G3/4: 4%);

 

 

Hægðatregða (G3/4: 1%);

 

 

Kviðverkir (G3/4: 2%);

 

 

Meltingartruflanir

 

Húð og undirhúð

Handa- og fótaheilkenni

Húðbólga;

 

(G3/4: 24%)

Hörundsroði með útbrotum

 

Hárlos (G3/4: 6%);

(G3/4: < 1%);

 

Breytingar á nöglum (G3/4:

Mislitun á nöglum;

 

2%)

Naglarlos (G3/4: 1%)

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir (G3/4: 2%);

Verkir í útlimum (G3/4:

 

Liðverkir (G3/4: 1%)

< 1%);

 

 

Bakverkir (G3/4: 1%);

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (G3/4: 3%);

Svefnhöfgi;

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 1%);

Verkir

 

Þreyta/slappleiki (G3/4: 5%);

 

 

Bjúgur á útlimum

 

 

 

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

 

(G3/4: 1%);

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdartap;

 

 

G3/4 hækkun bilirúbíns í

 

 

blóði (9%)

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt prednisóni eða prednisólóni við blöðruhálskirtilskrabbameini

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 3,3%)

 

sníkjudýra

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4:

Blóðflagnafæð; (G3/4: 0,6%);

 

32%);

Daufkyrningafæð samfara

 

Blóðleysi (G3/4: 4,9%)

hækkuðum líkamshita

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (G3/4: 0,6%)

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 0,6%)

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

(G3/4: 1,2%);

(G3/4: 0%)

 

Bragðtruflun (G3/4: 0%)

 

Augu

 

Aukin táraseyting (G3/4: 0,6%)

Hjarta

 

Minnkuð starfsemi vinstri

 

 

slegils (G3/4: 0,3%)

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

Blóðnasir (G3/4: 0%);

 

 

Andnauð (G3/4: 0,6%);

 

 

Hósti (G3/4: 0%)

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 2,4%);

 

 

Niðurgangur (G3/4: 1,2%);

 

 

Munnbólga/kokbólga

 

 

(G3/4: 0,9%);

 

 

Uppköst (G3/4: 1,2%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

Útbrot/húðflögnun (G3/4: 0,3%)

 

Breytingar á nöglum (engin

 

 

alvarleg tilvik)

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir (G3/4: 0,3%);

 

 

Liðverkir (G3/4: 0,3%)

Almennar aukaverkanir og

Þreyta (G3/4: 3,9%);

 

aukaverkanir á íkomustað

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

tilvik 0,6%)

 

Tafla yfir aukaverkanir við viðbótarmeðferð með TAXOTERE 75 mg/m² í samsettri meðferð með doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum sem eru með brjóstakrabbamein sem hefur breiðst út til eitla (TAX 316) og brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (GEICAM 9805) – samanlagðar niðurstöður

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

 

Algengar aukaverkanir

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

 

 

aukaverkanir

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum

Sýking (G3/4: 2,4%);

 

 

 

sýkla og sníkjudýra

Daufkyrningafæð ásamt

 

 

 

sýkingu (G3/4: 2,6%)

 

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Blóð og eitlar

Blóðleysi (G3/4: 3%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

(G3/4: 59,2%);

 

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

(G3/4: 1,6%);

 

 

 

Daufkyrningafæð með

 

 

 

hita (G3/4: NA)

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (G3/4: 0,6%)

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

 

(G3/4:1,5%)

 

 

Taugakerfi

Bragðskynstruflun

Útlægur hreyfitaugakvilli

Yfirlið (G3/4: 0%)

 

(G3/4: 0,6%);

(G3/4: 0%);

Eiturverkanir á

 

Útlægur skyntaugakvilli

 

taugakerfi (G3/4: 0%);

 

(G3/4: <0,1%)

 

Svefnhöfgi (G3/4:0%)

 

 

 

 

Augu

Tárubólga

Aukin táraseyting

 

 

(G3/4:<0,1%)

(G3/4: <0,1%);

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttaróregla (G3/4:

 

 

 

0,2%);

 

 

 

 

 

Æðar

Hitasteypur

Lágþrýstingur

Vessabjúgur

 

(G3/4: 0,5%)

(G3/4: 0%)

(G3/4: 0%)

 

 

Bláæðabólga (G3/4:0%)

 

Öndunarfæri, brjósthol

 

Hósti (G3/4: 0%)

 

og miðmæti

 

 

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 5,0%);

Kviðverkir (G3/4: 0,4%)

 

 

Munnbólga (G3/4:

 

 

 

6,0%);

 

 

 

Uppköst (G3/4: 4,2%);

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

(G3/4: 3,4%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

 

(G3/4: 0,5%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos (viðvarandi:

 

 

 

<3%);

 

 

 

Húðbreytingar

 

 

 

(G3/4: <0,6%);

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(G3/4: 0,4%)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir

 

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

 

Liðverkir (G3/4: 0,2%)

 

 

Æxlunarfæri og brjóst

Tíðateppa (G3/4: NA)

 

 

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir

Þróttleysi (G3/4:

 

 

og aukaverkanir á

10.0%);

 

 

íkomustað

Hiti (G3/4: NA);

 

 

 

Bjúgur á útlimum

 

 

 

(G3/4: 0,2%)

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdaraukning (G3/4:

 

 

 

0%);

 

 

 

Þyngdartap (G3/4: 0,2%)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við viðbótarmeðferð með TAXOTERE 75 mg/m² í samsettri meðferð með doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum sem eru með brjóstakrabbamein sem hefur breiðst út til eitla (TAX 316) og brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (GEICAM 9805)

Taugakerfi

Í ljós kom að aukaverkanir á skyntaugar héldu áfram meðan eftirfylgni fór fram hjá 10 sjúklingum af 84 sjúklingum sem voru með aukaverkanir á skyntaugar í lok lyfjameðferðarinnar í rannsókninni á brjóstakrabbameini, sem breiðst hefur til eitla (TAX 316).

Hjarta

ÍTAX 316 rannsókninni fengu 26 sjúklingar (3,5%) í TAC hópnum og 17 sjúklingar (2,3%) í FAC hópunum hjartabilun. Allir nema einn sjúklingur í hvorum meðferðarhópi rannsóknarinnar greindust með hjartabilun meira en 30 sólarhringum eftir að meðferðartímabilinu lauk. Tveir sjúklingar í TAC hópnum og 4 sjúklingar í FAC hópnum létust vegna hjartabilunar.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni fengu 3 sjúklingar (0,6%) í TAC hópnum og 3 sjúklingar (0,6%) í FAC hópnum hjartabilun meðan á eftirfylgnitímabilinu stóð. Einn sjúklingur í TAC hópnum lést vegna hjartavíkkunarkvilla (dilated cardiomyopathy).

Húð og undirhúð

ÍTAX 316 rannsókninni var greint frá hármissi sem var viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst að lokinni krabbameinslyfjameðferð hjá já 687 sjúklingum af 744 í TAC hópnum og 645 sjúklingum af 736 í FAC hópnum.

Ílok eftirfylgnitímabilsins (miðgildi eftirfylgni 96 mánuðir) kom áframhaldandi hármissir í ljós hjá 29 sjúklingum í TAC hópnum (3,9%) og 16 sjúklingum í FAC hópnum (2,2%).

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var hármissir viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) ogvar enn til staðar hjá 49 sjúklingum (9,2%) í TAC hópnum og 35 sjúklingum (6,7%) í FAC hópnum.

Hármissir í tengslum við rannsóknarlyfið hófst eða jókst meðan á eftirfylgnitímabilinu stóð hjá 42 sjúklingum (7,9%) í TAC hópnum og 30 sjúklingum (5,8%) í FAC hópnum.

Æxlunarfæri og brjóst

ÍTAX 316 rannsókninni var tíðateppa viðvarandi meðan eftirfylgni fór fram hjá 121 sjúklingi af 202 sjúklingum sem voru með tíðateppu í lok lyfjameðferðarinnar.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var tíðateppa viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) og var enn til staðar hjá 18 sjúklingum (3,4%) í TAC hópnum og 5 sjúklingum (1,0%) í FAC hópnum.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

ÍTAX 316 rannsókninni var bjúgur á útlimum viðvarandi hjá 19 sjúklingum af 119 í TAC hópnum, sem fengu bjúg á útlimi og 4 sjúklingum af 23 í FAC hópnum, sem fengu bjúg á útlimi.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var vessabjúgur viðvarandi hjá 4 af 5 sjúklingum í TAC hópnum og einum af tveimur sjúklingum í FAC hópnum við lok krabbameinslyfjameðferðarinnar og gekk ekki til baka á eftirfylgnitímabilinu (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir). Þróttleysi var viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) og var enn til staðar hjá 12 sjúklingum (2,3%) í TAC hópnum og 4 sjúklingum (0,8%) í FAC hópnum.

Brátt hvítblæði / mergmisþroski (myelodysplastic syndrome)

Eftir 10 ára eftirfylgni í TAX 316 rannsókninni var greint frá bráðu hvítblæði hjá 4 af 744 sjúklingum í TAC hópnum og 1 af 736 sjúklingum í FAC hópnum. Greint var frá mergmisþroskaheilkenni hjá 2 af 744 sjúklingum í TAC hópnum og 1 af 736 sjúklingum í FAC hópnum.

Eftir 10 ára eftirfylgni í GEICAM 9805 rannsókninni kom brátt hvítblæði fram hjá 1 af

532 (0,2%) sjúklingum í TAC hópnum. Engin tilvik komu fram hjá sjúklingum í FAC hópnum. Tilvik um mergmisþroska greindust í hvorugum meðferðarhópnum.

Fylgikvillar daufkyrningafæðar

Taflan hér fyrir neðan sýnir lækkun á tíðni daufkyrningafæðar af gráðu 4, daufkyrningafæðar með hita og daufkyrningafæðar með sýkingu hjá sjúklingum sem fengu fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G- CSF eftir að skylt var að veita slíka meðferð í TAC-hluta GEICAM rannsóknarinnar.

Fylgikvillar daufkyrningafæðar hjá sjúklingum sem fengu TAC samsetta meðferð með eða án fyrirbyggjandi grunnmeðferðar með G-CSF (GEICAM 9805)

 

Án fyrirbyggjandi

Með fyrirbyggjandi

 

grunnmeðferðar með G-CSF

grunnmeðferð með

 

(n = 111)

G-CSF (n = 421)

 

n (%)

n (%)

 

 

 

 

Daufkyrningafæð (gráða 4)

104 (93,7)

(32,1)

 

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með hita

(25,2)

(5,5)

 

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með

(12,6)

(5,0)

sýkingu

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með

(1,8)

5 (1,2)

sýkingu (3-4 gráða)

 

 

 

 

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við kirtilkrabbameini í maga

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Daufkyrningafæð ásamt sýkingu;

 

sníkjudýra

Sýking (G3/4: 11,7%)

 

Blóð og eitlar

Blóðleysi G3/4: 20,9%);

 

 

Daufkyrningafæð (G3/4: 83,2%);

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4: 8,8%);

 

 

Daufkyrningafæð samfara

 

 

hækkuðum líkamshita

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 1,7)

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 11,7%)

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli (G3/4:

Sundl (G3/4: 2,3%);

 

8,7%)

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

 

(G3/4: 1,3%)

 

 

 

Augu

 

Aukin táraseyting

 

 

(G3/4: 0%)

Eyru og völundarhús

 

Heyrnarskerðing (G3/4:

 

 

0%)

 

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir (G3/4:

 

 

1,0%)

Meltingarfæri

Niðurgangur (G3/4: 19,7%);

Hægðatregða (G3/4: 1,0

 

 

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

 

 

 

 

Ógleði (G3/4: 16%);

%);

 

Munnbólga (G3/4: 23,7%);

Verkir í meltingarfærum

 

Uppköst (G3/4: 14,3%)

(G3/4: 1,0%);

 

 

Vélindisbólga/

 

 

kyngingartregða/

 

 

kyngingarsársauki

 

 

(G3/4: 0,7%)

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 4,0%)

Útbrot með kláða

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

Húðflögnun (G3/4: 0%)

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 19,0%);

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 2,3%);

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

tilvik/lífshættuleg: 1%)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við kirtilkrabbameini í maga

Blóð og eitlar

17,2% sjúklinga fengu daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita og 13,5% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu óháð notkun G-CSF. G-CSF var notað sem viðbótar fyrirbyggjandi meðferð hjá 19,3% sjúklinga (í 10,7% meðferðarlotna). 12,1% sjúklinga fengu daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita og 3,4% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu þegar sjúklingunum var gefið G-CSF sem fyrirbyggjandi meðferð og 15,6% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt hækkuðum líkamshita og 12,9% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu, sem fengu ekki G-CSF sem fyrirbyggjandi meðferð (sjá kafla 4.2).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við krabbameini (á höfði og hálsi)

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 6,3%);

 

 

sníkjudýra

Daufkyrningafæð ásamt

 

 

 

sýkingu

 

 

Æxli, góðkynja og illkynja

 

Verkir vegna

 

(einnig blöðrur og separ)

 

krabbameins (G3/4:

 

 

 

0,6%)

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Daufkyrningafæð

 

 

(G3/4: 76,3%);

samfara hækkuðum

 

 

Blóðleysi (G3/4: 9,2%);

líkamshita

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4:

 

 

 

5,2%)

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (ekki alvarlegt)

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 0,6%)

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

Breyting á

Sundl

 

 

bragðskyni/breyting á

 

 

 

lyktarskyni;

 

 

 

Útlægur skyntaugakvilli

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

 

(G3/4: 0,6%)

 

 

 

 

 

 

Augu

 

Aukin táraseyting;

 

 

 

Tárubólga

 

Eyru og völundarhús

 

Heyrnarskerðing

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Blóðþurrðarsjúkdómur í

Hjartsláttartruflanir

 

 

hjarta (G3/4: 1,7%)

(G3/4: 0,6%)

Æðar

 

Bláæðakvillar (G3/4:

 

 

 

0,6%)

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 0,6%);

Hægðatregða

 

 

Munnbólga (G3/4:

Vélindisbólga/

 

 

4,0%);

kyngingartregða/

 

 

Niðurgangur (G3/4:

kyngingarsársauki

 

 

2,9%);

(G3/4: 0,6%);

 

 

Uppköst (G3/4: 0,6%)

Kviðverkir

 

 

 

Meltingaróþægindi;

 

 

 

Blæðingar í

 

 

 

meltingarvegi

 

 

 

(G3/4: 0,6%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 10,9%)

Útbrot með kláða;

 

 

 

Húðþurrkur;

 

 

 

Húðflögnun (G3/4:

 

 

 

0,6%)

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaþrautir

 

 

 

(G3/4:0,6%)

 

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 3,4%)

 

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 0,6%);

 

 

 

Vökvasöfnun;

 

 

 

Bjúgur

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdaraukning

 

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og krabbameinslyfja- og geislameðferð í kjölfarið (TAX 324)

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 3,6%)

Daufkyrningafæð ásamt

 

sníkjudýra

 

sýkingu

 

Æxli, góðkynja og illkynja

 

Verkir vegna

 

æxli (einnig blöðrur og

 

krabbameins (G3/4:

 

separ)

 

1,2%)

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

 

 

 

(G3/4: 83,5%);

 

 

 

Blóðleysi (G3/4: 12,4%);

 

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4:

 

 

 

4,0%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4:

 

 

 

12,0%).

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

Breyting á

Sundl (G3/4: 2,0%);

 

 

bragðskyni/breyting á

Útlægur

 

 

lyktarskyni (G3/4: 0,4%);

hreyfitaugakvilli

 

 

Útlægur skyntaugakvilli

(G3/4: 0,4%)

 

 

(G3/4: 1,2%).

 

 

Augu

 

Aukið tárarennsli

Tárubólga

Eyru og völundarhús

Heyrnarskerðing

 

 

 

(G3/4: 1,2%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Blóðþurrð í hjarta

 

 

(G3/4: 2,0%)

 

Æðar

 

 

Bláæðakvillar

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 13,9%);

Meltingartruflanir

 

 

Munnbólga (G3/4:

(G3/4: 0,8%);

 

 

20,7%);

Meltingaróþægindi

 

 

Uppköst (G3/4: 8,4%);

(G3/4: 1,2%);

 

 

Niðurgangur (G3/4:

Blæðingar í

 

 

6,8%);

meltingarvegi

 

 

Vélindisbólga/

(G3/4: 0,4%)

 

 

kyngingartregða/

 

 

 

kyngingarsársauki

 

 

 

(G3/4: 12,0%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

 

(G3/4: 0,4%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 4,0%);

Húðþurrkur;

 

 

Útbrot með kláða

Húðflögnun

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaþrautir

 

 

 

(G3/4:0,4%)

 

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 4,0%);

 

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 3,6%);

 

 

 

Vökvasöfnun

 

 

 

(G3/4: 1,2%);

 

 

 

Bjúgur (G3/4: 1,2%)

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Þyngdartap

 

Þyngdaraukning

Reynsla eftir markaðssetningu

Æxli, góðkynja og illkynja (einnig blöðrur og separ)

Skýrt hefur verið frá tilvikum um brátt kyrningahvítblæði og mergmisþroska (myelodysplastic syndrome) í tengslum við dócetaxel þegar það hefur verið notað ásamt öðrum krabbameinslyfjum og/eða geislameðferð.

Blóð og eitlar

Skýrt hefur verið frá beinmergsbælingu og öðrum aukaverkunum á blóð. Skýrt hefur verið frá dreifðri blóðstorknun (DIC), oft í tengslum við sýklasótt eða víðtæka líffærabilun.

Ónæmiskerfi

Skýrt hefur verið frá nokkrum tilvikum um bráðaofnæmislost, stundum banvænu.

Taugakerfi

Í nokkrum tilvikum hefur rykkjakrampi (convulsion) eða tímabundið meðvitundarleysi komið fram við dócetaxelgjöf. Þessar verkanir koma stundum fram meðan á innrennsli lyfsins stendur.

Augu

Örsjaldan hefur verið skýrt frá tímabundnum sjóntruflunum (leiftri, ljósglömpum, sjónsviðseyðum), sem koma að jafnaði fram meðan á innrennsli lyfsins stendur og í tengslum við ofnæmi. Þessar truflanir hurfu þegar innrennsli var hætt. Stöku sinnum hefur verið skýrt frá tárarennsli ýmist með eða án tárubólgu og örsjaldan hefur verið skýrt frá stíflu í táragöngum sem hefur valdið miklu tárarennsli. Greint hefur verið frá tilvikum blöðrublettabjúgs (cystoid macular oedema) hjá sjúklingum meðhöndluðum með dócetaxel.

Eyru og völundarhús

Skýrt hefur verið frá eiturverkunum á eyru, heyrnartruflunum og/eða heyrnartapi, en það er mjög sjaldgæft.

Hjarta

Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum tilvikum um hjartadrep.

Æðar

Skýrt hefur verið frá segareki í bláæðum, en það er mjög sjaldgæft.

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Mjög sjaldan hefur verið skýrt frá bráðu andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome) og tilvikum um millivefslungnabólgu/lungnabólgu, millivefslungnasjúkdóm,) bandvefsmyndun í lungum (pulmonary fibrosis) og öndunarbilun, sem í sumum tilvikum hefur reynst banvæn. Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum tilvikum um geislunarlungnabólgu hjá sjúklingum sem eru samtímis í geislameðferð.

Meltingarfæri

Mjög sjaldan hefur verið greint frá vessaþurrð vegna vökvataps frá görnum, gatmyndun í meltingarvegi, ristilbólgu vegna blóðþurrðar, ristilbólgu og garna- og ristilbólgu af völdum daufkyrningafæðar. Skýrt hefur verið frá garnastíflu og þarmateppu, en það er mjög sjaldgæft.

Lifur og gall

Örsjaldan hefur verið greint frá lifrarbólgu, stundum banvænni, einkum hjá sjúklingum sem eru fyrir með lifrarsjúkdóm.

Húð og undirhúð

Örsjaldan hefur verið greint frá helluroða í húð (cutaneous lupus erythematosus) og útbrotum með blöðrum (bullous eruptions) í tengslum við dócetaxel eins og regnbogaroðasótt (erythema multiforme), Stevens-Johnson heilkenni, drepi í húðþekju (toxic epidermal necrolysis). Í sumum tilvikum geta aðrir samhliða þættir stuðlað að þróun þessara áhrifa. Greint hefur verið frá herslishúðlíkum breytingum vegna dócetaxels venjulega að undangengnum útlægum vessabjúg. Skýrt hefur verið frá tilvikum varanlegrar skallamyndunar (tíðni ekki þekkt).

Nýru og þvagfæri

Skýrt hefur verið frá skertri nýrnastarfsemi og nýrnabilun. Í u.þ.b. 20% þessara tilvika voru engir áhættuþættir fyrir bráðri nýrnabilun svo sem samhliða lyf sem hafa eiturverkun á nýru og sjúkdómar í meltingarvegi.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög sjaldan hefur verið greint frá endurkomu geislaáhrifa (radiation recall) fyrirbæri.

Bráð þvagþurrð (oliguria) eða lágur blóðþrýstingur hefur ekki fylgt í kjölfar vökvasöfnunar. Mjög sjaldan hefur verið skýrt frá vessaþurrð (dehydration) og lungnabjúg.

Efnaskipti og næring

Greint hefur verið frá tilvikum af ójafnvægi í vökva- og saltbúskap líkamans. Greint hefur verið frá tilvikum blóðnatríumlækkunar, aðallega tengdum ofþornun, uppköstum og lungnabólgu. Blóðkalíumlækkun, blóðmagnesíumlækkun, og blóðkalsíumlækkun hefur sést í tengslum við aukaverkanir í meltingarfærum og þá sérstaklega ef um niðurgang er að ræða.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Greint hefur verið frá nokkrum tilvikum ofskömmtunar. Ekkert þekkt mótefni er til við ofskömmtun dócetaxels. Við ofskömmtun á að leggja sjúkling inn á gjörgæslu og fylgjast grannt með mikilvægustu líkamsstarfsemi. Við ofskömmtun má búast við því að aukaverkanir versni. Þær aukaverkanir sem einkum má búast við vegna ofskömmtunar eru beinmergsbæling, eiturverkanir á úttaugar og bólga í slímu. Gefa skal sjúklingum lækningalegan skammt af G-CSF eins fljótt og auðið er þegar ljóst er að um ofskömmtun er að ræða. Veita skal viðeigandi meðferð við öðrum einkennum eins og þörf er á.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Taxön, ATC flokkur: L01CD 02.

Verkunarháttur

Dócetaxel er æxlishemjandi lyf, sem verkar með því að stuðla að fjölliðun túbúlíns í stöðugar örpíplur (microtubuli) og hindra klofning þeirra og dregur þannig umtalsvert úr fríu magni túbúlíns. Binding dócetaxels við örpíplur hefur engar breytingar á fjölda trefjuþráða (protofilaments) í för með sér.

Í in vitro rannsóknum hefur komið í ljós að dócetaxel eyðileggur örpíplukerfi frumunnar sem er forsenda kjarnaskiptingar og starfsemi frumunnar í millifasa.

Lyfhrif

Í ljós kom að dócetaxel hefur frumudrepandi áhrif in vitro á ýmsar frumulínur æxla úr músum og mönnum svo og á nýtekin sýni af æxlisfrumum úr mönnum í einræktunarprófum. Há þéttni dócetaxels næst í innanfrumuvökva og helst það lengi í frumunni. Enn fremur kom fram að dócetaxel er virkt gegn sumum en þó ekki öllum frumulínum, sem mynda mjög mikið af p-glýkópróteini sem er táknað með geni sem veldur fjöllyfjamótstöðu (multidrug resistance gene). In vivo er virkni dócetaxels óháð meðferðarmynstri og í tilraunum hefur komið í ljós að það hefur breiðvirka frumudrepandi verkun gegn ígræddum langt gengnum æxlum úr músum og mönnum.

Klínísk verkun og öryggi

Brjóstakrabbamein

TAXOTERE gefið ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði: viðbótarmeðferð

Sjúklingar með skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla (TAX 316)

Upplýsingar úr fjölsetra, opinni slembivalsrannsókn styðja notkun dócetaxels sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum á aldrinum 18 til 70 ára með skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla og KPS ≥ 80%. Eftir flokkun í samræmi við fjölda jákvæðra eitla (1-3, 4+) var 1.491 sjúklingi raðað með slembivali og fengu þeir annað hvort dócetaxel 75 mg/m2, sem gefið var 1 klst. eftir gjöf 50 mg/m2 af doxórúbisíni og 500 mg/m2 af cýklófosfamíði (TAC hópur) eða 50 mg/m2 af doxórúbisíni og í kjölfar þess 500 mg/m2 af flúoróúrasíli og 500 mg/m2 af cýklófosfamíði (FAC hópur). Báðar lyfjameðferðir

voru gefnar einu sinni á 3 vikna fresti í 6 meðferðarlotum. Dócetaxel var gefið með innrennsli á

1 klst., öll önnur lyf voru gefin með inndælingu í bláæð á degi 1. G-CSF var gefið sem seinni forvörn sjúklingum sem fengu alvarlega daufkyrningafæð (daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýkingu). Sjúklingum í TAC hópnum var gefið fyrirbyggjandi sýklalyf, cíprófloxacín 500 mg til inntöku tvisvar sinnum á dag í 10 daga og var lyfjagjöf hafin á degi 5 í hverri meðferðarlotu eða sambærilegt lyf. Eftir að síðustu meðferðarlotu með krabbameinslyfjum lauk var sjúklingum, sem voru með jákvæða estrógen og/eða prógesterón viðtaka, gefið 20 mg af tamoxífeni daglega í allt að 5 ár í báðum meðferðarhópunum. Til viðbótar var geislameðferð beitt í samræmi við leiðbeiningar sem voru í gildi á þeim stofnunum sem tóku þátt í

rannsókninni og var hún notuð á 69% þeirra sjúklinga, sem fengu TAC og á 72% þeirra sjúklinga, sem fengu FAC. Gerðar voru tvær milligreiningar (interim analysis) og ein lokagreining. Fyrri milligreiningin var ráðgerð 3 árum eftir þann dag sem helmingur þeirra sem skráðir voru í rannsóknina höfðu lokið þátttöku. Seinni milligreiningin var gerð eftir að greint hafði verið frá í heild 400 tilvikum sjúkdómsfrírrar lifunar, sem varð til þess að miðgildi eftirfylgni var 55 mánuðir. Lokagreiningin var gerð þegar allir sjúklingar höfðu mætt í 10 ára eftirfylgniheimsókn (nema þeir hefðu áður náð sjúkdómsfrírri lifun eða ekki hefði verið hægt að hafa upp á þeim til eftirfylgni). Sjúkdómsfrí lifun var aðalendapunktur og heildarlifun var aukaendapunktur.

Lokagreining var gerð með raunmiðgildi eftirfylgni sem var 96 mánuðir. Sýnt var fram á marktækt lengri lifun án sjúkdóms hjá TAC hópnum samanborið við FAC hópinn. Tíðni endurkomu sjúkdómsins eftir 10 ár var lægri hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (39% á móti 45%), þ.e. lækkun á raunáhættu var 6% (p = 0,0043). Heildarlifun eftir 10 ár var einnig marktækt meiri hjá þeim sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (76% á móti 69%), þ.e. lækkun á raunáhættu á dauðsfalli var 7% (p = 0,002). Þar sem ávinningurinn sem kom fram hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla var ekki tölfræðilega marktækur, með tilliti sjúkdómsfrírrar lifunar og heildarlifunar, sýndi lokagreiningin ekki fullkomlega fram á jákvætt hlutfall ávinnings/áhættu af TAC meðferð, hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla.

Í heildina sýndu niðurstöður rannsóknarinnar jákvætt hlutfall milli ávinnings og áhættu TAC meðferðar samanborið við FAC meðferð.

Gerð var greining á undirhópum sjúklinga í TAC-meðferð samkvæmt fyrirfram skilgreindum þáttum sem hafa áhrif á batahorfur:

 

 

Lifun án sjúkdóms

Heildarlifun

 

Undirhópar

Fjöldi

Áhættu-

95% CI

p=

Áhættu-

95% CI

p=

 

sjúkling

hlutfall*

 

 

hlutfall*

 

 

 

a

 

 

 

 

 

 

Fjöldi jákvæðra

 

 

 

 

 

 

 

eitla

 

 

 

 

 

 

 

Alls

0,80

0,68-0,93

0,004

0,74

0,61-0,90

0,0020

0,72

0,58-0,91

0,0047

0,62

0,46-0,82

0,0008

4+

0,87

0,70-1,09

0,2290

0,87

0,67-1,12

0,2746

*áhættuhlutfall innan við 1 á við að TAC er tengt lengri lifun án sjúkdóms og heildarlifun í samanburði við FAC.

Sjúklingar með skurðtækt brjóstakrabbamein, sem ekki hefur breiðst út til eitla, sem uppfylla skilyrði fyrir krabbameinslyfjameðferð (GEICAM 9805)

Upplýsingar úr fjölsetra, opinni rannsókn með slembivali styður notkun TAXOTERE sem viðbótarmeðferðar hjá sjúklingum með skurðtækt brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla og sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá krabbameinslyfjameðferð. Valdir voru 1.060 sjúklingar með slembivali og fengu þeir annaðhvort TAXOTERE 75 mg/m2 gefið 1 klst. eftir meðferð með doxórúbisíni 50 mg/m2 og cýklófosfamíði 500 mg/m2 (539 sjúklingar í TAC hópi) eða doxórúbisín 50 mg/m2 ásamt flúoróúrasíli 500 mg/m2 og cýklófosfamíði 500 mg/m2 í kjölfarið (521 sjúklingur í FAC hópi) sem viðbótarmeðferð við skurðtæku brjóstakrabbameini sem hafði ekki breiðst út til eitla hjá þeim sem voru í mikilli hættu á að fá bakslag samkvæmt 1998 St. Gallen viðmiðum

(æxlisstærð >2 cm og/eða ER og PR neikvæð æxli og/eða háa vefjafræði-/skimunargráðu (gráðu 2 til 3) og/eða aldur <35 ár). Báðar meðferðirnar voru gefnar á þriggja vikna fresti í 6 meðferðarlotum. TAXOTERE var gefið með 1 klst. innrennsli. Öll önnur lyf voru gefin í bláæð á 1. degi á þriggja vikna fresti. Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF var sett sem skilyrði í TAC hópnum eftir að

230 sjúklingar höfðu verið valdir með slembivali. Tíðni daufkyrningafæðar af gráðu 4, daufkyrningafæðar með hita og sýkingar í tengslum við daufkyrningafæð var lægri hjá sjúklingum sem höfðu fengið fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF (sjá kafla 4.8). Eftir síðustu meðferðarlotuna með krabbameinslyfjum fengu sjúklingar í báðum hópunum, sjúklingar með ER jákvæð og/eða PgR jákvæð æxli, tamoxifen 20 mg einu sinni á sólarhring í allt að 5 ár. Viðbótargeislameðferð var gefin samkvæmt viðurkenndum leiðbeiningum hjá viðkomandi stofnun á hverjum stað og fengu 57,3% sjúklinga sem höfðu fengið TAC og 51,2% sjúklinga sem höfðu fengið FAC viðbótargeislameðferð.

Frumgreining og uppfærð greining var gerð. Frumgreiningin var gerð þegar öllum sjúklingum hafði verið fylgt eftir í meira en 5 ár (miðgildi eftirfylgni var 77 mánuðir). Uppfærða greiningin var gerð þegar allir sjúklingar höfðu höfðu mætt í 10 ára eftirfylgniheimsókn (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) (nema þeir hefðu áður náð sjúkdómsfrírri lifun eða ekki hafði verið hægt að hafa upp á þeim til eftirfylgni). Sjúkdómsfrí lifun var aðalendapunktur og heildarlifun var aukaendapunktur. Við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni var sýnt fram á marktækt lengri lifun án sjúkdóms hjá TAC hópnum samanborið við FAC hópinn. Líkur á bakslagi minnkuðu um 32% hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,68, 95% CI (0,49-0,93), p = 0,01). Við 10 ára og 5 mánaða miðgildi eftirfylgni var 16,5% minnkuð hætta á bakslagi hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,84, 95% CI (0,65-1,08),

p = 0,1646). Niðurstöður með tilliti til sjúkdómsfrírrar lifunar voru ekki tölfæðilega marktækar en þó var jákvæð tilhneiging TAC í hag.

Við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni var heildarlifun lengri hjá TAC hópnum, hætta á dauðsfalli 24% minni samanborið við FAC (áhættuhlutfall = 0,76, 95% CI (0,46-1,26, p = 0,29). Samt sem áður var enginn marktækur munur á dreifingu heildarlifunar á milli hópanna tveggja.

Við 10 ára og 5 mánaða miðgildi eftirfylgni, var hætta á dauðsfalli 9% minni samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,91, 95% CI (0,63-1,32)). Við 8 ára eftirfylgniheimsókn var lifunarhlutfallið 93,7% í TAC hópnum og 91,4% í FAC hópnum, og við 10 ára eftirfylgniheimsókn var það 91,3% í TAC hópnum og 89% í FAC hópnum.

Jákvætt hlutfall ávinnings og áhættu fyrir TAC samanborið við FAC hélst óbreytt.

Í frumgreiningunni (við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni) var gerð greining á undirhópum sjúklinga í TAC-meðferð samkvæmt fyrirfram skilgreindum þáttum sem hafa áhrif á batahorfur (sjá töfluna hér fyrir neðan):

Greining á undirhópum-Viðbótarmeðferð í rannsókn á sjúklingum með brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla

(Greining samkvæmt meðferðaráætlun (Intent-to-Treat Analysis))

 

 

Lifun án sjúkdóms

Undirhópar

Fjöldi sjúklinga í

Áhættuhlutfall*

95% CI

 

TAC hópi

 

 

Alls

0,68

0,49-0,93

Aldurshópur 1

 

 

 

<50 ára

0,67

0,43-1,05

≥50 ára

0,67

0,43-1,05

Aldurshópur 2

 

 

 

<35 ára

0,31

0,11-0,89

≥35 ára

0,73

0,52-1,01

Staða hormónaviðtaka

 

 

 

Neikvæð

0,7

0,45-1,1

Jákvæð

0,62

0,4-0,97

 

 

 

Stærð æxlis

 

 

 

2 cm

0,69

0,43-1,1

>2 cm

0,68

0,45-1,04

Vefjafræðigráða

 

 

 

Gráða 1 (þ.m.t.

0,79

0,24-2,6

óskilgreind gráða)

 

 

 

Gráða 2

0,77

0,46-1,3

Gráða 3

0,59

0,39-0,9

Staða tíðablæðinga

 

 

 

Fyrir tíðahvörf

0,64

Eftir tíðahvörf

0,72

0,47-1,12

*áhættuhlutfall (TAC/FAC) minna en 1gefur til kynna að TAC samsettri meðferð fylgi lengri lifun án sjúkdóms samanborið við FAC samsetta meðferð.

Framreiknun á lifun án sjúkdóms í undirhópum sjúklinga sem uppfylla viðmið um 2009 St. Gallen krabbameinslyfjameðferð – (ITT hópar) var framkvæmd og er birt hér fyrir neðan

 

 

 

Áhættuhlutfall

 

 

TAC

FAC

(TAC/FAC)

 

Undirhópar

(n=539)

(n=521)

(95% CI)

p-gildi

Uppfyllt skilyrði

 

 

 

 

ábendingar fyrir

 

 

 

 

krabbameinslyfjameðferða

 

 

 

 

Nei

18/214

26/227

0,796 (0,434 - 1,459)

0,4593

 

(8,4%)

(11,5%)

 

 

48/325

69/294

0,606 (0,42 - 0,877)

0,0072

 

(14,8%)

(23,5%)

 

 

TAC = dócetaxel, doxórúbisín og cýklófosfamíð FAC = 5-flúoróúrasíl, doxórúbisín og cýklófosfamíð CI =öryggisbil; ER = estrogen viðtaki

PR = progesteron viðtaki

a ER/PR-neikvæð eða Gráða 3 eða æxlisstærð >5 cm

Við áætlun áhættuhlutfalls var notast við Cox hlutfallslegt áhættulíkan með meðferðarhóp sem meginþáttinn.

TAXOTERE gefið eitt sér

Gerðar hafa verið tvær 3. stigs samanburðarrannsóknir með slembivali, þar sem ráðlagður skammtur af dócetaxeli, 100 mg/m2 líkamsyfirborðs, var gefinn á þriggja vikna fresti.Sjúklingarnir voru með brjóstakrabbamein með meinvörpum. Þátttakendur í rannsóknunum voru annars vegar 326 sjúklingar, sem höfðu áður verið meðhöndlaðir með alkýlerandi efnum án árangurs og hins vegar 392 sjúklingar, sem höfðu áður verið meðhöndlaðir með antracýklínum án árangurs.

Hjá sjúklingum, sem höfðu verið meðhöndlaðir með alkýlerandi efnum án árangurs, var gerður samanburður á dócetaxeli og doxórúbisíni (75 mg/m2 á þriggja vikna fresti). Dócetaxel hafði hvorki áhrif á heildarlíftíma (15 mánuðir fyrir dócetaxel samanborið við 14 mánuði fyrir doxórúbisín,

p = 0,38) né á þann tíma sem leið þar til sjúkdómurinn tók að versna (27 vikur fyrir dócetaxel samanborið við 23 vikur fyrir doxórúbisín, p = 0,54) en jók svörunarhlutfall (52% samanborið við 37,4%, p = 0,01) og stytti þann tíma sem leið þar til áhrif á æxlið komu fram (12 vikur samanborið við 23 vikur, p = 0,007). Þrír sjúklingar (2%) sem fengu dócetaxel urðu að hætta meðferð vegna vökvasöfnunar en 15 sjúklingar (9%) sem fengu doxórúbisín urðu að hætta meðferð vegna eiturverkana á hjarta (þrír sjúklingar dóu vegna hjartabilunar).

Hjá sjúklingum, sem höfðu verið meðhöndlaðir með antracýklínum án árangurs, var gerður samanburður á dócetaxeli og mítómýsíni C og vínblastíni (12 mg/m2 á 6 vikna fresti og 6 mg/m2 á

3 vikna fresti). Dócetaxel jók svörunartíðni (33% samanborið við 12%, p < 0,0001), lengdi tíma þar til sjúkdómurinn tók að versna (19 vikur samanborið við 11 vikur, p = 0,0004) og sjúklingar lifðu lengur (11 mánuði samanborið við 9 mánuði, p = 0,01).

Í þessum tveimur 3. stigs rannsóknum var öryggi af notkun dócetaxels í samræmi við það öryggi sem kom fram í 2. stigs rannsóknum (sjá kafla 4.8).

Opin, fjölsetra, 3. stigs rannsókn með slembivali var gerð til að bera saman meðferð með dócetaxeli einu sér og paclitaxeli við meðferð á langt gengnu brjóstakrabbameini hjá sjúklingum þar sem antracýklín hafði verið notað við fyrri meðferð. Alls var 449 sjúklingum raðað með slembivali og fengu þeir annað hvort 100 mg/m2 skammt af dócetaxeli einu sér, sem gefið var með innrennsli á

1 klst. eða 175 mg/m2 skammt af paclitaxeli, sem gefið var með innrennsli á 3 klst. Báðar meðferðir voru gefnar á 3 vikna fresti.

Án þess að hafa áhrif á aðalendapunkt, þ.e. hlutfall heildarsvörunar (32% borið saman við 25%,

p = 0,10), jók dócetaxel miðgildi þess tíma þar til sjúkdómurinn tók að versna (24,6 vikur borið saman við 15,6 vikur; p < 0,01) og miðgildi lifunar (15,3 mánuðir borið saman við 12,7 mánuði; p = 0,03). Fleiri aukaverkanir af gráðu 3/4 sáust hjá þeim, sem fengu dócetaxel eitt sér (55,4%) samanborið við þá sem fengu paclitaxel (23,0%).

TAXOTERE gefið ásamt doxórúbisíni

Gerð hefur verið ein stór 3. stigs slembivalsrannsókn á 429 sjúklingum með krabbamein með meinvörpum sem ekki höfðu áður verið meðhöndlaðir með krabbameinslyfjum. Ýmist var doxórúbisín gefið (50 mg/m2) ásamt dócetaxeli (75 mg/m2) (AT hópur) eða doxórúbisín (60 mg/m2) ásamt cýklófosfamíði (600 mg/m2) (AC hópur). Í báðum tilvikum voru lyfin gefin á degi 1 á þriggja vikna fresti.

Tími þar til sjúkdómurinn versnaði (TTP (time to progression)) var marktækt lengri hjá AT hópnum samanborið við AC hópinn, p = 0,0138. Miðgildi TTP var 37,3 vikur (95%CI :33,4-42,1) hjá AT hópnum og 31,9 vikur (95%CI :27,4-36,0) hjá AC hópnum.

Heildarsvörunarhlutfall (ORR (overall response rate)) var marktækt meiri hjá AT hópnum samanborið við AC hópinn, p = 0,009. ORR var 59,3 % (95 %CI : 52,8 - 65,9) hjá AT hópnum samanborið við 46,5 % (95 %CI : 39,8 - 53,2) hjá AC hópnum.

Í þessari rannsókn var tíðni alvarlegrar daufkyrningafæðar meiri hjá AT hópnum en hjá AC hópnum (90% samanborið við 68,6%), einnig daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita (33,3% samanborið við 10%), sýking (8% samanborið við 2,4%), niðurgangur (7,5% samanborið við 1,4%), þróttleysi (8,5% samanborið við 2,4%) og verkir (2,8% samanborið við 0%). Á hinn bóginn var tíðni alvarlegs blóðleysis meiri hjá AC hópnum en hjá AT hópnum (15,8% samanborið við 8,5%) og auk þess var tíðni alvarlegra eiturverkana á hjarta meiri: Hjartabilun (3,8% samanborið við 2,8%), heildarminnkun fráfallsbrots vinstra slegils (LVEF) 20% (13,1% samanborið við 6,1%), heildar minnkun LVEF 30% (6,2% samanborið við 1,1%). Einn sjúklingur úr AT hópnum lést vegna eiturverkana (vegna hjartabilunar) og 4 sjúklingar úr AC hópnum (einn vegna sýklasóttarlosts og þrír vegna hjartabilunar).

Lífsgæði voru metin í báðum hópunum samkvæmt EORTC spurningalista og voru niðurstöður sambærilegar og stöðugar meðan á meðferð stóð svo og við eftirfylgni.

TAXOTERE gefið ásamt trastuzumabi

Notkun dócetaxels ásamt trastuzumabi var rannsökuð við meðferð hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein með meinvörpum þegar æxlin yfirtjá HER2 og þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum. Eitt hundrað áttatíu og sex sjúklingar voru valdir með slembivali og fengu dócetaxel (100 mg/m2) ásamt eða án trastuzumabs; 60% sjúklinganna fengu fyrst antrasýklín sem viðbótarmeðferð við krabbameinslyfjameðferð. Dócetaxel auk trastuzumabs var virkt hjá sjúklingum hvort sem þeir höfðu áður fengið antrasýklín sem

viðbótarmeðferð eða ekki. Aðalmæliaðferð til að ákvarða HER2 jákvæðni í þessari grundvallarrannsókn var mótefnalitun vefja (immunohistochemistry (IHC)). Lítill hluti sjúklinganna var mældur með því að nota „fluorescence in-situ hybridization” (FISH). Í þessari rannsókn höfðu

87% sjúklinganna sjúkdóm sem var IHC 3+ og 95% sjúklinganna sem voru þátttakendur voru með sjúkdóm sem var IHC 3+ og/eða FISH jákvæður. Niðurstöður um virkni eru dregnar saman í eftirfarandi töflu:

Kennistærð

Dócetaxel ásamt trastuzumabi1

Dócetaxel1

 

n = 92

n = 94

Hlutfall svörunar

61%

34%

(95% CI)

(50-71)

(25-45)

Miðgildi þess tíma sem svörun

 

 

varir (mánuðir)

11,4

5,1

(95% CI)

(9,2-15,0)

(4,4-6,2)

Miðgildi TTP* (mánuðir)

10,6

5,7

(95% CI)

(7,6-12,9)

(5,0-6,5)

Miðgildi lifunar (mánuðir)

30,52

22,12

(95% CI)

(26,8-ne)

(17,6-28,9)

*TTP = time to progression= tími þar til sjúkdómur versnar; „ne” táknar að ekki var hægt að meta niðurstöðu eða hún hafði ekki enn náðst.

1Greining samkvæmt meðferðarátlun („intent-to-treat”)

2 Áætlað miðgildi lifunar

TAXOTERE gefið ásamt capecítabíni

Gögn úr einni 3. stigs klínískri, fjölsetra, samanburðarrannsókn með slembivali styður notkun dócetaxels ásamt capecítabíni til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameins- lyfjameðferð, þar með talið antrasýklíni. Í þessari rannsókn voru 255 sjúklingar, sem valdir voru með slembivali, meðhöndlaðir með dócetaxeli (75 mg/m2 voru gefin með innrennsli í bláæð á 1 klst. á

3 vikna fresti) og capecítabíni (1.250 mg/m2 tvisvar sinnum á dag í 2 vikur og síðan var 1 viku hvíld). 256 sjúklingar, sem valdir voru með slembivali, voru meðhöndlaðir með dócetaxeli einu sér

(100 mg/m2 voru gefin með innrennsli í bláæð á 1 klst. á 3 vikna fresti). Þeir sem voru í dócetaxel + capecítabín hópnum lifðu lengur (p = 0,0126). Miðgildi lifunar var 442 dagar (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 352 daga (dócetaxel eitt sér). Heildarsvörunartíðni í þýðinu sem var allt slembivalið (að mati rannsakanda) var 41,6% (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 29,7% (dócetaxel eitt sér); p = 0,0058. Sá tími sem leið þar til sjúkdómurinn versnaði var lengri hjá þeim, sem voru í dócetaxel + capecítabín hópnum (p < 0,0001). Miðgildi þess tíma þar til sjúkdómurinn versnaði var 186 dagar (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 128 daga (dócetaxel eitt sér).

Lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð (Non-Small Cell Lung Cancer)

Sjúklingar sem hafa áður verið meðhöndlaðir með krabbameinslyfjum með eða án geislameðferðar

Í 3. stigs rannsókn, sem gerð var á sjúklingum sem höfðu áður fengið meðferð, var sá tími sem leið þar til sjúkdómurinn versnaði (12,3 vikur samanborið við 7 vikur) sem og heildarlíftími marktækt lengri hjá þeim sem gefið var dócetaxel 75 mg/m2 samanborið við þá sem fengu bestu stuðningsmeðferð. Hlutfall 1 árs lifunar þeirra sem fengu dócetaxel var marktækt hærra (40%) en þeirra sem fengu bestu stuðningsmeðferð (16%). Sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með 75 mg/m2 af dócetaxeli notuðu minna af verkjalyfjum af morfínflokki (p < 0,01), öðrum verkjalyfjum en af morfínflokki (p < 0,01), öðrum sjúkdómstengdum lyfjum (p = 0,06) og geislameðferð (p < 0,01) samanborið við þá sem fengu bestu stuðningsmeðferð.

Hjá þeim sjúklingum sem hægt var að meta var heildarsvörunartíðni 6,8% og miðgildi svörunarlengdar var 26,1 vika.

TAXOTERE gefið ásamt platínusamböndum sjúklingum sem hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum

Í 3. stigs rannsókn var 1.218 sjúklingum með IIIB eða IV stigs óskurðtækt lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð og KPS 70% eða hærri og sem höfðu ekki áður fengið krabbameinslyfjameðferð við þessum sjúkdómum, skipt með slembivali og gefið dócetaxel (T)

75 mg/m2 með innrennsli á 1 klst. sem var strax fylgt eftir með cisplatíni (Cis) 75 mg/m2 gefnu á 30- 60 mínútum á þriggja vikna fresti (TCis); dócetaxel 75 mg/m2 gefið með innrennsli á 1 klst. ásamt karbóplatíni (AUC 6 mg/ml mín.) gefnu á 30-60 mínútum á 3 vikna fresti, eða gefið var vínórelbín

(V) 25 mg/m2 á 6-10 mínútum daga 1, 8, 15, 22 og fylgt eftir með cisplatíni 100 mg/m2 sem gefið var fyrsta dag hverrar meðferðarlotu og endurtekið á 4 vikna fresti (VCis).

Upplýsingar um lifun, miðgildi tíma þar til sjúkdómurinn versnaði og svörunarhlutfall fyrir tvo hópa rannsóknarinnar sjást í töflunni hér að neðan:

 

TCis

VCis

Tölfræðileg greining

 

n = 408

n = 404

 

Heildarlifun

 

 

 

(Aðalendapunktur):

 

 

 

Miðgildi lifunar (mánuðir)

11,3

10,1

Áhættuhlutfall: 1,122

 

 

 

[97.2% CI: 0,937; 1,342]*

1-árs lifun (%)

Munur á meðferð: 5,4%

 

 

 

[95% CI: -1,1; 12,0]

2-ára lifun (%)

Munur á meðferð: 6,2%

 

 

 

[95% CI: 0,2; 12,3]

Miðgildi þess tíma þar til

 

 

 

sjúkdómurinn versnaði (vikur):

22,0

23,0

Áhættuhlutfall: 1,032

 

 

 

[95% CI: 0,876; 1,216]

Heildarsvörunarhlutfall (%):

31,6

24,5

Munur á meðferð: 7,1%

 

 

 

[95% CI: 0,7; 13,5]

*: Leiðrétt með tilliti til margfalds samanburðar og breytt vegna lagskiptingarþátta (stig sjúkdóms og meðferð), grundvallað á sjúklingum sem unnt var að leggja mat á.

Auka endapunktar náðu til breytinga á verkjum, heildarbreytinga á lífsgæðum samkvæmt EuroQoL- 5D, einkennakvarða lungnakrabbameins (Lung Cancer Symptom Scale) og breytinga á Karnosfky heilsukvarða (KPS). Niðurstöður þessara endapunkta var til stuðnings niðurstöðum aðalendapunkts.

Hvorki var hægt að sanna jafngilda verkun né að verkun með dócetaxeli og karbóplatíni sé ekki lakari í samanburði við viðmiðunarmeðferð með VCis (vínórelbín og cisplatín).

Blöðruhálskirtilskrabbamein

Öryggi og verkun dócetaxels sem gefið er ásamt prednisóni eða prednisólóni sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum, sem svara ekki andhormón meðferð, var metin í 3. stigs fjölsetra rannsókn með slembivali. Alls var 1.006 sjúklingum með KPS ≥ 60 skipt með slembivali í eftirfarandi meðferðarhópa:

Dócetaxel 75 mg/m2 gefið á 3 vikna fresti í 10 meðferðarlotur.

Dócetaxel 30 mg/m2 gefið vikulega fyrstu 5 vikurnar á 6 vikna tímabili í 5 meðferðarlotur.

Mítoxantrón 12 mg/m2 gefið á 3 vikna fresti í 10 meðferðarlotur.

Allir 3 meðferðarhóparnir fengu samtímis 5 mg af prednisóni eða prednisólóni tvisvar sinnum á dag.

Sjúklingar, sem fengu dócetaxel á þriggja vikna fresti, sýndu marktækt lengri heildarlifun samanborið við þá sem voru meðhöndlaðir með mítoxantróni. Aukning á lifun sem sást hjá þeim hópi sem fékk dócetaxel vikulega var ekki tölfræðilega marktæk í samanburði við þá sem fengu mítoxantrón. Endapunktur verkunar hjá þeim sem fengu dócetaxel í samanburði við viðmiðunarhópana er dregin saman í eftirfarandi töflu:

Endapunktur

Dócetaxel gefið á

Dócetaxel gefið

Mítoxantrón gefið á

 

3 vikna fresti

vikulega

3 vikna fresti

Fjöldi sjúklinga

Miðgildi lifunar (mánuðir)

18,9

17,4

16,5

95% Cl

(17,0-21,2)

(15,7-19,0)

(14,4-18,6)

Áhættuhlutfall

0,761

0,912

--

95% Cl

(0,619-0,936)

(0,747-1,113)

--

p-gildi†*

0,0094

0,3624

--

Fjöldi sjúklinga

PSA**, hlutfall svörunar (%)

45,4

47,9

31,7

95% Cl

(39,5-51,3)

(41,9-53,9)

(26,4-37,3)

p-gildi*

0,0005

<0,0001

--

Fjöldi sjúklinga

Verkir, hlutfall svörunar (%)

34,6

31,2

21,7

95% Cl

(27,1-42,7)

(24,0-39,1)

(15,5-28,9)

p-gildi*

0,0107

0,0798

--

Fjöldi sjúklinga

Æxli, hlutfall svörunar (%)

12,1

8,2

6,6

95% Cl

(17,2-18,6)

(4,2-14,2)

(3,0-12,1)

p-gildi*

0,1112

0,5853

--

†Lagskipt raðprófanaskrá

*Upphaf tölfræðilegrar marktækni = 0,0175 **Blöðruhálskirtils sértækur mótefnavaki

Í ljósi þess að vikuleg gjöf dócetaxels sýnir lítils háttar meira öryggi en gjöf dócetaxels á 3 vikna fresti, er hugsanlegt að gjöf dócetaxels vikulega sé ákjósanlegri fyrir ákveðna sjúklinga.

Enginn tölfræðilegur munur kom í ljós á milli hópanna hvað varðar lífsgæði.

Kirtilkrabbamein í maga

Fjölsetra, opin rannsókn með slembivali var gerð til að meta öryggi og verkun dócetaxels við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga með meinvörpum, þar með talið kirtilkrabbamein á mótum maga og vélindis, sem höfðu ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum. Alls voru 445 sjúklingar, sem voru með KPS > 70, meðhöndlaðir annað hvort með dócetaxeli (T) (75 mg/m2 á degi 1) ásamt cisplatíni (C) (75 mg/m2 á degi 1) og 5-flúoróúrasíli (F) (750 mg/m2 á dag í 5 daga) eða með cisplatíni (100 mg/m2 á degi 1) og 5-flúoróúrasíli (1.000 mg/m2 á dag í 5 daga). Lengd meðferðarlotu var 3 vikur fyrir þá sem fengu TCF og 4 vikur fyrir þá sem fengu CF. Miðgildi þess fjölda meðferðarlota sem gefnar voru sjúklingum var 6 (á bilinu 1-16) hjá þeim sem fengu TCF samanborið við 4 (á bilinu 1-12) hjá þeim sem fengu CF. Tíminn þar til sjúkdómurinn versnaði (TTP) var aðalendapunktur. Hættan á því að sjúkdómurinn versnaði minnkaði um 32,1% og var tengdur marktækt lengri TTP (p = 0,0004) sem var betri í TCF-hópnum. Heildarlifun var einnig marktækt lengri (p = 0,0201) sem var meiri í TCF-hópnum og hætta á dauðsfalli minnkaði um 22,7%. Niðurstöður verkunar eru dregnar saman í eftirfarandi töflu:

Verkun dócetaxels við meðferð sjúklinga með kirtilkrabbamein í maga

Endapunktur

TCF

CF

 

n = 221

n = 224

Miðgildi TTP (mánuðir)

5,6

3,7

(95% CI)

(4,86-5,91)

(3,45-

 

 

4,47)

Áhættuhlutfall

1,473

 

(95% CI)

(1,189-1,825)

 

*p-gildi

0,0004

 

Miðgildi lifunar (mánuðir)

9,2

8,6

(95% CI)

(8,38-10,58)

(7,16-

 

 

9,46)

2 ára áætlun (%)

18,4

8,8

Áhættuhlutfall

1,293

 

(95% CI)

(1,041-1,606)

 

*p-gildi

0,0201

 

Heildarsvörunarhlutfall (CR+PR) (%)

36,7

25,4

p-gildi

0,0106

 

Versnun sjúkdóms miðað við besta heildarhlutfall

16,7

25,9

svörunar (%)

 

 

* Ólagskipt raðprófanaskrá

 

 

Við greiningar á undirhópum miðað við aldur, kyn og kynþátt var útkoman ávallt betri hjá þeim sem voru í TCF-hópnum samanborið við þá sem voru í CF-hópnum.

Greining á lifun miðað við miðgildi þess tíma sem eftirfylgni stóð sem var 41,6 mánuðir leiddi ekki lengur í ljós tölfræðilega marktækan mun enda þótt útkoman væri ávallt betri hjá þeim sem voru í meðferð með TCF og sýndi að ávinningur af TCF umfram CF sést greinilega á milli 18 og 30 mánaða eftirfylgni.

Á heildina litið bentu lífsgæði (QoL) og klínískur ávinningur ávallt til bóta fyrir TCF-hópinn. Hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með TCF leið lengri tími að 5% greinilegri versnun almennrar heilsu miðað við spurningalista QLQ-C30 (p = 0,0121) og lengri tími leið þar til þeim hafði greinilega versnað miðað við Karnofsky heilsukvarða (KPS) (p = 0,0088) samanborið við sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með CF.

Krabbamein á höfði og hálsi

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

Öryggi og verkun dócetaxels við upphafsmeðferð hjá sjúklingum með flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) var metið í III. stigs, fjölsetra, opinni, slembivals rannsókn (TAX323). Í þeirri rannsókn var 358 sjúklingum, með óskurðtækt, staðbundið langt gengið krabbamein á hálsi og höfði og WHO frammistöðumat 0 eða 1, skipt í tvo meðferðararma með slembivali. Sjúklingar í dócetaxel arminum fengu dócetaxel (T) 75 mg/m2, síðan cisplatíni (P) 75 mg/m2 og í kjölfarið 750 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli í 5 sólarhringa. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í 4 meðferðarlotum, svo framarlega sem það mátti að minnsta kosti merkja smá svörun (≥25% minnkun á tvívíddarmælingum á stærð æxlisins) eftir tvær meðferðarlotur. Í lok krabbameinslyfjameðferðarinnar, eftir lágmark 4 vikna hlé og hámark 7 vikna hlé, fengu þeir sjúklingar sem ekki höfðu fengið versnun á sjúkdómi, geislameðferð í 7 vikur samkvæmt gildandi leiðbeiningum á viðkomandi stofnun (TPF/RT). Sjúklingar í samanburðararmi fengu 100 mg/m2 cisplatín (P) og í kjölfarið 1000 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli í

5 sólarhringa. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í 4 meðferðarlotum, svo framarlega sem

það mátti að minnsta kosti merkja smá svörun (≥25% minnkun á tvívíddarmælingum á stærð æxlisins) eftir tvær meðferðarlotur. Í lok krabbameinslyfjameðferðarinnar, eftir lágmark 4 vikna hlé og hámark 7 vikna hlé, fengu þeir sjúklingar, sem ekki höfðu fengið versnun á sjúkdómi, geislameðferð í 7 vikur

samkvæmt gildandi leiðbeiningum á viðkomandi stofnun (PF/RT). Staðbundin geislameðferð var gefin annaðhvort á venjulegan hátt (1,8 Gy-2,0 Gy, einu sinni á dag, fimm daga vikunnar þar til heildarskammtur var 66-70 Gy) eða hraðmeðferð (accelerated)/stórir (hyperfractionated) geislaskammtar (tvisvar á dag, með að minnsta kosti 6 klst. millibili, 5 daga vikunnar). Ráðlagður heildargeislaskammtur í hraðmeðferð var 70 Gy og 74 Gy við háskammtageislameðferð. Heimilt var að fjarlægja æxli með skurðaðgerð eftir krabbameinslyfjameðferðina, hvort sem var fyrir eða eftir geislameðferð. Sjúklingarnir í TPF arminum fengu fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð með ciprófloxasíni 500 mg til inntöku tvisvar á dag í 10 daga sem byrjaði á 5. degi hverrar meðferðarlotu, eða samsvarandi sýklalyfjameðferð. Aðalendapunktur þessarar rannsóknar, lifun án versnunar sjúkdóms, var marktækt lengri í TPF arminum en PF arminum, p = 0,0042 (miðgildi lifunar án versnunar sjúkdóms: 11,4 mánuðir hjá TPF armi og 8,3 mánuðir hjá PF armi) þar sem miðgildi heildareftirfylgnitíma var 33,7 mánuðir. Miðgildi heildarlifunar var einnig marktækt hærra hjá TPF arminum en hjá PF arminum (miðgildi heildarlifunar: 18,6 mánuðir í TPF arminum á móti

14,5 mánuðum í PF arminum) með 28% lækkun á dánartíðni, p = 0,0128. Niðurstöður um verkun eru sýndar í töflunni hér fyrir neðan:

Verkun dócetaxels í upphafsmeðferð hjá sjúklingum með óskurðtækt staðbundið,

langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (greining samkvæmt meðferðaráætlun - Intent-to- Treat Analysis)

Endapunktur

Dócetaxel +

 

Cis+5-FU

 

Cis+5-FU

 

 

 

n = 177

 

n = 181

Miðgildi lifunar án versnunar sjúkdóms

11,4

 

8,3

(mánuðir)

(10,1-14,0)

 

(7,4-9,1)

(95% CI)

 

 

 

Aðlagað áhættuhlutfall

 

0,70

(95% CI)

(0,55-0,89)

*p-gildi

 

0,0042

Miðgildi lifunar (mánuðir)

18,6

 

14,5

(95% CI)

(15,7-24,0)

 

(11,6-18,7)

Áhættuhlutfall

 

0,72

(95% CI)

(0,56-0,93)

**p-gildi

 

0,0128

Besta heildarhlutfall svörunar við

67,8

 

53,6

krabbameinslyfjameðferð (%)

(60,4-74,6)

 

(46,0-61,0)

(95% CI)

 

 

 

***p-gildi

 

0,006

Besta heildarhlutfall svörunar við meðferð

 

 

 

samkvæmt rannsóknaráætlun

72,3

 

58,6

[krabbameinslyfjameðferð +/-

(65,1-78,8)

 

(51,0-65,8)

geislameðferð] (%)

 

 

 

(95% CI)

 

 

 

***p-gildi

 

0,006

Miðgildi tíma sem svörun við

n = 128

 

n = 106

krabbameinslyfjameðferð geislameðferð varir

15,7

 

11,7

(mánuðir)

(13,4-24,6)

 

(10,2-1,.4)

(95% CI)

 

 

 

Áhættuhlutfall

 

0,72

(95% CI)

(0,52-0,99)

**p-gildi

 

0,0457

Áhættuhlutfall undir 1 dócetaxel+Cisplatín+5-FU meðferðinni í vil

*Cox-módel (aðlagað miðað við frumæxlisstað, klínískan mælikvarða æxlis (T) og eitla (N) og frammistöðumat á WHO kvarða

**Log rank próf

***Chi-square próf

Mælistærðir lífsgæða

Sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með TPF urðu fyrir mun minni versnun á lífsgæðum samkvæmt

„Global health score” en þeir sem meðhöndlaðir voru með PF (p = 0,01, notast var við EORT QLQ-C30 kvarðann)

Mælistærðir klínísks ávinnings

Útkoma á frammistöðumati á kvarða fyrir höfuð og háls (PSS-HN), kvarði til frekara mats, hannaður til að meta skiljanleika tals, getu til að borða innan um aðra og getu til neyslu almenns mataræðis, var marktækt betri hjá þeim sem höfðu fengið TPF meðferð en hjá þeim sem höfðu fengið PF meðferð.

Miðgildi tíma fram að fyrstu versnun á frammistöðu á WHO kvarða var marktækt lengri í TPF arminum en í PF arminum. Verkjastig á verkjastigskvarða lækkaði til muna í báðum meðferðarörmum, sem benti til viðunandi verkjameðferðar.

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og krabbameinslyfja- og geislameðferð í kjölfarið (TAX 324) Öryggi og verkun dócetaxels við upphafsmeðferð hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) var metið í III. stigs, fjölsetra, opinni, slembivals rannsókn (TAX 324). Í þessari rannsókn var 501 sjúklingi, með staðbundið langt gengið krabbamein á hálsi og höfði og WHO frammistöðumat 0 eða 1, skipt í tvo meðferðararma með slembivali. Sjúklingaþýðið samanstóð af sjúklingum með tæknilega óskurðtækan sjúkdóm, sjúklingum þar sem litlar líkur voru á bata með skurðaðgerð og sjúklingum þar sem stefnt var að varðveislu líffæra. Mat á verkun og öryggi fól eingöngu í sér lifun fram að endapunkti og ekki var haft reglulegt eftirlit með varðveislu líffæra. Sjúklingar í dócetaxel arminum fengu dócetaxel (T) 75 mg/m2 með innrennsli á degi 1, síðan cisplatín (P) 100 mg/m2, gefið sem innrennsli í 30 mínútur til 3 klst. og í kjölfarið

1000 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli frá degi 1 til 4. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í 3 meðferðarlotum. Allir sjúklingar sem höfðu ekki versnandi sjúkdóm áttu að fá krabbameinslyfja- og geislameðferð (chemoradiotherapy, CRT) samkvæmt rannsóknaráætlun (TPF/CRT). Sjúklingar í samanburðararmi fengu 100 mg/m2 cisplatín (P) gefið sem innrennsli í 30 mínútur til 3 klst. á degi 1 og í kjölfarið 1000 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli frá degi 1 til 5. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í

3 meðferðarlotum. Allir sjúklingar sem höfðu ekki versnandi sjúkdóm fengu krabbameinslyfja- og geislameðferð (CRT) samkvæmt rannsóknaráætlun (PF/CRT).

Sjúklingar í báðum meðferðarörmum áttu að fá 7 vikna meðferð með CRT í kjölfar upphafs- krabbameinslyfjameðferðar eftir að liðnar eru að lágmarki 3 vikur og að hámarki 8 vikur frá því að síðasta meðferðarlota hófst (dagur 22 til dagur 56 í síðustu meðferðarlotunni). Meðan á geislameðferð stóð var karbóplatín (AUC 1,5) gefið vikulega sem innrennsli á 1 klst., ekki voru gefnir fleiri en

7 skammtar. Geislunin var gefin með háspennutæki (megavoltage equipment) einu sinni á dag (2 Gy á dag, 5 daga vikunnar í 7 vikur, heildarskammtur 70-72 Gy). Heimilt var að skera upp á frumæxlisstað (primary site) og/eða hálsi hvenær sem var eftir CRT. Allir sjúklingarnir í dócetaxel arminum fengu fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð Aðalendapunktur þessarar rannsóknar, heildarlifun, var marktækt lengri (log-rank próf, p = 0,0058) hjá þeim sem fengu dócetaxel en PF arminum (miðgildi heildarlifunar: 70,6 mánuðir hjá TPF armi og 30,1 mánuðir hjá PF armi) með 30% lækkun á dánartíðni borið saman við PF (áhættuhlutfall (HR) = 0,70, 95% öryggismörk (CI) = 0,54-0,90) þar sem miðgildi heildareftirfylgnitíma var 41,9 mánuðir. Annar endapunktur, lifun án versnunar, sýndi 29% lægri líkur á versnun eða dauðsfalli og 22 mánaða lengri lifun án versnunar (35 mánuðir fyrir TPF og 13,1 fyrir PF). Þetta var einnig tölfræðilega marktækt með áhættuhlutfall 0,71; 95% CI 0,56-0,90; log-rank próf p = 0,004. Niðurstöður um verkun eru sýndar í töflunni hér fyrir neðan:

Verkun dócetaxels í upphafsmeðferð hjá sjúklingum með staðbundið,

langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (greining samkvæmt meðferðaráætlun - Intent-to- Treat Analysis)

Endapunktur

Dócetaxel +

 

Cis +5-FU

 

Cis +5-FU

 

 

 

n = 255

 

n = 246

Miðgildi heildarlifunar (mánuðir)

70,6

 

30,1

(95% CI)

(49,0-NA)

 

(20,9-51,5)

Áhættuhlutfall:

 

0,70

(95% CI)

(0,54-0,90)

*p-gildi

 

0,0058

Miðgildi lifunar án versnunar sjúkdóms

35,5

 

13,1

(mánuðir)

(19,3-NA)

 

(10,6-20,2)

(95% CI)

 

 

 

Áhættuhlutfall:

 

0,71

(95% CI)

(0,56-0,90)

**p-gildi

 

0,004

Besta heildarhlutfall svörunar við

71,8

 

64,2

krabbameinslyfjameðferð (%)

(65,8-77,2)

 

(57,9-70,2)

(95% CI)

 

 

 

***p-gildi

 

0,070

Besta heildarhlutfall svörunar við meðferð

 

 

 

samkvæmt rannsóknaráætlun

76,5

 

71,5

[krabbameinslyfjameðferð +/-

(70,8-81,5)

 

(65,5-77,1)

geislameðferð] (%)

 

 

 

(95% CI)

 

 

 

***p-gildi

 

0,209

Áhættuhlutfall undir 1 dócetaxel + cisplatín +flúoróúrasíl meðferðinni í vil

*Óleiðrétt log rank próf

**Óleiðrétt log rank próf, ekki leiðrétt fyrir endurteknum samanburðum (multiple comparions)

***Chi-square próf, ekki leiðrétt fyrir endurteknum samanburðum (multiple comparions) NA: Á ekki við

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á TAXOTERE hjá öllum undirhópum barna við brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini sem er ekki af smáfrumugerð, blöðruhálskirtilskrabbameini, magakrabbameini og krabbameini á höfði og hálsi, að undanskildu minna þroskuðu nefkokskrabbameini af tegund II og III (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Lyfjahvörf dócetaxels hafa verið rannsökuð hjá krabbameinssjúklingum eftir gjöf 20-115 mg/m2 í 1. stigs rannsóknum. Lyfjahvörf dócetaxels eru ekki skammtaháð og samrýmast þriggja hólfa

lyfjahvarfalíkani með helmingunartíma 4 mín., 36 mín. og 11,1 klst. fyrir -, - og -fasana. Síðbúni fasinn er að hluta til vegna þess hversu flæði dócetaxels frá útlægum líkamshlutum er tiltölulega hægt.

Dreifing

Eftir gjöf 100 mg/m2 dócetaxels með innrennsli á 1 klst. mældist hámarksþéttni í plasma 3,7 g/ml og var AUC 4,6 klst. g/ml. Meðalgildi fyrir heildarúthreinsun var 21 l/klst./m2 og fyrir stöðugt dreifingarrúmmál 113 l. Mismunur heildarúthreinsunar milli einstaklinga er allt að 50%. Dócetaxel er > 95% bundið plasmapróteinum.

Brotthvarf

Gerð hefur verið rannsókn með 14C-merktu dócetaxeli á þremur sjúklingum með krabbamein. Dócetaxel skildist bæði út í þvagi og hægðum eftir umbrot vegna óbeinnar ildingar tertbútýl-esterhóps fyrir tilstilli cýtókróm P450 ensímkerfisins. Innan 7 daga höfðu 6% af geislamerktu efni skilist út með þvagi og 75% með hægðum. Um 80% af geislamerktu efni höfðu skilist út í hægðum eftir 48 klst., aðallega í formi eins umbrotsefnis, sem er óvirkt og í minna mæli í formi þriggja annarra umbrotsefna, sem eru einnig óvirk. Auk þess skildist út mjög lítið magn dócetaxels á óbreyttu formi.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldur og kyn

Lyfjahvörf dócetaxels hafa verið safngreind hjá 577 sjúklingum. Lyfjahvarfastuðlar, sem áætlaðir voru í líkaninu, voru mjög svipaðir þeim, sem áætlaðir voru í 1. stigs rannsóknum. Lyfjahvörf dócetaxels eru hvorki háð aldri né kyni sjúklings.

Skert lifrarstarfsemi

Hjá örfáum sjúklingum (n = 23), þar sem klínísk efnafræðigögn bentu til þess að lifrarstarfsemi væri lítilsháttar til í meðallagi mikið skert (ALT og AST 1,5 falt yfir efri mörkum meðalgilda og alkalískur fosfatasi 2,5 falt yfir efri mörkum meðalgilda) var lækkun á heildarúthreinsun að meðaltali 27% (sjá kafla 4.2).

Vökvasöfnun

Væg til í meðallagi mikil vökvasöfnun hafði ekki áhrif á úthreinsun dócetaxels, en engar upplýsingar liggja fyrir um úthreinsun hjá sjúklingum með alvarlega vökvasöfnun.

Samsett meðferð

Doxórúbisín

Þegar doxórúbisín og dócetaxel voru gefin saman hafði dócetaxel hvorki áhrif á úthreinsun doxórúbisíns né á plasmagildi doxórúbisínóls (umbrotsefni doxórúbisíns). Samtímis notkun dócetaxels, doxórúbisíns og cýklófosfamíðs hafði ekki áhrif á lyfjahvörf þeirra.

Capecítabín

Í 1. stigs rannsókn þar sem áhrif capecítabíns á lyfjahvörf dócetaxels voru metin og öfugt komu engin áhrif capecítabíns fram á lyfjahvörf dócetaxels (Cmax og AUC) og dócetaxel hafði engin áhrif á lyfjahvörf 5’-DFUR, aðalumbrotsefnis capecítabíns.

Cisplatín

Úthreinsun dócetaxels þegar það er gefið ásamt cisplatíni er svipuð úthreinsun þegar það er gefið eitt sér. Lyfjahvörf cisplatíns þegar það er gefið stuttu eftir dócetaxel innrennsli eru svipuð lyfjahvörfum cisplatíns þegar það er gefið eitt sér.

Cisplatín og 5-flúoróúrasíl

Gjöf dócetaxels ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli hjá 12 sjúklingum með fastaæxli hafði engin áhrif á lyfjahvörf hvers lyfs fyrir sig.

Prednisón og dexametasón

Áhrif prednisóns á lyfjahvörf dócetaxels þegar það er gefið með staðlaðri dexametasón lyfjaforgjöf hafa verið rannsökuð hjá 42 sjúklingum.

Prednisón

Engin áhrif af prednisóni á lyfjahvörf dócetaxels komu í ljós.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Krabbameinsvaldandi áhrif dócetaxels hafa ekki verið rannsökuð.

Í ljós hefur komið að dócetaxel veldur stökkbreytingum in vitro í smákjarna- (micronucleus) og litningabreytingaprófum (chromosome aberration) í CHO-K1-frumum svo og í in vivo smákjarnaprófi í músum. Hins vegar leiddi það hvorki til stökkbreytinga í AMES prófi né heldur í CHO/HGPRT gena stökkbreytingaprófi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við lyfjafræðilega verkun dócetaxels.

Aukaverkanir á eistu, sem sést hafa í rannsóknum á eiturverkunum hjá nagdýrum, gefa til kynna að dócetaxel geti skert frjósemi karla.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Hettuglas með þykkni:

Pólýsorbat 80

Sítrónusýra.

Hettuglas með leysi: Etanól 95%

vatn fyrir stungulyf.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3 Geymsluþol

3 ár.

Forblanda: Forblandan inniheldur dócetaxel 10 mg/ml og hana á að nota strax og hún er tilbúin. Hins vegar hefur verið sýnt fram á efnafræðilegan og eðlisfræðilegan stöðugleika forblöndunnar í 8 klst., hvort sem hún er geymd við hitastig á milli 2°C og 8°C eða við stofuhita (lægri hita en 25°C).

Innrennslislausn: Innrennslislausnina á að nota innan 4 klst. við stofuhita (lægri hita en 25°C).

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C eða lægri hita en 2°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Varðandi geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Í hverri þynnupakkningu er:

eitt stakskammta hettuglas með þykkni

eitt stakskammta hettuglas með leysi.

TAXOTERE 80 mg/2 ml innrennslisþykkni, lausn í hettuglasi:

15 ml glært hettuglas úr gleri gerð I með rauðri hettu sem hægt er að fletta af.

Í hettuglasinu eru 2 ml af 40 mg/ml dócetaxel lausn í pólýsorbati 80 (áfyllingarmagn:

94,4 mg/2,36 ml). Þetta áfyllingarmagn var ákvarðað við þróun á TAXOTERE til þess að bæta upp vökvamissi við blöndun á forblöndu. Þessi missir er vegna froðumyndunar, vökva sem sest á hliðar

glassins og afgangsmagns, sem ekki er hægt að losa úr glasinu. Yfirmagn tryggir að eftir blöndun með öllum meðfylgjandi leysi, fáist minnst 8 ml af forblöndu, sem inniheldur 10 mg/ml af dócetaxeli, samsvarandi því magni, sem gefið er upp á umbúðum með 80 mg/2 ml hettuglasinu.

Hettuglas með leysi:

15 ml glært hettuglas úr gleri gerð I með glærri, litlausri hettu, sem hægt er að fletta af.

Hettuglasið með leysinum inniheldur 6 ml af 13% (w/w) 95% etanól lausn í vatni fyrir stungulyf (áfyllingarmagn: 7,33 ml). Blöndun alls innihaldsins úr hettuglasinu með leysinum í saman við innihaldið í hettuglasinu með TAXOTERE 80 mg/2 ml innrennslisþykkni tryggir 10 mg/ml dócetaxel styrkleika af forblöndu.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

TAXOTERE er frumueyðandi efni og eins og önnur lyfjaefni sem eru hugsanlega eitruð, skal gæta varúðar við meðhöndlun og blöndun TAXOTERE lausna. Mælt er með notkun hlífðarhanska.

Ef TAXOTERE innrennslisþykkni, forblanda eða innrennslislausn kemst í snertingu við húð skal samstundis þvo hana vandlega með sápu og vatni. Ef TAXOTERE innrennslisþykkni, forblanda eða innrennslislausn kemst í snertingu við slímhúð skal samstundis skola vandlega með vatni.

Blöndun innrennslislyfs

a)Forblöndun TAXOTERE (premix) (10 mg dócetaxel/ml)

Ef hettuglösin hafa verið geymd í kæli á að taka þann fjölda TAXOTERE pakkninga sem nota á úr kælinum og láta glösin standa við stofuhita (lægri hita en 25°C) í um 5 mínútur.

Notið sprautu með nál og dragið upp við smitgát allt innihald hettuglassins sem inniheldur leysinn fyrir TAXOTERE með því að halla hettuglasinu lítið eitt.

Dælið öllu innihaldi sprautunnar í tilsvarandi TAXOTERE hettuglas.

Fjarlægið sprautuna og nálina og blandið í höndunum með því að halla hettuglasinu sitt á hvað í að minnsta kosti 45 sekúndur. Hristið ekki.

Látið hettuglasið með forblöndunni standa við stofuhita (lægri hita en 25°C) í 5 mínútur og athugið síðan hvort lausnin sé einsleit og tær. (Eðlilegt er að froða sé til staðar, jafnvel eftir 5 mínútur, vegna þess að pólýsorbat 80 er í lyfinu).

Forblandan inniheldur 10 mg/ml dócetaxel og á að nota hana strax til blöndunar á innrennslislausn. Hins vegar hefur verið sýnt fram á efnafræðilegan og eðlisfræðilegan stöðugleika forblöndunnar í

8 klst., hvort sem hún er geymd við hitastig á milli 2°C og 8°C eða við stofuhita (lægri hita en 25°C).

b)Blöndun innrennslislausnar

Það getur verið nauðsynlegt að nota meira en eitt hettuglas af forblöndu til að fá þann skammt sem sjúklingur þarf. Út frá þeim skammti sem sjúklingur þarf, í mg, er við smitgát tekið það magn af forblöndu sem inniheldur 10 mg/ml dócetaxel úr þeim fjölda hettuglasa sem þarf. Notið sprautur með kvarða og áföstum nálum. Ef til dæmis á að gefa 140 mg af dócetaxeli þarf að nota 14 ml af dócetaxel forblöndu.

Dælið því magni af forblöndu sem nota á í 250 ml innrennslispoka eða -flösku sem inniheldur annað hvort 5% glúkósalausn eða natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) til innrennslis.

Ef gefa á stærri skammt en 200 mg af dócetaxeli, þarf að nota meira magn innrennslisvökva, þannig að styrkur dócetaxels verði ekki meiri en 0,74 mg/ml.

Blandið með því að velta innrennslispokanum eða -flöskunni milli handanna.

TAXOTERE innrennslislausn á að gefa með innrennsli á 1 klst. við smitgát, stofuhita (lægri hita en 25°C) og venjulega híbýlalýsingu og innan 4 klst. eftir blöndun.

Eins og við á um öll önnur lyf sem gefin eru í æð á að skoða TAXOTERE forblöndu og innrennslislausn fyrir notkun og lausnum með útfellingum á að henda.

Farga skal öllum lyfjaleifum eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Aventis Pharma S.A., 20 avenue Raymond Aron, 92165 Antony Cedex, Frakkland.

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/95/002/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning þegar markaðsleyfi var fyrst veitt: 27. nóvember 1995.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis 27. nóvember 2005.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

TAXOTERE 20 mg/1 ml innrennslisþykkni, lausn.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver ml af innrennslisþykkni inniheldur 20 mg dócetaxel (sem þríhýdrat).

Eitt hettuglas með 1 ml af innrennslisþykkni inniheldur 20 mg af dócetaxeli.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert hettuglas með innrennslisþykkni inniheldur 0,5 ml af vatnsfríu etanóli (395 mg).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Innrennslisþykkni, lausn (sæft innrennslisþykkni).

Þykknið er fölgul til fölgulbrúnleit lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Brjóstakrabbamein

TAXOTERE ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum með:

skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla (node-positive)

skurðtækt brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (node-negative)

Þegar um er að ræða sjúklinga með skurðtækt brjóstakrabbamein án meins í eitlum ætti að takmarka viðbótarmeðferð við sjúklinga sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá krabbameinslyfjameðferð samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum staðli varðandi fyrstu meðferð við brjóstakrabbameini sem greinst hefur á frumstigi (sjá kafla 5.1).

TAXOTERE ásamt doxórúbisíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið (locally advanced) eða með meinvörpum og hafa ekki áður fengið meðferð með frumudrepandi lyfjum við þessum sjúkdómi.

TAXOTERE eitt sér er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð. Antrasýklín eða alkýlerandi lyf ættu að hafa verið meðal lyfja í fyrri krabbameinslyfjameðferð.

TAXOTERE ásamt trastuzumabi er ætlað til meðferðar á sjúklingum með brjóstakrabbamein með meinvörpum þegar æxlin yfirtjá HER2 og þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum.

TAXOTERE ásamt capecítabíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð. Antrasýklín ætti að hafa verið meðal lyfja í fyrri lyfjameðferð.

Lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð

TAXOTERE er ætlað til meðferðar hjá sjúklingum með langt gengið lungnakrabbamein, sem er staðbundið eða með meinvörpum og er ekki af smáfrumugerð, þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfjameðferð.

TAXOTERE ásamt cisplatíni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með óskurðtækt, langt gengið lungnakrabbamein, sem er staðbundið eða með meinvörpum og er ekki af smáfrumugerð, þegar þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við þessum sjúkdómi.

Blöðruhálskirtilskrabbamein

TAXOTERE ásamt prednisóni eða prednisólóni er ætlað til meðferðar á sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum, sem svara ekki andhormón meðferð (hormone refractory metastatic cancer).

Kirtilkrabbamein í maga

TAXOTERE ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli er ætlað til meðferðar á sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga með meinvörpum, þar með talið kirtilkrabbamein á mótum maga og vélindis, sem ekki hafa áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum.

Krabbamein á höfði og hálsi

TAXOTERE ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli er ætlað til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Notkun dócetaxels skal bundin við krabbameinsdeildir þar sem sérþekking á notkun krabbameinslyfja er fyrir hendi og á aðeins að gefa lyfið undir yfirumsjón lækna, sem hafa sérstaka þjálfun í krabbameinslyfjameðferð (sjá kafla 6.6).

Ráðlagður skammtur

Við meðferð á brjóstakrabbameini, lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð, krabbameini í maga og krabbameini á höfði og hálsi, má beita lyfjaforgjöf með barkstera til inntöku, t.d. dexametasón 16 mg á dag (t.d. 8 mg tvisvar sinnum á dag) í 3 daga og byrja einum degi fyrir gjöf dócetaxels, svo fremi að lyfjaforgjöfin sé ekki frábending (sjá kafla 4.4). Nota má hvítkornavaxtarþátt G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð.

Við meðferð á blöðruhálskirtilskrabbameini, þar sem samtímis er gefið prednisón eða prednisólón, er mælt með lyfjaforgjöf með 8 mg af dexametasóni til inntöku 12 klst., 3 klst. og 1 klst. fyrir dócetaxelinnrennslið (sjá kafla 4.4).

Dócetaxel er gefið með innrennsli á einni klst. á þriggja vikna fresti.

Brjóstakrabbamein

Sem viðbótarmeðferð við skurðtæku brjóstakrabbameini sem breiðst hefur til eitla brjóstakrabbameini sem ekki hefur breiðst út til eitla er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m² sem gefinn er 1 klst. eftir gjöf 50 mg/m² af doxórúbisíni og 500 mg/m² af cýklófosfamíði á þriggja vikna fresti í

6 meðferðalotum (TAC-samsett meðferð) (sjá einnig Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur).

Við meðferð hjá sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 100 mg/m2 í eins lyfs meðferð. Þegar lyfið er notað sem fyrsti valkostur eru 75 mg/m² af dócetaxeli gefin ásamt doxórúbisíni (50 mg/m2).

Þegar lyfið er gefið ásamt trastuzumabi er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 100 mg/m2 á þriggja vikna fresti og er trastuzumab gefið einu sinni í viku. Í grundvallarrannsókn var dócetaxel fyrst gefið með innrennsli daginn eftir að fyrsti skammturinn af trastuzumabi var gefinn. Síðari dócetaxel skammtarnir voru gefnir strax að trastuzumabinnrennsli loknu, ef sá skammtur af trastuzumabi þoldist vel. Um skammta trastuzumabs og lyfjagjöf, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir trastuzumab.

Þegar lyfið er gefið ásamt capecítabíni, er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m² á þriggja vikna fresti ásamt 1.250 mg/m² af capecítabíni tvisvar sinnum á dag (innan 30 mínútna eftir að máltíð lýkur) í 2 vikur og síðan skal taka einnar viku hvíld. Skammtar af capecítabíni eru ákvarðaðir samkvæmt líkamsyfirborði, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín.

Lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð

Hjá sjúklingum sem eru í meðferð við lungnakrabbameini, sem ekki er af smáfrumugerð og hafa ekki fengið krabbameinslyfjameðferð áður, er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2, sem skal strax fylgt eftir með cisplatíni, 75 mg/m2 gefið á 30-60 mínútum. Hjá sjúklingum þar sem fyrri meðferð með platínusamböndum hefur brugðist, er ráðlagður skammtur 75 mg/m2, gefinn einn sér.

Blöðruhálskirtilskrabbamein

Ráðlagður skammtur af dócetaxeli er 75 mg/m2. Samtímis eru 5 mg af prednisóni eða prednisólóni gefin til inntöku tvisvar sinnum á dag samfellt (sjá kafla 5.1).

Kirtilkrabbamein í maga

Ráðlagður skammtur af dócetaxeli er 75 mg/m2 sem gefinn er með innrennsli á 1 klst. og í kjölfar þess eru 75 mg/m2 af cisplatíni gefin með innrennsli á 1 til 3 klst. (bæði lyfin eru aðeins gefin á degi 1), síðan eru 750 mg/m2 af 5-flúoróúrasíli gefin á dag með 24 klst. stöðugu innrennsli í 5 daga og er byrjað að gefa það þegar innrennsli cisplatíns er lokið. Meðferð er endurtekin á þriggja vikna fresti. Gefa verður sjúklingum lyfjaforgjöf með ógleðistillandi lyfjum og viðeigandi vökvagjöf áður en cisplatíngjöf hefst. Nota má G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð (sjá einnig Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur).

Krabbamein á höfði og hálsi

Gefa verður sjúklingum lyfjaforgjöf með ógleðistillandi lyfjum og viðeigandi vökvun (fyrir og eftir cisplatíngjöf). Nota má G-CSF (granulocyte colony stimulating factor) sem fyrirbyggjandi meðferð til að draga úr hættu á eiturverkunum á blóð. Allir sjúklingarnir sem fengu dócetaxel í TAX 323 og TAX 324 rannsóknunum fengu fyrirbyggjandi sýklalyf.

Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

Til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með óskurðtækt, staðbundið, langt gengið flöguþekju- krabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg m2 sem gefinn er með innrennsli á 1 klst. og síðan er gefið 75 mg/m2 af cisplatíni með innrennsli á 1 klst., á fyrsta degi. Síðan er fylgt á eftir með 750 mg/m2 af 5-flúoróúrasíli á sólarhring gefið með stöðugu innrennsli í fimm daga samfleytt. Þessi meðferðarháttur er hafður á, þriðju hverja viku í fjórum lotum. Eftir að krabbameinslyfjameðferð lýkur eiga sjúklingar að fara í geislameðferð.

Upphafskrabbameinslyfjameðferð og krabbameinslyfja- og geislameðferð í kjölfarið (TAX 324) Til upphafsmeðferðar hjá sjúklingum með staðbundið, langt gengið (tæknilega óskurðtækt, litlar líkur á bata eftir skurðaðgerð og stefnt að varðveislu líffæra) flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m2 gefinn sem innrennsli á 1 klst. á degi 1, fylgt eftir með gjöf 100 mg/m2 af císplatíni sem innrennsli á 30 mínútum til 3 klst. og síðan er 1000 mg/m2/sólarhring af 5-flúoróúrasíli gefið með stöðugu innrennsli frá degi 1 til 4. Sami meðferðarháttur er hafður á, þriðju hverju viku í 3 lotur. Eftir að krabbameinslyfjameðferð lýkur eiga sjúklingar að fara í geislameðferð.

Varðandi skammtabreytingar á císplatíni og 5-flúoróúrasíli, sjá samsvarandi samantektir á eiginleikum lyfjanna.

Breytingar á skömmtum meðan á meðferð stendur

Almennt

Dócetaxel á að gefa þegar fjöldi daufkyrninga (neutrophil count) er 1.500 frumur/mm3.

Hjá sjúklingum sem hafa í fyrri dócetaxel meðferð fengið hita ásamt daufkyrningafæð, þar sem fjöldinn er < 500 frumur/mm3 lengur en í eina viku, alvarlegar eða uppsafnaðar (cumulative) húðbreytingar eða alvarlegan úttaugakvilla (peripheral neuropathy) ætti að minnka skammt dócetaxels úr 100 mg/m2 í 75 mg/m2 og/eða úr 75 í 60 mg/m². Finni sjúklingurinn enn fyrir þessum verkunum við 60 mg/m2 ætti að hætta meðferðinni.

Viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini

Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF ætti að íhuga hjá sjúklingum sem fá dócetaxel, doxórúbisín og cýklófosfamíð (TAC) viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini. Hjá sjúklingum sem fá daufkyrningafæð með hita og/eða sýkingu ætti að minnka dócetaxel skammtinn í 60 mg/m2 í öllum síðari meðferðarlotum (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Hjá sjúklingum sem fá munnbólgu af gráðu 3 eða 4 á að minnka skammt í 60 mg/m2.

Gefið ásamt cisplatíni

Hjá sjúklingum sem fengu upphaflega dócetaxel 75 mg/m2 ásamt cisplatíni og lágmarksfjöldi blóðflagna í fyrri meðferð var < 25.000 frumur/mm3, hjá sjúklingum sem fá daufkyrningafæð með hita (febrile neutropenia) eða hjá sjúklingum með alvarleg eitrunareinkenni sem tengjast ekki breytingum á blóðmynd, ætti að minnka skammt dócetaxels í 65 mg/m2 í seinni meðferðarlotum. Varðandi breytingar á skömmtum cisplatíns, sjá samsvarandi samantekt á eiginleikum lyfsins.

Gefið ásamt capecítabíni

 

Um breytingar á skömmtum capecítabíns, sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín.

 

Þegar eituráhrif af gráðu 2 koma í fyrsta skipti fram hjá sjúklingum og eru enn til staðar við

 

næstu dócetaxel/capecítabín meðferð, á að fresta meðferð þar til einkennin eru komin niður í

 

gráðu 0-1 og halda meðferð áfram með 100% af byrjunarskammti.

 

Þegar eituráhrif af gráðu 2 koma í annað skipti fram hjá sjúklingum eða eituráhrif af gráðu 3

 

koma í fyrsta skipti fram einhvern tímann á meðferðarlotunni, á að fresta meðferð þar til

 

einkennin eru komin niður í gráðu 0-1 og halda þá meðferð áfram með 55 mg/m² skammti af

 

dócetaxeli.

 

Komi einhver eituráhrif síðar fram eða ef eituráhrif af gráðu 4 koma fram á að hætta að gefa

 

dócetaxel.

Um breytingar á skömmtum trastuzumabs, sjá samantekt á eiginleikumlyfs fyrir trastuzumab.

Gefið ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli

Komi fram daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýking í tengslum við daufkyrningafæð þrátt fyrir notkun G-CSF, ætti að minnka skammt dócetaxels úr 75 í 60 mg/m2. Ef síðar koma fram vandamál vegna daufkyrningafæðar ætti að minnka skammt dócetaxels úr 60 í

45 mg/m2. Komi 4. gráðu blóðflagnafæð fram ætti að minnka skammt dócetaxels úr 75 í 60 mg/m2. Ekki á að gefa sjúklingum næstu meðferðarlotu með dócetaxeli fyrr en fjöldi daufkyrninga er aftur orðinn > 1.500 frumur/mm3 og fjöldi blóðflagna er aftur orðinn > 100.000 frumur/mm3. Hætta á meðferð ef þessar eiturverkanir halda áfram (sjá kafla 4.4).

Skammtabreytingar, sem mælt er með vegna eiturverkana á meltingarfæri hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (5-FU):

Eiturvirkni

Breyting á skömmtun

Niðurgangur gráða 3

Í fyrsta skipti: lækka 5-FU skammt um 20%.

 

Í annað skipti: þá á að lækka dócetaxel skammt um 20%.

Niðurgangur gráða 4

Í fyrsta skipti: lækka dócetaxel og 5-FU skammta um 20%.

 

Í annað skipti: hætta meðferð.

Munnbólga/slímbólga

Í fyrsta skipti: lækka 5-FU skammt um 20%.

gráða 3

Í annað skipti: hætta eingöngu gjöf 5-FU í öllum eftirfarandi

 

meðferðarlotum.

 

Í þriðja skipti: lækka dócetaxel skammt um 20%.

Munnbólga/slímbólga

Fyrsta skipti: hætta eingöngu gjöf 5-FU í öllum eftirfarandi

gráða 4

meðferðarlotum.

 

Í annað skipti: lækka dócetaxel skammt um 20%.

Um breytingar á skömmtum cisplatíns og 5-flúoróúrasíls, sjá samsvarandi samantektir á eiginleikum lyfjanna.

Í grundvallarrannsóknunum (SCCHN) hjá sjúklingum sem fengu alvarlega daufkyrningafæð (þ.m.t. langvinna daufkyrningafæð, daufkyrningafæð sem fylgdi hiti, eða sýkingu), var ráðlagt að nota G-CSF til forvarnar (t.d. daga 6-15) í öllum seinni meðferðarlotum.

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Með hliðsjón af upplýsingum um lyfjahvörf þar sem dócetaxel 100 mg/m2 hefur verið gefið eitt sér, er ráðlagður skammtur dócetaxels 75 mg/m2 hjá sjúklingum með bæði 1,5 falda eða meiri hækkun efri marka eðlilegra gilda (ULN) transamínasa (ALT og/eða AST) og 2,5 falda eða meiri hækkun efri marka eðlilegra gilda alkalísks fosfatasa (sjá kafla 4.4 og 5.2). Hjá sjúklingum með bilirúbín í sermi meira en sem nemur efri mörkum eðlilegra gilda og/eða gildi ALT og AST er hærra en sem nemur 3,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa er hærra en sem nemur sexföldum efri mörkum eðlilegra gilda, er ekki mælt með skammtaminnkun og á þá ekki að nota dócetaxel nema mjög brýnar ástæður séu fyrir hendi.

Við notkun ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga voru sjúklingar með ALT og/eða AST yfir 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda auk alkalísks fosfatasa yfir 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og bilirúbíns yfir efri mörkum eðlilegra gilda útilokaðir frá þátttöku í grundvallar klínískum rannsóknum; hjá þessum sjúklingum er ekki hægt að mæla með lækkun skammta og ekki á að nota dócetaxel nema brýnar ástæður séu fyrir hendi. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli ásamt öðru lyfi hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi við hinum ábendingunum.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun TAXOTERE við nefkokskrabbameini hjá börnum á aldrinum 1 mánaðar til allt að 18 ára.

Meðferð með TAXOTERE er ekki viðeigandi hjá börnum með brjóstakrabbamein, lungnakrabbamein, sem er ekki af smáfrumugerð, blöðruhálskirtilskrabbamein, magakrabbamein og krabbamein á höfði og hálsi að undanskildu minna þroskuðu nefkokskrabbameini af tegund II og III.

Aldraðir

Engar sérstakar leiðbeiningar byggðar á rannsóknum á lyfjahvörfum liggja fyrir varðandi notkun lyfsins hjá öldruðum.

Hjá sjúklingum, sem eru 60 ára eða eldri, er mælt er með því að upphafsskammtur capecítabíns sé minnkaður í 75%, þegar það er gefið ásamt dócetaxeli (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín).

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Sjúklingar sem í upphafi (baseline) hafa færri daufkyrninga (neutrophil blóðkorn) en 1.500 frumur/mm³.

Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Frábendingar sem eiga við önnur lyf eiga einnig við þegar þau eru gefin ásamt dócetaxeli.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Við brjóstakrabbameini og lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð, er lyfjaforgjöf með barkstera til inntöku, t.d. dexametasón 16 mg á dag (t.d. 8 mg tvisvar sinnum á dag) í 3 daga og byrjað einum degi fyrir gjöf dócetaxels, svo fremi að lyfjaforgjöfin sé ekki frábending og getur hún dregið úr tíðni og alvarleika vökvasöfnunar sem og alvarleika ofnæmis. Við blöðruhálskirtilskrabbameini er lyfjaforgjöf 8 mg af dexametasóni til inntöku 12 klst., 3 klst. og 1 klst. fyrir dócetaxelinnrennslið (sjá kafla 4.2).

Blóðmynd

Daufkyrningafæð er algengasta aukaverkunin af völdum dócetaxels. Miðgildi lágmarksfjölda daufkyrninga var 7 dagar en þessi tími getur verið styttri hjá sjúklingum sem áður hafa fengið mikilvirka meðferð. Fylgjast skal jafnt og þétt með blóðhag hjá öllum sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með dócetaxeli. Endurtaka má meðferð með dócetaxeli þegar fjöldi daufkyrninga er aftur orðinn1.500 frumur/mm³ (sjá kafla 4.2).

Komi fram alvarleg daufkyrningafæð (< 500 frumur/mm³ í sjö daga eða lengur) meðan á meðferð með dócetaxel stendur, er mælt með því að minnka skammta lyfsins við næstu lyfjagjafir eða grípa til annarra viðeigandi ráðstafana við einkennum (sjá kafla 4.2).

Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (TCF) kom daufkyrningafæð með hita og sýking í tengslum við daufkyrningafæð sjaldnar fram þegar sjúklingar höfðu fengið G-CSF í fyrirbyggjandi augnamiði. Sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með TCF á að gefa G-CSF í fyrirbyggjandi augnamiði til að draga úr hættu á vandamálum vegna daufkyrningafæðar (daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýking í tengslum við daufkyrningafæð). Fylgjast skal grannt með sjúklingum sem gefið er TCF (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC) var tíðni daufkyrningafæðar með hita og/eða sýkingu lægri þegar sjúklingarnir fengu fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF. Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF ætti að íhuga hjá sjúklingum sem fá viðbótarmeðferð með TAC við brjóstakrabbameini til að draga úr hættu á alvarlegri daufkyrningafæð (daufkyrningafæð með hita, langvarandi daufkyrningafæð eða daufkyrningafæð með sýkingu). Fylgjast á náið með sjúklingum sem fá TAC samsetta meðferð (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Ofnæmi

Fylgjast þarf mjög grannt með sjúklingum með tilliti til ofnæmis (hypersensitivity), einkum við fyrsta og annað innrennsli. Ofnæmi getur komið fram innan nokkurra mínútna eftir að innrennsli dócetaxels hefst og því þarf búnaður til að meðhöndla lágan blóðþrýsting og berkjukrampa (bronchospasm) að vera til staðar. Ef einkenni ofnæmis eru væg, til dæmis roði í húð eða staðbundnar húðbreytingar, þarf ekki að stöðva lyfjagjöf. Hins vegar þarf þegar í stað að stöðva dócetaxel innrennsli og beita viðeigandi meðferð ef alvarlegt ofnæmi eins og mikil lækkun á blóðþrýstingi, berkjukrampar eða útbreidd útbrot/hörundsroði (erythema) kemur fram. Sjúklinga, sem fengið hafa alvarlegt ofnæmi, á ekki að meðhöndla aftur með dócetaxeli.

Húðbreytingar

Staðbundinn hörundsroði á útlimum (í lófum og á iljum) ásamt bjúg, sem endar með húðflögnun hefur sést. Greint hefur verið frá alvarlegum einkennum eins og útþoti (eruptions), sem endaði með

húðflögnun og leiddi til þess að stöðva varð tímabundið eða hætta varð við meðferð með dócetaxeli (sjá kafla 4.2).

Vökvasöfnun

Fylgjast skal grannt með sjúklingum með mikla vökvasöfnun eins og vökvasöfnun í brjóstholi (pleural effusion), gollurshúsi (pericardial effusion) og í kviðarholi (ascites).

Sjúkdómar í öndunarfærum

Skýrt hefur verið frá bráðu andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome), millivefslungnabólgu/lungnabólgu, millivefslungnasjúkdómi (interstitial lung disease), bandvefsmyndun í lungum (pulmanory fibrosis) og öndunarbilun sem getur tengst dauðsföllum. Greint hefur verið frá tilvikum geislunarlungnabólgu hjá sjúklingum sem voru samtímis í geislameðferð.

Ef einkenni frá öndunarfærum versna eða ný einkenni koma fram, skal fylgjast náið með sjúklingi, rannsaka tafarlaust og meðhöndla eftir því sem við á. Mælt er með því að hætta meðhöndlun með dócetaxeli þar til sjúkdómsgreining liggur fyrir. Stuðningsmeðferð sem hafin er snemma getur hjálpað til við að bæta ástandið. Meta skal vandlega ávinning þess að hefja dócetaxel meðferð að nýju.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum, sem meðhöndlaðir eru með 100 mg/m² skammti af dócetaxeli einu sér, er aukin hætta á alvarlegum aukaverkunum eins og dauðsföllum af völdum eitrunar, þar á meðal sýklasótt (sepsis) og blæðingum í meltingarvegi sem geta leitt til dauða, daufkyrningafæð með hita (febrile neutropenia), sýkingum, blóðflagnafæð, munnbólgu (stomatitis) og þróttleysi, ef gildi transamínasa í sermi (ALT og/eða AST) eru hærri en sem nemur 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa í sermi eru samtímis hærri en sem nemur 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda. Vegna þessa er ráðlagður skammtur af dócetaxeli 75 mg/m² hjá þeim sjúklingum sem eru með hækkuð lifrarpróf og skulu prófanir á lifrarstarfsemi gerðar við upphaf meðferðar og auk þess fyrir hverja meðferðarlotu (sjá kafla 4.2).

Hjá sjúklingum með bilirúbíni í sermi meira en sem nemur efri mörkum eðlilegra gilda og/eða gildi ALT og AST eru hærri en sem nemur 3,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og gildi alkalísks fosfatasa er hærra en sem nemur sexföldum efri mörkum eðlilegra gilda er ekki hægt að mæla með skammtaminnkun og á þá ekki að nota dócetaxel nema mjög brýnar ástæður séu fyrir hendi.

Við notkun ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga voru sjúklingar með ALT og/eða AST yfir 1,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda auk alkalísks fosfatasa yfir 2,5 földum efri mörkum eðlilegra gilda og bilirúbíns yfir efri mörkum eðlilegra gilda útilokaðir frá þátttöku í grundvallar klínískum rannsóknum; hjá þessum sjúklingum er ekki hægt að mæla með lækkun skammta og ekki á að nota dócetaxel nema brýnar ástæður séu fyrir hendi. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli ásamt öðru lyfi hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi við hinum ábendingunum.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um meðferð með dócetaxeli hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

Taugakerfi

Þróist alvarleg úttaugaeitrun (peripheral neurotoxicity) þarf að minnka skammt (sjá kafla 4.2).

Eiturverkanir á hjarta

Hjartabilun hefur sést hjá sjúklingum sem hafa fengið dócetaxel ásamt trastuzumabi, einkum og sér í lagi eftir krabbameinslyfjagjöf með antrasýklíni (doxórúbisíni eða epírúbisíni). Þetta getur verið í meðallagi alvarlegt til alvarlegt ástand og jafnvel leitt til dauða (sjá kafla 4.8).

Þegar meðhöndla á sjúklinga með dócetaxeli ásamt trastuzumabi, á að leggja mat á hjartastarfsemi þeirra áður en meðferð hefst. Hafa á eftirlit með hjartastarfsemi meðan á meðferð stendur (t.d. á þriggja mánaða fresti) í þeim tilgangi að finna þá sjúklinga sem vanstarfsemi hjartans gæti þróast hjá. Sjá frekari upplýsingar í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir trastuzumab.

Augu

Greint hefur verið frá blöðrublettabjúgi (cystoid macular oedema) hjá sjúklingum meðhöndluðum með dócetaxel. Sjúklingar með skerta sjón ættu tafarlaust að gangast undir ítarlega skoðun hjá augnlækni. Ef blöðrublettabjúgur greinist, skal hætta meðferð með dócetaxel og hefja viðeigandi meðferð (sjá kafla 4.8).

Annað

Bæði karlar og konur verða að nota getnaðarvarnir meðan á lyfjameðferð stendur og karlar í að minnsta kosti í 6 mánuði eftir að meðferð lýkur (sjá kafla 4.6).

Forðast á samhliða notkun dócetaxels og öflugra CYP3A4 hemla (t.d. ketókónazól, itrakónazól, claritrómýcín, indinavír, nefazodon, nelfinavír, ritónavír, saquinavír, telitrómýcin og vorikónazól) (sjá kafla 4.5).

Viðbótar varúðarreglur við notkun sem viðbótarmeðferð við brjóstakrabbameini

Alvarleg daufkyrningafæð

Hjá sjúklingum sem fá alvarlega daufkyrningafæð (langvarandi daufkyrningafæð, daufkyrningafæð með hita eða sýkingu) skal íhuga gjöf G-CSF og minnka skammt (sjá kafla 4.2).

Aukaverkanir í meltingarfærum

Einkenni eins og snemmkomnir verkir og eymsli í kviði, hiti, niðurgangur, með eða án daufkyrningafæðar, geta verið snemmkomin merki um alvarlegar eiturverkanir í meltingarfærum og á að meta þau og meðhöndla tafarlaust.

Hjartabilun

Fylgjast skal með einkennum um hjartabilun hjá sjúklingum meðan á meðferð stendur og við eftirfylgni eftir meðferð. Hjá sjúklingum sem fá meðferð með dócetaxeli, doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC lyfjameðferð) til meðferðar við brjóstakrabbameini, sem breiðst hefur til eitla, hefur verið sýnt fram á að hættan á hjartabilun er meiri fyrsta árið eftir að meðferð lýkur (sjá kafla 4.8 og 5.1).

Hvítblæði

Hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með dócetaxeli, doxórúbisíni og cýklófosfamíði (TAC) þarf að fylgjast með blóðmynd vegna hættu á síðkomnum mergmisþroska (myelodysplasia) eða kyrningahvítblæði.

Sjúklingar með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla

Þar sem sá ávinningur, sem kom fram hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla, var ekki tölfræðilega marktækur með tilliti til lifunar án sjúkdóms (disease-free survival) og heildarlifunar, sýndi lokagreining ekki fullkomlega fram á jákvætt hlutfall ávinnings/áhættu við TAC notkun hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla var ekki skilgreind að fullu við milligreiningu (sjá kafla 5.1).

Aldraðir

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun dócetaxels ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum >70 ára.

Af 333 sjúklingum, sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli á þriggja vikna fresti í rannsókn á blöðruhálskirtilskrabbameini, voru 209 sjúklingar 65 ára eða eldri og 68 sjúklingar voru eldri en

75 ára. Hjá sjúklingum, sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli á þriggja vikna fresti, var tíðni breytinga á nöglum ≥ 10% hærri hjá sjúklingum, sem voru 65 ára eða eldri samanborið við yngri sjúklinga. Tíðni hækkaðs líkamshita, niðurgangs, lystarleysis og bjúgs á útlimum var ≥ 10% hærri hjá sjúklingum, sem voru 75 ára eða eldri samanborið við sjúklinga yngri en 65 ára.

Meðal 300 sjúklinga (221 sjúklingur var í 3. stigs hluta rannsóknarinnar og 79 sjúklingar í 2. stigs hluta rannsóknarinnar) sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplatíni og 5-flúoróúrasíli í magakrabbameinsrannsókninni, voru 74 sjúklingar 65 ára eða eldri og 4 sjúklingar voru 75 ára eða eldri. Tíðni alvarlegra aukaverkana var hærri hjá öldruðum samanborið við yngri sjúklinga. Tíðni eftirtalinna aukaverkana (af öllum gráðum): svefnhöfgi, munnbólga, sýking í tengslum við daufkyrningafæð var ≥ 10% hærri hjá sjúklingum 65 ára eða eldri samanborið við yngri sjúklinga. Fylgjast skal grannt með öldruðum sem meðhöndlaðir eru með TCF.

Hjálparefni

Rúmmálsprósenta vatnsfrís etanóls (alkóhóls) í lyfinu er 50%, þ.e. allt að 395 mg af vatnsfríu etanóli í hverju hettuglasi, samsvarandi 10 ml bjórs eða 4 ml léttvíns í hverju hettuglasi.

Skaðlegt fyrir áfengissjúklinga.

Þungaðar konur, konur með barn á brjósti, börn og áhættuhópar, t.d. sjúklingar með lifrarsjúkdóma eða flogaveiki, þurfa að hafa í huga að lyfið inniheldur etanól.

Hafa skal í huga mögulegar aukaverkanir á miðtaugakerfið.

Magn etanóls (alkóhóls) í lyfinu getur haft áhrif á verkun annarra lyfja.

Magn etanóls (alkóhóls) í lyfinu getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla (sjá kafla 4.7).

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir in vitro hafa leitt í ljós að umbrot dócetaxels geta breyst séu samtímis notuð lyf eða annað sem örvar, hemur, eða umbrotnar (og getur þannig hamið ensímið með samkeppni) fyrir tilstilli cýtókróm P450-3A eins og ciklósporín, ketókónazól og erýtrómýsín. Því skal gæta varúðar við samtímis meðferð með þessum lyfjum vegna hugsanlegrar hættu á marktækum milliverkunum.

Við samsetta meðferð með CYP3A4 hemlum geta aukaverkanir dócetaxels aukist vegna minnkaðra umbrota. Ef samhliða notkun öflugra CYP3A4 hemla (t.d. ketókónazól, itrakónazól, claritrómýcin, indinavír, nefazodon, nelfinavír, ritónavír, saquinavír, telitrómýcin og vorikónazól) er óhjákvæmileg þarf að hafa náið klínískt eftirlit og hugsanlega þarf að aðlaga skammta dócetaxels meðan á meðferð með öflugum CYP3A4 hemlum stendur (sjá kafla 4.4). Í rannsókn á lyfjahvörfum með 7 sjúklingum minnkaði verulega úthreinsun dócetaxels, um 49%, við samhliða gjöf ketókónazóls sem er öflugur CYP3A4 hemill.

Lyfjahvörf dócetaxels, þar sem prednisón var einnig gefið, voru rannsökuð hjá sjúklingum með blöðruhálskirtilskrabbamein með meinvörpum. Dócetaxel umbrotnar fyrir tilstilli CYP3A4 og þekkt er að prednisón örvar CYP3A4. Engin tölfræðilega marktæk áhrif prednisóns á lyfjahvörf dócetaxels komu í ljós.

Próteinbinding dócetaxels er veruleg (>95%). Enda þótt hugsanlegar milliverkanir in vivo milli dócetaxels og annarra lyfja sem eru notuð samtímis hafi ekki verið rannsakaðar með formlegum hætti, hafa rannsóknir in vitro með lyfjum sem eru mikið próteinbundin eins og erýtrómýsín, dífenhýdramín, própranólól, própafenón, fenýtóín, salisýlat, súlfametoxazól og natríumvalpróat ekki haft áhrif á próteinbindingu dócetaxels. Enn fremur hafði dexametasón ekki áhrif á próteinbindingu dócetaxels. Dócetaxel hafði ekki áhrif á próteinbindingu digitoxíns.

Samtímis notkun dócetaxels, doxórúbisíns og cýklófosfamíðs hafði ekki áhrif á lyfjahvörf þeirra. Takmarkaðar upplýsingar úr einni rannsókn, sem ekki var samanburðarrannsókn, gáfu til kynna milliverkanir milli dócetaxels og karbóplatíns. Úthreinsun karbóplatíns jókst um 50% þegar það var

gefið með dócetaxeli samanborið við þau gildi sem áður hafði verið skýrt frá, þegar karbóplatín var gefið eitt sér.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun dócetaxels hjá barnshafandi konum. Í ljós hefur komið, að dócetaxel hefur eiturverkanir á bæði fósturvísa og fóstur kanína og rottna auk þess að draga úr frjósemi hjá rottum. Eins og við á um önnur frumudrepandi lyf getur dócetaxel valdið fósturskemmdum ef það er gefið barnshafandi konum. Dócetaxel á því ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Vara á konur á barneignaraldri, sem meðhöndlaðar eru með dócetaxeli, við því að verða barnshafandi og þær ættu að segja lækninum, sem annast lyfjameðferðina, þegar í stað frá því fari svo.

Brjóstagjöf

Dócetaxel er fitusækið efni, en ekki er vitað hvort það skilst út í brjóstamjólk. Vegna hugsanlegrar hættu á skaðlegum áhrifum á barnið á að stöðva brjóstagjöf meðan á meðferð með dócetaxeli stendur.

Getnaðarvarnir karla og kvenna

Sjúklingar verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

Frjósemi

Í rannsóknum, sem eru ekki klínískar, hefur dócetaxel sýnt eiturverkanir á erfðaefni og getur það haft áhrif á frjósemi karla (sjá kafla 5.3). Því er karlmönnum, sem eru í meðferð með dócetaxel, ráðlagt að geta ekki barn meðan á meðferð stendur og í allt að 6 mánuði eftir að meðferð lýkur og leita ráðgjafar varðandi varðveislu á sæði fyrir meðferð.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Magn etanóls í Taxotere getur haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla (sjá kafla 4.4).

4.8 Aukaverkanir

Samantekt um öryggi lyfsins fyrir allar ábendingar

Upplýsingar um aukaverkanir sem taldar eru hugsanlega eða líklega tengdar dócetaxel notkun eru fengnar frá

 

1.312 sjúklingum, sem fengu 100 mg/m2 af dócetaxeli einu sér og 121 sjúklingi, sem fékk

 

75 mg/m2 af dócetaxeli einu sér.

 

258 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt doxórúbisíni.

 

406 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt cisplatíni.

 

92 sjúklingum, sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt trastuzumabi.

 

255 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt capecítabíni.

 

322 sjúklingum, sem fengu dócetaxel ásamt prednisóni eða prednisólóni (sýndar eru

 

aukaverkanir, sem eru klínískt mikilvægar og meðferðartengdar).

 

1276 sjúklingum (744 og 532 í TAX 316 og GEICAM 9805 talið í sömu röð), sem fengu

 

dócetaxel ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði (sýndar eru aukaverkanir, sem eru klínískt

 

mikilvægar og meðferðartengdar).

 

300 sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga (221 sjúklingur var í 3. stigs hluta rannsóknarinnar

 

og 79 sjúklingar í 2. stigs hluta rannsóknarinnar) sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt

 

cisplatíni og 5-flúoróúrasíli (klínískt mikilvægar aukaverkanir sem tengdust meðferð eru tilgreindar).

174 og 251 sjúklingi með krabbamein á höfði og hálsi sem meðhöndlaðir voru með dócetaxeli ásamt cisplantíni og 5-flúoróúrasíli (klínískt mikilvægar aukaverkanir sem tengdust meðferð eru tilgreindar).

Stuðst var við National Cancer Institute (NCI) Common Toxicity Criteria þegar þessum auka- verkunum var lýst (gráða 3 = G3; gráða 3-4 = G3/4; gráða 4 = G4), COSTART og MedDRA skilgreiningar. Tíðni er skilgreind sem: Mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan hvers tíðniflokks eru aukaverkanir taldar upp í röð eftir alvarleika, þær alvarlegustu fyrst.

Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá við notkun dócetaxels eins sér eru fækkun daufkyrninga (sem gekk til baka og jókst ekki við endurtekna skammta; lágmark í fjölda daufkyrninga var eftir 7 daga (miðgildi) og miðgildi þess tíma sem daufkyrningafæðin var alvarleg

(<500 frumur/mm3) var 7 dagar), blóðleysi, hárlos, ógleði, uppköst, munnbólga, niðurgangur og þróttleysi. Alvarleiki aukaverkana af völdum dócetaxels getur aukist þegar það er gefið ásamt öðrum krabbameinslyfjum.

Skýrt er frá aukaverkunum (allar gráður) sem komu fram í ≥ 10% tilvika við notkun samtímis trastuzumabi. Aukin tíðni alvarlegra aukaverkana (40% á móti 31%) og aukaverkana af 4. gráðu (34% á móti 23%) var hjá hópnum sem fékk trastuzumab ásamt dócetaxeli samanborið við þá sem fengu dócetaxel eitt sér.

Varðandi samtímis notkun með capecítabíni er skýrt frá algengustu meðferðartengdu aukaverkununum (≥ 5%) sem komu fram í 3. stigs rannsókn á sjúklingum með brjóstakrabbamein, þar sem meðferð með antrasýklíni hefur ekki borið árangur (sjá samantekt á eiginleikum lyfs fyrir capecítabín).

Eftirtaldar aukaverkanir sjást oft við notkun dócetaxels:

Ónæmiskerfi

Ofnæmi hefur venjulega komið fram innan nokkurra mínútna frá því að innrennsli dócetaxels hefst og var oftast vægt upp í að vera í meðallagi mikið. Algengustu einkennin sem skýrt var frá voru roði, útbrot með eða án kláða, þyngsli fyrir brjósti, bakverkir, andnauð og lyfjahiti eða kuldahrollur. Alvarlegt ofnæmi einkenndist af lágum blóðþrýstingi og/eða berkjukrömpum eða útbreiddum útbrotum/hörundsroða (sjá kafla 4.4).

Taugakerfi

Alvarlegar eiturverkanir á úttaugar leiða til þess að minnka verður skammta (sjá kafla 4.2 og 4.4). Væg til í meðallagi mikil einkenni frá skyntaugum einkennast af náladofa, tilfinningatruflunum eða verkjum, þ.m.t. brunatilfinningu. Einkenni frá hreyfitaugum eru einkum slappleiki.

Húð og undirhúð

Húðbreytingar sem ganga til baka hafa sést og voru oftast vægar til í meðallagi miklar. Einkenni voru útbrot þar með talin staðbundin útþot einkum á fótum og höndum (þar með talið alvarlegt handa- og fótaheilkenni), en einnig á handleggjum, andliti eða á brjósti og oft samfara kláða. Útþot komu venjulega fram innan einnar viku eftir dócetaxelinnrennsli. Sjaldgæfara var að greint væri frá alvarlegum einkennum eins og útþotum sem enduðu með húðflögnun sem í mjög sjaldgæfum tilfellum leiða til þess að stöðva þurfi lyfjagjöf eða hætta dócetaxelmeðferðinni (sjá kafla 4.2 og 4.4). Alvarlegar naglaskemmdir einkennast af of lítilli eða of mikilli litun og stundum verkjum og naglarlosi (onycholysis).

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Viðbrögð á innrennslisstað voru venjulega væg og var um að ræða litabreytingar í húð (hyperpigmentation), bólgu, húðroða og húðþurrk, æðabólgu eða gjöf lyfs utan æðar (extravasation) og þrota í æðinni sem lyfið var gefið í.

Vökvasöfnun, þar með talinn bjúgur á útlimum og einnig (þó sjaldnar) vökvasöfnun í brjóstholi, gollurshúsi, kviðarholi (ascites) og þyngdaraukning. Bjúgur á útlimum kemur oftast fyrst fram á fótum og getur breiðst út og þyngdaraukning orðið 3 kg eða meiri. Tíðni og alvarleiki vökvasöfnunar eykst við endurtekna skammta (sjá kafla 4.4).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 100 mg/m², eins sér, við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýkingar (G3/4: 5,7%;

Sýkingar tengdar G4

 

sníkjudýra

þar á meðal sýklasótt

daufkyrningafæð

 

 

og lungnabólga, sem

(G3/4: 4,6%)

 

 

leiddi til dauða í 1,7%

 

 

 

tilvika)

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Blóðflagnafæð (G4:

 

 

(G4: 76,4%);

0,2%)

 

 

Blóðleysi (G3/4:

 

 

 

8,9%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 5,3%)

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

Taugakerfi

Útlægur

 

 

 

skyntaugakvilli

 

 

 

(G3: 4,1%);

 

 

 

Útlægur

 

 

 

hreyfitaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 4%)

 

 

 

Bragðtruflun (alvarleg

 

 

 

tilvik: 0,07%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Hjartabilun

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Æðar

 

Lágþrýstingur;

 

 

 

Háþrýstingur;

 

 

 

Blæðingar

 

Öndunarfæri, brjósthol og

Andnauð (alvarleg

 

 

miðmæti

tilvik: 2,7%)

 

 

Meltingarfæri

Munnbólga (G3/4:

Hægðatregða

Vélindabólga

 

5,3%);

(alvarleg tilvik:

(alvarleg tilvik:

 

Niðurgangur (G3/4:

0,2%);

0,4%)

 

4%);

Kviðverkir (alvarleg

 

 

Ógleði (G3/4: 4%);

tilvik: 1%);

 

 

Uppköst (G3/4: 3%)

Blæðingar í

 

 

 

meltingarfærum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,3%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Húðbreytingar (G3/4:

 

 

 

5,9%);

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 2,6%)

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir

Liðverkir

 

 

(alvarleg tilvik: 1,4%)

 

 

Almennar aukaverkanir og

Vökvasöfnun

Viðbrögð á

 

aukaverkanir á íkomustað

(alvarleg tilvik: 6,5%)

innrennslisstað;

 

 

Þróttleysi (alvarleg

Verkir fyrir brjósti

 

 

tilvik: 11,2%);

sem ekki tengjast

 

 

Verkir

hjarta

 

 

 

(alvarleg tilvik 0,4%)

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: Aukning

 

 

 

bilirúbíns í blóði

 

 

 

(< 5%);

 

 

 

G3/4: aukning

 

 

 

alkalísks fosfatasa í

 

 

 

blóði (< 4%);

 

 

 

G3/4: aukning AST

 

 

 

< 3%);

 

 

 

G3/4: aukning ALT

 

 

 

(< 2%)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 100 mg/m², eins sér, við brjóstakrabbameini

Blóð og eitlar

Mjög sjaldgæfar: Blæðingar tengdar gráðu 3/4 blóðflagnafæð.

Taugakerfi

Gögn um hvenær eiturverkanir á taugar gengu til baka liggja fyrir um 35,3% þeirra sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með 100 mg/m² af dócetaxeli einu sér. Þessi einkenni gengu til baka af sjálfu sér innan 3 mánaða.

Húð og undirhúð

Koma örsjaldan fyrir: Við lok rannsóknarinnar gekk hármissir ekki til baka í einu tilviki. Húðbreytingar höfðu gengið til baka innan 21 dags í 73% tilvika.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Miðgildi heildarskammts í meðferðinni (cumulative dose) sem leiddi til þess að hætta varð meðferðinni var hærra en 1.000 mg/m² og miðgildi tíma þar til vökvasöfnun gekk til baka var 16,4 vikur (á bilinu 0 til 42 vikur). Miðlungi alvarleg og alvarleg vökvasöfnun kom seinna fram

(miðgildi heildarskammts: 818,9 mg/m²) hjá sjúklingum sem fengu lyfjaforgjöf samanborið við þá sem fengu ekki lyfjaforgjöf (miðgildi heildarskammts: 489,7 mg/m²), en hins vegar hefur verið skýrt frá tilvikum þar sem þetta hefur komið fram snemma í lyfjameðferðinni hjá sumum sjúklingum.

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m², eins sér, við lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýkingar (G3/4: 5%)

 

sníkjudýra

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Daufkyrningafæð samfara

 

(G4: 54,2%);

hækkuðum líkamshita

 

Blóðleysi (G3/4: 10,8%);

 

 

Blóðflagnafæð (G4: 1,7%)

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (engin alvarleg tilvik)

 

 

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

Útlægur hreyfitaugakvilli (G3/4:

 

(G3/4: 0,8%)

2,5%)

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir (engin alvarleg

 

 

tilvik);

Æðar

 

Lágþrýstingur

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 3,3%);

Hægðatregða

 

Munnbólga (G3/4: 1,7%);

 

 

Uppköst (G3/4: 0,8%);

 

 

Niðurgangur (G3/4: 1,7%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

Breytingar á nöglum

 

Húðbreytingar (G3/4:

(alvarleg tilvik: 0,8%)

 

0,8%)

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (alvarleg tilvik:

 

aukaverkanir á íkomustað

12,4%);

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

tilvik: 0,8%);

 

 

Verkir

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4 aukning bilirúbíns í blóði

 

 

(< 2%)

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt doxórúbisíni við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 7,8%)

 

 

sníkjudýra

 

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G4:

 

 

 

91,7%);

 

 

 

Blóðleysi (G3/4:

 

 

 

9,4%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita;

 

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

(G4: 0,8%)

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (G3/4:

 

 

 

1,2%)

 

Efnaskipti og næring

 

Lystarleysi

 

Taugakerfi

Útlægur

Útlægur

 

 

skyntaugakvilli (G3:

hreyfitaugakvilli

 

 

0,4%)

(G3/4: 0,4%)

 

Hjarta

 

Hjartabilun;

 

 

 

Hjartsláttartruflanir

 

 

 

(engin alvarleg

 

 

 

tilvik)

 

Æðar

 

 

Lágþrýstingur

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 5%);

 

 

 

Munnbólga

 

 

 

(G3/4: 7,8%);

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

 

(G3/4: 6,2%);

 

 

 

Uppköst (G3/4: 5%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,4%);

 

 

 

Húðbreytingar (engin

 

 

 

alvarleg tilvik)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (alvarleg

Viðbrögð á

 

aukaverkanir á íkomustað

tilvik: 8,1%);

innrennslisstað

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

 

tilvik: 1,2%);

 

 

 

Verkir

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: Aukning

G3/4 Aukning AST

 

 

bilirúbíns í blóði

(< 1%);

 

 

(< 2,5%);

G3/4 Aukning ALT

 

 

G3/4: Aukning

(< 1%)

 

 

alkalísks fosfatasa í

 

 

 

blóði (< 2,5%)

 

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni við lungnakrabbameini, sem er ekki af smáfrumugerð

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 5,7%)

 

 

sníkjudýra

 

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G4:

Daufkyrningafæð

 

 

51,5%);

samfara hækkuðum

 

 

Blóðleysi (G3/4: 6,9%);

líkamshita

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

(G4: 0,5%)

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 2,5%)

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

 

 

 

(G3: 3,7%);

 

 

 

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 2%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Hjartabilun

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Æðar

 

Lágþrýstingur

 

 

 

(G3/4: 0,7%)

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 9,6%);

Hægðatregða

 

 

Uppköst (G3/4: 7,6%);

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

(G3/4: 6,4%);

 

 

 

Munnbólga (G3/4: 2%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(alvarleg tilvik: 0,7%);

 

 

 

Húðbreytingar (G3/4:

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

 

0,2%)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir (alvarleg

 

 

 

tilvik: 0,5%)

 

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (alvarleg

Viðbrögð á

 

aukaverkanir á íkomustað

tilvik: 9,9%);

innrennslisstað;

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

Verkir

 

 

tilvik: 0,7%);

 

 

 

Hiti (G3/4: 1,2%)

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

G3/4: Aukning

G3/4 aukning

 

 

bilirúbíns í blóði

AST (0,5%);

 

 

(2,1%);

G3/4 aukning

 

 

G3/4: Aukning ALT

alkalísks

 

 

(1,3%)

fosfatasa í

 

 

 

blóði (0,3%)

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 100 mg/m² ásamt trastuzumabi við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

líffærum

 

 

 

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4: 32%);

 

 

Daufkyrningafæð samfara

 

 

hækkuðum líkamshita (nær

 

 

einnig til daufkyrningafæðar sem

 

 

tengist hita og notkun sýklalyfja)

 

 

eða sýklasótt ásamt

 

 

daufkyrningafæð

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

Geðræn vandamál

Svefnleysi

 

Taugakerfi

Náladofi; höfuðverkur;

 

 

bragðtruflun; tilfinningadofi

 

Augu

Aukin táraseyting; tárubólga

 

Hjarta

 

Hjartabilun

Æðar

Vessabjúgur

 

Öndunarfæri, brjósthol og

Blóðnasir; verkir í koki og

 

miðmæti

barkakýli; nefkoksbólga;

 

 

andnauð; hósti; nefrennsli

 

Meltingarfæri

Ógleði; niðurgangur; uppköst;

 

 

hægðatregða; munnbólga;

 

 

meltingartruflanir; kviðverkir

 

Húð og undirhúð

Hárlos; hörundsroði; útbrot;

 

 

breytingar á nöglum

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir; liðverkir; verkir í

 

 

útlimum, beinverkir; bakverkir

 

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi; bjúgur á útlimum; hiti;

Svefnhöfgi

aukaverkanir á íkomustað

þreyta; bólga í slímu; verkir;

 

 

inflúensulíkur lasleiki; verkur

 

 

fyrir brjósti; kuldahrollur

 

Rannsóknaniðurstöður

Þyngdaraukning

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 100 mg/m² ásamt trastuzumabi við brjóstakrabbameini

Hjarta

Skýrt var frá hjartabilun með einkennum hjá 2,2% þeirra sjúklinga sem fengu dócetaxel ásamt trastuzumabi samanborið við 0% þeirra sjúklinga sem fengu dócetaxel eitt sér. Af þeim sem fengu dócetaxel auk trastuzumabs höfðu 64% þeirra fengið antrasýklín áður sem viðbótarmeðferð samanborið við 55% þeirra sem voru í þeim hópi sem fékk dócetaxel eitt sér.

Blóð og eitlar

Mjög algengar: Eiturverkanir á blóð voru tíðari hjá sjúklingum sem fengu trastuzumab og dócetaxel en hjá þeim sem fengu dócetaxel eitt sér (32% daufkyrningafæð af gráðu 3/4 á móti 22%, samkvæmt NCI-CTC mælikvarða). Athugið að þetta er sennilega vanáætlað þar sem þekkt er að dócetaxel eitt sér í 100 mg/m2 skammti veldur daufkyrningafæð hjá 97% sjúklinga, 76% af gráðu 4, á grundvelli lægstu blóðgilda. Tíðni daufkyrningafæðar samfara hækkuðum líkamshita/sýklasótt ásamt daufkyrningafæð var einnig aukin hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Herceptin ásamt dócetaxeli (23% á móti 17% sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með dócetaxeli einu sér).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt capecítabíni við brjóstakrabbameini

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

 

Hvítsveppasýking í munni

sníkjudýra

 

(G3/4: <1%)

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4:

Blóðflagnafæð (G3/4: 3%)

 

63%);

 

 

Blóðleysi (G3/4: 10%)

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 1%);

Vessaþurrð (G3/4: 2%);

 

Minnkuð matarlyst

 

Taugakerfi

Breytingar á bragðskyni

Sundl;

 

(G3/4: < 1%)

Höfuðverkur (G3/4: < 1%);

 

Náladofi (G3/4: < 1%)

Úttaugakvilli

Augu

Aukin táraseyting

 

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Verkur í koki og barkakýli

Andnauð (G3/4: 1%);

 

(G3/4: 2%)

Hósti (G3/4: < 1%);

 

 

Blóðnasir (G3/4: < 1%)

Meltingarfæri

Munnbólga (G3/4: 18%);

Kviðverkir í efri hluta

 

Niðurgangur (G3/4: 14%);

kviðarhols;

 

Ógleði (G3/4: 6%);

Munnþurrkur

 

Uppköst (G3/4: 4%);

 

 

Hægðatregða (G3/4: 1%);

 

 

Kviðverkir (G3/4: 2%);

 

 

Meltingartruflanir

 

Húð og undirhúð

Handa- og fótaheilkenni

Húðbólga;

 

(G3/4: 24%)

Hörundsroði með útbrotum

 

Hárlos (G3/4: 6%);

(G3/4: < 1%);

 

Breytingar á nöglum (G3/4:

Mislitun á nöglum;

 

2%)

Naglarlos (G3/4: 1%)

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir (G3/4: 2%);

Verkir í útlimum (G3/4:

 

Liðverkir (G3/4: 1%)

< 1%);

 

 

Bakverkir (G3/4: 1%);

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi (G3/4: 3%);

Svefnhöfgi;

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 1%);

Verkir

 

Þreyta/slappleiki (G3/4: 5%);

 

 

Bjúgur á útlimum

 

 

(G3/4: 1%);

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdartap;

 

 

G3/4 aukning bilirúbíns í

 

 

blóði (9%)

 

 

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt prednisóni eða prednisólóni við blöðruhálskirtilskrabbameini

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 3,3%)

 

sníkjudýra

 

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð (G3/4:

Blóðflagnafæð; (G3/4: 0,6%);

 

32%);

Daufkyrningafæð samfara

 

Blóðleysi (G3/4: 4,9%)

hækkuðum líkamshita

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (G3/4: 0,6%)

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 0,6%)

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

(G3/4: 1,2%);

(G3/4: 0%)

 

Bragðtruflun (G3/4: 0%)

 

Augu

 

Aukin táraseyting (G3/4: 0,6%)

Hjarta

 

Minnkuð starfsemi vinstri

 

 

slegils (G3/4: 0,3%)

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

Blóðnasir (G3/4: 0%);

 

 

Andnauð (G3/4: 0,6%);

 

 

Hósti (G3/4: 0%)

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 2,4%);

 

 

Niðurgangur (G3/4: 1,2%);

 

 

Munnbólga/kokbólga

 

 

(G3/4: 0,9%);

 

 

Uppköst (G3/4: 1,2%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos;

Útbrot/húðflögnun (G3/4: 0,3%)

 

Breytingar á nöglum (engin

 

 

alvarleg tilvik)

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaverkir (G3/4: 0,3%);

 

 

Liðverkir (G3/4: 0,3%)

Almennar aukaverkanir og

Þreyta (G3/4: 3,9%);

 

aukaverkanir á íkomustað

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

tilvik 0,6%)

 

Tafla yfir aukaverkanir við viðbótarmeðferð með TAXOTERE 75 mg/m² í samsettri meðferð með doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum sem eru með brjóstakrabbamein sem hefur breiðst út til eitla (TAX 316) og brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (GEICAM 9805) – samanlagðar niðurstöður

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

 

Algengar aukaverkanir

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

 

 

aukaverkanir

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum

Sýking (G3/4: 2,4%);

 

 

 

sýkla og sníkjudýra

Daufkyrningafæð ásamt

 

 

 

sýkingu (G3/4: 2,6%)

 

 

 

Blóð og eitlar

Blóðleysi (G3/4: 3%);

 

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

 

(G3/4: 59,2%);

 

 

 

 

Blóðflagnafæð

 

 

 

 

(G3/4: 1,6%);

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með

 

 

 

 

hita (G3/4: NA)

 

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar aukaverkanir

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

 

aukaverkanir

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (G3/4: 0,6%)

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi

 

 

 

(G3/4:1,5%)

 

 

Taugakerfi

Bragðskynstruflun

Útlægur hreyfitaugakvilli

Yfirlið (G3/4: 0%)

 

(G3/4: 0,6%);

(G3/4: 0%);

Eiturverkanir á

 

Útlægur skyntaugakvilli

 

taugakerfi (G3/4: 0%);

 

(G3/4: <0,1%)

 

Svefnhöfgi (G3/4:0%)

 

 

 

 

Augu

Tárubólga

Aukin táraseyting

 

 

(G3/4:<0,1%)

(G3/4: <0,1%);

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttaróregla (G3/4:

 

 

 

0,2%);

 

 

 

 

 

Æðar

Hitasteypur

Lágþrýstingur

Vessabjúgur

 

(G3/4: 0,5%)

(G3/4: 0%)

(G3/4: 0%)

 

 

Bláæðabólga (G3/4:0%)

 

Öndunarfæri, brjósthol

 

Hósti (G3/4: 0%)

 

og miðmæti

 

 

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 5,0%);

Kviðverkir (G3/4: 0,4%)

 

 

Munnbólga (G3/4:

 

 

 

6,0%);

 

 

 

Uppköst (G3/4: 4,2%);

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

(G3/4: 3,4%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

 

(G3/4: 0,5%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos; (viðvarandi:

 

 

 

<3%)

 

 

 

Húðbreytingar

 

 

 

(G3/4: <0,6%);

 

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

 

(G3/4: 0,4%)

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaverkir

 

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

 

Liðverkir (G3/4: 0,2%)

 

 

Æxlunarfæri og brjóst

Tíðateppa (G3/4: NA)

 

 

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir

Þróttleysi (G3/4:

 

 

og aukaverkanir á

10.0%);

 

 

íkomustað

Hiti (G3/4: NA);

 

 

 

Bjúgur á útlimum

 

 

 

(G3/4: 0,2%)

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdaraukning (G3/4:

 

 

 

0%);

 

 

 

Þyngdartap (G3/4: 0,2%)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við viðbótarmeðferð með TAXOTERE 75 mg/m² í samsettri meðferð með doxórúbisíni og cýklófosfamíði hjá sjúklingum sem eru með brjóstakrabbamein sem hefur breiðst út til eitla (TAX 316) og brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla (GEICAM 9805)

Taugakerfi

Í ljós kom að aukaverkanir á skyntaugar héldu áfram meðan eftirfylgni fór fram hjá 10 sjúklingum af 84 sjúklingum sem voru með aukaverkanir á skyntaugar í lok lyfjameðferðarinnar í rannsókninni á brjóstakrabbameini, sem breiðst hefur til eitla (TAX 316).

Hjarta

ÍTAX 316 rannsókninni fengu 26 sjúklingar (3,5%) í TAC hópnum og 17 sjúklingar (2,3%) í FAC hópunum hjartabilun. Allir nema einn sjúklingur í hvorum meðferðarhópi rannsóknarinnar greindust með hjartabilun meira en 30 sólarhringum eftir að meðferðartímabilinu lauk. Tveir sjúklingar í TAC hópnum og 4 sjúklingar í FAC hópnum létust vegna hjartabilunar.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni fengu 3 sjúklingar (0,6%) í TAC hópnum og 3 sjúklingar (0,6%) í FAC hópnum hjartabilun meðan á eftirfylgnitímabilinu stóð. Einn sjúklingur í TAC hópnum lést vegna hjartavíkkunarkvilla (dilated cardiomyopathy).

Húð og undirhúð

ÍTAX 316 rannsókninni var greint frá hármissi sem var viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst að lokinni krabbameinslyfjameðferð hjá 687 sjúklingum af 744 í TAC hópnum og 645 sjúklingum af 736 í FAC hópnum.

Ílok eftirfylgnitímabilsins (miðgildi eftirfylgni 96 mánuðir) kom áframhaldandi hármissir í ljós hjá 29 sjúklingum í TAC hópnum (3,9%) og 16 sjúklingum í FAC hópnum (2,2%).

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var hármissir viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) ogvar enn til staðar hjá 49 sjúklingum (9,2%) í TAC hópnum og 35 sjúklingum (6,7%) í FAC hópnum.

Hármissir í tengslum við rannsóknarlyfið hófst eða jókst meðan á eftirfylgnitímabilinu stóð hjá 42 sjúklingum (7,9%) í TAC hópnum og 30 sjúklingum (5,8%) í FAC hópnum.

Æxlunarfæri og brjóst

ÍTAX 316 rannsókninni var tíðateppa viðvarandi meðan eftirfylgni fór fram hjá 121 sjúklingi af 202 sjúklingum sem voru með tíðateppu í lok lyfjameðferðarinnar.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var tíðateppa viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) og var enn til staðar hjá 18 sjúklingum (3,4%) í TAC hópnum og 5 sjúklingum (1,0%) í FAC hópnum.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

ÍTAX 316 rannsókninni var bjúgur á útlimum viðvarandi hjá 19 sjúklingum af 119 í TAC hópnum, sem fengu bjúg á útlimi og 4 sjúklingum af 23 í FAC hópnum, sem fengu bjúg á útlimi.

ÍGEICAM 9805 rannsókninni var vessabjúgur viðvarandi hjá 4 af 5 sjúklingum í TAC hópnum og einum af tveimur sjúklingum í FAC hópnum við lok krabbameinslyfjameðferðarinnar og gekk ekki til baka á eftirfylgnitímabilinu (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir). Þróttleysi var viðvarandi eftir að eftirfylgnitímabilið hófst (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) og var enn til staðar hjá 12 sjúklingum (2,3%) í TAC hópnum og 4 sjúklingum (0,8%) í FAC hópnum.

Brátt hvítblæði / mergmisþroski (myelodysplastic syndrome)

Eftir 10 ára eftirfylgni í TAX 316 rannsókninni var greint frá bráðu hvítblæði hjá 4 af 744 sjúklingum í TAC hópnum og 1 af 736 sjúklingum í FAC hópnum. Greint var frá mergmisþroskaheilkenni hjá 2 af 744 sjúklingum í TAC hópnum og 1 af 736 sjúklingum í FAC hópnum.

Eftir 10 ára eftirfylgni í GEICAM 9805 rannsókninni kom brátt hvítblæði fram hjá 1 af

532 (0,2%) sjúklingum í TAC hópnum. Engin tilvik komu fram hjá sjúklingum í FAC hópnum. Tilvik um mergmisþroska greindust í hvorugum meðferðarhópnum.

Fylgikvillar daufkyrningafæðar

Taflan hér fyrir neðan sýnir lækkun á tíðni daufkyrningafæðar af gráðu 4, daufkyrningafæðar með hita og daufkyrningafæðar með sýkingu hjá sjúklingum sem fengu fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G- CSF eftir að skylt var að veita slíka meðferð í TAC-hluta GEICAM rannsóknarinnar.

Fylgikvillar daufkyrningafæðar hjá sjúklingum sem fengu TAC samsetta meðferð með eða án fyrirbyggjandi grunnmeðferðar með G-CSF (GEICAM 9805)

 

Án fyrirbyggjandi

Með fyrirbyggjandi

 

grunnmeðferðar með

grunnmeðferð með

 

G-CSF (n = 111)

G-CSF (n = 421)

 

n (%)

n (%)

 

 

 

 

Daufkyrningafæð (gráða 4)

104 (93,7)

(32,1)

 

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með hita

(25,2)

(5,5)

 

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með

(12,6)

(5,0)

sýkingu

 

 

 

 

Daufkyrningafæð með

(1,8)

5 (1,2)

sýkingu (3-4 gráða)

 

 

 

 

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við kirtilkrabbameini í maga

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Daufkyrningafæð ásamt sýkingu;

 

sníkjudýra

Sýking (G3/4: 11,7%)

 

Blóð og eitlar

Blóðleysi G3/4: 20,9%);

 

 

Daufkyrningafæð (G3/4: 83,2%);

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4: 8,8%);

 

 

Daufkyrningafæð samfara

 

 

hækkuðum líkamshita

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi (G3/4: 1,7)

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 11,7%)

 

 

 

 

Taugakerfi

Útlægur skyntaugakvilli (G3/4:

Sundl (G3/4: 2,3%);

 

8,7%)

Útlægur hreyfitaugakvilli

 

 

(G3/4: 1,3%)

Augu

 

Aukin táraseyting

 

 

(G3/4: 0%)

Eyru og völundarhús

 

Heyrnarskerðing (G3/4:

 

 

0%)

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir (G3/4:

 

 

1,0%)

Meltingarfæri

Niðurgangur (G3/4: 19,7%);

Hægðatregða (G3/4: 1,0

 

Ógleði (G3/4: 16%);

%);

 

Munnbólga (G3/4: 23,7%);

Verkir í meltingarfærum

 

Uppköst (G3/4: 14,3%)

(G3/4: 1,0%);

 

 

Vélindisbólga/

 

 

kyngingartregða/

 

 

kyngingarsársauki

 

 

(G3/4: 0,7%)

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 4,0%)

Útbrot með kláða

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

Breytingar á nöglum

 

 

(G3/4: 0,7%);

 

 

Húðflögnun (G3/4: 0%)

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 19,0%);

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 2,3%);

 

 

Vökvasöfnun (alvarleg

 

 

 

MedDRA flokkun eftir líffærum

Mjög algengar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir

 

 

 

 

tilvik/lífshættuleg: 1%)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við kirtilkrabbameini í maga

Blóð og eitlar

17,2% sjúklinga fengu daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita og 13,5% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu óháð notkun G-CSF. G-CSF var notað sem viðbótar fyrirbyggjandi meðferð hjá 19,3% sjúklinga (í 10,7% meðferðarlotna). 12,1% sjúklinga fengu daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita og 3,4% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu þegar sjúklingunum var gefið G-CSF sem fyrirbyggjandi meðferð og 15,6% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt hækkuðum líkamshita og 12,9% sjúklinga fengu daufkyrningafæð ásamt sýkingu, sem fengu ekki G-CSF sem fyrirbyggjandi meðferð (sjá kafla 4.2).

Tafla yfir aukaverkanir við gjöf TAXOTERE 75 mg/m² ásamt cisplatíni og 5-flúóroúrasíli við krabbameini í höfði og hálsi

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 6,3%);

 

 

sníkjudýra

Daufkyrningafæð ásamt

 

 

 

sýkingu

 

 

Æxli, góðkynja og illkynja

 

Verkir vegna

 

æxli

 

krabbameins (G3/4:

 

(einnig blöðrur og separ)

 

0,6%)

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

Daufkyrningafæð

 

 

(G3/4: 76,3%);

samfara hækkuðum

 

 

Blóðleysi (G3/4: 9,2%);

líkamshita

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4:

 

 

 

5,2%)

 

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmi (engin alvarleg

 

 

 

tilvik)

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4: 0,6%)

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

Breyting á

Sundl

 

 

bragðskyni/breyting á

 

 

 

lyktarskyni;

 

 

 

Útlægur skyntaugakvilli

 

 

 

(G3/4: 0,6%)

 

 

Augu

 

Aukin táraseyting;

 

 

 

Tárubólga

 

Eyru og völundarhús

 

Heyrnarskerðing

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Blóðþurrðarsjúkdómur í

Hjartsláttartruflanir

 

 

hjarta (G3/4: 1,7%)

(G3/4: 0,6%)

Æðar

 

Bláæðakvillar (G3/4:

 

 

 

0,6%)

 

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 0,6%);

Hægðatregða

 

 

Munnbólga (G3/4:

Vélindisbólga/

 

 

4,0%);

kyngingartregða/

 

 

Niðurgangur (G3/4:

kyngingarsársauki

 

 

2,9%);

(G3/4: 0,6%);

 

 

Uppköst (G3/4: 0,6%)

Kviðverkir

 

 

 

Meltingaróþægindi;

 

 

 

Blæðingar í

 

 

 

meltingarvegi

 

 

 

(G3/4: 0,6%)

 

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 10,9%)

Útbrot með kláða;

 

 

 

Húðþurrkur;

 

 

 

Húðflögnun (G3/4:

 

 

 

0,6%)

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaþrautir

 

 

 

(G3/4:0,6%)

 

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 3,4%)

 

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 0,6%);

 

 

 

Vökvasöfnun;

 

 

 

Bjúgur

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdaraukning

 

 

 

 

• Upphafskrabbameinslyfjameðferð og krabbameinslyfja- og geislameðferð í kjölfarið (TAX 324)

MedDRA flokkun eftir

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

líffærum

aukaverkanir

aukaverkanir

aukaverkanir

 

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking (G3/4: 3,6%)

Daufkyrningafæð ásamt

 

sníkjudýra

 

sýkingu

 

Æxli, góðkynja og illkynja

 

Verkir vegna

 

æxli

 

krabbameins (G3/4:

 

(einnig blöðrur og separ)

 

1,2%)

 

Blóð og eitlar

Daufkyrningafæð

 

 

 

(G3/4: 83,5%);

 

 

 

Blóðleysi (G3/4: 12,4%);

 

 

 

Blóðflagnafæð (G3/4:

 

 

 

4,0%);

 

 

 

Daufkyrningafæð

 

 

 

samfara hækkuðum

 

 

 

líkamshita

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Lystarleysi (G3/4:

 

 

 

12,0%).

 

 

Taugakerfi

Breyting á

Sundl (G3/4: 2,0%);

 

 

bragðskyni/breyting á

Útlægur

 

 

lyktarskyni (G3/4: 0,4%);

hreyfitaugakvilli

 

 

Útlægur skyntaugakvilli

(G3/4: 0,4%)

 

 

(G3/4: 1,2%).

 

 

Augu

 

Aukið tárarennsli

Tárubólga

Eyru og völundarhús

Heyrnarskerðing

 

 

 

(G3/4: 1,2%)

 

 

Hjarta

 

Hjartsláttartruflanir

Blóðþurrð í hjarta

 

 

(G3/4: 2,0%)

 

Æðar

 

 

Bláæðakvillar

Meltingarfæri

Ógleði (G3/4: 13,9%);

Meltingartruflanir

 

 

Munnbólga (G3/4:

(G3/4: 0,8%);

 

 

20,7%);

Meltingaróþægindi

 

 

Uppköst (G3/4: 8,4%);

(G3/4: 1,2%);

 

 

Niðurgangur (G3/4:

Blæðingar í

 

 

6,8%);

meltingarvegi

 

 

Vélindisbólga/

(G3/4: 0,4%)

 

 

kyngingartregða/

 

 

 

kyngingarsársauki

 

 

 

(G3/4: 12,0%);

 

 

 

Hægðatregða

 

 

 

(G3/4: 0,4%)

 

 

Húð og undirhúð

Hárlos (G3/4: 4,0%);

Húðþurrkur;

 

 

Útbrot með kláða

Húðflögnun

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Vöðvaþrautir

 

 

 

(G3/4:0,4%)

 

Almennar aukaverkanir og

Svefnhöfgi (G3/4: 4,0%);

 

 

aukaverkanir á íkomustað

Hiti (G3/4: 3,6%);

 

 

 

Vökvasöfnun

 

 

 

(G3/4: 1,2%);

 

 

 

Bjúgur (G3/4: 1,2%)

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Þyngdartap

 

Þyngdaraukning

 

 

 

Reynsla eftir markaðssetningu

Æxli, góðkynja og illkynja (einnig blöðrur og separ)

Skýrt hefur verið frá tilvikum um brátt kyrningahvítblæði og mergmisþroska (myelodysplastic syndrome) í tengslum við dócetaxel þegar það hefur verið notað ásamt öðrum krabbameinslyfjum og/eða geislameðferð.

Blóð og eitlar

Skýrt hefur verið frá beinmergsbælingu og öðrum aukaverkunum á blóð. Skýrt hefur verið frá dreifðri blóðstorknun (DIC), oft í tengslum við sýklasótt eða víðtæka líffærabilun.

Ónæmiskerfi

Skýrt hefur verið frá nokkrum tilvikum um bráðaofnæmislost, stundum banvænum.

Taugakerfi

Í nokkrum tilvikum hefur rykkjakrampi (convulsion) eða tímabundið meðvitundarleysi komið fram við dócetaxelgjöf. Þessar verkanir koma stundum fram meðan á innrennsli lyfsins stendur.

Augu

Örsjaldan hefur verið skýrt frá tímabundnum sjóntruflunum (leiftri, ljósglömpum, sjónsviðseyðum), sem koma að jafnaði fram meðan á innrennsli lyfsins stendur og í tengslum við ofnæmi. Þessar truflanir hurfu þegar innrennsli var hætt. Stöku sinnum hefur verið skýrt frá tárarennsli ýmist með eða án tárubólgu og örsjaldan hefur verið skýrt frá stíflu í táragöngum sem hefur valdið miklu tárarennsli. Greint hefur verið frá tilvikum blöðrublettabjúgs (cystoid macular oedema) hjá sjúklingum meðhöndluðum með dócetaxel.

Eyru og völundarhús

Skýrt hefur verið frá eiturverkunum á eyru, heyrnartruflunum og/eða heyrnartapi, en það er mjög sjaldgæft.

Hjarta

Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum tilvikum um hjartadrep.

Æðar

Skýrt hefur verið frá segareki í bláæðum, en það er mjög sjaldgæft.

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Mjög sjaldan hefur verið skýrt frá bráðu andnauðarheilkenni (acute respiratory distress syndrome) og tilvikum um millivefslungnabólgu/lungnabólgu, millivefslungnasjúkdóm, bandvefsmyndun í lungum (pulmonary fibrosis) og öndunarbilun, sem í sumum tilvikum hefur reynst banvæn. Greint hefur verið frá mjög sjaldgæfum tilvikum um geislunarlungnabólgu hjá sjúklingum sem eru samtímis í geislameðferð.

Meltingarfæri

Mjög sjaldan hefur verið greint frá vessaþurrð vegna vökvataps frá görnum, gatmyndun í meltingarvegi, ristilbólgu vegna blóðþurrðar, ristilbólgu og garna- og ristilbólgu af völdum daufkyrningafæðar. Skýrt hefur verið frá garnastíflu og þarmateppu, en það er mjög sjaldgæft.

Lifur og gall

Örsjaldan hefur verið greint frá lifrarbólgu, stundum banvænni, einkum hjá sjúklingum sem eru fyrir með lifrarsjúkdóm.

Húð og undirhúð

Örsjaldan hefur verið greint frá helluroða í húð (cutaneous lupus erythematosus) og útbrotum með blöðrum (bullous eruptions) í tengslum við dócetaxel eins og regnbogaroðasótt (erythema multiforme), Stevens-Johnson heilkenni, drepi í húðþekju (toxic epidermal necrolysis). Í sumum tilvikum geta aðrir

samhliða þættir stuðlað að þróun þessara áhrifa. Greint hefur verið frá herslishúðlíkum breytingum vegna dócetaxels venjulega að undangengnum útlægum vessabjúg. Skýrt hefur verið frá tilvikum varanlegrar skallamyndunar (tíðni ekki þekkt).

Nýru og þvagfæri

Skýrt hefur verið frá skertri nýrnastarfsemi og nýrnabilun. Í u.þ.b. 20% þessara tilvika voru engir áhættuþættir fyrir bráðri nýrnabilun svo sem samhliða lyf sem hafa eiturverkun á nýru og sjúkdómar í meltingarvegi.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög sjaldan hefur verið greint frá endurkomu geislaáhrifa (radiation recall) fyrirbæri.

Bráð þvagþurrð (oliguria) eða lágur blóðþrýstingur hefur ekki fylgt í kjölfar vökvasöfnunar. Mjög sjaldan hefur verið skýrt frá vessaþurrð (dehydration) og lungnabjúg.

Efnaskipti og næring

Greint hefur verið frá tilvikum af ójafnvægi í vökva- og saltbúskap líkamans. Greint hefur verið frá tilvikum blóðnatríumlækkunar, aðallega tengdum ofþornun, uppköstum og lungnabólgu. Blóðkalíumlækkun, blóðmagnesíumlækkun, og blóðkalsíumlækkun hefur sést í tengslum við aukaverkanir í meltingarfærum og þá sérstaklega ef um niðurgang er að ræða.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Greint hefur verið frá nokkrum tilvikum ofskömmtunar. Ekkert þekkt mótefni er til við ofskömmtun dócetaxels. Við ofskömmtun á að leggja sjúkling inn á gjörgæslu og fylgjast grannt með mikilvægustu líkamsstarfsemi. Við ofskömmtun má búast við því að aukaverkanir versni. Þær aukaverkanir sem einkum má búast við vegna ofskömmtunar eru beinmergsbæling, eiturverkanir á úttaugar og bólga í slímu. Gefa skal sjúklingum lækningalegan skammt af G-CSF eins fljótt og auðið er þegar ljóst er að um ofskömmtun er að ræða. Veita skal viðeigandi meðferð við öðrum einkennum eins og þörf er á.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Taxön (Taxanes), ATC flokkur: L01CD02.

Verkunarháttur

Dócetaxel er æxlishemjandi lyf, sem verkar með því að stuðla að fjölliðun túbúlíns í stöðugar örpíplur (microtubuli) og hindra klofning þeirra og dregur þannig umtalsvert úr fríu magni túbúlíns. Binding dócetaxels við örpíplur hefur engar breytingar á fjölda trefjuþráða (protofilaments) í för með sér.

Í in vitro rannsóknum hefur komið í ljós að dócetaxel eyðileggur örpíplukerfi frumunnar sem er forsenda kjarnaskiptingar og starfsemi frumunnar í millifasa.

Lyfhrif

Í ljós kom að dócetaxel hefur frumudrepandi áhrif in vitro á ýmsar frumulínur æxla úr músum og mönnum svo og á nýtekin sýni af æxlisfrumum úr mönnum í einræktunarprófum. Há þéttni dócetaxels næst í innanfrumuvökva og helst það lengi í frumunni. Enn fremur kom fram að dócetaxel er virkt gegn sumum en þó ekki öllum frumulínum, sem mynda mjög mikið af p-glýkópróteini, sem er mælt með genisem veldur fjöllyfjamótstöðu (multidrug resistance gene). In vivo er virkni dócetaxels óháð

meðferðarmynstri og í tilraunum hefur komið í ljós að það hefur breiðvirka frumudrepandi verkun gegn ígræddum langt gengnum æxlum úr músum og mönnum.

Klínísk verkun og öryggi

Brjóstakrabbamein

TAXOTERE gefið ásamt doxórúbisíni og cýklófosfamíði: viðbótarmeðferð

Sjúklingar með skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla (TAX 316)

Upplýsingar úr fjölsetra, opinni slembivalsrannsókn styðja notkun dócetaxels sem viðbótarmeðferð hjá sjúklingum á aldrinum 18 til 70 ára með skurðtækt brjóstakrabbamein sem breiðst hefur til eitla og KPS ≥ 80%. Eftir flokkun í samræmi við fjölda jákvæðra eitla (1-3, 4+) var 1.491 sjúklingi raðað með slembivali og fengu þeir annað hvort dócetaxel 75 mg/m2, sem gefið var 1 klst. eftir gjöf 50 mg/m2 af doxórúbisíni og 500 mg/m2 af cýklófosfamíði (TAC hópur) eða 50 mg/m2 af doxórúbisíni og í kjölfar þess 500 mg/m2 af flúoróúrasíli og 500 mg/m2 af cýklófosfamíði (FAC hópur). Báðar lyfjameðferðir voru gefnar einu sinni á 3 vikna fresti í 6 meðferðarlotum. Dócetaxel var gefið með innrennsli á

1 klst., öll önnur lyf voru gefin með inndælingu í bláæð á degi 1. G-CSF var gefið sem seinni forvörn sjúklingum sem fengu alvarlega daufkyrningafæð (daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita, langvarandi daufkyrningafæð eða sýkingu). Sjúklingum í TAC hópnum var gefið fyrirbyggjandi sýklalyf, cíprófloxacín 500 mg til inntöku tvisvar sinnum á dag í 10 daga og var lyfjagjöf hafin á degi 5 í hverri meðferðarlotu eða sambærilegt lyf. Eftir að síðustu meðferðarlotu með krabbameinslyfjum lauk var sjúklingum, sem voru með jákvæða estrógen og/eða prógesterón viðtaka, gefið 20 mg af tamoxífeni daglega í allt að 5 ár í báðum meðferðarhópunum. Til viðbótar var geislameðferð beitt í samræmi við leiðbeiningar sem voru í gildi á þeim stofnunum sem tóku þátt í

rannsókninni og var hún notuð á 69% þeirra sjúklinga, sem fengu TAC og á 72% þeirra sjúklinga, sem fengu FAC. Gerðar voru tvær milligreiningar (interim analysis) og ein lokagreining. Fyrri milligreiningin var ráðgerð 3 árum eftir þann dag sem helmingur þeirra sem skráðir voru í rannsóknina höfðu lokið þátttöku. Seinni milligreiningin var gerð eftir að greint hafði verið frá í heild 400 tilvikum sjúkdómsfrírrar lifunar, sem varð til þess að miðgildi eftirfylgni var 55 mánuðir. Lokagreiningin var gerð þegar allir sjúklingar höfðu mætt í 10 ára eftirfylgniheimsókn (nema þeir hefðu áður náð sjúkdómsfrírri lifun eða ekki hefði verið hægt að hafa upp á þeim til eftirfylgni). Sjúkdómsfrí lifun var aðalendapunktur og heildarlifun var aukaendapunktur.

Lokagreining var gerð með raunmiðgildi eftirfylgni sem var 96 mánuðir. Sýnt var fram á marktækt lengri lifun án sjúkdóms tímabil hjá TAC hópnum samanborið við FAC hópinn. Tíðni endurkomu sjúkdómsins eftir 10 ár var lægri hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (39% á móti 45%), þ.e. lækkun á raunáhættu var 6% (p = 0,0043). Heildarlifun eftir 10 ár var einnig marktækt meiri hjá þeim sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (76% á móti 69%), þ.e. lækkun á raunáhættu á dauðsfalli var 6% (p = 0,002). Þar sem ávinningurinn sem kom fram hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla var ekki tölfræðilega marktækur, með tilliti sjúkdómsfrírrar lifunar og heildarlifunar, sýndi lokagreiningin ekki fullkomlega fram á jákvætt hlutfall ávinnings/áhættu af TAC meðferð, hjá sjúklingum með útbreiðslu til 4 eða fleiri eitla.

Í heildina sýndu niðurstöður rannsóknarinnar jákvætt hlutfall milli ávinnings og áhættu TAC meðferðar samanborið við FAC meðferð.

Gerð var greining á undirhópum sjúklinga í TAC-meðferð samkvæmt fyrirfram skilgreindum þáttum sem hafa áhrif á batahorfur;

 

 

Lifun án sjúkdóms

Heildarlifun

 

Undirhópar

Fjöldi

Áhættu-

95% CI

p =

Áhættu-

95% CI

p =

 

sjúkling

hlutfall*

 

 

hlutfall*

 

 

 

a

 

 

 

 

 

 

Fjöldi jákvæðra

 

 

 

 

 

 

 

eitla

 

 

 

 

 

 

 

Alls

0,80

0,68-0,93

0,0043

0,74

0,61-0,90

0,0020

0,72

0,58-0,91

0,0047

0,62

0,46-0,82

0,0008

4+

0,8387

0,70-1,09

0,2290

0,87

0,67-1,12

0,2746

*áhættuhlutfall innan við 1 á við að TAC er tengt lengri lifun án sjúkdóms og heildarlifun í samanburði við FAC.

Sjúklingar með skurðtækt brjóstakrabbamein, sem ekki hefur breiðst út til eitla, sem uppfylla skilyrði fyrir krabbameinslyfjameðferð (GEICAM 9805)

Upplýsingar úr fjölsetra, opinni rannsókn með slembivali styður notkun TAXOTERE sem viðbótarmeðferðar hjá sjúklingum með skurðtækt brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla og sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá krabbameinslyfjameðferð. Valdir voru 1.060 sjúklingar með slembivali og fengu þeir annaðhvort TAXOTERE 75 mg/m2 gefið 1 klst. eftir meðferð með doxórúbisíni 50 mg/m2 og cýklófosfamíði 500 mg/m2 (539 sjúklingar í TAC hópi) eða doxórúbisín 50 mg/m2 ásamt flúoróúrasíli 500 mg/m2 og cýklófosfamíði 500 mg/m2 í kjölfarið (521 sjúklingur í FAC hópi) sem viðbótarmeðferð við skurðtæku brjóstakrabbameini sem hafði ekki breiðst út til eitla hjá þeim sem voru í mikilli hættu á að fá bakslag samkvæmt 1998 St. Gallen viðmiðum

(æxlisstærð >2 cm og/eða ER og PR neikvæð æxli og/eða háa vefjafræði-/skimunargráðu (gráðu 2 til 3) og/eða aldur <35 ár). Báðar meðferðirnar voru gefnar á þriggja vikna fresti í 6 meðferðarlotum. TAXOTERE var gefið með 1 klst. innrennsli. Öll önnur lyf voru gefin í bláæð á 1. degi á þriggja vikna fresti. Fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF var sett sem skilyrði í TAC hópnum eftir að

230 sjúklingar höfðu verið valdir með slembivali. Tíðni daufkyrningafæðar af gráðu 4, daufkyrningafæðar með hita og sýkingar í tengslum við daufkyrningafæð var lægri hjá sjúklingum sem höfðu fengið fyrirbyggjandi grunnmeðferð með G-CSF (sjá kafla 4.8). Eftir síðustu meðferðarlotuna með krabbameinslyfjum fengu sjúklingar í báðum hópunum, sjúklingar með ER jákvæð og/eða PgR jákvæð æxli, tamoxifen 20 mg einu sinni á sólarhring í allt að 5 ár. Viðbótargeislameðferð var gefin samkvæmt viðurkenndum leiðbeiningum hjá viðkomandi stofnun á hverjum stað og fengu 57,3% sjúklinga sem höfðu fengið TAC og 51,2% sjúklinga sem höfðu fengið FAC viðbótargeislameðferð.

Frumgreining og uppfærð greining var gerð. Frumgreiningin var gerð þegar öllum sjúklingum hafði verið fylgt eftir í meira en 5 ár (miðgildi eftirfylgni var 77 mánuðir). Uppfærða greiningin var gerð þegar allir sjúklingar höfðu höfðu mætt í 10 ára eftirfylgniheimsókn (miðgildi eftirfylgni var 10 ár og 5 mánuðir) (nema þeir hefðu áður náð sjúkdómsfrírri lifun eða ekki hafði verið hægt að hafa upp á þeim til eftirfylgni). Sjúkdómsfrí lifun var aðalendapunktur og heildarlifun var aukaendapunktur.

Við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni var sýnt fram á marktækt lengri lifun án sjúkdóms hjá TAC hópnum samanborið við FAC hópinn. Líkur á bakslagi minnkuðu um 32% hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,68, 95% CI (0,49-0,93), p = 0,01). Við 10 ára og 5 mánaða miðgildi eftirfylgni var 16,5% minnkuð hætta á bakslagi hjá sjúklingum sem fengu TAC samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,84, 95% CI (0,65-1,08),

p = 0,1646). Niðurstöður með tilliti til sjúkdómsfrírrar lifunar voru ekki tölfæðilega marktækar en þó var jákvæð tilhneiging TAC í hag.

Við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni var heildarlifun lengri hjá TAC hópnum, hætta á dauðsfalli 24% minni samanborið við FAC (áhættuhlutfall = 0,76, 95% CI (0,46-1,26, p = 0,29). Samt sem áður var enginn marktækur munur á dreifingu heildarlifunar á milli hópanna tveggja.

Við 10 ára og 5 mánaða miðgildi eftirfylgni, var hætta á dauðsfalli 9% minni samanborið við þá sem fengu FAC (áhættuhlutfall = 0,91, 95% CI (0,63-1,32)). Við 8 ára eftirfylgniheimsókn var

lifunarhlutfallið 93,7% í TAC hópnum og 91,4% í FAC hópnum, og við 10 ára eftirfylgniheimsókn var það 91,3% í TAC hópnum og 89% í FAC hópnum.

Jákvætt hlutfall ávinnings og áhættu fyrir TAC samanborið við FAC hélst óbreytt.

Í frumgreiningunni (við 77 mánaða miðgildi eftirfylgni) var gerð greining á undirhópum sjúklinga í TAC-meðferð samkvæmt fyrirfram skilgreindum þáttum sem hafa áhrif á batahorfur (sjá töfluna hér fyrir neðan):

Greining á undirhópum-Viðbótarmeðferð í rannsókn á sjúklingum með brjóstakrabbamein sem hefur ekki breiðst út til eitla

(Greining samkvæmt meðferðaráætlun (Intent-to-Treat Analysis))

 

 

Lifun án sjúkdóms

Undirhópar

Fjöldi sjúklinga í

Áhættuhlutfall*

95% CI

 

TAC hópi

 

 

Alls

0,68

0,49-0,93

Aldurshópur 1

 

 

 

<50 ára

0,67

0,43-1,05

≥50 ára

0,67

0,43-1,05

Aldurshópur 2

 

 

 

<35 ára

0,31

0,11-0,89

≥35 ára

0,73

0,52-1,01

Staða hormónaviðtaka

 

 

 

Neikvæð

0,7

0,45-1,1

Jákvæð

0,62

0,4-0,97

Stærð æxlis

 

 

 

2 cm

0,69

0,43-1,1

>2 cm

0,68

0,45-1,04

Vefjafræðigráða

 

 

 

Gráða 1 (þ.m.t.

0,79

0,24-2,6

óskilgreind gráða)

 

 

 

Gráða 2

0,77

0,46-1,3

Gráða 3

0,59

0,39-0,9

Staða tíðablæðinga

 

 

 

Fyrir tíðahvörf

0,64

Eftir tíðahvörf

0,72

0,47-1,12

*áhættuhlutfall (TAC/FAC) minna en 1gefur til kynna að TAC samsettri meðferð fylgi lengri lifun án sjúkdóms samanborið við FAC samsetta meðferð.

Framreiknun á lifun án sjúkdóms í undirhópum sjúklinga sem uppfylla viðmið um 2009 St. Gallen krabbameinslyfjameðferð – (ITT hópar) var framkvæmd og er birt hér fyrir neðan

 

 

 

Áhættuhlutfall

 

 

TAC

FAC

(TAC/FAC)

 

Undirhópar

(n=539)

(n=521)

(95% CI)

p-gildi

Uppfyllt skilyrði

 

 

 

 

ábendingar fyrir

 

 

 

 

krabbameinslyfjameðferða

 

 

 

 

Nei

18/214

26/227

0,796 (0,434 - 1,459)

0,4593

 

(8,4%)

(11,5%)

 

 

48/325

69/294

0,606 (0,42 - 0,877)

0,0072

 

(14,8%)

(23,5%)

 

 

TAC = dócetaxel, doxórúbisín og cýklófosfamíð

FAC = 5-flúoróúrasíl, doxórúbisín og cýklófosfamíð CI =öryggisbil; ER = estrogen viðtaki

PR = progesteron viðtaki

a ER/PR-neikvæð eða Gráða 3 eða æxlisstærð >5 cm

Við áætlun áhættuhlutfalls var notast við Cox hlutfallslegt áhættulíkan með meðferðarhóp sem meginþáttinn.

TAXOTERE gefið eitt sér

Gerðar hafa verið tvær 3. stigs samanburðarrannsóknir með slembivali, þar sem ráðlagður skammtur af dócetaxeli, 100 mg/m2 líkamsyfirborðs, var gefinn á þriggja vikna fresti. Sjúklingarnir voru með brjóstakrabbamein með meinvörpum. Þátttakendur í rannsóknunum voru annars vegar 326 sjúklingar, sem höfðu áður verið meðhöndlaðir með alkýlerandi efnum án árangurs og hins vegar 392 sjúklingar, sem höfðu áður verið meðhöndlaðir með antracýklínum án árangurs.

Hjá sjúklingum, sem höfðu verið meðhöndlaðir með alkýlerandi efnum án árangurs, var gerður samanburður á dócetaxeli og doxórúbisíni (75 mg/m2 á þriggja vikna fresti). Dócetaxel hafði hvorki áhrif á heildarlíftíma (15 mánuðir fyrir dócetaxel samanborið við 14 mánuði fyrir doxórúbisín,

p = 0,38) né á þann tíma sem leið þar til sjúkdómurinn tók að versna (27 vikur fyrir dócetaxel samanborið við 23 vikur fyrir doxórúbisín, p = 0,54) en jók svörunarhlutfall (52% samanborið við 37,4%, p = 0,01) og stytti þann tíma sem leið þar til áhrif á æxlið komu fram (12 vikur samanborið við 23 vikur, p = 0,007). Þrír sjúklingar (2%) sem fengu dócetaxel urðu að hætta meðferð vegna vökvasöfnunar en 15 sjúklingar (9%) sem fengu doxórúbisín urðu að hætta meðferð vegna eiturverkana á hjarta (þrír sjúklingar dóu vegna hjartabilunar).

Hjá sjúklingum, sem höfðu verið meðhöndlaðir með antracýklínum án árangurs, var gerður samanburður á dócetaxeli og mítómýsíni C og vínblastíni (12 mg/m2 á 6 vikna fresti og 6 mg/m2 á

3 vikna fresti). Dócetaxel jók svörunartíðni (33% samanborið við 12%, p < 0,0001), lengdi tíma þar til sjúkdómurinn tók að versna (19 vikur samanborið við 11 vikur, p = 0,0004) og sjúklingar lifðu lengur (11 mánuði samanborið við 9 mánuði, p = 0,01).

Í þessum tveimur 3. stigs rannsóknum var öryggi af notkun dócetaxels í samræmi við það öryggi sem kom fram í 2. stigs rannsóknum (sjá kafla 4.8).

Opin, fjölsetra, 3. stigs rannsókn með slembivali var gerð til að bera saman meðferð með dócetaxeli einu sér og paclitaxeli við meðferð á langt gengnu brjóstakrabbameini hjá sjúklingum þar sem antracýklín hafði verið notað við fyrri meðferð. Alls var 449 sjúklingum raðað með slembivali og fengu þeir annað hvort 100 mg/m2 skammt af dócetaxeli einu sér, sem gefið var með innrennsli á

1 klst. eða 175 mg/m2 skammt af paclitaxeli, sem gefið var með innrennsli á 3 klst. Báðar meðferðir voru gefnar á 3 vikna fresti.

Án þess að hafa áhrif á aðalendapunkt, þ.e. hlutfall heildarsvörunar (32% borið saman við 25%,

p = 0,10), jók dócetaxel miðgildi þess tíma þar til sjúkdómurinn tók að versna (24,6 vikur borið saman við 15,6 vikur; p < 0,01) og miðgildi lifunar (15,3 mánuðir borið saman við 12,7 mánuði; p = 0,03). Fleiri aukaverkanir af gráðu 3/4 sáust hjá þeim, sem fengu dócetaxel eitt sér (55,4%) samanborið við þá sem fengu paclitaxel (23,0%).

TAXOTERE gefið ásamt doxórúbisíni

Gerð hefur verið ein stór 3. stigs slembivalsrannsókn á 429 sjúklingum með krabbamein með mein- vörpum sem ekki höfðu áður verið meðhöndlaðir með krabbameinslyfjum. Ýmist var doxórúbisín gefið (50 mg/m2) ásamt dócetaxeli (75 mg/m2) (AT hópur) eða doxórúbisín (60 mg/m2) ásamt cýklófosfamíði (600 mg/m2) (AC hópur). Í báðum tilvikum voru lyfin gefin á degi 1 á þriggja vikna fresti.

Tími þar til sjúkdómurinn versnaði (TTP (time to progression)) var marktækt lengri hjá AT hópnum samanborið við AC hópinn, p = 0,0138. Miðgildi TTP var 37,3 vikur (95%CI :33,4-42,1) hjá AT hópnum og 31,9 vikur (95 %CI :27,4 - 36,0) hjá AC hópnum.

Heildarsvörunarhlutfall (ORR (overall response rate)) var marktækt meiri hjá AT hópnum samanborið við AC hópinn, p = 0,009. ORR var 59,3 % (95 %CI : 52,8 - 65,9) hjá AT hópnum samanborið við 46,5 % (95 %CI : 39,8 - 53,2) hjá AC hópnum.

Í þessari rannsókn var tíðni alvarlegrar daufkyrningafæðar meiri hjá AT hópnum en hjá AC hópnum (90% samanborið við 68,6%), einnig daufkyrningafæð samfara hækkuðum líkamshita (33,3% samanborið við 10%), sýking (8% samanborið við 2,4%), niðurgangur (7,5% samanborið við 1,4%), þróttleysi (8,5% samanborið við 2,4%) og verkir (2,8% samanborið við 0%). Á hinn bóginn var tíðni alvarlegs blóðleysis meiri hjá AC hópnum en hjá AT hópnum (15,8% samanborið við 8,5%) og auk þess var tíðni alvarlegra eiturverkana á hjarta meiri: Hjartabilun (3,8% samanborið við 2,8%), heildarminnkun fráfallsbrots vinstra slegils (LVEF) 20% (13,1% samanborið við 6,1%), heildar minnkun LVEF 30% (6,2% samanborið við 1,1%). Einn sjúklingur úr AT hópnum lést vegna eiturverkana (vegna hjartabilunar) og 4 sjúklingar úr AC hópnum (einn vegna sýklasóttarlosts og þrír vegna hjartabilunar).

Lífsgæði voru metin í báðum hópunum samkvæmt EORTC spurningalista og voru niðurstöður sambærilegar og stöðugar meðan á meðferð stóð svo og við eftirfylgni.

TAXOTERE gefið ásamt trastuzumabi

Notkun dócetaxels ásamt trastuzumabi var rannsökuð við meðferð hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein með meinvörpum þegar æxlin yfirtjá HER2 og þeir hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum. Eitt hundrað áttatíu og sex sjúklingar voru valdir með slembivali og fengu dócetaxel (100 mg/m2) ásamt eða án trastuzumabs; 60% sjúklinganna fengu fyrst antrasýklín sem viðbótarmeðferð við krabbameinslyfjameðferð. Dócetaxel auk trastuzumabs var virkt hjá sjúklingum hvort sem þeir höfðu áður fengið antrasýklín sem viðbótarmeðferð eða ekki. Aðalmæliaðferð til að ákvarða HER2 jákvæðni í þessari grundvallar- rannsókn var mótefnalitun vefja (immunohistochemistry (IHC)). Lítill hluti sjúklinganna var mældur með því að nota „fluorescence in-situ hybridization” (FISH). Í þessari rannsókn höfðu

87% sjúklinganna sjúkdóm sem var IHC 3+ og 95% sjúklinganna sem voru þátttakendur voru með sjúkdóm sem var IHC 3+ og/eða FISH jákvæður. Niðurstöður um virkni eru dregnar saman í eftirfarandi töflu:

Kennistærð

Dócetaxel ásamt trastuzumabi1

Dócetaxel1

 

n = 92

 

 

 

n = 94

Hlutfall svörunar

61%

34%

(95% CI)

(50-71)

(25-45)

Miðgildi þess tíma sem svörun

 

 

varir (mánuðir)

11,4

5,1

(95% CI)

(9,2-15,0)

(4,4-6,2)

Miðgildi TTP* (mánuðir)

10,6

5,7

(95% CI)

(7,6-12,9)

(5,0-6,5)

Miðgildi lifunar (mánuðir)

30,52

22,12

(95% CI)

(26,8-ne)

(17,6-28,9)

*TTP = time to progression= tími þar til sjúkdómur versnar; „ne” táknar að ekki var hægt að meta niðurstöðu eða hún hafði ekki enn náðst.

1Greining samkvæmt meðferðaráætlun („intent-to-treat”)

2 Áætlað miðgildi lifunar

TAXOTERE gefið ásamt capecítabíni

Gögn úr einni 3. stigs klínískri, fjölsetra, samanburðarrannsókn með slembivali styður notkun dócetaxels ásamt capecítabíni til meðferðar á sjúklingum með langt gengið brjóstakrabbamein sem er staðbundið eða með meinvörpum þegar ekki hefur fengist svörun við annarri krabbameinslyfja-

meðferð, þar með talið antrasýklíni. Í þessari rannsókn voru 255 sjúklingar, sem valdir voru með slembivali, meðhöndlaðir með dócetaxeli (75 mg/m2 voru gefin með innrennsli í bláæð á 1 klst. á

3 vikna fresti) og capecítabíni (1.250 mg/m2 tvisvar sinnum á dag í 2 vikur og síðan var 1 viku hvíld). 256 sjúklingar, sem valdir voru með slembivali, voru meðhöndlaðir með dócetaxeli einu sér

(100 mg/m2 voru gefin með innrennsli í bláæð á 1 klst. á 3 vikna fresti). Þeir sem voru í dócetaxel + capecítabín hópnum lifðu lengur (p = 0,0126). Miðgildi lifunar var 442 dagar (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 352 daga (dócetaxel eitt sér). Heildarsvörunartíðni í þýðinu sem var allt slembivalið (að mati rannsakanda) var 41,6% (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 29,7% (dócetaxel eitt sér); p = 0,0058. Sá tími sem leið þar til sjúkdómurinn versnaði var lengri hjá þeim, sem voru í dócetaxel + capecítabín hópnum (p < 0,0001). Miðgildi þess tíma þar til sjúkdómurinn versnaði var 186 dagar (dócetaxel + capecítabín) samanborið við 128 daga (dócetaxel eitt sér).

Lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð (Non-Small Cell Lung Cancer)

Sjúklingar sem hafa áður verið meðhöndlaðir með krabbameinslyfjum með eða án geislameðferðar

Í 3. stigs rannsókn, sem gerð var á sjúklingum sem höfðu áður fengið meðferð, var sá tími sem leið þar til sjúkdómurinn versnaði (12,3 vikur samanborið við 7 vikur) sem og heildarlíftími marktækt lengri hjá þeim sem gefið var dócetaxel 75 mg/m2 samanborið við þá sem fengu bestu stuðningsmeðferð. Hlutfall 1 árs lifunar þeirra sem fengu dócetaxel var marktækt hærra (40%) en þeirra sem fengu bestu stuðningsmeðferð (16%). Sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með 75 mg/m2 af dócetaxeli notuðu minna af verkjalyfjum af morfínflokki (p < 0,01), öðrum verkjalyfjum en af morfínflokki (p < 0,01), öðrum sjúkdómstengdum lyfjum (p = 0,06) og geislameðferð (p < 0,01) samanborið við þá sem fengu bestu stuðningsmeðferð.

Hjá þeim sjúklingum sem hægt var að meta var heildarsvörunartíðni 6,8% og miðgildi svörunarlengdar var 26,1 vika.

TAXOTERE gefið ásamt platínusamböndum sjúklingum sem hafa ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum

Í 3. stigs rannsókn var 1.218 sjúklingum með IIIB eða IV stigs óskurðtækt lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð og KPS 70% eða hærri og sem höfðu ekki áður fengið krabbameinslyfjameðferð við þessum sjúkdómum, skipt með slembivali og gefið dócetaxel (T)

75 mg/m2 með innrennsli á 1 klst. sem var strax fylgt eftir með cisplatíni (Cis) 75 mg/m2 gefnu á 30- 60 mínútum á þriggja vikna fresti (TCis); dócetaxel 75 mg/m2 gefið með innrennsli á 1 klst. ásamt karbóplatíni (AUC 6 mg/ml.mín.) gefnu á 30-60 mínútum á 3 vikna fresti, eða gefið var vínórelbín (V) 25 mg/m2 á 6-10 mínútum daga 1, 8, 15, 22 og fylgt eftir með cisplatíni 100 mg/m2 sem gefið var fyrsta dag hverrar meðferðarlotu og endurtekið á 4 vikna fresti (VCis).

Upplýsingar um lifun, miðgildi tíma þar til sjúkdómurinn versnaði og svörunarhlutfall fyrir tvo hópa rannsóknarinnar sjást í töflunni hér að neðan:

 

TCis

VCis

Tölfræðileg greining

 

n = 408

n = 404

 

Heildarlifun

 

 

 

(Aðalendapunktur):

 

 

 

Miðgildi lifunar (mánuðir)

11,3

10,1

Áhættuhlutfall: 1,122

 

 

 

[97.2% CI: 0,937; 1,342]*

1-árs lifun (%)

Munur á meðferð: 5,4%

 

 

 

[95% CI: -1,1; 12,0]

2-ára lifun (%)

Munur á meðferð: 6,2%

 

 

 

[95% CI: 0,2; 12,3]

Miðgildi þess tíma þar til

 

 

 

sjúkdómurinn versnaði (vikur):

22,0

23,0

Áhættuhlutfall: 1,032

 

 

 

[95% CI: 0,876; 1,216]

Heildarsvörunar hlutfall (%):

31,6

24,5

Munur á meðferð: 7,1%

 

 

 

[95% CI: 0,7; 13,5]

*: Leiðrétt með tilliti til margfalds samanburðar og breytt vegna lagskiptingarþátta (stig sjúkdóms og meðferð), grundvallað á sjúklingum sem unnt var að leggja mat á.

Auka endapunktar náðu til breytinga á verkjum, heildarbreytinga á lífsgæðum samkvæmt EuroQoL- 5D, einkennakvarða lungnakrabbameins (Lung Cancer Symptom Scale) og breytinga á Karnosfky heilsukvarða (KPS). Niðurstöður þessara endapunkta var til stuðnings niðurstöðum aðalendapunkti.

Hvorki var hægt að sanna jafngilda verkun né að verkun með dócetaxeli og karbóplatíni sé ekki lakari í samanburði við viðmiðunarmeðferð með VCis (vínórelbín og cisplatín).

Blöðruhálskirtilskrabbamein

Öryggi og verkun dócetaxels sem gefið er ásamt prednisóni eða prednisólóni sjúklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli með meinvörpum, sem svara ekki andhormón meðferð, var metin í 3. stigs fjölsetra rannsókn með slembivali. Alls var 1.006 sjúklingum með KPS ≥ 60 skipt með slembivali í eftirfarandi meðferðarhópa:

Dócetaxel 75 mg/m2 gefið á 3 vikna fresti í 10 meðferðarlotur.

Dócetaxel 30 mg/m2 gefið vikulega fyrstu 5 vikurnar á 6 vikna tímabili í 5 meðferðarlotur.

Mítoxantrón 12 mg/m2 gefið á 3 vikna fresti í 10 meðferðarlotur.

Allir 3 meðferðarhóparnir fengu samtímis 5 mg af prednisóni eða prednisólóni tvisvar sinnum á dag.

Sjúklingar, sem fengu dócetaxel á þriggja vikna fresti, sýndu marktækt lengri heildarlifun samanborið við þá sem voru meðhöndlaðir með mítoxantróni. Aukning á lifun sem sást hjá þeim hópi sem fékk dócetaxel vikulega var ekki tölfræðilega marktæk í samanburði við þá sem fengu mítoxantrón. Endapunktur verkunar hjá þeim sem fengu dócetaxel í samanburði við viðmiðunarhópana er dregin saman í eftirfarandi töflu:

Endapunktur

Dócetaxel gefið á

Dócetaxel gefið

Mítoxantrón gefið

 

3 vikna fresti

vikulega

á 3 vikna fresti

Fjöldi sjúklinga

Miðgildi lifunar (mánuðir)

18,9

17,4

16,5

95% Cl

(17,0-21,2)

(15,7-19,0)

(14,4-18,6)

Áhættuhlutfall

0,761

0,912

--

95% Cl

(0,619-0,936)

(0,747-1,113)

--

p-gildi†*

0,0094

0,3624

--

Fjöldi sjúklinga

PSA**, hlutfall svörunar (%)

45,4

47,9

31,7

95% Cl

(39,5-51,3)

(41,9-53,9)

(26,4-37,3)

p-gildi*

0,0005

< 0,0001

--

Fjöldi sjúklinga

Verkir, hlutfall svörunar (%)

34,6

31,2

21,7

95% Cl

(27,1-42,7)

(24,0-39,1)

(15,5-28,9)

p-gildi*

0,0107

0,0798

--

Fjöldi sjúklinga

Æxli, hlutfall svörunar (%)

12,1

8,2

6,6

95% Cl

(17,2-18,6)

(4,2-14,2)

(3,0-12,1)

p-gildi*

0,1112

0,5853

--

†Lagskipt raðprófanaskrá

*Upphaf tölfræðilegrar marktækni = 0,0175 **Blöðruhálskirtils sértækur mótefnavaki

Í ljósi þess að vikuleg gjöf dócetaxels sýnir lítils háttar meira öryggi en gjöf dócetaxels á 3 vikna fresti, er hugsanlegt að gjöf dócetaxels vikulega sé ákjósanlegri fyrir ákveðna sjúklinga.

Enginn tölfræðilegur munur kom í ljós á milli hópanna hvað varðar lífsgæði.

Kirtilkrabbamein í maga

Fjölsetra, opin rannsókn með slembivali var gerð til að meta öryggi og verkun dócetaxels við meðferð hjá sjúklingum með kirtilkrabbamein í maga með meinvörpum, þar með talið kirtilkrabbamein á mótum maga og vélindis, sem höfðu ekki áður fengið meðferð með krabbameinslyfjum við sjúkdómi með meinvörpum. Alls voru 445 sjúklingar, sem voru með KPS > 70, meðhöndlaðir annað hvort með dócetaxeli (T) (75 mg/m2 á degi 1) ásamt cisplatíni (C) (75 mg/m2 á degi 1) og 5-flúoróúrasíli (F) (750 mg/m2 á dag í 5 daga) eða með cisplatíni (100 mg/m2 á degi 1) og 5-flúoróúrasíli (1.000 mg/m2 á dag í 5 daga). Lengd meðferðarlotu var 3 vikur fyrir þá sem fengu TCF og 4 vikur fyrir þá sem fengu CF. Miðgildi þess fjölda meðferðarlota sem gefnar voru sjúklingum var 6 (á bilinu 1-16) hjá þeim sem fengu TCF samanborið við 4 (á bilinu 1-12) hjá þeim sem fengu CF. Tíminn þar til sjúkdómurinn versnaði (TTP) var aðalendapunktur. Hættan á því að sjúkdómurinn versnaði minnkaði um 32,1% og var tengdur marktækt lengri TTP (p = 0,0004) sem var betri í TCF-hópnum. Heildarlifun var einnig marktækt lengri (p = 0,0201) sem var meiri í TCF-hópnum og hætta á dauðsfalli minnkaði um 22,7%. Niðurstöður verkunar eru dregnar saman í eftirfarandi töflu:

Verkun dócetaxels við meðferð sjúklinga með kirtilkrabbamein í maga

Endapunktur

TCF

 

CF

 

n = 221

 

n = 224

Miðgildi TTP (mánuðir)

5,6

 

3,7

(95% CI)

(4,86-5,91)

 

(3,45-4,47)

Áhættuhlutfall

 

1,473

(95% CI)

(1,189-1,825)

*p-gildi

0,0004

Miðgildi lifunar (mánuðir)

9,2

 

8,6

(95% CI)

(8,38-10,58)

 

(7,16-9,46)

2 ára áætlun (%)

18,4

 

8,8

Áhættuhlutfall

 

1,293

(95% CI)

(1,041-1,606)

*p-gildi

0,0201

Heildarsvörunarhlutfall (CR+PR) (%)

36,7

 

25,4

p-gildi

0,0106

Versnun sjúkdóms miðað við besta heildarhlutfall

16,7

 

25,9

svörunar (%)

 

 

 

 

* Ólagskipt raðprófanaskrá

 

 

 

Við greiningar á undirhópum miðað við aldur, kyn og kynþátt var útkoman ávallt betri hjá þeim sem voru í TCF-hópnum samanborið við þá sem voru í CF-hópnum.

Greining á lifun miðað við miðgildi þess tíma sem eftirfylgni stóð sem var 41,6 mánuðir leiddi ekki lengur í ljós tölfræðilega marktækan mun enda þótt útkoman væri ávallt betri hjá þeim sem voru í meðferð með TCF og sýndi að ávinningur af TCF umfram CF sést greinilega á milli 18 og 30 mánaða eftirfylgni.

Á heildina litið bentu lífsgæði (QoL) og klínískur ávinningur ávallt til bóta fyrir TCF-hópinn. Hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með TCF leið lengri tími að 5% greinilegri versnun almennrar heilsu miðað við spurningalista QLQ-C30 (p = 0,0121) og lengri tími leið þar til þeim hafði greinilega versnað miðað við Karnofsky heilsukvarða (KPS) (p = 0,0088) samanborið við sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með CF.

Krabbamein á höfði og hálsi

Upphafskrabbameinslyfjameðferð og geislameðferð í kjölfarið (TAX 323)

Öryggi og verkun dócetaxels við upphafsmeðferð hjá sjúklingum með flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (SCCHN) var metið í III. stigs, fjölsetra, opinni, slembivals rannsókn (TAX 323). Í þeirri rannsókn var 358 sjúklingum, með óskurðtækt, staðbundið langt gengið krabbamein á hálsi og höfði og WHO frammistöðumat 0 eða 1, skipt í tvo meðferðararma með slembivali. Sjúklingar í dócetaxel arminum fengu dócetaxel (T) 75 mg/m2, síðan cisplatíni (P) 75 mg/m2 og í kjölfarið 750 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli í 5 sólarhringa. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í 4 meðferðarlotum, svo framarlega sem það mátti að minnsta kosti merkja smá svörun (≥ 25% minnkun á tvívíddarmælingum á stærð æxlisins) eftir tvær meðferðarlotur. Í lok krabbameinslyfjameðferðarinnar, eftir lágmark 4 vikna hlé og hámark 7 vikna hlé, fengu þeir sjúklingar sem ekki höfðu fengið versnun á sjúkdómi, geislameðferð í 7 vikur samkvæmt gildandi leiðbeiningum á viðkomandi stofnun (TPF/RT). Sjúklingar í samanburðararmi fengu 100 mg/m2 cisplatín (P) og í kjölfarið 1000 mg/m2 á sólarhring af 5-flúoróúrasíli (F), með stöðugu innrennsli í

5 sólarhringa. Þessi meðferð var endurtekin á 3 vikna fresti í 4 meðferðarlotum, svo framarlega sem

það mátti að minnsta kosti merkja smá svörun (≥ 25% minnkun á tvívíddarmælingum á stærð æxlisins) eftir tvær meðferðarlotur. Í lok krabbameinslyfjameðferðarinnar, eftir lágmark 4 vikna hlé og hámark 7 vikna hlé, fengu þeir sjúklingar, sem ekki höfðu fengið versnun á sjúkdómi, geislameðferð í 7 vikur samkvæmt gildandi leiðbeiningum á viðkomandi stofnun (PF/RT). Staðbundin geislameðferð var gefin annaðhvort á venjulegan hátt (1,8 Gy-2,0 Gy, einu sinni á dag, fimm daga vikunnar þar til

heildarskammtur var 66-70 Gy) eða hraðmeðferð (accelerated) /stórir (hyperfractionated) geislaskammtar (tvisvar á dag, með að minnsta kosti 6 klst. millibili, 5 daga vikunnar). Ráðlagður heildargeislaskammtur í hraðmeðferð var 70 Gy og 74 Gy við háskammtageislameðferð. Heimilt var að fjarlægja æxli með skurðaðgerð eftir krabbameinslyfjameðferðina, hvort sem var fyrir eða eftir geislameðferð. Sjúklingarnir í TPF arminum fengu fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð með ciprófloxasíni 500 mg til inntöku tvisvar á dag í 10 daga sem byrjaði á 5. degi hverrar meðferðarlotu, eða samsvarandi sýklalyfjameðferð. Aðalendapunktur þessarar rannsóknar, lifun án versnunar sjúkdóms, var marktækt lengri í TPF arminum en PF arminum, p = 0,0042 (miðgildi lifunar án versnunar sjúkdóms: 11,4 mánuðir hjá TPF armi og 8,3 mánuðir hjá PF armi) þar sem miðgildi heildareftirfylgnitíma var 33,7 mánuðir. Miðgildi heildarlifunar var einnig marktækt hærra hjá TPF arminum en hjá PF arminum (miðgildi heildarlifunar: 18,6 mánuðir í TPF arminum á móti

14,5 mánuðum í PF arminum) með 28% lækkun á dánartíðni, p = 0,0128. Niðurstöður um verkun eru sýndar í töflunni hér fyrir neðan:

Verkun dócetaxels í upphafsmeðferð hjá sjúklingum með óskurðtækt staðbundið, langt gengið flöguþekjukrabbamein á höfði og hálsi (greining samkvæmt meðferðaráætlun - Intent-to Treat Analysis))

Endapunktur

Dócetaxel +

 

Cis +5-FU

 

Cis +5-FU

 

 

 

n = 177

 

n = 181

Miðgildi lifunar án versnunar sjúkdóms (mánuðir)

11,4

 

8,3

(95% CI)

(10,1-14,0)

 

(7,4-9,1)

Aðlagað áhættuhlutfall

 

0,70

(95% CI)

(0,55-0,89)

*p-gildi

 

0,0042

Miðgildi lifunar (mánuðir)

18,6

 

14,5

(95% CI)

(15,7-24,0)

 

(11,6-18,7)

Áhættuhlutfall