Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
Veldu tungumál

Temozolomide Accord (temozolomide) – Fylgiseðill - L01AX03

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTemozolomide Accord
ATC-kóðiL01AX03
Efnitemozolomide
FramleiðandiHospira UK Ltd

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Temozolomide Accord 5 mg hörð hylki Temozolomide Accord 20 mg hörð hylki Temozolomide Accord 100 mg hörð hylki Temozolomide Accord 140 mg hörð hylki Temozolomide Accord 180 mg hörð hylki Temozolomide Accord 250 mg hörð hylki

temózólómíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Temozolomide Accord og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Temozolomide Accord

3.Hvernig nota á Temozolomide Accord

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Temozolomide Accord

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Temozolomide Accord og við hverju það er notað

Temózólómíð er krabbameinslyf.

Temozolomide Accord hylki eru ætluð til meðferðar á sérstakri gerð heilaæxla:

-hjá fullorðnum með nýgreinda sérstaka gerð heilaæxlis (margfrumna taugakímsæxli) . Temózólómíð er í fyrstu notað ásamt geislameðferð (samhliða meðferðarlota) og síðan eitt sér (einlyfja meðferðarlota).

-hjá börnum 3 ára og eldri og fullorðnum með sérstaka gerð heilaæxlis (svo sem margfrumna taugakímsæxli eða stjarnfrumnaæxli af villivaxtargerð) sem tekur sig upp að nýju eða versnar eftir hefðbundna meðferð.

2.Áður en byrjað er að nota Temozolomide Accord

Ekki má taka Temozolomide Accord

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir temózólómíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú hefur haft ofnæmi fyrir öðru krabbameinslyfi sem kallast dacarbazíni. Einkenni ofnæmisviðbragðs eru m.a. kláði, mæði eða blísturshljóð við öndun, bólga í andliti, vörum, tungu eða hálsi.

-ef þú ert með minnkaðan fjölda blóðfruma, svo sem fjölda hvítfrumna og blóðflagna. Þessar frumur eru mikilvægar til að verjast sýkingum og svo að blóðið storkni eðlilega. Læknirinn mun senda þig í blóðrannsókn til að ganga úr skugga um að þú sér með nægilegan fjölda af þessum frumum áður en meðferð hefst.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Temozolomide Accord er notað.

-Því að fylgjast þarf náið með hvort fram komi alvarleg gerð af lungnasýkingu sem nefnist Pneumocystis jirovecii lungnabólga (PCP). Ef þú ert nýgreind(ur) með margfrumna taugakímsæxli, færð þú líklega temózólómíð í 42 daga ásamt geislameðferð. Í slíkum tilfellum, mun læknirinn einnig ávísa lyfi sem auðveldar þér aðforðast lungnasýkingu af þessari gerð (PCP).

-Ef þú hefur verið með eða ert með lifrarbólgu B sýkingu. Þetta er vegna þess að Temozolomide Accord getur valdið því að lifrarbólga B verði virk á ný, sem getur verið banvænt í sumum tilfellum. Læknirinn rannsakar sjúklinga vandlega með tilliti til einkenna þessarar sýkingar áður en meðferð er hafin.

-Ef þú ert með blóðleysi, lága blóðkornatalningu (eins og hvítkornatalningu og blóðflagnatalningu) eða blóðstorknunarvandamál fyrir meðferð eða meðan á henni stendur. Læknir getur þurft að minnka skammta lyfsins eða gera hlé á meðferð, eða þú getur þurft á annarri meðferð að halda. Læknirinn mun ákveða hvort þörf er á að breyta einhverju í meðferðinni. Í einstaka tilfellum getur verið nauðsynlegt að stöðva temózólómíð meðferðina. Til að fylgjast með líðan þinni munu blóðrannsóknir vera tíðar. Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú færð hita eða einkenni sýkingar.

-Vera má að hætta geti verið á öðrum breytingum í blóðfrumum þínum,þ.m.t. hvítblæði.

-Ef þú færð ógleði eða uppköst, en það eru mjög algengar aukaverkanir temózólómíðs (sjá kafla 4). Ef þú kastar oft upp fyrir eða meðan á meðferð stendur skaltu spyrja lækninn um lyf til varnar og meðhöndlunar á uppköstum og hvenær sé best að taka temózólómíð þar til náðst hefur að hafa hemil á uppköstum. Ef þú kastar upp eftir að hafa tekið skammtinn, máttu ekki taka annan skammt sama dag.

-Ef þú færð hita eða einkenni sýkingar skaltu strax hafa samband við lækninn.

-Ef þú ert eldri en 70 ára. Aldraðir sjúklingar er í meiri hættu á að fá sýkingar, marbletti eða blæðingar.

-Ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóma þar sem það gæti þurft að aðlaga temózólómíð skammtinn.

Börn og unglingar

Ekki má gefa börnum yngri en 3 ára þetta lyf, þar sem slík notkun hefur ekki verið rannsökuð. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um börn eldri en 3 ára sem hafa fengið Temozolomide Accord.

Notkun annarra lyfja samhliða Temozolomide Accord

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Þetta er vegna þess að ekki má veita þér meðferð með Temozolomide Accord á meðgöngu nema læknirinn telji það bráðnauðsynlegt.

Bæði karlar og konur sem fá Temozolomide Accord verða að nota örugga getnaðarvörn (sjá einnig „Frjósemi karla“ hér að neðan).

Stöðva skal brjóstagjöf meðan á meðferð með Temozolomide Accord stendur.

Frjósemi karla

Temozolomide Accord getur valdið varanlegri ófrjósemi. Karlkyns sjúklingar verða að nota örugga getnaðarvörn og forðast að geta barn í allt að 6 mánuði eftir að meðferð er hætt. Ráðlagt er að þeir leiti sér ráðgjafar um varðveislu sæðis áður en meðferð hefst.

Leitið ráða hjá lækninum áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Þegar þú tekur temózólómíð getur þú fundið fyrir þreytu og syfju. Í þeim tilfellum máttu ekki aka eða stjórna vélum eða reiðhjóli fyrr en þú veist hvaða áhrif lyfið hefur á þig (sjá kafla 4).

Temozolomide Accord inniheldur laktósa

Hylkin innihalda laktósa (mjólkursykur, sem er ein tegund sykurs). Ef læknirinn þinn hefur sagt þér að þú sért með óþol fyrir einhverjum sykrum, skaltu spyrja hann ráða áður en þú tekur lyfið.

3.Hvernig nota á Temozolomide Accord

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hvernig opna á skammtapoka

Opnaðu skammtapokann með því að brjóta og rífa brotlínuna með hakinu í horni skammtapokans.

Temózólómíð skal eingöngu ávísað af sérfræðingum í krabbameinsmeðhöndlun heilaæxla.

Skammtar og meðferðarlengd

Læknirinn mun ákveða réttan skammt af temózólómíði fyrir þig, samkvæmt stærð (hæð og líkamsþyngd) og með tilliti til hvort þú hafir verið á krabbameinslyfjameðferð áður. Það getur verið að þú fáir önnur lyf fyrir og/eða eftir temózólómíð inntöku til að koma í veg fyrir eða minnka uppköst.

Taktu ávísaðan skammt af Temozolomide Accord einu sinni á dag. Taktu skammtinn á fastandi maga; t.d. einni klukkustund í það minnsta áður en þú áætlar að fá þér morgunmat. Gleyptu hylkið (hylkin) heil/t með glasi af vatni. Ekki opna, mylja eða tyggja hylkin.

Ef hylkið er skemmt skal koma í veg fyrir að duftið komist í snertingu við húð, augu eða nef. Forðist innöndun duftsins. Skolið með vatni, ef duftið kemst í snertingu við augu eða nef fyrir slysni.

Ef þú ert að taka Temozolomide Accord ásamt geislameðferð (nýgreindir sjúklingar):

Á meðan geislameðferð stendur mun læknirinn hefja temózólómíð meðferðina með skammti sem nemur 75 mg/m2 og sá dagsskammtur sem þú tekur í raun fer eftir hæð þinni og þyngd. Þessi skammtur er tekinn á hverjum degi í 42 daga (í allt að 49 daga) ásamt geislameðferð. Byggt á niðurstöðum úr blóðkornatalningu og hvernig þú þolir temózólómíð, getur skammtinum verið frestað eða meðferð stöðvuð.

Þegar geislameðferðinni er lokið, er gert hlé á meðferðinni í 4 vikur til að líkaminn hafi tíma til að jafna sig.

Meðferðarhrinurnar geta síðan orðið 6 og stendur hver þeirra í 28 daga. Í byrjun tekurðu nýja skammtinn af temózólómíð hylkjum sem 150 mg/m2 einu sinni á dag fyrstu fimm dagana (,,inntökudagar”) í hverri meðferðarlotu og síðan koma 23 dagar án temózólómíðs; úr þessu verður 28 daga meðferðarlota.

Eftir 28. dag byrjar næsta lota og í henni tekurðu lyfið aftur einu sinni á dag í fimm daga og síðan koma 23 dagar án temózólómíðs. Það fer eftir blóðkornatalningunni og/eða því hvernig þú þolir lyfið í hverri meðferðarlotu, hvort þurfi að aðlaga eða fresta temózólómíð skammti eða hætta við hann.

Ef þú tekur aðeins Temozolomide Accord hylki (án geislameðferðar):

Temozolomide Accord meðferðarlota nær yfir 28 daga. Þú tekur hylki einu sinni á dag fyrstu 5 dagana (,,inntökudagar”) og síðan er 23 daga meðferðarhlé (28 dagar samanlagt).

Eftir 28. dag byrjar næsta meðferðarlota þar sem þú munt taka þetta lyf aftur á hverjum degi í 5 daga og síðan koma 23 dagar án temózólómíðs. Áður en hver ný meðferðarlota hefst er blóðið athugað með tilliti til hvort breyta þurfi skammti temózólómíðs.

Ef þú hefur ekki fengið krabbameinslyfjameðferð áður, tekurðu fyrsta skammtinn af temózólómíði sem 200 mg/m2 einu sinni á dag fyrstu fimm dagana (,,inntökudagar”) og síðan koma 23 dagar án temózólómíðs. Ef þú hefur fengið krabbameinslyfjameðferð áður, tekurðu fyrsta skammtinn af temózólómíði sem 150 mg/m2 einu sinni á dag fyrstu fimm dagana (,,inntökudagar”) og síðan koma 23 dagar án temózólómíðs.

Það ræðst af niðurstöðum úr blóðrannsóknum hvort læknirinn stillir lyfjagjöfina fyrir næstu meðferðarlotu. Í hvert sinn sem ný meðferðarlota hefst skaltu vera viss um að þú skiljir nákvæmlega hve mörg hylki og hvaða styrk þú átt að taka dag hvern og í hve marga daga þú færð þann skammt.

Allir sjúklingar

Temózólómíð hylki eru til í mismunandi styrkleikum (letrað á ytri umbúðir í mg). Hver styrkleiki er með mismunandi litað lok. Það fer eftir skammtinum sem læknirinn ávísar hversu mörg temózólómíð hylki þú þarft að taka hvern inntökudag í meðferðarlotunni.

-Fullvissaðu þig um hve mörg hylki þú þarft að taka af hverjum styrkleika. Biddu lækninn þinn eða lyfjafræðing um að skrifa niður fjölda hylkja hvers styrkleika (líka litinn) sem þú átt að taka hvern inntökudag.

-Vertu viss um að þú vitir nákvæmlega hvaða dagar eru inntökudagar.

-Farðu yfir skammtastærðina með viðkomandi heilbrigðisstarfsmanni áður en hver meðferðarlota hefst. Stundum geta skammtastærðirnar eða samsetning hylkja verið mismunandi frá einni meðferðarlotu til annarrar.

-Ef þú tekur lyfið heima og ert í vafa um hvernig taka beri skammtinn skaltu hringja til að fá leiðbeiningar aftur, áður en þú hefur meðferðarlotuna. Villur í inntöku á þessu lyfi geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú tekur fyrir slysni fleiri hylki en þér var sagt, hafðu strax samband við lækni, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing.

Ef gleymist að taka Temozolomide Accord

Taktu skammtinn sem þú gleymdir að taka eins fljótt og unnt er á sama degi. Ef dagurinn líður athugaðu þá hjá lækni hvað gera skal. Ekki tvöfalda næsta skammt til að bæta upp skammt sem gleymdist, nema læknirinn mæli svo fyrir.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sjúklingar sem fá temózólómíð ásamt geislameðferð geta fundið fyrir öðrum aukaverkunum en þeir sjúklingar sem taka temózólómíð eitt sér.

Hafðu strax samband við lækni ef þú færð eitthvað af eftirfarandi:

-alvarleg ofnæmisviðbrögð (útbrot sem hugsanlega klæjar í, mæði eða aðra öndunarörðugleika),

-blæðingu sem ekki næst stjórn á

-krömpum sem ekki næst stjórn á

-hita eða svæsinn höfuðverk sem hverfur ekki.

Temózólómíð meðferð getur valdið lækkun á vissum tegundum blóðfrumna. Það getur leitt til aukningar á marblettum eða blæðingum, blóðleysi (skortur á rauðum blóðkornum), hita og/eða minnkaðs mótstöðuafls gegn sýkingum. Þessi lækkun blóðfrumna er venjulega tímabundin en í sumum tilfellum getur hún orðið langvarandi og getur leitt til tilfella af mjög alvarlegu blóðleysi (vanmyndunarblóðleysi). Læknirinn mun fylgjast reglulega með hvort einhverjar breytingar verði á blóðinu og mun ákveða hvort þörf er á einhverri sérhæfðri meðferð. Í sumum tilfellum mun temózólómíð skammturinn minnkaður eða meðferð stöðvuð.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fram ef þú er nýgreindur sjúklingur og tekur Temozolomid Accord við sérstöku krabbameini í heila ((margfrumna taugakímsæxli)) ásamt geislameðferð og í framhaldi af því temózólómíð eitt sér. Þörf getur verið á læknisaðstoð.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10):

höfuðverkur

hægðatregða

ógleði, uppköst

útbrot

hárlos

lystarleysi

þreyta

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10):

óeðlileg lifrarpróf

breytingar á blóðfrumum

flog, breyting á andlegu ástandi eða árvekni, syfja, jafnvægistruflanir, sundl, ringlun, gleymska einbeitingarörðugleikar, stingir, náladofi, talörðugleikar eða erfiðleikar með málskilning, skjálfti, heilablóðfall.

óeðlileg sjón eða þokusýn, tvísýni

skert heyrn, eyrnasuð

mæði, hósti

eymsli eða sár í munni, niðurgangur, magaverkur, brjóstsviði, kyngingarörðugleikar, munnþurrkur

tíð þvaglát, erfiðleikar við að halda þvagi eða þvagleki

erting eða roði í húð, þurr húð, kláði

vöðvamáttleysi, verkir í liðum, vöðvaeymsli og vöðvaverkir

aukinn sykur í blóði, þyngdartap

sýkingar, sárasýkingar, hálsbólga, sveppasýkingar í munni, frunsur

blæðingar, vökvasöfnun, bólgnir fætur, blóðtappar

ofnæmi, hiti, meiðsli af völdum geislunar, andlitsþroti, verkur, truflað bragðskyn

kvíði, þunglyndi, breyting á tilfinningum, erfiðleikar við að sofna eða sofa

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100):

hækkuð gildi lifrarensíma (læknirinn mun skoða þetta)

hjartsláttarónot

flensulík einkenni, rauðir dílar undir húðinni

löng eða endurtekin flog, skjálftar eða rykkjahreyfingar, lömun að hluta, erfiðleikar við samhæfingu og jafnvægi, breytingar á snertiskyni

skert sjónsvið, þurrkur eða verkur í augum

sýking í miðeyra, verkur eða óþægindi í eyrum í miklum hávaða, eyrnaverkur, heyrnarleysi, tilfinning um að umhverfið hringsnúist

lungnabólga, skútabólga, berkjubólga, nefstífla, kvef eða inflúensa

þaninn kviður, erfiðleikar við að stjórna hægðum, gyllinæð

verkir við þvaglát

húðflögnun, aukið ljósnæmi húðar, breytingar á lit húðar, aukin svitamyndun

vöðvaskemmdir, bakverkur

lágt kalíumgildi í blóði, þyngdaraukning

ristill, flensulík einkenni

blæðingar innan heila, hár blóðþrýstingur, blóðtappi í lungum, bjúgur

slappleiki, þroti í andliti, hrollur, breytt bragðskyn, tannkvillar

getuleysi, blæðing frá leggöngum, tíðateppa eða miklar blæðingar, erting í leggöngum, verkur í brjóstum

skapsveiflur, þunglyndi, ofskynjanir og skert minni

upplituð tunga

breytt lyktarskyn

þorsti

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fram ef þú tekur einungis temózólómíð (sjúklingar meðhöndlaðir við endurmeini eða versnun heilaæxlis).

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10):

Óeðlileg blóðgildi, höfuðverkur, uppköst, ógleði, hægðatregða, lystarleysi, þreyta.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10):

Syfja, sundl, náladofi, niðurgangur, kviðverkur, meltingartruflanir, útbrot, kláði, hárlos, þyngdartap, hiti, máttleysi, hrollur, vanlíðan, verkur, breytt bragðskyn, mæði.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100):

Breyting á blóðfrumum.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000):

Hósti, Sýkingar sem valda lungnabólgu.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000):

Húðroði, útbrot ásamt kláða með gulu eða hvítu þykkildi með rauðri bólgu umhverfis, húðrof, ofnæmi.

Aðrar aukaverkanir:

Algengt er að tilkynnt hafi verið um hækkun á lifrarensímum. Tilvik um hækkun á bilirúbíni, gallrennslishindrun, lifrarbólgu og lifrarskemmdir þ.m.t. lifrarbilun sem leitt hefur til dauða er sjaldgæft að tilkynnt hafi verið um.

Örsjaldan hafa aukaverkanir frá lungum komið í ljós við notkun temózólómíðs. Þetta kemur yfirleitt fram sem mæði og hósti hjá sjúklingnum. Látið lækninn vita ef þessi einkenni koma fram.

Örsjaldan koma fyrir tilfelli af útbrotum með húðbólgu, þ.á m. í lófum og á iljum eða sársaukafullum húðroða og/eða blöðrum á líkama eða í munni. Láttu lækninn samstundis vita ef þú finnur fyrir þessum aukaverkunum.

Örsjaldan geta sjúklingar sem taka temózólómíð eða skyld lyf verið í aukinni hættu á að fá aðrar breytingar á blóðfrumum, þar með talið hvítblæði.

Ísjaldgæfum tilfellum hefur verið greint frá nýtilkominni eða endurvirkjun cýtómegalóveirusýkingar og endurvirkjun lifrarbólgu B veirusýkingar. Greint hefur verið frá sjaldgæfum tilfellum sýkinga í heila af völdum herpesveiru (heilahimnu- og heilabólgu af völdum herpesveiru) þar með talið banvænum tilvikum.

Ísjaldgæfum tilfellum hefur verið greint frá flóðmigu. Einkenni flóðmigu geta verið mikil þvaglát og þorstatilfinning.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Temozolomide Accord

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá, helst í læstum skáp. Inntaka hylkjanna hjá börnum fyrir slysni getur verið banvæn.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Glas

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegu glasi.

Geymið glasið vel lokað til varnar gegn raka.

Skammtapoki

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Láttu lyfjafræðing vita ef þú tekur eftir einhverjum breytingum á útliti hylkjanna.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Temozolomide Accord inniheldur

-Virka innihaldsefnið er temózólómíð

Temozolomide Accord 5 mg hörð hylki: Hvert hylki inniheldur 5 mg af temózólómíði. Temozolomide Accord 20 mg hörð hylki: Hvert hylki inniheldur 20 mg af temózólómíði.

Temozolomide Accord 100 mg hörð hylki: Hvert hylki inniheldur 100 mg af temózólómíði. Temozolomide Accord 140 mg hörð hylki: Hvert hylki inniheldur 140 mg af temózólómíði. Temozolomide Accord 180 mg hörð hylki: Hvert hylki inniheldur 180 mg af temózólómíði.

Temozolomide Accord 250 mg hörð hylki: Hvert hylki inniheldur 250 mg af temózólómíði.

-Önnur innihaldsefni eru: Innihald hylkjanna:

Vatnsfrí laktósa, vatnsfrítt sílica kolloid, natríum-glýkolatsterkja af gerð A, vínsýra, sterínsýra. Skel hylkjanna:

Temozolomide Accord 5 mg hörð hylki: gelatín, títantvíoxið (E 171), gult járnoxíð (E 172), indígokarmín (E132), vatn.

Temozolomide Accord 20 mg hörð hylki: gelatín, títantvíoxið (E 171), gult járnoxíð (E 172), vatn.

Temozolomide Accord 100 mg hörð hylki: gelatín, títantvíoxið (E 171), rautt járnoxíð (E 172), vatn.

Temozolomide Accord 140 mg hörð hylki: gelatín, títantvíoxið (E171), indígokarmín (E 132), vatn.

Temozolomide Accord 180 mg hörð hylki: gelatín, títantvíoxið (E 171), gult járnoxíð (E 172), rautt járnoxíð (E 172), vatn.

Temozolomide Accord 250 mg hörð hylki: gelatín, títantvíoxið (E 171), vatn. Prentblek:

Shellac, própýlenglýkól, svart járnoxíð (E172), kalíumhýdroxíð.

Lýsing á útliti Temozolomide Accord og pakkningastærðir

Temozolomide Accord 5 mg hörð hylki eru úr hvítum kjarna með grænu loki, áletruð „TMZ“ á lok og „5“ á kjarna með svartri áletrun.

Temozolomide Accord 20 mg hörð hylki eru úr hvítum kjarna með gulu loki, áletruð „TMZ“ á lok og „20“ á kjarna með svartri áletrun.

Temozolomide Accord 100 mg hörð hylki eru úr hvítum kjarna með bleiku loki, áletruð „TMZ“ á lok og „100“ á kjarna með svartri áletrun.

Temozolomide Accord 140 mg hörð hylki eru úr hvítum kjarna með bláu loki, áletruð „TMZ“ á lok og „140“ á kjarna með svartri áletrun.

Temozolomide Accord 180 mg hörð hylki eru úr hvítum kjarna með rauðbrúnu loki, áletruð „TMZ“ á lok og „180“ á kjarna með svartri áletrun.

Temozolomide Accord 250 mg hörð hylki eru úr hvítum kjarna með hvítu loki, áletruð „TMZ“ á lok og „250“ á kjarna með svartri áletrun.

Hörðu hylkin eru í gulbrúnum glerglösum sem innihalda 5 eða 20 hylki.

Hver askja inniheldur 1 glas.

Hörðu hylkin fást í skammtapokum sem innihalda 1 hylki.

Hver askja inniheldur 5 eða 20 skammtapoka.

Ekki er víst að allar pakkningastærðirnar séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Accord Healthcare Limited

Sage House, 319 Pinner Road,

North Harrow,

Middlesex,

HA1 4HF,

Bretland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf