Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Triumeq (abacavir sulfate / dolutegravir sodium...) – Fylgiseðill - J05AR13

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsTriumeq
ATC-kóðiJ05AR13
Efniabacavir sulfate / dolutegravir sodium / lamivudine
FramleiðandiViiV Healthcare UK Limited

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Triumeq 50 mg/600 mg/300 mg filmuhúðaðar töflur dolutegravír/abacavír/lamivúdín

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

- Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Triumeq og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Triumeq

3.Hvernig nota á Triumeq

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Triumeq

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Triumeq og við hverju það er notað

Triumeq er lyf sem inniheldur þrjú virk efni notuð til meðferðar við HIV-sýkingu: abacavír, lamivúdín og dolutegravír. Abacavír og lamivúdín tilheyra flokki retróveirulyfja sem kallast núkleósíðabakritahemlar (NRTIs) og dolutegravír tilheyrir flokki retróveirulyfja sem kallast integrasahemlar (INIs).

Triumeq er notað við HIV-sýkingu hjá fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára sem eru a.m.k. 40 kg að þyngd.

Áður en Triumeq er ávísað mun læknirinn láta framkvæma rannsókn til að kanna hvort þú sért með ákveðna tegund af geni sem kallast HLA-B*5701. Ekki skal nota Triumeq hjá sjúklingum sem vitað er að hafa HLA-B*5701 genið. Sjúklingar sem bera þetta gen eru í mikilli hættu á að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð ef þeir nota Triumeq (sjá „Ofnæmisviðbrögð“ í kafla 4).

Triumeq læknar ekki HIV-sýkingu; það fækkar veirum í líkamanum og heldur fjölda þeirra niðri. Það eykur einnig fjölda CD4-frumna í blóðinu. CD4-frumur eru tegund hvítra blóðkorna sem er mikilvæg til að aðstoða líkamann við að verjast sýkingum.

Það svara ekki allir meðferð með Triumeq á sama hátt. Læknirinn mun fylgjast með því hversu áhrifarík meðferðin er hjá þér.

2. Áður en byrjað er að nota Triumeq

Ekki má nota Triumeq:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir dolutegravíri, abacavíri (eða öðrum lyfjum sem innihalda abacavír) eða lamivúdíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Lesið vandlega allar upplýsingar um ofnæmi í kafla 4.

ef tekið er lyf sem kallast dófetilíð (gegn hjartasjúkdómum)

Láttu lækninn vita ef þú heldur að eitthvað af þessu eigi við um þig.

Varnaðarorð og varúðarreglur

ÁRÍÐANDI — Ofnæmisviðbrögð

Triumeq inniheldur abacavír og dolutegravír. Bæði þessi virku efni geta valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum, sem geta verið lífshættuleg hjá þeim sem halda áfram að taka lyf sem innihalda abacavír.

Lestu vandlega allar upplýsingar undir „Ofnæmisviðbrögð“ í rammanum í kafla 4.

Pakkningin fyrir Triumeq inniheldur aðvörunarkort til að minna þig og heilbrigðisstarfsfólk á ofnæmi. Losaðu þetta kort og berðu á þér öllum stundum.

Sumir sem taka Triumeq eða fá aðra samsetta meðferð við HIV eiga alvarlegar aukaverkanir frekar á hættu. Þú þarft að vita af aukinni áhættu:

ef þú ert með miðlungsalvarlegan eða alvarlegan lifrarsjúkdóm

ef þú hefur einhvern tímann verið með lifrarsjúkdóm, þar með talda lifrarbólgu B eða C (ef þú ert með lifrarbólgu B skaltu ekki hætta að taka Triumeq nema að ráði læknisins, þar sem lifrarbólgan getur komið fram aftur)

ef þú ert með nýrnavandamál

Ræddu við lækninn áður en þú notar Triumeq ef eitthvað af þessu á við um þig. Þú gætir þurft frekari skoðanir, þar með talin blóðpróf, á meðan þú tekur lyfið. Sjá nánari upplýsingar í kafla 4.

Ofnæmisviðbrögð við abacavíri

Sjúklingar sem ekki eru með HLA-B*5701 genið, geta einnig fengið ofnæmi (alvarleg ofnæmisviðbrögð).

Lesið vandlega allar upplýsingarnar um ofnæmisviðbrögð í kafla 4 í þessum fylgiseðli.

Hætta á hjartaáfalli

Ekki er hægt að útiloka möguleikann á að abacavír auki hættuna á hjartaáfalli.

Láttu lækninn vita ef þú ert með hjartavandamál, ef þú reykir eða ert með annan sjúkdóm sem getur aukið hættuna á hjartasjúkdómi, svo sem háþrýsting eða sykursýki. Ekki hætta að taka Triumeq nema að ráði læknisins.

Fylgist með mikilvægum einkennum

Sumir sem nota lyf við HIV-sýkingu fá aðra sjúkdóma sem geta reynst alvarlegir. Þetta eru m.a.:

einkenni sýkingar og bólgu

liðverkir, stirðleiki og beinavandamál

Þú þarft að þekkja þau einkenni sem fylgjast þarf með meðan þú notar Triumeq.

Lesið upplýsingar um „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir vegna samsettrar meðferðar við HIV“ í kafla 4 í þessum fylgiseðli.

Verndið aðra

HIV-sýking dreifist með kynmökum með einstaklingi sem er sýktur, eða berst með sýktu blóði (t.d. með því að deila sprautunálum með öðrum). Þú getur enn smitað aðra af HIV þrátt fyrir að þú notir

þetta lyf, þótt áhættan sé minni með virkri retróveirulyfjameðferð. Ræddu við lækninn um nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að forðast að smita aðra.

Börn

Þetta lyf er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Notkun Triumeq hjá börnum yngri en 12 ára hefur ekki enn verið rannsökuð.

Notkun annarra lyfja samhliða Triumeq

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þetta á einnig við um náttúrulyf og önnur lyf sem keypt eru án lyfseðils.

Ekki taka Triumeq með eftirtöldum lyfjum:

dófetilíð, notað við hjartasjúkdómum

Sum lyf geta haft áhrif á hvernig Triumeq verkar eða aukið líkur á aukaverkunum. Triumeq getur einnig haft áhrif á hvernig sum önnur lyf verka.

Láttu lækninn vita ef þú notar lyf á eftirfarandi lista:

metformín, við sykursýki

sýrubindandi lyf, gegn meltingartruflunum og brjóstsviða. Ekki taka sýrubindandi lyf

6 klst. áður en þú tekur Triumeq eða fyrr en a.m.k. 2 klst. eftir að þú tekur það. (Sjá einnig kafla 3).

bætiefni sem innihalda kalsíum, járn og fjölvítamín. Ekki taka bætiefni sem innihalda kalsíum, járn eða fjölvítamín 6 klst. áður en þú tekur Triumeq eða fyrr en a.m.k. 2 klst. eftir að þú tekur það (sjá einnig kafla 3).

emtricítabín, etravírín, efavírenz, nevírapín eða tipranavír/rítónavír, gegn HIV-sýkingu

önnur lyf sem innihalda lamivúdín, til meðferðar við HIV-sýkingu eða lifrarbólgu B

cladribín, notað til meðferðar á loðfrumuhvítblæði

rífampicín, gegn berklum og öðrum bakteríusýkingum

trímetóprím/súlfametoxazól, sýklalyf gegn bakteríusýkingum

fenýtóín og fenóbarbital, gegn flogaveiki

oxkarbazepín og karbamazepín, gegn flogaveiki og geðhvarfasjúkdómi

jóhannesarjurt (Hypericum perforatum), náttúrulyf við þunglyndi

metadón, notað í stað heróíns. Abacavír eykur hraðann á brotthvarfi metadóns úr líkamanum. Ef þú tekur metadón verður fylgst með því hvort þú fáir fráhvarfseinkenni. Það gæti þurft að breyta metadónskammtinum hjá þér.

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú notar eitthvert þessara lyfja. Læknirinn getur ákveðið að aðlaga skammtinn eða að þörf sé á viðbótareftirliti.

Meðganga

Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð:

Ræddu við lækninn um áhættu og ávinning af notkun Triumeq.

Ef þú hefur tekið Triumeq á meðgöngu gæti læknirinn óskað eftir reglulegum blóðprufum og öðrum greiningarprófum til að hafa megi eftirlit með þroska barns þíns. Hjá börnum mæðra sem tóku NRTI-lyf á meðgöngu vó ávinningur af vernd gegn HIV þyngra en áhættan af aukaverkunum.

Brjóstagjöf

Konur sem eru HIV-jákvæðar mega ekki hafa barn á brjósti, því HIV-sýking getur borist til barnsins með brjóstamjólk.

Lítið magn af innihaldsefnum Triumeq getur einnig borist í brjóstamjólkina.

Ef þú ert með barn á brjósti eða ert að hugsa um að hafa barn á brjósti:Ræddu strax við lækninn.

Akstur og notkun véla

Triumeq getur valdið sundli og haft aðrar aukaverkanir sem geta skert árvekni.

Ekki aka eða nota vélar nema þú sért viss um að árvekni þín sé óskert.

3.Hvernig nota á Triumeq

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er ein tafla einu sinni á dag

Gleypið töfluna heila með svolitlum vökva. Triumeq má taka með eða án fæðu.

Notkun handa börnum og unglingum

Börn og unglingar á aldrinum 12 til 17 ára sem eru a.m.k. 40 kg að þyngd geta tekið fullorðinsskammt, eina töflu einu sinni á dag.

Ekki taka sýrubindandi lyf 6 klst. fyrir töku Triumeq eða fyrr en a.m.k. 2 klst. eftir töku þess. Önnur sýrulækkandi lyf svo sem ranitidín og ómeprazól má taka á sama tíma og Triumeq.

Fáðu nánari ráðleggingar hjá lækninum varðandi notkun sýrubindandi lyfja samhliða Triumeq.

Ekki taka bætiefni sem innihalda kalsíum eða járn 6 klst. fyrir töku Triumeq eða fyrr en a.m.k. 2 klst. eftir töku þess.

Fáðu nánari ráðleggingar hjá lækninum varðandi notkun bætiefna sem innihalda kalsíum, járn eða fjölvítamín samhliða Triumeq.

Ef tekinn er stærri skammtur af Triumeq en mælt er fyrir um

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi ef teknar eru of margar töflur af Triumeq. Sýnið þeim umbúðirnar utan af Triumeq ef unnt er.

Ef gleymist að taka Triumeq

Ef gleymist að taka skammt skal taka hann um leið og það uppgötvast, nema ef innan við 4 klst. eru þar til taka skal næsta skammt. Þá skal sleppa skammtinum sem gleymdist og taka þann næsta á venjulegum tíma. Haldið síðan meðferðinni áfram eins og áður.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef þú hefur hætt að nota Triumeq

Ef þú hefur hætt að nota Triumeq af einhverri ástæðu — sérstaklega vegna gruns um aukaverkanir eða vegna annarra kvilla:

Ræddu við lækninn áður en þú byrjar aftur að nota það. Læknirinn mun athuga hvort einkennin hafi tengst ofnæmisviðbrögðum. Ef læknirinn telur að svo kunni að vera verður þér sagt að taka aldrei aftur Triumeq eða nein önnur lyf sem innihalda abacavír eða dolutegravír. Mikilvægt er að þú fylgir þessum ráðleggingum.

Ef læknirinn telur að þér sé óhætt að taka Triumeq aftur, verður hugsanlega farið fram á að þú takir fyrstu skammtana þar sem læknishjálp er aðgengileg, ef hennar yrði þörf.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Á meðan á HIV-meðferð stendur getur líkamsþyngd, gildi blóðfitu og glúkósa aukist. Þetta er að hluta tengt betri heilsu og lífsstíl og hvað varðar blóðfitur er það stundum tengt HIV-lyfjunum sjálfum. Læknirinn mun gera próf vegna breytinganna.

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þegar þú ert í meðferð við HIV getur verið erfitt að segja til um hvort einkenni sé aukaverkun af völdum Triumeq eða annarra lyfja sem þú tekur eða áhrif af HIV-sjúkdómnum sjálfum. Því er mjög mikilvægt að ræða við lækninn um allar breytingar á heilsu þinni.

Sjúklingar sem ekki eru með HLA-B*5701 genið, geta einnig fengið ofnæmi (alvarleg ofnæmisviðbrögð), sem lýst er í þessum fylgiseðli undir fyrirsögninni „Ofnæmisviðbrögð“. Mjög mikilvægt er að þú lesir og skiljir upplýsingarnar um þessi alvarlegu viðbrögð.

Eins og aukaverkanirnar við Triumeq sem taldar eru upp hér á eftir geta aðrir kvillar komið fram meðan á samsettri meðferð við HIV stendur.

Mikilvægt er að lesa upplýsingarnar í þessum kafla undir fyrirsögninni „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir vegna samsettrar meðferðar við HIV“.

Ofnæmisviðbrögð

Triumeq inniheldur abacavír og dolutegravír. Bæði þessi virku efni geta valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.

Þessi ofnæmisviðbrögð hafa oftar komið fram hjá einstaklingum sem taka lyf sem innihalda abacavír.

Hverjir fá þessi viðbrögð?

Allir sem taka Triumeq geta fengið ofnæmisviðbrögð, sem geta verið lífshættuleg ef haldið er áfram að taka Triumeq.

Líklegra er að þú fáir þessi viðbrögð ef þú ert með gen sem kallast HLA-B*5701 (en þú gætir fengið viðbrögð jafnvel þótt þú hafir ekki þetta gen). Það ætti að vera búið að kanna hvort þú hafir þetta gen áður en þér er ávísað Triumeq. Ef þú veist að þú hefur þetta gen skaltu segja lækninum frá því.

Um það bil 3 til 4 af hverjum 100 sjúklingum sem fengu meðferð með abacavíri í klínískri rannsókn og voru ekki með HLA-B*5701 genið, fengu ofnæmi (alvarleg ofnæmisviðbrögð).

Hver eru einkennin?

Algengustu einkennin eru: hiti og húðútbrot.

Önnur algeng einkenni eru:

ógleði, uppköst, niðurgangur, verkur í kvið (maga), mikil þreyta.

Meðal annarra einkenna eru:

verkir í liðum eða vöðvum, þroti í hálsi, mæði, særindi í hálsi, hósti, stöku sinnum höfuðverkur, bólga í auga (tárubólga), sár í munni, lágur blóðþrýstingur, náladofi eða dofi í höndum eða fótum.

Hvenær koma þessi einkenni fram?

Ofnæmisviðbrögð geta komið fram hvenær sem er meðan á meðferð með Triumeq stendur en þau eru líklegri á fyrstu 6 vikum meðferðar.

Hafðu strax samband við lækninn:

1ef þú færð húðútbrot, EÐA

2ef fram koma einkenni sem eiga við að minnsta kosti tvo liði hér á eftir:

-hiti

-mæði, særindi í hálsi eða hósti

-ógleði eða uppköst, niðurgangur eða kviðverkir

- mikil þreyta eða verkir og sársauki eða almenn vanlíðan. Læknirinn kann að ráðleggja þér að hætta að taka Triumeq.

Ef þú hefur hætt að taka Triumeq

Ef þú hefur hætt að taka Triumeq vegna ofnæmisviðbragða MÁTTU ALDREI AFTUR TAKA Triumeq eða önnur lyf sem innihalda abacavír. Ef þú gerir það getur blóðþrýstingurinn fallið hættulega mikið innan fárra klst. sem getur valdið dauða. Þú skalt heldur aldrei taka aftur lyf sem innihalda dolutegravír.

Ef þú hefur af einhverjum ástæðum hætt að taka Triumeq — sérstaklega vegna gruns um aukaverkanir eða vegna annarra kvilla:

Ræddu við lækninn áður en þú byrjar aftur. Læknirinn mun athuga hvort einkennin hafi tengst ofnæmisviðbrögðum. Ef læknirinn telur að svo kunni að vera verður þér sagt að taka aldrei aftur Triumeq eða nein önnur lyf sem innihalda abacavír. Þér gæti einnig verið sagt að taka aldrei aftur nein lyf sem innihalda dolutegravír. Mikilvægt er að þú fylgir þessum ráðleggingum.

Stöku sinnum hafa viðbrögð komið fram hjá einstaklingum sem byrjuðu að taka abacavír aftur en höfðu aðeins eitt einkennanna á aðvörunarkortinu áður en þeir hættu að taka það.

Örsjaldan hafa viðbrögð komið fram hjá einstaklingum sem byrjuðu að taka abacavír aftur en höfðu engin einkenni áður en þeir hættu að taka það.

Ef læknirinn telur að þér sé óhætt að taka Triumeq aftur verður hugsanlega farið fram á að þú takir fyrstu skammtana þar sem læknishjálp er aðgengileg, ef hennar yrði þörf.

Ef þú ert með ofnæmi fyrir Triumeq skaltu skila öllum ónotuðum Triumeq töflum til öruggrar förgunar. Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Pakkningin fyrir Triumeq inniheldur aðvörunarkort, til að minna þig og heilbrigðisstarfsfólk á ofnæmisviðbrögð. Losaðu þetta kort og berðu á þér öllum stundum.

Mjög algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá meira en 1 af hverjum 10 einstaklingum:

höfuðverkur

niðurgangur

ógleði

svefnvandamál

þróttleysi

Algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

ofnæmisviðbrögð (sjá „Ofnæmisviðbrögð“ fyrr í þessum kafla)

lystarleysi

útbrot

kláði

uppköst

magaverkur (kviðverkur)

óþægindi í maga (kvið)

meltingartruflanir

vindgangur

sundl

óeðlilegir draumar

martraðir

þunglyndi (að finna fyrir miklum leiða og tilgangsleysi)

þreyta

hiti

hósti

erting í nefi eða nefrennsli

hárlos

verkir og óþægindi í vöðvum

liðverkir

máttleysi

almenn vanlíðan

Algengar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum eru:

aukið magn lifrarensíma

Sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum:

lifrarbólga

sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígshegðun (einkum hjá sjúklingum sem hafa áður átt við þunglyndi eða geðræn vandamál að stríða)

Sjaldgæfar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum eru:

fækkun frumna sem taka þátt í blóðstorknun (blóðflagnafæð)

fá rauð blóðkorn (blóðleysi) eða fá hvít blóðkorn (hlutleysiskyrningafæð)

hækkun blóðsykurs

hækkun þríglýseríða (fitutegund) í blóði

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum:

brisbólga

niðurbrot vöðva

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum:

hækkun á ensími sem nefnist amýlasi

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum:

dofi, náladofi

máttleysistilfinning í útlimum

húðútbrot sem geta myndað blöðrur og líta út eins og lítil skotmörk (dökkir blettir í miðju, umluktir ljósara svæði með dökkan hring umhverfis brúnina) (regnbogaroðasótt)

útbreidd útbrot með blöðrum og húðflögnun, einkum í kringum munninn, nefið, augu og kynfæri (Stevens–Johnson-heilkenni) og alvarlegra form sem veldur flögnun húðar á yfir 30% af yfirborði líkamans (eitrunardreplos húðþekju)

mjólkursýrublóðsýring (yfirmagn mjólkursýru í blóði).

Aukaverkanir sem örsjaldan geta komið fram í blóðprófum eru:

misbrestur í framleiðslu beinmergsins á nýjum rauðum blóðkornum.

Ef þú færð aukaverkanir

Láttu lækninn vita. Þetta á einnig við um aukaverkanir sem ekki koma fram í þessum fylgiseðli.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir vegna samsettrar meðferðar við HIV

Samsett meðferð eins og Triumeq getur valdið öðrum kvillum meðan á meðferð við HIV stendur.

Einkenni sýkingar og bólgu

Einstaklingar með langt gengna HIV-sýkingu eða alnæmi hafa veikara ónæmiskerfi og eru líklegri til að fá alvarlegar sýkingar (tækifærissýkingar). Slíkar sýkingar gætu hafa verið „duldar“ og því ekki greindar af veika ónæmiskerfinu fyrr en meðferð var hafin. Eftir að meðferð er hafin styrkist ónæmiskerfið og getur það þá farið að ráðast gegn sýkingunum, sem getur valdið einkennum sýkingar eða bólgu. Einkenni eru yfirleitt hiti, ásamt einhverjum af eftirfarandi atriðum:

höfuðverkur

magaverkur

öndunarerfiðleikar

Ímjög sjaldgæfum tilvikum þegar ónæmiskerfið styrkist getur það einnig farið að ráðast gegn heilbrigðum líkamsvef (sjálfsofnæmissjúkdómar). Einkenni sjálfsofnæmissjúkdóma geta komið fram mörgum mánuðum eftir að þú byrjar að taka lyfið við HIV-sýkingunni. Einkenni geta verið m.a.:

hjartsláttarónot (hraður eða óreglulegur hjartsláttur) eða skjálfti

ofvirkni (mikið eirðarleysi og hreyfiþörf)

máttleysi sem byrjar að koma fram í höndum og fótum og berst að búknum.

Ef þú færð einhver einkenni sýkingar og bólgu eða ef eitthvert ofangreindra einkenna kemur fram:Láttu lækninn strax vita. Ekki taka önnur lyf við sýkingunni án samráðs við lækninn.

Liðverkir, stirðleiki og beinvandamál

Sumir einstaklingar sem eru í samsettri meðferð við HIV fá kvilla sem kallast beindrep. Við þennan kvilla deyr hluti beinvefsins vegna skerts blóðflæðis til beinsins. Líklegra er að einstaklingar fái þennan kvilla:

ef þeir hafa verið í samsettri meðferð í langan tíma

ef þeir taka einnig bólgueyðandi lyf sem kallast barksterar

ef þeir neyta áfengis

ef ónæmiskerfi þeirra er mjög veikt

ef þeir eru of þungir.

Meðal einkenna beindreps eru:

stirðleiki í liðum

óþægindi og verkir (einkum í mjöðm, hné eða öxl)

erfiðleikar við hreyfingu.

Ef vart verður við einhver þessara einkenna:

Láttu lækninn vita.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Triumeq

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og glasinu á eftir EXP.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka. Geymið glasið vel lokað. Ekki fjarlægja þurrkefnið.

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Triumeq inniheldur

-Virku innihaldsefnin eru dolutegravír, abacavír og lamivúdín. Hver tafla inniheldur dolutegravír natríum sem jafngildir 50 mg af dolutegravíri, 600 mg af abacavíri (sem súlfat) og 300 mg af lamivúdíni.

-Önnur innihaldsefni eru mannitól (E421), örkristallaður sellulósi, póvidón K29/32, natríumsterkjuglýkólat, magnesíumsterat. Opadry II Purple 85F90057 (sem inniheldur pólývínýlalkóhól - að hluta vatnsrofið, títantvíoxíð, makrógól/PEG, talkúm, svart járnoxíð og rautt járnoxíð).

Lýsing á útliti Triumeq og pakkningastærðir

Triumeq filmuhúðaðar töflur eru fjólubláar, tvíkúptar, sporöskjulaga töflur með ígreyptri áletrun

„572 Trı“ á annarri hliðinni.

Filmuhúðuðu töflurnar fást í glösum sem innihalda 30 töflur.

Glasið inniheldur þurrkefni til að minnka raka. Eftir að glasið er opnað skal geyma þurrkefnið í því, ekki fjarlægja þurrkefnið.

Fjölpakkningar sem innihalda 90 filmuhúðaðar töflur (3 pakkningar með 30 filmuhúðuðum töflum) fást einnig.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir fáist hér á landi.

Markaðsleyfishafi

ViiV Healthcare UK Limited, 980 Great West Road, Brentford, Middlesex, TW8 9GS, Bretland.

Framleiðandi

Glaxo Wellcome, S.A., Avda. Extremadura 3, 09400 Aranda De Duero, Burgos, Spánn.

EÐA

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals S.A., UL.Grunwaldzka 189, 60-322 Poznan, Pólland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

ViiV Healthcare sprl/bvba

GlaxoSmithKline Lietuva UAB

Tél/Tel: + 32 (0) 10 85 65 00

Tel: + 370 5 264 90 00

 

info.lt@gsk.com

България

Luxembourg/Luxemburg

ГлаксоСмитКлайн ЕООД

ViiV Healthcare sprl/bvba

Teл.: + 359 2 953 10 34

Belgique/Belgien

 

Tél/Tel: + 32 (0) 10 85 65 00

Česká republika

Magyarország

GlaxoSmithKline, s.r.o.

GlaxoSmithKline Kft.

Tel: + 420 222 001 111

Tel.: + 36 1 225 5300

cz.info@gsk.com

 

Danmark

Malta

GlaxoSmithKline Pharma A/S

GlaxoSmithKline (Malta) Limited

Tlf: + 45 36 35 91 00

Tel: + 356 21 238131

dk-info@gsk.com

 

Deutschland

Nederland

ViiV Healthcare GmbH Tel.: + 49 (0)89 203 0038-10

viiv.med.info@viivhealthcare.com

Eesti

GlaxoSmithKline Eesti OÜ Tel: + 372 6676 900 estonia@gsk.com

Ελλάδα

GlaxoSmithKline A.E.B.E.

Τηλ: + 30 210 68 82 100

España

Laboratorios ViiV Healthcare, S.L. Tel: + 34 902 051 260 es-ci@viivhealthcare.com

France

ViiV Healthcare SAS

Tél.: + 33 (0)1 39 17 69 69

Infomed@viivhealthcare.com

Hrvatska

GlaxoSmithKline d.o.o.

Tel: + 385 1 6051 999

Ireland

GlaxoSmithKline (Ireland) Limited

Tel: + 353 (0)1 4955000

Ísland

Vistor hf.

Sími: + 354 535 7000

Italia

ViiV Healthcare S.r.l

Tel: + 39 (0)45 9212611

Κύπρος

GlaxoSmithKline (Cyprus) Ltd Τηλ: + 357 22 39 70 00 gskcyprus@gsk.com

Latvija

GlaxoSmithKline Latvia SIA Tel: + 371 67312687 lv-epasts@gsk.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

ViiV Healthcare BV Tel: + 31 (0)30 6986060

contact-nl@viivhealthcare.com

Norge

GlaxoSmithKline AS

Tlf: + 47 22 70 20 00

Österreich

GlaxoSmithKline Pharma GmbH Tel: + 43 (0)1 97075 0 at.info@gsk.com

Polska

GSK Services Sp. z o.o.

Tel.: + 48 (0)22 576 9000

Portugal

VIIVHIV HEALTHCARE, UNIPESSOAL, LDA Tel: + 351 21 094 08 01 viiv.fi.pt@viivhealthcare.com

România

GlaxoSmithKline (GSK) S.R.L.

Tel: + 4021 3028 208

Slovenija

GlaxoSmithKline d.o.o. Tel: + 386 (0)1 280 25 00 medical.x.si@gsk.com

Slovenská republika

GlaxoSmithKline Slovakia s. r. o. Tel: + 421 (0)2 48 26 11 11 recepcia.sk@gsk.com

Suomi/Finland

GlaxoSmithKline Oy

Puh/Tel: + 358 (0)10 30 30 30

Finland.tuoteinfo@gsk.com

Sverige

GlaxoSmithKline AB Tel: + 46 (0)8 638 93 00 info.produkt@gsk.com

United Kingdom

ViiV Healthcare UK Limited Tel: + 44 (0)800 221441 customercontactuk@gsk.com

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf