Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ucedane (carglumic acid) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A16AA05

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsUcedane
ATC-kóðiA16AA05
Efnicarglumic acid
FramleiðandiLucane Pharma

1.HEITI LYFS

Ucedane 200 mg dreifitöflur

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 200 mg af carglumsýru.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Dreifitafla.

Töflurnar eru hvítar, sporöskjulaga og tvíkúptar með einni deiliskoru og ígreyptu áletruninni „LL“. Töflunni má skipta í jafna skammta.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Ucedane er ætlað til meðhöndlunar á hækkuðu ammóníaki í blóði vegna frumkomins skorts á N- asetýlglútamat syntasa.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Nauðsynlegt er að læknir með reynslu af meðferð efnaskiptasjúkdóma stjórni lyfjameðferð með Ucedane.

Skammtar

Samkvæmt klínískri reynslu, má hefja meðferð rétt við fæðingu. Upphafsskammtur ætti að vera 100 mg/kg, allt að 250 mg/kg ef nauðsyn krefur.

Eftir það skyldi einstaklingsbundinn dagsskammtur vera miðaður við að halda eðlilegri plasmaþéttni ammóníaks (sjá kafla 4,4).

Til langs tíma er ekki víst að það þurfi að auka skammtastærðina eftir líkamsstærð svo framarlega sem viðunandi efnaskiptum er náð; Dagsskammtur er frá 10 mg/kg upp í 100 mg/kg.

Próf á svörun við carglumsýru

Mælt er með því að einstaklingsbundin svörun við carglumsýru sé prófuð áður en langtímameðferð hefst. Til dæmis ef:

- Sjúklingur er barn í dái, byrjið með 100 til 250 mg/kg dagskammti og mælið magn ammoníaks í plasma a.m.k. á undan hverri lyfjagjöf. Eðlileg gildi ættu að nást fáum klukkustundum eftir að taka Ucedane hófst.

- Sjúklingur hefur væga ammóníakshækkun í blóði , skal gefa honum til reynslu 100 til 200 mg/kg í 3 daga ásamt stöðugri prótein inntöku. Mælið reglulega magn ammoníaks í plasma (á undan máltíðum og einni klukkustund eftir máltíðir). Aðlagið skammtinn svo að eðlilegt magn ammoníaks í plasma haldist.

Lyfjagjöf

Lyfið er EINGÖNGU til inntöku (inntaka eða gegnum nefsondu með því að nota sprautu ef þörf krefur).

Samkvæmt reynslu við lyfjameðferð og tölfræðilegum upplýsingum um lyfjahvörf, er mælt með því að heildardagskammtinum sé deilt niður í tvær eða fjórar lyfjagjafir sem gefnar skulu á undan máltíðum eða næringu. Skipta má töflunum í tvennt til þess að ná viðeigandi skammtastærð. Ekki er hægt að gefa sjúklingum Ucedane sem þurfa aðað breyta skömmtum um50 mg. Í slíkum tilvikum skal nota önnur lyf sem innihalda carglumsýru og leyfa slíkar skammtaaðlaganir.

Töflurnar á að hræra út í að minnsta kosti 5-10 ml af vatni og taka inn samstundis, eða sprauta hratt inn um nefslöngu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Konur sem fá carglumsýru eiga ekki að vera með barn á brjósti (sjá kafla 4.6 og 5.3).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eftirlit með meðferð

Magn ammóníaks og amínósýru í blóðvökva skal haldið innan eðlilegra marka.

Þar sem litlar tölfræðilegar upplýsingar eru fyrir hendi um carglumsýru er mælt með því að vel sé fylgst með starfsemi lifrar, nýrna og hjarta sem og með blóðmeinafræðilegum þáttum.

Stjórnun mataræðis

Ef um lítið próteinþol er að ræða, gæti þurft að draga úr inntöku próteins og bæta við inntöku arginíns.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar niðurstöður um notkun carglumsýru á meðgöngu eru fyrir hendi.

Dýrarannsóknir hafa leitt í ljós minniháttar eituráhrif á þroska (sjá kafla 5.3). Gæta skal varúðar þegar lyfið er gefið á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort carglumsýra berist í brjóstamjólk, engu að síður hefur hún greinst hjá mjólkandi rottum (sjá kafla 5.3). Því eiga konur sem fá carglumsýru ekki að vera með barn á brjósti (sjá kafla 4.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Eftirfarandi eru skráðar aukaverkanir, raðað eftir líffærakerfum og tíðni. Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10) og sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki

þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru algengustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkun

 

 

 

Hjarta

Sjaldgæfar

Hægsláttur

 

 

 

Meltingarfæri

Sjaldgæfar:

Niðurgangur, uppköst

 

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

Aukin svitamyndun

 

 

Tíðni ekki þekkt

Útbrot

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir og

Sjaldgæfar:

Sótthiti

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar:

Transamínasahækkun

 

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Hjá einum sjúklingi sem meðhöndlaður var með carglumsýru, þar sem skammtastærð var aukin í 750 mg/kg/dag, bar á eitrunareinkennum sem hægt er að skilgreina sem sympatísk viðbrögð: hraður hjartsláttur, svitakóf, aukið berkjuseyti, hærri líkamshiti og órói. Einkennin hurfu þegar skammturinn var minnkaður.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Amínósýrur og afbrigði; ATC flokkur: A16A A05.

Verkunarháttur

Bygging carglumsýru samsvarar N-asetýlglútamati sem er náttúrulegur virkir carbamoylfosfat lígasa en það er fyrsta ensím þvagefnahringsins.

In vitro hefur verið sýnt fram á að carglumsýra virkjar carbamoylfosfat lígasa lifrar. Þrátt fyrir minni sækni carbamoylfosfat lígasa í carglumsýru en í N-asetýlglútamat hefur verið sýnt in vivo að carglumsýra örvar carbamoylfosfat lígasa og er miklu áhrifameiri en N-asetýlglútamat við að fyrirbyggja ammóníakseitrun í rottum. Eftirfarandi upplýsingar gætu skýrt þetta:

i)Himna hvatbera er gegndræpari fyrir carglumsýru en fyrir N-asetýlglútamati.

ii)Carglumsýra er stöðugri en N-asetýlglútamat gagnvart vatnsrofi af völdum amínósýlasa í frymisvökva.

Lyfhrif

Aðrar rannsóknir hafa farið fram á rottum undir ýmsum skilyrðum sem leiddu til aukningar ammóníaks (svelti, próteinlaust eða próteinríkt fæði). Í ljós kom að carglumsýra minnkaði magn ammóníaks í blóði og jók magn þvagefnis í blóði og þvagi en virkjum (activators) carbamoylfosfat lígasa í lifur fjölgaði að mun.

Verkun og öryggi

Hjá sjúklingum með N-asetýlglútamat syntasa skort, hefur carglumsýra komið ammóníaki í plasma fljótt í jafnvægi, yfirleitt innan 24 tíma. Þegar meðferð var hafin áður en varanlegar heilaskemmdir urðu, sýndu sjúklingar eðlilegan vöxt og skynhreyfiþroska (psychomotor development).

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf carglumsýru hafa verið rannsökuð hjá heilbrigðum karlkyns sjálfboðaliðum með notkun geislamerkts og ógeislamerkts efnis.

Frásog

Áætlað frásog carglumsýru er u.þ.b. 30 % eftir inntöku staks skammts sem er 100 mg/kg líkamsþunga. Hámarks plasmaþéttni eftir þennan skammt hjá 12 sjálfboðaliðum sem fengu carglumsýru í töfluformi var 2,6 μg /ml (miðgildi; gildin voru á bilinu 1,8-4,8) eftir 3 klst. (miðgildi; gildinu voru á bilinu 2-4)

Dreifing

Brotthvarf carglumsýru úr plasma á sér stað í tveimur köflum (biphasic), með hröðum kafla fyrstu 12 klst. eftir lyfjagjöf með hægum kafla í kjölfarið (helmingunartími útskilnaðar allt að 28 klst.). Dreifing í rauð blóðkorn er ekki fyrir hendi. Próteinbinding hefur ekki verið ákvörðuð.

Umbrot

Hluti carglumsýru umbrotnar. Mögulegt er að bakteríuflóra í þörmum geti haft áhrif á hvenær umbrotið byrjar, eftir því hversu virk hún er, og þannig haft áhrif á hversu mikið sameindin umbrotnar. Kennsl hafa verið borin á eitt umbrotsefni, glútamínsýru, í saur. Umbrotsefni greinast í plasma með hámarki eftir 36-48 klst. og dregur mjög hægt úr þéttni þeirra (helmingunartími u.þ.b. 100 klst.).

Loka umbrotsefni carglumsýru er koltvísýringur, sem skilst út um lungu.

Brotthvarf

Eftir inntöku staks skammts sem var 100 mg/kg líkamsþunga, skilst 9% óbreytt út með þvagi og allt að 60 % með saur.

Magn carglumsýru í plasma var mælt í sjúklingum í öllum aldursflokkum, frá nýfæddum börnum til unglinga, sem meðhöndlaðir voru með misháum dagsskömmtum (7 – 122 mg/kg/dag). Mælingarnar voru á bili sem var samsvarandi því sem mældist í heilbrigðum fullorðnum einstaklingum, jafnvel hjá nýburum. Hversu hár sem dagsskammturinn var, lækkaði magnið smám saman á 15 klukkustundum í um það bil 100 ng/ml.

5.3Forklínískar upplýsingar

Hefðbundnar rannsóknir á lyfjafræðilegu öryggi sýndu að carglumsýra sem tekin er inn í 250, 500 og 1000 mg/kg skömmtum hafði ekki tölfræðilega marktæk áhrif á öndun, miðtaugakerfi eða blóðrásarkerfi.

Carglumsýra reyndist ekki valda í neinum mæli eiturverkunum á erfðaefni, samkvæmt röð in vitro rannsókna á eiturverkunum á erfðaefni (Ames próf, greining á metafasa mennskra eitilfrumna) og in vivo rannsókna (smákjarnapróf á rottum).

Einstakir skammtar af carglumsýru, allt að 2800 mg/kg til inntöku og 239 mg/kg í æð, ollu ekki fjölgun dauðsfalla eða óeðlilegum klínískum einkennum í fullorðnum rottum. Í nýfæddum rottum sem fengu carglumsýru með magaslöngu í 18 daga eins og í ungum rottum sem fengu carglumsýru í 26 vikur, var stig engra sjáanlegra áhrifa (No Observed Effect Level) ákvarðað 500 mg/kg/dag og mörk þess sem engar aukaverkanir fundust (No Observed Adverse Effect Level) ákvarðað 1000 mg/kg/dag.

Engin áhrif á frjósemi hjá körlum og konum hafa komið í ljós. Engar vísbendingar um eituráhrif á fósturvísi, fóstur eða vanskapnað hafa komið í ljós hjá rottum og kanínum í skömmtum sem eru allt að skömmtum sem hafa eituráhrif á móður og sem leiddu til útsetningar hjá rottum sem var fimmtíu sinnum meiri en búast má við hjá mönnum og hjá kanínum sem var sjö sinnum meiri en búast má við hjá mönnum. Carglumsýra skilst út í mjólk hjá rottum og þótt það hafi engin áhrif á þroska hafði það áhrif á líkamsþunga/þyngdaraukningu afkvæma mæðra sem höfðu fengið 500 mg/kg/sólarhring og dánartíðni var hærri hjá afkvæmum mæðra sem höfðu fengið 2.000 mg/kg/sólarhring, en það er skammtur sem hefur eituráhrif á móður. Útsetning móður eftir 500 mg/kg/sólarhring var tuttugu og

fimm sinnum meiri en búast má við hjá mönnum og eftir 2.000 mg/kg/sólarhring var útsetningin sjötíu sinnum meiri en búast má við hjá mönnum.

Engin rannsókn hefur farið fram á krabbameinsvaldandi áhrifum carglumsýru.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

örkristallaður sellulósi, mannitól,

vatnsfrí kísilkvoða, natríumsterýlfúmarat, krospóvídón gerð B, kópóvídón K 28.

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

36 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Á ekki við.

6.5Gerð íláts og innihald

Þynnupakkning (ÁL/ÁL) í öskju.

Pakkningastærð með 60 dreifitöflum.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Lucane Pharma

172 rue de Charonne

75011 Paris

Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/17/1202/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf