Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Vantavo (Alendronate sodium and colecalciferol, MSD) (alendronic acid / colecalciferol) – Samantekt á eiginleikum lyfs - M05BB03

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsVantavo (Alendronate sodium and colecalciferol, MSD)
ATC-kóðiM05BB03
Efnialendronic acid / colecalciferol
FramleiðandiMerck Sharp

1.HEITI LYFS

VANTAVO 70 mg/2800 a.e. töflur

VANTAVO 70 mg/5.600 a.e. töflur

2.INNIHALDSLÝSING

VANTAVO 70 mg/2.800 a.e. töflur

Hver tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru (sem natríumþríhýdrat) og 70 míkrógrömm (2800 a.e.) af kólekalsíferóli (D3-vítamíni).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver tafla inniheldur 62 mg af laktósa (sem vatnsfrír laktósi) og 8 mg af súkrósa.

VANTAVO 70 mg/5.600 a.e. töflur

Hver tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru (sem natríumþríhýdrat) og 140 míkrógrömm (5.600 a.e.) af kólekalsíferóli (D3-vítamíni).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver tafla inniheldur 63 mg af laktósa (sem vatnsfrír laktósi) og 16 mg af súkrósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tafla

VANTAVO 70 mg/2.800 a.e. töflur

Afrúnaðar hylkislaga, hvítar til beinhvítar töflur, merktar með útlínum beins á annarri hliðinni og '710' á hinni.

VANTAVO 70 mg/5.600 a.e. töflur

Afrúnaðar rétthyrndar, hvítar til beinhvítar töflur, merktar með útlínum beins á annarri hliðinni og '270' á hinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

VANTAVO er ætlað til meðferðar á beinþynningu eftir tíðahvörf hjá konum með hættu á D-vítamínskorti. Það dregur úr hættu á samfalli hryggjarliða og mjaðmarbrotum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er ein tafla einu sinni í viku.

Sjúklingar skulu fá leiðbeiningar um hvað þeir eigi að gera gleymi þeir að taka skammt af VANTAVO, en þeir skulu taka eina töflu morguninn eftir að þeir muna eftir því. Ekki má taka tvær töflur sama daginn, en halda skal áfram að taka eina töflu einu sinni í viku á þeim degi sem upphaflega var valinn og hentaði sjúklingnum best.

Vegna eðlis beinþynningarsjúkdómsferilsins er VANTAVO ætlað til langtímanotkunar.

Ekki er þekkt hver ákjósanlegasta lengd meðferðar með bisfosfonötum við beinþynningu er. Reglulega skal endurmeta þörf á áframhaldandi meðferð að teknu tilliti til ávinnings og hugsanlegrar áhættu af meðferð með VANTAVO hjá hverjum sjúklingi fyrir sig, sérstaklega eftir að meðferð hefur staðið í

5 ár eða lengur.

Sjúklingar ættu að fá viðbótarkalk ef ekki er nægjanlegt magn af því í fæðunni (sjá kafla 4.4). Frekari viðbót D-vítamíns ætti að íhuga á einstaklingsgrundvelli, og taka tillit til allrar neyslu D-vítamíns í formi vítamíntaflna og annarra fæðubótarefna.

VANTAVO 70 mg/2.800 a.e. töflur

Ekki hefur verið borin saman gjöf 2800 a.e. af D3-vítamíni vikulega í VANTAVO-töflu og 400 a.e. dagskammts af D-vítamíni.

VANTAVO 70 mg/5.600 a.e. töflur

Ekki hefur verið borin saman gjöf 5.600 a.e. af D3-vítamíni vikulega í VANTAVO töflu og 800 a.e. dagskammts af D-vítamíni.

Aldraðir

Í klínískum rannsóknum hafði aldur hvorki áhrif á verkun né öryggi alendrónats. Því er ekki þörf á aðlögun skammta hjá öldruðum.

Skert nýrnastarfsemi

VANTAVO er ekki ráðlagt fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi þegar kreatínínúthreinsun er minni en 35 ml/mín., þar sem nægileg reynsla er ekki fyrir hendi. Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með kreatínínúthreinsun yfir 35 ml/mín.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun VANTAVO hjá börnum yngri en 18 ára. Þetta lyf er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um samsetta meðferð með alendrónsýru/kólekalsiferóli. Fyrirliggjandi upplýsingar um notkun alendrónsýru hjá börnum eru tilgreindar í kafla 5.1.

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Til þess að frásog alendrónats verði fullnægjandi:

VANTAVO verður að taka með vatni eingöngu (ekki sódavatni) a.m.k. 30 mínútum áður en fyrstu fæðu, drykkjar eða lyfja dagsins er neytt (þ.m.t. magasýrulyf og kalkfæðubótarefni og vítamín). Aðrir drykkir (þ.m.t. sódavatn), fæða og sum lyf geta dregið úr frásogi alendrónats (sjá kafla 4.5 og

kafla 4.8).

Eftirfarandi leiðbeiningum skal fylgt nákvæmlega til að lágmarka hættuna á ertingu í vélinda og tengdum aukaverkunum (sjá kafla 4.4):

VANTAVO á einungis að gleypa að morgni, eftir að farið er á fætur og þá með fullu glasi af vatni (a.m.k. 200 ml).

Sjúklingar eiga einungis að gleypa VANTAVO í heilu lagi. Sjúklingar eiga ekki að mylja eða tyggja töflurnar og ekki skal láta þær leysast upp í munni vegna hættu á sármyndunum í munnkoki.

Sjúklingar eiga ekki að leggjast út af fyrr en a.m.k. 30 mínútum eftir að VANTAVO er tekið og eftir að þeir hafa neytt fyrstu fæðu dagsins.

VANTAVO á hvorki að taka fyrir svefn né áður en farið er á fætur að morgni.

4.3Frábendingar

-Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-Óeðlilegt vélinda, eða annað sem seinkar tæmingu vélindans, s.s. þrenging (stricture) eða vélindakrampi (achalasia).

-Sjúklingar sem ekki geta setið eða staðið uppréttir í a.m.k. 30 mínútur.

-Blóðkalsíumlækkun.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Alendrónat

Aukaverkanir í efri hluta meltingarvegar

Alendrónat getur valdið staðbundinni ertingu í slímhúð í efri hluta vélindans. Þar sem sá möguleiki er fyrir hendi að sjúkdómur sem fyrir er versni, skal gæta varúðar þegar alendrónat er gefið sjúklingum með virka sjúkdóma í efri hluta meltingarvegar, svo sem kyngingarörðugleika, sjúkdóma í vélinda, magabólgu, skeifugarnarbólgu eða sár í maga eða skeifugörn. Einnig sjúklingum sem hafa nýlega (á síðastliðnu ári) haft alvarlega sjúkdóma í meltingarvegi, svo sem sár í meltingarvegi eða virka blæðingu í maga og þörmum og þeim sem gengist hafa undir skurðaðgerð á efri hluta meltingarvegar, að undanskilinni magaportslögun (pyloroplasty) (sjá kafla 4.3). Hjá sjúklingum með greindan Barrett- sjúkdóm í vélinda skal við ávísun lyfsins meta ávinning og hugsanlega áhættu alendrónats í hverju tilfelli fyrir sig.

Tilkynnt hefur verið um aukaverkanir í vélinda (sem geta verið svo alvarlegar að sjúkrahúsinnlögn sé nauðsynleg), s.s. vélindabólga, vélindasár og fleiður í vélinda sem í sjaldgæfum tilvikum hafa leitt til þrengingar í vélinda, hjá sjúklingum í meðferð með alendrónati. Læknar ættu því að vera á verði gagnvart einkennum sem benda til áhrifa á vélinda og benda skal sjúklingunum á að hætta að taka inn alendrónat og leita til læknis ef þeir verða varir við einkenni vélindaertingar, s.s. kyngingarörðugleika, verki við kyngingu, verk undir bringubeini eða brjóstsviða/nábít sem fer versnandi eða hefur ekki verið til staðar áður (sjá kafla 4.8).

Hættan á alvarlegum aukaverkunum í vélinda virðist vera meiri hjá sjúklingum sem ekki taka alendrónat inn á réttan hátt og/eða halda áfram að taka inn alendrónat eftir að einkenni koma fram sem benda til ertingar í vélinda. Það er mjög mikilvægt að sjúklingar fái fullnægjandi leiðbeiningar um skammtastærð og um það hvernig beri að taka lyfið inn og að þeir skilji leiðbeiningarnar til hlítar (sjá kafla 4.2). Upplýsa skal sjúklinga um að sé leiðbeiningunum ekki fylgt geti það aukið hættu á vandamálum í vélinda.

Þrátt fyrir að ekki hafi komið fram aukin áhætta í víðtækum klínískum rannsóknum með alendrónati, hafa maga- og skeifugarnarsár í mjög sjaldgæfum tilvikum verið tilkynnt (eftir markaðssetningu), sum alvarleg og með fylgikvillum (sjá kafla 4.8).

Beindrep í kjálka

Tilkynnt hefur verið um beindrep í kjálka, venjulega í tengslum við tanndrátt og/eða staðbundna sýkingu (þ.m.t. bein- og mergbólga) hjá krabbameinssjúklingum sem eru í meðferð sem byggist á bisfosfónötum, aðallega með inndælingu í bláæð. Margir sjúklinganna fengu einnig krabbameinslyfjameðferð og barkstera. Einnig hefur verið tilkynnt um beindrep í kjálka hjá sjúklingum með beinþynningu sem fá bisfosfónöt til inntöku.

Eftirfarandi áhættuþætti skal hafa í huga fyrir einstaklingsbundið mat á áhættu á myndun beindreps í kjálka:

virkni bisfosfónatsins (mest fyrir zóledrónsýru), íkomuleið (sjá að ofan) og uppsafnaður skammtur

krabbamein, krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, barksterameðferð, lyf sem hindra æðamyndun, reykingar

saga um tannsjúkdóm, slæm munnhirða, tannsslíðursjúkdómur, inngripsmiklar tannmeðferðir og gervigómar sem passa illa.

Íhuga á tannskoðun með viðeigandi fyrirbyggjandi tannvernd áður en meðferð með bisfosfónötum hefst hjá sjúklingum með lélegt ástand tanna.

Meðan á meðferð stendur á að forðast inngripsmiklar tannmeðferðir hjá þessum sjúklingum ef hægt er. Tannaðgerð getur aukið einkennin hjá sjúklingum sem fá beindrep í kjálka meðan á bisfosfónatmeðferð stendur. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort stöðvun meðferðar með bisfosfónötum hjá sjúklingum sem þarfnast tannmeðferðar muni draga úr hættu á beindrepi í kjálka. Klínískt mat læknisins á að liggja til grundvallar meðferðaráætlunar sérhvers sjúklings, á grundvelli einstaklingsbundins mats á áhættu/ávinningi.

Á meðan meðferð með bisfosfónötum stendur skal hvetja alla sjúklinga til að viðhalda góðri munnhirðu, fara reglulega í skoðun hjá tannlækni og tilkynna öll einkenni í munni eins og lausar tennur, verki eða bólgur.

Beindrep í hlust

Skýrt hefur verið frá beindrepi í hlust við notkun bisfosfónata, einkum í tengslum við langtíma meðferð. Hugsanlegir áhættuþættir fyrir beindrepi í hlust eru meðal annars notkun stera og krabbameinslyfjameðferð og/eða staðbundnir áhættuþættir svo sem sýking eða áverki. Hafa skal í huga hugsanlegt beindrep í hlust hjá sjúklingum sem nota bisfosfónöt og fá einkenni frá eyra þ.m.t. verk, útferð eða langvinnar sýkingar í eyra.

Verkir í vöðvum og beinum

Beina-, liða- og/eða vöðvaverkir hafa verið skráðir hjá sjúklingum sem taka bisfosfónöt. Eftir markaðssetningu lyfsins hefur reynslan verið sú að þessi einkenni hafa mjög sjaldan reynst veruleg og/eða gert sjúkling ófæran (sjá kafla 4.8). Tíminn sem leið fram að upphafi einkenna var frá einum degi til nokkurra mánaða frá upphafi meðferðar. Flestir sjúklinga losnuðu við einkennin þegar meðferð var hætt. Einkennin tóku sig upp aftur við endurtekningu meðferðar með sama lyfi eða öðru bisfosfónati.

Afbrigðileg brot á lærlegg

Greint hefur verið frá afbrigðilegum neðanlærhnútubrotum (subtrochanteric fractures) og brotum á lærleggsbol (diaphyseal fractures) í tengslum við meðferð með bisfosfonötum, einkum hjá sjúklingum í langtímameðferð við beinþynningu. Þessi þverbrot eða stuttu skábrot geta komið fram hvar sem er á lærleggnum frá því rétt fyrir neðan minni lærhnútu og að staðnum rétt fyrir ofan ofanhnúfulínu (supracondylar flare). Þessi brot hafa komið fram eftir mjög lítinn áverka eða án áverka og sumir sjúklingar hafa fundið fyrir verk í læri eða nára, oft samhliða því sem líkst hefur álagsbrotum við myndgreiningu, vikum eða mánuðum áður en í ljós komu brot þvert í gegnum lærlegg. Brotin eru oft í báðum lærleggjum og því skal rannsaka hinn lærlegginn hjá sjúklingum sem eru í meðferð með bisfosfonötum og hafa fengið brot á lærleggsbol. Einnig hefur verið greint frá því að þessi brot grói illa. Íhuga skal að hætta meðferð með bisfosfonötum ef grunur leikur á að um afbrigðileg lærleggsbrot sé að ræða að teknu tilliti til mats á einstaklingsbundnum ávinningi og áhættu hjá hverjum og einum sjúklingi.

Ráðleggja skal sjúklingum að greina frá öllum verkjum í lærum, mjöðmum eða nára meðan á meðferð með bisfosfonötum stendur og leggja skal mat á alla sjúklinga sem hafa slík einkenni með tilliti til hugsanlegrar brákunar á lærlegg.

Skert nýrnastarfsemi

VANTAVO er ekki ráðlagt fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi þegar kreatínínúthreinsun er minni en 35 ml/mín. (sjá kafla 4.2).

Efnaskipti beina og steinefna

Íhuga skal aðrar orsakir beinþynningar en östrógenskort og öldrun.

Leiðrétta þarf lágt kalkgildi í blóði áður en meðferð með VANTAVO er hafin (sjá kafla 4.3). Aðrar truflanir, sem hafa áhrif á efnaskipti (svo sem D-vítamínskort og kalkvakaskort (hypoparathyroidism)), þarf einnig að meðhöndla á árangursríkan hátt áður en meðferð með þessu lyfi er hafin. Magn D-vítamíns í VANTAVO er ekki nægjanlegt til leiðréttingar á D-vítamínskorti. Hjá þessum sjúklingum skal hafa eftirlit með kalki í sermi og einkennum blóðkalsíumlækkunar meðan á meðferð með VANTAVO stendur.

Þar sem alendrónat tekur þátt í að auka steinefni í beinum, getur lækkun á þéttni kalsíums og fosfats í sermi komið fram sérstaklega hjá sjúklingum sem taka bólgueyðandi stera þar sem frásog kalsíums getur hafa minnkað. Venjulega er lækkunin minni háttar og einkennalaus. Í sjaldgæfum tilfellum hefur þó verið tilkynnt um blóðkalsíumlækkun með einkennum (symptomatic hypocalcemia), sem hefur í stöku tilfellum verið alvarleg og þá oft átt sér stað hjá sjúklingum sem eru sérlega móttækilegir (hafa t.d. kalkvakaskort, D-vítamínskort og vanfrásog kalsíums) (sjá kafla 4.8).

Kólekalsíferól

D3-vítamín getur aukið umfang óeðlilegrar blóðkalsíumhækkunar og/eða óeðlilega mikils magns kalsíums í þvagi, þegar það er gefið sjúklingum með sjúkdóma er tengjast óstýrðri offramleiðslu á kalsitríóli (s.s. hvítblæði, eitlaæxli, sarklíki (sarcoidosis)). Hjá þessum sjúklingum þarf að hafa eftirlit með kalki í þvagi og sermi.

Verið getur að sjúklingar, sem þjást af vanfrásogi, frásogi ekki D3-vítamín á fullnægjandi hátt.

Hjálparefni

Þetta lyf inniheldur laktósa og súkrósa. Sjúklingar ættu ekki að taka þetta lyf ef þeir eru með frúktósaóþol, galaktósaóþol, Lapp-laktasaskort, vanfrásog á glúkósa og galaktósa eða súkrósa- ísómaltasaþurrð, sem öll eru mjög sjaldgæf, arfgeng vandamál.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Alendrónat

Líklegt er að matur og drykkur (þ. á m. sódavatn), kalkfæðubótarefni, sýrubindandi lyf og sum önnur lyf til inntöku dragi úr frásogi alendrónats séu þau tekin samtímis því. Því eiga sjúklingar að láta a.m.k. hálfa klukkustund líða frá því að þeir taka inn alendrónat, þar til þeir taka inn önnur lyf (sjá kafla 4.2 og 5.2).

Þar sem tengsl eru á milli ertingar í meltingarvegi og bólgueyðandi gigtarlyfja, sem ekki eru sterar (NSAID), skal fara varlega í að nota þess konar lyf samhliða alendrónati.

Kólekalsíferól

Olestra, jarðolíur, orlistat og gallsýrubindandi efni (bile acid sequestrants) (s.s. cholestýramín, colestipól) geta spillt frásogi D-vítamíns. Krampaleysandi lyf, cimetidín og tíazíð geta aukið niðurbrot D-vítamíns. Viðbótargjöf D-vítamína má íhuga á einstaklingsgrundvelli.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

VANTAVO er aðeins ætlað konum, sem gengið hafa í gegnum tíðahvörf, og eiga barnshafandi konur og konur með börn á brjósti ekki að nota lyfið.

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun alendrónats á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun. Þegar alendrónat var gefið rottum á meðgöngu olli það erfiðleikum við got í tengslum við lágt kalkgildi í blóði (sjá kafla 5.3). Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á að stórir skammtar af D-vítamíni ullu óeðlilegri blóðkalsíumhækkun og eiturhrifum á æxlun (sjá kafla 5.3).

Ekki má nota VANTAVO á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort alendrónat/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Kólekalsíferól og sum virk umbrotsefni þess ganga yfir í brjóstamjólk. Konur sem hafa barn á brjósti eiga ekki að nota VANTOVO.

Frjósemi

Bisfosfónöt eru innlimuð í beinvef og losna þaðan smám saman á mörgum árum. Magn bisfosfónata, sem er innlimað í beinvef hjá fullorðnum og þar af leiðandi einnig magn sem tiltækt er til losunar út í blóðrásina, er í beinu hlutfalli við skammtastærð og lengd meðferðar með bisfosfónötum (sjá

kafla 5.2). Engar upplýsingar liggja fyrir um hættu fyrir mannafóstur. Fræðilega er hins vegar hætta á fósturskaða, einkum beinskaða, ef kona verður þunguð eftir að hafa lokið bisfosfónatmeðferð. Áhrif af breytum, svo sem tíma milli loka bisfosfónatmeðferðar og þungunar, tegundar bisfosfónats sem var gefið og íkomuleiðar (í bláæð eða með inntöku), á áhættuna hafa ekki verið rannsökuð.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

VANTAVO hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Sjúklingar geta fundið fyrir ákveðnum aukaverkunum (t.d. þokusjón, sundl og verulegir verkir í beinum, vöðvum eða liðum (sjá kafla 4.8)) sem geta haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt um öryggi

Algengustu aukaverkanirnar, sem tilkynntar hafa verið, eru í efri hluta meltingarvegar, þ.m.t. kviðverkir, meltingartruflanir, vélindasár, kyngingartregða, þaninn kviður og bakflæði (> 1%).

Tafla með samantekt aukaverkana

Eftirfarandi aukaverkanir hafa verið skráðar í klínískum rannsóknum og/eða við notkun eftir markaðssetningu á alendrónati.

Engar viðbótaraukaverkanir hafa komið fram við samsetta meðferð með alendrónati og kólekalsíferóli.

Tíðni er skilgreind eftirfarandi: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10) sjaldgæfar:

(≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000)

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar

ofnæmisviðbrögð, þar með talinn ofsakláði og

 

 

ofsabjúgur

Efnaskipti og næring

Mjög sjaldgæfar

blóðkalsíumlækkun með einkennum, oft í tengslum

 

 

við undirliggjandi sjúkdóma§

Taugakerfi

Algengar

höfuðverkur, sundl

 

 

 

 

Sjaldgæfar

bragðskynstruflanir

Augu

Sjaldgæfar

augnbólga (æðahjúpsbólga, hvítuhýðisbólga eða grunn

 

 

hvítuhýðisbólga)

Eyru og völundarhús

Algengar

svimi

 

Koma örsjaldan

beindrep í hlust (aukaverkanir tengdar lyfjaflokki

 

fyrir

bisfosfónata)

Meltingarfæri

Algengar

kviðverkur, meltingartruflun, hægðatregða,

 

 

niðurgangur, vindgangur, vélindasár*,

 

 

kyngingartregða*, þaninn kviður, bakflæði

 

 

 

 

Sjaldgæfar

ógleði, uppköst, magabólga, vélindabólga*,

 

 

vélindafleiður*, svartar hægðir

 

 

 

 

Mjög sjaldgæfar

vélindaþrengsli*, sár í munnkoki*, rof, sár, blæðingar í

 

 

efri meltingarvegi

 

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

hárlos, kláði

 

 

 

 

Sjaldgæfar

útbrot, roðaþot

 

 

 

 

Mjög sjaldgæfar

útbrot með ljósnæmi, alvarleg viðbrögð á húð, þar með

 

 

talin Stevens-Johnson-heilkenni og eitrunardreplos

 

 

húðþekju

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar

verkur í stoðkerfi (beinum, vöðvum eða liðamótum)

 

 

sem er stundum verulegur†§

 

 

 

 

Algengar

liðbólga

 

 

 

 

Mjög sjaldgæfar

beindrep í kjálka§, afbrigðileg neðanlærhnútubrot og

 

 

brot á lærleggsbol (aukaverkun af lyfjum í flokki

 

 

bisfosfónata)

Almennar

Algengar

þróttleysi, útlimabjúgur

aukaverkanir og

 

 

aukaverkanir á

Sjaldgæfar

skammvinn einkenni sem bráðasvörun (vöðvaþrautir,

íkomustað

 

vanlíðan og mjög sjaldan hiti), oftast í tengslum við

 

 

upphaf meðferðar.

§ Sjá kafla 4.4

Tíðni í klínískum rannsóknum var svipuð í hópnum sem fékk lyfið og þeim sem fékk lyfleysu. *Sjá kafla 4.2 og 4.4

Þessi aukaverkun kom í ljós við eftirfylgni eftir markaðssetningu. Tíðni mjög sjaldgæfra aukaverkana var áætluð út frá tíðni þeirra í viðeigandi klínískum rannsóknum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Alendrónat

Einkenni

Blóðkalsíumlækkun, blóðfosfatskortur og aukaverkanir í efri hluta meltingarvegar, s.s. magaóþægindi, brjóstsviði/nábítur, vélindabólga, magabólga eða sár, geta hlotist af inntöku of stórra skammta.

Meðhöndlun

Engar sértækar upplýsingar eru fyrir hendi um meðferð vegna ofskömmtunar alendrónats. Ef of mikið hefur verið tekið af VANTAVO skal gefa mjólk eða sýrubindandi lyf til þess að binda alendrónat. Vegna hættu á ertingu í vélinda skal ekki framkalla uppköst og sjúklingurinn ætti að sitja eða standa uppréttur.

Kólekalsíferól

Ekki hefur orðið vart við eiturhrif vegna D-vítamíns við langtímameðferð hjá almennt heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum sem fengu minna en 10.000 a.e./dag. Í klínískri rannsókn á heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum sem fengu 4.000 a.e./dag af D3-vítamíni í allt að fimm mánuði, varð ekki vart við að sú skammtastærð ylli óeðlilega miklu magni kalsíums í þvagi eða óeðlilegri blóðkalsíumhækkun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við sjúkdómum í beinum, bisfosfónöt í blöndum, ATC flokkur: M05BB03

Verkunarháttur

Alendrónat

Alendrónatnatríum er bisfosfónat sem hamlar beineyðingu af völdum beinátfrumna, en það hefur ekki nein bein áhrif á beinmyndun. Forklínískar rannsóknir sýna að alendrónat sest fremur á staði þar sem beineyðing á sér stað. Það kemur í veg fyrir virkni beinátfrumna, en hefur ekki áhrif á nýliðun þeirra eða bindingu á staðnum. Það bein, sem myndast meðan á meðferð með alendrónati stendur, er eðlilega myndað.

Kólekalsíferól (D3-vítamín)

D3-vítamín er framleitt í húðinni við umbreytingu 7-dehýdrókólesteróls í D3-vítamín með útfjólubláu ljósi. Ef viðkomandi fær ekki nóg sólarljós er D3-vítamín nauðsynlegt fæðubótarefni.

D3-vítamín breytist í 25-hýdroxývítamín D3 í lifrinni, og er geymt þar til þörf er á. Umbreyting í virka kalsíum-virkjandi hormónið 1,25-díhýdroxívítamín D3 (calcitríól) í nýrum er nákvæmlega stjórnað. Aðaltilgangur 1,25-díhýdroxývítamín D3 er að auka frásog meltingarfæra, bæði á kalsíum og fosfati sem og að stýra kalsíum í sermi, útskilnaði kalsíums og fosfats um nýru, beinmyndun og beinupplausn.

Þörf er á D3-vítamíni við eðlilega beinmyndun. D-vítamínskortur þróast við of lítið sólarljós og vöntun á D-vítamíni í fæðunni. Skortinum fylgir neikvætt kalsíumjafnvægi, beintap og aukin hætta á beinbrotum. Í alvarlegum tilvikum veldur skortur minni háttar kalkvakaóhófi, blóðfosfatskorti, nærlægu vöðvaþróttleysi og beinmeyru, sem eykur hættuna enn frekar á falli og brotum hjá einstaklingum með beinþynningu. Viðbótar D-vítamín dregur úr þessari hættu og afleiðingum hennar.

Beinþynning er skilgreind sem steinefnaþéttni beina (BMD: Bone Mineral Density) í hrygg eða mjöðm 2,5 staðalfrávikum undir meðalgildi hjá venjulegum, ungum einstaklingum eða sem fyrri brothætta beina, óháð steinefnaþéttni þeirra.

Verkun og öryggi

Rannsóknir á VANTAVO

Sýnt var fram á áhrif lægri styrkleikans af VANTAVO (alendrónat 70 mg/D3-vítamín 2800 a.e.) á stöðu D-vítamíns í fjölþjóðlegri, 15 vikna rannsókn á 682 konum með beinþynningu eftir tíðahvörf (grunngildi 25-hýdroxývítamín D í sermi var að meðaltali 56 nmól/l [22,3 ng/ml]; bil 22,5-225 nmól/l [9-90 ng/ml]). Sjúklingar fengu lægri styrkleikann (70 mg/2800 a.e.) af VANTAVO (fjöldi=350) eða FOSAMAX (alendrónat) 70 mg (fjöldi=332) einu sinni í viku; viðbótargjöf D-vítamíns var óheimil. Eftir 15 vikna meðferð voru meðaltalsgildi 25-hýdroxývítamín D í sermi marktækt hærri (26%), í VANTAVO (70 mg/2800 a.e.) hópnum (56 nmól/l [23 ng/ml]) en í þeim hópi sem fékk eingöngu alendrónat (46 nmól/l [18.2 ng/ml]). Prósentuhlutfall sjúklinga með D-vítamínskort (25-hýdroxývítamín D í sermi <37,5 nmól/l [<15 ng/ml]) var marktækt 62,5% lægra hjá þeim hópi sem fékk VANTAVO (70 mg/2800 a.e.) (12%) en þeim hópi sem fékk eingöngu alendrónat (32%) á þessu 15 vikna tímabili. Prósentuhlutfall sjúklinga með D-vítamínskort (25-hýdroxývítamín D í sermi22,5 nmól/l [ 9 ng/ml]) lækkaði marktækt um 92% í VANTAVO (70 mg/2800 a.e.) hópnum borið saman við hópinn sem fékk alendrónat eingöngu (1% á móti 13%). Í þessari rannsókn jukust meðalgildi 25-hýdroxývítamíns D hjá sjúklingum með D-vítamínskort við grunngildi (25-hýdroxývítamín D, 22,5 til 37,5 nmól/l [9 til <15 ng/ml]) úr 30 nmól/l (12,1 ng/ml ) í 40 nmól/l (15,9 ng/ml) í 15. viku í VANTAVO (70 mg/2800 a.e.) hópnum (fjöldi=75) og minnkaði úr 30 nmól/l (12,0 ng/ml) við grunngildi í 26 nmól/l (10,4 ng/ml) í 15. viku í hópnum sem fékk alendrónat eingöngu (fjöldi=70). Enginn munur var á meðferðarhópunum með tilliti til meðalgildis kalsíums eða fosfats í sermi eða sólarhringsmagni kalsíums í þvagi.

Sýnt var fram á áhrif lægri styrkleikans af VANTAVO (alendrónat 70 mg/D3-vítamín 2.800 a.e.) auk 2.800 a.e. af D3-vítamíni til viðbótar, samtals 5.600 a.e. (magn D3-vítamíns í hærri styrkleikanum af VANTAVO) einu sinni í viku í 24 vikna viðbótarrannsókn með þátttöku 619 kvenna með beinþynningu eftir tíðahvörf. Sjúklingar í D3-vítamín 2.800 hópnum fengu VANTAVO

(70 mg/2.800 a.e.) (n=299) og sjúklingar í D3-vítamín 5.600 hópnum fengu VANTAVO

(70 mg/2.800 a.e.) auk 2.800 a.e. af D3-vítamíni til viðbótar (n=309) einu sinni í viku; heimilt var að

nota að auki fæðubótarefni með D-vítamíni. Eftir 24 vikna meðferð voru meðal 25-hýdroxývítamín D gildi í sermi marktækt hærri í D3-vítamín 5.600 hópnum (69 nmól/l [27,6 ng/ml] en í D3-vítamín 2.800 hópnum (64 nmól/l [25,5 ng/ml]). Hundraðshluti sjúklinga með D-vítamínskort var 5,4% í D3 vítamín 2.800 hópnum á móti 3,2% í D3 vítamín 5.600 hópnum í 24 vikna viðbótarrannsókninni.

Hundraðshluti sjúklinga með D--vítamínskort var 0,3% í D3-vítamín 2.800 hópnum á móti núll í D3-vítamín 5.600 hópnum. Enginn munur var á meðferðarhópunum á meðalgildi kalsíums og fosfats í sermi eða magni kalsíums í sólarhringsþvagi. Enginn tölfræðilegur munur milli meðferðarhópa var á hundraðshluta sjúklinga með óeðlilega mikið magn kalsíums í þvagi í lok 24 vikna viðbótarrannsóknarinnar.

Rannsóknir á alendrónati

Í fjölsetra rannsókn sem stóð yfir í eitt ár hjá konum með beinþynningu eftir tíðahvörf var sýnt fram á að meðferð með alendrónati 70 mg einu sinni í viku (fjöldi=519) jafngildir meðferð með 10 mg af alendrónati einu sinni á dag (fjöldi=370). Meðalaukning á steinefnaþéttni frá grunngildi í lendhrygg eftir eitt ár var 5,1% (95% CI: 4,8; 5,4%) í hópnum sem fékk 70 mg einu sinni í viku og 5,4% (95% CI: 5,0; 5,8%) í hópnum sem fékk 10 mg á dag. Meðalaukning á steinefnaþéttni var 2,3% og 2,9% í lærleggshálsi og 2,9% og 3,1% í mjöðm hjá þeim sem fengu 70 mg einu sinni í viku annars vegar og þeim sem fengu 10 mg á dag hins vegar. Meðferðarhóparnir tveir voru einnig svipaðir m.t.t. aukningar á steinefnaþéttni annars staðar í beinagrindinni.

Áhrif alendrónats á beinmassa og tíðni beinbrota hjá konum eftir tíðahvörf voru metin í tveimur eins uppbyggðum upphafsrannsóknum (fjöldi=994) á verkun og einnig í „The Fracture Intervention Trial“ (FIT: fjöldi=6.459).

Í upphafsrannsóknunum á verkun varð meðalaukning á steinefnaþéttni beina eftir inntöku 10 mg/dag af alendrónati í þrjú ár 8,8% í hrygg, 5,9% í lærleggshálsi og 7,8% í lærleggshnútu (trochanter), í samanburði við lyfleysu. Marktæk aukning varð einnig á heildarþéttni steinefna í beinum í öllum líkamanum. 48% minnkun (alendrónat 3,2% : lyfleysa 6,2%) var á hlutfalli þeirra sjúklinga, sem fengu einn eða fleiri samfallna hryggjarliði, þegar einstaklingar sem fengu alendrónat voru bornir saman við þá sem fengu lyfleysu. Rannsóknirnar voru framlengdar um tvö ár og áframhaldandi aukning varð á steinefnaþéttni í hrygg og lærleggshnútu, en steinefnaþéttni í lærleggshálsi og í líkamanum í heild hélst óbreytt.

FIT-rannsóknin (The Fracture Intervention Trial) samanstóð af tveimur samanburðarrannsóknum með lyfleysu og daglegri inntöku alendrónats (5 mg á dag í tvö ár og 10 mg á dag í eitt eða tvö ár til viðbótar):

FIT 1: Þriggja ára rannsókn á 2027 sjúklingum með a.m.k. einn samfallinn hryggjarlið við upphaf rannsóknar. Í rannsókninni sýndi alendrónat, sem gefið var daglega, 47% lækkun á tíðni1 nýs samfalls á hryggjarlið (alendrónat 7,9% : lyfleysa 15,0%). Að auki var um tölfræðilega marktæka lækkun á tíðni mjaðmarbrota að ræða (1,1% : 2,2%; 51% lækkun).

FIT 2: Fjögurra ára rannsókn á 4432 sjúklingum með lágan beinmassa en ekki með samfallinn hryggjarlið við upphaf rannsóknar. Í rannsókninni var marktækur munur á tíðni mjaðmarbrota (alendrónat 1,0%: lyfleysa 2,2%; 56% lækkun) og á tíðni 1 samfalls á hryggjarlið (2,9% :

5,8%; 50% lækkun) við greiningu á undirhópi kvenna með beinþynningu (37% heildarinnar sem féllu undir framangreinda skilgreiningu á beinþynningu).

Rannsóknaniðurstöður

Í klínískum rannsóknum kom fram tímabundin, væg, einkennalaus lækkun á kalsíum- og fosfatgildum í sermi hjá u.þ.b. 18% og 10% sjúklinga á alendrónatmeðferð, 10 mg/dag, en hjá u.þ.b. 12% og 3% þeirra sem fengu lyfleysu. Þrátt fyrir það var tíðni kalsíumlækkunar í sermi niður í < 8,0 mg/dl

(2,0 mmól/l) og fosfatlækkunar í sermi niður í 2,0 mg/dl (0,65 nmól/l) svipuð hjá báðum meðferðarhópum.

Börn

Alendrónatnatríum hefur verið rannsakað í litlum hópi sjúklinga yngri en 18 ára með beinbrotasýki. Niðurstöðurnar eru ófullnægjandi til að mæla með notkun alendrónatnatríums hjá börnum með beinbrotasýki.

5.2Lyfjahvörf

Alendrónat

Frásog

Meðalaðgengi alendrónats hjá konum eftir inntöku, miðað við viðmiðunarskammt í bláæð, var 0,64% þegar það var gefið eftir næturföstu og tveimur klukkustundum fyrir staðlaðan morgunverð, fyrir skammta á bilinu 5 til 70 mg. Aðgengi alendrónats minnkaði álíka mikið, þ.e. niður í 0,46% og 0,39%, þegar það var gefið einni klukkustund eða hálfri klukkustund fyrir staðlaðan morgunverð. Í rannsóknum á beinþynningu hélst virkni alendrónats þegar það var gefið a.m.k. 30 mínútum áður en fyrstu fæðu eða drykkjar dagsins var neytt.

Alendrónathluti VANTAVO (70 mg/2800 a.e.) samsettrar töflu og VANTAVO (70 mg/5.600 a.e.) samsettrar töflu er jafngildur alendrónat 70 mg töflu.

Aðgengi var hverfandi bæði þegar alendrónat var gefið samtímis stöðluðum morgunverði og þegar það var gefið allt að tveimur klukkustundum eftir staðlaðan morgunverð. Þegar alendrónat var tekið inn samtímis kaffi eða appelsínusafa minnkaði aðgengi þess um u.þ.b. 60%.

Ekki varð marktæk, klínísk breyting á aðgengi alendrónats til inntöku (meðalaukning náði frá 20% til 44%) hjá heilbrigðum einstaklingum sem fengu prednisón til inntöku (20 mg þrisvar á dag í fimm daga).

Dreifing

Rannsóknir á rottum sýna að alendrónat dreifist tímabundið út í mjúkvefi eftir gjöf 1 mg/kg í bláæð, en dreifist síðan aftur hratt út í bein eða skilst út í þvagi. Meðaldreifingarrúmmál við jafnvægi, að beinum undanskildum, er a.m.k. 28 lítrar hjá mönnum. Plasmaþéttni alendrónats eftir inntöku lækningalegra skammta er of lág til greiningar (<5 ng/ml). Plasmapróteinbinding hjá mönnum er u.þ.b. 78%.

Umbrot

Ekkert bendir til þess að alendrónat umbrotni í dýrum eða mönnum.

Brotthvarf

Eftir gjöf eins skammts af [14C] merktu alendrónati í bláæð útskildist u.þ.b. 50% geislavirkninnar í þvagi innan 72 klukkustunda og lítil sem engin geislavirkni kom fram í saur. Eftir einn 10 mg skammt í bláæð var úthreinsun alendrónats um nýru 71 ml/mín. og almenn úthreinsun fór ekki yfir 200 ml/mín. Plasmaþéttni féll um meira en 95% innan sex klukkustunda eftir gjöf í bláæð. Endanlegur helmingunartími hjá mönnum er talinn vera lengri en tíu ár, sem endurspeglar losun alendrónats úr beinum. Alendrónat útskilst ekki um sýru- eða basaflutningsleiðir í nýrum hjá rottum, og því er ekki gert ráð fyrir að alendrónat hafi áhrif á útskilnað annarra lyfja sem skiljast út eftir þessum leiðum hjá mönnum.

Kólekalsíferól

Frásog

Eftir gjöf VANTAVO 70 mg/2.800 a.e. eftir næturföstu og tveimur tímum fyrir máltíð hjá heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum (konum og körlum), var meðalflatarmál undir sermi-þéttni-

tíma ferli (AUC0-120-klst.) fyrir D3-vítamín (ekki aðlagað að innrænu magni af D3-vítamíni (endogenous vitamin D3 levels)) 296,4 ng klst./ml. Meðalhámarksþéttni (Cmax) af D3-vítamíni í sermi var 5,9 ng/ml,

og miðgildi tímans að hámarksþéttni í sermi (Tmax) var 12 klukkustundir. Aðgengi þeirra 2800 a.e. af D3-vítamíni sem eru í VANTAVO er sambærilegt við þær 2800 a.e. D3-vítamíns er gefnar voru einar sér.

Eftir gjöf VANTAVO 70 mg/5.600 a.e. eftir næturföstu og tveimur tímum fyrir máltíð hjá heilbrigðum, fullorðnum einstaklingum (konum og körlum), var meðalflatarmál undir sermi-þéttni-

tíma ferli (AUC0-80-klst.) fyrir D3-vítamín (ekki aðlagað að innrænu magni af D3-vítamíni (endogenous vitamin D3 levels)) 490,2 ng klst./ml. Meðalhámarksþéttni (Cmax) af D3-vítamíni í sermi var

12,2 ng/ml, og miðgildi tímans að hámarksþéttni í sermi (Tmax) var 10,6 klukkustundir. Aðgengi þeirra 5.600 a.e. af D3-vítamíni sem eru í VANTAVO er sambærilegt við þær 5.600 a.e. D3-vítamíns er gefnar voru einar sér.

Dreifing

Við frásog kemur D3-vítamín í blóðið sem hluti fitukirna (chylomicrons). D3-vítamín dreifist hratt og þá aðallega til lifrar þar sem það breytist við efnaskipti í 25-hýdroxývítamín D3, aðalgeymsluformið. Nokkru minna magn þess dreifist í fitu og vöðvavef, og geymist þar sem D3-vítamín sem seinna er hægt að losa inn í D-vítamínhringrásina. Hringrás D3-vítamíns er háð bindipróteini D-vítamíns.

Umbrot

D3-vítamín umbrotnar hratt með hýdroxýltengingu í lifur og verður að 25-hýdroxývítamín D3. Því næst umbrotnar það í 1,25-díhýdroxývítamín D3 í nýrum, sem stendur fyrir hið líffræðilega virka form D3-vítamíns. Frekari hýdroxýlering á sér stað fyrir brotthvarf. Lítill prósentuhluti D3-vítamíns tengist glúkúronsýru fyrir brotthvarf.

Brotthvarf

Þegar geislavirkt D3-vítamín var gefið heilbrigðum einstaklingum var meðalútskilnaður á geislavirkni í þvagi eftir 48 klst. 2,4% og meðalútskilnaður geislavirkni í saur eftir 4 daga 4,9%. Í báðum tilfellum var geislavirknin sem útskilin var svo til eingöngu umbrotsefni upphafsefnisins. Meðalhelmingunartími D3-vítamíns í sermi eftir að VANTAVO (70 mg/2800 a.e.) hefur verið gefið til inntöku er um 24 klst.

Skert nýrnastarfsemi

Forklínískar rannsóknir sýna að það alendrónat, sem ekki sest í bein, skilst hratt út í þvagi. Ekkert benti til mettunar á upptöku alendrónats í beinum eftir langvarandi gjöf lyfsins í allt að 35 mg/kg uppsöfnuðum skömmtum í bláæð hjá dýrum. Þrátt fyrir að engar klínískar upplýsingar séu fyrir hendi, er líklegt að brotthvarf alendrónats um nýru sé minnkað hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, eins og á við hjá dýrum. Því má búast við nokkuð meiri uppsöfnun alendrónats í beinum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.2).

5.3Forklínískar upplýsingar

Ekki hafa verið gerðar aðrar rannsóknir en klínískar á alendrónati ásamt kólekalsíferóli.

Alendrónat

Upplýsingar rannsókna sem ekki voru klínískar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturhrifum eftir endurtekna skammta, eiturhrifum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum. Rannsóknir á meðferð með alendrónati á meðgöngu hjá rottum hafa sýnt fram á goterfiðleika í tengslum við lágt kalkgildi í blóði. Einnig hafa rannsóknir á rottum sýnt að séu þeim gefnir stórir skammtar af alendrónati á meðgöngu veldur það aukinni tíðni ófullkominnar beinmyndunar hjá fóstrum. Þýðing þess fyrir menn er óþekkt.

Kólekalsíferól

Við skammta sem eru miklu stærri en meðferðarskammtar fyrir menn hafa við dýrarannsóknir komið fram eiturhrif á æxlun.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Örkristallaður sellulósi (E460)

Vatnsfrír laktósi

Þríglýseríð, meðallangar keðjur Gelatín Kroskarmellósanatríum Súkrósi

Kísiltvíoxíðkvoða Magnesíumsterat (E572) Bútýlhýdroxýtólúen (E321) Umbreytt sterkja (maís) Natríumálsílikat (E554)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

18 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum þynnuumbúðum til varnar gegn raka og ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

VANTAVO 70 mg/2.800 a.e. töflur

Ál/álþynnuspjöld í öskjum sem innihalda 2, 4, 6 eða 12 töflur.

VANTAVO 70 mg/5.600 a.e. töflur

Ál/álþynnuspjöld í öskjum sem innihalda 2, 4 eða 12 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Sharp & Dohme Ltd.

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

VANTAVO 70 mg/2.800 a.e. töflur

EU/1/09/572/001 – 2 töflur

EU/1/09/572/002 – 4 töflur

EU/1/09/572/003 – 6 töflur

EU/1/09/572/004 – 12 töflur

VANTAVO 70 mg/5.600 a.e. töflur

EU/1/09/572/006 – 2 töflur

EU/1/09/572/007 – 4 töflur

EU/1/09/572/008 – 12 töflur

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16. október 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 18. september 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf