Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Veltassa (patiromer sorbitex calcium) – Fylgiseðill - V03AE09

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsVeltassa
ATC-kóðiV03AE09
Efnipatiromer sorbitex calcium
FramleiðandiVifor Fresenius Medical Care Renal Pharma France

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Veltassa 8,4 g mixtúruduft, dreifa

Veltassa 16,8 g mixtúruduft, dreifa

Veltassa 25,2 g mixtúruduft, dreifa

Patírómer (sem patírómer sorbítexkalsíum)

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Veltassa og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Veltassa

3.Hvernig nota á Veltassa

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Veltassa

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Veltassa og við hverju það er notað

Veltassa er lyf sem inniheldur virka efnið patírómer.

Veltassa er notað til meðferðar hjá fullorðnum sem hafa há gildi kalíums í blóði.

Of mikið kalíum í blóði getur haft áhrif á það hvernig taugarnar stjórna vöðvunum. Þetta getur leitt til vöðvaslappleika eða jafnvel lömunar. Há kalíumgildi geta einnig valdið óeðlilegum hjartslætti sem getur haft alvarleg áhrif á takt hjartans.

Veltassa virkar þannig að það binst við kalíum í þörmunum. Þetta kemur í veg fyrir að kalíum komist inn í blóðrásina og lækkar kalíumgildi í blóðinu aftur í eðlilegt horf.

2. Áður en byrjað er að nota Veltassa

Ekki má nota Veltassa

ef um er að ræða ofnæmi fyrir patírómer eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Veltassa er notað ef þú:

átt erfitt með að kyngja

ert með alvarleg maga- eða þarmavandamál

hefur gengist undir stóra skurðaðgerð á maga eða þörmum.

Lág magnesíumgildi í blóði geta komið fram við notkun Veltassa. Læknirinn mun athuga magnesíumgildin hjá þér meðan á meðferð með Veltassa stendur, í a.m.k. 1 mánuð, og gæti ávísað magnesíumuppbót ef þörf krefur.

Veltassa inniheldur sorbítól. Ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með óþol fyrir einhverjum sykrum skaltu hafa samband við lækninn áður en þú tekur lyfið. Magn sorbítóls er u.þ.b. 4 g (10,4 kkal) á hver 8,4 g af patírómer.

Börn og unglingar

Ekki má gefa börnum yngri en 18 ára Veltassa þar sem lyfið hefur ekki verið rannsakað hjá þeim aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Veltassa

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Veltassa getur haft áhrif á ákveðin lyf til inntöku ef þau eru tekin á sama tíma, þetta eru lyf eins og:

síprófloxasín: lyf til meðferðar við bakteríusýkingum

levóþýroxín: lyf til meðferðar við skorti á skjaldkirtilshormóni

metformín: lyf til meðferðar við sykursýki

kínidín: lyf til meðferðar við óreglulegum hjartslætti.

Taka skal öll lyf til inntöku að minnsta kosti 3 klukkustundum fyrir eða eftir að Veltassa er tekið, nema læknirinn eða lyfjafræðingur hafi gefið fyrirmæli um annað. Spurðu lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Aðeins skal nota Veltassa á meðgöngu og við brjóstagjöf ef læknirinn telur það nauðsynlegt.

Akstur og notkun véla

Veltassa hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni þína til aksturs og notkunar véla.

3.Hvernig nota á Veltassa

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

upphafsskammtur: 8,4 g af patírómer (innihald eins 8,4 g skammtapoka) einu sinni á dag

hámarksskammtur: 25,2 g af patírómer (innihald eins 25,2 g skammtapoka) einu sinni á dag

Læknirinn gæti breytt skammtinum með hliðsjón af magni kalíums í blóðinu.

Takið Veltassa a.m.k. 3 klukkustundum fyrir eða eftir að önnur lyf til inntöku eru tekin, nema læknirinn eða lyfjafræðingur hafi gefið fyrirmæli um annað.

Lyfjagjöf

Blandið Veltassa með vatni og hrærið þar til allt hefur blandast vel, með eftirfarandi aðferð:

Setjið um það bil 40 ml (3 matskeiðar) af vatni í glas.

Bætið síðan þeim fjölda af Veltassa-skammtapokum sem þarf út í og hrærið.

Bætið við um það bil 40 ml (3 matskeiðum) af vatni til viðbótar og hrærið vel. Duftið leysist ekki upp heldur myndar dreifu.

Hægt er að bæta meira vatni út í blönduna til að auðvelda inntöku lyfsins.

Drekkið blönduna innan 1 klukkustundar eftir blöndun. Ef duft verður eftir í glasinu eftir að blandan er drukkin skal bæta meira vatni við, hræra og drekka strax. Hugsanlega þarf að endurtaka þetta til að tryggja að allt duftið hafi verið tekið inn.

Nota má eplasafa eða trönuberjasafa í stað vatns. Ekki má nota aðra vökva þar sem þeir kunna að innihalda mikið magn kalíums. Aðeins ætti að drekka trönuberjasafa í hófi (minna en 400 ml á dag) þar sem hann getur haft áhrif á verkun annarra lyfja.

Takið blönduðu Veltassa-dreifuna með mat, helst á sama tíma daglega. Hitið aldrei Veltassa né bætið því út í heitan mat eða drykki.

Ekki má taka Veltassa inn sem þurrt duft.

Ef tekinn er stærri skammtur af Veltassa en mælt er fyrir um

Hættu að taka Veltassa og leitaðu tafarlaust ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef gleymist að taka Veltassa

Ef þú hefur gleymt skammti skaltu taka hann eins fljótt og hægt er sama dag. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef þú gleymir fleiri en einum skammti skaltu hafa samband við lækninn.

Ef hætt er að nota Veltassa

Ekki hætta að taka lyfið án þess að fá samþykki frá lækninum þar sem það getur hækkað kalíumgildin í blóðinu.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir hafa verið tilkynntar:

Algengar, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

hægðatregða

niðurgangur

kviðverkir

vindgangur

lág magnesíumgildi í blóði sem koma fram í blóðprufum

Sjaldgæfar, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum:

ógleði

uppköst

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Veltassa

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni eða skammtapokanum á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið og flytjið í kæli (2°C – 8°C).

Þegar þú tekur við Veltassa má geyma lyfið við lægri hita en 25°C í allt að 6 mánuði.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Veltassa inniheldur

Virka innihaldsefnið er patírómer (sem patírómer sorbítexkalsíum).

Veltassa 8,4 g mixtúruduft, dreifa: hver skammtapoki inniheldur 8,4 g af patírómer.

Veltassa 16,8 g mixtúruduft, dreifa: hver skammtapoki inniheldur 16,8 g af patírómer.

Veltassa 25,2 g mixtúruduft, dreifa: hver skammtapoki inniheldur 25,2 g af patírómer.

Önnur innihaldsefni eru xantangúmmí.

Lýsing á útliti Veltassa og pakkningastærðir

Mixtúruduftið fyrir dreifuna er beinhvítt eða ljósbrúnt að lit, með stöku hvítum ögnum.

Veltassa fæst í pakkningum með 30, 60 eða 90 skammtapokum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Vifor Fresenius Medical Care Renal Pharma France

100–101 Terrasse Boieldieu

Tour Franklin La Défense 8

92042 Paris La Défense Cedex

Frakkland

Framleiðandi

Vifor France

100–101 Terrasse Boieldieu

Tour Franklin La Défense 8

92042 Paris La Défense Cedex

Frakkland

OM Pharma S.A.

R. da Indústria, 2

Quinta Grande

Amadora, 2610­088

Portúgal

Hafið samband við markaðsleyfishafa ef óskað er upplýsinga um lyfið.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf