Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Vokanamet (canagliflozin / metformin hydrochloride) – Fylgiseðill - A10BD16

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsVokanamet
ATC-kóðiA10BD16
Efnicanagliflozin / metformin hydrochloride
FramleiðandiJanssen-Cilag International N.V.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Vokanamet 50 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur

Vokanamet 50 mg/1.000 mg filmuhúðaðar töflur

Vokanamet 150 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur

Vokanamet 150 mg/1.000 mg filmuhúðaðar töflur

kanaglíflózín/metformínhýdróklóríð

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Vokanamet og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Vokanamet

3.Hvernig nota á Vokanamet

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Vokanamet

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Vokanamet og við hverju það er notað

Vokanamet inniheldur tvö mismunandi virk efni, kanaglíflózín og metformín. Þetta eru tvö lyf sem vinna saman en á mismunandi hátt að því að lækka blóðsykurgildi hjá fullorðnum með sykursýki tegund 2.

Þetta lyf má nota eitt og sér eða með öðrum lyfjum sem notuð eru við meðferð á sykursýki tegund 2 og lækka sykur í blóði (t.d. insúlín, DPP-4 hemlar [eins og sítagliptín, saxagliptín og linagliptín], súlfónýlúrealyf [eins og glimepiríð og glípizíð] eða píóglítazón). Ef til vill færðu nú þegar eitt eða fleiri þessara lyfja við sykursýki tegund 2. Vokanamet er notað þegar ekki næst fullnægjandi stjórn á blóðsykurgildum með metformíni einu sér eða með öðrum sykursýkislyfjum. Ef þú ert að nota bæði kanaglíflózín og metformín sem stakar töflur getur Vokanamet komið í stað þeirra í einni töflu.

Mikilvægt er að fylgja áfram leiðbeiningum læknisins eða hjúkrunarfræðingsins um mataræði og æfingar.

Hvað er sykursýki tegund 2?

Sykursýki tegund 2 er ástand sem verður þegar líkaminn getur ekki framleitt nóg insúlín og það insúlín sem líkaminn framleiðir starfar ekki eins vel og það ætti að gera. Líkaminn getur einnig framleitt of mikinn sykur. Þegar það gerist safnast sykur (glúkósi) fyrir í blóði. Þetta getur leitt til alvarlegs heilsufarsvanda eins og hjartasjúkdóms, nýrnasjúkdóms, blindu og aflimunar.

2. Áður en byrjað er að nota Vokanamet

Ekki má nota Vokanamet

ef um er að ræða ofnæmi fyrir kanaglíflózíni, metformíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú er með lifrarvandamál

ef þú ert með alvarlega skerta nýrnastarfsemi

ef þú ert með ómeðhöndlaða sykursýki, til dæmis með alvarlega blóðsykurshækkun (háan blóðsykur), ógleði, uppköst, niðurgang, hratt þyngdartap, mjólkursýrublóðsýringu (sjá „Hætta á mjólkursýrublóðsýringu“ hér á eftir) eða ketónblóðsýringu. Ketónblóðsýring er ástand þar sem efni sem kallast ketón safnast fyrir í blóði og geta leitt til fordás af völdum sykursýki. Einkennin eru m.a. magaverkur, hröð og djúp öndun, syfja eða óvenjuleg ávaxtalykt af andardrætti.

ef þú ert með alvarlega sýkingu

ef þú hefur orðið fyrir miklu vökvatapi (ofþornun), t.d. vegna langvarandi eða alvarlegs niðurgangs eða ef þú hefur kastað oft upp á stuttum tíma.

ef þú færð fordá af völdum sykursýki

ef þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða ert með alvarlegar blóðrásartruflanir svo sem lost eða öndunarerfiðleika

ef þú neytir áfengis í óhófi (annaðhvort daglega eða öðru hvoru)

ef þú ert með eða hefur nýlega fengið hjartabilun.

Varnaðarorð og varúðarreglur Hætta á mjólkursýrublóðsýringu

Vokanamet getur valdið aukaverkun sem kemur örsjaldan fyrir, en er mjög alvarleg, og kallast mjólkursýrublóðsýring, einkum ef nýrun starfa ekki eðlilega. Hættan á að fá mjólkursýrublóðsýringu eykst einnig þegar um er að ræða ómeðhöndlaða sykursýki, alvarlegar sýkingar, langvarandi föstu eða neyslu áfengis, vökvaskort (sjá nánari upplýsingar hér á eftir), lifrarsjúkdóma og hvers kyns heilsufarsvandamál þar sem hluti líkamans verður fyrir súrefnisskorti (svo sem við bráðan alvarlegan hjartasjúkdóm).

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig skaltu leita ráða hjá lækninum.

Hættu að taka Vokanamet í stuttan tíma ef þú ert með sjúkdóm sem tengja má við vökvaskort

(verulegt tap á líkamsvökvum) svo sem svæsin uppköst, niðurgangur, hiti, mikil útsetning fyrir hita eða ef þú drekkur minni vökva en venjulega. Leitaðu ráða hjá lækninum.

Hættu að taka Vokanamet og hafðu tafarlaust samband við lækni eða næsta sjúkrahús ef þú færð einhver einkenni mjólkursýrublóðsýringar, þar sem þetta ástand getur leitt til dás. Einkenni mjólkursýrublóðsýringar eru m.a.:

uppköst

magaverkur (kviðverkur)

sinadráttur

almenn vanlíðunartilfinning og mikil þreyta

öndunarerfiðleikar

lækkaður líkamshiti og hjartsláttur

Mjólkursýrublóðsýring er neyðarástand sem verður að meðhöndla á sjúkrahúsi.

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en lyfið er notað og meðan á meðferðinni stendur:

varðandi hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir vökvaskort

ef þú ert með sykursýki af tegund 1 (líkaminn framleiðir ekkert insúlín). Þá á ekki að nota Vokanamet

ef þú finnur fyrir hröðu þyngdartapi, ógleði, uppköstum, magaverk, óhemjumiklum þorsta, hraðri og djúpri öndun, ringlun, óvenjulegri syfju eða þreytu, sætri lykt af andardrættinum, sætu

eða málmkenndu bragði í munni eða ef breytt lykt er af þvagi eða svita, skaltu strax hafa samband við lækninn eða næsta sjúkrahús. Þetta geta verið einkenni ketónblóðsýringar vegna sykursýki – mjög sjaldgæft en alvarlegt vandamál, stundum lífshættulegt, sem getur komið fram við sykursýki vegna aukins magns ketóna í þvagi eða blóði sem kemur fram í rannsóknum. Hætta á ketónblóðsýringu vegna sykursýki getur aukist vegna langvarandi föstu, mikillar áfengisneyslu, vökvaskorts, ef insúlínskammtur er minnkaður skyndilega eða ef aukin þörf er á insúlíni vegna stórrar skurðaðgerðar eða alvarlegra veikinda.

ef þú hefur einhvern tímann verið með alvarlegan hjartasjúkdóm eða fengið heilaslag

ef þú notar lyf til að lækka blóðþrýstinginn eða hefur einhvern tímann verið með lágan blóðþrýsting. Frekari upplýsingar er að finna í kaflanum hér fyrir neðan „Notkun annarra lyfja samhliða Vokanamet“.

Mikilvægt er að skoða fæturna reglulega og fylgja öðrum ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna um fótaumhirðu og fullnægjandi vökvainntöku. Þú skalt tafarlaust hafa samband við lækninn ef þú tekur eftir sárum eða blettum eða ef þú finnur fyrir eymslum eða verkjum í fótum. Nokkrar rannsóknir benda til að notkun kanaglíflózíns geti stuðlað að hættu á aflimun neðri útlims (aðallega táar).

Nýrnastarfsemi

Áður en byrjað er að nota lyfið og meðan á meðferð með Vokanamet stendur verða nýrun rannsökuð með blóðprófi. Læknirinn mun athuga nýrnastarfsemina a.m.k. einu sinni á ári eða oftar ef þú ert í hópi aldraðra og/eða ef nýrnastarfsemi þín fer versnandi.

Skurðaðgerð

Ef þú þarft að fara í stóra skurðaðgerð verðurðu að hætta að taka Vokanamet meðan hún fer fram og í einhvern tíma eftir aðgerðina. Læknirinn mun ákveða hvenær þú átt að hætta og hvenær á að hefja meðferð að nýju með Vokanamet.

Læknirinn mun ákveða hvort þú þarft einhverja aðra meðferð til að stjórna blóðsykrinum á meðan þú hættir að taka Vokanamet. Það er mikilvægt að þú fylgir vandlega leiðbeiningum frá lækninum.

Sykur í þvagi

Vegna verkunarháttar kanaglíflózíns mælist þvagið jákvætt fyrir sykri (glúkósa) meðan lyfið er notað.

Börn og unglingar

Vokanamet er ekki ráðlagt hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Vokanamet

Ef þú þarft að fá inndælingu með skuggaefni sem inniheldur joð í blóðrásina, til dæmis í tengslum við röntgenmyndatöku eða skönnun, verðurðu að hætta að taka Vokanamet fyrir inndælinguna eða þegar hún er framkvæmd. Læknirinn mun ákveða hvenær þú átt að hætta og hvenær á að hefja meðferð að nýju með Vokanamet.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta lyf getur haft áhrif á verkun annarra lyfja. Einnig geta önnur lyf haft áhrif á verkun þessa lyfs. Hugsanlega er þörf á fleiri rannsóknum á blóðsykri og nýrnastarfsemi, eða læknirinn gæti þurft að breyta skammtinum af Vokanamet. Það er sérstaklega mikilvægt að nefna eftirfarandi:

insúlín eða súlfónýlúrealyf (t.d. glímepíríð eða glípizíð) við sykursýki – læknirinn getur þurft að minnka skammtinn til þess að koma í veg fyrir of lágan blóðsykur (blóðsykursfall)

lyf sem auka þvagmyndun (þvagræsilyf)

jóhannesarjurt (náttúrulyf við þunglyndi)

karbamazepín, phenýtóín eða phenóbarbital (lyf notuð til þess að hafa stjórn á flogum)

efavírenz og rítónavír (lyf við HIV sýkingu)

rífampicín (sýklalyf notað við berklum)

kólestýramín (lyf notað til þess að lækka kólesteról í blóði). Sjá kafla 3 „Notkun lyfsins“

digoxín eða digitoxín (lyf við ákveðnum hjartavandamálum). Athuga þarf magn digoxíns eða digitoxíns í blóði ef þessi lyf eru notuð samhliða Vokanamet

dabigatran (blóðþynningarlyf sem minnkar hættuna á myndun blóðsega)

lyf sem innihalda alkóhól. Sjá kafla „Notkun Vokanamet með áfengi“.

címetidín (lyf notað við magakvillum)

barksterar (notaðir til að meðhöndla ýmiskonar ástand, eins og alvarlega húðbólgu eða astma) sem er gefið til inntöku, í sprautu eða til innöndunar

beta-2 örvar (eins og salbútamól eða terbútalín) notað til að meðhöndla astma

lyf notuð til meðferðar við verkjum og bólgum (bólgueyðandi verkjalyf og COX-2-hemlar, svo sem íbúprófen og celekoxíb)

ákveðin lyf til meðferðar við háum blóðþrýstingi (ACE-hemlar og angíótensín II- viðtakablokkar)

Notkun Vokanamet með áfengi

Forðast skal óhóflega neyslu áfengis meðan þetta lyf er tekið þar sem það getur aukið hættuna á mjólkursýrublóðsýringu. Sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki á að nota kanaglíflózín, sem er eitt af virku efnum Vokanamet, á meðgöngu. Leitið ráða hjá lækninum um hvernig best sé að hafa stjórn á blóðsykrinum án notkunar Vokanamet um leið og þungun hefur verið staðfest.

Ekki á að nota þetta lyf ef barn er haft á brjósti. Ræddu við lækninn um hvort þú ættir að hætta að taka þetta lyf eða hætta brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Vokanamet hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs, hjólreiða og notkunar tækja eða véla. Samt sem áður hefur verið greint frá sundli og vægum svima, sem getur haft áhrif á hæfni til aksturs, hjólreiða og notkunar tækja eða véla.

Þegar Vokanamet er notað með öðrum sykursýkislyfjum, svokölluðum súlfónýlúrealyfjum (eins og glímepíríði eða glípizíði) eða insúlíni getur hætta á of lágum blóðsykri aukist (blóðsykursfall). Einkennin eru m.a. þokusýn, náladofi í vörum, titringur, aukin svitamyndun, fölvi, skapbreytingar og kvíða- eða ringlunartilfinning. Þetta getur haft áhrif á hæfni til aksturs, hæfni til að hjóla og nota tæki og vélar. Láttu lækninn vita eins fljótt og hægt er ef þú færð einhver einkenni lágs blóðsykurs.

3.Hvernig nota á Vokanamet

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hversu mikið á að taka

Ráðlagður skammtur af Vokanamet er ein tafla tvisvar sinnum á sólarhring.

Styrkur Vokanamet sem þú munt fá fer eftir ástandi þínu og magni þess kanaglíflózíns og metformíns sem nauðsynlegt er til að stjórna blóðsykrinum.

Læknirinn ávísar þeim styrkleika sem er réttur fyrir þig.

Notkun lyfsins

Gleyptu töfluna heila með að minnsta kosti hálfu vatnsglasi.

Best er að taka töfluna með mat. Það minnkar líkur á óþægindum í maga.

Reyndu að taka hana á sama tíma á hverjum degi. Það mun hjálpa þér að muna eftir að taka hana.

Ef læknirinn hefur ávísað þessu lyfi samhliða einhverju lyfi til að lækka kólesteról eins og kólestýramíni átt þú að taka kanaglíflózín a.m.k. 1 klst. áður eða 4 klst. til 6 klst. eftir að þú tekur kólesteróllækkandi lyf.

Læknirinn getur ávísað Vokanamet ásamt öðrum blóðsykurslækkandi lyfjum. Munið að taka öll lyf eins og læknirinn hefur ráðlagt til að sem bestur árangur náist.

Mataræði og líkamsrækt

Til að hafa stjórn á sykursýkinni þarft þú áfram að fylgja ráðum læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins um mataræði og líkamsrækt. Sérstaklega ef þú fylgir sykursýkismataræði til að stjórna þyngdinni skaltu halda því áfram á meðan þú tekur þetta lyf.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafið tafarlaust samband við lækninn ef of stór skammtur hefur verið tekinn.

Ef gleymist að taka Vokanamet

Ef gleymist að taka skammt á að taka hann eins fljótt og munað er eftir því. Ef komið er næstum því að næsta skammti á að sleppa skammtinum sem gleymdist.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Vokanamet

Ef hætt er að taka lyfið getur blóðsykurinn hækkað. Ekki skal hætta töku lyfsins án þess að tala við lækninn fyrst.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hættu að taka Vokanamet án tafar og hafðu samband við lækni eða farðu á næsta sjúkrahús ef þú ert með einhverja af eftirfarandi alvarlegu aukaverkunum:

Mjólkursýrublóðsýring (kemur örsjaldan fyrir, getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Vokanamet getur valdið aukaverkun sem kemur örsjaldan fyrir en er mjög alvarleg og kallast mjólkursýrublóðsýring (sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“). Ef þú færð þessa aukaverkun skaltu hætta að taka Vokanamet og hafa tafarlaust samband við lækni eða næsta sjúkrahús, þar sem mjólkursýrublóðsýring getur leitt til dás.

Hættu að taka Vokanamet og hafðu samband við lækninn eins fljótt og hægt er ef þú ert með einhverja af eftirfarandi alvarlegu aukaverkunum:

Ofþornun (sjaldgæf, getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

of mikið vökvatap (ofþornun). Þetta gerist oftar hjá eldri einstaklingum (75 ára og eldri), einstaklingum sem eru með nýrnavandamál og einstaklingum sem taka vatnslosandi lyf (þvagræsilyf).

Hugsanleg merki um ofþornun eru: - ruglástand eða sundl

-yfirlið eða svimatilfinning eða sundl þegar staðið er upp

-mikill munnþurrkur, mjög mikill þorsti

-mikil máttleysis- eða þreytutilfinning

-lítið eða ekkert þvagmagn

-hraður hjartsláttur.

Hafðu strax samband við lækni eða næsta sjúkrahús ef þú finnur fyrir einhverri eftirtalinna aukaverkana:

Ketónblóðsýring vegna sykursýki (mjög sjaldgæf, getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Þetta eru einkenni ketónblóðsýringar (sjá einnig kafla 2 Varnaðarorð og varúðarreglur):

-aukið magn ketóna í þvagi eða blóði

-hratt þyngdartap

-ógleði eða uppköst

-magaverkur

-óhemjumikill þorsti

-hröð og djúp öndun

-ringlun

-óvenjuleg syfja eða þreyta

-sæt lykt af andardrættinum, sætt eða málmkennt bragð í munni eða ef breytt lykt er af þvagi eða svita.

Þetta getur gerst óháð blóðsykursgildi. Læknirinn getur ákveðið að hætta meðferð með Vokanamet tímabundið eða fyrir fullt og allt.

Segðu lækninum eins fljótt og hægt er frá því ef þú ert með einhverja af eftirfarandi aukaverkunum:

Blóðsykursfall (mjög algengt, getur komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

lágur blóðsykur (blóðsykursfall) – þegar lyfið er notað ásamt insúlíni eða súlfónýlúrealyfi (eins og glímepíríði og glípizíði).

Hugsanleg merki um lágan blóðsykur eru:

-þokusýn

-náladofi í vörum

-titringur, aukin svitamyndun, fölvi

-skapsveiflur eða kvíðatilfinning eða ringlunartilfinning.

Læknirinn mun segja þér hvað eigi að gera við lágum blóðsykri og hvað eigi að gera ef þú ert með eitthvert ofangreindra einkenna.

Aðrar aukaverkanir þegar kanaglíflózín er tekið eitt sér:

Mjög algengar (geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

sveppasýking í leggöngum

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

útbrot eða roði á getnaðarlim eða forhúð (sveppasýking)

þvagfærasýking

breyting á þvaglátum (meðal annars tíð þvaglát eða mikið magn, skyndileg þörf til að kasta af sér vatni, næturþvaglát)

hægðatregða

þorsti

ógleði

blóðprufur geta sýnt breytingar á blóðfitu (kólesteróli) og aukinn fjölda rauðra blóðkorna í blóði.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

útbrot eða rauð húð – þessu getur fylgt kláði og upphleyptir hnúðar, vætlandi vökvi eða blöðrur

ofsakláði

blóðprufur geta sýnt breytingar tengdar nýrnastarfsemi (aukin kreatínín eða þvagefni) eða aukið kalíum

blóðprufur geta sýnt aukningu á fosfati í blóði

beinbrot

nýrnabilun (aðallega sem afleiðing of mikils vökvataps í líkamanum)

aflimun neðri útlims (aðallega táar) sérstaklega hjá þeim sem eru í mikilli hættu á hjartasjúkdómi.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

veruleg ofnæmisviðbrögð (geta m.a. verið þroti í andliti, vörum, munni, tungu eða hálsi sem getur leitt til öndunar- eða kyngingarerfiðleika).

Aukaverkanir þegar metformín var tekið eitt sér og komu ekki fram hjá kanaglíflózíni:

mjög algengar: velgja (ógleði), uppköst, niðurgangur, kviðverkur, lystarleysi

algengar: málmbragð í munni (bragðtruflanir)

koma örsjaldan fyrir: lækkuð gildi B12 vítamíns (getur valdið blóðleysi – lítill fjöldi rauðra blóðkorna), truflanir á lifrarprófum, lifrarbólga (sjúkdómar í lifur) og kláði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Vokanamet

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á glasinu og umbúðunum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Ekki skal nota Vokanamet ef pakkningin hefur orðið fyrir skemmdum eða ef átt hefur verið við hana.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Vokanamet inniheldur

Virku innihaldsefnin eru kanaglíflózín og metformínhýdróklóríð.

-Hver 50 mg/850 mg tafla inniheldur 50 mg af kanaglíflózíni og 850 mg af metformínhýdróklóríði.

-Hver 50 mg/1000 mg tafla inniheldur 50 mg af kanaglíflózíni og 1000 mg af metformínhýdróklóríði.

-Hver 150 mg/850 mg tafla inniheldur 150 mg af kanaglíflózíni og 850 mg af metformínhýdróklóríði.

-Hver 150 mg/1000 mg tafla inniheldur 150 mg of kanaglíflózíni og 1000 mg af metformínhýdróklóríði.

Önnur innihaldsefni eru:

-Töflukjarni: Örkristallaður sellulósi, hýprómellósi, natríumkroskarmellósi og magnesíumsterat.

-Filmuhúð:

-50 mg/850 mg töflur: makrógól (3350), pólývínýlalkóhól, talkúm, títantvíoxíð (E171), rautt járnoxíð (E172) og svart járnoxíð (E172).

-50 mg/1000 mg töflur: makrógól (3350), pólývínýlalkóhól, talkúm, títantvíoxíð (E171), gult járnoxíð (E172) og rautt járnoxíð (E172).

-150 mg/850 mg töflur: makrógól (3350), pólývínýlalkóhól, talkúm, títantvíoxíð

(E171) og gult járnoxíð (E172).

-150 mg/1000 mg töflur: makrógól (3350), pólývínýlalkóhól, talkúm, títantvíoxíð (E171), rautt járnoxíð (E172) og svart járnoxíð (E172).

Lýsing á útliti Vokanamet og pakkningastærðir

Vokanamet 50 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur (töflur) eru bleikar, hylkjalaga, 20 mm að lengd og merktar með “CM” á annarri hliðinni og “358” á hinni hliðinni.

Vokanamet 50 mg/1000 mg filmuhúðaðar töflur (töflur) eru drapplitaðar, hylkjalaga, 21 mm að lengd og merktar með “CM” á annarri hliðinni og “551” á hinni hliðinni.

Vokanamet 150 mg/850 mg filmuhúðaðar töflur (töflur) eru ljósgular, hylkjalaga, 21 mm að lengd og merktar með “CM” á annarri hliðinni og “418” á hinni hliðinni.

Vokanamet 150 mg/1000 mg filmuhúðaðar töflur (töflur) eru fjólubláar, hylkjalaga, 22 mm að lengd og merktar með “CM” á annarri hliðinni og “611” á hinni hliðinni.

Vokanamet er fáanlegt í HDPE glasi með barnalæsingu. Pakkningastærðirnar eru askja með 20, 60 og 180 töflum (3 glös, hvert með 60 töflum).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

B-2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen-Cilag SpA Via C. Janssen Borgo San Michele 04100 Latina

Ítalía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Janssen-Cilag NV

UAB "JOHNSON & JOHNSON"

Antwerpseweg 15-17

Geležinio Vilko g. 18A

B-2340 Beerse

LT-08104 Vilnius

Tel/Tél: +32 14 64 94 11

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД ж.к. Младост 4 Бизнес Парк София, сграда 4 София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Česká republika

Janssen-Cilag s.r.o. Karla Engliše 3201/06

CZ-150 00 Praha 5 - Smíchov Tel: +420 227 012 227

Danmark

Janssen-Cilag A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Deutschland

Janssen-Cilag GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137 955-955

Eesti

UAB "JOHNSON & JOHNSON" Eesti filiaal Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Ελλάδα

Janssen-Cilag Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε. Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη, Αθήνα Tηλ: +30 210 80 90 000

España

Janssen-Cilag, S.A.

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

France

Janssen-Cilag

1, rue Camille Desmoulins, TSA 91003 F-92787 Issy Les Moulineaux, Cedex 9 Tél: 0 800 25 50 75 / +33 1 55 00 40 03

Luxembourg/Luxemburg

Janssen-Cilag NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: +32 14 64 94 11

Magyarország

Janssen-Cilag Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Malta

AM MANGION LTD.

Mangion Building, Triq Ġdida fi Triq Valletta MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Tel: +356 2397 6000

Nederland

Janssen-Cilag B.V.

Dr. Paul Janssenweg 150

NL-5026 RH Tilburg

Tel: +31 13 583 73 73

Norge

Janssen-Cilag AS

Postboks 144

NO-1325-Lysaker

Tlf: +47 24 12 65 00

Österreich

Janssen-Cilag Pharma GmbH Vorgartenstraße 206B A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

Polska

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o. ul. Iłżecka 24

PL-02-135 Warszawa

Tel.: +48 22 237 60 00

Portugal

Janssen-Cilag Farmacêutica, Lda.

Estrada Consiglieri Pedroso, 69 A

Queluz de Baixo

PT-2734-503 Barcarena

Tel: +351 21 43 68 835

Hrvatska

România

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Johnson & Johnson România SRL

Oreškovićeva 6h

Str. Tipografilor nr. 11-15

10010 Zagreb

Clădirea S-Park, Corp B3-B4, Etaj 3

Tel: +385 1 6610 700

013714 Bucureşti, ROMÂNIA

 

Tel: +40 21 207 1800

Ireland

Slovenija

Janssen-Cilag Ltd.

Johnson & Johnson d.o.o.

50-100 Holmers Farm Way

Šmartinska cesta 53

High Wycombe

SI-1000 Ljubljana

Buckinghamshire HP12 4EG

Tel: +386 1 401 18 30

United Kingdom

 

Tel: +44 1 494 567 444

 

Ísland

Slovenská republika

Janssen-Cilag AB

Johnson & Johnson s.r.o.

c/o Vistor hf.

CBC III, Karadžičova 12

Hörgatúni 2

SK-821 08 Bratislava

IS-210 Garðabær

Tel: +421 232 408 400

Sími: +354 535 7000

 

Italia

Suomi/Finland

Janssen-Cilag SpA

Janssen-Cilag Oy

Via M.Buonarroti, 23

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

I-20093 Cologno Monzese MI

FI-02130 Espoo/Esbo

Tel: +39 02 2510 1

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Sverige

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Janssen-Cilag AB

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Box 4042

Λατσιά

SE-16904 Solna

CY-2234 Λευκωσία

Tel: +46 8 626 50 00

Τηλ: +357 22 207 700

 

Latvija

United Kingdom

UAB "JOHNSON & JOHNSON" filiāle Latvijā

Janssen-Cilag Ltd.

Mūkusalas iela 101

50-100 Holmers Farm Way

Rīga, LV-1004

High Wycombe

Tel: +371 678 93561

Buckinghamshire HP12 4EG - UK

 

Tel: +44 1494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í {mánuður ÁÁÁÁ}.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf