Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Wilzin (zinc) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A16AX05

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsWilzin
ATC-kóðiA16AX05
Efnizinc
FramleiðandiOrphan Europe S.A.R.L.

1.HEITI LYFS

Wilzin 25 mg hörð hylki.

2.VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR

Hvert hart hylki inniheldur 25 mg af zínki (samsvarandi 83,92 mg zínkasetat díhýdrat). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Hylki, vatnsblátt, ógegnsætt með áletruninni „93-376“.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Wilsons sjúkdómur.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Wilzin á að vera undir eftirliti sérfræðings með reynslu í meðferð Wilsons sjúkdóms (sjá kafla 4.4). Meðferð með Wilzin varir alla ævi.

Enginn munur er á skömmtum hjá sjúklingum með einkenni og sjúklingum sem ekki eru komnir með einkenni.

Wilzin er fáanlegt sem 25 mg og 50 mg hörð hylki.

Fullorðnir:

Venjulegur skammtur er 50 mg þrisvar sinnum á dag og hámarksskammtur er 50 mg fimm sinnum á dag.

Börn og unglingar:

Takmarkaðar upplýsingar eru fyrir hendi hjá börnum yngri en 6 ára en þar sem sjúkdómurinn mun alltaf koma fram ætti að íhuga fyrirbyggjandi meðferð eins snemma og kostur er. Eftirfarandi skammtar eru ráðlagðir:

-börn eins árs til 6 ára: 25 mg tvisvar sinnum á dag.

-börn 6 til 16 ára ef líkamsþyngd er undir 57 kg: 25 mg þrisvar sinnum á dag.

-börn frá 16 ára aldri eða ef líkamsþyngd er yfir 57 kg: 50 mg þrisvar á dag.

Konur á meðgöngu:

25 mg þrisvar sinnum á dag skilar yfirleitt árangri en skammta ætti að stilla í samræmi við kopargildi (sjá kafla 4.4 og kafla 4.6).

Íöllum tilvikum ætti að stilla skammta í samræmi við virkni meðferðarinnar (sjá kafla 4.4).

Wilzin á að taka á fastandi maga a.m.k. 1 klst fyrir eða 2-3 klst. eftir mat. Ef um óþol frá maga er að ræða, sem er algengt eftir morgunskammt, má fresta því að taka skammtinn þar til síðar um morguninn, á milli morgunverðar og hádegisverðar. Einnig er unnt að taka Wilzin ásamt litlu einu af próteini, t.d. kjöti (sjá kafla 4.5).

Hægt er að opna hylkin og blanda innihaldinu í smávegis af vatni (gjarnan sykurvatn) fyrir börn sem eiga erfitt með að gleypa hylki.

Þegar meðferð er breytt úr meðferð með klóbindiefni (chelating agent) í viðhaldsmeðferð með Wilzin á að halda meðferð með klóbindiefninu áfram í 2-3 vikur, þar sem það er sá tími sem það tekur fyrir zínkmeðferðina að ná fram hámarks virkjun metallothionein og með því hamla frásogi kopars að fullu.

Klóbindiefni og Wilzin á að gefa með a.m.k. einnar klst. millibili.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki er mælt með zínkasetat díhýdrati sem upphafsmeðferð hjá sjúklingum með einkenni, vegna þess hve langur tími líður áður en verkun hefst. Sjúklinga með einkenni þarf fyrst að meðhöndla með klóbindiefni, en strax og kopargildi eru undir eitrunarmörkum og sjúklingurinn í klínísku jafnvægi má íhuga viðhaldsmeðferð með Wilzin.

Engu að síður má gefa zínkasetat díhýdrat ásamt klóbindiefni sem upphafsmeðferð hjá sjúklingum með einkenni meðan beðið er eftir að zínk hvati framleiðslu metallothionein í skeifugörn, sem aftur veldur virkri hömlun á frásogi kopars.

Í sjaldgæfum tilvikum hefur komið í ljós að klínískt ástand sjúklings versnar í upphafi meðferðar, en einnig hefur verið greint frá því í tengslum við klóbindiefni. Ekki er vitað hvort þetta sé vegna umsetningar koparforða eða sjúkdómsgangs. Í þessum tilvikum er ráðlagt að breyta um meðferð.

Þegar sjúklingi vegnar vel og meðferð þolist ágætlega þarf að gæta varúðar þegar skipt er yfir í meðferð með Wilzin eftir meðferð með klóbindiefni hjá sjúklingum með portæðarháþrýsting. Greint var frá tveimur dauðsföllum úr 16 manna hópi vegna lifrarbilunar og langt gengins portæðarháþrýstings eftir að breytt var úr meðferð með penicillamíni í zínkmeðferð.

Klínískt eftirlit

Markmið meðferðarinnar er að viðhalda óbundnum kopar í plasma (non-ceruloplasmin plasma copper) undir 250 míkróg/l (eðlilegt gildi: 100-150 míkróg/l) og viðhalda þéttni kopars í þvagi undir 125 míkróg/24 klst. (eðlilegt gildi: <50 míkróg/24 klst.). Óbundinn kopar í plasma er fundinn út með því að draga ceruloplasmin-bundinn kopar frá heildar plasmaþéttni kopars, að því gefnu að í einu mg af ceruloplasmini eru 3 míkróg af kopar.

Kopar í þvagi gefur rétta mynd af ofgnótt kopars í líkamanum eingöngu þegar sjúklingurinn er ekki á meðferð með klóbindiefni. Þéttni kopars i þvagi eykst venjulega þegar um meðferð með klóbindiefni t.d. penicillamíni eða tríentín er að ræða.

Ekki er hægt nota þéttni kopars í lifur til þess að ákvarða meðferðina, þar sem ekki er gerður greinarmunur á óbundnum kopar sem hugsanlega hefur eituráhrif og metallothionein bundnum kopar.

Greining á zínki í þvagi og/eða plasma getur reynst gagnlegt hvað varðar meðferðarheldni. Þegar zínk í þvagi er meira en 2 mg/24 klst. og zínk í plasma er meira en 1.250 míkróg/l gefur það yfirleitt til kynna fullnægjandi meðferðarheldni.

Eins og við á um meðferð með öllum efnum sem vinna gegn kopar (anti copper agents) getur ofmeðhöndlun leitt til koparskorts, sem er einkum skaðlegt hjá börnum og konum á meðgöngu, þar sem kopar er nauðsynlegur fyrir vöxt og andlegan þroska. Hjá þessum sjúklingum á að halda koparþéttni í þvagi örlítið fyrir ofan eðlileg efri mörk eða innan hærri eðlilegra marka (þ.e. 40-

50 míkróg/24 klst.).

Fylgjast þarf með rannsóknarniðurstöðum m.a. blóðgildum, ákvörðun lípópróteina til þess að fá skjóta staðfestingu á hugsanlegum koparskorti, eins og blóðleysi og/eða hvítfrumnafæð vegna beinmergsbælingar, lækkað HDL-kólesteról og lækkað hlutfall HDL/heildarkólesteróls.

Þar sem koparskortur getur einnig valdið mænu- og taugakvilla, eiga læknar að vera á varðbergi gagnvart skyn- og hreyfitauga einkennum sem mögulega gætu bent til byrjandi taugakvilla eða mænukvilla hjá sjúklingum sem fá meðferð með Wilzin.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Önnur efni sem vinna gegn kopar

Rannsóknir á lyfhrifum voru gerðar á sjúklingum með Wilsons sjúkdóm með Wilzin (50 mg þrisvar sinnum á dag) í eftirfarandi samsetningum: ásamt askorbínsýru (1 g á dag), ásamt penicillamíni (250 mg fjórum sinnum á dag) og ásamt tríentíni (250 mg fjórum sinnum á dag). Enginn marktækur munur var á heildaráhrifum á koparjafnvægi enda þótt unnt væri að greina væga milliverkun milli zínks og klóbindiefnis (penicillamín og tríentín) vegna minnkaðrar þéttni kopars í hægðum og aukinnar þéttni í þvagi, samanborið við zínk eitt og sér. Hugsanlega er þetta að einhverju leyti vegna complexbindingar zínks við klóbindiefni, sem dregur úr áhrifum beggja virku efnanna.

Þegar meðferð er breytt úr meðferð með klóbindiefnum í viðhaldsmeðferð með Wilzin á að halda meðferð með klóbindiefninu áfram í 2-3 vikur, þar sem það er sá tími sem það tekur fyrir zínkmeðferðina að ná hámarks metallothionein virkjun og að blokka frásog kopars að fullu. A.m.k ein klst. þarf að líða á milli þess sem klóbindiefnið er gefið og Wilzin.

Önnur lyf

Frásog zínks getur minnkað vegna töku járns og kalsíum og vegna tetracýklín- og fósfórsambanda, einnig getur zínk dregið úr frásogi járns, tetracýklína og fluorokínólóna.

Fæða

Þegar zínk var gefið heilbrigðum einstaklingum ásamt ákveðnum fæðutegundum (brauð, harðsoðið egg, kaffi og mjólk) leiddu rannsóknir í ljós greinilega töf á frásogi zínks. Efni í fæðunni, einkum efni úr jurtaríkinu og trefjar, binda zínk og koma í veg fyrir að það komist inn í þarmafrumur. Minnst milliverkun virðist þó vera við prótein.

4.6Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Upplýsingar frá takmörkuðum fjölda þungana þar sem lyfið hefur verið notað við Wilsons sjúkdómi benda ekki til að zínk hafi skaðleg áhrif á fóstursvísi/fóstur og móður. Eftir 42 meðgöngur var greint frá 5 fósturlátum og 2 tilvikum um vanskapnað (smáheili (microcephaly) og afturkræfan hjartagalla).

Rannsóknir á dýrum með mismunandi zínksöltum benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3).

Mjög mikilvægt er að konur með Wilsons sjúkdóm haldi meðferðinni áfram á meðgöngu. Læknirinn ákveður meðferðina, þ.e. zínk eða klóbindiefni. Skammta á að stilla til þess að ábyrgjast að fóstur verði ekki fyrir koparskorti og fylgjast þarf náið með sjúklingnum (sjá kafla 4.4).

Brjóstagjöf

Zínk skilst út í brjóstamjólk og koparskortur vegna zínks getur komið fram hjá brjóstmylkingnum. Því á að forðast brjóstagjöf meðan á Wilzinmeðferð stendur.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem greint hefur verið frá eru flokkaðar samkvæmt líffærakerfi og tíðni. Tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til 1/10), sjaldgæfar

(≥1/1.000 til 1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst

Líffærakerfi

Aukaverkanir

 

 

 

 

Blóð og eitlar

sjaldgæfar:

járnkímfrumublóðleysi (sideroblastic anaemia),

 

 

hvítfrumnafæð

Meltingarfæri

algengar:

erting í maga

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

algengar:

aukinn amýlasi, lípasi og alkalískur fosfatasi í blóði

 

 

 

Blóðleysi getur verið dvergrauðkorna-, meðalrauðkorna eða risarauðkornablóðleysi og tengist það oft hvítfrumnafæð. Rannsóknir á beinmerg gefa yfirleitt til kynna járnkímfrumur (ringed sideroblasts) (þ.e. rauð blóðkorn sem innihalda járnfyllt utankjarna orkukorn (iron-engorged paranuclear mitochondria)). Þetta getur verið snemmbúin staðfesting á koparskorti og getur gengið hratt til baka þegar dregið er úr zínkskammti. Greina þarf á milli þessa og blóðlýsublóðleysis sem kemur oft fram við aukningu á kopar í sermi þegar um ómeðhöndlaðan Wilsons sjúkdóm er að ræða.

Algengasta aukaverkunin er erting í maga. Yfirleitt er þetta verst eftir fyrsta morgunskammt og hverfur á fyrstu dögum meðferðar. Ef skammtinum er frestað þar til um miðjan morgun eða ef hann er tekinn með dálitlu próteini dregur yfirleitt úr einkennunum.

Aukning á alkalískum fosfatasa, amýlasa og lípasa getur komið fram eftir nokkurra vikna meðferð, en gengur síðan til baka í eðlileg efri mörk á fyrsta eða öðru ári meðferðarinnar.

4.9Ofskömmtun

Greint hefur verið frá þremur tilvikum bráðrar ofskömmtunar eftir inntöku zínksalta (súlföt eða glúkonöt). Greint var frá dauða 35 ára konu vegna nýrnabilunar og brisbólgu með blæðingu og dás vegna blóðsykurshækkunar,fimm dögum eftir inntöku á 6 g af zínki (40-faldur áætlaður venjulegur skammtur). Engin einkenni komu í ljós að uppköstum undanskildum eftir sama skammt hjá unglingi þar sem þarmaskolun var beitt. Fimm klst. eftir inntöku á 4 g af zínki hjá öðrum unglingi mældist zínk í sermi u.þ.b. 50 mg/l og leiddi það aðeins til mikillar ógleði, uppkasta og svima.

Beita á magaskolun við ofskömmtun eða framkalla uppköst eins fljótt og kostur er til þess að fjarlægja zínk sem hefur ekki frásogast. Hugsanlega þarf að nota klóbindandi efni til að klóbinda zínk ef zínkgildi í plasma er verulega hækkað (>10 mg/l).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: ýmis meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ATC flokkur: A 16 A X 05.

Wilsons sjúkdómur (hepatolenticular degeneration) er A-litnings víkjandi efnaskiptagalli varðandi koparseytingu lifrar í gall. Uppsöfnun kopars í lifur veldur lifrarfrumuskaða og jafnvel skorpulifur. Þegar geta lifrar til þess að geyma kopar er ekki lengur fyrir hendi, losnar hann út í blóðið og er tekinn upp af öðrum líffærum eins og heila, en það getur valdið hreyfitruflunum og geðrænum einkennum. Helstu klínísku einkenni eru einkenni frá lifur, taugum eða geðræn einkenni.

Virki hluti zínkasetats tvíhýdrats er zínk katjón, sem hindrar frásog kopars úr fæðu í þörmum og endurfrásog innrænnar seytingar kopars. Zínk leiðir til framleiðslu metallotioneins í þarmafrumum, en metallotionein er prótein sem bindur kopar og kemur þannig í veg fyrir að hann berist út í blóðið. Bundinn kopar skilst út með hægðum með yfirborðsþekju sem losnar frá þörmum.

Rannsóknir á lyfhrifum varðandi umbrot kopars hjá sjúklingum með Wilssons sjúkdóm, fela í sér ákvörðun á netto jafnvægi kopars og upptöku geislavirks kopars. 150 mg af Wilzin á dag gefið í

þremur skömmtum leiddi í ljós að frásog kopars minnkaði verulega og leiddi til neikvæðs koparjafnvægis.

5.2Lyfjahvörf

Þar sem verkunarháttur zínks byggist á áhrifum á upptöku kopars í þarmafrumum, er mat á lyfjahvörfum sem byggist á blóðþéttni zínks ekki gagnlegar upplýsingar um aðgengi (bioavailability) zínks á verkunarstað.

Zínk frásogast í smáþörmum og mynstur frásogs (absorption kinetics) bendir til tilhneigingar á mettun þegar skammtur er aukinn. Brot af zínkfrásogi er í öfugu hlutfalli við inntöku zínks. Það er á bilinu 30- 60% við venjulega fæðuinntöku (7-15 mg/sólarhring) og minnkar í 7% við venjulega skammta sem eru 100 mg/dag

Í blóði dreifist u.þ.b. 80% af frásoguðu zínki til rauðra blóðkorna, en stærstur hluti þess sem eftir er binst albúmíni og öðrum plasmapróteinum. Lifrin er aðalgeymsla fyrir zínk og zínkbirgðir í lifur aukast meðan á viðhaldsmeðferð með zínki stendur.

Helmingunartími brotthvarfs zínks í plasma hjá heilbrigðum einstaklingum er u.þ.b. 1 klst. eftir 45 mg skammt. Brotthvarf zínks er aðallega með hægðum og hlutfallslega lítið skilst út með þvagi og svita. Brotthvarf með hægðum er aðallega vegna zínks sem hefur ekki frásogast, en einnig vegna innrænnar seytingar í smáþörmum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar rannsóknir á zínkasetati og öðrum zínksöltum hafa verið gerðar. Niðurstöður úr lyfjafræði- og eiturefnarannsóknum eru sambærilegar milli ólíkra zínksalta annars vegar og milli ólíkra dýrategunda hins vegar.

LD50 eftir inntöku er u.þ.b. 300 mg zínk/kg líkamsþunga (u.þ.b. 100-150-faldur meðferðarskammtur hjá mönnum). Rannsóknir á eituráhrifum eftir endurtekna skammta hafa sýnt fram á að NOEL (No Observed Effect Level) er u.þ.b. 95 mg zínk kg/líkamsþunga (u.þ.b. 48-faldur meðferðarskammtur hjá mönnum).

Flest gögn úr in vitro og in vivo rannsóknum benda til að zínk hafi engin eituráhrif á erfðaefni, sem skipta máli fyrir klíníska notkun.

Rannsóknir sem voru gerðar á eituráhrif æxlun með mismunandi zínksöltum bentu hvorki til klínískt mikilvægra eituráhrifa á fósturvísi, fóstur né vanskapnaðar.

Hefðbundnar rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrif hafa ekki verið gerðar með zínkasetat díhýdrati.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Innihald hylkis maíssterkja magnesíumsterat

Hylkið sjálft matarlím

títantvíoxíð (E171) briljant blátt FCF (E133)

Blek

svart járnoxíð (E172) gljálakk

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

6.5Gerð íláts og innihald

Hvítt HDPE glas með pólýprópýleni HDPE loki, í glasinu er bómull til uppfyllingar. Hvert glas inniheldur 250 hylki.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Orphan Europe SARL

Immeuble “Le Wilson”

70 avenue du Général de Gaulle F-92800 Puteaux - Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/04/286/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 13. október 2004

Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 13. október 2009

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu (EMEA) http://www.emea.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Wilzin 50 mg hörð hylki..

2. VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR

Hvert hart hylki inniheldur 50 mg af zínki (samsvarandi 167,84 mg zínkasetat díhýdrat).

Hjálparefni:

Hvert hylki inniheldur 1,75 mg af sunset yellow FCF (E110)

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Hylki, appelsínugult, ógegnsætt með áletruninni „93-377“.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Wilsons sjúkdómur.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Wilzin á að vera undir eftirliti sérfræðings með reynslu í meðferð Wilsons sjúkdóms (sjá kafla 4.4). Meðferð með Wilzin varir alla ævi.

Enginn munur er á skömmtum hjá sjúklingum með einkenni og sjúklingum sem ekki eru komnir með einkenni.

Wilzin er fáanlegt sem 25 mg og 50 mg hörð hylki.

-Fullorðnir:

Venjulegur skammtur er 50 mg þrisvar sinnum á dag og hámarksskammtur er 50 mg fimm sinnum á dag.

-Börn og unglingar:

Takmarkaðar upplýsingar eru fyrir hendi hjá börnum yngri en 6 ára en þar sem sjúkdómurinn mun alltaf koma fram ætti að íhuga fyrirbyggjandi meðferð eins snemma og kostur er. Eftirfarandi skammtar eru ráðlagðir:

-börn eins árs til 6 ára: 25 mg tvisvar sinnum á dag.

-börn 6 til 16 ára ef líkamsþyngd er undir 57 kg: 25 mg þrisvar sinnum á dag.

-börn frá 16 ára aldri eða ef líkamsþyngd er yfir 57 kg: 50 mg þrisvar á dag.

-Konur á meðgöngu:

25 mg þrisvar sinnum á dag skilar yfirleitt árangri en skammta ætti að stilla í samræmi við kopargildi (sjá kafla 4.4 og kafla 4.6).

Íöllum tilvikum ætti að stilla skammta í samræmi við virkni meðferðarinnar (sjá kafla 4.4).

Wilzin á að taka á fastandi maga a.m.k. 1 klst fyrir eða 2-3 klst. eftir mat. Ef um óþol frá maga er að ræða, sem er algengt eftir morgunskammt, má fresta því að taka skammtinn þar til síðar um morguninn, á milli morgunverðar og hádegisverðar. Einnig er unnt að taka Wilzin ásamt litlu einu af próteini, t.d. kjöti (sjá kafla 4.5).

Hægt er að opna hylkin og blanda innihaldinu í smávegis af vatni (gjarnan sykurvatn) fyrir börn sem eiga erfitt með að gleypa hylki.

Þegar meðferð er breytt úr meðferð með klóbindiefni (chelating agent) í viðhaldsmeðferð með Wilzin á að halda meðferð með klóbindiefninu áfram í 2-3 vikur, þar sem það er sá tími sem það tekur fyrir zínkmeðferðina að ná fram hámarks virkjun metallothionein og með því hamla frásogi kopars að fullu. Klóbindiefni og Wilzin á að gefa með a.m.k. einnar klst. millibili.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki er mælt með zínkasetat díhýdrati sem upphafsmeðferð hjá sjúklingum með einkenni, vegna þess hve langur tími líður áður en verkun hefst. Sjúklinga með einkenni þarf fyrst að meðhöndla með klóbindiefni, en strax og kopargildi eru undir eitrunarmörkum og sjúklingurinn í klínísku jafnvægi má íhuga viðhaldsmeðferð með Wilzin.

Engu að síður má gefa zínkasetat díhýdrat ásamt klóbindiefni sem upphafsmeðferð hjá sjúklingum með einkenni meðan beðið er eftir að zínk hvati framleiðslu metallothionein í skeifugörn, sem aftur veldur virkri hömlun á frásogi kopars.

Í sjaldgæfum tilvikum hefur komið í ljós að klínískt ástand sjúklings versnar í upphafi meðferðar, en einnig hefur verið greint frá því í tengslum við klóbindiefni. Ekki er vitað hvort þetta sé vegna umsetningar koparforða eða sjúkdómsgangs. Í þessum tilvikum er ráðlagt að breyta um meðferð.

Þegar sjúklingi vegnar vel og meðferð þolist ágætlega þarf að gæta varúðar þegar skipt er yfir í meðferð með Wilzin eftir meðferð með klóbindiefni hjá sjúklingum með portæðarháþrýsting. Greint var frá tveimur dauðsföllum úr 16 manna hópi vegna lifrarbilunar og langt gengins portæðarháþrýstings eftir að breytt var úr meðferð með penicillamíni í zínkmeðferð.

Klínískt eftirlit

Markmið meðferðarinnar er að viðhalda óbundnum kopar í plasma (non-ceruloplasmin plasma copper) undir 250 míkróg/l (eðlilegt gildi: 100-150 míkróg/l) og viðhalda þéttni kopars í þvagi undir

125 míkróg/24 klst. (eðlilegt gildi: <50 míkróg/24 klst.). Óbundinn kopar í plasma er fundinn út með því að draga ceruloplasmin-bundinn kopar frá heildar plasmaþéttni kopars, að því gefnu að í einu mg af ceruloplasmini eru 3 míkróg af kopar.

Kopar í þvagi gefur rétta mynd af ofgnótt kopars í líkamanum eingöngu þegar sjúklingurinn er ekki á meðferð með klóbindiefni. Þéttni kopars i þvagi eykst venjulega þegar um meðferð með klóbindiefni t.d. penicillamíni eða tríentín er að ræða.

Ekki er hægt nota þéttni kopars í lifur til þess að ákvarða meðferðina, þar sem ekki er gerður greinarmunur á óbundnum kopar sem hugsanlega hefur eituráhrif og metallothionein bundnum kopar.

Greining á zínki í þvagi og/eða plasma getur reynst gagnlegt hvað varðar meðferðarheldni. Þegar zínk í þvagi er meira en 2 mg/24 klst. og zínk í plasma er meira en 1.250 míkróg/l gefur það yfirleitt til kynna fullnægjandi meðferðarheldni.

Eins og við á um meðferð með öllum efnum sem vinna gegn kopar (anti copper agents) getur ofmeðhöndlun leitt til koparskorts, sem er einkum skaðlegt hjá börnum og konum á meðgöngu, þar sem kopar er nauðsynlegur fyrir vöxt og andlegan þroska. Hjá þessum sjúklingum á að halda koparþéttni í þvagi örlítið fyrir ofan eðlileg efri mörk eða innan hærri eðlilegra marka (þ.e. 40-

50 míkróg/24 klst.).

Fylgjast þarf með rannsóknarniðurstöðum m.a. blóðgildum, ákvörðun lípópróteina til þess að fá skjóta staðfestingu á hugsanlegum koparskorti, eins og blóðleysi og/eða hvítfrumnafæð vegna beinmergsbælingar, lækkað HDL-kólesteról og lækkað hlutfall HDL/heildarkólesteróls.

Þar sem koparskortur getur einnig valdið mænu- og taugakvilla, eiga læknar að vera á varðbergi gagnvart skyn- og hreyfitauga einkennum sem mögulega gætu bent til byrjandi taugakvilla eða mænukvilla hjá sjúklingum sem fá meðferð með Wilzin.

Hylkið inniheldur sunset yellow FCF (E110), sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Önnur efni sem vinna gegn kopar

Rannsóknir á lyfhrifum voru gerðar á sjúklingum með Wilsons sjúkdóm með Wilzin (50 mg þrisvar sinnum á dag) í eftirfarandi samsetningum: ásamt askorbínsýru (1 g á dag), ásamt penicillamíni (250 mg fjórum sinnum á dag) og ásamt tríentíni (250 mg fjórum sinnum á dag). Enginn marktækur munur var á heildaráhrifum á koparjafnvægi enda þótt unnt væri að greina væga milliverkun milli zínks og klóbindiefnis (penicillamín og tríentín) vegna minnkaðrar þéttni kopars í hægðum og aukinnar þéttni í þvagi, samanborið við zínk eitt og sér. Hugsanlega er þetta að einhverju leyti vegna complexbindingar zínks við klóbindiefni, sem dregur úr áhrifum beggja virku efnanna.

Þegar meðferð er breytt úr meðferð með klóbindiefnum í viðhaldsmeðferð með Wilzin á að halda meðferð með klóbindiefninu áfram í 2-3 vikur, þar sem það er sá tími sem það tekur fyrir zínkmeðferðina að ná hámarks metallothionein virkjun og að blokka frásog kopars að fullu. A.m.k ein klst. þarf að líða á milli þess sem klóbindiefnið er gefið og Wilzin.

Önnur lyf

Frásog zínks getur minnkað vegna töku járns og kalsíum og vegna tetracýklín- og fósfórsambanda, einnig getur zínk dregið úr frásogi járns, tetracýklína og fluorokínólóna.

Fæða

Þegar zínk var gefið heilbrigðum einstaklingum ásamt ákveðnum fæðutegundum (brauð, harðsoðið egg, kaffi og mjólk) leiddu rannsóknir í ljós greinilega töf á frásogi zínks. Efni í fæðunni, einkum efni úr jurtaríkinu og trefjar, binda zínk og koma í veg fyrir að það komist inn í þarmafrumur. Minnst milliverkun virðist þó vera við prótein.

4.6 Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Upplýsingar frá takmörkuðum fjölda þungana þar sem lyfið hefur verið notað við Wilsons sjúkdómi benda ekki til að zínk hafi skaðleg áhrif á fóstursvísi/fóstur og móður. Eftir 42 meðgöngur var greint frá 5 fósturlátum og 2 tilvikum um vanskapnað (smáheili (microcephaly) og afturkræfan hjartagalla).

Rannsóknir á dýrum með mismunandi zínksöltum benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis-/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3).

Mjög mikilvægt er að konur með Wilsons sjúkdóm haldi meðferðinni áfram á meðgöngu. Læknirinn ákveður meðferðina, þ.e. zínk eða klóbindiefni. Skammta á að stilla til þess að ábyrgjast að fóstur verði ekki fyrir koparskorti og fylgjast þarf náið með sjúklingnum (sjá kafla 4.4).

Brjóstagjöf

Zínk skilst út í brjóstamjólk og koparskortur vegna zínks getur komið fram hjá brjóstmylkingnum. Því á að forðast brjóstagjöf meðan á Wilzinmeðferð stendur.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Eftirtaldar aukaverkanir sem greint hefur verið frá eru flokkaðar samkvæmt líffærakerfi og tíðni. Tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til 1/10), sjaldgæfar

(≥1/1.000 til 1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst

Líffærakerfi

Aukaverkanir

 

 

 

 

Blóð og eitlar

sjaldgæfar:

járnkímfrumublóðleysi (sideroblastic anaemia),

 

 

hvítfrumnafæð

Meltingarfæri

algengar:

erting í maga

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

algengar:

aukinn amýlasi, lípasi og alkalískur fosfatasi í blóði

 

 

 

Blóðleysi getur verið dvergrauðkorna-, meðalrauðkorna eða risarauðkornablóðleysi og tengist það oft hvítfrumnafæð. Rannsóknir á beinmerg gefa yfirleitt til kynna járnkímfrumur (ringed sideroblasts) (þ.e. rauð blóðkorn sem innihalda járnfyllt utankjarna orkukorn (iron-engorged paranuclear mitochondria)). Þetta getur verið snemmbúin staðfesting á koparskorti og getur gengið hratt til baka þegar dregið er úr zínkskammti. Greina þarf á milli þessa og blóðlýsublóðleysis sem kemur oft fram við aukningu á kopar í sermi þegar um ómeðhöndlaðan Wilsons sjúkdóm er að ræða.

Algengasta aukaverkunin er erting í maga. Yfirleitt er þetta verst eftir fyrsta morgunskammt og hverfur á fyrstu dögum meðferðar. Ef skammtinum er frestað þar til um miðjan morgun eða ef hann er tekinn með dálitlu próteini dregur yfirleitt úr einkennunum.

Aukning á alkalískum fosfatasa, amýlasa og lípasa getur komið fram eftir nokkurra vikna meðferð, en gengur síðan til baka í eðlileg efri mörk á fyrsta eða öðru ári meðferðarinnar.

4.9 Ofskömmtun

Greint hefur verið frá þremur tilvikum bráðrar ofskömmtunar eftir inntöku zínksalta (súlföt eða glúkonöt). Greint var frá dauða 35 ára konu vegna nýrnabilunar og brisbólgu með blæðingu og dás vegna blóðsykurshækkunar,fimm dögum eftir inntöku á 6 g af zínki (40-faldur áætlaður venjulegur skammtur). Engin einkenni komu í ljós að uppköstum undanskildum eftir sama skammt hjá unglingi þar sem þarmaskolun var beitt. Fimm klst. eftir inntöku á 4 g af zínki hjá öðrum unglingi mældist zínk í sermi u.þ.b. 50 mg/l og leiddi það aðeins til mikillar ógleði, uppkasta og svima.

Beita á magaskolun við ofskömmtun eða framkalla uppköst eins fljótt og kostur er til þess að fjarlægja zínk sem hefur ekki frásogast. Hugsanlega þarf að nota klóbindandi efni til að klóbinda zínk ef zínkgildi í plasma er verulega hækkað (>10 mg/l).

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: ýmis meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ATC flokkur: A 16 A X 05.

Wilsons sjúkdómur (hepatolenticular degeneration) er A-litnings víkjandi efnaskiptagalli varðandi koparseytingu lifrar í gall. Uppsöfnun kopars í lifur veldur lifrarfrumuskaða og jafnvel skorpulifur. Þegar geta lifrar til þess að geyma kopar er ekki lengur fyrir hendi, losnar hann út í blóðið og er tekinn upp af öðrum líffærum eins og heila, en það getur valdið hreyfitruflunum og geðrænum einkennum. Helstu klínísku einkenni eru einkenni frá lifur, taugum eða geðræn einkenni.

Virki hluti zínkasetats tvíhýdrats er zínk katjón, sem hindrar frásog kopars úr fæðu í þörmum og endurfrásog innrænnar seytingar kopars. Zínk leiðir til framleiðslu metallotioneins í þarmafrumum, en metallotionein er prótein sem bindur kopar og kemur þannig í veg fyrir að hann berist út í blóðið. Bundinn kopar skilst út með hægðum með yfirborðsþekju sem losnar frá þörmum.

Rannsóknir á lyfhrifum varðandi umbrot kopars hjá sjúklingum með Wilssons sjúkdóm, fela í sér ákvörðun á netto jafnvægi kopars og upptöku geislavirks kopars. 150 mg af Wilzin á dag gefið í þremur skömmtum leiddi í ljós að frásog kopars minnkaði verulega og leiddi til neikvæðs koparjafnvægis.

5.2 Lyfjahvörf

Þar sem verkunarháttur zínks byggist á áhrifum á upptöku kopars í þarmafrumum, er mat á lyfjahvörfum sem byggist á blóðþéttni zínks ekki gagnlegar upplýsingar um aðgengi (bioavailability) zínks á verkunarstað.

Zínk frásogast í smáþörmum og mynstur frásogs (absorption kinetics) bendir til tilhneigingar á mettun þegar skammtur er aukinn. Brot af zínkfrásogi er í öfugu hlutfalli við inntöku zínks. Það er á bilinu 30- 60% við venjulega fæðuinntöku (7-15 mg/sólarhring) og minnkar í 7% við venjulega skammta sem eru 100 mg/dag

Í blóði dreifist u.þ.b. 80% af frásoguðu zínki til rauðra blóðkorna, en stærstur hluti þess sem eftir er binst albúmíni og öðrum plasmapróteinum. Lifrin er aðalgeymsla fyrir zínk og zínkbirgðir í lifur aukast meðan á viðhaldsmeðferð með zínki stendur.

Helmingunartími brotthvarfs zínks í plasma hjá heilbrigðum einstaklingum er u.þ.b. 1 klst. eftir 45 mg skammt. Brotthvarf zínks er aðallega með hægðum og hlutfallslega lítið skilst út með þvagi og svita. Brotthvarf með hægðum er aðallega vegna zínks sem hefur ekki frásogast, en einnig vegna innrænnar seytingar í smáþörmum.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar rannsóknir á zínkasetati og öðrum zínksöltum hafa verið gerðar. Niðurstöður úr lyfjafræði- og eiturefnarannsóknum eru sambærilegar milli ólíkra zínksalta annars vegar og milli ólíkra dýrategunda hins vegar.

LD50 eftir inntöku er u.þ.b. 300 mg zínk/kg líkamsþunga (u.þ.b. 100-150-faldur meðferðarskammtur hjá mönnum). Rannsóknir á eituráhrifum eftir endurtekna skammta hafa sýnt fram á að NOEL (No Observed Effect Level) er u.þ.b. 95 mg zínk kg/líkamsþunga (u.þ.b. 48-faldur meðferðarskammtur hjá mönnum).

Flest gögn úr in vitro og in vivo rannsóknum benda til að zínk hafi engin eituráhrif á erfðaefni, sem skipta máli fyrir klíníska notkun.

Rannsóknir sem voru gerðar á eituráhrif æxlun með mismunandi zínksöltum bentu hvorki til klínískt mikilvægra eituráhrifa á fósturvísi, fóstur né vanskapnaðar.

Hefðbundnar rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrif hafa ekki verið gerðar með zínkasetat díhýdrati.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Innihald hylkis maíssterkja magnesíumsterat

Hylkið sjálft matarlím

títantvíoxíð (E171) sunset yellow FCF (E110)

Blek

svart járnoxíð (E172) gljálakk

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

3 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

6.5 Gerð íláts og innihald

Hvítt HDPE glas með pólýprópýleni HDPE loki, í glasinu er bómull til uppfyllingar. Hvert glas inniheldur 250 hylki.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Orphan Europe SARL

Immeuble “Le Wilson”

70 avenue du Général de Gaulle

F-92800 Puteaux - Frakkland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/04/286/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 13. október 2004

Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 13. október 2009

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu (EMEA) http://www.emea.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf