Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Xaluprine (Mercaptopurine Nova Laboratories) (6-mercaptopurine monohydrate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L01BB02

Updated on site: 10-Oct-2017

Nafn lyfsXaluprine (Mercaptopurine Nova Laboratories)
ATC-kóðiL01BB02
Efni6-mercaptopurine monohydrate
FramleiðandiNova Laboratories Ltd

1.HEITI LYFS

Xaluprine 20 mg/ml mixtúra, dreifa

2.INNIHALDSLÝSING

Einn ml af dreifu inniheldur 20 mg af merkaptópúríni (sem einhýdrat).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Einn ml af dreifu inniheldur 3 mg af aspartami, 1 mg af metýlhýdroxýbensóati (sem natríumsalt), 0,5 mg af etýlhýdroxýbensóati (sem natríumsalt) og súkrósa (snefil).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Mixtúra, dreifa.

Dreifan er bleik til brún að lit.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Xaluprine er ætlað til meðferðar á bráðu eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukaemia ALL) hjá fullorðnum, unglingum og börnum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Einungis læknir eða aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa reynslu í að meðhöndla sjúklinga með brátt eitilfrumuhvítblæði skulu hafa umsjón með meðferðinni.

Skammtar

Skammtar stjórnast af nákvæmu eftirliti með eiturverkunum á blóð og því skal laga skammta á nákvæman hátt að hverjum sjúklingi fyrir sig í samræmi við meðferðaráætlun sem notuð er hverju sinni. Háð fasa meðferðar eru upphafsskammtar eða markskammtar yfirleitt breytilegir á milli 25-75 mg/m2 af yfirborði líkamans á sólarhring, en skulu vera lægri hjá sjúklingum með skerta eða enga ensímvirkni tíópúrín metýltransferasa (TPMT) (sjá kafla 4.4).

 

25 mg/m2

 

 

50 mg/m2

 

 

75 mg/m2

 

Yfirb.

 

Skammtur

Rúmmál

Yfirb.

 

Skammtur

Rúmmál

Yfirb.

Skammtur

Rúmmál

líkamans

 

líkamans

 

líkamans

(m2)

 

(mg)

(ml)

(m2)

 

(mg)

(ml)

(m2)

(mg)

(ml)

0.20 - 0.29

 

0.3

0.20 - 0.23

 

0.5

0.20 - 0.23

0.8

0.30 - 0.36

 

0.4

0.24 - 0.26

 

0.6

0.24 - 0.26

1.0

0.37 - 0.43

 

0.5

0.27 - 0.29

 

0.7

0.27 - 0.34

1.2

0.44 - 0.51

 

0.6

0.30 - 0.33

 

0.8

0.35 - 0.39

1.4

0.52 - 0.60

 

0.7

0.34 - 0.37

 

0.9

0.40 - 0.43

1.6

0.61 - 0.68

 

0.8

0.40 - 0.44

 

1.0

0.44 - 0.49

1.8

0.69 - 0.75

 

0.9

0.45 - 0.50

 

1.2

0.50 - 0.55

2.0

0.76 - 0.84

 

1.0

0.51 - 0.58

 

1.4

0.56 - 0.60

2.2

0.85 - 0.99

 

1.2

0.59 - 0.66

 

1.6

0.61 - 0.65

2.4

1.0 - 1.16

 

1.4

0.67 - 0.74

 

1.8

0.66 - 0.70

2.6

1.17 - 1.33

 

1.6

0.75 - 0.82

 

2.0

0.71 - 0.75

2.8

1.34 - 1.49

 

1.8

0.83 - 0.90

 

2.2

0.76 - 0.81

3.0

1.50 - 1.64

 

2.0

0.91 - 0.98

 

2.4

0.82 - 0.86

3.2

1.65 - 1.73

 

2.2

0.99 - 1.06

 

2.6

0.87 - 0.92

3.4

 

 

 

 

1.07 - 1.13

 

2.8

0.93 - 0.97

3.6

 

 

 

 

1.14 - 1.22

 

3.0

0.98 - 1.03

3.8

 

 

 

 

1.23 - 1.31

 

3.2

1.04 - 1.08

4.0

 

 

 

 

1.32 - 1.38

 

3.4

1.09 - 1.13

4.2

 

 

 

 

1.39 - 1.46

 

3.6

1.14 - 1.18

4.4

 

 

 

 

1.47 - 1.55

 

3.8

1.19 - 1.24

4.6

 

 

 

 

1.56 - 1.63

 

4.0

1.25 - 1.29

4.8

 

 

 

 

1.64 - 1.70

 

4.2

1.30 - 1.35

5.0

 

 

 

 

1.71 - 1.73

 

4.4

1.36 - 1.40

5.2

 

 

 

 

 

 

 

 

1.41 - 1.46

5.4

 

 

 

 

 

 

 

 

1.47 - 1.51

5.6

 

 

 

 

 

 

 

 

1.52 - 1.57

5.8

 

 

 

 

 

 

 

 

1.58 - 1.62

6.0

 

 

 

 

 

 

 

 

1.63 - 1.67

6.2

 

 

 

 

 

 

 

 

1.68 - 1.73

6.4

6-merkaptópúrín umbrotnar fyrir tilstilli margbreytilega ensímsins TPMT. Aukin hætta er á alvarlegum eitrunaráhrifum hjá sjúklingum með litla eða enga arfgenga virkni TPMT við hefðbundna skammta af merkaptópúríni og í slíkum tilfellum er yfirleitt þörf á að minnka skammta verulega. Nota má TPMT arfgerðarpróf eða svipgerðarpróf til að auðkenna sjúklinga með enga eða skerta virkni TPMT. TPMT próf getur ekki komið í stað náins eftirlits með blóðhag sjúklinga sem fá Xaluprine.

Ákjósanlegasti skammtur hjá sjúklingum með skerta arfgerð hefur ekki verið ákvarðaður (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar Aldraðir

Sértækar rannsóknir hafa ekki verið gerðar hjá öldruðum sjúklingum. Hins vegar er ráðlegt að fylgjast með lifrar- og nýrnastarfsemi hjá slíkum sjúklingum og ef um skerðingu er að ræða, skal íhuga að minnka Xaluprine skammta.

Skert nýrnastarfsemi

Lyfjahvörf 6-merkaptópúríns hafa ekki verið formlega rannsökuð með tilliti til skertrar nýrnastarfsemi og því er ekki hægt að ráðleggja sérstaka skammta. Þar sem skert nýrnastarfsemi getur hægt á útskilnaði merkaptópúríns og umbrotsefna þess, og því aukið uppsöfnuð áhrif þess, skal íhuga að minnka upphafsskammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Fylgjast skal náið með sjúklingum hvað skammtatengdar aukaverkanir varðar.

Skert lifrarstarfsemi

Þar sem lyfjahvörf 6-merkaptópúríns hafa ekki verið formlega rannsökuð með tilliti til skertrar lifrarstarfsemi er ekki hægt að ráðleggja sérstaka skammta. Vegna þess að mögulega hægir á útskilnaði merkaptópúríns skal íhuga að minnka upphafsskammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Fylgjast skal náið með sjúklingum hvað skammtatengdar aukaverkanir varðar (sjá kafla 4.4).

Þegar skipt er á milli taflna og mixtúru, dreifu, og öfugt

6-merkaptópúrín fæst einnig á töfluformi. 6-merkaptópúrín mixtúra, dreifa og tafla eru ekki jafngild hvað aðgengi varðar, með tilliti til hámarksþéttni í plasma og því er ráðlagt að auka eftirlit með blóðhag sjúklinga þegar skipt er um lyfjaform (sjá kafla 5.2).

Samhliða xantínoxídasahemlum

Allópúrínól og aðrir xantínoxídasahemlar hægja á sundrunarferli 6-merkaptópúríns. Þegar allópúrínól og 6-merkaptópúrín eru gefin samhliða er brýnt að minnka skammt 6-merkaptópúríns niður í einn fjórða af upphaflegum skammti. Forðast skal samtímis notkun annarra xantínoxídasahemla

(sjá kafla 4.5).

Sjúklingar með NUDT15 afbrigði

Sjúklingar með arfgengt stökkbreytt NUDT15 gen eru í aukinni hættu að fá alvarlega 6-merkaptópúrín eiturverkun, (sjá kafla 4.4). Yfirleitt er nauðsynlegt að minnka skammta hjá þessum sjúklingum; einkum þeim sem eru með NUDT15 afbrigði hreinnar arfgerðar (sjá 4.4). Hafa má í huga prófun NUDT15 afbrigða áður en meðferð með 6-merkaptópúríni er hafin. Í öllu falli er nákvæmt eftirlit með blóðhag nauðsynlegt.

Lyfjagjöf

Xaluprine er til inntöku og verður að endurblanda (með því að hrista það kröftuglega í a.m.k. 30 sekúndur) fyrir skammtagjöf.

Tvær inntökusprautur fylgja (fjólublá sprauta sem er kvörðuð að 1 ml og hvít sprauta sem er kvörðuð að 5 ml) til að mæla nákvæmlega ávísaðan skammt af mixtúru, dreifu. Mælt er með því að heilbrigðisstarfsmaður ráðleggi sjúklingnum eða þeim sem gefur lyfið hvaða sprautu skuli nota til að tryggja að rétt magn sé gefið.

Xaluprine má taka með mat eða á fastandi maga en sjúklingar ættu að venja sig á sömu aðferð við lyfjagjöf. Ekki skal taka skammt samhliða mjólk eða mjólkurafurðum (sjá kafla 4.5). Inntaka Xaluprine skal eiga sér stað a.m.k. 1 klst. fyrir og 2 klst. fyrir neyslu mjólkurafurða.

6-merkaptópúrín sýnir daglegar breytingar hvað varðar lyfjahvörf og verkun. Lyfjagjöf á kvöldin í samanburði við lyfjagjöf á morgnana dregur hugsanlega úr hættu á bakslagi. Því skal taka daglegan skammt Xaluprine að kvöldi til.

Eftir hvern skammt af Xaluprine á að drekka vatn til að tryggja að skammturinn komist í magann á nákvæman og samræmdan hátt.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Samhliða meðferð með bóluefni gegn gulusótt (sjá kafla 4.5).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Frumueiturvirkni og eftirlit með blóðmynd

Meðferð með 6-merkaptópúríni veldur beinmergsbælingu sem leiðir til hvítfrumnafæðar og blóðflagnafæðar og sjaldnar til blóðleysis. Því ber að fylgjast náið með blóðgildum hjá sjúklingum á meðan meðferð stendur. Fjöldi hvítkorna og blóðflagna heldur áfram að minnka eftir að meðferð er stöðvuð og því skal stöðva meðferð tafarlaust við fyrstu merki um óeðlilega mikla lækkun þeirra. Beinmergsbælingu má snúa við ef lyfjagjöf 6-merkaptópúríns er stöðvuð í tæka tíð.

Sumir einstaklingar með arfgenga vöntun á ensímvirkni TPMT eru mjög næmir fyrir beinmergsbælandi áhrifum 6-merkaptópúríns og hafa tilhneigingu til hraðrar beinmergsbælingar þegar meðferð með 6-merkaptópúríni er hafin. Þetta vandamál magnast ef tekin eru samhliða lyf sem innihalda virk innihaldsefni sem hamla TPMT, s.s. olsalasín, mesalasín eða súlfasalasín. Sumar rannsóknarstofur bjóða próf sem mæla skort á TPMT, þó ekki hafi verið sýnt fram á að slík próf auðkenni alla sjúklinga sem eru í hættu á alvarlegum eitrunaráhrifum. Því er nauðsynlegt að hafa náið eftirlit með blóðgildum. Yfirleitt er nauðsynlegt að minnka umtalsvert skammta hjá sjúklingum með hreina TPMT arfgerð til að koma í veg fyrir lífshættulega þróun á beinmergsbælingu.

Einnig hefur verið greint frá hugsanlegum tengslum á milli lækkaðrar TPMT virkni og afleidds hvítblæðis og mergmisþroska hjá einstaklingum sem fá 6-merkaptópúrín ásamt öðrum frumuskemmandi lyfjum (sjá kafla 4.8).

Ónæmisbæling

Bólusetning með lifandi bóluefni getur valdið sýkingu hjá hýslum með veiklað ónæmiskerfi. Því er ekki mælt með bólusetningu með lifandi bóluefnum.

Eiturverkun á lifur

Xaluprine hefur eituráhrif á lifur og lifrarpróf skulu fara fram vikulega á meðferð stendur. Mælt er með tíðara eftirliti hjá sjúklingum með fyrirliggjandi lifrarsjúkóm eða hjá sjúklingum í annarri meðferð sem hefur mögulega eituráhrif á lifur. Ráðleggja skal sjúklingnum að hætta tafarlaust notkun á Xaluprine ef þeir fá gulu (sjá kafla 4.8).

Eiturverkun á nýru

Fylgjast skal með magni þvagsýru í blóði og þvagi þegar meðferð hefst eftir sjúkdómshlé og hröð frumueyðing á sér stað, þar sem hækkun þvagsýru í blóði og/eða þvagi getur komið fram með hættu á þvagsýrunýrnaskemmdum. Vökvagjöf og lýting (alkalinisation) á þvagi geta einnig dregið úr hættunni á mögulegum nýrnakvillum.

Brisbólga við meðferð sjúklinga með garnabólgusjúkdóm sem er ekki samkvæmt samþykktum ábendingum (off-label)

Tilkynnt hefur verið um brisbólgu í ≥ 1/100 til < 1/10 tilvikum („algeng“) hjá sjúklingum sem fá meðferð gegn ósamþykktri ábendingu um garnabólgusjúkdóm.

Stökkbreytingavaldandi áhrif á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrif

Sjúklingar á ónæmisbælandi meðferð, þ.m.t. merkaptópúrín, eru í aukinni hættu á að fá eitilfrumukrabbamein og aðra illkynja sjúkdóma, einkum húðkrabbamein (sortuæxli og önnur), sarkmein (Kaposi-sarkmein og önnur) og staðbundið leghálskrabbamein. Áhættan virðist tengjast því hve mikil ónæmisbælingin er og hve lengi hún varir. Greint hefur verið frá því að stöðvun ónæmisbælandi meðferðar gæti orðið til þess að eitilfrumukrabbameinið gangi til baka að hluta.

Því skal gæta varúðar ef meðferðaráætlun inniheldur fleiri en eitt ónæmisbælandi lyf (þ.m.t. tíópúrínlyf) þar sem slík meðferð gæti leitt til eitilfrumukrabbameins sem í sumum tilvikum hefur leitt til dauða.

Samsett lyfjameðferð þar sem fleiri en eitt ónæmisbælandi lyf er gefið samhliða eykur hættu á eitilfrumukrabbameini sem tengist Epstein-Barr veirusýkingu (EBV).

Greint var frá litningaskemmdum í úteitilfrumum hjá sjúklingum með hvítblæði, hjá sjúklingi með nýrnafrumukrabbamein sem fékk ótilgreindan skammt af 6-merkaptópúríni og hjá sjúklingum með langvinna nýrnasjúkdóma er fengu meðferð með skömmtum sem námu 0,4 - 1,0 mg/kg/á sólarhring.

Í ljósi verkunar 6-merkaptópúríns á deoxýríbósakjarnsýru (DNA) frumna er það mögulega krabbameinsvaldandi og taka skal tillit til fræðilegrar hættu á krabbameinsvaldandi áhrifum við þessa meðferð.

Tilkynnt hefur verið um eitilfrumukrabbamein í lifur og milta hjá sjúklingum með garnabólgusjúkdóm* sem fengið hafa meðferð með azatíópríni (forlyfi 6-merkaptópúríns) eða 6-merkaptópúríni, annaðhvort með eða án samhliða meðferðar með mótefni gegn TNF-alfa. Þessi sjaldgæfa tegund eitilfrumukrabbameins þróast hratt og er yfirleitt banvæn (sjá einnig kafla 4.8). *garnabólgusjúkdómur (inflammatory bowel disease (IBD)) er ósamþykkt ábending

Virkjunarheilkenni átfrumna (Macrophage activation syndrome)

Virkjunarheilkenni átfrumna (Macrophage activation syndrome (MAS)) er þekktur lífshættulegur kvilli sem sjúklingar með sjálfsofnæmissjúkdóma geta fengið, einkum sjúklingar með bólgusjúkdóm í þörmum (inflammatory bowel disease (IBD)) (ósamþykkt ábending), og hugsanlegt er að notkun merkaptópúríns geri sjúklinga viðkvæmari fyrir honum. Ef virkjunarheilkenni átfrumna kemur fyrir eða ef grunur vaknar um slíkt þar að meta ástandið og hefja meðferð eins fljótt og auðið er og hætta meðferð með merkaptópúríni. Læknar þurfa að vera vakandi fyrir einkennum veirusýkinga á borð við Epstein-Barr veirusýkingu (EBV) og stórfrumuveiru sýkingu (cytomegalovirus (CMV)), þar sem þær eru þekktar kveikjur fyrir virkjunarheilkenni átfrumna (MAS).

Sýkingar

Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með 6-merkaptópúríni einu sér eða samhliða öðrum ónæmisbælandi lyfjum, þar á meðal barksterum, hefur komið fram aukið næmi fyrir veiru-, sveppa og bakteríusýkingum, meðal annars alvarlegum eða afbrigðiðlegum sýkingum og endurvirkjun veirusýkinga. Smitsjúkdómurinn og fylgikvillar geta verið alvarlegri hjá þessum sjúklingum en hjá sjúklingum sem ekki fá meðferð.

Hafa skal í huga fyrri útsetning fyrir eða sýkingu með varicella zoster veiru áður en meðferð er hafin. Taka skal mið af leiðbeiningum á hverjum stað, þar á meðal fyrirbyggjandi meðferð ef nauðsyn krefur. Hafa skal í huga sermispróf áður en meðferðin hefst með tilliti til lifrarbólgu B. Taka skal mið af leiðbeiningum á hverjum stað, þar á meðal fyrirbyggjandi meðferð í þeim tilvikum þar sem sermispróf skila jákvæðum niðurstöðum. Tilkynnt hefur verið um tilvik blóðeitrunar vegna daufkyrningafæðar hjá sjúklingum sem fengu 6-merkaptópúrín við bráðu eitilfrumuhvítblæði.

Sjúklingar með NUDT15 afbrigði

Sjúklingar með arfgengt stökkbreytt NUDT15-gen eru í aukinni hættu að fá alvarlega 6-merkaptópúrín eiturverkun, svo sem snemmbúna hvítfrumnafæð og hárlos, með hefðbundnum skömmtun af tíópúrínmeðferð. Þetta krefst yfirleitt skammtalækkunar, einkum hjá þeim sem eru með

með NUDT15 afbrigði hreinnar arfgerðar (sjá 4.2). Tíðni NUDT15 c.415C>T er breytileg eftir kynstofnum og er um 10 % hjá þeim frá Austur-Asíu, 4 % hjá þeim frá Rómönsku Ameríku, 0,2 % hjá þeim frá Evrópu og 0 % hjá þeim frá Afríku. Í öllu falli er nákvæmt eftirlit með blóðhag nauðsynlegt.

Börn

Greint hefur verið frá tilvikum blóðsykurslækkunar með einkennum hjá börnum með brátt eitilfrumuhvítblæði sem fá 6-merkaptópúrín (sjá kafla 4.8). Í meirihluta tilvikanna var um börn yngri en sex ára að ræða eða börn með lágan líkamsþyngdarstuðul.

Milliverkanir

Við samhliða gjöf á blóðþynningarlyfjum til inntöku og 6-merkaptópúríni er mælt með því að auka eftirlit með INR (International Normalised Ratio) (sjá kafla 4.5).

Hjálparefni

Þetta lyf inniheldur aspartam (E951) sem inniheldur fenýlalanín. Slíkt er mögulega skaðlegt fyrir fólk með fenýlketónmigu.

Það inniheldur einnig natríummetýlparahýdroxýbensóat og natríumetýlparahýdroxýbensóat sem geta valdið ofnæmi (hugsanlega síðkomnu).

Þar sem lyfið inniheldur súkrósa skulu sjúklingar með frúktósaóþol, glúkósa-galaktósa vanfrásog eða súkrasa-ísómaltasaþurrð, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, ekki taka lyfið. Langvarandi notkun eykur hættu á tannskemmdum og mikilvægt er að nægilegrar tannhirðu sé gætt.

Meðhöndlið dreifuna gætilega

Sjúklingar og heilbrigðisstarfsmenn skulu gæta þess að Xaluprine komist hvorki í snertingu við húð né slímhúð. Ef dreifan kemst í snertingu við húð eða slímhúð skal þvo vandlega með vatni og sápu án tafar (sjá kafla 6.6).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Gjöf á 6-merkaptópúríni samhliða fæðu kann að draga örlítið úr útsetningu í líkamanum, en ólíklegt má telja að slíkt hafi klíníska þýðingu. Því má taka Xaluprine með mat eða á fastandi maga en sjúklingar skulu venja sig á sömu aðferð við lyfjagjöf. Ekki skal taka skammt með mjólk eða öðrum mjólkurafurðum þar sem þær innihalda ensímið xantínsoxídasa sem veldur umbroti 6-merkaptópúríns og getur því mögulega minnkað þéttni merkaptópúríns í plasma.

Áhrif merkaptópúríns á önnur lyf

Ekki skal nota bóluefni við gulusótt við samhliða inngjöf vegna hættu á banvænum sjúkdómi hjá sjúklingum með veiklað ónæmiskerfi (sjá kafla 4.3).

Ekki er mælt með samhliða inngjöf á lifandi bóluefnum hjá einstaklingum með veiklað ónæmiskerfi (sjá kafla 4.4).

Tilkynnt hefur verið um hömlun á blóðþynningaráhrifum warfaríns þegar það er gefið samhliða 6-merkaptópúríni. Fylgjast skal náið með INR-gildi (International Normalised Ratio) meðan á samhliða inngjöf blóðþynningarlyfja til inntöku stendur.

Frumuskemmandi lyf draga hugsanlega úr frásogi fenýtóíns í meltingarvegi. Mælt er með að fylgst sé náið með sermisþéttni fenýtóíns. Mögulega breytist einnig þéttni annarra flogaveikislyfja. Fylgjast skal náið með sermisþéttni flogaveikislyfja við Xaluprine meðferð og gera breytingar á skömmtum eins og nauðsyn krefur.

Áhrif annarra lyfja á merkaptópúrín

Þegar allópúrínól og Xaluprine eru gefin samhliða er brýnt að minnka skammt Xaluprine niður í einn fjórða af upphaflegum skammti þar sem allópúrínól dregur úr umbrotshraða 6-merkaptópúríns fyrir tilstilli xantínoxídasa. Einnig geta aðrir xantínoxídasahemlar eins og febuxostat mögulega dregið úr umbroti merkaptópúríns og ekki er mælt með samhliða inngjöf þar sem ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar til að ákvarða viðeigandi minnkun á skömmtum.

Þar sem sýnt hefur verið fram á með in vitro rannsóknum að amínósalisýlatafleiður (t.d. olsalazín, mesalazín eða súlfasalazín) hamla TPMT ensíminu sem stuðlar að umbroti 6-merkaptópúríns, skal gæta varúðar þegar þær eru gefnar sjúklingum sem eru samhliða í Xaluprine meðferð (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Getnaðarvarnir karla og kvenna

Sannanir um eituráhrif 6-merkaptópúríns á fóstur hjá mönnum eru tvíræðar. Bæði karlar og konur, sem stunda kynlíf, eiga að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í allt að þrjá mánuði eftir að meðferð lýkur. Dýrarannsóknir benda til eituráhrifa á fósturvísa og fósturdauða (sjá kafla 5.3).

Þungun

Xaluprine skal ekki gefa þunguðum konum né þeim sem gætu orðið þungaðar í nánustu framtíð, nema að undangengnu ítarlegu mati áhættu og ávinnings.

Tilkynnt hefur verið um fyrirburafæðingar og lága fæðingarþyngd eftir útsetningu mæðra fyrir 6-merkaptópúríni. Einnig hefur verið tilkynnt um meðfædda galla og skyndileg fósturlát, annaðhvort eftir útsetningu móður eða föður. Tilkynnt hefur verið um margskonar mefædda galla í kjölfar samhliða meðferðar móður með 6-merkatópúríni og öðrum krabbameinslyfjum.

Nýleg faraldsfræðileg rannsókn bendir ekki til aukinnar hættu á fyrirburafæðingum, lítilli fæðingarþyngd eða meðfæddum göllum hjá konum sem útsettar eru fyrir merkaptópúríni á meðgöngu.

Mælt er með því að eftirlit sé haft með truflunum á blóðhag og ónæmiskerfi nýfæddra barna kvenna sem útsettar hafa verið fyrir merkaptópúríni á meðgöngu.

Brjóstagjöf

6-merkaptópúrín hefur greinst í broddmjólk og brjóstamjólk kvenna í azatíóprín meðferð og því skulu konur sem fá Xaluprine ekki vera með barn á brjósti.

Frjósemi

Áhrif 6-merkaptópúríns á frjósemi manna eru ekki þekkt en tilkynnt hefur verið um að sjúklingar sem hlutu meðferð í barnæsku eða á unglingsaldri hafi orðið feður eða mæður. Tilkynnt hefur verið um skammvinna alvarlega sæðisfrumnaeklu við útsetningu fyrir 6-merkaptópúríni samhliða barksterum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Ekki er hægt að meta skaðleg áhrif á slíkar athafnir miðað við lyfjafræði virka efnisins.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Helsta aukaverkun vegna meðferðar með 6-merkaptópúríni er beinmergsbæling sem leiðir til hvítfrumnafæðar og blóðflagnafæðar.

Tafla yfir aukaverkanir

Ekki liggja fyrir nýlegar klínískar samantektir um merkaptópúrín sem nýtast við að ákvarða tíðni aukaverkana á nákvæman hátt.

Eftirfarandi einkenni hafa verið skráð sem aukaverkanir: Aukaverkanirnar eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100, < 1/10), sjaldgæfar (≥1/1000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (1/10.000 til < 1/1000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkun

Sýkingar af völdum sýkla og

 

Bakteríu- og veirusýkingar,

Sjaldgæfar

sýkingar sem tengjast

sníkjudýra

 

daufkyrningafæð

 

 

 

 

Æxli, þ.m.t.

 

 

eitilfrumukrabbamein,

 

 

húðkrabbamein (sortuæxli og

 

Mjög sjaldgæfar

önnur), sarkmein (Kaposi-

Æxli, góðkynja, illkynja og

sarkmein og önnur) og

 

ótilgreind (þar með talið

 

staðbundið

blöðrur og separ)

 

leghálskrabbamein (sjá

 

 

kafla 4.4).

 

Koma örsjaldan fyrir

Afleitt hvítblæði og

 

mergmisþroski

 

 

 

Tíðni ekki þekkt

Eitilfrumukrabbamein í lifur

 

og milta* (sjá kafla 4.4)

 

 

 

Mjög algengar

Beinmergsbæling;

Blóð og eitlar

hvítfrumnafæð og

 

 

blóðflagnafæð

 

Algengar

Blóðleysi

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar

Liðverkir, útbrot, lyfjahiti

 

Mjög sjaldgæfar

Bjúgur í andliti

Efnaskipti og næring

Algengar

Lystarleysi

 

Tíðni ekki þekkt

Blóðsykurslækkun

 

Algengar

Munnbólga, niðurgangur,

Meltingarfæri

uppsölur, ógleði

 

 

Sjaldgæfar

Brisbólga, sár í munni

 

Koma örsjaldan fyrir

Sáramyndun í þörmum

Lifur og gall

Algengar

Gallteppa, eiturverkun á lifur

 

Sjaldgæfar

Lifrardrep

Húð og undirhúð

Mjög sjaldgæfar

Hármissir

Tíðni ekki þekkt

Ljósnæmisviðbrögð

 

Æxlunarfæri og brjóst

Mjög sjaldgæfar

Skammvinn sæðisfrumnaekla

*Hjá sjúklingum með garnabólgusjúkdóm, ósamþykkt ábending.

Hjá börnum.

Lýsing á völdum aukaverkunum

6-merkaptópúrín hefur eituráhrif á lifur hjá dýrum og mönnum. Vefjafræðilegar greiningar hafa sýnt lifrardrep og gallteppu.

Tíðni eituráhrifa á lifur er mjög breytileg og geta þau komið fram í kjölfar skammta af hvaða stærð sem er. Eituráhrif koma tíðar fram þegar notað er meira af lyfinu en ráðlagður skammtur segir til um.

Náið eftirlit með lifrarprófum flýta mögulega fyrir greiningu á eituráhrifum á lifur í tæka tíð. Slík áhrif ganga yfirleitt tilbaka ef 6-merkaptópúrín meðferð er hætt nægilega snemma en lífshættulegar lifrarskemmdir hafa átt sér stað.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni og teikn

Áhrif á meltingarfæri, þ.m.t. ógleði, uppsölur og niðurgangur og lystarleysi eru mögulega fyrstu einkenni um að ofskömmtun hafi átt sér stað. Helstu eituráhrif eru á beinmerg sem leiðir til beinmergsbælingar. Líklegra er að eituráhrif á blóð verði alvarlegri við langvinna ofskömmtun en við eina inntöku á Xaluprine. Einnig getur skert lifrarstarfsemi og maga- og þarmabólga komið fram. Hættan á ofskömmtun eykst einnig við samhliða inngjöf xantínoxídasahemla og 6-merkaptópúríns (sjá kafla 4.5).

Meðferð

Í ljósi þess að ekkert mótefni er þekkt skal fylgjast náið með blóðhag og veita almenna stuðningsmeðferð ásamt viðeigandi blóðgjöf ef nauðsyn krefur. Ólíklegt er að virkar aðgerðir (eins og notkun á lyfjakolum eða magaskolun) beri árangur þegar um ofskömmtun á 6-merkaptópúríni er að ræða, nema gripið sé til ráðstafana innan 60 mínútna frá því að inntaka átti sér stað.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: æxlishemjandi lyf, andmetabólítar, púrínhliðstæður, ATC flokkur: L01BB02

Verkunarháttur

6-merkaptópúrín er óvirkt forlyf sem verkar sem púrínhemill en krefst frumuupptöku og aðlífun innan frumu við þíógúanínnúkleótíð til frumueitrunar. Umbrotsefni 6-merkaptópúríns hamla nýmyndun

(de novo) púrína og ummyndanir púrínnúkleótíða. Þíógúanínnúkleótíð eru einnig tekin upp í kjarnsýrur og stuðlar það að frumuskemmandi áhrifum virka efnisins.

Yfirleitt er um krossónæmi að ræða á milli 6-merkaptópúríns og 6-þíógúaníns.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Aðgengi 6-merkaptópúríns til inntöku hefur reynst töluvert mismunandi á milli einstaklinga, sem stafar líklega af umbroti við fyrstu umferð. Við inntöku skammts sem nam 75 mg/m2 til 7 hjá börnum, var aðgengi að meðaltali 16% af gefnum skammti, þar sem bilið var frá 5 til 37%.

Í samanburðarrannsókn á aðgengi hjá heilbrigðum, fullorðnum sjálfboðaliðum (n=60), reyndist 50 mg af Xaluprine mixtúru, dreifu hafa sama aðgengi og 50 mg taflan hvað AUC varðar, en ekki Cmax. Meðaltal (90% CI) Cmax hvað mixtúru, dreifu varðar var 39% (22% - 58%) hærra en í tilviki töflunnar, þrátt fyrir að minni munur væri á milli sjúklinga (%C.V) hvað mixtúru, dreifu varðar (46%) en í tilviki töflunnar (69%).

Umbrot

Aðlífun 6-merkaptópúríns innan frumu er hvatt af nokkrum ensímum og myndar að lokum 6-þíógúanínnúkleótíð (TGN) en fjöldi milli-TGN myndast á undan TGN. Fyrsta skrefið er örvast af hýpóxantín-gúanínfosforibósýltransferasa til að mynda tíóínósínmónófosfat (TIMP). 6-merkaptópúrín gengst einnig undir S-metýlun af ensíminu tíópúrín S-metýltransferasa (TPMT) og myndar metýlmerkaptópúrín, sem er óvirkt. Hins vegar örvar TPMT einnig S-metýlun á aðal umbrotsefni núkleótíðsins TIMP og myndar metýltíóínósínmónófosfat (mTIMP). Bæði TIMP og mTIMP eru tálmar fosforíbósýlpýrófosfatamídótransferasa sem er mikilvægt ensím við nýmyndun (de novo) púríns. Xantínoxídasi er megin umbrotsensímið og það breytir 6-merkaptópúríni í óvirka umbrotsefnið 6-þíóúrsýru. Það skilst út í þvagi. Um það bil 7% af innteknum skammti skilst út sem óbreytt 6-merkaptópúrín innan 12 klukkustunda eftir inngjöf.

Brotthvarf

Helmingunartími brotthvarfs 6-merkaptópúríns er 90 ± 30 mínútur, en helmingunartími virku umbrotsefnanna er lengri en upprunaefnisins (u.þ.b. 5 klukkustundir). Heildarúthreinsun líkamans var 4832 ± 2562 ml/mín/m2. 6-merkaptópúrín kemst að litlu leyti í heila- og mænuvökva.

Helsta brotthvarfsleið 6-merkaptópúríns er með umbroti.

5.3Forklínískar upplýsingar

Eituráhrif á erfðaefni

6-merkaptópúrín, líkt og aðrir andmetabólítar, er stökkbreytandi og veldur litningafrávikum in vitro og in vivo hjá músum og rottum.

Krabbameinsvaldandi áhrif

Í ljósi eituráhrifa á erfðarefni hefur 6-merkaptópúrín hugsanlega krabbameinsvaldandi áhrif.

Vansköpunaráhrif

6-merkaptóspúrín veldur fóstursvísisdauða og hefur alvarleg vanskapandi áhrif í músum, rottum, hömstrum og kanínum við skammta sem hafa engin eituráhrif á móður. Hjá öllum tegundum eru eituráhrif á fóstur og gerð vanskapana háð skammti og meðgöngutíma þegar inngjöf fer fram.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Xanthan gúmmí

Aspartam (E951)

Hindberjaþykkni

Súkrósi

Natríummetýlparahýdroxýbensóat (E219)

Natríumetýlparahýdroxýbensóat (E215)

Kalíumsorbat (E202)

Natríumhýdroxíð

Hreinsað vatn

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

1 ár

Eftir að glasið hefur fyrst verið opnað: 56 dagar.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægra hita en 25°C.

Geymið glasið vel lokað (sjá kafla 6.6).

6.5Gerð íláts og innihald

Gulbrúnt glerglas af gerð III með innsigluðu loki og öryggistappa (HDPE með pólýetýlen plastfóðri) sem inniheldur 100 ml af mixtúru, dreifu.

Hver pakkning inniheldur eitt glas, HDPE millistykki fyrir glas og 2 inntökusprautur úr pólýetýleni (fjólubláa sprautu sem er kvörðuð að 1 ml og hvíta sprautu sem er kvörðuð að 5 ml).

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Örugg meðhöndlun

Allir sem meðhöndla Xaluprine skulu þvo sér um hendur fyrir og eftir inngjöf á skammti. Til að draga úr hættu á útsetningu skulu foreldrar og ummönnunaraðilar nota einnota hanska þegar Xaluprine er meðhöndlað.

Forðast skal að Xaluprine komist hvorki í snertingu við augu né slímhúð. Ef Xaluprine kemst í snertingu við húð eða slímhúð skal þvo húðina vandlega með vatni og sápu án tafar. Ef lyfið hellist niður skal þurrka lekann umsvifalaust upp.

Þungaðar konur, konur sem hyggjast verða þungaðar eða eru með barn á brjósti skulu ekki snerta Xaluprine.

Foreldrar/umönnunaraðilar og sjúklingar skulu ávallt gæta þess að geyma Xaluprine þar sem börn hvorki ná til né sjá og helst læsa lyfið í skáp. Taki börn inn lyfið fyrir slysni getur það verið banvænt.

Gætið þess að glasið sé vel lokuð til að lyfið haldist óskemmt og til að draga úr hættunni á því að það hellist niður fyrir slysni.

Hrista á glasið kröftuglega í a.m.k. 30 sekúndur til að tryggja að mixtúran, dreifan blandist vel.

Förgun

Xaluprine er frumuskemmandi. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Nova Laboratories Limited

Martin House

Gloucester Crescent

Wigston, Leicester

LE18 4YL

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/727/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 09. mars 2012

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 18 nóvember 2016

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www. serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf