Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Yellox (bromfenac sodium sesquihydrate) – Fylgiseðill - S01BC11

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsYellox
ATC-kóðiS01BC11
Efnibromfenac sodium sesquihydrate
FramleiðandiPharmaSwiss Ceska Republika s.r.o

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Yellox 0,9 mg/ ml augndropar, lausn

Brómfenak

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Yellox og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Yellox

3.Hvernig nota á Yellox

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Yellox

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Yellox og við hverju það er notað

Yellox inniheldur brómfenak og tilheyrir flokki lyfja sem nefnast bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar (NSAID). Virkni þess felst í því að blokka tiltekin efni sem eiga þátt í bólgumyndun.

Yellox er notað til að draga úr augnbólgu hjá fullorðnum í kjölfar augnaðgerðar vegna drers.

2. Áður en byrjað er að nota Yellox

Ekki má nota Yellox

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir brómfenaki eða fyrir einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú hefur fengið astma, húðofnæmi eða miklar bólgur í nef þegar þú hefur notað önnur bólgueyðandi lyf. Dæmi um bólgueyðandi lyf eru: asetýlsalisýlsýra, íbúprófen, ketóprófen, díklófenak.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

-ef þú notar staðbundin steralyf (t.d. kortísón), þar sem það getur valdið óæskilegum aukaverkunum.

-ef þú átt við blæðingarkvilla að stríða (t.d. dreyrasýki), hefur átt við slíkt að stríða eða tekur önnur lyf sem kunna að lengja blæðingartíma (t.d. warfarín, klópídógrel, asetýlsalisýlsýra).

-ef þú ert með augnkvilla (t.d. augnþurrk, glærukvilla).

-ef þú ert með sykursýki.

-ef þú ert með liðagigt.

-ef þú hefur gengist endurtekið undir augnaðgerðir með stuttu millibili.

Ekki er mælt með notkun augnlinsa eftir augnaðgerð við dreri. Því skal ekki nota augnlinsur meðan Yellox er notað.

Börn og unglingar

Börn og unglingar eiga ekki að nota Yellox.

Notkun annarra lyfja samhliða Yellox

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en Yellox er notað.

Yellox skal ekki nota þrjá síðustu mánuði meðgöngu. Læknirinn gæti ávísað þessu lyfi á meðgöngu ef væntanlegur ávinningur fyrir móður vegur þyngra en hugsanleg áhætta fyrir barnið.

Yellox má ávísa fyrir konur með barn á brjósti án þess að það hafi mikilvæg áhrif á frjósemi.

Akstur og notkun véla

Sjónin þín getur orðið þokukennd stutta stund eftir notkun augndropanna. Ef þú finnur fyrir þokukenndri sjón þegar droparnir eru settir í augað, skaltu forðast akstur og notkun véla þar til sjón þín verður eðlileg á ný.

Yellox inniheldur natríumsúlfíð og bensalkónklóríð

Natríumsúlfíð getur valdið ofnæmisviðbrögðum eða astmaköstum sem geta verið alvarleg og lífshættuleg í sumum tilfellum.

Bensalkónklóríð er rotvarnarefni sem getur valdið ertingu í augum eða vandamálum á yfirborði augans. Notaðu ekki Yellox ef þú ert með augnlinsur, þar sem vitað er að bensalkónklóríð upplitar þær.

3.Hvernig nota á Yellox

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammtar

Ráðlögð skammtastærð er einn dropi af Yellox í viðkomandi auga/augu tvisvar á dag ( kvöld og morgna). Ekki nota meira en einn dropa í viðkomandi auga(augu) tvisvar á dag.

Byrjaðu að nota dropana daginn eftir aðgerð við dreri á auga.

Lyfjagjöf

Yellox er ætlað til notkunar í auga.

-Þvoðu þér um hendur fyrir notkun augndropanna.

-Komdu þér þægilega fyrir í stöðugri stellingu.

-Skrúfaðu lokið af glasinu.

-Haltu glasinu á hvolfi milli þumalsins og hinna fingranna.

-Hallaðu höfðinu aftur.

-Dragðu neðra augnlokið niður með hreinum fingri.

-Færðu stútinn á glasinu alveg að auganu.

-Snertu hvorki augað né augnlokið, né heldur svæðin í kring eða annað yfirborð með dropastútnum.

-Kreistu varlega glasið til að gefa einn dropa af Yellox.

-Lokaðu glasinu tryggilega með lokinu strax eftir notkun.

-Geymdu glasið vandlega lokað þegar það er ekki í notkun.

Ef þú notar einhverja aðra augndropa, láttu þá líða minnst fimm mínútur milli þess sem þú notar Yellox og hina dropana.

Lengd meðferðar

Haltu áfram að nota dropana fyrstu 2 vikurnar eftir aðgerðina. Ekki nota Yellox lengur en í 2 vikur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um af Yellox

Skolaðu úr auganu með volgu vatni. Settu ekki fleiri dropa í augun fyrr en komið er að næsta venjulega skammti. Ef Yellox er kyngt af slysni skal drekka glas af vatni eða öðrum vökva til að skola lyfinu niður.

Ef gleymist að nota Yellox

Notaðu einfaldan skammt strax þegar þú manst eftir því. Ef það er næstum því kominn tími fyrir næsta skammt þá skaltu sleppa skammtinum sem þú gleymdir. Haltu svo áfram með næsta reglubundna skammt. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Yellox

Hættu ekki að nota Yellox án þess að ræða við lækninn.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur bólgusvörun við augasteinsaðgerðinni, t.d. á formi bólgu í sjónu, blossað upp þegar notkun Yellox hefur verið hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú finnur fyrir minnkaðri eða óskýrri sjón í vikunni eftir að meðferðinni lýkur, skaltu hafa samband við lækninn tafarlaust.

Ef þú tekur eftir einhverjum af eftirfarandi aukaverkunum við notkun lyfsins skaltu hafa tafarlaust samband við lækninn:

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Tilfinning um aðskotahlut í auganu, augnroði og augnbólga, skemmd og bólga á yfirborði augans, útferð úr auga, kláði, erting eða sársauki í auganu, þroti eða blæðing frá augnloki, daprari sjón af völdum 'augngruggs' eða flyksur fyrir augunum eða þá minnkuð sjón sem getur gefið til kynna blæðingu eða skemmd á bak við augað (sjóna), óþægindi í auga, aukið ljósnæmi, skert eða óskýr sjón, þroti í andliti, hósti, blóðnasir eða nefrennsli.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Skemmd á yfirborði augans, augnroði, astmi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Yellox

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á glasinu og ytri öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Fleygið glasinu 4 vikum eftir að það var fyrst opnað til að forðast sýkingu, jafnvel þó enn sé lausn eftir í glasinu. Skráið opnunardagsetningu á þar til gert svæði á öskjunni.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Yellox inniheldur

-Virka innihaldsefnið er brómfenak. Einn ml af lausninn inniheldur 0,9 mg af brómfenaki (sem natríumseskvíhýdrat). Einn dropi inniheldur um það bil 33 míkrógrömm af brómfenaki.

-Önnur innihaldsefni eru: bórsýra, bórax, vatnsfrítt natríumsúlfíð (E221), bensalkónklóríð (sjá kafla 2), týloxapól, póvidón (K30), tvínatríumedetat, vatn fyrir stungulyf, natríumhýdoxíð (til að viðhalda eðlilegu pH sýrustigi).

Útlit Yellox og pakkningastærðir

Yellox er tær gulur vökvi (lausn) sem fæst í pakkningu sem inniheldur eitt 5 ml plastglas með skrúfloki.

Markaðsleyfishafi

PharmaSwiss Česká republika s.r.o. Jankovcova 1569/2c

170 00 Praha 7 Tékkland czech.info@valeant.com

Framleiðandi

Dr. Gerhard Mann Chem.-pharm. Fabrik GmbH Brunsbütteler Damm 165-173 13581 Berlin

Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið:

BE/LU/NL

CY

Bausch & Lomb Pharma nv/sa, Belgium

Kypropharm Ltd.

Tel: 00 31 (0) 20 20 61 682

Τηλ: + 357 22 43 46 99

BG

LV

PharmaSwiss EOOD

UAB „PharmaSwiss“

Teл.: + 359 2 89 52 110

Tel: + 371 67502185

CZ

LT

PharmaSwiss Česká republika s.r.o.

UAB „PharmaSwiss“

Tel: + 420 234 719 600

Tel. +370 5 2790 762

IE /UK

HU

Bausch & Lomb U.K., Ltd.

Valeant Pharma Magyarország Kft.

Tel: +44 (0) 1748 828864

Tel: +36 1 345 5900

DE

MT

Dr. Gerhard Mann Chem.- Pharm Fabrik GmbH

Laboratoire Chauvin, France

Tel: + 49 (0)30 33093 0

Tél: + 33 (0)4 67 12 30 30

EE

AT

PharmaSwiss Eesti OÜ

Dr. Gerhard Mann Chem.- Pharm Fabrik GmbH

Tel: + 372 6827403

Tel: + 49 (0)30 33093 0

GR

PL

Pharmaswiss Hellas A.E.

Valeant Pharma Poland sp. z o. o.

Τηλ: +30 210 8108 460

Tel.: +48 17 865 51 00

ES

PT

Bausch & Lomb, S.A.

Bausch & Lomb, S.A. (Sucursal Portugal)

Tel: + 34 91 657 63 36

Tel: + 351 21 424 15 10

FR

RO

Laboratoire Chauvin SAS

Valeant Pharma S.R.L.

Tél: + 33 (0)4 67 12 30 30

Tel: +40 374 102 600

IT

SI

Bausch & Lomb-IOM S.p.A.

PharmaSwiss d.o.o.

Tel: + 39 (0)2 27407300

Tel: + 386 1 2364 700

HR

SK

PharmaSwiss d.o.o.

Valeant Slovakia s.r.o.

Tel: +385 1 6311 833

Tel: + 421 3233 4900

 

DK/NO/FI/SE/IS

 

Bausch & Lomb Nordic AB

 

+46 8 616 95 00

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf