Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Zalviso (sufentanil) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N01AH03

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsZalviso
ATC-kóðiN01AH03
Efnisufentanil
FramleiðandiGrunenthal GmbH

1.HEITILYFS

Zalviso 15 míkrógramma tungurótartöflur

2.INNIHALDSLÝSING

Hver súfentaníl tungurótartafla inniheldur 15 míkrógrömm af súfentaníli (sem sítrat).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver súfentaníl tungurótartafla inniheldur 0,074 mg af Sunset Yellow FCF Aluminum Lake (E110).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tungurótartafla.

Zalviso tungurótartöflur sem eru 3 mm í þvermál eru flatar appelsínugular töflur með ávölum brúnum.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Zalviso er ætlað til að meðhöndla hóflegan eða mikinn bráðan verk hjá fullorðnum sjúklingum eftir skurðaðgerð.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Aðeins má gefa Zalviso á sjúkrahúsi. Zalviso skal aðeins ávísað af læknum sem hafa reynslu af umsjón með meðferð með ópíötum, sérstaklega á meðhöndlun aukaverkana af borð við öndunarbælingu (sjá kafla 4.4).

Skammtar

Zalviso tungurótartöflur skulu teknar inn af sjúklingi með Zalviso inngjafartækinu til að bregðast við verkjum. Zalviso inngjafartækið er hannað til að gefa staka 15 míkrógramma súfentaníl tungurótartöflu eftir þörfum, undir stjórn sjúklings, með að lágmarki 20 mínútur á milli skammta (læsingartíma), í allt að 72 klukkustundir, sem er ráðlögð hámarkslengd meðferðar. Sjá kaflann „Lyfjagjöf“.

Aldraðir

Engar þýðisrannsóknir voru gerðar á öldruðum sjúklingum með súfentaníl tungurótartöflum. Í klínískum rannsóknum voru u.þ.b. 30% þeirra sjúklinga sem tóku þátt 65 til 75 ára. Öryggi og verkun hjá öldruðum sjúklingum var svipuð og hjá yngri fullorðnum sjúklingum (sjá kafla 5.2).

Skert lifrar- eða nýrnastarfsemi

Engar þýðisrannsóknir voru gerðar á sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi með súfentaníl tungurótartöflum. Aðeins takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun súfentaníls hjá slíkum sjúklingum. Gæta skal varúðar við gjöf Zalviso hjá sjúklingum með miðlungsmikla eða mikla skerðingu á lifrarstarfsemi eða mikla skerðingu á nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Zalviso hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Eingöngu til notkunar undir tungu.

Zalviso tungurótartöflur skulu teknar inn af sjúklingi með Zalviso inngjafartækinu, sem skal aðeins notað af sjúklingnum til að bregðast við verkjum (sjá kafla 6.6).

Tungurótartaflan ætti að leysast upp undir tungunni en ekki á að mylja, tyggja eða gleypa hana. Sjúklingar ættu ekki að borða eða drekka og skulu forðast að tala í 10 mínútur eftir hvern skammt af Zalviso.

Mest er hægt að gefa 45 míkrógrömm af súfentaníl tungurótartöflum með Zalviso inngjafartækinu á einni klukkustund (3 skammta).

Við endurtekna hámarksnotkun sjúklings endist ein rörlykja í 13 klukkustundir og 20 mínútur. Nota má fleiri Zalviso rörlykjur ef þess þarf.

Sjá leiðbeiningar um uppsetningu og notkun Zalviso inngjafartækisins fyrir notkun í kafla 6.6.

4.3

Frábendingar

-

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-

Veruleg öndunarbæling.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Öndunarbæling

Súfentaníl getur valdið öndunarbælingu, en alvarleiki hennar er háð skömmtum. Meta skal áhrif súfentaníls á öndun með klínísku eftirliti, s.s. með öndunarhraða, sljóvgunarstigi og súrefnismettun. Sjúklingar með öndunarerfiðleika eða skerta öndunargetu eiga meiri hættu á öndunarbælingu. Ópíatablokkar geta snúið við öndunarbælingu af völdum súfentaníls. Nauðsynlegt getur verið að gefa endurtekna skammta af blokkum þar sem öndunarbæling getur varið lengur en verkun blokkans (sjá kafla 4.9).

Innankúpuþrýstingur

Gæta skal varúðar við notkun súfentaníls hjá sjúklingum sem gætu verið sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum uppsöfnunar koltvísýrings á heila, svo sem þeim sem sýna merki um aukinn innankúpuþrýsting eða skerta meðvitund. Súfentaníl getur dulið klíníska framvindu hjá sjúklingum með höfuðáverka. Gæta skal varúðar við notkun súfentaníls hjá sjúklingum með heilaæxli.

Áhrif á hjarta- og æðakerfi

Súfentaníl getur framkallað hægtakt. Þess vegna skal gæta varúðar við notkun þess hjá sjúklingum sem eru með eða hafa áður verið með hægtakt.

Súfentaníl getur valdið lágþrýstingi, sérstaklega hjá sjúklingum með blóðþurrð. Grípa skal til viðeigandi ráðstafana til að viðhalda stöðugum blóðþrýstingi.

Skert lifrar- eða nýrnastarfsemi

Súfentaníl umbrotnar að mestu í lifur og skilst út með þvagi og hægðum. Virkni getur verið lengd hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi. Aðeins takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Zalviso hjá slíkum sjúklingum. Hafa skal náið eftirlit með einkennum um ofskömmtun súfentaníls hjá sjúklingum með miðlungsmikla eða mikla skerðingu á lifrarstarfsemi eða mikla skerðingu á nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.9).

Hugsanleg misnotkun og þol

Hægt er að misnota súfentaníl. Taka skal tillits til þessa við ávísun súfentaníls þegar grunur liggur á um aukna hættu á rangri notkun eða misnotkun.

Sjúklingar í langtímameðferð með ópíati eða ópíatafíklar gætu þurft stærri verkjastillandi skammta en hægt er að gefa með Zalviso inngjafartækinu.

Áhrif á meltingarfæri

Sem µ-ópíat viðtakaörvi getur súfentaníl hægt á maga- og þarmahreyfingum. Því skal gæta varúðar við notkun Zalviso hjá sjúklingum með hættu á garnastíflu.

Sem µ-ópíat viðtakaörvi getur súfentaníl valdið krampa í hringvöðva gallrásar. Því skal gæta varúðar við notkun Zalviso hjá sjúklingum með sjúkdóm í gallvegi, þ. á m. bráða brisbólgu.

Annað

Heilbrigðisstarfsfólk skal tryggja að sjúklingar hafi fengið viðeigandi leiðbeiningar um hvernig á að nota Zalviso inngjafartækið til að taka sjálfir inn töflur eftir þörfum til að meðhöndla verki eftir skurðaðgerð. Aðeins sjúklingar sem skilja og fylgja leiðbeiningum um notkun inngjafartækisins mega nota Zalviso. Heilbrigðisstarfsfólk skal taka tillit til getu sjúklingsins (s.s. sjónræna eða vitsmunalega) til að nota tækið á réttan hátt.

Hjálparefni

Zalviso tungurótartöflur innihalda asólitarefnið Sunset Yellow FCF Aluminium Lake (E110), sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Milliverkun við cýtókróm P450 3A4 ensím

Súfentaníl umbrotnar aðallega fyrir tilstilli cýtókróm P450 3A4 ensíms í mönnum. Ketókónazól, sem er virkur CYP3A4 hemill, getur aukið dreifingu súfentaníls um líkamann marktækt (19% hækkun á hámarksplasmagildi (Cmax), 77% aukning á útsetningu fyrir virka innihaldsefninu (AUC)) og lengt tíma að hámarksþéttni um 41%. Ekki er hægt að útiloka svipuð áhrif með öðrum virkum CYP3A4 hemlum (t.d. ítrakónazóli, rítónavíri). Brugðist yrði við breytingu á verkun/þoli sem tengist aukinni útsetningu með því að breyta skammtatíðni (sjá kafla 4.2).

Efni sem slæva miðtaugakerfið

Samhliða notkun efna sem slæva miðtaugakerfið, þ. á m. barbítúrata, benzódíazepína, geðrofslyfja eða annarra ópíata, halógengasa eða annarra ósértækra efna sem slæva miðtaugakerfið (t.d. áfengis) geta aukið öndunarbælingu.

Mónóamínoxidasahemlar (MAO-hemlar)

Almennt er ráðlagt að hætta að nota MAO-hemla 2 vikum áður en meðferð með Zalviso hefst, þar sem tilkynnt hefur verið um alvarlega og óútreiknanlega virknisaukningu MAO-hemla með ópíatverkjalyfjum.

Annað

Milliverkanir við önnur lyf sem notuð eru undir tungu eða lyf sem ætlað er að veikja eða vekja áhrif í munnholi voru ekki metin og forðast skal samtímis notkun slíkra lyfja.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja nægilegar upplýsingar fyrir um notkun súfentaníls á meðgöngu kvenna til að meta megi hugsanleg skaðleg áhrif. Engar vísbendingar hafa komið fram um að notkun súfentaníls á meðgöngu auki líkur á meðfæddri vansköpun.

Súfentaníl fer yfir fylgju.

Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á eituráhrif á æxlun (sjá kafla 5.3).

Zalviso er hvorki ætlað til notkunar á meðgöngu né handa konum á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvarnir.

Brjóstagjöf

Súfentaníl skilst út í brjóstamjólk þegar það er gefið í bláæð og því er ráðlagt að gæta varúðar þegar Zalviso er gefið konum með barn á brjósti. Ekki er ráðlagt að vera með barn á brjósti þegar súfentaníl er gefið vegna hættu sem stafar af áhrifum ópíata eða eiturverkana á nýbura/ungabarn (sjá kafla 4.9).

Frjósemi

Engin gögn liggja fyrir um áhrif súfentaníls á frjósemi kvenna eða karla.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Súfentaníl hefur mikil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ráðleggja skal sjúklingum að hvorki aka né nota vélar finni þeir fyrir svefnhöfga, sundli eða sjóntruflunum á meðan Zalviso er tekið eða eftir meðferð. Sjúklingar mega aðeins aka eða nota vélar ef nægur tími hefur liðið frá því að Zalviso var síðast gefið.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Alvarlegasta aukaverkun súfentaníls er öndunarbæling, sem getur leitt til öndunarstöðvunar og öndunarstopps (sjá kafla 4.4).

Samkvæmt sameinuðum öryggisupplýsingum úr þessum klínísku rannsóknum voru ógleði og uppköst þær aukaverkanir sem oftast voru tilkynntar (tíðni ≥ 1/10).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem sáust í klínískum rannsóknum eða eftir markaðssetningu annarra lyfja sem innihalda súfentaníl hafa verið teknar saman í eftirfarandi töflu: Tíðni er skilgreind sem:

Mjög algengar

 

≥ 1/10

 

 

Algengar

 

≥ 1/100 og < 1/10

 

 

Sjaldgæfar

 

≥ 1/1.000 og < 1/100

 

Mjög sjaldgæfar

 

≥ 1/10.000 og < 1/1.000

 

Koma örsjaldan fyrir

< 1/10.000

 

 

Tíðni ekki þekkt

 

Ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

 

 

 

 

 

MedDRA flokkun eftir

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

líffærum

algengar

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Ofnæmi*

Bráðaofnæmislost

 

 

 

 

 

Geðræn vandamál

 

Ringlun

Sinnuleysi*

 

 

 

 

 

Taugaveiklun*

 

Taugakerfi

 

Sundl

Svefnhöfgi

Krampi

 

 

Höfuðverkur

Náladofi

 

 

Sljóvgun

Slingur*

 

 

 

 

 

Truflun á

 

 

 

 

 

vöðvaspennu*

 

 

 

 

 

Ofviðbrögð*

 

Augu

 

 

 

Sjóntruflanir

Ljósopsþrenging

Hjarta

 

Hraðari hjartsláttur

Hægari

 

 

 

 

 

hjartsláttur*

 

 

 

 

 

 

Æðar

 

Blóðþrýstingshækkun

 

 

 

 

Blóðþrýstingslækkun

 

 

Öndunarfæri, brjósthol

 

Öndunarbæling

Öndunarstöðvun

Öndunarstopp

og miðmæti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

Ógleði

Hægðatregða

Munnþurrkur

 

 

Uppköst

Meltingartruflanir

 

 

Húð og undirhúð

 

Kláði

 

Ofsvitnun

Roðaþot

 

 

 

 

Útbrot

 

 

 

 

 

Húðþurrkur*

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Ósjálfráðir

 

 

 

 

vöðvakrampar

 

 

 

 

Vöðvakippir*

 

 

 

 

 

 

 

Nýru og þvagfæri

 

Þvagteppa

 

 

 

 

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir

Hiti

 

 

Kuldahrollur

Lyfjafráhvarfseinkenni

og aukaverkanir á

 

 

 

Þróttleysi

 

íkomustað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

* sjá „Lýsing á völdum aukaverkunum“

Lýsing á völdum aukaverkunum

Eftir langvarandi notkun annarra efna með µ-ópíat viðtakavirkni sáust fráhvarfseinkenni eftir skyndilega stöðvun meðferðar.

Sumar aukaverkanir sáust ekki í klínískum rannsóknum með Zalviso. Tíðni var ákvörðuð á grundvelli gagna um gjöf súfentaníls í bláæð: algengar – vöðvakippir; sjaldgæfar – ofnæmi, sinnuleysi, taugaveiklun, slingur, vöðvaspennutruflun, ofviðbrögð, hægari hjartsláttur og þurr húð.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Merki og einkenni

Ofskömmtun súfentaníls veldur auknum lyfjafræðilegum áhrifum. Hin klíníska heildarmynd ræðst af stigi öndunarbælingar, eftir næmi hvers og eins. Hún verið allt frá vanöndun til öndunarstopps. Önnur einkenni sem geta komið fram eru meðvitundarleysi, dá, hjartalost og vöðvastífleiki.

Meðferð

Við meðhöndlun ofskömmtunar skal einblína á að meðhöndla einkenni µ-ópíat viðtakaörva, þ. á m. með súrefnisgjöf. Gæta skal sértaklega að hindrunum í öndunarvegi og hvort veita þurfi öndunaraðstoð eða stýrða öndun.

Gefa skal ópíatablokka (t.d. naloxón) ef öndunarbæling kemur fram. Slíkt útilokar þó ekki markvísari mótvægisaðgerðir. Taka skal tillit til þess að ópíatablokkinn hefur styttri virkni en súfentaníl. Því má gefa ópíatablokkann endurtekið eða með innrennsli.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Ópíatasvæfingarlyf, ATC-flokkur: N01AH03

Verkunarháttur

Súfentaníl er samtengt, virkt ópíat með mjög sértækri bindingu við µ-ópíat viðtaka. Súfentaníl virkar sem hreinn örvi á µ-ópíat viðtaka.

Súfentaníl veldur ekki losun histamíns. Hægt er að loka á öll áhrif súfentaníls samtundis og algjörlega með því að gefa sérstakan blokka, svo sem naloxón.

Helstu lyfhrif

Verkjadeyfing

Talið er að verkjadeyfing af völdum súfentaníls komi til fyrir tilstilli virkjunar µ-ópíat viðtaka, fyrst og fremst innan miðtaugakerfisins, sem breytir ferlum sem hafa áhrif á bæði skynjun og viðbrögð við sársauka. Hjá mönnum er virknin 7 til 10 sinnum meiri en fentanýl og 500 til 1.000 sinnum meiri en morfín (með inntöku). Hin mikla fitusækni súfentaníls leyfir gjöf efnisins undir tungu og ná hröðum verkjastillandi áhrifum.

Önnur lyfhrif

Öndunarbæling

Súfentaníl getur valdið öndunarbælingu (sjá kafla 4.4) og bælir einnig hóstaviðbrögð.

Önnur áhrif á miðtaugakerfið

Vitað er að gjöf stórra skammta af súfentaníli í bláæð valda vöðvastífleika, líklega vegna áhrifa á svartfyllu (substantia nigra) og rákakjarna (striate nucleus). Hægt er að sýna fram á svæfandi áhrif með breytingum á heilalínuriti.

Áhrif á meltingarfæri

Verkjastillandi plasmaþéttni súfentaníls gæti valdið ógleði og uppköstum vegna ertingar á kveikjusvæði efnanema.

Áhrif súfentaníls á meltingarfæri samanstanda af minnkuðum þarmahreyfingum, minnkaðri seytingu og aukinni vöðvaspennu (allt að krampa) í hringvöðvum meltingarfæra (sjá kafla 4.4).

Áhrif á hjarta- og æðakerfið

Litlir skammtar af súfentaníli gefnir í bláæð tengjast líklegum (kólínvirkum) áhrifum á flakktaug sem valda vægum hægtakti og vægri skerðingu á viðnámi í blóðrásakerfi líkamans (e. systemic vascular resistance) án þess að lækka blóðþrýsting marktækt (sjá kafla 4.4).

Lítil áhrif á fylliþrýsting hjarta, rennslishraða í hjarta og súrefnisnotkun hjartavöðva stuðla einnig að jafnvægi í hjarta- og æðakerfinu. Bein áhrif súfentaníls á virkni hjartavöðva sáust ekki.

Verkun og öryggi

Verkjadeyfing

Sýnt var fram á virkni Zalviso við verkjadeyfingu undir stjórn sjúklings í 3 III. stigs rannsóknum á sjúklingum með mikla iðraverki eða vefjaskaðaverki (verkir eftir mikla kviðholsaðgerð eða bæklunaraðgerð): tvær rannsóknir voru tvíblindar samanburðarrannsóknir með lyfleysu (Zalviso

N = 430 sjúklingar; lyfleysa N = 161 sjúklingur) og 1 var opin samanburðarrannsókn með virku lyfi (Zalviso N = 177 sjúklingar; morfín N = 180 sjúklingar).

Sjúklingar fengu meðferð samkvæmt Zalviso meðferðaráætlun með 15 míkrógrömmum af súfentaníli undir tungu, eftir þörfum með minnst 20 mínútna læsingartíma á 72 klukkustunda tímabili.

Sýnt var fram á ávinning umfram lyfleysu í III. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysum fyrir

aðalendapunktinn, sem er tímavegin summa breytinga á verkjaskala frá grunngildi á 48 klukkustunda tímabili (SPID48; P 0,001), aðra endapunkta, sem voru tímavegið SPID (P 0,004), allur verkur

horfinn (TOTPAR; P 0,004) og heildarmat sjúklinga (P 0,007) á 24, 48 og 72 klukkustunda tímabili. Eftir 48 klukkustundir höfðu meira en helmingur sjúklinganna í hópnum sem fékk Zalviso fengið marktækt minni verki (30% svarenda) í þessum rannsóknum (iðraverkir 60%, vefjaskaðaverkir 54,9%).

Marktækt hærra hlutfall sjúklinga (78,5%) töldu aðferð verkjastillingar vera „góða“ eða „frábæra“ með Zalviso en með gjöf morfínverkjalyfs í bláæð undir stjórn sjúklings (65,5%) (aðalendapunktur við 48 klukkustundir; P = 0,007). Sjúklingar tilkynntu í öllum þremur III. stigs rannsóknunum um minnkun verks með klíníska þýðingu á fyrstu klukkustund meðferðar með Zalviso (breyting á verkjaskala frá grunngildi og heildarsvörun við verk > 1 NRS). Heilbrigðisstarfsfólk taldi Zalviso einnig vera auðveldara í notkun (P = 0,017).

Eins og sýnt var fram á í samanburðarrannsókninni með virku lyfi var meðaltími á milli skammta Zalviso u.þ.b. tvöfalt lengri en með morfínverkjalyfi gefið í bláæð undir stjórn sjúklings (u.þ.b. 80 mínútur miðað við u.þ.b. 45 mínútur) á fyrstu 48 klukkustundunum.

Sjúklingar sem voru meðhöndlaðir með Zalviso í 48 til 72 klukkustundir í þremur samanburðarrannsóknum notuðu mismunandi mikið af þeim 216 skömmtum sem voru í boði, þar sem meðaltalið var 49 skammtar á sjúkling (8-153 skammtar) og meirihluti sjúklinga (69,7%) notuðu 24 til 72 skammta.

Öndunarbæling

Verkjastillandi skammtar af Zalviso leiddu til öndunarbælandi áhrifa hjá sumum sjúklingum í klínískum rannsóknum. Í III. stigs rannsókn með samanburði við virkt lyf var umfang minnkunar á súrefnismettun sambærilegt á milli þeirra sem fengu Zalviso og þeirra sem fengu morfín gefið í bláæð undir stjórn sjúklings. Hins vegar varð tölfræðilega marktækt minna hlutfall sjúklinga fyrir súrefnisafmettun eftir að hafa tekið Zalviso tungurótartöflur (19,8%) með inngjafartæki en í hópnum sem fékk morfínverkjalyf gefið í æð undir stjórn sjúklings (30,0%). Klínískar rannsóknir hafa sýnt að súfentaníl gefið í bláæð veldur minni öndunarbælingu en með jafngildum skömmtum af fentanýli.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Lýsa má lyfjahvörfum súfentaníls eftir gjöf undir tungu sem þriggja þátta líkani með 1. stigs frásogi. Þessi íkomuleið leiðir til meira heildaraðgengi með því að forðast umbrot 3A4 ensíms í þörmum og fyrstu umferð um lifur.

Meðaltal heildaraðgengis eftir stakan skammt af Zalviso undir tungu var 59% miðað við einnar mínútu innrennsli af 15 míkrógrömmum af súfentaníli í bláæð. Aðgengi eftir inntöku (töflu kyngt) er töluvert minna, eða 9%. Í klínískum rannsóknum með endurtekinni gjöf minnkaði aðgengi um 37,6%. Rannsókn með gjöf í kinn sýndi 78% aukningu á aðgengi þegar töflur voru settar fyrir framan neðri framtennur.

Hámarksþéttni súfentaníls næst u.þ.b. 50 mínútum eftir stakan skammt en tíminn minnkar niður í u.þ.b. 20 mínútur eftir endurtekna skammta. Þegar Zalviso var gefið á 20 mínútna fresti náðist jafnvægi á plasmaþéttni eftir 13 skammta.

Dreifing

Dreifingarúmmál miðhólfs (e. central volume of distribution) eftir gjöf súfentaníls í bláæð er u.þ.b. 14 lítrar og dreifingarrúmmál við jafnvægi er u.þ.b. 350 lítrar.

Umbrot

Umbrot eru fyrst og fremst í lifur og smáþörmum. Umbrot súfentaníls í mönnum eru aðallega fyrir tilstilli cýtókróm P450 3A4 ensímkerfisins (sjá kafla 4.5). Súfentaníl umbrotnar hratt í fjölda óvirkra umbrotsefna og eru oxandi N- og O-afalkýlun aðalbrotthvarfsleiðirnar.

Brotthvarf

Heildarplasmaúthreinsun eftir staka gjöf í bláæð er um 917 l/mín.

Um það bil 80% af skammti súfentaníls sem gefinn er í bláæð skilst út innan 24 klukkustunda. Aðeins 2% af skammtinum skilst út í óbreyttu formi. Kynþáttur, kyn, nýrna- eða lifrarstarfsemi eða samhliða CYP3A4 hvarfefni hafa ekki áhrif á úthreinsun.

Plasmagildi með klíníska þýðingu ráðast að miklu leyti af því hve langan tíma það tekur plasmaþéttni súfentaníls að falla úr Cmax niður í 50% af Cmax eftir að gjöf er hætt (samhengisháður helmingunartími eða CST½) fremur en af lokahelmingunartíma. Meðaltal CST½ var 2,2 klukkustundir eftir stakan skammt og hækkaði í 2,5 klukkustundir eftir marga skammta; gjöf undir tungu lengir því verkunartíma

töluvert miðað við gjöf súfentaníls í bláæð (0,14 klst. CST½). Gildi CST½ eftir staka og endurtekna skammta voru svipuð, sem sýnir að tímalengd verkunar er fyrirsjáanleg og í samræmi eftir marga skammta af tungurótartöflum.

Eftir staka gjöf 15 míkrógramma súfentaníl tungurótartöflu hefur meðalhelmingunartími á lokafasa verið á bilinu 6 til 10 klukkustundir. Meðallokahelmingunartími var ákvarðaður sem 18 klukkustundir eftir gjöf margra skammta, vegna meiri plasmaþéttni súfentaníls eftir endurtekna skammta og möguleikans á að mæla þessa þéttni yfir lengra tímabil.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Lyfjahvarfaþýðisgreining á plasmaþéttni súfentaníls í kjölfar notkunar Zalviso hjá sjúklingum og heilbrigðum einstaklingum (N = 700), þar sem 75 sjúklingar voru með miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi og 7 sjúklingar voru með mikla skerðingu á nýrnastarfsemi, var ekki sýnt fram á að nýrnastarfsemi væri marktæk skýribreyta útskilnaðar. Hins vegar skal gæta varúðar við notkun Zalviso hjá slíkum sjúklingum vegna hve takmarkaður fjöldi sjúklinga með mikla skerðingu nýrnastarfsemi hefur verið rannsakaður (sjá kafla 4.4).

Skert lifrarstarfsemi

Samkvæmt lyfjahvarfaþýðisgreiningu á Zalviso hjá sjúklingum og heilbrigðum einstaklingum

(N = 700), þar sem 13 sjúklingar voru með miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi og 6 sjúklingar voru með mikla skerðingu á lifrarstarfsemi, var ekki sýnt fram á að lifrarstarfsemi væri marktæk skýribreyta útskilnaðar. Vegna takmarkaðs fjölda sjúklinga með miðlungsmikla eða mikla skerðingu á lifrarstarfsemi hafa möguleg áhrif lifrarbilunar sem skýribreyta útskilnaðar ekki verið greind. Því skal gæta varúðar við notkun Zalviso hjá slíkum sjúklingum (sjá kafla 4.4).

Börn

Engar upplýsingar liggja fyrir um lyfjahvörf Zalviso hjá börnum.

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um lyfjahvörf hjá börnum eftir gjöf súfentaníls í bláæð.

Aldraðir

Engar þýðisrannsóknir voru gerðar á öldruðum sjúklingum með Zalviso. Upplýsingar um lyfjahvörf við gjöf súfentaníl í bláæð leiddu ekki í ljós aldurstengdan mun. Í 3. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysu voru u.þ.b. 20% þeirra sjúklinga sem tóku þátt aldraðir (≥ 75 ára) og u.þ.b. 30% á aldrinum 65 til 75 ára.Þýðisgreining á lyfjahvörfum sýndi að aldur hafði áhrif, þar sem 27% minnkun á úthreinsun kom fram hjá öldruðum einstaklingum (eldri en 65 ára). Þar sem þessi aldurstengda minnkun er minni en breytileiki á útsetningarþáttum súfentaníls milli einstaklinga, 30-40%, teljast þessi áhrif ekki hafa klíníska þýðingu, sérstaklega þar sem Zalviso er aðeins notað eftir þörfum.

Lyfjahvörf í þýðinu

Þegar sjúklingar gáfu sjálfum sér Zalviso með verkjastillandi áhrifum var plasmaþéttni súfentaníls að meðaltali 60-100 pg/ml á tveggja daga notkunartímabili, þar sem aldur, líkamsþyngdarstuðull (BMI) eða væg nýrna- eða lifrarskerðing höfðu engin áhrif.

Sjúklingar með BMI > 30 kg/m2

Þýðisgreining á lyfjahvörfum með BMI sem skýribreytu sýndi að skömmtun var tíðari hjá sjúklingum með BMI > 30 kg/m2.

5.3Forklínískar upplýsingar

Eiturverkanir eftir endurtekna skammta

Sýnt hefur verið fram á að súfentaníl örvar ópíatlík áhrif hjá ýmsum dýrum á rannsóknarstofu (hundum, rottum, naggrísum, hömstrum) við skammta sem eru stærri en þeir sem valda deyfingu verkja og í tveimur rannsóknum með endurteknum skömmtum þar sem súfentaníl var gefið í kinn Golden Syrian hamstra.

Eituráhrif á æxlun

Súfentaníl olli ekki vansköpunum hjá rottum og kanínum. Súfentaníl olli fósturvísisdauða hjá rottum og kanínum sem voru meðhöndlaðar í 10-30 daga á meðgöngu með inngjöf skammts sem var

2,5 sinnum stærri en hámarksskammtur fyrir menn. Fósturvísisdauði var talinn stafa af eituráhrifum á móðurdýrið.

Engin neikvæð áhrif sáust í annarri rannsókn með rottum sem fengu 20-faldan hámarksskammt fyrir menn á tímabili líffæramyndunar. Forklínísk áhrif sáust aðeins eftir gjöf skammta sem voru töluvert yfir ráðlögðum hámarksskammti fyrir menn, og þau hafa því litla þýðingu fyrir klíníska notkun.

Stökkbreytandi eiginleikar

Ames-próf leiddi ekki í ljós stökkbreytandi virkni súfentaníls. Í smákjarnaprófi með kvenkyns rottum ollu stakir skammtar af allt að 80 µg/kg í bláæð (u.þ.b. 2,5 sinnum hámarksskammtur manna með innrennsli í bláæð) engum stökkbreytingum á uppbyggingu litninga.

Krabbameinsvaldandi eiginleikar

Engar rannsóknir hafa farið fram á krabbameinsvaldandi áhrifum súfentaníls.

Staðbundið þol

Tvær rannsóknir voru gerðar á staðbundnu þoli í kinnpokum hamstra með súfentaníl tungurótartöflum. Niðurstaða rannsóknanna var að Zalviso hefði enga eða litla hættu í för með sér á staðbundinni ertingu.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól (E421)

Vatnsfrítt kalsíumhýdrógenfosfat

Hýprómellósi

Natríumkroskarmellósi

Sterinsýra

Magnesíumsterat

Sunset Yellow FCF Aluminum Lake (E110)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Zalviso er afhent í pólýkarbónatrörlykjum sem hver um sig inniheldur 40 tungurótartöflur og er pakkað inn í pólýesterfilmu/LDPE/álfilmu/LFPE-skammtapoka með súrefnisgleypi. Zalviso er fáanlegt í pakkningum með 1, 10 eða 20 rörlykjum og í fjölpakkningu með 40 (2 pakkningar með 20), 60 (3 pakkningar með 20) eða 100 (5 pakkningar með 20) rörlykjum, sem jafngildir 40, 400, 800, 1.600, 2.400 og 4.000 tungurótartöflum, í sömu röð.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Aðeins skal nota rörlykjuna með Zalviso inngjafartækinu, sem samanstendur af stjórnbúnaði og skammtara sem tryggja rétta notkun kerfisins.

Setjið rörlykjuna inn í Zalviso inngjafartækið um leið og hún er tekin úr skammtapokanum.

Tækið skal notað samkvæmt eins og ráðlagt er í upplýsingum sem framleiðandi tækisins lætur í té. Fara verður nákvæmlega að leiðbeiningum um uppsetningu heilbrigðisstarfsfólks á Zalviso inngjafartækinu.

Ekki má nota Zalviso inngjafartækið ef skemmdir sjást á einhverjum hlutum þess.

Fullhlaðið Zalviso inngjafartæki virkar án annarrar hleðslu í allt að 72 klukkustundir.

Þegar meðferð hefur verið hætt verður heilbrigðisstarfsmaðurinn að fjarlægja rörlykjuna úr tækinu og farga verður öllum rörlykjum sem eru ónotaðar og/eða ekki algjörlega tómar í samræmi við gildandi lög og reglur um efni undir eftirliti. Farga skal öðrum úrgangi í samræmi við stefnu stofnunarinnar og gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Grünenthal GmbH Zieglerstr. 6 52078 Aachen Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1042/001

EU/1/15/1042/002

EU/1/15/1042/003

EU/1/15/1042/004

EU/1/15/1042/005

EU/1/15/1042/006

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 18. september 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf