Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Zinforo (ceftaroline fosamil) – Fylgiseðill - J01DI02

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsZinforo
ATC-kóðiJ01DI02
Efniceftaroline fosamil
FramleiðandiPfizer Ireland Pharmaceuticals

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Zinforo 600 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Ceftarólín fosamíl (ceftarolinum fosamilum)

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Zinforo og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Zinforo

3.Hvernig á að nota Zinforo

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Zinforo

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Zinforo og við hverju það er notað

Upplýsingar um Zinforo

Zinforo er sýklalyf sem inniheldur virka efnið ceftarólín fosamíl. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem nefnast „cefalóspórín sýklalyf“.

Upplýsingar um við hverju Zinforo er notað

Zinforo er notað til meðferðar fyrir börn frá 2 mánaða aldri og fullorðna sem eru með:

sýkingar í húð og vefjum undir húðinni

sýkingu í lungum, sem kallast „lungnabólga“

Upplýsingar um hvernig Zinforo verkar

Zinforo verkar með því að drepa ákveðnar bakteríur sem geta valdið alvarlegum sýkingum.

2. Áður en byrjað er að nota Zinforo

Ekki má nota Zinforo:

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir ceftarólín fosamíli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir öðrum cefalóspórín sýklalyfjum.

Ef þú hefur áður fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð við öðrum sýklalyfjum svo sem penicillíni eða carbapenemi.

Notaðu ekki Zinforo ef eitthvað af ofangreindu á við um þig. Ef þú ert ekki viss leitaðu þá ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en þú notar Zinforo.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en þú notar Zinforo:

Ef þú ert með nýrnasjúkdóm (læknirinn gæti þurft að ávísa minni skammti)

Ef þú hefur einhvern tíma fengið krampaköst (flog eða krampa)

Ef þú hefur einhvern tíma fengið ofnæmisviðbrögð, sem eru ekki alvarleg, við öðrum sýklalyfjum svo sem penicillíni eða carbapenemi.

Ef þú hefur áður fengið alvarlegan niðurgang við töku sýklalyfja.

Þú getur fengið aðra sýkingu af völdum annarrar bakteríu meðan á meðferð með Zinforo stendur eða eftir að henni lýkur.

Rannsóknaniðurstöður

Niðurstöður blóðrannsóknar (svokallaðs Coombs prófs) gætu orðið óeðlilegar, en það er greining á ákveðnum mótefnum sem geta unnið gegn rauðum blóðkornum. Ef rauðum blóðkornum fækkar gæti læknirinn athugað hvort þessi mótefni hafi valdið því.

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig (eða þú ert ekki viss), leitaðu þá ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en þú notar Zinforo.

Börn

Zinforo er ekki ætlað börnum yngri en 2 mánaða þar sem nægar upplýsingar eru ekki fyrirliggjandi hjá þessum hópum.

Notkun annarra lyfja samhliða Zinforo

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Ef þú ert þunguð þarftu að segja lækninum frá því áður en þú notar Zinforo. Notaðu þetta lyf ekki á meðgöngu nema læknirinn hafi sagt þér að gera það.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Zinforo getur valdið aukaverkunum svo sem sundli. Það getur dregið úr hæfni þinni til aksturs og notkunar véla.

3.Hvernig á að nota Zinforo

Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun gefa þér Zinforo.

Hve mikið nota á af Zinforo

Venjulegur ráðlagður skammtur fyrir fullorðna er 600 mg á 12 klst. fresti. Læknirinn gæti stækkað skammtinn í 600 mg á 8 klst. fresti fyrir sumar sýkingar. Venjulegur ráðlagður skammtur fyrir börn fer eftir aldri og þyngd barnsins og er gefinn á 8 eða 12 klst. fresti. Hann er gefinn með dreypi í bláæð á 60 eða 120 mínútum.

Meðferðartímabilið er venjulega 5 til 14 dagar þegar um húðsýkingar er að ræða og 5 til 7 dagar þegar um lungnabólgu er að ræða.

Sjúklingar með nýrnasjúkdóm

Ef þú ert með nýrnasjúkdóm gæti læknirinn minnkað skammtinn því úthreinsun Zinforo úr líkamanum er um nýrun.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

Ef þú telur að þú hafir fengið of stóran skammt af Zinforo skaltu tafarlaust láta lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita.

Ef gleymist að nota Zinforo

Ef þú telur að skammtur hafi gleymst skaltu tafarlaust láta lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Lyfið getur valdið eftirfarandi aukaverkunum:

Láttu lækninn samstundis vita ef þú færð eftirfarandi einkenni vegna þess að þú gætir þurft læknismeðferð án tafar:

Skyndilegan þrota á vörum, í andliti, koki eða tungu; veruleg útbrot; og kyngingar- eða öndunarerfiðleika. Þetta gætu verið einkenni alvarlegra ofnæmisviðbragða (bráðaofnæmis) og getur verið lífshættulegt.

Niðurgang sem verður mjög mikill eða hættir ekki eða blóð eða slím í hægðum meðan á meðferð með Zinforo stendur eða eftir að henni lýkur. Ef það gerist máttu ekki að taka lyf sem stöðva eða hægja á þarmahreyfingum.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Breytingar á niðurstöðum blóðrannsóknar sem nefnast Coombs próf, en þær eru algengar hjá sjúklingum sem eru á meðferð með sýklalyfi af þessari gerð. Þetta próf er til greiningar á mótefnum sem geta unnið gegn rauðum blóðkornum.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Hiti

Höfuðverkur

Sundl

Kláði, útbrot

Niðurgangur, kviðverkir

Ógleði eða uppköst

Aukin myndun ensíma í lifur (sem kemur fram í blóðrannsóknum)

Verkur og erting í bláæðum

Roði, eymsli eða þroti á staðnum þar sem inndælingin var gefin.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Blóðleysi

Upphleypt útbrot með kláða (ofsakláði)

Aukning á magni kreatíníns í blóði. Kreatínín segir til um hversu vel nýrun starfa.

Óvenjumiklar blæðingar eða marblettamyndun. Þetta getur verið vegna þess að blóðflögum í blóðinu hefur fækkað.

Breytingar á niðurstöðum blóðrannsókna sem mæla hversu vel blóðið storknar.

Fækkun heildarfjölda hvítra blóðkorna, eða ákveðinna hvítra blóðkorna (hvítfrumnafæð og daufkyrningafæð).

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Marktæk fækkun ákveðinna hvítra blóðkorna (kyrningaleysi). Þú gætir fundið fyrir hita, flensulíkum einkennum, særindum í hálsi, eða einhverri annarri sýkingu sem gæti verið alvarleg.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Fjölgun ákveðinna hvítra blóðkorna (rauðkyrningafjölgun).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Zinforo

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í skólplagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Sjúkrahúsið mun farga lyfjaleifum, ef einhverjar eru, á öruggan máta. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Zinforo inniheldur

Hvert hettuglas inniheldur 600 mg af ceftarólín fosamíli.

Annað innihaldsefni er arginín.

Lýsing á útliti Zinforo og pakkningastærðir

Zinforo er fölgulhvítt til ljósgult duft, stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn í hettuglasi. Það er fáanlegt í pakkningum sem innihalda 10 hettuglös.

Markaðsleyfishafi

Pfizer Ireland Pharmaceuticals Operations Services Group Ringaskiddy, County Cork Írland

Framleiðandi

Facta Farmaceutici S.p.A.

Nucleo Industriale S. Atto

64100 Teramo

Ítalía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Pfizer S.A. / N.V.

Pfizer Luxembourg SARL filialas Lietuvoje

Tél/Tel: +32 (0)2 554 62 11

Tel. +3705 2514000

България

Luxembourg/Luxemburg

Пфайзер Люксембург САРЛ, Клон България

Pfizer S.A.

Тел.: +359 2 970 4333

Tél/Tel: +32 (0)2 554 62 11

Česká republika

Magyarország

Pfizer spol s r.o.

PFIZER Kft.

Tel: +420-283-004-111

Tel. + 36 1 488 37 00

Danmark

Malta

Pfizer ApS

Tlf: +45 44 20 11 00

Deutschland

Pfizer Pharma PFE GmbH

Tel: +49 (0)800 8535555

Eesti

Pfizer Luxembourg SARL Eesti filiaal Tel: +372 666 7500

Ελλάδα

Pfizer ΕΛΛΑΣ Α.Ε. Τηλ.: +30 210 67 85 800

España

Pfizer GEP, S.L.

Tel: +34 91 490 99 00

France

Pfizer PFE France

Tél: +33 (0)1 58 07 34 40

Hrvatska

Pfizer Croatia d.o.o.

Tel: + 385 1 3908 777

Ireland

Pfizer Healthcare Ireland Tel: +1800 633 363 (toll free) +44 (0)1304 616161

Ísland

Icepharma hf.

Sími: +354 540 8000

Italia

Pfizer Italia S.r.l.

Tel: +39 06 33 18 21

Κύπρος

Pfizer ΕΛΛΑΣ Α.Ε. (CYPRUS BRANCH) Τηλ: +357 22 817690

Latvija

Pfizer Luxembourg SARL filiāle Latvijā Tel: +371 670 35 775

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Vivian Corporation Ltd.

Tel: +35621 344610

Nederland

Pfizer bv

Tel: +31 (0)10 406 43 01

Norge

Pfizer AS

Tlf: +47 67 52 61 00

Österreich

Polska

Pfizer Polska Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 335 61 00

Portugal

Laboratórios Pfizer, Lda.

Tel: +351 21 423 5500

România

Pfizer România S.R.L.

Tel: +40 (0)21 207 28 00

Slovenija

Pfizer Luxembourg SARL

Pfizer, podružnica za svetovanje s področja farmacevtske dejavnosti, Ljubljana

Tel: + 386 (0)1 52 11 400

Slovenská republika

Pfizer Luxembourg SARL, organizačná zložka Tel: +421–2–3355 5500

Suomi/Finland

Pfizer PFE Finland Oy

Puh./Tel: +358 (0)9 43 00 40

Sverige

Pfizer AB

Tel: +46 (0)8 550 520 00

United Kingdom

Pfizer Limited

Tel: +44 (0) 1304 616161

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Mikilvægt: Vinsamlegast hafið samantekt á eiginleikum lyfsins til hliðsjónar við ávísun lyfsins.

Viðhafa verður smitgát við undirbúning innrennslislausnarinnar. Innihald Zinforo hettuglassins skal leysa upp í 20 ml af sæfðu vatni fyrir stungulyf. Leiðbeiningar um blöndun innihalds Zinforo hettuglassins eru eftirfarandi:

Styrkur skammts

Rúmmál leysis sem

Áætlaður styrkur

Magn sem skal draga

(mg)

skal bæta við (ml)

ceftarólíns (mg/ml)

upp

Heildarrúmmál

Blandaða lausn þarf að þynna enn frekar til þess að fá Zinforo innrennslislausn. Nota má 250 ml, 100 ml eða 50 ml innrennslispoka til að útbúa lausnina, fer eftir því rúmmáli sem sjúklingurinn þarf.

Innrennslislausnir til þynningar sem nota má eru: natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) lausn til inndælingar, dextrósi 50 mg/ml (5%) lausn til inndælingar, natríumklóríð 4,5 mg/ml og dextrósi 25 mg/ml lausn til inndælingar (0,45% natríumklóríð og 2,5% dextrósi) eða Ringer laktat lausn. Fyrir allar stærðir innrennslispoka (50 ml, 100 ml eða 250 ml) skal gefa lausnina á 60 eða 120 mínútum.

Innrennslisrúmmál fyrir börn fer eftir þyngd barnsins. Þéttni innrennslislausnarinnar meðan á undirbúningi og lyfjagjöf stendur má ekki vera meiri en 12 mg/ml ceftarólín fosamíl.

Blöndunartíminn er styttri en 2 mínútur. Hristið varlega þegar lyfinu er blandað og athugið hvort allt innihaldið er fullkomlega uppleyst. Innrennslislyfið skal skoða með tilliti til þess hvort í því séu agnir áður en það er gefið.

Litur Zinforo innrennslislausnar er allt frá því að vera glær, ljós- til dökkgulur, en það fer eftir styrkleika og geymsluskilyrðum. Lausnin er án nokkurra agna. Þegar lyfið er geymt samkvæmt ráðleggingum er verkun þess óbreytt.

Rannsóknir hafa sýnt að Zinforo innrennslislausnir eru stöðugar í allt að 6 klst. við stofuhita. Að öðrum kosti eru þær stöðugar í allt að 24 klst. við geymslu í kæli. Þegar þynnt lyf hefur verið tekið úr kæli og geymt við stofuhita verður að nota það innan 6 klst.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lausnina strax nema blöndun og þynning hafi farið fram við stýrðar og gildaðar aðstæður að viðhafðri smitgát. Ef lausnin er ekki notuð strax eru geymslutími við notkun og geymsluskilyrði á ábyrgð notandans.

Samrýmanleiki Zinforo og annarra lyfja hefur ekki verið staðfestur. Zinforo má ekki blanda eða bæta í lausnir sem innihalda önnur lyf.

Hvert hettuglas er einnota.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf