Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Zinplava (bezlotoxumab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J06BB21

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsZinplava
ATC-kóðiJ06BB21
Efnibezlotoxumab
FramleiðandiMerck Sharp

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

ZINPLAVA 25 mg/ml innrennslisþykkni, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml af þykkni inniheldur 25 mg bezlotoxumab.

Eitt 40 ml hettuglas inniheldur 1.000 mg bezlotoxumab.

Bezlotoxumab er einstofna manna mótefni framleitt í eggjastokkafrumum úr kínverskum hömstrum með DNA samrunaerfðatækni. Það binst C. difficile toxíni B.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver ml af þykkni inniheldur 0,2 mmól natríum, sem er 4,57 mg natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innrennslisþykkni, lausn.

Tær til í meðalagi ópallýsandi, litlaus til fölgulur vökvi.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

ZINPLAVA er ætlað til að koma í veg fyrir endurtekna Clostridium difficile sýkingu hjá fullorðnum sem eru í mikilli hættu á að fá endurtekna Clostridium difficile sýkingu (sjá kafla 4.2, 4.4 og 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

ZINPLAVA á að gefa meðan á sýklalyfjameðferðinni vegna Clostridium difficile sýkingar stendur (sjá kafla 4.4 og 5.1).

ZINPLAVA á að gefa í eitt skipti sem 10 mg/kg innrennsli í bláæð (sjá hér á eftir og kafla 6.6).

Reynsla af notkun ZINPLAVA hjá sjúklingum takmarkast við stakt tilvik Clostridium difficile sýkingar og eina lyfjagjöf (sjá kafla 4.4).

Sérstakir hópar

Aldraðir

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum ≥ 65 ára (sjá kafla 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun ZINPLAVA hjá sjúklingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Þynnta lausnin er gefin með innrennsli í bláæð á 60 mínútum með sæfðri 0,2 míkrón til 5 míkrón slöngusíu (in-line filter) eða viðbættri síu, án sótthitavalda (non-pyrogenic) og með lága próteinbindingu. ZINPLAVA á ekki að gefa með inndælingu í bláæð.

Þynntu lausnina má gefa með innrennsli um miðlægan eða útlægan æðalegg.

Ekki má gefa ZINPLAVA samhliða öðrum lyfjum um sömu innrennslislínu.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um þynningu lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

ZINPLAVA er ekki meðferð við Clostridium difficile sýkingu og hefur engin áhrif á yfirstandandi Clostridium difficile sýkingu. ZINPLAVA á að gefa meðan á sýklalyfjameðferð vegna Clostridium difficile sýkingar stendur. Engar upplýsingar liggja fyrir um verkun ZINPLAVA ef það er gefið 10 til 14 dögum eftir upphaf sýklalyfjameðferðar vegna Clostridium difficile sýkingar.

ZINPLAVA á ekki að gefa með inndælingu í bláæð.

Reynsla af endurtekinni gjöf ZINPLAVA hjá sjúklingum með Clostridium difficile sýkingu er ekki fyrir hendi. Í klínískum rannsóknum fengu sjúklingar með Clostridium difficile sýkingu aðeins einn skammt af ZINPLAVA (sjá kafla 5.1).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Formlegar rannsóknir á milliverkunum við önnur lyf hafa ekki verið gerðar. Að jafnaði er ekki um marktækar milliverkanir einstofna mótefna til lækninga við önnur lyf að ræða þar sem þau hafa ekki bein áhrif á cýtókróm P450 ensím og eru ekki hvarfefni flutningspróteina í lifur og nýrum.

Bezlotoxumab miðlaðar lyfjamilliverkanir eru ólíklegar þar sem markefni bezlotoxumabs eru utanaðkomandi toxín.

Hefðbundin sýklalyfjameðferð til inntöku vegna Clostridium difficile sýkingar var gefin samhliða ZINPLAVA.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun bezlotoxumabs á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda ekki til eiturverkana á æxlun (sjá kafla 5.3). Ekki má nota ZINPLAVA á meðgöngu nema meðferð með bezlotoxumabi sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort bezlotoxumab skiljist út í brjóstamjólk. Þar sem einstofna mótefni geta skilist út í brjóstamjólk, þarf að ákveða hvort hætta eigi brjóstagjöf eða sleppa notkun ZINPLAVA með ávinning af notkun ZINPLAVA fyrir móðurina í huga.

Frjósemi

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um hugsanleg áhrif bezlotoxumabs á frjósemi. Rannsóknir á frjósemi hafa ekki verið gerðar á dýrum. Bezlotoxumab binst ekki við æxlunarfæravef í rannsóknum á vefjavíxlbindingu og engin eftirtektarverð áhrif komu fram á karl- og kvenæxlunarfæri í rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá músum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Bezlotoxumab hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Öryggi ZINPLAVA var metið í tveimur 3. stigs klínískum rannsóknum. Algengustu aukaverkanirnar eftir meðferð með ZINPLAVA (sem greint var frá hjá ≥ 4 % sjúklinga á fyrstu 4 vikunum frá innrennsli) voru ógleði, niðurgangur, hiti og höfuðverkur. Greint var frá þessum aukaverkunum með svipaðri tíðni hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu og þeim sem fengu ZINPLAVA.

Tafla með aukaverkunum

Tafla 1 sýnir aukaverkanir sem greint var frá á fyrstu 4 vikunum frá innrennsli hjá sjúklingum sem fengu ZINPLAVA og eru taldar upp eftir líffærakerfi. Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru algengustu aukaverkanir taldar upp fyrst.

Tafla 1: Aukaverkanir ZINPLAVA

Líffærakerfi

Tíðni

Aukaverkanir

 

 

 

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

Meltingarfæri

Algengar

Ógleði, niðurgangur

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á

Algengar

Hiti

íkomustað

 

 

 

 

 

Áverkar og eitranir

Algengar

Innrennslistengd viðbrögð

Sjá lýsingu á völdum aukaverkunum hér á eftir.

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Alvarlegar aukaverkanir

Í klínískum rannsóknum var greint frá alvarlegum aukaverkunum sem komu fram innan 12 vikna eftir innrennsli hjá 29 % sjúklinga sem fengu ZINPLAVA og 33 % sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Innrennslistengd viðbrögð

Alls kom ein eða fleiri innrennslistengd aukaverkun fram hjá 10 % þátttakenda í ZINPLAVA hópnum sama dag og innrennsli var gefið eða næsta dag samanborið við 8 % í lyfleysuhópnum. Innrennslistengdu aukaverkanirnar sem greint var frá hjá ≥ 0,5 % þeirra sem fengu ZINPLAVA og með meiri tíðni en í lyfleysuhópnum voru ógleði (3 %), þreyta (1 %), hiti (1 %), sundl (1 %), höfuðverkur (2 %), mæði (1 %) og háþrýstingur (1 %). Hjá þeim sjúklingum sem fengu

innrennslistengdar aukaverkanir voru flestar vægar (78 %) eða meðalmiklar (20 %) og flestar þeirra gengu til baka innan 24 klst. frá því þær komu fram.

Ónæmistengdar aukaverkanir

Í 1. stigs klínískri rannsókn fengu heilbrigðir þátttakendur tvo skammta í röð af 10 mg/kg of bezlotoxumabi með 12 vikna millibili. Enginn greinilegur munur var á aukaverkunum eftir seinni skammtinn og þeim sem komu fram eftir fyrri skammtinn og eru í samræmi við aukaverkanir sem komu fram í tveimur 3. Stigs rannsóknum (MODIFY I og MODIFY II, sjá kafla 5.1) þar sem allir sjúklingarnir fengu stakan skammt.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Klínísk reynsla af ofskömmtun ZINPLAVA er ekki fyrir hendi. Í klínískum rannsóknum fengu heilbrigðir þátttakendur allt að 20 mg/kg sem þoldist yfirleitt vel. Við ofskömmtun á að fylgjast vel með sjúklingum með tilliti til vísbendinga og einkenna aukaverkana og veita viðeigandi meðferð við einkennum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sýkingalyf til altækrar notkunar (systemic use), ónæmisglóbúlín, sértæk. ATC flokkur: J06BB21

Verkunarháttur

Bezlotoxumab er einstofna manna mótefni gegn bakteríutoxíni sem binst C.difficile toxíni B með mikilli sækni og hlutleysir virkni þess. Bezlotoxumab kemur í veg fyrir endurkomu Clostridium difficile sýkingar með því að veita aðfengið ónæmi (passive immunity) gegn toxíni framleiddu af bakteríum sem hafa þróast úr C. difficile gróum, sem eru þrálát eða nýtilkomin.

Lyfhrif

Örverufræði

Verkun in vitro og in vivo

Vakaeiningin á toxíni B, sem bezlotoxumab binst við, er varðveitt, þó ekki nákvæmlega eins, í öllum toxínröðum sem þekktar eru.

Klínískar rannsóknir

Verkun ZINPLAVA (bezlotoxumab) var rannsökuð í tveimur slembuðum, tviblindum, fjölsetra

3. stigs samanburðarrannsóknum með lyfleysu (MODIFY I og MODIFY II) þar sem 810 sjúklingar fengu bezlotoxumab og 803 sjúklingar fengu lyfleysu samkvæmt slembivali. Fjöldi sjúklinga sem lauk rannsóknunum og var með í greiningar á heildarþýði var 781 í ZINPLAVA hópnum og 773 í lyfleysuhópnum. Allir sjúklingar fengu samhliða hefðbundna sýklalyfjameðferð vegna Clostridium difficile sýkingar. Slembiröðunin var lagskipt eftir sýklalyfinu og stöðu sjúkrahúsinnlagnar (inniliggjandi eða göngudeildarsjúklingur) við upphaf rannsóknarinnar. Fullorðnir sjúklingar voru skráðir í rannsóknina með staðfesta Clostridium difficile sýkingu sem var skilgreind sem niðurgangur

(3 hægðalosanir eða fleiri með lausum hægðum samkvæmt skilgreiningu Bristol hægðaskalans sem tegund 5 til og með 7, á 24 klst. eða skemur) og jákvætt hægðapróf fyrir toxínmyndandi C. difficile, úr hægðasýni sem fékkst í mesta lagi 7 dögum fyrir upphaf rannsóknarinnar.

Sjúklingar fengu 10 til 14 daga meðferð með sýklalyfi til inntöku vegna Clostridium difficile sýkingar (metronidazol, vancomycin eða fidaxomicin, valið af rannsakanda). Sjúklingar sem fengu vancomycin eða fidaxomicin til inntöku gátu einnig fengið metronidazol í bláæð.

Stakt innrennsli með ZINPLAVA eða lyfleysu var gefið áður en sýklalyfjameðferð var lokið og sjúklingum var fylgt eftir í 12 vikur eftir innrennslið. Dagur innrennslis með ZINPLAVA eða lyfleysu var á tímabilinu frá því áður en sýklalyfjameðferð hófst og fram að degi 14 frá upphafi sýklalyfjameðferðar, þar sem miðgildi var dagur 3.

Bakgrunnsþættir hjá 781 sjúklingi sem fékk ZINPLAVA og 773 sem fengu lyfleysu voru yfirleitt svipaðir milli meðferðarhópanna. Miðgildisaldur var 65 ár, 85 % voru hvítir, 57 % konur og 68 % innlagðir sjúklingar. Svipað hlutfall sjúklinga fékk metronidazol til inntöku (48 %) og vancomycin til inntöku (48 %) og aðeins 4 % fengu fidaxomicin sýklalyfjameðferð vegna Clostridium difficile sýkingar.

Tíðni endurtekinnar Clostridium difficile sýkingar er sýnd í töflu 2.

Tafla 2: Tíðni endurtekinnar Clostridium difficile sýkingar næstu 12 vikur eftir innrennsli (MODIFY I og MODIFY II, greining á heildarþýði*)

ZINPLAVA ásamt

Lyfleysa ásamt

 

 

hefðbundinni

hefðbundinni

Aðlagaður mismunur (95% CI)

 

sýklalyfjameðferð

sýklalyfjameðferð

p-gildi

Hundraðshluti

Hundraðshluti (n/N)

 

 

(n/N)

 

 

 

16,5 (129/781)

26,6 (206/773)

-10,0 (-14,0; -6,0)

<0,0001

 

 

 

 

n = Fjöldi sjúklinga í þýðisgreiningunni sem náði viðmiðum fyrir endapunkt N = Fjöldi sjúklinga í þýðisgreiningunni

*Greining á heildarþýði (full analysis set) = hlutmengi allra sjúklinga í slembivali fyrir utan: (i) þá sem fengu ekki

innrennsli með rannsóknarlyfinu, (ii) þá sem voru ekki með jákvætt próf fyrir toxínmyndandi C. difficile í hægðum; (iii) þá sem fengu ekki hefðbundna meðferð eins og hún er skilgreind í meðferðaráætluninni innan 1 sólarhrings frá innrennslinu; (iiii) þegar góðum klínískum starfsvenjum (GCP) hafði ekki verið fylgt

Hefðbundin sýklalyfjameðferð = metronidazol, vancomycin eða fidaxomicin

Einhliða p-gildi byggt á aðferð Miettinen og Nurminen, lagskipt samkvæmt meðferðaráætlun (MODIFY I og MODIFY II), hefðbundin sýklalyfjameðferð (metronidazol, vancomycin eða fidaxomicin) og stöðu sjúkrahúsinnlagnar (inniliggjandi eða göngudeildarsjúklingar)

Tafla 3 sýnir niðurstöður fyrirframáætlaðrar sameinaðrar greiningar á endurkomutíðni Clostridium difficile sýkingar hjá fyrirframtilgreindum undirhópum sjúklinga í mikilli hættu á endurkomu Clostridium difficile sýkingar í tveimur 3. stigs rannsóknum. Í heildina var 51 % ≥ 65 ára, 29 % voru ≥ 75 ára og 39 % fengu eitt eða fleiri sýklalyf með altæka verkun meðan á 12 vikna eftirfylgnitímabilinu stóð. Alls voru 28% með eitt eða fleiri tilvik Clostridium difficile sýkingar á innan við 6 mánuðum fyrir tilvikið sem verið var að meðhöndla (18 % sjúklinga voru með eitt og 7 % voru með tvö og nokkrir sjúklingar höfðu 3 eða fleiri fyrri tilvik). Tuttugu og eitt (21) prósent sjúklinganna voru með skerta ónæmissvörun og 16 % voru með klínískt alvarlega Clostridium difficile sýkingu. Hjá 976/1.554 (62 %) sjúklinga sem voru með jákvæða C. difficile ræktun í hægðum í upphafi var mjög meinvirkur stofn (ribogerðir 027, 078 eða 244) einangraður hjá 22 % (217 af 976 sjúklingum) þar sem meirihlutinn (87 %, 189 af 217 stofnum) var af ribogerð 027.

Þessir sjúklingar voru aðallega en ekki eingöngu með áhættuþætti í tengslum við meiri hættu á endurkomu Clostridium difficile sýkingar. Niðurstöður hvað varðar verkun benda ekki til ávinnings af notkun ZINPLAVA hjá sjúklingum sem eru ekki með þekkta áhættuþætti fyrir Clostridium difficile sýkingu.

Tafla 3: Endurkomutíðni Clostridium difficile sýkingar hjá undirhópi með áhættuþátt (MODIFY I og MODIFY II, greining á heildarþýði*)

 

ZINPLAVA ásamt

Lyfleysa ásamt

 

 

hefðbundinni

hefðbundinni

Mismunur (95% CI)

Bakgrunnsþættir við upphaf

sýklalyfjameðferð

sýklalyfjameðferð

rannsóknar

Hundraðshluti

Hundraðshluti

 

 

 

(n/m)

 

(n/m)

 

Aldur ≥ 65 ár

15,4

(60/390)

31,4

(127/405)

-16,0 (-21,7; -10,2)

Saga um eitt eða fleiri tilvik

25,0

(54/216)

41,1

(90/219)

-16,1 (-24,7; -7,3)

Clostridium difficile sýkingu á

 

 

 

 

 

síðustu 6 mánuðum

 

 

 

 

 

Skert ónæmissvörun§

14,6

(26/178)

27,5

(42/153)

-12,5 (-21,7; -4,1)

Alvarleg Clostridium difficile

10,7

(13/122)

22,4

(28/125)

-11,7 (-21,1; -2,5)

sýking

 

 

 

 

 

Sýking með mjög meinvirkum

21,6

(22/102)

32,2

(37/115)

-10,6 (-22,1; 1,3)

stofni#

 

 

 

 

 

Sýking af ribogerð 027

23,6

(21/89)

34,0

(34/100)

-10,4 (-23,0; 2,6)

 

 

 

 

 

 

n = Fjöldi sjúklinga í undirhóp sem náði viðmiðum fyrir endapunkt

m = Fjöldi sjúklinga í undirhóp

*

Greining á heildarþýði (full analysis set) = hlutmengi allra sjúklinga í slembivali fyrir utan þá sem: (i) fengu ekki

 

 

innrennsli með rannsóknarlyfinu, (ii) voru ekki með jákvætt próf fyrir toxínmyndandi C. difficile í hægðum; (iii) fengu

ekki hefðbundna meðferð eins og hún er skilgreind í meðferðaráætluninni innan 1 sólarhrings frá innrennslinu

Hefðbundin sýklalyfjameðferð = metronidazol, vancomycin eða fidaxomicin

Byggt á aðferð Miettinen og Nurminen án lagskiptingar

§

Byggt á sjúkdómum eða lyfjum sem geta valdið ónæmisbælingu

Zar stig ≥ 2

#

Mjög meinvirkur stofn felur í sér: ribogerð 027, 078 eða 244

 

Í rannsóknunum var batatíðnin á yfirstandandi Clostridium difficile sýkingu sambærileg í báðum meðferðarhópunum.

Ónæmismyndun

Ónæmismyndun ZINPLAVA var metin með rafefnaljómsgreiningu (ECL, electrochemiluminescence) í MODIFY I og MODIFY II.

Eftir meðferð með ZINPLAVA í MODIFY I og MODIFY II reyndist enginn þeirra 710 sjúklinga sem hægt var að meta, jákvæður með tilliti til mótefna gegn bezlotoxumabi, vegna meðferðarinnar. Þótt ZINPLAVA sé ætlað til staks innrennslis var ónæmismyndun bezlotoxumabs eftir annað innrennsli sem var 10 mg/kg, 12 vikum eftir fyrri skammtinn metin hjá 29 heilbrigðum þátttakendum. Engin mótefni gegn bezlotoxumabi greindust eftir seinni skammtinn.

Engin gögn liggja fyrir um endurtekna gjöf bezlotoxumabs hjá sjúklingum með Clostridium difficile sýkingu.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á ZINPLAVA hjá einum eða fleiri undirhópum barna við að fyrirbyggja endurtekna Clostridium difficile sýkingu (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Bezlotoxumab er gefið í bláæð og því er aðgengi tafarlaust og algjört. Eftir stakan 10 mg/kg skammt af bezlotoxumabi í bláæð var meðalgildi AUC(0-∞) 53.000 míkróg.klst./ml og Cmax 185 míkróg/ml hjá

sjúklingum með Clostridium difficile sýkingu. Útsetning fyrir bezlotoxumabi hjá heilbrigðum einstaklingum eykst u.þ.b. í réttu hlutfalli við skammta á bilinu 0,3 til 20 mg/kg.

Dreifing

Dreifing bezlotoxumabs utanæða er takmörkuð. Meðaldreifingarrúmmál bezlotoxumabs er 7,33 l (CV: 16 %).

Umbrot

Sundrun bezlotoxumabs fer eftir niðurbrotsferlum próteina. Efnaskipti eiga ekki þátt í úthreinsun þess.

Brotthvarf

Bezlotoxumab skilst aðallega út með próteinniðurbroti. Meðalúthreinsun bezlotoxumabs er 0,317 l/sólarhring (CV: 41 %) og lokahelmingunartími (t½) er u.þ.b. 19 dagar (28 %).

Sérstakir hópar

Áhrif mismunandi skýribreyta á lyfjahvörf bezlotoxumabs voru metin í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum. Úthreinsun bezlotoxumabs jókst með aukinni líkamsþyngd. Tillit hefur verið tekið til þessa mismunar á útsetningu með því að byggja skammt lyfsins á líkamsþyngd.

Eftirfarandi þættir höfðu ekki áhrif á útsetningu fyrir bezlotoxumabi sem skipta máli klínískt og ekki þarf að aðlaga skammta: aldur (á bilinu 18 til 100 ára), kyn, kynþáttur, uppruni, skert nýrnastarfsemi, skert lifrarstarfsemi og aðrir sjúkdómar.

Skert nýrnastarfsemi

Áhrif skertrar nýrnastarfsemi á lyfjahvörf bezlotoxumabs voru metin hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (eGFR (áætlaður gaukulsíunarhraði) 60 til < 90 ml/mín./1,73 m2), meðalskerta (eGFR 30 til < 60 ml/mín./1,73 m2) eða alvarlega skerta (eGFR 15 til < 30 ml/mín./1,73 m2) nýrnastarfsemi eða með lokastigsnýrnasjúkdóm (eGFR < 15 ml/mín./1,73 m2) og borið saman við sjúklinga með eðlilega (eGFR ≥ 90 ml/mín./1,73 m2) nýrnastarfsemi. Enginn munur sem skiptir máli klínískt kom í ljós á útsetningu fyrir bezlotoxumabi hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi og sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Áhrif skertrar lifrarstarfsemi á lyfjahvörf bezlotoxumabs voru metin hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (skilgreint sem tveir eða fleiri eftirfarandi þættir: [1] albúmín ≤ 3,1 g/dl; [2] ALT ≥ 2- föld eðlileg efri mörk; [3] heildarbilirubín ≥ 1,3-föld eðlileg efri mörk eða [4] vægur, meðalalvarlegur eða alvarlegur lifrarsjúkdómur eins og greint var frá í Charlson Co-morbidity Index), borið saman við sjúklinga með eðlilega lifrarstarfsemi. Enginn munur sem skiptir máli klínískt kom í ljós á útsetningu fyrir bezlotoxumabi hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi og sjúklingum með eðlilega lifrarstarfsemi.

Aldraðir

Áhrif aldurs á lyfjahvörf bezlotoxumabs voru metin hjá sjúklingum 18 til 100 ára. Enginn munur sem skiptir máli klínískur kom í ljós á útsetningu fyrir bezlotoxumabi hjá sjúklingum 65 ára og eldri og sjúklingum yngri en 65 ára.

5.3Forklínískar upplýsingar

Á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta benda forklínískar upplýsingar ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn. Eiturverkanir á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrif hafa ekki verið metin.

Dýrarannsóknir á eiturverkun á æxlun og þroska hafa ekki verið gerðar með bezlotoxumabi. Engin eftirtektarverð áhrif komu fram á æxlunarfæri hjá karl- og kvenmúsum byggt á rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta og binding við æxlunarfæravef kom ekki fram í rannsókn á vefjavíxlbindingu.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Sítrónusýrueinhýdrat (E330)

Diethylentriaminpentaediksýra

Polýsorbat 80 (E433)

Natríumklóríð

Natríumsítrat tvíhýdrat (E331)

Vatn fyrir stungulyf

Natríumhýdroxíð (E524) (til að stilla sýrustig).

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6 því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Órofið hettuglas: 18 mánuðir.

Innrennslislausn: Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika meðan á notkun stendur í 24 klst. við 2°C – 8°C eða 16 klst. við stofuhita (við eða undir 25°C). Þessi tímamörk fela í sér geymslu innrennslislausnarinnar í innrennslispokanum meðan á innrennslinu stendur. Út frá örverufræðilegu sjónarmiði verður að nota lausnina tafarlaust. Ef hún er ekki notuð tafarlaust er geymslutími meðan á notkun stendur og geymsluaðstæður fyrir notkun á ábyrgð notanda og má ekki vera lengri samanlagt en 24 klst. við 2°C – 8°C eða 16 klst. við stofuhita (við eða undir 25°C).

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli 2 °C til 8 °C. Má ekki frjósa. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Sjá í kafla 6.3 um geymsluaðstæður eftir þynningu lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Glerhettuglas af tegund I sem inniheldur 40 ml lausn, með klórbútýl tappa og smelluloksinnsigli.

Í hverri öskju er eitt hettuglas.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Þynnta lausnin útbúin

Þynnta lausnin er útbúin strax og hettuglasið hefur verið tekið úr kæli eða hettuglas sem hefur verið geymt við stofuhita varið ljósi í allt að 24 klst. er notað til að útbúa þynnta lausn.

Skoðið innihald hettuglassins með tilliti til mislitunar og agna fyrir þynningu. ZINPLAVA er tær í meðallagi ópallýsandi, litlaus til fölgulur vökvi. Ekki á að nota hettuglasið ef lausnin er mislituð eða hún inniheldur sjáanlegar agnir.

Ekki á að hrista hettuglasið.

Dragið viðeigandi magn úr hettuglasinu byggt á þyngd sjúklings (í kg) og setjið í innrennslispoka sem inniheldur 0,9 % natríumklóríð stungulyf eða 5 % dextrósa stungulyf til þess að útbúa þynntu lausnina með endanlegan styrk á bilinu 1 til 10 mg/ml. Blandið þynntu lausninni með því að hvolfa pokanum gætilega.

Fleygið hettuglasinu/glösunum og ónotuðu innihaldi.

Ef þynnta lausnin er geymd í kæli á að láta innrennslispokann ná stofuhita fyrir notkun.

Ekki má frysta þynntu lausnina.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Sharp & Dohme Limited

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/16/1156/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: {DD. mánuður ÁÁÁÁ}.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf