Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Zurampic (lesinurad) – Fylgiseðill - M04AB05

Updated on site: 11-Oct-2017

Nafn lyfsZurampic
ATC-kóðiM04AB05
Efnilesinurad
FramleiðandiGrünenthal GmbH

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Zurampic 200 mg filmuhúðaðar töflur lesinurad

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Zurampic og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Zurampic

3.Hvernig nota á Zurampic

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Zurampic

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Zurampic og við hverju það er notað

Zurampic inniheldur virka efnið lesinurad og er notað til meðferðar á þvagsýrugigt hjá fullorðnum með því að lækka gildi þvagsýru í blóði. Zurampic verður að taka ásamt allopurinoli eða febuxostati, lyf sem kölluð eru xantinoxidasahemlar, og eru einnig notuð til meðferðar á þvagsýrugigt með því að draga úr magni þvagsýru í blóði.

Læknirinn ávísar Zurampic ef ekki næst stjórn á þvagsýrugigt með núverandi lyfi. Þú verður að nota Zurampic ásamt allopurinoli eða febuxostati.

Verkun Zurampic:

Þvagsýrugigt er tegund liðgigtar af völdum uppsöfnunar þvagsýrukristalla í kringum liði. Með því að draga úr magni þvagsýru í blóði stöðvar Zurampic þessa uppsöfnun og gæti komið í veg fyrir frekari skemmdir í liðum.

2. Áður en byrjað er að nota Zurampic

Ekki má nota Zurampic

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir lesinuradi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú ert æxlissundrunarheilkenni – hratt niðurbrot krabbameinsfruma sem getur valdið háu þvagsýrugildi.

-ef þú ert með Lesch-Nyhan heilkenni – mjög sjaldæfur arfgengur kvilli sem byrjar á barnsaldri og lýsir sér með of mikilli þvagsýru í blóði.

-ef nýrnastarfsemi er mjög skert eða ef þú ert með nýrnasjúkdóm á lokastigi.

-ef þú hefur fengið nýrnaígræðslu.

-ef þú ert í nýrnaskilun.

Ekki á að nota Zurampic ef eitthvað af ofangreindu á við. Í vafatilvikum á að tala við lækninn eða lyfjafræðing áður en Zurampic er notað.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Zurampic er notað.

Verið á varðbergi gagnvart aukaverkunum

Zurampic getur valdið alvarlegum nýrnavandamálum (sjá kafla 4), sem eru algengari ef Zurampic er tekið eitt og sér (sjá kafla 3). Læknirinn getur beðið þig um að láta rannsaka nýrnastarfsemi.

Láttu lækninn vita áður en þú notar Zurampic ef þú ert með eða hefur verið með hjartabilun eða aðra hjartasjúkdóma.

Ef þvagsýrugigtin versnar

Sumir sjúklingar geta fengið fleiri þvagsýrugigtarköst þegar byrjað er að nota Zurampic og á fyrstu vikum eða mánuðum meðferðarinnar. Ef það gerist á að halda töku Zurampic áfram og tala við lækninn eða lyfjafræðing. Lyfið stuðlar enn að því að draga úr magni þvagsýru. Þegar frá líður fækkar þvagsýrugigtarköstunum ef töku Zurampic er haldið áfram samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Læknirinn gefur þér hugsanlega önnur lyf eins og colchicin og bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID). Þau hjálpa til við að fyrirbyggja þvagsýrugigtarköst eða meðhöndla einkenni þvagsýrugigtarkasta (skyndilegur eða verulegur verkur og þroti í liðum). Læknirinn segir hve lengi eigi að taka önnur lyf samhliða.

Rannsóknir og próf

Læknirinn athugar nýrnastarfsemi áður en og meðan á meðferð með Zurampic stendur. Læknirinn getur íhugað að hætta meðferð með Zurampic ef blóðpróf benda til breytinga á nýrnastarfsemi (aukið magn kreatíníns í blóði) eða ef einkenni nýrnavandamála koma fram. Læknirinn getur ákveðið að meðferð með Zurampic eigi að hefja á ný þegar nýrnastarfsemi hefur lagast.

Börn og unglingar

Zurampic er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Zurampic

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta er vegna þess að Zurampic getur haft áhrif á verkun annarra lyfja. Önnur lyf geta einnig haft áhrif á verkun Zurampic

Einkum er mikilvægt er að láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú notar einhver eftirtalinna lyfja þar sem þau geta milliverkað við Zurampic og læknirinn verður að vita af því:

-acetýlsalicýlsýra – við hita og verkjum - í stærri skömmtum en 325 mg á sólarhring

-lyf við of háum blóðþrýstingi, t.d. amlodipin

-lyf við of háu gildi kólesteróls, t.d. simvastatin

-fluconazol – við sveppasýkingum

-amiodaron – við hjartsláttartruflunum

-valproicsýra, valpromid eða carbamazepin – við flogum, lyndisröskunum og til að koma í veg fyrir mígreni

-sildenafil –við ristruflunum

-getnaðarvarnarlyf – notuð til að koma í veg fyrir þungun, þ.m.t. getnaðarvarnarlyf til inntöku (eins og pillan), stungulyf, plástrar og vefjalyf

-rifampin – við berklum

-warfarin – til að koma í veg fyrir og meðhöndla blóðkekki í fótleggjum, lungum, heila og hjarta.

Ef eitthvað af ofangreindu á við (eða í vafatilvikum) á að tala við lækninn eða lyfjafræðing áður en Zurampic er notað.

Meðganga og brjóstagjöf

Forðast á notkun Zurampic á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Ekki er gert ráð fyrir að Zurampic hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar tækja og véla.

Zurampic inniheldur laktósa

Zurampic töflur innihalda laktósa (tegund sykurs). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.Hvernig nota á Zurampic

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Zurampic á alltaf að taka ásamt morgunskammti af annaðhvort allopurinoli eða febuxostati. Ef þeim leiðbeiningum er ekki fylgt getur það aukið hættu á aukaverkunum á nýru (sjá kafla 4).

Hve mikið á að taka

Ráðlagður skammtur er ein 200 mg tafla einu sinni á dag, að morgni. Ekki taka meira en eina (1) töflu af Zurampic á hverjum degi.

Taka lyfsins

-lyfið er tekið að morgni með mat og vatni

-Zurampic á að taka á sama tíma og morgunskammt xantinoxidasahemilsins – allopurinols eða febuxostats. Ef eingöngu Zurampic er tekið eru meiri líkur á nýrnavandamálum

-drekka á vel af vatni yfir daginn. Tveir lítrar er hæfilegt magn.

Ef töku xantinoxidasahemil er hætt verður einnig að hætta töku Zurampic. Zurampic má aldrei taka án xantinoxidasahemils. Ef þeim leiðbeiningum er ekki fylgt getur það aukið hættu á aukaverkunum á nýru.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um á að tala við lækninn eða fara á næstu bráðamóttöku.

Ef gleymist að taka Zurampic

Ef skammtur af Zurampic gleymist á ekki að taka tvöfaldan skammt til að bæta upp skammtinn sem gleymdist. Bíðið og takið næsta skammt af Zurampic með næsta morgunskammti af allopurinoli eða febuxostati. Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi ef ekki er vitað hvenær eigi að taka næsta skammt.

Ef hætt er að nota Zurampic

Ekki á að hætta töku Zurampic nema læknirinn hafi ráðlagt það, jafnvel þótt líðanin sé orðin betri.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir Sjaldgæfar – geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum Hætta á töku Zurampic og leita tafarlaust til læknis ef einhver eftirtalinna aukaverkana kemur fram þar sem það getur bent til nýrnavandamála – þú gætir þurft á tafarlausri læknismeðferð að halda:

-verkur í síðu (undir rifjum og fyrir ofan mjaðmabein)

-ógleði, uppköst

-breytingar á þvaglátum eða erfiðleikar með þvaglát

-þreytu- eða vanlíðunartilfinning eða lystarleysi.

Aðrar aukaverkanir eru meðal annars:

Algengar – geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

-flensa (inflúensa)

-höfuðverkur

-aukið magn kreatíníns í blóði – kemur fram í rannsóknaniðurstöðum

-brjóstsviði (bakflæði).

Sjaldgæfar – geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

-nýrnasteinar

-vökvaskortur (mikið vökvatap úr líkamanum).

Mjög sjaldgæfar – geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum

-húðviðbrögð þ.m.t. roði, kláði í húð, upphleypt útbrot (ofsakláði) og útbrot við sólarljósi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Zurampic

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni eða þynnu á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Zurampic inniheldur

-virka innihaldsefnið er lesinurad.

-hver Zurampic 200 mg filmuhúðuð tafla (tafla) inniheldur 200 mg lesinurad.

-önnur innihaldsefni eru:

-töflukjarni: hýprómellósi, örkristallaður sellulósi, laktósa einhýdrat (sjá kafla 2), crospovidon, magnesíumstearat

-filmuhúð: hýprómellósi, títantvíoxíð, triacetín, indigókarmín, brilliant blue FCF.

Lýsing á útliti Zurampic og pakkningastærðir

Zurampic 200 mg: blá sporöskjulaga 5,7 x 12,9 mm filmuhúðuð tafla með áletruninni „LES200“ á annarri hliðinni.

Zurampic 200 mg töflur eru í gegnsæjum órifgötuðum þynnum með 10, 28, 30 eða 98 töflum og 100 x 1 töflu í rifgötuðum stakskammtaþynnum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Grünenthal GmbH Zieglerstraße 6 52078 Aachen Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

S.A. Grünenthal N.V.

Grünenthal GmbH

Lenneke Marelaan 8

1932 Sint-Stevens-Woluwe

 

België/Belgique/Belgien

 

Tél/Tel: + 32 (0)2 290 52 00

 

beinfo@grunenthal.com

 

България

Luxembourg/luxemburg

Grünenthal GmbH

S.A. Grünenthal N.V.

Lenneke Marelaan 8

 

1932 Sint-Stevens-Woluwe

 

België/Belgique/Belgien

 

Tél/Tel: + 32 (0)2 290 52 00

 

beinfo@grunenthal.com

Česká republika

Magyarország

Grünenthal GmbH

Grünenthal GmbH

Danmark

Malta

Grünenthal Denmark ApS

Grünenthal GmbH

Arne Jacobsens Allé 7

2300 København S

 

Tlf: +45 88883200

 

Deutschland

Nederland

Grünenthal GmbH

Grünenthal B.V.

Zieglerstr. 6

De Corridor 21K

DE-52078 Aachen

NL-3621 ZA Breukelen

Tel: + 49 241 569-1111

Tel:+31 (0)30 6046370

service@grunenthal.com

info.nl@grunenthal.com

Eesti

Norge

Grünenthal GmbH

Grünenthal Norway AS

C.J. Hambros Plass 2C

 

0164 Oslo

 

Tlf: +47 22996054

Ελλάδα

Österreich

Grünenthal GmbH

Grünenthal GmbH

Campus 21, Liebermannstraße A01/501

 

2345 Brunn am Gebirge

 

España

Polska

Grünenthal Pharma, S.A.

Grünenthal GmbH

C/Dr. Zamenhof, 36

E-28027 Madrid

Tel: +34 (91) 301 93 00

France

Portugal

Laboratoires Grünenthal SAS

Grünenthal, S.A.

Immeuble Eurêka

Alameda Fernão Lopes, 12-8.º A

19 rue Ernest Renan

P-1495 - 190 Algés

CS 90001

Tel: +351 / 214 72 63 00

F- 92024 Nanterre Cedex

 

Tél: + 33 (0)1 41 49 45 80

 

Hrvatska

România

Grünenthal GmbH

Grünenthal GmbH

Ireland

Slovenija

Grünenthal Pharma Ltd

Grünenthal GmbH

4045 Kingswood Road,

Citywest Business Park

 

IRL – Citywest Co., Dublin

 

Tel: +44 (0)870 351 8960

 

medicalinformationie@grunenthal.com

 

Ísland

Slovenská republika

Grünenthal GmbH

Grünenthal GmbH

Italia

Suomi/Finland

Grünenthal Italia S.r.l.

Grünenthal GmbH

Tel: +39 02 4305 1

Κύπρος

Sverige

Grünenthal GmbH

Grunenthal Sweden AB

Frösundaviks allé 15

 

169 70 Solna

 

Tel: +46 (0)86434060

Latvija

United Kingdom

Grünenthal GmbH

Grünenthal Ltd

1 Stokenchurch Business Park

 

Ibstone Road, HP14 3FE – UK

 

Tel: +44 (0)870 351 8960

 

medicalinformationuk@grunenthal.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

 

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf